Tíminn - 13.10.1923, Blaðsíða 2
136
T I M I N N
risksölumálid.
Nýir markaðir í Evi'ópu
og1 i Norður-Ameriku.
Viötal við Davíö 0stlund.
Alfa-
Laval
skilvindur
reynast best.
Pantanir annast kaupfé-
lög út um land, og1
Samband ísL samv.íélaga.
Eins og almenningi mun kunn-
ugt, dvelur hr. David Östlund,
fulltrúi Veraldarsambandsins gegn
áfengisbölinu, hér um tíma.
pað þóttu stórtíðindi, sem Tím-
inn flutti í síðasta tölublaði, að
herra öslund hafi nú tekist að út-
vega tilboð um sölu á öllum íslensk-
um saltfiski, sé þess óskað. Menn-
irnir, sem að þessu standa, hafa
gert tilboðið í þeim tilgangi, að
losa Island undan spönsku vínkúg-
uninni. Og sambönd þessa skoska
félags eru í öðrum löndum hér í
álfu en á Spáni.
Hr. östlund lætur þess getið, að
nokkrir útgei'ðarmenn hér á landi
hafi þegar byrjað að færa sér í
nyt þetta boð með því að leita nán-
ari samninga við Skotana, og öst-
lund óskar, að sem flestir útgerð-
armenn gerðu slíkt hið sama. Nán-
ari upplýsingar vill hann'fúslega
veita öllum um tilboðið.
Hr. östlund lætur þess getið, að
sig hafi furðað á því, að nokkurs
mótþróa hafi hann orðið var af
hendi einstakra manna í þessu
máli. „það er eins og þeim sé það
móti skapi, að fiskur frá íslandi sé
seldur annarsstaðar en á Spáni“,
segir hann.
„Mér finst nú, að velferð lands-
ins ætti að standa í fyrirrúmi, og
að allir ættu að sjá, að það sé ekki
nema til góðs, að eftirspum að ís-
lenskum afurðum yrði sem allra
mest, því það er vissasta, ef ekki
einasta, ráðið til þess, að verð af-
urðanna hækki“.
„það sem nú ríður á, er að þeir
möguleikar verði notaðir, sem eru
eða kunna að verða fyrir hendi. Og
það er aðeins ein leið, sem hægt er
að fara“, segir östlund. „Hún er
sú, að hagnýta sér tilboðið og fá
þá reynslu, sem geti leitt til lausn-
ar við Spánverjana“.
„En þetta skoska tilboð er ekki
alt, sem eg hefi unnið að í þessu
efni“, heldur östlund áfram. „Mér
er það engin launung, að jafnmikið
af saltfiski og það, sem ár frá ári
aflast hér á landi, mætti hæglega
selja í Norður-Ameríku. Bæði er
það, að kaþólskir menn, að tölu
um 18 miljónir, eru þar búsettir,
og svo hitt, að mótmælendatrúar-
menn svo mörgum miljónum skift-
kunna að meta gildi slíkrar gæða-
vöru, sem íslenski fiskurinn er.
„það, sem þarf að gerast, og ger-
ast vel, er að láta rannsaka sölu-
möguleikana í Norður-Ameríku,
ísland og Spánn.
[Eftirfarandi grein hefir frumritað
spánverskur kaupmaður, sem komið
hefir hér til lands og þekkir hér nokk-
uð til. Munu tillögur hans þykja fróð-
legar, einkum að því er snertir aðstöð-
una á Spáni. Ungur islenskur náms-
maður, sem dvalið hefir á Spáni um
stund, hefir þýtt greinina á íslensku.
Ritstj.]
Verslunarathuganir Spánverja.
Spánverjar eru íslandi og Islend-
ingum mjög ókunnugir. Aðeins
fiskinnflytjendumir spönsku hafa
kynst íslendingum lítilsháttar af
viðskiftum sínum við þá. En Is-
lendingar eru einnig fremur
ókunnugir Spánverjum.
