Tíminn - 20.10.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.10.1923, Blaðsíða 1
©jafbtei og afgrciðslur'a&ur Ctmans er Stgurgetr ^ri&rtfsfon, Sambanbsljúsmu, KeyfjaDÍf. m. ár. Gunnar Egilson ræðst á David 0stlund. „pjóðinni skylt að tortryggja hann“. pað er upphaf þessa máls að fyrir rúmu hálfu öðru ári síðan, áður en alþingi þá hröklaðist und- an í Spánarmálinu, sendu Góð- templarar í Reykjavík „Ávarp til Alþingis“, sem birt var í 11. tölu- blaði Tímans það ár. í ávarpi þessu voru bornar fram kröfur bannmanna um hvað gera ætti í málinu og jafnframt rök- studdar aðfinslur um meðferð málsins af hálfu Jóns Magnússonar stjórnarinnar. Ávarp þetta, tillögur og aðfinsl- ur var undirritað af 59 kjömum fulltrúum allra templarafélaganna í Reykjavík og Gullbringusýslu — af hálfu meir en tvö þúsund full- orðinna félagsmanna. í hóp þessum voru margir hin- ir merkustu borgarar Reykjavíkur og sýslunnar, menn úr öllunt st jórn málaflokkum. í ávarpinu er meðal annars kveðið svo að orði: „Að fráfarandi stjórn hefir not- að aðstoð þess íslendingsins við samningana á Spáni, sem kunnur var að því að vera einn ákafasti andstæðingur bannlaganna og ber að fjandskap við þau frá upphafi vegar. En vér lítum svo á, að fyrir þessa sök sé þjóðinni skylt að tor- tryggja hann, þó að vér hinsveg- ar viljum ekki fella neinn dóm um gjörðir hans“. Slíkan dóm hefir enginn maður annar fengið að sér kveðinn á ís- landi, hvorki fyr né síðar. Slík vantraustsyfirlýsing aefir engum starfsmanni íslenska ríkis- ins öðrum verið gefin hvorki fyr né síðar um verk það, er honum var falið að inna af hendi. Að fjöl- margir hinna merkustu borgara þjóðarinnar af hálfu svo margra, menn og konur úr öllum stjóm- málaflokkum, telja þjóðinni skylt að tortryggja hann. þetta voru eftirmælin sem k- lenskir bannmenn, einum rómi, veittu Gunnari Egilsson. þeir munu reiðubúnir að standa við þau enn í dag. Og þessvegna er það ákaflega merkilegt að Morgunblaðið skuli dirfast að opna dálka sína einmitt fyrir þessum manni og líða honum það að ráðast á David Östlund, fyr- ir það eitt að David Östlund skuli vilja nota aðstöðu sína og kunn- ingsskap við fjölda áhrifamanna erlendis, til þess að reyna að út- vega nýjan markað fyrir íslenskan saltfisk, sem verða mætti til þess að flýta því að losa okkur undan oki Spánverja. Er það ekki merkilegt að sá eini maður, sem fengið hefir þennan þunga og alveg einstaka dóm að sér kveðinn, að þjóðinni sé skylt að tortryggja hann í þessu máli, einmitt þessi alveg einstaki mað- ur skuli verða til þess að ráðast á David Östlund og þessa viðleitni hans? Og að Morgunblaðið skuli dirfast að opna dálka sína fyrir þessum manni um þetta málefni? Bendir það ekki á, að afskaplega sé hart um menn og málefni, þeg- ar gripið er til þessa ráðs? Árásin. Hvað hefir þá David Östlund gert, sem réttlæti það, að Gunn- ar Egilsson skuli ráðast á hann í langri og þungorðri grein í Morg- Cimans er í Sambanösþúsinu, ©í>in ðaglega 9—f. íj. Sinti ^9«. unblaðinu? Skyldu menn ætla að einhverjar ríkar ástæður lægi til slíks. það sem David Östlund hefir gert má sundurliða í þrent: 1. Hann hefir útvegað tilboð frá fésterkum mönnum á Skotlandi um að vilja vinna að því að fá nýjan markað fyrir íslenska saltfiskinn. 2. Hann hefir sett sig í samband við öflugasta og áhrifamesta fé- lagsskap sem til er í Bandaríkjun- um í Norður-Ameríku og fengið loforð þar um aðstoð til að fá markað fyrir íslenskan saltfisk þar í landi, enda sé þar mikið notað af saltfiski. 