Tíminn - 10.11.1923, Qupperneq 3

Tíminn - 10.11.1923, Qupperneq 3
T 1 M I N N 151 Til kaupfélaga! H.£. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um, Smár a‘ - smj örlí kið. Á víð ©g dreíf. Nýtt samvinnuíyrirtœki i íteykjavík. Samvinnan heíir ekki átt upp á pall- borðið í höfuðstaðnuin hingað til. í einu hæjarblaðinu stóð nýlega klausa eftir manntetur, sem heitir Samúel, um að „samvinnan væri saurug". Frægasta verk eftir Samúel þennari er mynd af Sterling, þar sem framstafn- inn var við strendur íslands, en skut- urinn hjá kóngsins Kaupmannahöín. Samt koma hér upp einstöku sam- vinnufyrirtæki. Fyrir forgöngu Lúð- vigs Guðmundssonar var fyrir nokkr- um árum stoínað mötuneyti stúdenta. það hefir starfað síðan og gengið vel. Nú á vetrardaginn fyrsta byrjaði nýtt mötuneyti. Hafa gengist fyiir stofnun þess nokkrir nemendur úr tveim skól- um: Kennaraskólanum og Samvinnu- sáfelanum. Fengu húsnæði á heppileg- um stað, í húsi ungmennafélaganna við Laufásveg, skamt ofan við Barna- skólann. Húsrúmið er einkar hentugt Miðstöð í eldliúsinu hitar alt húsið. Salurinn er stór og smekklegur. Geta liklega 80—100 manns borðað þar, ef tvísett væri, sem líklega verður i framtiðinni. Geta þá vitanlega fleiri notað þessa aðstöðu en nemendur nefndra skóla, því að jafnan húa all- margir hjá frændum og venslamönn- urn í bænum. Tilgangurinn sá, að nemendur og aðrir, er þátt taka i þessu samstarfi, geti fengið góðan og ódýr- an mat. Auðvelt er að fá í bænum dýr- an mat og góðan. Ennfremur lélegt fæði mjög ódýrt. En erfitt er að sam- eina hvorttveggja. Ýmsar matsölukon- ur, sem lifað hafa á að selja iæði i Rvík, hafa lagt hinn mesta fjandskap bæði á mötuneyti stúdenta og þetta ný- stofnaða matarfélag. Hafa skáldað mikið og ekki alt góðgjarnlegt um þessi samvinnufyrirtæki. Ofsinn í þess- um konum sumum engu likari en gremju selstöðukaupmannanna, þegar fyrstu kaupfélögin byrjuðu, enda ástæðan hin sama. En engu að síður fer mjög álitlega að stofni á báðum stöðunum. Læknamál Austfirðinga. Margir munu minnast þess, að i fyrra átti að demba óhæfum lækni á Barðstrendinga, en varð afstýrt með mótmælum i þinginu. En víðar er pottur brotinn. Hvergi mun þó ástand- ið verra en á Austfjörðum. Á Seyðis- firði og Norðfirði eru tveir læknai' sem tímunum saman eru frá verkum sök- um langvarandi heilsubilunar. Er hér- aðsbúum nálega engin hjörg að návist þeirra tímunum saman, hvað sem við liggur. Heilbrigðisstjórnin hreyfir sig ekki. Fólkið kærir við og við til yfir- mikið af vínunum! þá getur Spánn — samkvæmt verslunarsamningn- um — sagt öllu sambandinu lausu, hækkað tollinn, eða sem skilyrði fyrir því, að hann verði ekki hækk- aður, heimtað, að Island kaupi ákveðna lítratölu, eins og Spánn og Frakkland gerðu við Norðmenn: heimtuðu, að .vín og aðrir sterkir drykkir væru keyptir svo skifti miljónum lítra! Island hefir, með því að ráðast í hina umsvifamiklu vínverslun, bundið sig, vegna Spánverjans, en hann bindur sig einar þrettán vik- ur í einu, eða í raun og veru alls ekki! Ýmislegt fleira er í greinum G. E., sem gaman og gagn væri að sérskoða, en flest af þessu verð eg að láta eiga sig. Eitt eða tvent