Tíminn - 25.08.1923, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.08.1923, Blaðsíða 2
108 T í M 1 N N Þórarinn Bjarnarson skipstjóri. Með pórarni Bjamarsyni skip- stjóra er í valinn fallinn einn úr þeim hóp Islendinga, sem víðast um heim hefir borið hróður ís- lenskrar sjómannastéttar. Hann var fæddur á ísafirði 1870, sonur Stefáns Bjarnarsonar bæjarfógeta og sýslumanns, yngstur þeirra mörgu og merku systkina og er Pétur M. Bjarnarson verksmiðju- eigandi hér í bænum nú einn á lífi bræðranna. Hugur hans snérist þegar á unga aldri að sjónum og fór hann utan ti) að fullkomna sig í sjómensk- unni. Mun hann fyrstur íslenskra sjómanna hafa fengið skipstjóra- stöðu á gufuskipi erlendis. Var í mörg ár skipstjóri á stórum gufu- skipum og var einkum í förum milli Afríku og Frakklands. Síð- ustu árin settist hann um kyrt og hætti sjóferðum, en rak verk- smiðju í Kaupmannahöfn. Hann var fáum kunnur hér á landi hin síðari ár, því að hann kom hing- að síðast 1907. þórarinn Bjamarson var dug- legur sjómaður með afbrigðum. Hann var drengur hinn besti og fús til að rétta hverjum manni hjálparhönd. Hann var hinn gerð- arlegasti maður á velli og þrek- maður í besta lagi. Hann var ætt- landi sínu til fylsta sóma hvar sem hann kom á sínum mörgu ferðum. Kvæntur var hann danskri konu, sem lifir hann og 7 börn þeirra. Hann dó í Kaupmannáhöfn 20. þ. m. ---o--- Kosning'in í Vestur-Skaftafellssýslu. I Vestur-Skaftafellssýslu verður í kjöri í haust þingmaður kjördæm- isins, Lárus Helgason í Klaustri, fyrir Framsóknarflokkinn, en Jón Kjartansson lögfræðingur í Rvík fyrir kaupmanna- eða Mbl.flokk- inn. þar hjá Skaftfellingum er á bvorugan veginn siglt undir fölsku flaggi. Andstæðurnar eru svo glöggar sem framast má verða. Lárus í Klaustri er einkennilegur maður fyrir margra hluta sakir. Hann er fullhugi til mannrauna og ferðalaga, eins og títt er um bænd- ur í Skaftafellssýslu. í fyrra var hann á leið til ReykjaVíkur. Vötn- in í austanverðri Rangárvallasýslu voru illfær, djúp á milli skara. Lár- usi er sagt, að best sé að bíða. Á hinum bakkanum bíði þaulkunnug- ur maður, af því honum sýnist áin ófær. En Lárus lét ekki aftra sér: „petta er einhver h........puði“, sagði hann, fór út í upp á skaft- felskan móð, komst klaklaust yfir og hélt síðan leiðar sinnar. þessi litla saga lýsir vel Lárusi. Alt líf hans hefir verið keðja djarfra, karlmannlegra athafna. Ungur réðist hann í að kaupa eitt af hinum fornfrægu höfuðbólum landsins, Kirkjubæjarklaustur. Hann hefir bætt jörðina mikið og húsað hana vel. Ekki alls fyrir löngu beislaði hann bæjarlækinn, íeisti rafstöð og hitar og lýsir bæ sinn með rafmagni. þar er búið að gera það sem þarf að gera á hverj- um bæ hér á landi, að láta vatns- orkuna gera heitt og bjart í kring um sveitafólkið. En brátt naut héraðið Lárusar engu síður en heimilið. Verslunin í Vík hafði jafnan verið erfið. Höfn- in slæm og erlendar og innlendar verslanir tekið drjúgan skatt af fólkinu. Kaupfélag var þar stofnað um aldamótin síðustu. Margir góð- ir menn lögðu þar hönd að verki, en samt átti félagið erfitt uppdrátt ar