Skiljanlegt er, að Spánverjar og
Islendingar hafa lítið þekst meðan
stjómmálaafstaða íslendinga var
þannig, að þeir urðu að hafa öll
viðskifti sín við Dani. Eftir því
sem manni virðist, eru þeir nú
lausir alls fjárhalds Dana og ættu
að geta hafið viðskifti sín sjálfir
finna út, hvar íslenskur saltfiskur
geti selst, koma sambandi á með-
al manna, sem vilja hafa hann á
boðstólum, og loks að mynda mið-
stöð fyrir sölunni í Ameríku, í New
York eða í Chicago“.
„Eg vil biðja yður, hr. ritstjóri,
að færa almenningi þá frétt, að eg
hefi fyrir nokkru snúið mér til að-
alstjórnar hins mikla bannlagafé-
lags í Ameríku, The Anti-Saloon
League, og beðið þetta félag, sem
er mjög sterkt og hefir hin ágæt-
ustu sambönd í öllum fylkjum í
Bandaríkjunum, að takast á hend-
ur slíka rannsókn. Eg veit, hve
mjög þetta mikla félag hefir sam-
hug með íslandi út af spönsku
raununum, og að aðstoð frá The
Anti-Saloon League er vís“.
Að lokum segir hr. Östlund:
„Eg held ekki, að viturlegasta
ráðið sé nú að reyna að segja upp
spánska verslunarsamningnum,
heldur af alhuga og með forsjá að
byrja á því að geta selt fiskiafurð-
ir landsins í öðrum löndúm en á
Spáni. peir möguleikar eru til, og
munu verða fleiri og fleiri, ef skyn-
samlega er á haldið. Og mér finst,
að frá bindindislegu sjónarmiði
ætti það nú að vera sjálfsagt, að
sjá um, að vínvinirnir, sem nú eigi
vilja heyra talað um, að annað sé
hægt en að flatmaga fyrir Spán-
verjum og eiga viðskifti við þá,
eins og nú gerist, — þeir menn
ættu nú að fá að sjá, að þjóðinni
er það hjartfólgið alvörurnál, að
landið verði sjálfstætt og þjóðin
bindindissöm, atorkusöm og sterk.
Til' þess getur Spánn varla aðstoð-
að hana, aðrar þjóðir geta gert
það; en sjálf verður hún að taka
á hinu besta, sem hún á til. þá
mun aftur birta!“
----o----
Laugarnesspítalinn.
Holdsveikraspítalinn hafði starf
að fullan aldarfjórðung 1. okt. s. 1.
Hann var að vísu afhentur lands-
stjóm 27. júlí 1898, en hann tók
ekki til starfa fyr en 1. okt. það ár.
Afmælis þessa var og minst í
stofnuninni. Voru þar veitingar,
auk þéss var þar flaggað og flutt-
ar ræður.
Prestur hælisins, Haraldur pró-
fessor Níelsson, messaði þar inn
frá þennan dag. Mintist hann af-
við Spánverja. Er það nauðsynlegt
til grundvallar fyrir verslunar-
samninga, sem sérstaklega væru
myndaðir með tilliti til fiskversl-
unarinnai’ og jafnframt annara við
skifta.
Mismunurinn á legu Spánar og
Islands, högum og háttum beggja
þjóðanna, veldur því, að kröfur
þeirra og þarfir eru gagnólíkar.
pó þetta sé þröskuldur í vegi allr-
ar andlegrar viðkynningar, gerir
það verslunarskilyrði milli þjóð-
anna fjölbreyttari.
Landbúnaður er aðalatvinnu-
vegur Spánverja. pó stendur inn-
lendur iðnaður á vissum sviðum
fullkomlega jafnfætis sömu iðnað-
argreinum í öðrum löndum, að því
er snertir verð og gæði framleiðsl-
unnar. Spánverjar hafa ekki beðið
neinn verulegan fj ái'hagshalla af
völdum stríðsins, og geta því selt
ýmsar framleiðsluvörur ódýrar en
önnur lönd Evrópu.
