Tíminn - 20.10.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1923, Blaðsíða 4
142 T I M I N N Samband ísl. Framh. af 1. síðu. margir góðir menn óeigingjarnt verk 1 þarfir góðs málefnis. Félag- ið náði yfir mestan hluta af sex sýslum og þorri bænda á öllu þessu mikla svæði tók þátt í samtökun- um. Hlutverk félagsins varð tvenns- konar: 1. að koma skipulagi á kjöt- sölu í Reykjavík, og 2. að bæta meðferð og flytja út saltkjöt. Jafnframt því að koma upp slát- urhúsi eftir nýjustu tísku og gæta alls hreinlætis við slátrunina líkt og tíðkast hjá öðrum menningarþjóð- um, stofnaði félagið til útsölu á kjöti í bænum með miklu meiri menningarbrag en áður hafði tíðk- ast hér. það er eftirtektarvert að sjá, hvernig bæjarbúar í Reykjavík hafa tekið j afnnauðsynlegri menn- ingarbót og þeirri, er Sláturfélag- ið kom í framkvæmd með endurbót á meðferð kjötsins, sem bæjarbú- ar neyta. Félaginu var á öllum sviðum gert svo erfitt fyrir sem unt var, með skömmum og illkvitn- um rógi um félagið varhaldiðálofti árum saman. Dagblöðin létu ekki sitt eftir liggja, og þó þau hafi lát- ið félagið óáreitt nú um skeið, þá þarf ekki að fara langt aftur í tím- ann til að finna þessum orðum stað. — J>að furðulegasta er, hvað stjórn félagsins hefir verið þolin að liggja undir skömmunum, því mjög sjaldan sáust svör frá henni við illmælum blaðanna og almenn- ings. II. jþað gaf mér ástæðu til að rifja upp tildrögin til stofnunar Slátur- félagsins, að eg þykist hafa veitt því eftirtekt, að allmikið sé farið að losna um þennan félagsskap síð- ustu árin, og aldrei hefir bbrið meira á því en í haust, að kjöt- og sláturfjárverslunin sé að sækja nokkuð í áttina til þess sem var áður en Sláturfélagið var stofnað. Kjötbúðirnar hafa þotið upp eins og gorkúlur um allan bæinn í haust og skipulagslaus fjársala til hinna og annara kj ötkaupmanna hefir aldrei verið eins mikil og nú. Hér við bætist og, að nú eru menn byrjaðir að slátra fénu heima og flytja kjötið á bílum til bæjarins, og er hægt að fara nærri um það, að slík meðferð bæti ekki kjötið, jafnvel þó reynt sé að hafa hrein- læti við slátrunina, sem þó engin veruleg trygging er fyrir, þar sem fénu annaðhvort yerður að slátra úti eða í mjög lélegum útihúsum. það er líklega ekki hætta á því, að meðferð kjöts, sem selt verður hér í bænum, komist aftur í það horf, sem áður var, þó svo ólíklega tækist til, að bændur hætti félags- skap sínum. Kröfur manna hafa breyst síðan Sláturfélagið byrjaði að endurbæta meðferðina á kjötinu, og nú á víst líka að heita svo, að einhverjar reglur og eftir- lit eigi að gilda hér um sölu á mat- vælum, þó manni virðist t. d. fisk- urinn, sem seldur er hér á götun- um stundum, minna frekar á hrein- Alfa- Laval skilvindur reynast best Fantanir annast kaupfé- lög út um lancl, og samviélaga. læti, eins og því er lýst hjá Eski- móum, heldur en vænta mætti að talið væri sómasamlegt að bjóða íbúum höfuðstaðarins í „hinu unga íslenska fullvalda ríki“. Ef bændur halda áfram upptekn- um hætti, að yfirgefa Sláturfélag- ið fyrir lítilfj örlegan augnabliks- hagnað, eða öllu heldur vonina um augnablikshagnað, þá verður þess skamt að bíða, að félagið legst niður. Áður en svo langt er komið ætti að mega vænta þess, að bændur at- huguðu hvað þeir eiga félaginu upp að unna frá stofnun þess