Tíminn - 13.10.1923, Blaðsíða 3
T I M I N N
137
Tilkynning.
Hérmeð leyfi eg mér að tilkynna háttvirtum skiftavinum mínum
að eg hefi selt hr. Óskari Norðmann byggingarefna- og járn-
versiun mína að hálfu, með öllum útistandandi skuldum, og rekum við
verslunina upp frá þessu sem fullábyrgir fjelagar undir firmanafninu
J. Þorláksson & Norðmann.
Jafnframt því að þakka skiftavinum mínum fyrir traust það, sem
þeir hafa sýnt verslun minni, leyfi eg mér að óska eftir framhald-
aldi viðskiftum við hið nýja firma.
Reykjavík, ö. október 1923.
Jón Þorláksson.
birgðir víða á landinu líklega meiri
en dæmi eru til í sögu landsins.
þrír vetrarnir síðustu hafa verið
mjög góðir, og á síðasta vori voru
heyfyrningar með afbrigðum mikl-
ar, og þetta sumar, sem nú er að
líða, hefir fært bændum mikinn
heyafla, einkum sunnanlands og
vestan. Hér er því áreiðanlega
tækifæri, sem ekki má láta ónotað,
fyrir fjölda bænda, að komast í
heyfyrningar til margra ára, ef
þess er gætt, að fara varlega með
heyin.
Bændur, notið tækifærið!
Jón H. þorbergsson.
----o——
Ný kenslubók.
Jónas Jónsson: Dýrafræði,
kenslubók handa börnum. I. hefti.
Útgefandi Ársæll Árnason. Rvík
1923.
þetta er fyrsta heftið og er um
spendýrin. Heftið er 135 blaðsíður.
Aftast í því er á rúmri blað-
síðu spendýrunum skift í 12 flokka
og aðal aðgreiningarkennin talin
þar upp. það er gott að hafa það
sama í einu lagi og stutt aðalein-
kenni, miklu betra að festa það í
minni. Dýrafræði þessi er með
nýju sniði, hún fræðir aðallega um
eðli og lifnaðarháttu dýranna, er
því skemtilegur og lifandi sögu-
blær yfir öllu, æfintýralífi dýranna
blandað svo skemtilega saman við
lýsingar þeirra og ýmiskonar fróð-
leikur, t. d. hvernig er best að
verja sig gegn rostungaárás, bls.
59. Frásögnin hlýtur því að fest-
ast betur í minni og lokka til lest-
urs. Eg hefi líka undir eins tekið
eftir því, að krakkar sækjast í að
lesa hana. Bókin er samin með
hliðsjón af hinni merku dýrafræði
Brehms og enskum dýrafræðibók-
um. það er með þessa fræðigrein
eins og aðrar, að varðar mest til
allra orða, að undirstaðan rétt sé
fundin. Mér leist svo, að þessi bók
sé ágætisbók til þess að vera und-
irstaða kenslubóka í dýrafræði, eig-
inlega ættu allir, karlar og konur,
að vita eins mikið í dýrafræði og
þessi bók kennir.
íslandssöguágrip Jónasar þykir
gott og hefir náð mikilli útbreiðslu,
og ekki mun dýrafræðin hans
verða óvinsælli. þær hafa báðar
þá kosti, að þær eru ágætar til
þess að láta börn æfa sig á í lestri.
þá eru slegnar tvær flugur í einu
höggi; um leið og æfður er lestur,
að læra nauðsynlega námsgrein.
Málið er gott, hispurslaust og blátt
áfram. Myndir eru margar í bók-
inni, sumar ágætar, t. d. rostung-
urinn og blöðruselshausinn.
p. Sv.
——o-------
eg hefði óskað. Eg sá þá greinilega,
hver nauðsyn íslendingum er á vel
gerðum verslunarsamningi við
Spánverja. því miður hefi eg ekki
haft tækifæri til að færa mér í nyt
ýmislegt það, sem eg lærði á för
minni til íslands, til að auka við-
skifti mín við íslendinga. Hefði þó
verið fært að mynda „hring“ ís-
lenskra fiskútflytjenda og annan
„hring“ spánskra fiskinnflytj enda
í Barcelona, eins og nú hafa gert
þrír eða fjórir menn, sem aðallega
hafa með höndum útflutning ís-
lensks fiskjar.