smá- vegis vil eg samt nefna. G. E. talar um „höggorminn í Spánverja líki“. Mér vitanlega hef- ir hann sjálfur fundið upp á þessu kjarnyrði. Smellið er það, hvort sem má taka það bókstaflega eða eigi. Miður gáfulegt er það hjá hon- um, þegar hann gerir bannspurs- málið svo einfalt, að þeir, sem vilja drekka, þeir drekki, en hinir, sem ekki vilja drekka, þeir láti það ógert! Állur heimur veit, að því meir sem er af áfengum drykkjum á boð valdanria. En það má se >a í þessum efnum eins og fyrrum í Rússlandi: „Guð ei hátt uppi og keisarinn langt i burtu". — En því lengra sem þarf að leita að hjálp, því fastara verður að knýja á. Erlcnt auðvald í ísL stjórnmálum? Miklar likur benda til, að útlent auð- félag, sem heldur hefir þótt harðleik- ið við íslendinga i verslunarskiftum, hafi lagt fé fram í kosningabaráttuna. í ýmsuih stöðum við sjóinn er fullyrt að peningar haí'i verið boðnir, ef kjós- endur vildu fylkja sér móti mönnum, sem líklegir þóttu til að standa i vegi hins erlenda hrings, sem nú þykist ekki græða nægilega á ísléndingum. í lengstu lög munu menn vona, að þessi orðrómur sé ósannur. Að vísu er það alviðurkent, að i Bandaríkjunum leggja auðfélögin stórfé í kosningar til að tryggja sér ráð í þingunum. En menn vildu vafalaust óska, að slík boð hefðu enga þýðingu hér. Að svo stöddu verður ekkert um málið fullyrt. En reynslan verður þar ólýgnust. Ef út- lend auðfélög hafa borið fé i kosning- ariiar, þá mun það væntanloga segja> til sin. Hlutaðeigandi félag mun þá á sínum tíma tefla i'ram þeim mönnum, sem það sérstaklega mun telja í sinni þjónustu til að vinna að hagsmunum útlendinganna. Mun þá koma fram, það sem nú er í myrkrunum hulið. Sparisjóður Ámesinga. Hann mun hafa verið stærstur spari- sjóður á landinu, að frátöldum þeim, sem bankarnir liafa. Innstæður um hálfa aðra miljón, mest af Suðúrlág- lendinu. En stjórn lians hefir verið í hörmulegu ólagi. Mikið fé lánað í kaupmannshús á Eyrarbakka, sem nú standa tóm, og í allskonar brask. Að lokum gat Sparisjóðurinn ekki útborg- að innieignir, þótt um væri beðið, og tók jafnvel ekki sínar eigin bækur upp í skuldir. Innieigendur eru mjög kvíðafullir um fé sitt í sjóðnum. Sú hræðsla er líklega óþörf að miklu leyti. Ef skynsamlega er farið að, ætti tapið ekki að verða stórvægilegt. Sumir áætla tapið 15%, aðrir 30%. Óhjá- kvæmilegt verður að innheimta gæti- lega útistandandi skuldir, á mörgum árum. En alnauðsynlegast væri, fyrir sparisjóðseigendur að losna sem allra fyrst við afskifti þeirra manna af sjóðn um, sem stýrt liafa málefnum hans út í ófæruna. Og hæpin er sú ályktun, að vilja koma öllu skakkafallinu á land- ið, og gera ekki einu sinni hreint fyr- ir dyrum, áður en farið er fram á slíka stórlijálp. Hinir mörgu spari- sjóðsinnieigendur liafa vitaskuld fulla samúð allra sem til þeklcja. En þcir verða að gæta þess, að þeii' hafa látið stólum, því meir verður drukkið, og að þess vegna er víðast hvar annað hvort mjög ströng laga- ákvæði, sem hamla sölu áfengra drykkja, eða þá algert bann. En hjá G. E. verður þetta mikla vanda mál svo einfalt, að þeir sem vilja drekka þeir drekki, en hinir, sem ekki vilja, þeir láti það