Tíminn - 06.10.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.10.1923, Blaðsíða 4
b 184 T í M I N N PP IBa.ðið fé yðar -ú.a? KRESOSOLVIN IBa.ðlyíi. íí Samkvæmt vottorði frá efnarannsóknarstofu ríkisins, mun „KRE- SOSOLVINu vera eitt hið allra besta baðlyf, sem til landsi'ns hefir íiutst. „KRESOSOLVINu er drjúgt, gott og ódýrt. „KRESOSOLVIN“ er selt í 1 Itr., 5 ltr. og 25 ltr. brúsum. Einnig í tunnum. Islenskur leiðarvísir fylgir hverjum brúsa. Bændur, reynið „KRESOSOLVIN11 baðlyf! Einkaumboðsmenn fyrir íslands. HjaSfi Björnsson & Go. Lækjargötu 6B. Sími 720. Framkvæmdastj’órastaðan við Kaupfélag önfirðinga er laus frá 1. febrúar næstkomandi. Umsóknarfrestur til 31. des. þ. á. Kaupfélagsstj órnin. Sraásöluverð á tókki má ekki yera liærra en liér segir: ”V" ixxdling-a.i': Abdulla nr. 11..... 10 stk. pakki kr. 1.65 Do. — 14........ .. 10 stk. pakki kr. 1.60 Do. — 16......... 10 stk. pakki kr. 1.35 Do. — 21......... 10 stk. pakki kr. 1.35 Westminster Turk. AA cork . . 10 stk. pakki kr. 1.00 Westminster Turk. AA gull . . 10 stk. pakki kr. 1.05 Után Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til söluBtaðar, en þó ekki yfir 2%. Xjajn.d.s’ver'slian. 7 spurningar og svör. 1. Hvað er Sleipnir? Svar: Sleipnir er langstærsta, besta og því þektasta reiðtýgja- og aktýgj avinnustofa á íslandi. 2. Hversvegna er mest smíðað þar af reiðtýgjum? Svar: Af því ao eftirspum er þar mest. þar eru hlutir allir gei'ðir, eins og kaupend- ur æskja eftir, og kaup öll ágæt. 3. Hversvegna gera menn bestu kaupin í Sleipni? Svar: Af því alt efni er keypt beint frá fyrstu hendi og mikið smíðað í einu, við það verður framleiðslukostnaður minni, og vömrnar því ódýrari og betri. 4. Hversvegna reynast öll reiðtýgi og aktýgi best frá Sleipni? Svar: Af því öll vinna er framkvæmd af æfðum og vandvirkum fag- mönnum, og aðeins unnið úr fyrsta flokks efni. 5. Hversvegna hefir Sleipnir fyrirliggjandi 10 teg. af unglinga-, kven- og karlmannahnökkum ? S v a r: Af því að hann vill vera viss um, að allir geti fengið það, er þeir helst kjósa. 6. Hversvegna koma menn og gera kaup í Sleipni, þegar mikils þykir við þurfa og eitthvað vantar, sem erfitt er að fá ? S v a r: Af því þar er ávalt afgreitt fljótt og áreiðanlega og allir hlutir til. 7. Hversvegna gera allir hygnir kaupendur verslun sína í Sleipni? S v a r: Af þeim ástæðum, sem áður eru nefndar, og svo er það megin- regla: sanngjamt verð og góðir borgunai’skilmálar. Ef þér hafið ekki nú þegar gert pantanir á reiðtýgjum og aktýgj- um, þá gerið það tafarlaust í Sleipni. Reiðtýgi og aktýgi, vagnar og alt tilheyrandi. Ennfremur alt efni fyrir söðla-, aktýgja- og skósmiði sent gegn eftirkröfu hvert á land sem er. Erfiðisvagnar með aktýgjum seldir mjög ódýrt. Verðið er mikið lækkað og skal t. d. nefna hnakka frá 40 kr., beisli frá 16 kr., töskur frá 10 kr. o. s. frv. Reynslan er sannleikur. Látið hana skera úr. PQF' Sérlega vandaðir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum seljast mjög ódýrt. NB. Vagnarnir era til sýnis hjá hr. kaupmanni Ámunda Árnasyni. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega um land alt. Sími 646. Söölasmíöabúðin Sleipnir, Símn.: „Slcipnir11 (flutt á Laugaveg 74). ið af sér því ámæli, sem þeir hafa hlotið að mörgum manni, fyrir að hafa sent þann mann á þing. Minnisstæðast af öllu í pólitiskri framkomu Magnúsar Guðmunds- sonar, mun það vera alþjóð manna, er hann á alþingi 1921 barðist fast á móti lántöku fyrir ríkið, en tók svo rétt á eftir hið alræmda enska ókjaralán og veðsetti tolltekjur landsins. það með hinu, að hann lét aðra vinna verkið og borgaði fyrir á annað hundrað þúsund krónur, veldur allra þyngsta dómn- um um hann. , Sennilegt er, að M. G. hafi helst ekki viljað taka lán. Og þetta at- riði sýnir því ljóslegast meginveil- una í fari hans sem stjómmála- manns. Hann lætur aðra, sér vilja- sterkari menn, hafa áhrif á sig. Hann lætur að orðum þeirra og breytir þvert á móti því, sem hann vildi helst sjálfur. Af þessu verð- ur það skiljanlegt, að M. G. gat ver ið góður sýslumaður heima í hér- aði, þó að hann reynist alóhæfur í stöðu stjórnandans. Hann komst undir áhrif Reykjavíkurvaldsins, gaf sig algerlega því á vald og hef- ir engan kraft til þess að losa sig úr heljargreipum þess. þessi mikla veila í fari M. G. veitir og skýringu á öðru, sem komið hefir íyrir hann. Upp úr síðasta þingi lét hann hafa sig til þess að stofna nýtt kosningablað fyrir Morgunblaðsliðið. Blaði þessu var ætlað að kasta ryki í augu ba?nda fyrir kosningarnar. Blaðið hefir engan annan tilgang en þann að níða Framsóknarflokkinn. Ald- rei fyr hefir verið gefið út á ís- landi annað eins blað sem þetta. Engra áhugamála verður vart í F. benti á, út af dylgjum Mbl.- rnanna um að Tíminn stæði lítt með bændum, að einn af fulltrúum Sunnlendinga á búnaðarþinginu í vetur hefði játað á fundi við pjórsárbrú, að af öllum fulltrúum a búnaðarþinginu hefði sér fund- ist sr. Tryggvi þórhallsson halda best á málefnum bændanna. Fundurinn stóð frá klukkan 3 e. h. til kl. 3 um miðnætti. Var þá bert orðið um mismun flokkanna. Framsókn sækir á, sýnir fram á, í, hvílíkt ólánsfen Mbl.menn hafa sökt þjóðinni, og hver ráð era til bjargar. Á móti koma svo Mbl.- málin. þeir oftast skriðuna með málinu. þeir verjast skriðuna með ólátum ölvaðra og reiðidrukkinna æsingamanna, en stundum með nöldri og nuddi um smáatriði. Með þessu viðurkenna þeir sekt sína og ótta við að leggja máls- gögn sín hreinlega fram fyrir borgara landsins. Að sanna þessa aðstöðu Mbl.manna var tilgangur leiðarþinganna á Suðurlandi. Og þeim tilgangi hefir verið fyllilega náð. X. ----o---- blaðinu, engra nýtilegra tillaga. Blaðið flytur ekkert annað en lát- lausar skammir um Framsóknar- flokksmenn. Magnús Guðmundsson ber hina siðferðilegu ábyrgð á þessu kosn- ingablaði, þó að hinsvegar sé vitan- legt, að hann er þarna verkfæri í höndum sér meiri manna og vilja- sterkari. Magnús Guðmundsson ber siðferðilegu ábyrgðina á því að hafa lánað nafn sitt til þess að reyna að valda