ísland gefur af sér afurðir, sem
nauðsynlegt er að séu fluttar út, og
er fremur lítill markaður fyrir þær
í nágrannalöndum þess, því þar
eru einnig framleiddar sömu vör-
mælis þessa í mjög snjallri ræðu,
er átti sérstaklega vel við. Gat
hann þess, hve margir hefðu lækn-
ast þar í hælinu, auk þess sem
margir hafa fengið þar mikla bót.
þeir eru nú níu eða tíu, er hafa
læknast þar algerlega; auk þess
hefir allur þorri hinna líkþráu
batnað stórum, og eru sumir þeirra
nú á góðum batavegi. pá mintist
pi’estur á skyldurækni þeirra, er
starfað hafa við stofnun þessa, og
hve mjög þeir hefðu látið sér um
það hugað, að sjúklingunum liði
eins vel og verða mætti.
Læknir spítalans, Sæm. prófess-
or Bjarnhéðinsson, er hefir starfað
nú í allan þennan tíma við stofn-
unina, flutti því næst ræðu. Skýrði
hann fyrst frá skoðunum manna á
holdsveiki á liðnum öldum, bæði í
fomöld og á miðöldum. þar næst
mintist hann á það, hvernig horf-
urnar hefðu verið, er Holdsveikra-
spítalinn tók til starfa, haustið
1898. Kvað hann betur hafa úr
ræst en á hefði horfst í byrjun, þar
sem nokkrir hefðu þegar læknast
og „ekki öll nótt úti enn“, — ekki
væri örvænt um, að fleiri fengi
lækning áður en lyki.
Pá þakkaði hann öllum samstarf-
endum sínum, og þá fyrst og
fremst yfirhjúkrunarkonunum,
frk. Chr. Júrgensen (nú frú
Bjarnhéðinsson), er hafði verið
samverkamaður hans á fimta ár,
og yfirhj úkrunarkonunni sem nú
er, frk. Harriet Kjær, er hefir nú
starfað í rúm tuttugu ár. Kvað
prófessorinn alla, er við stofnunina
hafa starfað, munu hafa gert það,
sem þeir gátu, til þess að gera
heimilislífið eins gott og unt hefði
verið. pá kvað hann komandi kyn-
slóðir mundu verða sjúklingunum
þakklátar, er þær mintust þess,
urnar. fslenskra afurða er neytt á
Suðurlöndum, einkanlega fiskjar-
ins.
þar sem möguleikarnir fyrir
beinum viðskiftum milli Spánverja
og íslendinga eru fyrir hendi, þarf
aðeins að koma í framkvæmd við-
skiftunum. Yrði það vafalaust
mjög arðvænlegt báðum löndun-
um. Ætti það að vera verkefni ís-
lensku stjórnarinnar að leggja
gi’undvöll undir viðskiftin. Gæti
hún gert það með því að stofna
verslunarmiðstöð eða skrifstofu á
Spáni, og íslenska stjórmn yrði svo
sjálf aðalaðilinn á íslandi. Verk-
efni verslunarmiðstöðvarinnar
yrðu svo: Að athuga og bera sam-
an vöruverð og vörutegundir heild-
sala á Spáni og í þeim löndum, sem
nú selja íslendingum; að koma á
föstum og reglulegum samgöngum
milli Spánar og íslands, að greiða
fyrir beinum viðskiftum og veita
fjárlán þeim sem láta í té nægilega
tryggingu. Efnilegir, verslunar-
fróðir menn ættu, óhindraðir af-
brýðisemi kaupmanna, að fá að
kynna sér, í gegn um v°vslunar-
miðstöðina, hin bestu meðul og
hve margir þeirra hefðu orðið að
leggja hart á sig, er þeir urðu að
slíta sig burt frá heimilum sínum
og öllu því, er þeir unnu, til þess
að sjúkdómi þessum yrði útrýmt.