og til þessa dags. Er það litlum efa bundið, að eldri bændurnir, sem bjuggu við og muna ástandið sem var áður en þeir stofnuðu félagið, geti gert sér fulla grein fyrir þessu máli, enda ólíklegt að það verði þeir, sem leggja hönd að því óhappaverki að koma félaginu á kné. það er öldungis víst, að ef sam- tök bænda rofna nú um Sláturfé- lag Suðurlands, þá kemur verðfall- ið yfir þá bændur, sem selja kjöt til Reykjavíkur. Og því samfara að meira eða minna leyti þau miklu óþægindi og fjártjón, sem áður fylgdi samtakaleysinu. En það er ekki nóg með það. Að vissu leyti er ástandið svipað nú og var þá er Bretar bönnuðu inn- flutninginn á lifandi fé. það er komið í ljós, að þó íslenska salt- kjötið sé nú orðið, vegna samtaka bænda, fyrsta flokks söltuð vara, þá getur það ekki orðið annað en annar flokks matvara. Og kröfur neytendanna vaxa. það þarf að taka til nýrra ráða um að gera góða vöru úr íslenska kjötinu. það er alkunnugt að í bændafélögunum er nú verið að vinna að þessu. Sláturfélag Suðurlands hefir og unnið að þessu mikið og þarft verk. það hefir komið sér upp kæli- húsi fyrir Reykjavíkurmarkaðinn. það hefir stofnað til niðursuðu og hefir sútunarverksmiðju á prjón- unum. Og vitanlega mun það vinna með öðrum félögum landsins að öðrum ráðum sem nú er verið að grípa til. þetta hrynur alt í rústir hér syðra ef Sláturfélag Suðurlands á að búa við samtakaleysi. Skortur á samtökum kemur þá og þegar öllum bændum í koll á fé- lagssvæðinu og er þegar kominn. Sá bóndi sem bregst félaginu, bregst sjálfum sér um leið. Væri því svo varið að einhverjir væru óánægðir um eitthvað í rekstri félagsins, þá er leiðin ekki sú að versla utan félagsins, heldur að vera kyr í félaginu og vinna að endurbótum á því. pið þurfið að hefja nýja sam- taka starfsemi sunnlensku bændur. Engum öðrum er að treysta í því efni en sjálfum ykkur. í þessu sem öðru er hver sinnar gæfu smiður. Z. ----o---- Silfiir- ð Nikkelpeninga erlenda kaupi eg hæðsta verði. Símið til mín- og semjið um söluverðið, og eg mun ávalt bjóða yður best. Sendið svo peninga í pósti, og biðjið póstmann, samkv. lögum, að telja þá, því þá er fyrirbygð mistalning. m Guðmund&ir Guðnason, gullsmiður, Vallarstræti 4. Sími 153. Reykjavík. Smásöluverð á tóbakí má ekki vera liærra en hér segir: SmáArixicLla.x' Dessert..............50 stk. kassi kr. 8.65 Record . . . 50 stkí kassi kr. 7.50 Copalia............. 50 stk. kassi kr. 4.60 Royal................50 stk. kassi kr. 6.60 Edinbourgh...........50 stk. kassi kr. 5.75 Bristol..............50 stk. kassi kr. 4.60 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Xja.xxd.s'versl'Lixi.. Vaxtakjðr landbúnaðarins. Síðastliðinn vetur báru allir Framsóknarmenn í efri deild fram frv. um, að vextir til landbúnaðar- fyrirtækja skyldu vera lægri en til annara áhættumeiri starfsgreina í landinu. Mbl.mennimir unnu af al- efli móti þessari hugmynd, töfðu og spiltu fyrir málinu, svo að það dagaði loks uppi í neðri deild. í fljótu bragði mun sumum virð- ast hér véra um lítið mál að ræða. En við nánari skoðun mun það koma í ljós, að vaxtakjörin eruj stórmál fyrir landbúnaðinn. þei: vextir, sem nú eni hér á landi, o líklegir eru til að haldast, eru rang lát og hættuleg byrði fyrir sveit irnar. Dálítið dæmi bregður ljósil yfir þetta mál. Góður bóndi í sveit