Tíminn - 22.09.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1923, Blaðsíða 1
©)aíbf cri og afgrei&slur'aöur Ctmans er Sigurgeir ^rifertfsfon, Sambanösljúsinu, KeYfjauíf. 0 i&fjgtcibjsía Cimans tr i Sambanöstjúsinu. (Ðpin öaglega 9—\2 f. b Sími ^96. YIL ár. Reykjavík 22. sept. 1923 33. blað f ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ELEPHANT CIGARETTES Sjiáffengar og kaldar að reyhja Smásðluverð 50 aur, pk, Tást alstaðar, THOMAS BEAR 4 SONS, LTD., LONDON. ► <5> -<!►- •>&»■ «!5st- -o- -«g^- <©.. - ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Sekt Morgunblaðsmanna. Aldrei hefir hér á landi nokkur flokkur haft jafnþunga sekt á herðum, eða gengið til kosninga með j afnsterka sektarmeðvitund eins og Mbl.flokkurinn gerir nú. Hvað liggur eftir þessa menn: 1. þeir hafa skapað fjölmenna verslunarstétt í bæjunum, sem þarf að versla, og græða á því, til þess að geta lifað. þessi stétt hef- ir beint og gegnum bankana stofn- að til óheyrilegra skulda erlendis, að mjög miklu leyti fyrir óþarfar vörur. Mikil vanskil hafa orðið út á við. Krónan hefir fallið. Dýrtíð- in aukist um leið og þessir menn skapa um 40 miljóna verslunar- skuldir út á við. 2. þrír af þessum mönnum, Jón Magnússon, Sig. Eggerz og Magn- ús Guðmundsson, hafa tekið um 10 miljónir að láni í Danmörku 1917 —1920, og 10 miljónir í Englandi 1921. Mikið af þessu hefir orðið að eyðslueyri. Nálega engu hefir ver- ið varið til arðberandi fram- kvæmda fyrir landið. 3. J. M. og M. G. hafa sett toll- tekjur landsins sem tryggingu er- lendis, eins og aumustu skrælingja- lönd gera. Og skilmálamir við enska lánið, vextirnir, afföllin og milliliðagj aldið, er það versta, sem sögur fara af hér á landi. 4. Mbl.flokkurinn hefir skapað fjölmenna starfsmannastétt, sem þiggur kaup frá landinu. Ný em- bætti og skrifstofur hafa þotið upp fyrir tilverknað J. M., B. J., M. G. og Sig. Eggerz og þeirra fylgiliðs. Nú er svo komið, að þótt skattar til landssjóðs séu 80 kr. á mann, þá nægja þeir varla nema í laun og afborganir af skuldum. 5. Fyrir utan hina miklu launa- byrði, sem Mbl.flokkurinn hefii skapað og heldur við, koma sér- stakir partar, eins og þegar J. M. og M. G. eyða ca. 600 þús. kr. í veislufagnað, þegar sem verst lét í ári. Um sama leyti eyðir J. M. 3000 kr. á tæpum hálfum mánuði í London. 6. Mbl.menn vita, að þetta er glæfraleg fjármálastjórn. þeir þora ekki að koma beint fram fyr- ir þjóðina. þeir velja flokki sínum ekki nafn, en velja í stjórn hans J. M. og M. G., og bíða eftir að S. E. eða Bjarni frá Vogi komi í hóp- inn. þeir afneita Mbl. og kaup- mönnum í orði. þeir afneita hver öðrum, t. d. B. Kr., þar sem það á við. En undir niðri heldur alt þetta lið saman, til að verja ástand það, er það hefir skapað. 7. Ef Mbl.liðið verður í meiri hluta næstu 4 ár, heldur áfram söfnun skulda utan lands og inn- an. Hvergi verður slakað á óþörfu eyðslunni. Sveitunum verður sökt ofan í sama fenið og RevViavík er komin í. 8. Til að fullkomna eyðileggingu landsins, prédika frambjóðendur Mbl. krossferð móti kaupfélögun- um, af því að samvinnumenn hafa stilt í hóf með eyðslu og reynt að koma viti fyrir hinn hluta þjóðar- innar, um hvert stefndi. 