Tíminn - 13.10.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1923, Blaðsíða 1
©)aíbf eti og afgrei&slur’aöur Cimarts er Sigurgeir 5r'í>riísíon/ Samban&stjúsinu, Heyfjaoíf. ^fgttifeðía Címans er t Samban&s^úsinu. (Ðptn feaglega 9—\2 f. þ Simi 496. VII. ár. Reykjavík 13. okt. 1923 36. blað SinásöluverD á tóbaki má ekki vera hærra en liór segir: !Reyktóbak: Nix................... pr. kg. kr. 12.65 Feinrichender Shag.... pr. kg. kr. 13.80 Golden Bell........... pr. kg. kr. 13.55 Marigold (Dobbelm.).... pr. kg. kr. 14.95 Golden Shag (Dobbelm.). pr. kg. kr. 17.25 Old Friend............ pr. lbs. kr. 9.20 Utan lteykjavíkur má verðið vera þvi hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Xj a.xicfLsversl\ixa. Framkvæmdastjórastaðan við Kaupfélag önfirðinga er laus frá 1. febrúar næstkomandi. Umsóknarfrestur til 31. des. þ. á. Iíaupfélagsstj órnin. Ihaidið og íslenskir bandur. Andstæðingum Framsóknar- flokksins verður skrafdrjúgt um bændaíhaldið. Morgunblaðið og eitthvað af kosningablöðum þess tala um, að þareð Framsóknar- flokkurinn sé aðallega bænda- flokkur, þá eigi hann ekki að beita Framsóknarflokkur heldur fhalds- flokkur. Bændurnir séu svo íhalds- samir. Tilgangslítið er að rífast um nöfn. En hitt er ekki ástæðulaust að ræða um þetta mikla íhald, sem á að vera höfuðeinkennið á íslensk- um bændum. það er ekki nema rúmur manns- aldur síðan bændurnir fóru að starfa saman að verslun og fram- leiðslu á félagslegum grundvelli. En það er ekkert smái'æði sem liggur eftir þá síðan. þegar tók fyrir útflutning lif- andi fjár, tóku bændur brátt til þess ráðs að reisa sláturhús. þau eru nú risin upp á hverri útflutn- ingshöfn. Mjög var skopast að þessum fyr- irtækjum bænda í fyrstu. Kaup- mennirnir voru ekki í miklum vafa um, að bændur færu á hausinn með alt saman. Svona voru bændurnir íheldnir! Svona voi’u kaupmennirnir fram- sæknir! þegar það var komið fyllilega í ljós, að þetta fyrirtæki bændanna var þai’fafyrii’tæki, þá komu hinir framsæknu(!) kaupmenn í slóðina bændanna. Bændui’nir íslensku hafa tekið í sínar hendur meginhluta verslun- arinnar með landbúnaðarafurðim- ar. Samtök þeiira hafa áreiðanlega hækkað verð afurðanna stórkost- lega og trygt mai’kaðinn. Afskaplegum árásum hafa þau sætt þessi vei’slunarsamtök bænda. En þau hafa staðist allan þann rógburð. Aðstaðan er nú sú, að vei’slunin með landbúnaðarafurðir er að mestu leyti á innlendum höndum, í höndum bændanna sjálfra. En hvei'pig lítur út hjá útgerðar- mönnunum ? Morgunblaðið mun ekki vilja kalla þá eins íheldna og bændur. því miður er það svo, að þar er ástandið alt annað. Fáeinir útlend- ingar hafa nálega alla fiskverslun- ina á sínurn höndum. Útgerðar- mennimir hafa ekki enn haft þá djörfung og þann fi’amsóknarhug, sem til þess þarf að taka fiskversl- unina í eigin hendur. það er full- víst, að þetta atriði hefir kostað Is- land, útgerðarmenn og sjómenn, geysilega mikið fé. — þetta eru tvö dæmi um íheldni íslensku bændanna. Verður látið sitja við þau að sinni. Sannleikurinn er, eins og oftar, þveröfugur við það, sem Morgun- blaðið heldur fram. Bændurnir íslensku hafa um at- vinnurekstur sinn sýnt meiri djörf- ung og framsóknarhug en nokkur önnur stétt á íslandi. En þeir hafa ekki framkvæmt þetta með neinum angurgapa- hætti. þeir hafa stigið sporin áfram jafnt og