Mér dyljast ekki erfiðleikar
þeir, sem stafa af spönsku inn-
ílutningstollunum á þessum vör-
um, en Islendingar ættu að geta
yfirstigið þá erfiðleika með versl-
unarsamningum við spönsku
stjómina.
Matvörur ýmsar gætu íslending-
ar keypt af Spánverjum með mjög
hagkvæmu verði, t. d. niðursoðna
ávexti og kryddvörur, þurkaða
ávexti, svo sem fíkjur, rúsínur,
möndlur o. fl., nýja ávexti, svo sem
appelsínur, sítrónur, epli o. fl.,
ólifurolíu til notkunar við niður-
Á víð og dreif.
Játningar Claessens.
E. Cl. hefir nú birt eina af Vikur-
rœðum sínum í Mbl., en ekki þá rœðu
þar sem hann játaði mest áberandi
viss skakkaföll hjá stjórn hluthafanna.
En i frumræðu sinni tekur hann á sig
alla ábyrgð á gerðum fyrirrennaranna,
Sighvatar og Tofte. Honum finst ís-
landsbanka liafa verið vel stjórnað,
bæði síðan hann tók við og lika áður.
Ait liafi gengið þar vel, og þjóðinni
orðið einskær blessun að ráðstöfunum
liinna framsýnu manna, sem þar liafa
stýrt, fyrir 25 þús., 40 þús. og 80 þús. kr.
á ári. Jafnvel fylgismönnum Mbl.
blöskrai' frammistaða E. Cl. Einn hinn
ákafasti, sem verið hefir í því liði, sagð
ist ekki koma á kosningafundi í Rvik
úr því sem komið væri. Úr því pólitík
síns flokks væri komin á það stig, að
E. Cl. tæki ótilkvaddur og óneyddur
á sig alla ábyrgðina fyrir Tofte, þá
vildi hann hvergi koma þar nærri mál-
um. Jafnframt reynir bankastjórinn
að láta líta svo út, að Islandsbanki
hafi ekki verið þjóðinni dýr. Hann sýn-
ist gleyma mesta kreppuárinu, þegar
gróði bankans er jafnmikill og hálft
hlutaíéð. — Menn hafa verið að leita
að skýringu á því, hversvegna E. Cl.
liefir lund til að vilja hvítþvo stjórn
hluthafanna af öllum misfellum í fjár-
málastjórn. Öll þjóðin veit, að miljón-
ir, margar miljónir, hafa tapast, liafa
verið gefnar upp, og að E. Cl. hefir
staðið fyrir þeim gjöfum. Hversvegna
segir hann þá, að alt sé gott og hafi
verið gott? Hversvegna er hann svo
litblindur? Líklega af því, að hann er
gamall málfærslumaður, vanur að
taka að sér mál af ýmsu tægi, en
halda jafnan fram rétti skjólstæðing-
anna, eins og væru þeir alhvítir og
hreinir, hvað sem öðrum kann að sýn-
ast. Sömu aðferð beitir annar mál-
færslumaður, M. G. Hann sér engan
galla á enska láninu, enga óþarfa
óyðslu i fjáraukalögunum miklu.
Hann þverneitar, að tolltekjurnar séu
trygging fyrir enska láninu, eftir
samningnum. þó veit öll þjóðin, að
liann segir ósatt um öli þessi atriði,
og að honum er það sjálfum kunnugt.
En venjan að taka mál að sér tii varn-
ar og sóknar fyrir peninga, sýnist
hafa haft deyfandi áhrif á dómgreind
beggja þessara manna. Slik hnignun
er óþægileg fyrir þá, og ekki með öllu
hættulaus fyrir stjórnmálalíf landsins.
Fulltrúi hluthafanna í pólitík.
Hingað til liafa hluthafar íslands-
banka látið sér nægja að framkvæma
vilja sinn gegnum þingmenn og ráð-
herra, eins og Bjarna frá Vogi, Eggert
Pálsson, J. M. og Sig. Eggerz. En nú
við kosningarnar þótti meira við
þurfa. I-Iluthafarnir lánuðu sitt kaup-
liæsta hjú, til að bæta liina upp.
Bankastjórinn byrjaði með að vera
boðsletta á Selfossi, og heimta, að
fundarreglurnar væru brotnar sin
suðu á fiski, og í smænú stíl tómat,
tómatsósur, hunang o. fl. o. fl.