9. Hvert atkvæði, sem Mbl.mönn- um er gefið, og það ekki síður hin- um dulklæddu, eins og Sig. ráðu- naut og Stefáni í Fagraskógi, er aukinn styrkur fyrir það vald, sem hefir sökt landinu í skuldadýpið. ----o---- Sr. Eggert þakkar. Af annari grein hér í blaðinu má sjá, hversu sr. Eggert Pálsson og nokkrir af nánustu fylgismönnum hans hegðuðu sér síðastliðinn sunnudag á heimili Guðm. læknis Guðfinnssonar. Eins og kunnugt er, hefir Guðm. læknir starfað fyrir Rangárvalla- sýslu með alveg sérstökum dugn- aði í mörg ár. Hann er talinn í röð hinna fremstu héraðslækna á land- inu. Sjúkrahúsi var komið upp á Hvoli fyrir hans forgöngu. það hef- ,ir verið afarmikið sótt og gert hér- aðinu og næstu sýslum ómetanlegt gagn. En það er ekki eingöngu læknirinn, sem lagt hefir sig í framkróka í þessu efni. Heimilið á Hvoli hefir gengið undir sjúkrahús inu, lagt til bæði hjúkrun og alla aðhlynningu. Læknisfrúin hefir vegna héraðsins og starfs manns síns, bætt á sig öllu því erfiði og fyrirhöfn. Geta kunnugir best skilið, hvílík fórn það er. Guðm. Guðfinnsson dvelur nú erlendis. Frú hans lánar fundar- stað á Stórólfshvoli. þar byrja skipulegar umræður um hin erfið- ustu mál, sem íslendingar hafa átt að glíma við. þá lætur sr. Eggert Pálsson, prófastur í héraðinu, elli- hniginn maður, hafa sig til þess að stofna til óspekta á heimili frú Margrétar Lárusdóttur. Bróðir frú Margrétar lýsir yfir í heyranda hljóði, að frúin hafi lánað fundai’- boðanda staðinn og engum öðrum. og að þeir, sem að ólátunum standi, séu þar í engu leyfi. En sr. Eggert lætur menn sína, suma ölvaða, halda áfram eins og götudrengi á skrílfundi í bæ. þannig þakkar sr. Eggert heim- ilinu á Stórólfshvoli það, sem þar hefir verið gei-t af læknishjónunum fyrir héraðið. Hann notar sér fjar- veru húsbóndans til að leika í nýj- um stíl Sauðafellsför Vatnsfirð- inga. Sem betur fer hafa samsýslung- ar Eggerts betri skilning á fram- komu hans og smalanna, heldur en hann mun hafa sjálfur. Óskamm- feilni hans er orðin að almennu umtalsefni um alla sýsluna. Mönn- um finst, að hann hafi þaklcað á þann veg fyrir sig á Hvoli, að Rangæingar, muni lengi muna það, og ekki telja sig hafa ástæðu til að miklast af. -----o---- Kvæðbók Færéyinga. Getið hefir þess verið áður hér í blaðinu, að lögþing Færeyinga hefir veitt fé til að gefa út fornkvæðin færeysku. Var þá komið út fyrsta bindið. Jó- annes Patursson kóngsbóndi í Kirkjubæ sér um útgáfuna. Fetar þar í fótspor JónsSigurðssonar,þar eð hann er hvorttveggja í senn: foringi í sjálfstæðisbaráttu Færey- inga og vísindamaður á foma sögu ættlandsins. Nú eru komin út þrjú bindi með ágætum frágangi. Fylgja merkilegar athugasemdir um kvæðin og ritgerðir um þau timabil, sem skópu þessar merki- legu bókmentir. Er þessi útgáfa mjög þörf og munu allir vinir fornnorrænnar menningar og bók- menta gleðjast yfir henni. Fær- eysku kvæðin eru merkasti bók- mentaauðurinn sem þaðan hefir komið. -----o---- A víð og dreif. Mbl. og Dalamenn. Dalamenn sáu í fyrra við landkjör- ið, að þjóðin í heild sinni metui Bjarna frá Vogi lítils. Magnús prestui í Vallanesi var efstur á Sjálfstæðis- lista. Maðurinn er vel viti borinn og þykir eins laginn við fjármál eins og Bjarni er slysinn. Samt hafði listinn rálega ekkert fylgi. Er enginn vafi á því, að Vallanesklerkur galt bróður síns. þjóðin vildi sýna, að hún óskaði síður en svo að auka áhrif Bjarna. Sama er sagan í Norður-þingeyjar- sýslu. þar finna kjósendur tvent að B. Sv.: Að hann sé of mikið með Bjarna, og að hann hafi ekki formlega gcngið i Framsókn. Óálitið á Bjama er Svo magnað úti um land, að kunnings- skapur við aðra þjóðmálamenn er liættulegur fyigi þeirra. Og eftir því sem kreppan vex og landssjóður verð- ur fátækari, magnast þessi óbeit. Menn kenna Bjarna um, að hann hafi inn- leitt bitlingaveiðarnar og taumlausa eyðslu inn í þingið. Nú er mælir synd- anna orðinn svo fullur, að út úr flóir. Vega- og brúagerðir eru stöðvaðar, af því landssjóður er að þrotum kominn. En bitlingaþegar Bjarna, eins