3. Hann hefir sag*t frá þessum tilraunum sínum um að afla mark- aðs fyrir íslenska saltfiskinn og jafnframt tekið skýrt fram, að þessara hluta vegna leggi hann alls ekki til að Spánarsamningum sé sagt upp, heldur skuli nú reynt hver árangur verði af þessum til- raunum. þetta hefir David Östlund gert. Fyrir þetta ræðst Gunnar Egilsson á hann.— Við erum að kosta til þess mildu fé, íslendingar að reyna að afla markaðs fyrir íslenska fiskinn. Við sendum dýra menn til þess. Svo kemur maður frá útlöndum, samherji okkar um eitt háleitasta hugsjónamálið sem nú er barist um í heiminum, erendreki sam- herja okkar um það mál. þessi maður býður okkur aðstoð sína. Hann býður aðstoð frá fésterkum mönnum skoskum. Hann býður að- stoð sterkasta félagsskapar sem til er í Bandaríkjunum. Og hann bið- ur ekki um neitt í staðinn. Hann segir einungis að við skulum láta reynsluna' skera úr um hvað úr verði. — Hann býður upp á meiri líkur um eftirspum eftir helstu útflutningsvöru landsins, og þar með von um hækkandi verð. Hvei’nig ættum við íslendingar að taka slíkum manni, með slíku erindi ? þó að ekki sé litið nema’á þá hliðina eina að líkur eru þarna til meiri eftirspurnar og hærra verðs. þó að ekki sé litið á hina hliðina, að sjálfstæðismál þjóðarinnar er í veði — þá er auðsætt hvemig okk- ur ber að taka slíkum manni. Hvernig ættu útgerðarmennirn- ir að taka slíkum manni? Hvernig ætti skrifstofustjóri út- gerðarmannafélagsins að taka slík- um manni og sá maður, sem var erendreki íslands um hina sorg- legu og minnisstæðu samninga við Spán? Gunnar Egilsson er þetta hvort- tveggja sem nú var nefnt. Og hann tekur David Östlund með skömmum, með stórskömm- um í því blaði, sem margir útgerð- armenn hafa stutt með fjárfram- lögum — Morgunblaðinu. í hinni löngu grein G. E. í Morg- unblaðinu er ekki eitt einasta við- urkenningarorð til Davids Öst- lunds fyrir viðleitni hans til að afla nýs markaðs fyrir íslenska fiskinn. þvert á móti. Greinin er öll árás á D. ö. Hún er frá upphafi til enda naprasta háð um D. Ö. og þessa viðleitni hans. Greinin er ósvífin tilraun til að vekja tortrygni gagnvart D. Ö. Honum er brugðið um „einfeldni“ og þó fremur um eitthvað annað verra. Hann fær að heyra það að hann sé „grænn í viðskiftamálum“. Honum er núið því um nasir að hann sé „að gera gyllingar fyrir 37. blað Reykjavík 20. okt. 1923 Alúðarþakkir öllum þeim, er sýndu okkur góðvild og sóma á 25 ára hjúskaparafmæli okkar. Búlandsnesi 13. sept. 1923. Ragnhildur og Ólafur Thorlacius. þeim mönnum sem eru enn ver að sér um fiskverslun en hann sjálf- ur“ o. s. frv. Með slíkum fimum og fádæmum er þeim manni tekið sem gerir slíka tilraun sem að framan er nefnd um að afla nýs markaðs fyr- ir íslenska fiskinn, þetta er' svo merkilegt fyrir- brigði, að ekkert orð er til í ís- lenslcu máli um slíkt framferði. Og það er Gunnar Egilsson sem þetta fremur, maðurinn sem þjóð- inni er skylt að tortryggja í þessu máli. Látum svo vera að G. E. hafi enga trú á þessari tilraun D. Ö. um að afla fisknum nýs markqðs. Hann um það. þá átti hann þó a. m. k. að hafa vit á að þegja — hann öllum mönn- um öðrum fremur. Að taka sig til að kasta skarni á þann mann sem af alhug vill hlynna að þessu einna mesta vanda máli íslendinga, vinna að því án þess nokkuð komi í staðinn og með slíka bakjarla — það er verk sem íslenska þjóðin mun fordæma ein- um munni, eins og fjöldi hinna merkustu borgara hefir áður brennimerkt Gunnai- Egilsson í þessu máli. Hversvegna er