Mikið af því salti, sem flyst til
íslands, er flutt á sömu skipunum
sem flytja fiskinn suður. þessar
samgöngur ættu áð geta létt fyrir
viðskiftunum með ofangreindar
vörur.
Hægt væri að semja um, að ís-
lendingar fengju að umskipa fiski
og öðrum afurðum á Spáni, án þess
að borga toll af þeim, til að flytja
þær til Austurlanda. Frakkar hafa
stóran og góðan markað fyrir fisk
sinn í Austurlöndum, og ættu ls-
lendingar að geta kept við þá þar.
því íslenskur fiskur er eins góð
vara og Nýfundnalandsfiskur, og
betri vara en norskur fiskur.
Fyrir hér um bil fimm árum
hafði eg tækifæri til að selja
nokkrum austurlenskum erendrek-
um 3000 smálestir af fiski fyrir
mjög gott verð. Bauð eg íslensku
stjórninni fiskinn,*) en fékk ekk-
ert svar. Tilboðið komst til Reykja-
víkur, því fimm eða sex árum
*) það ár hafði útflutningsnefndin
fisksöluna með höndum. þýð.
vegna. þegar það fékst ekki, ætluðu
menn hans, sr. Gísli o. fl., vafalaust
með lians samþykki, að hleypa fund-
inum upp. En bændur í Árnessýslu
vildu ekki vera leiksoppar hluthaf-
anna. Og starfsfólk steinolíufélagsins
frá Eyrarbakka var þar of fátt og of
óviðbúið til að geta gert nokkrar veru-
legar óspektir. Næstu viku nota hlut-
liafarnir til að undirbúa ólæti á Stór-
ólfshvoli. Sr. Eggert og nánasta vensla-
lið hans er notað þar sem verkfæri.
Með fáeinum druknum og nokkrum
geðæstum vesalingum tekst fulltrúa
liluthafanna að setja sitt merki á fund
inn, svo að skipulegar umræður verða
ómögulegar. í bili finst hluthöfunum
að þeir hafa sigrað. En ánægjan verð-
ur minni eftir á. þá fyrirverða allir,
sem stóðu að æsingunum, sig fyrir
frammistöðu sína, frá Björgvin sýslu-
manni niður að Skúla á Móeiðarlivoli.
Enginn vill kannast við að hafa verið
ginningarfífl hluthafanna. Sr. Eggert
fær tilkynningu um, að hann njóti
ekki tiausts fyrir það að stofna til
íundarhalda að hætti erlends skríls.
þriðja tækifærið fyrir fulltrúa hlut-
hafanna kemur austur í Vík. þar fær
andi hans að skína. þá játar hann
fyrst, að yfir 100 þús. hafi horfið úr
sjóði bankans síðan hann tók við, og
að þetta hafi verið falið með fölsun á
bókum bankans. Brotið hefir þannig
verið tvöfalt, og svo greypilegt, sem
frekast mátti verða. En bankastjórinn
og dómsmálaráðherrann liafa breitt
hvítan dúk sakleysisins yfir alt i
bankanum, líka vitneskjuna um sjóð-
þurð og fölsun. í viðbót tekur fulltrúi
hluthafanna á sig að hvitþvo alla fjár-
málastjórn hluthafanna, glæfralegu
lánin, sem enda i miljónatapi, föllnu
ávísunina fyrir landssjóð o. m. fl.
Litlu eftir lieimkomuna bjóða borg-
arar i Rvik fulltrúa hluthafanna á
fund í Rvík, með þingmannaefnunum.
])á þarf hann ekki að vera boðsletta.
Engar reglur að brjóta, engar óspekt-
ir að undirbúa til að fá að verja mál-
seinna talaði um það við mig ís-
lendingur, sem var á ferð hér á
Spáni, en þá var tækifærið um garð
gengið, því tilboðið hafði fyrir
löngu verið samþykt af Frökkum.
Ef þessum viðskiftum hefði verið
komið af stað, mundi ekki hafa
farið eins illa fyrir íslendingum og
komið er á daginn, því innflytj end-
ur á Spáni vilj a nú helst ekki kaupa
íslenskan fisk föstum kaupum, en
hlaða honum í umboðssölu til
Barcelona og Bilbao.
þessa skoðun hefi eg fengið af
eigin athugun í þau 25 ár, sem eg
hefi haft með fiskverslun að gera,
og styrktist hún við för mína til
íslands í apríl og maí 1914, og jafn-
framt hlýleiki minn til alls þess,
sem er íslenskt og við kemur Is-
landi.