tortrygni í hóp bændastéttarinnar. Hans er söm gerðin þó að sú tilraun mistakist. Hans er söm gerðin þó að Marðar- tennumar reynist sljófar og hrökkvi úr skoltinum ein af ann- ari. Um fjármálastjóm M. G. þarf ekki að fjölyrða hér. Hún er svo alkunn. En því bætti hann ofan á annað, og sýndi enn hve hann er háður Reykjavíkurvaldir.u, er hann greiddi atkvæði á síðasta þingi með hinum alræmdu sérrétt- indum handa norska bankanum, sem aldrei var nema í loftinu. Einhuga standa kaupmennimir skagfirsku að kosningu M. G., eins og vita mátti. jþað er óræk b nicSing til bændanna um það, hvers vænta má af ,honum á þingi. Um samþingismann hans, Jón a Reynistað, verður hér fátí sagt. Hann bauð sig fram af hálfu Framsóknarflokksins við síöustu kosningar. Hann gekk úr flokkn- um til að fylgja Magnúsi Guð- mundssyni og Jóni Magnussyni. það er eftirsjá að Jóni fyrir ýmsra hluta sakir. En vonin er engin það, að hann hverfi aftur úr þeim íélagsskap. — Tveir menn aðrir bjóða sig í ram í Skagafirði. Annar roskinn maður og margreyndur þingmaður: Jósep kennari Björnsson á Hólum, hinn úr hóp hinna ungu og áhugasömu 1 ænds. í Skagafirði Pétur bóndi Jónsson á Frostastöðum. Sauðárkrókskaupmennirnir eru höfuðstyrkur M. G. og J. S. En samvinnumennirnir og ekki síst hin unga og uppvaxandi bænda- kynslóð í Skagafirði stendur að kosningu Jósefs og Péturs — sömu mennirnir margir sem síðast studdu kosningu Jóns á Reynistað. ---------------o---- Afneitanir. Morgunblaðinu leið- ist ekki að tönnlast á því, að þessi eða þessi Framsóknarflokksmaður hafi afneitað Tímanum. Síðast gengur blaðið svo langt að segja, að Tr. þ. hafi afneitað Tímanum. Heimskan sem lýsir sér í þessum ummælum er alveg frábær. En einkanlega er gaman að minnast hins, að enginn einasti frambjóð- andi á landinu má heyra Morgun- blaðið nefnt í sambandi við sig. Allir teljast samherjar þess utan flokka. Til þess að afneita Morgun- blaðinu sem allra áþreifanlegast, gripu sumir þeirra til þess örþrifa- ráðs að stofna nýtt kosningablað, útbú frá Morgunblaðinu. Ljósar gátu þeir ekki sýnt ótta sinn við það að vera bendlaðir við Mogga. Aldrei hefir nokkurt einasta blað á íslandi fengið aði’a eins vantrausts yfirlýsingu og þá frá sínum eig- in samherjum. Aldrei hefir nokk- urt blað á íslandi búið við eins nauðalitlar virðingar sem Morgun- blaðið. Samherjamir sárskammast sín fyrir það. Andstæðingarnir eru stórglaðir að eiga svo þægilegan andstæðing. Tíminn óskar þess innilega, að Morgunblaðið megi lifa sem lengst, við sömu heilsu sem hingað til. Getur blaðið von- ast eftir betri heillaósk frá and- stæðingi en þessari: Lengi lifi Morgunblaðið. Framboðin. Tíminn hefir þegar skýrt frá þingmenskuframboðum í flestum sýslum. þessi munu þó enn ótalin: I Snæfellsnessýslu era þrír menn í kjöri: Guðmundur Jónsson kaupfélagsstjóri og formaður verkamannafélagsins í Stykkis- hólmi, af hálfu j afnaðarmanna, Halldór læknir Steinssen í Ólafsvík, sem verið hefir þingmaður kjör- dæmisins, af hálfu Morgunblaðs- liðsins, og Jón bóndi