árásin framin? Undrandi munu menn 'spyrja sjálfa sig hvað valda muni slíku frumTílaupi sem þessu? Um það verður ekki efast. það er deginum ljósara hvað veldur þessari framkomu Gunnars Egils- sonar. það gægist fram í greininni. Með kuldahlátri segir G. E. frá því í greininni að sumir muni vilja „setjast aftur að í hinni langþráðu bannparadís, sem höggormurinn í Spánverja líki tældi oss til að yfir- gefa“. Hann hlakkar yfir' því hann G. E. að við urðum undir í Spánar- málinu. Og það er sami maðurinn sem af íslands hálfu átti að koma í veg fyrir ósigurinn. Hvílíkur grimmur leikur forlag- anna. Er ekki dásamlegt að heyra G. E. hlægja að úrslitum Spánar- málsins ? Viti hann einungis eitt, að sumir efa það, að það hafi eingöngu ver- ið höggormur í Spánver ja líki sem tældi okkur. Á öðrum stað í greininni er það sagt afdráttarlaust að meðan „bannlögin voru hér í algleymingi, datt engum í hug að halda þau sem á annað borð vildi drekka“. það er meiri játningin um sjálf- an sig og aðra. Nei það er ekki um að villast hvað veldur þessu frumhlaupi G. E. það er óttinn við það að það kunni svo við að bera að þessar til- raunir D. Ö. að útvega nýjan mark- að færi okkur nær banni aftur. því sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. því verði að draga dár að D. Ö. og gera hann tortryggilegan. Að láta reynsluna skera úr um árangurinn af viðleitni D. Ö. — það má ekki. Niður með hann! Burt með hann! segir G. E. Ekkert má gera sem sú hætta getur stafað af að bannið komi aftur. það má ekki eiga það á hættu að eftirspurn aukist eftir fiskinum ut- an Spánar. Nei, bannið getur þá komið aftur. Hvílíkur föðurlandsvinur er G. E.! Hversu ant er honum um sjáv- arútveginn! Hversu göfugt er málgagnið, Morgunblaðið, sem sækir slíkan rit- höfund í dálka sína, manninn, sem þjóðinni er skylt að tortryggja. Á enn að senda G. E. til Spánar? það hefir heyrst, en þeir munu vera fáir sem vilja trúa, að Sig- urður Eggerz ætli að senda Gunn- ar Egilsson í nýja ferð til Spánar, vegna fisksölunnar. Menn hafa ekki viljað trúa því, því að margir hafa haldið, að Sig- urður Eggerz mundi síður vilja brjóta bannmennina alveg af sér. Tíminn vill ekki trúa því að Sig- urður Eggerz fremji slíka óhæfu, síst eftir það að Gunnar Egilsson hefir ritað þessa dæmalausu árás- argrein á David Östlund. Sigurður Eggerz forsætisráð- herra hlýtur að vita það að bann- menn hafa einum rómi lýst því yfir að þjóðinni sé skylt að tor- ti'yggja Gunnar Egilsson í þeim málum sem snerta bannmálið. það væri hnefahögg framan í alla bannmenn á íslandi að senda Gunnar Egilsson þessara erinda til Spánar, eftir þau tíðindi sem nú hafa gerst. ----o---- I. þegar Bretar bönnuðu innflutn- ing á íslensku sauðfé um síðastlið- in aldamót,*) voru horfur land- búnaðarins hér hinar ískyggileg- ustu. þá var engin sjáanleg leið til að koma kjötinu á markað erlend- is, svo í lagi væri. Reyndar hafði saltkjöt verið flutt út um langan aldur, en meðferð þess, og þar af leiðandi verð, var hraklegt. Bænd- ur slátruðu sauðfénu tíðast heima og fluttu það á klökkum í kaup- staðinn. þar var það'svo saltað og flutt til útlanda. Slátruninni var auðvitað mjög ábótavant víðast hvar á heimilunum. Kjötið var annaðhvort flutt í strigapokum eða gærunum vafið utan um skrokk- ana, og eftir að búið var að flytja kjötið á þennan hátt um langan veg, oft 1—3 dagleiðir, var það illa útlítandi og alt annað en líkleg vara til að vinna sér álit erlendis. Litlu betri meðferð sætti kjöt af því fé, sem