og Jó- hannes á Iívennabrekku, Kristján Jónasson í Borgarnesi o. m. fl., taka sína peninga. Sá þeim neitað, fara þeir í mál við landið, eins og Bjarni sjálf- ur út af launum sínum fyrir að vera í nefndinni með Dönum. Dalamenn sjá nú, að sjálfstæðistlokkurinn er ekki lengur til. Sig. Eggerz og Bjarni eru orðnir bandamenn sinna fyrri and- stæðinga um að halda við ólaginu á íslandsbanka, háu laununum, háu vöxtunum og hóflausri eyðslu til starfsmannahalds. Vilja Dalamenn ganga Mbl. á hönd? Framsókn í Eyjafirði. Stefán í Fagraskógi gekk á móti Framsóknarflokknum í flestum aðal- máhim nú á þinginu. Olli því gamall persónulegur kunningskapur Stefáns við J. M. A leiðarþinginu í vor lét Stefán altaf skína í kala til þess fiokks, sem hann hafði talið sig til, en brugðist, þegar mest lá við. Stefán er nú í framboði fyrir Mbl.menn í laun- bandalagi við Sigurð dýralækni, sem fyrrum hefir stýrt kaupmannnablað- inu íslendingi. En á laun er Stefán með Sigurði til að villa enn á sér heim- ildir, í von um að fá atkvæði frá Framsóknarmönnum. Af hálfu Fram- sóknar eru í framboði i Eyjafirði Ein- ar á Eyrarlandi og Bernharð Stefáns- son á þverá. Einar er einn hinn starf- hæfasti maður, sem nú á sæti á Al- þingi, maður djúphygginn, gætinn, yfirlætislaus og tillögugóður til allra mála. Ilefir honum aukist traust með hverju ári, bæði á þingi og í héraði. Má telja víst, að hann verði 1. þing- maður Eyfirðinga eftir kosningarnar. Bernharð á þverá er töluvert yngri maður, vel gefinn og máli farinn. Hann' er kunnur af þátttöku sinni í héraðs- og samvinnumálum Eyfirð- inga. Á leiðarþingi í vor vildi hann fá að vita, hversvegna Stefán i Fagra- skógi hefði viljað rannsaka íslands- banka áður en hann fór á þing, en ekki þegar á þing kom. Stefáni vafð- ist tunga um tönn og svaraði fáu. En ef hann hefði opnað hug sinn fyrir kjósendum, myndi hann hafa sagt, að hluthafar bankans hefðu viljað kom- ast hjá rannsókn. J. M. hafi verið á þeirra bandi, og hann liafi látið sann- færingu Jóns verða sér að sann- færingu. Mótstaða Skagfirðinga gegn Mbl. M. Guðm. vaj: vinsælt yfirvald i Skagafirði um eitt skeið, og var þess- vegna kosinn þingmaður. Flaut 1919 á ílokksleysi, eins og hann vill nú gera. Jón á Reynistað var þá kosinn af því hann var Framsóknarmaður, og ein- göngu vegna þess. Eftir kosninguna varð það bert, að M. G. var eindreginn Mbl.maður, og þangað hvarf Jón Sig- urðsson lika smátt og smátt. þótti fyr- verandi áamherjum lians heima í hér- aði og á þingi þetta mjög leitt, því að þeir höfðu alls ekki gert ráð fyrir neinu hringli eða brigðmælgi frá hans hálfu. Nú er svo komið, að Kristján Gislason og aðrir slíkir menn í Skaga- firði telja Jón engu síður sinn mann en Magnús. Aðstaða þeirra manna, sem fylgdu Jóni Sigurðssyni 1919 er nú breytt. Hann hefir yfirgefið flokk sinn og rnálstað og aflað sér nýrra áhugamála og nýrra vina. Ilann hefir tilefnislaust gengið úr liði þeirra, sem í orði og verki hafa beitt kröftum sín- um til að verja tilveru sveitanna. Framsóknarmenn í Skagafirði geta þessvegna ekki fremur fylgt honum nú lieldur en Magnúsi. Fyrir Skagafjörð, eins og önnur héruð, skiftir miklu, hvort þjóðfélagið heldur áfram að vera lamað, landið veðsett erlendum auð- kýfingum, og ekkert hægt að gera að verklegum framförum fyrir fátækt og skuldum landssjóðs, eða að reynt verð- ur að stilla i hóf með viðráðanlega eyðslu, rétta við fjárhaginn, atvinnu- vegina og aðstöðu bændanna. Skag- firðingum er það sjálfsagt vel ljóst, að Mælifellshúsið og annað fjárbruðl J. M. af sama tægi, er ekki vel til þess fallið, að rétta við hag lands