Sagði hann, að enginn vafi gæti á
því leikið, að takast mundi að
brjóta sjúkdóm þennan á bak aft-
ur, útrýma honum með öllu hér á
landi. "
þegar prófessorinn hafði lokið
ræðu sinni, þakkaði einn sjúkling-
anna (S. Kr. P.) fyrir hönd þeirra.
Kvaðst hann ekki vilja aðeins
þakka lækninum, báðum yfirhjúkr-
unarkonunum og öllum þeim, er
hefðu stundað sjúklingana í öll
þessi ár, alla þá miklu hjúkrun, er
sj'úklingarnir hefðu orðið aðnjót-
andi, heldur og jafnframt alt, er
gert hefði verið, til þess að gera
stofnunina að reglulegu heimili,
þar sem reynt hefði verið að láta
hvern sjúkling njóta sín. þá vott-
aði hann og öllum öðrum, er starf-
að hefðu við stofnunina, þakkir fyr
ir hönd sjúklinganna, og þar á
meðal presti þeirra, er nú hafði
meðal annars gert sitt til þess að
bregða hátíðarbrag yfir daginn.
Frú Bjarnhéðinsson, — hin fyr-
verandi yfirhjúkrunarkona sjúkl-
inganna, — heimsótti þá þennan
dag. Talaði hún nokkur orð til
þeirra og þakkaði þeim ástúð þá
og traust, er þeir höfðu sýnt
henni og hefði gert henni fært að
starfa meðal þeirra, þótt við
marga erfiðleika hefði verið að
stríða, auk þess, sem hún var í
byrjun öllum ókunnug. S. Kr. P.
svaraði íyrir hönd sj úklinganna.
Sagði hann, að þótt þeir væru fá-
ir, er „stæðu eftir á skerinu“ frá
starfstíð hennar, þá væru þeir
margir, er mintust hennar með
þakklæti fyrir það, er hún hafði
möguleika til að auka vöruviðskift-
in milli Spánar og Islands.
Fiskurinn er aðalútflutnings-
vara íslendinga, og þykir hann
ágæt vara. En mundi ekki einnig
vera einhvers virði íslensku bænd-
unum að fá góðan markað fyrir
landbúnaðarafurðir sínar? Nauta-
kjöt er sent til Barcelona frá Suð-
ur-Ameríku, með skipum útbúnum
með frostklefum. þrátt fyrir hinn
langa flutning, innflutningstollinn
og hina mörgu milliliði, er hægt að
selja kjötið ódýrar en nýtt kjöt
framleitt innanlands.
Frá Noregi er flutt mikið af
fiskhrognum. Eru þau notuð á
Spáni sem agn við sardínuveiðar.
það mundi áreiðanlega auka mikið
notkun hrognanna á Spáni, ef þau
væru send fiskimönnunum milli-
liðalaust.
Fisklýsi er flutt til Spánar frá
Hamborg og Noregi, og er mikil
eftirspurn eftir því, en á Spáni eru
engin firmu, sem mundu kaupa
1000 tunnur af lýsi í einu, þó það
véeri boðið lægra verði en markaðs-
verðið. Aftur á móti eru afarmörg
firmu, sem kaupa mánaðarlega frá
unnið, — eins og eftirmaður henn-
ar — fyrif' sjúklingana.
Sjúklingarnir gáfu lækni sínum,
Sæm. próf. Bjarnhéðinssyni, út-
skorinn ask eftir Stefán listamann
Eiríksson. Annan ask eftir sama
gáfu þeir og yfirhjúkrunarkonu
sinni, frk. Harriet Kjær. Og hinni
fyrv. yfirhjúkrunarkonu gáfu þeir
áletraðan silfurkassa.