Persil er eina sjálfvinnandi þvottaefnið, sem heimurinn er ánægður með. Persil sparar kol, vinnu, tíma og peninga. Persil sótthreinsar þvott- inn. Persil er algerlega óskaðlegt. Það sem þvegið er úr Persil, end- ist lengur en ella. (Islenska á pokunum). Einkasali á íslandi hefir lagtlegt bú og á ábýlisjörð sína skuldlitla. Hann hefir húsað jörðina vel, gert miklar jarðabæt- ur, á 6 börn, sum ung, önnur stálp- uð. Hann er atorkumaður og er tal- inn í röð gildari bænda í sinni sveit. þessi maður skuldar um 6000 krónur. Hérumbil helmingur af því er fyrir jarða- og húsabætur. Ilitt er rekstrarhalli á búinu, frá þvi kreppan byrjaði. Tekjur bóndans af seldum afurð- um úr búinu eru nú árlega um 1500 krónur. Ef vextir og framlenging- argjald er 8%, þá fer nálega þriðj- ungurinn af pningatekjum bónd- ans í vexti af þessari skuld. Hann á rúmar 1000 krónur eftir til að standast afborganir af skuldum, kaupa erlenda matvöru og fatnað handa heimafólki sínu, greiða verkafólki kaup, gjöld til almennra þarfa og kostnað við nám barna sinna. Allir sjá, hve þessi upphæð nær skamt. Og langþyngsti út- gjaldaliðurinn eru vextirnir. Hver verður svo framtíðin fyrir slíkum bónda ? Langvarandi kreppa, sem lamar starfsafl hans, hindrar hann frá að geta mannað börn sín og halda áfram umbótum á ábýlisjörð sinni. þetta dæmi er raunverulegt. það er eitt af mörgum, alt of mörgum. það sýnir, hver fjötur er um fót bændastéttarinnar. Ef nokkuð er, þá gefur þetta dæmi ekki nógu dökka mynd af erfiðleikunum. þessi umræddi bóndi hefir betri að- stöðu heldur en allur þorrinn af bændum í sinni sveit. Og hún er engan veginn illa stæð, eftir því sem gerist hér á landi. Hversvegna eru vextir svo háir hér á landi? Vitanlega fyrst og fremst vegna hinna miklu óhappa, sem lánsstofnanir hafa orðið fyr- ir. Menn vita um margai’ miljón- ir, sem hafa farið í ekki neitt hjá togarafélögunum sumum, hjá síld- ar- og fiskkaupmönnum. Á ísafirði einum saman er framkomið tap annars bankans, að því er séð verð- ur, ein miljón að minsta kosti. Bankamir vilja vinna upp þetta tap. Ein af leiðunum til þess eru háir vextir á skilamennina. þeir verða að borga fyrir skuldunauta Jóns Auðunn, Fiskhringinn,útgerð- arfélag Sv. Björnssonar o. s. frv. Ef jafnmikið tap verður á lán- um til landbúnaðarins hér á landi, eins og lánum til kaupmanna og út- gerðarmanna, þá er rétt að allir þessir aðilar greiði jafnháa vexti. En ef mikið tap verður á lánum til þessara atvinnurekenda í bæjun- um, en lítið tap á lánum til sveita- manna, þá er sjálfsögð réttlætis- krafa að gera mun á vöxtunum. í vetur sem leið var borin fram fyrirspum til stjórnarinnar um töp og uppgjafir bankanna, og hversu þessi töp skiftust milli ein- stakra héraða og atvinnuvega. Bankarnir töldu sig vanbúna að gefa þetta svar þá, en fjármála- ráðherrann svaraði fyrir hönd þeirra, að skýr svör skyldu verða gefin á þingi nú í vetur. þá fær þjóðin grundvöll að byggja á í þessu máli. þú kemur fram hversu mikið tjón bankarnir hafa nú þeg- ar beðið á skiftum við einstök hér- uð og atvinnuvegi. En allir vita að tapið er langmest við sjóinn, einkum á sumum hin- um svokölluðu stærri atvinnurek- endum. Allar líkur eru til að bank- arnir muni bíða mjög lítið tap á skiftum við sveitamenn. Samt er aðferðin sú, að bankamir hafa gef- ið upp margar