fyrstu árin. Áður en langt leið var Lárus orðin stoð þess og stytta, kjarkmikill og úrræðagóð- ur þar eins og við jökulvötnin og búskapinn. Félagið fikraði sig áfram ár frá ári. Fyrst losaði það sig úr höftum erlendra stórsala og umboðsmanna. Síðan hjó það á böndin við stórkaupmennina í Reykjavík og gekk í samstarf um kaup og sölu við önnur kaupfélög landsins eftir að Sambandið var stofnað. Síðan hafa verslunarhætt- irnir meir og meir færst í eðlilegt horf. Kaupfélagið í Vík hefir feng- ið meginvörur sínar beint frá út- löndum, þrátt fyrir hafnleysið, stundum jafnvel á fleiri en einn stað í sýslunni, eins og verið mun hafa í vor. Annar þátturinn í versl- unarforgöngu Lárusar er barátta hans við að létta bændunum í Skaftafellssýsluna afurðasöluna. Fyr meir urðu bændur þar eystra FHReinm oft að reka fé sitt alla leið til Rvík- ur upp á óvissa söluvon hjá kaup- mönnum. Verðið var afarlágt og aðstaðan hörmuleg. Hefir Björn í Grafarholti . átakanlega lýst því, hversu erfitt var fyrir sunnlenska bændur áður en Sláturfélagið kom. þeir urðu oft að flækjast með fjár- hópana dögum og jafnvel vikum saman á gróðurlitlum hnjótum kringum Reykjavík, ganga milli kaupmannanna, biðja þá að kaupa féð, og þá stundum að lána þeim lengri eða skemri tíma andvirðið. Sláturfélagið bætti úr þessu fyrir alla sunnlenska bændur. það kom skipulagi á söluna, bætti vöruna, trygði borgunina, hækkaði verðið og létti af bændunum ótölulegum snúningum. Lárus í Klaustri barð- ist fyrir að Skaftfellingar væru með í þessum félagsskap. Hann hefir verið einn af leiðtogum og stjórnendum félagsins. En brátt fundu Skaftfellingar, að fjárrekst- urinn til Reykjavíkur var dýr og erfiður, þótt Sláturhúsið þar væri út af fyrir sig stórkostleg umbót. pað þurfti að slátra í Vík, þrátt fyrir hafnleysið. Lárus var lífið og sálin í þessari breytingu, bæði heima fyrir og í stjóm Sláturfé- lagsins. þetta varð.Nú slátra skaft- felskir bændur fé sínu í Vík. Langi dýri reksturinn er horfinn. J?ar er sláturhús, sem leysir verkið eins vel af hendi og höfuðstöð félagsins í Rvík. — priðja verk Lárusar í þágu versl- unar og samgöngumála héraðsins er þátttaka hans í að koma upp bátnum Skaftfellingi. Sýslan nýt- ui ekki strandferðaskipanna neitt að mun vegna hafnleysunpar. Kaupið íslenskar vörur! Hreini Biautsápa HreinS. Stangasápa Hreini Handsápur HreinE K e rt i Hreini Skósverta HreinS. Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! Skaftfelsku bændurnir sáu að þeir þurftu að hafa sitt eigið litla strandferðaskip, sem héldi uppi samgöngum við Vestmannaeyjar og Reykjavík, en hefði hinsvegar tíma til að laga sig eftir dutlung- um brimsins við sandana. þetta hefir orðið nær því eingöngu fyrir samstarf samvinnubændanna í sýslunni. Kaupmenn og jafnvel einn af starfsmönnum landsins hafa reynt að draga hönkina úr höndum bænda í þessu máli, en það hefir ekki tekist. Skaftfellingur hefir orðið gagn og sómi sýsl- unnar. Fjórða umbótin í sýslunni, sem Lárus hefir átt þátt í, er útibú kaupfélagsins fyrir austurhluta sýslunnar. Áður þurftu bændurnir í austurhreppunum að sækja alla