ógert! Miklar dásemdir af mannviti eru þetta! G. E. virðist ekki hafa hug- mynd um það, að nokkurt drykkju- skaparböl sé til! Ekki hugmynd um það, að vínsalan sé einhver ægileg- asta freisting fyrir marga, til að ofurselja sig áfenginu til glötunár á sjálfum sér, og ósegjanlegs böls öðrum. G. E. talar í greinum sín- um um, að eg sé „grænn“. Hvað á þá að segja um hann sjálfan? Hér læt eg staðar numið. Með kærri kveðju til allra vina á Islandi. Seyðisfirði 29. okt. 1923. David östlund. ----o----- Eimreiðin. Fyrsta heftið er ný- komið út, undir stjórn hins nýja ritstjóra, Sveins Sigurðssonar g'uð- fræðings. Er það fjölbreytt að efni og skemtilegt. Er þar fyrst áður óprentað kvæði og ritgerð með eft- ir síra Matthías Jochumsson um William Morris. -----o---- óliæfa menn stjórna sjóðnum, og þess- ii' sömu menn ráða þar enn húsum, eftir alt sem á undan er gengið, og eru að leita sjóðnum „hómópatameðala", som fáir skynbærir menn munu hafa trú á. Vaxtakjör landbúnaðarins. Sú krafa, sem færð hefir verið fram af Framsóknarfiókknum á þingi, og síðar nýverið hér í blaðinu, að bænd- ur yrðu að njóta lægi'i vaxta af trygg- um skuldum, heldur en fjáraflafyrir- tæki bæjanna, hefir vakið mikla eftir- tekt. Helsta mótbáran er sú, að bank- arnir geti ekki lækkað vextina við neina, jafnvel ekki örugga skilamenn, vegna þess að þeir hafi svo mikið af erlcndu lánsfé í vörslum sínum. þess- vegna verði allir vextir að v'era 7—8%, eins og nú hagar til. Vitaskuld skulda hankarnir mikið erlendis, en mest vegna áhættufyrirtækjanna í bæjun- um. Mikið af veltufé bankanna er ódýrt sparisjóðsfé, svo og hinir ódýru seðlar Islandsbanka. Vegna þessa ódýra veltufjái' er hægt að gera mun á vöxtunum. Áhættulitlu eða áhættu- lausu fyrirtækin eiga að hafa vaxtakjör sem miðuð eru við þeirra þarfir og ástæður. Aftur verða áhættumiklu fyr- irtækin, sem líka gefa mikinn arð, þeg- ar vel gengur, að borga vexti í hlut- falli við arðinn og áhættuna. Verði ekki bætt úr á réttlátan hátt með vaxtakjör landbúnaðarins, verða liin- ar tiltölulega lágu skuldir, miðað við ástandið í hæjunum, sem mynduðust í sveitunum fyrir rekstrarhalla á bú- unum á undangengnum. harðinda- og krepputíma, til að seigdrepa landbún- aðinn. Laudnám og nýrækt. Áhugasamir menn austanfjalls hafa hug á að mynda samtök til að greiða fyrir nýbýlum í hinum nýju ræktar- löndum, Skeiðunum, Flóanum og víð- ar. Bersýnilegt er að fólki þarf að íjölga á þessum svæðum, og þá um leið býlum. í kaupstöðunum, og þá ekki síst Reykjavík, er margt manna sem vill komast í sveit, ef þeir gætu. petta nýja landnám er vitanlega bund- ið miklum örðugleikum. En það verð- ur að koma. Og það er mikils um vert að Jeiðandi menn á Suðurlandi undir- búi og komi skipulagi á þessa hreyf- ingu. Með því einu móti getur hún orð- ið héraðinu verulega notadrjúg, og án stórannmarka. Verður síðar frá þessu sagt. Frá kosniiigunam. Sögur berast nú víða af landinu um frábæra óskammfeilni Mbl.manna við kosningarnar. Á Seyðisfirði gaf drykkjulæknir, veikur og ráðlaus í rúminu, eitthvað 30 mönnum úti um bæ vottorð um, að þeir væru ekki fær- ir um að koma á kjörfund. Voru þetta alt kjósendur