miljónir hinum stóru skuldunautum í bæjunum, en alls ekkert gert til að létta byrði sveitanna. Framangreint dæmi sýnir, hvaða áhrif hinir háu vextir hafa á af- komu sveitafólksins. þeir eru óbærileg byrði. þeir eru aðalhindr- un þess að sveitafólkið geti notið sín við atvinnureksturinn. Að vísu munu bændumir borga skuldir sín- ar á 10—20 árum. En aðeins með því að lifa andlega og líkamlega á hungurtakmörkunum. þessvegna er það eitt af hinum miklu þjóðmálum að lækka vextina á lánum til sveitanna og það sem allra fyrst. það er hliðstæð krafa við undangengnar uppgjafir til at- vinnurekenra í kaupstöðunum. Að vísu þurfa bændurnir ekki að biðja um uppgjöf skulda. þeir geta og vilja borga þær. En þeir geta ekki nema með því að eyðileggja fram- tíð barna sinna borgað þá okur- vexti, sem misfellurnar á atvinnu- lífi bæjanna leggja þeim nú á herðar. Vitaskuld getur þingið, stjórnin, bankaráð og bankastjórar dauf- heyrst við þessari kröfu. Ef þeir vilja eyðileggja sveitalífið og sveitamenninguna, þá neita þeir þessari sjálfsögðu réttlætiskröfu, eins og Mbl.flokkurinn í Ed. í vet- ur sem leið. Afleiðingarnar sjást smátt og smátt þegar kyrstaða og lömun atvinnurekstrarins í sveit- unum er komin í algleyming. Menn mega ekki gleyma, hvað þjóðfélagið er búið að gera til að létta fyrir atvinnurekendum bæj- anna. þeir hafa leikið sér með 80-—90% af veltufé bankanna. þeirra vegna var seðlaútgáfan svo óskapleg. þeim hafa verið gefnar eftir miljónir af skuldum. þeirra vegna tók M. G. enska lánið og setti tollinn sem tryggingu. þeirra vegna hefir Landsbankinn látið nokkrar miljónir standa á afarlág- um vöxtum í íslandsbanka, líklega 3%, nú um undanfarinn tíma. Á sama tíma stritast sveita- menn við að greiða 7—8% í vexti af tryggum skuldum, en eyða um leið meginorku sinni í þessa af- borgun á „syndum annara“, synd- um léttúðugra skuldunauta og óframsýnna bankastjóra. Breytingin á vaxtakjörum land- búnaðarins getur komið fram í tvennu formni. Annaðhvort sem lagaboð, eða sem frjáls samning- ur. ])að eru tvær leiðir að sama marki. Alveg eins og Eggert Claes- sen hefir samið um að gefa fáin- um mönnum eftir nokkrar miljón- ir, getur hann og aðrir bankastjór- ar samið um að hætta að krefjast þeirra vaxta af tryggum lánum í sveitunum, sem atvinnureksturinn getur ekki borgað. Alveg óviðurkvæmilegt svar í þessu efni er það, sem einstakir Mbl.þingmnn báru fram í vetur sem leið, að Ræktunarbankinn einn gæti veitt bændum ódýr lán. Hversvegna er hann ekki stofnað- ur? Fyrir lággengi ísl. krónu. Hverjum er lággengið að kenna? Framar öllu öðru vanskilamönnum bankanna og þeim bankamönnum, sem lánað hafa féð í stjómleysi. það er þessvegna hart, að vísa bændum á ódý r lán í ræktunar- bankanum, sem ekki er til, og sem ekki hefir verið unt að stofna fyr- ir fjármálaóstjórn í bæjunum. Ennfremur er þess að gæta, að ræktunarbanki getur ekki nema að hálfu leyti fullnægt veltufjárþörf sveitanna. Háu vextirnir eru drápsbyrði á bændastétt landsins, þó að skuldir bænda séu ekki nema dropi í haf- inu, miðað við heildarskuldir lands ins. þessir vextir verða að lækka og það svo um munar. Annars er framtíð sveitanna í voða. J. J. Ritatjóri: TryjEgvi párh&Hnoa. Laufáci.____________Sími 91. Fre'atssdSjs Asífea h/i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.