erlendu vöruna vestur yfir Mýr- dalssand. Náttúrlega var betra að fá vöruna með sannvirði í kaup- íélaginu heldur en með kaup- mannaálagningu, eins og áður var. En þó var enn betra að þurfa ekki vestur yfir sandinn, heldur að geta tc-kið vöruna svo að segja heima við bæjarvegginn. Annaðhvort fiytur Skaftfellingur vöruna aust- ur frá Vík, eða þá að vöruskip kaupfélaganna skipa upp á báðum stöðunum. pá fá bændurnir á Síð- unni og í Meðallandinu vöruna með sama flutningsgj aldi og bestu hafnir, og innkaupin erlendis eins og stórfyrirtæki ein geta fengið. þessi atriði eru dæmi um starfs- aðferð og starfsmátt Lárusar. Hann hefir vitaskuld ekki komið þessum og fleiri slíkum afrekum einn til leiðar, heldur í félagi og nánu samstarfi við alla félagslynda Prófessornum svarað. II. Athugasemdirnar. Mikið er hr. H. N. umhugað um að finna ónákvæmni í Bjarma og bregða stækkunargleri yfir það, sem hann hygst finna af þess háttar. — En einkennilegi' er það, hvað hann er hroðvirkur sjálfur og fer með ýmsa ónákvæmni, jafnvel þar sem hann er að finna að. „Dæmi“ hans snemma í síðara kafla er þar gott sýnishom. þar skrifar H. N. um mig: „Honum finst það ekki mishermi, þó að hann hafi sagt mig telja þann mann „spíritista“, sem hefir aðeins sannfærst um „veruleik fyrirbrigð- anna“.“ En það er sá „smágalli“ á þessari fullyrðingu hr. H. N., að það stend- ur hvergi í umræddri Bjarmagrein (15. apríl 1922) að H. N. hafi talið „þann mann“ (H. Sv.) „spírit- ista“. — Hann hefir orðið í gæsa- löppum, eins og eg hér, svo það lendir á honum sjálfum er hann segir: „þama er þegar fölsun í, hvort sem hún er gerð af ásettu ráði eða af hroðvirkni". „Nú er spíritisminn orðinn „hjá- trú“ — og ekki annað*) í augum ritstjórans", segir prófessorinn ennfremur og leggur svo út af því. *) Leturbr. mín. S. Á. G. En þama er mishermi eða „hálfur sannleiki", sem H. N. segir að sé „oft náskyldur beinni lygi“. Eg kallaði „spíritisma prófessorsins“ hjátrú, en nefndi það ekki á nafn, hvort hann væri ekki eitthvað f:eira,og því síður var eg nokkuð að skilgreina spíritismann alment úti um heim. En mér er engin launung á því, að mér hefir fundist hjátrú- arkeimur að flestu af því, sem eg hefi lesið eftir spíritista um spírit- ismann, en stundum fundið þar einnig ýmist eitthvað betra eða miklu verra. — Of langt mál að telja það alt upp. Dágóð dæmi þess eru í skáldsögunni „Hvorhen?“, sem Aschehoug í Kristianiu gaf út í fyrra. þar er góðlátleg forvitni með „vísindalegu sniði“ við til- raunafundina hjá Karlsen lækni og í matsöluhúsinu, aumasta hjá- trú í samkomuhúsinu („den krass- este aandetro, omsat til naiv reli- giösitet,“ sjá bls. 53 í sögunni) og viðbjóðslegar og hörmulegar afleiðingar tilraunanna hjá Berg bankagjaldkera, aðal söguhetj- unni. — Er það alt þeim mun eftirtektarverðara sem höfundur- inn, H. Wiers-Jensen, er gagn- kunnugur spiritisma og mikill vin- ur miðlatilrauna, eins og bók hans „De store Medier“ sýnir greini- lega, — og því harla ólíklegt ann- að en að honum sé umhugað um að láta söguna sýna sanna mynd af spiritisma eins og hann er svona upp og