þétt. þeir hafa hert á framsókninni, með festu og gætni, þegar Morgunblaðið og út- sendarar þess hafa hafið ofsóknir sínar. Bændurnir íslensku hafa hnigið að hinni göfugu hugsjón sam- vinnustefnunnar meir einhuga en nokkur stétt íslensk önnur. — Bændaflokkurinn íslenski heit- ir Framsóknarflokkur og hann á að heita Framsóknarflokkui’, því að bændurnir íslensku eru framsækn- ir menn, sem taka vel göfugum hugsjónum. En um annað má bændaflokkui’- inn íslenski kallast Ihaldsflokkur. Hann mun berjast fast á móti öllu tildri og óhófi í rekstri þjóðarbús- ins. Hann mun leggja áherslu á það að sýslunar og embættismenn á þjóðarbúinu séu ekki fleiri en brýnasta nauðsyn býður. Hann mun leggj ast fast á móti sérhverri óhófseyðslu á fé ríkissjóðs. Hann er fhaldsflokkur á þessum sviðum til þess að geta vei’ið Framsóknarflokkur um mikinn og öi’uggan stuðning við atvinnuveg- ina, til þess að geta komið fjárhag landsins á heilbrigðan grundvöll. ílialdsflokksnafnið er réttnefnið á hinum flokknum, nafnlausr flokknum, flokknum sem enginn vill kannast við, flokknum sem hef- ir aðalstyrk sinn hjá kaupmönn- unum, sem skopuðust að sláturhús- unum bændanna en runnu síðan í slóðina, flokknum sem á þá menn að forystumönnum, sem gert hafa alt til að sundra sjálfbjargarstarf- semi bændanna, sem komið hefir helmingi verslunai’innar með út- fluttar afui'ðir á innlendar hendur. ----o---- Suðurláglendið oé Framsókn. Mbl.liðið býður fram á Suður- landi fimm menn: Sigurð ráðu- naut, Gísla á Ilrauni, Helga í Herru, Einar á Geldingalæk og sr. Eggert Pálsson. Allir þessir m mn eru studdir leynt og ljóst af bras' - araliði höfuðstaðaiins og Eyrar- bakka, af þjónustumönnum hlut- lrafa íslandsbanka, af þeim, sem hafa sökt landinu í botnlaust skuldfen, af þeim, sem valda lág- gengi íslenskrar krónu. Síðasta kjörtímabil hafa fulltrú- ar Suðuiiáglendisins sumpai’t ver- ið í Framsókn, sumpart vei’ið með flokknum og notið stuðnings hans við að koma fram áhugamálum héraðsins. Sú samvinna við at- hafna- og framfaramenn annara héraða hefir borið góðan árangur. Flóavegurinn hefir verið endur- bygður, Holtaveginn er verið að endurbyggja. Viðhaldinu, sem Sig- urður búfræðingur, sr. Eggert og Einar Jónsson gátu aldrei l'engið létt af héruðunum, er nú hjá rétt- um aðila, sumpai’t ákveðið, sum part lofað, svo að eigi verður brugðið. Rangárvallasýsla hefir fengið sín sandgræðslulög. Vestur- 1/andeyjar og þykkvibær hafa feng ið hjálp til að vei’jast ágangi þver- ár, svo að trygt sýnist vei’a til frambúðar. Fjöldi jai’ða, sem lá við eyðingu, eni nú álitleg fi’amtíðar- býli. Framleiðslan í þessum sveit- um getur aukist til mikilla muna. Eins og kunnugir vita vel, reyndu vissir menn í Rangái*valla- sýslu að spilla fyrir bjargi’áða- verki þessu. þeir menn allir eru áberandi smalar og æsingamenn í hópi Mbl.manna í kjördæminu. þingmenn Ái’ness ýslu hafa bar- ist og sigrað með Flóaveginn, síma að Húsatóftum og Selvogi, komið í gegn í’íflegri fjái’veitingu til lend- ingarbóta á Stokkseyri og Eyrai’- bakka. Allir hafa sunnlensku þing- mennirnir hrundið fram endanlegri rannsókn jámbrautai'málsins og undirbúningi héi'aðsskólans sunn- lenska. Meðan þingmannalið Mbl. hefir starfað að því að verja óhófs- eyðslu J. M. og M. G. og brask ís- landsbankahluthafanna, hafa full- trúar Suðurláglendisins, í