Eg er sannfærður um, að stofn-
un verslunarskrifstofu og mið-
stöðvar eins og þeirrar, sem eg
hefi getið um hér að framan, gæti
orðið til gagns Islendingum. Og eg
mun taka til greina endurgjalds-
laust fyrirspurnir íslendinga við-
víkjandi verslun þeirra við Spán-
verja. Bréf séu skrifuð á frönsku
stað hlutliafanna. En þá þorir maður-
inn ekki að koma. Hann er þá loksins
orðinn svo skynsamur að sjá, að betra
er að fela J. M. og S. E. að verja garð-
inn. Honum er orðið ljóst, að ferða-
lög hans hafa spilt málstað hluthaf-
anna. Bæði þar sem hann hefir talað,
og þar sem aðrir hafa borið vit fyrii
honum, en aðeins gefið honum tæki-
færi til að vera „andi í borðlöppinni“,
hefir framkoma lians spilt fyrir hlut-
böfunum. Að iokum tekur hann það
ráð að liggja heima og þora ekki að
koma, þar sem hann er boðinn, til að
standa fyrir máli sínu. Einmitt svona
ldaut niðurstaðan að verða. Alveg eins
og í Steinolíufélaginu. þar hefir E. Cl.
lengi dansað kringum gullkálfinn, en
sjómenn og útgerðarmenn borgað
skemtunina. En að lokum skrifuðu
fingur á vegginn dóm réttlátra enda-
loka.
Fjármálamenn.
B. Kr. sagði á fundi nýlega, að ekki
liefðu verið nema þrír fjármálamenn á
þingi i vetur: Hann sjálfur, Jón þor-
láksson og Jón Auðunn. Nú átti sá
fjórði að bætast við, Flygenring. Eftir
þessu virðist B. Kr. líta á höfunda
fjáraukalaganna miklu, Jón og Magn-
ús, sem eru nánir flokksbræður hans,
eitthvað svipuðum augum og Tíminn,
að því er snertir fjármálavitið. Aftur
hefir skoðun hans á Jóni þorl. áreið-
anlega breyst til batnaðar, síðan járn-
brautin var á ferðinni. Lýsingin á hon-
um sjálfum og J. þorl. geta vel fylgst
að. Aftur er sýnilega gert fullmikið úr
J. Auðunni. þó að hann skilji við sitt
litla útibú með einni miljón í beint
tap á síldarverslun fárra manna, þá er
slikur viðskilnaður alveg hliðstæður
við ástand landssjóðs þegar M. G.
skildi við hann. B. Kr. verður líklega
að meta fjármálafræðina að nýju.
Sigurður ráðunautur.
Nú er hann efldur til kosninga af
þeim, sem mest hafa hætt hann og
eða ensku, mega þeir senda á
heimili mitt, og utanáskriftin er:
Cortes 561, 2° derecha, Barcelona
Espana.
Juan Mercader y Vives.
--------o-----
Ingólfslíkneskið. Verið er að
ganga frá Ingólfslíkneskinu á Arn-
arhóli. Við gröft í hólinn hafa
fundist ýmsir gripir og eru skift-
ar skoðanir um hve fornir muni
vera.
Grænland. Um miðja vikuna boð-
aði Einar skáld Benediktsson til
fundar um Gi’ænlandsmálið. Fund-
urinn var fjölsóttur. Einar flutti
erindi um málið og fleiri tóku til
máls. í lok fundarins var eftirfar-
andi tillaga samþykt í einu hljóði:
Fundurinn skorar á stjómina að
láta ekkert ógert til þess að halda
uppi réttmætum kröfum vorum til
Grænlands, hinnar fornu nýlendu
íslands.
-----o----
hrakið áður. Nú róa fastast með hon-
um kaupmannaliðið á Eyrarbakka og
Stokkseyri, það sem uppi stendur, for-
sprakkar úr Sparisjóði Árnessýslu,
sem fengu B. Kr. austur til að lækna
sjóðinn, vínsmyglarar þeir, sem á
svæðinu starfa, sr. Gísli og Einar
skógarmaður. Frá Reykjavík er beðið
heitt fyrir Sigurði af Mbl. og dilkum
þess. Ennfremur af eftirlauna-, em-
bætta- og verslunarliði bæjarins. Með-
an Sigurður stóð með málstað bænd-
anna, var hann í einu hataður og fyr-
irlitinn af nálega hverjum manni í
þessu liði. En nú hefir hann gefist upp,
snúist gcrsamlega, og þá er hann góð-
ur. Margir Ámesingar eru kunnugir
þvi, hvaða skoðun og orð Einar Sæm.