og þjóðar. SkoraS á Bjöm á Rangá. Björn á Rangá er dugandi bóndi og vel látinn af sínum sveitungum. Urðu nokkrir þeirra til að skora á hann að bjóða sig fram til þingsetu, en settu það um leið sem skilyrði, að Björn yrði að vera í Framsóknarflokknum. Kjósendum þar var vitanlega ekki kunnugt um, að Bjöm hafði gert al- varlega tilraun i vetur til að starfa með Framsókn. En þegar kom að stefnumálunum, lenti hann Mbl.meg- in, og i hinum ótrúlegustu málum. Hann kaus ekki forseta með Fram- sókn. Hann fylgdi Bjarna frá Vogi um að vilja auka veldi Reykjavikur með því að byggja þar heimavist yfir hinn sístækkandi mentaskóla, en var mót- fallinn því, sem ódýrara er, að minka mentaskólann i Rvík, en gera fátæk- um efnispiltum kleift að komast gegn um skólanám á Akureyri með viðráð- anlegum kostnaði. í íslandsbankamál- inu var engiún munur á atkvæði Bjarna frá Vogi, B. Kr. og Björns á Rangá. Skiftir á slíkum augnablikum engu, þegar verður að segja „já“ eða „nei“, og enginn millivegur til, hvort maðurinn er að öðru leyti meir eða minna heilbrigður. Nei Björns á Rangá í slíku máli veldur jafnmiklu eins og neitun skýrslugefandans, Bjarna frá Vogi. þegar Björn á Rangá fékk áskoranirnar, neitaði hann skil- yrðinu, að vera Framsóknarmaður, enda mátti segja sér það fyrirfram, að hann vildi ekki sigla undir fölsku flaggi, og er það honum til lofs. En um leið er óhjákvæmilegt fyrir Fram- sóknarmenn i Múlasýslu að gefa Björn upp á bátinn. Hann fær óefað töluvert fylgi samt, með Jóni á Hvann- á. En Framsóknarmenn þar í sýslu hafa ekki undan neinu að kvarta, þar sem eru frambjóðendur flokksins, þorst. M. Jónsson og Halldór Stef- ánsson. Bjami og skýrslan. Bjarni frá Vogi hefir nú i sumar gef- ið út pésa við og við, með lofi um sjálfan sig og illyrðum um Framsókn- arflokkinn. Auðséð er, að kaupmenn kosta þetta, því að auglýsingar þeirra eru greyptar innan um soralegt orð- biagð Bjarna. Hefir Mbl. siðan tekið upp úr pésa Bjarna jöfnum höndum við pésa B. Kr. Sannast nú spakmæli þorst. M. Jónssonar úr þingræðu í vet- ur, að kjörorð Bjarna væri: „ísland fyrir Reykjavík og Reykjavík fyrir mig“. Bitlingalýðurinn og braskara- skarinn í höfuðstaðnum hafa í Bjama sameiginlega stoð. þessvegna gefa eig- endur Mbl. Bjarna pappír og prentun á pésa hans og prenta svo sýnishom jafnóðum í sjálfu höfuðmálgagninu. í pésum þessum reynir Bjarni að verja skýrslu sína frá 1920, en verður þó að játa, að hún sé röng. Ekki verður vart við, að hann fyrirverði sig neitt fyrir að hafa tekið mörg þúsund krónur að launum fyrir þessa skýrslu, sem hann nú verður að játa, að hafi verið röng i aðalatriðum. Hversvegna var Bjami að gefa skýrsluna? Gerði hann það fyrir þessa stóru upphæð, heilt jarðar- verð, sem hluthafarnir buðu og velttu? Eða gerði hann það til að hjálpa hlut- höfunum fyrir þá tugi þúsunda, sem hann er búinn að fá í bankaráðslaun, og sem Sig. Eggerz vill ekki segja frá, hve miklu nemur? Máske hefir það bara verið tómt heimskuflan, að lýsa yfir, að fiskspekúlantarnir, sem nú er búið að gefa upp margar miljónir, gætu borgað alt. En skyldi bændum í Dalasýslu finnast dýrtíðin minka, þegar þeir fara að borga sinn skerf af þessu miljónatapi íslandsbanka? Tvö lineikslismál. Eggert Claessen kvartar undan því, að J. J. tali nú orðið ekki nógu mikið um íslandsbankahluthafana. En það er af þvi, að það mál er nú þegar af- greitt og undirbúið til þjóðarinnar. Einn merkur bóndi á Suðurlandi sagði nýlega um gengismálið: „það ketmum við alt íslandsbankahluthöfunum". Svona líta á málið allir heilbrigðir Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.