sam- starfi við Framsóknai'flokkinn, ýtt áfram nauðsynja- og velferðarmál- um héraðsins, svo að eigi varð meir aðgert á þeim tíma. Nú er eftir að sjá, hvoi't kjósendur í þessum sýslum vilja með atkvæði sínu fyrsta vetrardag styðja að framhaldi þeiri’a umbóta, sem nú hefir verið drepið á, eða kjósa hina gi'ímuklæddu andstæðinga sveit- anna, Sig. ráðunaut, sr. Gísla, Ein- ar Jónsson, Helga í Hei’ru eða sr. Eggei’t Pálsson. Ef sú yrði raun- in á, yrðu Sunnlendingar að líkind- um að bíða töluvert eftir fé til ræktunar og samgöng’ubóta. Mbl.- flokkurinn er búinn að koma fjár- hag landsins í öngþveiti. Ef þeir menn fai-a með fjái'málavaldið í næstu 4 ár, vei’ður fjái'hag lands- manna áreiðanlega komið í það horf, að samgöngubætur og nýrækt bæði á Suðui’landi og annarsstaðar fá að hvíla sig urn óákveðinn tíma. >1« -----0-—-- ísiensk söngmenf. Svo segir í fornum fræðum ís- lenskum, að sá maður hét Júbal, „er fann sönglist og hljóða grein, er eyrnanna lysting tilheyrir“. En sá íslendingur, sem mestur lista- maður hefir oi’ðið á tónsmíðar og hljóðagrein, er Sveinbjörn Svein- bjömsson. Hefir enginn maður ís- lenskur unnið jafnmikið fyrir eyrnanna lysting sem hann. það var ánægjulegt að koma í Nýja Bíó í gæi’kvöld. þar var efnt til söngíþróttar og var með þeim hætti, að öll lögin, sem sungin vorU, voi’u íslensk, samin af Sveinbimi og hann sat sjálfur við hljóðfærið og lék undir — aldui’sforseti ís- lenska sönglistamanna, meir en hálfáttræður — en einn af yngstu söngmönnunum söng lögin, Sigurð- ur Skagfeldt. Meðan Sveinbjörn tónskáld gekk upp sönghúsgi’áðumar, þangað sem hljóðfærið stóð, var það auð- séð, að þar fór öldungurinn. Eu þegar hann var sestur við hljóð- færið og fór að leika á það, þá var sem hann yrði ungur í annað sinn. Og áheyi’endumir, og þeir voru margir, þeir létu hann óspai’t finna til samúðar sinnar og hrifningar. það er mikill skaði hve sönglög- Sveinbj ai’nar ei’u lítt kunn hér á landi, önnur en sárafá. íslenska þjóðsöngvasafnið hans, sem gefið var út í Englandi, er hér í mjög fárra höndum og hefir verið ófá- anleg-t í bókabúðunum ái’um sam- an. Og fjöldamörg hinna gullfalR egu laga hans munu aldrei hafa verið gefin út. Úr þessu verður að bæta sem fyrst. Lögin sem sungin voru í gærkvöld eru möi’g þannig, að þau komast óðara á varir al- þjóðar og verða mjög vinsæl, er þau vei’ða kunn. — Sigurður ‘Skagfelt er ungur söng- maður, Skagfirðingur eins og nafn- ið bendir til. Ilann hefir síðustu árin stundað nám í Danmörku við tilsögn hins fræga söngmanns Dana,s Vilhelms Herolds. Hann hefir sungið áður hér í bænum. Röddin er ekki mikil, en þýð og við- feldin, fi’amkoman öll einkar að- laðandi og frambúrðurinn óvenju- lega skýr. Sjálfsagt er það og vegna þess, að Sveinbjöni var við hljóðfæi’ið og lögin voru öll íslensk, textamir margir ágætir og sumt þjóðlög með snildarlegu undii'- spili eftir Sveinbjöi’n — að sá er þetta skrifar hefir aldrei kunnað betur við sig á einsöngsskemtun hér í bæ en í gærkvöldi. Hafi þeir báðir alúðarþökk, ald- ui’sforsetinn í listinni og ungi lista- maðurinn. þeir létu okkur heyra, á hvaða stig íslensk söngment er komin. það urðu ekki vonbrigði, heldur þvert á móti. í því sambandi þetta: 1 mörgum opinbei'um kaffistofum bæj arins er daglega leikið á hljóðfæri fyrir gestina. það eru útlendingar lang- flestir, sem