Jóhannesar. Vitaskuld getur læknir, sem er í þessu ástandi, alls ekkert sagt um heilsufar sjúkl- inga eða heilbrigðra manna úti í bæ. Lögin ætlast vitanlega til að læknirinn skoði sjúklingana. Er þetta vitanlega nægileg ástæða til að ógilda kosning- una. Frá ýmsum stöðum heyrist sagí frá atvinnuhótunum. Útgerðarmenn og kaupmenn hafi látið það boð út ganga, að ef þeirra framhjóðendur féllu, yrði starfsfólk þeirra svift vinnu. þetta er laglegur máti til að nota hallærið og yfirvofandi vandræði. En skeð getur að þeir hungruðu menn, sem hafa látið kúgast á þennan liátt, finni áður en varir að það er ábyrgðarmikið „að siga hundum á börnin sin“, eins og einn af helstu læknum landsins komst að orði nýlega. ** ----O----- Um síun mjólkur. Sökum þess, að eg hefi orðið var við miður heppileg áhrif af frásögn Sigurðar Sigurðssonar ráðunauts í Lögréttu í vor á at- hugunum Olavs Skar viðvíkjandi síun mjólkur, vil eg útlista það dá- lítið nánar en ráðunauturinn hefir gert. Olav Skar dýralæknir í Noregi hefir gert tilraunir sem sýna, að ósíuð mjólk getur geymst betur en síuð. Og hann álítur, að svo muni oft vera, þar sem mikil mjólk er síuð í einu. En Skar segir alls ekki, að síunin geti ekki verið til bóta, heldur aðeins hitt, að hún sé oft framkvæmd þannig, að hún geri meiri skaða en gagn. Sú tillaga hans að banna heimil- unum að sía mjólkina, virðist, eftir því sem orð hans falla, aðallega bygð á því, að þá muni heimilin leggja miklu meiri stund á hrein- læti við mj altir og hirðingu kúnna, sem auðvitað er ennþá þýðingar- meira en síunin. Skar nefnir dæmi frá Sviss, þar sem bannað sé að sía mjólkina, en prófessor Orla Jensen segir það alls ekki gert í þeim tilgangi að mjólkin fáist hreinni, heldur til að geta betur athugað, hvort mjólk- in sé úr heilbrigðum kúm. En Orla Jensen er miklu kunnugri í Sviss en Skar, enda einhver færasti gerla fræðingur á Norðurlöndum. I Sviss eru líka þær sérstöku ástæður, að mjólkin er flutt að mjólkurbúunum strax eftir hverjar mjaltir kvöld og morguns, og því ekki eins áríðandi að mjólkin sé hreinsuð heima. Prófessor Orla Jensen er á gagnstæðri skoðun við Olav Skar. Hann álítur það vera mjög misráð- ið að hætta síun á mjólkinni heima á heimilunum. því þrátt fyrir það þó að öll hreinsun hafi þá galla í för með sér, að óhreinindi leysist upp í mjólkinni við hreyfinguna og gerlarnir dreifist jafnar um mjólkina og fái við það betri lífs- skilyrði, næst þó mikið af óupp- leystum óhreinindum, ef rétt er að farið. Notin því auðsæ. Staðhættir ráða miklu um 1 þessu efni sem öðru, og til okkar eiga þessar kenningar alls ekkert erindi. Síunin er okkur ómissandi og meiri nauðsyn að ritað sé um, hvernig á að sía mjólkina heldur en ófullkomnar skýringar á vafasöm- um kenningum um að hætta við sí- unina. pví allir eru sammála um, að síun mjólkurinnar sé til bóta, sé hún réttilega framkvæmd. það sem helst gerir síunina vafasama, er: 1. Ef mjólkin er ekki síuð gegn- um nógu þétt efni, svo að mestur hluti óhreinjndanna skolist gegn um síuna. þá uppleysist oft ennþá örara en annars mundi, ef mjólkin væri ósíuð og óhreinindin fengju að setjast á botninn. 