Oddfellowar hér í Rvík gáfu
Sæm. próf. Bjarnhéðinssyni fagurt
málverk eftir þór. málara þor-
láksson.
Prófessornum bárust skeyti frá
sjúklingum, er höfðu læknast í
hælinu.
Sannur ánægju- og hátíðarbrag-
ur var í spítalanum þennan dag.
Var sem flestum fyndist, að nú
væri komið upp á örðugasta hjall-
ann, — að nú þyrftu ekki þeir
menn, er hér eftir yrðu holdsveik-
ir, að kvíða eins og hinir fyrstu
sjúklingar hefðu orðið að kvíða,
meðan engin von var um lækning.
þakka þeir það — næst forsjón-
inni — starfsemi læknisins og allra
þeirra, er hafa hjúkrað þeim og
félögum þeirra, sem farnir eru,
þennan aldarfjórðung, sem nú er
liðinn.
----o---
Bændnr!
notið tækifærið.
Töluvert eru skiftar skoðanir
manna um það, hvernig beri að
fóðra beitarfénað, og menn vilja
gjarnan — sem von er — hafa
sem mest not beitarinnar. Og merm
hafa oft fyr og síðar lagt á tæp-
asta vaðið með ásetninginn, en
treyst útbeitinni, og af því hafa
stafað vanhöld fénaðar að vorinu
og hordauði. Hvar sem leitað er í
sögu einstakra bænda, má finna
þess ljós dæmin, að þeim hefir
búnast best, sem jafnan hafa haft
nóg hey. þess má geta um leið, að
heyjabændurnir hafa ekki ávalt
setið á heyskaparjörðum, heldur
hefir það verið forsjálni og ein-
beittur vilji þessara bænda að hafa
jafnan nógar heybirgðir. Eg vildi
leiða athygli bænda að því, að þeir
eru nú í miklu meiri hættu efna-
lega en áður, ef þeir verða fyrir
vanhöldum á fénaði. Áður var
hægt að búa án þess að svara út
mjög miklum peningum, og því
hægra að fjölga fénu aftur. Nú eru
útgjöldin orðin svo mikil, að mjög
er vafasamt, að bændur komist
nokkurn tíma úr kútnum ef þeir
missa mikið af bústofninum. Jafn-
vel þótt hægt sé að ná í útlendar
fóðurvörur í heyskorti og harðæri,
þá er efnahagnum mjög hætt, þar
sem verð þeirra er svo hátt, að t.
d. kindin getur á þann hátt
étið upp sitt eigið verð á einum
vetri. — Á þessu hausti eru hey-
Hamborg 20 til 30 tunnur, því sam-
göngurnar eru mjög greiðar. Milli
Spánar og Hamborgar ganga skip
í hverri viku, og þýsku heildsalam-
ir veita spönsku smákaupmönnun-
um lán gegn meiri og minni
ábyrgðum.
Laxveiðin í íslensku ánum gæti
einnig gefið dálítið í aðra hönd, þó
í smáum stíl sé. Ef til vill verður
laxins ekki neytt alment á Spáni,
en borgir eins og Barcelona, Valen-
cia, Madrid, Bilbao, Sevilla o. fl.,
sem nú orðið má telja í röð með
stórborgum, mundu kaupa íslensk-
an lax niðursoðinn og reyktan, og
þegar farið yrði að senda kjötið í
frostklefum, væri einnig hægt að
senda laxinn nýjan til Barcelona.
Sömuleiðis væri hægt að selja til
Spánar, í smáum stíl: smjör, ull,
tóuskinn o. fl.
Ætti íslenska verslunarmiðstöð-
in að geta haft með höndum sölu
þessara vörutegunda.
Á för minni til íslands skömmu
fyrir stríðið lærði eg mikið um ís-
lensku verslunina, þó stormar og
snjóveður höfnuðu mér að heim-
sækja stendur landsins eins vel og