það gera, að engu leyti fremri okkar löndum, sem þá list iðka, nema síður sé. Hversvegna er þá vei’ið að draga hingað útlend- inga til þess? — í annan stað: Hingað koma við og við söngmenn og aðrir sönglistannenn frá út- löndum. Venjulega miðlungsmenn eða varla það. En dagblöðin fylla dálka sína með lofgjörðarromsu um þessa menn. Birta jafnvel hvert eftir öðru hlægilega löng og loðin vottorð fi’á hinum og þessum útlendingum, sem enginn hér hefir heyrt nefnda, um þessa farfugla. það ér rétt eins og það sé einka- ráð til að verða talinn í mestu manna í’öð í mentinni, að fara hingað norður á hala veraldar og láta heyra til sín. það er a. m. k. að sjá af dagblöðunum að svo sé. Með þessum fagurgala dagblað- anna er fólki smalað á þessar sam- komur og sumir þessara útlend- inga hafa farið með byrði fulla fjár suður yfir pollinn. það er von að þeir og þær beri Islandi vel söguna. Okkur hættir stundum við því altof mikið Islendingum að skríða fyrir útlendingum. Okkur væri nær að hlúa betur að okkar innlendu söngment og sönglistarmönnum. Við þui’fum ekki að skammast okkar fyrir það, sem unnið hefir verið á því sviði. ----0----- Konulát. Guði'íður Jósefsdóttir, kona Kristjáns S. Sigurðssonar trésmíðameistara þingeyinga, lést á Akureyri 21. ágúst síðastl. — Guðríður var Húnvetningur að upp runa, af Háagerðisætt á Skaga- sti’önd. — Hún var á fimtugsaldri er hún lést. þau hjón voru búsett í Reykjavík um eitt skeið. Á þeim árum var heimili þeirra mörgum Norðlingum, einkum þingeyingum, griðastaður. þótti foreldrum ör- yggilegt að hafa unglinga sína undir handarjaðri Guðríðar, hún gætti þeiri’a eins og hún ætti þá sjálf. Heimili þeirra Kristjáns og Guðríðar var fyrirmynd að allri umgengni og smekkvísi. þótt þau hjón væru ekki rík, og ættu lengst af við heilsbilun að etja, voru þau þó jafnan fremur veitandi en þiggjandi, mun hagsýni húsmóð- urinnar, reglusemi og nýtni hafa átt þar í góðan þátt. Guðríður vildi hvax-vetna láta gott af sér leiða og var mjög vönd að virðingu sinni og sinna og fann vel, hvað við átti á hverjum stað og tíma. — Hún mátti ekkert aumt sjá, sérstaklega áttu börn og gam- almenni drjúg ítök í huga hennar. Sagði hún oft, að sér hefði þótt gaman að mega starfa á gamal- menna- eða bamahæli. það er óhætt um það, að henni hefði ver- ið trúandi til að gera þeim lífið létt eftir mætti. þeim hjónum varð ekki bama auðið, en tóku munaðarlaust barn og gengu því í foreldrastað. x. Um 50 þúsund laxaseiðum var slept í Elliðaárnar seint í sumar. Voru þau fengin frá Alviðm í Ölfusi. Gott er að vita til þess, að áhugi er þegar farinn að vakna á fiskaklaki. Nokkrar leiðbeiningar um það efni geta menn fengið í riti, Um fiskaklak, sem fæst á af- greiðslu Tímans og hjá Guðm. Davíðssyni á Fralckastíg 12. Pétur þórðarson í Hjörsey er orðinn sjálfkjörinn alþingismaður Mýramanna. Jón Sigurðsson á Halkagili hefir tekið framboð sitt aftur. Munu fleiri fara samskonar för erendrekai'nir Morgunblaðsins. David Östlund fór með „Sirius“ til Vestfjarða. Ætlar hann að ferð- ast kring um Djúpið og flytja fyr- irlestra. Hann er væntanlegur aft- ur til Reykjavíkur eftir vikutíma. Stephan G. Stephansson Kletta- fjallaskáld varð sjötugur nýlega. Vora honum send heillaskeyti héð- an að heiman. ——0-------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.