ofan. — Eða hvað segir prófessor H.N. um það? I þriðja lagi segir H. N. að eg haldi að „ekkert útfrymi geti ver- ið til“. En hvenær hefi eg sagt það? — Kanske hann vildi gera svo vel og skýra frá því, eða taka þetta aftur. — Eg hefi engan kost átt á að kynna mér það efni ræki- lega, en hefi séð nóg af fullyrð- ingum á báðar hliðar, og tel það enga sönnun fyrir andaskýringum spiritista, þótt eitthvert útfrymi sannaðist. Hitt er annað mál að eg fekk illan grun á Einari Niel- sen eftir Kristianíudvöl hans. Eg get vel trúað lesendum Tímans fyrir því, að spiritista blaðið danska, „Lys over Landet“ styrkti þann grun minn mjög, er það sagði frá (1. maí 1922) að Einar Nielsen hefði rifið sundur vasa- klút sinn og gleypt annan partinn í geðshræringunni, sem greip hann, er hann vissi um álit „dómnéfndarinnar“. — Mér vii'tist það benda til, að hann væri ekki óvanur því að gleypa sitthvað, sem öðrum er ótamt, og vera jafn- vel enn sterkari sönnun gegn miðlinum en ummæli Jægers pró- fessors, sem borið hafði áður fullt traust til E. N., alveg eins og H. N., en sagði á stúdentafundi 14. mars í fyrra að miðillinn hefði verið staðinn að: „oplagt og mod- bydelig udfört Fusk“. (Sbr. „Lys over Landet“ 1. maj 1922). „Nei, hægan — hægan“, herra prófessor, vopnin, sem prófessor- inn ber gegn mér, geta meitt hann sjálfan, ef ekki er varlegar farið en verið hefir. J>að eru fleiri blöð og tímarit en „Politiken“ og „Kristilig Dag- blad“, Iðunn og Bjarmi, sem segja frá miðlasvikum og vara við spiri- tisma, eins og H. N. er sjálfsagt vel kunnugt um. Ekki er neitt sjaldgæft að sjá í enskum blöðum og bókum svipaða skoðun um aðal- uppruna spiritismans eins og í bók Martensens-Larsens dómspró- fasts: (Spiritismens Blændværk og Sjæledybets Gaader). Og við og við hafa birst í Heimskringlu, málgagni nýguðfræði og únítara íslenskra vestra, frásögur um miðlasvik. Síðasta greinin þar, sem eg hefi séð, um þau efni, kom í blaðinu 4. júlí í sumar. Segir þar að „Vísindalega ameríska útgáfu- félagið“ hafi ekki alls fyrir löngu boðið „fimm þúsund dollara verð- lnun þeim fyrsta er tækist að sanna að andar væru virkilega til“ og' að fyrsti miðillinn, sem ætl- aði að ná í þessa skildinga, G. Val- íentiene frá Pennsylvaníu, hafi orðið uppvís að svikum. — Mér kom í hug' er eg las þetta, að það væri vel gert nú í peningakrepp- unni, ef prófessor H. N. gæti tek- ist að koma þessu fé hingað til lands, eftir því sem hann talar stundum, ætti það ekki að vera honum ókleift. Misskiljið mig ekki, það er ekki mín skoðun, að öll dularfullu fyr- irbrigðin á miðlafundum séu svik, eða öll bein áhrif illra anda, það eru fleiri skýringar til eins og lesa má um í „De store Medier“, eða í The case against Spiritua- lism by J. T. Stoddart, eða í framfaramenn í sýslunni. En hann hefir ótvírætt verið foringinn í framkvæmdunum, sem sameinaði og styrkti marga góða en dreifða krafta. Skaftfellingar munu best skilja, hvað Lárus hefir verið fyrir héraðið, með því að hugsa sér, hversu umhorfs væri þar nú, með félagsmálaframkvæmdir, ef Lárus í Klaustri hefði flutt þaðan burtu fyrir 20 árum. það