og sr. Gísli hafa fyrrum haft um Sig-
urð, og hversu í þeim syngur nú. þess-
ir menn hafa ekki snúist. Sigurður
yfirgaf bændurna i fyrra, er hann gerð-
ist „flotholt" fyrir J. M. við landkjör-
ið. Síðan þá hefir Sigurður verið að
orðtaki hafður hjá bændum um alt
land. Síðan vantreystir honum hver
hygginn sveitamaður. þessvegna veit
hann, að einmitt stuðningur sinna
fornu óvina er honum til mestrar
ógæfu og tryggir fall hans.
Bitlingamenn Bjama Jónssonar
gera nú harða hríð að hjálpa honum
enn til þingsetu. Komst nýlega upp
um leynifélag eitt liér í bænum, sem
starfar mikið að bréfaskrifum við
bændur vestur í Dölum. Samþyktu
þessir styrktarmenn að undirstrika
mjög framkomu Bjarna í íslands-
bankamálinu m. a., fullyrða að skýrsl-
an fræga væri í ulla staði rétt. Bréf
þessi áttu gamlir Heimastjórnarmenn
í Rvík að skrifa fyrverandi flokks-
bræðrum sínum i Dölum. Mbl. hefir
opinberlega tekið í sama streng. Við-
urkent, að það mælti hið besta með
Bjarna. Einkum voru gamlir Heima-
stjórnannenn beðnir vel fyrir hann.
Sést á þessu, að mikið þykir kaup-
manna- og bitlingaliðinu við liggja að
njóta þjónustu Bjarna. Gleðilegt fyrir
„sparnaðarflokkinn", er svo kallar sig,
að hafa formlega innlimað Bjarna.
Frekastur af öllum þessum stuðnings-
mönnum Bjarna er orðabókarhöfund-
urinn, Jóhannes frá Kvennabrekku,
Mun þykja óvíst um slika bitlinga, ef
Bjarna misti við.
Nýtt sanivinnumötuneyti
tekur til starfa innan skamms í
Reykjavik. Verður það fyrst og fremst
fyrir Kennaraskólann og Samvinnu-
skólann. En húsrúm er mikið, og á
góðum stað i bænum. Verður því áreið-
anlega liægt að taka móti fleiri mönn-
um. Tilgangurinn að gefa aðkomnum
námsmönnum kost á góðu og ódýru
fæði. Verður þeim dvölin i Reykjavik
samt nógu dýr, þótt alt sé gert sem
unt er til að þrýsta niður kostnaðinum.
þeir sem vildu fá nánari vitneskju um
þetta nýja fyrirtæki, geta hitt að máli
Snorra Snorrason í Sambandshúsinu,
4. hæð. Hann er venjulega heima kl.
6—7 síðdegis.
Hrunafundurinn.
þegar frambjóðendur í Árnessýslu
héldu fund að Hruna, sagði einn helsti
bóndi í Hreppunum, að sig undraði að
sjá Sigurð Sigurðsson sem frambjóð-
anda þar ennþá einu sinni. I-Iann sagði,
að sér hefði fundist Árnesingar vera
búnir að ganga svo frá honum, að ekki
þyrfti meira. Sigurður játaði, að hann
vœri að vísu dauður, en gæti þó geng-
ið aftur. Létu fundarmenn sér vel líka
þessa sjálfslýsingu á sendimanni Jó-
hanns V., sr. Gísla og Mbl.
Grænlandsmálið.
Einar skáld Benediktsson hélt ný-
lega fund um Grænlandsmálið. Var
hann fjölmennur. Einar hélt fram
hinum sögulega rétti íslands til Græn-
lands,' og verður tæplega um hann
deilt. En mjög hafði skáldinu þótt
ólíklegt um djarfar aðgerðir i þessu
máli frá hálfu Sig. Eggerz. Ef nokkuð
ætti að verða úr þessu máli, þyrftu
þeir menn að halda á því, sem hvorki
væru hræddir við Dani eða Norðmenn,
«
en væru hinsvegar lausir við alt fum
og fát, sem aðeins getur fætt illvilja
milli nábúa, en engu nýtilegu til vegar
komið.