Sigurðsson í Hofgörðum í Staðarsveit, en ekki er Tímanum kunnugt, hvert hann hallast í stjómmálum. Tilraun var gerð af hálfu Framsóknarflokks- ins að fá öruggan samvinnumann til framboðs í sýslunni, en bar ekki árangur. — í Barðastrandarsýslu eru tveir menn í kjöri: Andrés bóndi Jóhannesson í Skáleyjum á Breiðafirði og Hákon bóndi Kristó- fersson í Haga á Barðaströnd, sem verið hefir þingmaður kjördæmis- ins. Morgunblaðið telur Hákon smn mann, en Alþýðublaðið telur hann Framsóknarmann. Sannleikurinn mun vera sá, að Hákon er utan allra flokka. — 1 Mýrasýslu verður Pétur þórðarson bóndi í Hjörsey aftur í kjöri og mun enginn vafi á, að hann verður kosinn. Borgarnes- kaupmenn hafa magnað á móti honum Jón bónda Sigurðsson á Haukagili í Hvítársíðu. Jón sat á tveim þingum, 1909 og 1911, og mun ekki leika á tveim tungum að þangað hafi hann ekki átt mikið erindi. Ekkert frumvarp flutti hann né neina nýtilega tillögu. — Benedikt Sveinsson og Pétur Otte- sen era einu sjálfkjörnu þingmenn- irnir í þetta sinn, í Norður- þingeyjar og Borgarfjarðarsýslu. — I Árnessýslu er meiri glund- roði á kosningu en nokkurs- staðar annarsstaðar á landinu. Frambjóðendurnir eru orðnir sjö. Má þar fyrstan telja Jörand Bryn- jólfsson bónda í Múla, reyndan þingmann og merkan, öruggan Framsóknarflokksmann, þá þorleif bónda Guðmundsson í þorlákshöfn, sömuleiðis reyndan þingmann og Framsóknarflokksmann, þá er Magnús Torfason sýslumaður, sem hvergi mun vilja teljast til flokka, og sama mun mega segja um Pál bónda Stefánsson á Ásólfsstöðum í þjórsárdal, þá kemur Ingimar prestur Jónsson á Mosfelli, sem er frambjóðandi j afnaðarmanna, og loks tveir gamlir trygðavinir og samherjar fyr og síðar(!) Sigurð- ur búfræðingur Sigurðsson og síra Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni. Mælir Morgunblaðið sterklega fram með þeim báðum, trygðavin- unum. þótti mörgum vinum Sig- urðar það mjög sorglegt er hann lét hnýta sér aftan í Jón Magnús- son í fyrra. Nú hefir þetta bæst við, að hann setur sig við hlið síra Gísla, sem mest hefir skammað hann og lítilsvirt allra manna, og sannast af því, að lengi getur vont versnað. Mikil má hún vera löng- unin til þingsetu, sem knýr hann til slíkra verka. — Norður í Skaga- firði varð það að ráði, að framboð Sigurðar búnaðarmálastjóra Sig- urðssonar var tekið aftur. Á öðr- um stað í blaðinu er sagt frá fram- boðum þar. Heilindin. Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá framkomu þórarins á Hjaltabakka við samherja sinn Eggert Leví í Vestur-Húnavatns- sýslu. Annað dæmi er og alkunnugt um heilindin Morgunblaðsmann- anna innbyrðis. Einar þorgilsson, sem var fyrri þingmaður Gullbr.