varð ekki. Lái’- us hefir verið í fararbroddi, milli höfuðísa yfir hin breiðu vötn fé- lagsmálaerfiðleikanna, þar sem „puðarnir“ eða hin hi’æddu smá- menni hafa beðið loppin og hnípin á bakkanum. Skaftafellssýsla hefir á háu stigi erfiðleika íslenski'a staðhátta. Við- fangsefni íslenskra fi’amsóknar- manna er að sigrast á sem flestum af þessum erfiðleikum, til að gera kjör þjóðai’innar betri og lífvæn- legri. Sú framfarabarátta, sem nú hefir vei’ið sagt frá, er með falleg- ustu þáttunum í menningarsögu landsins síðan um aldamót. Nú eiga þessar kosningar að skera úr einni hinni mestu vanda- spurningu, og þó einföldustu, sem lögð hefir verið fyi’ir Islendinga. Og spumingin er þessi: Eiga nokk- ur hundruð braskarar í kauptúnum landsins að eyðileggja fjárhag þjóðarinnar, sökkva íslandi dýpra og dýpi’a í skuldafenið erlendis, gera eignir hér á landi verðlitlar eða verðlausar, með gengishi'uni, auka dýi’tíðina í bæjunum, uns þeir sligast og velta yfir sveitirnar gegnum samábyrgð þjóðfélagsins? Eða á að i’eisa fjárhag og menn- ingu landsins við með þeim karl- mannlegu tökum, sem samvinnu- menn Skaftfellinga hafa lyft sínu héraði? Fi’amsóknarflokkurinn treystir Lárusi í Klaustri. vel til þessa starfs. Verkin hans bera honum vitni: heimilið og félagsmálafram- kvæmdirnar heima fyrir. En sýsla, sem á slíkan stai’fsmann, innir vel af hendi skylduna við þjóðfélagið, með því að fela honum fulltrúa- vei’kin á Alþingi nú á þessum erfiðu tímum. Um frambjóðanda Mbl.manna má segja, að hann sé allgott full- trúaefni fyrir sinn flokk. Hatin er fóstraður upp hjá kaupmanni í Vík, í auði og allsnægtum, og mun n jög lítið þekkja af eigin reynd bfsbaráttu bændanna. Hann hefir tekið lögfræðispróf, en enga yfir- Spiritualism, a popular history from 1847 by J. McCabe (1920) og víða annarstaðar. — En eitt af því sem eg tel mjög svo varhuga- vert er að blanda þessum rann- sóknum inn í trúmál, eins og H. N. gerir þráfalt, og telja vitnis- burði „andanna“ á miðlafundum öruggari leiðax’vísi í trúarefnum en nýja testamentið. Veit eg það að fáeinir enskir prestar — ör- fáir þó, í samanburði við alla hina — hafa svipað traust á spiritism- anum og H. N. í þessum efnum, en eg get ekki séð það sanni ann- að en trú sjálfra þeirra. Alment talað sé eg ekki betur en að trú- ai’leg áhrif spii’itisma séu harla svipuð og svæsinnar nýguðfi’æði, eða ryðji kaldlyndi’i skynsemis- trú veg, enda þótt þeim beri á milli í sumum atriðum, og ekki verði annað séð en að einstaka vinur spii’itismans sé heittrúaður krist- inn maður. — Undantekningar kollvarpa ekki reglunni. Kemur mér þar einkum í hug ummæli enska pi’estsins Fielding-Ould, sem H. N. hefir þýtt talsvert eft- ir. Ummælin, sem eg á við, ei-u í bréfi til enska spíritistablaðsins „Light“ i2/7 1919*). Finnur presturinn þar mjög að við ýmsa enska spiritista, hvað Kriststrú þeirra sé fátækleg, og segir með- al annars: „Enginn hefir rétt til að kalla sjálfan sig kristinn nema hann trúi á guðdóm Jesú Krists“. *) Sjá The Case against Spiritual- ism bls. 120—121.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.