slátrað var í kauptún- unum. Öllu var slátrað undir beru lofti hverju sem viðraði, og sá oft ekki í skrokkana fyrir óhreinind- um. Vann sá, sem þetta ritar, að slátrun með „gamla laginu“ fyrir fullum 20 árum, og er því vel minn- isstætt hvernig kjötið leit út. Tvær *) Innflutningur á sauðfé var bauu- aður með lögum í Bretlandi 1897, en undanþága fékst þó um innflutning á íslensku sauðfé fram yfir aldamót- in, 1901. ástæður eru aðallega til þess, að sleifarlag þetta á kjötmeðferðinni hélst svo lengi. í fyrsta lagi áhuga- leysi og vanafesta verslunarstétt- arinnar (kaupmanna), og í öðru lagi,að mestur hluti sauðf járinsvar fluttur lifandi á erlendan markað á síðari hluta 19. aldarinnar, áhug- inn þar af leiðandi minni til að ráða bót á saltkjötsmeðferðinni. En „neyðin kennir naktri konu að spinna“. þegar öll sund-virtust lokuð fyrir landbúnaðinn um alda- mótin, vegna innílutningsbannsins á Bretlandi,gripu bændur sjálfir til sinna ráða. Á Norðurlandi voru kaupfélög bænda orðin allútbreidd, þó flest væru ung, og snéru bænd- ur sér þar með ráðnum huga að því að bæta saltkjötsverkunina. Kaupfélög þingeyinga og Eyfirð- inga komu sér upp fullkomnum sláturhúsum 1907 og á næstu ár- um reistu kaupfélög í öllum héröð- um norðanlands sláturhús, og hefir kjötverkunin síðan stöðugt farið batnandi og sláturhúsin nú talin eins nauðsynleg, þar sem kjötút- flutningur á sér stað, eins og sölu- búðir til að selja í útlendan varn- ing. Sláturfélag Suðurlands var stofnað í janúar 1907 og sláturhús félagsins reist sumarið eftir, sama árið og sláturhúsin á Akureyri og Húavík. Stofnun Sláturfélags Suðurlands á sér langan og merkilegan að- draganda. Sama vandræðaástand- ið, sem neyddi norðlensku bænd- urna til skjótra og stórhuga úr- ræða um eitthvert stærsta vanda- málið, kjötútflutninginn, hafði ekki síður gert vart við sig á Suð- urlandi. En hér voru erfiðleikarnir meiri bæði vegna staðhátta og þess, að bændur á Suðurlandi voru ekki svo vanir félagslegum sam- tökum í verslun sem norðlensku bændurnir. Einn af ötulustu for- göngumönnunum að stofnun Slát- urfélags Suðurlands, Björn Bjarn- arson í Grafarholti, hefir í fyrir- lestri, sem hann hélt hér fyrir nokkrum árum lýst ástandinu sem ríkti hér um fjársöluna áður sn sláturfélagið var stofnað. Reykjavík var að mestu leyti miðstöð sláturfjársölunnar fyrir sex sýslur hér sunnanlands. Bænd- ur höfðu alls engin samtök um söl- una. Hver rak féð til slátrunar án þess að vita hvað öðrum leið. Stundum barst þá svo mikið að í einu, að engin leið var að koma því í verð strax. Féð var þá geymt dög- um og jafnvel vikum saman í ná- grenni Reykjavíkur, þvælt af löng- um rekstri og oft á hagleysum, einkum þegar leið á haustið. Féð lagði stórkostlega af við þessa hrakninga, og þegar loks tókst að selja það fyrir eitthvert neyðar- verð, höfðu báðir haft ill kaup, bóndinn og kaupmaðurinn. Bónd- inn haft erfiðleikana og peninga- tapið við biðina og hrakninginn á fénu, og kaupmaðurinn fengið miklu verri vöru en þurft hefði að vera, ef skipulag hefði verið á versluninni og hægt hefði verið að slátra fénu óhröktu. — Eftir því sem lcunnugir menn segja og ráða má af líkum, var kjötsalan í bænum með hrakleg- asta sleifarlagi. Fénu var að mestu slátrað undir beru lofti og engar hreinlætisreglur hægt að hafa, sem nú tíðkast í sláturhúsunum. það var stói’virki, sem bændurn- ir á Suðurlandi réðust í með stofn- un Sláturfélagsins, og unnu þar Frh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.