- og Kjósarsýslu, var á undanförnum áram einhver allra fylgisspakasti förunautur Jóns Magnússonar og Magnúsar Guðmundssonar. Hann mun hafa verið fullráðinn í því að leita kosningar aftur. En meðan hann er fjarstaddur í sumar, í ut- anför, ráða flokksbræður hans und- an honum alt fylgi hans í sýslunni og binda það við nýjan frambjóð- anda með gamla Birni Kristjáns- syni. Vitanlega varð Einar sárreið- ur er heim kom, en fékk ekki við ráðið. Og þessi flokkur þykist vera hklegur til samheldni eftir kosn- ingamar! Aðstoðaríæknirinn á Vífilsstöð- um birtir yfirlýsingu í Morgunblað inu út af Vífilsstaðamálinu. Hann kvartar undan því, að hann hafi ekki fengið hana birta í Tímanum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sannleikurinn í máli þessu er sá, að þessi yfirlýsing og ítrekunin um birtingu, barst til mín bréflega meðan eg var í ferðalagi norður á Ströndum. þau bréf biðu komu minnar sem önnur, sem virtust vera einkabréf til mín. þetta er eina ástæðan til að birtingin drógst. Yfirlýsingin hefði birst í fyrsta blaði Tímans, eftir heim- komu mína, hefði hún ekki áður verið komin út í Morgunblaðinu. Úr því virtist ástæðulaust að birta hana. þetta alt hefði aðstoðarlækn- iiinn getað vitað, hefði hann leit- að símtals við mig. Um Vífilsstaða- n'.álið yfirleitt er það annars að segja, sem öllum lesendum Tímans er kunnugt, að Tíminn hefir leyft umræður um málið alveg hlut- drægnislaust frá báðum hliðum, eftir því sem um hefir verið beðið og rúm hefir frekast leyft. Ekkert hefði því verið því til fyrirstöðu að birta yfirlýsingu þessa. Tr. þ. --------------o--- Yfir landamærin. — Mikinn heiður sýnir „dótið" J J. Á fundi hans eltu fylgdarsveinar 2—8 ráðlierrar, „legátar" hluthafanna auk margra minni spámanna. þar að auki helga 6—7 blöð og kosningasnej)lar honum mest af rúmi sinu. Og svo geta vesalings Björn á Rangá, St. St. og Sig. ráðunautur ekki verið i Fram-úkn fyrir honum. Er allur þessi hópur svo aumur, að geta ekki sigrað einn mann? Mörður er sárreiður J. J. fyr- ir að hafa varað fólk við „filisteun- um“, fjársvikurunum, sem eyðilögðu fjárhag fjölda bænda hér á árunum. — Fallegur er lifvörður Magnúsar! — Á Stórólfshvoli bar Eggert Páls- son það á einn þingmann, að maður- inn hefði ekki beitt sér gegn íslands- banka af því honum hefði verið mút- að — og þá vitanlega af bankastjórn- inni. E. Cl. lýsti þetta lýgi. En sr. Egg- ert hefir sýnt með þessu, hvaða álit hann liefir á stjómendum íslands- banka. Hann trúir þeim til að beita mútum í þinginu til að frelsa bankann frá eftirliti. Sr. Eggert er gamall banka ráðsmaður. Svona ljótt athæfi hefir enginn Tímamaður ætlað forráða- mönnum íslandsbanka. — B. Kr. er loks sér til bóta farinn að læra af J. J. — í Kjósinni lét hann og Flygenring banna utansveitarmönn um orðið, nema frambjóðendum, á þingmálafundi þar. Mbl. lýsti ánægju. Bæði B. Kr. og Moggi elta þaunig J. J. og þakka hans „tilstilli". — Ekki vantar stóryrðin í vörn Claessens fyrir hluthafana. Hógvær föst rök eru á máli hans „níð“ og „róg- ur“. Hinsvegar játar E. Cl., að í þess- ari stofnun hefir undir hans stjórn verið sjóðþurð og fölsun. Húsbóndinn hefir þagað. En taugakerfi hans sýnist vera í ólagi. Af því stafa hin mátt- laúsu stóryrði. X. Ritatjóri: Trrgnri |fárhallœHi LanfáaL Sími 91. PgQpfaamigja Aeta h/i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.