2. Ef of mikil mjólk er síuð gegn um sömu síu. Mjólkurstraumurinn uppleysir þá mikið af þeim óhrein- indum, sem setjast í síuna og skol- ar þeim í gegn. 3. Ef sían er illa hreinsuð, svo að hún haldi í sér skaðlegum gerlum sem spilla mjólkinni. Ráð til að forðast þessa galla eru þau: 1. Sía mjólkina einungis gegnum sigti með tvöföldum botnum, helst hin svonefndu „Ulax“-sigti, og hafa baðmullarplötur eða saman- brotið léreft á milli botnanna. 2. Ef talsverð mjólk er síuð í einu, einkum ef það er sauðamjólk, er nauðsynlegt einnig að hafa all- þétt léreft yfir sigtinu til að taka á móti aðalóhreinindunum, og gæta þess vandlega, að hella aldrei yfir óhreinindin á því lérefti, held- ur draga það til, eða skifta um í hvert sinn, sem helt er á síuna, og hella ekki miklu í einu. T. d. ekki yfir 10 lítra af kúamjólk og 5 af sauðamjólk. þó er það frekar bundið við hreinleikann en mjólk- urmagnið. 3. Sjóða síumar á hverju máli og láta þær hanga úti á milli mála. þannig lagaðar síunaraðferðir hafa gefist vel hér í þingeyjarsýslu og gerlakannanir í mjólkinni hafa sýnt, að síunin er þýðingarmikil og áríðandi að mjólkin sé síuð jafn- óðum og mjólkað er. það er afarskiljanlegt,. að í löng- um flutningi eftir hrjóstugum vegum, verður mjólkin fyrir svo miklum hristingi, að öll skaðleg óhreinindi leysast að mestu leyti upp á leiðinni. Eina ráðið er því að ná sem mestu af óhreinindunum úr mjólk- inni áður en þau leysast upp, og þess vegna þarf að sía mjólkina svo fljótt sem mögulegt er, nefni- lega jafnóðum og mjólkað er. Að sía mjólkina mörgum sinnum hvað eftir annað gerir í flestum til- fellum meiri skaða en gagn, og má því ekki eiga sér stað. Mjólkin þarf að fullsíast um leið og mjólk- að er. Að vísu er síunin aðeins lítill þáttur viðvíkjandi hreinlæti mjólk- urinnar, og getur aldrei bætt fyrir óhreinlegar mjaltir. Ráðið til að auka hreinlæti í meðferð mjólkur er að borga hana misjöfnu verði eftir hreinleika. Rannsóknum þar að lútandi má koma fyrir alstaðar þar sem mjólk er seld. Laxamýri 11. ágúst 1923. Jón Á. Guðmundsson. ----0---— Frá útlöndum. Skrifstofumaður var nýlega á leið í banka í New York með 12500 dollara. þetta var um há- bjartan dag og í miðri borginni. Réðust þá á hann fjórir ræningj- ar. þeir drápu mann sem gekk með skrifstofumanninum og rændu fénu. Einn ræningjanna var drep- inn en hinir sluppu og hefir hvorki til þeirra spurst né fjárins. — Búist er við afarharðri rimmu á Englandi verði úr því að stjórnin leggi fyrir þingið lög um sameiginlega verndartolla fyrir breska heimsríkið. Frjálslyndu blöðin og blöð verkamannaflokks- ins eru þegar risin upp gegn þeirri stefnu. — Enska stjórnin ætlar að veita 25 miljónir sterlingpunda til að draga úr atvinnuleysinu. Enn fremur er búist við að 20 miljónir verði síðar veittar í sama skyni. —, 1 einu frjósamasta kornhér- aði Rússlands eyðilögðu engi- sprettur nýlega á þriðja þúsund dagslátta kornakra. — Roald Amundsen ætlar enn á næsta sumri að gera tilraun til að fljúga til Norðurheimsskautsins. Er tilætlunin að leggja af stað frá Spitzbergen og hafa þrjár flugvél- ar til fararinnar. — Fyrir þrem vikum síðan varð geysileg sprenging í hergagnabúr- inu í Warschau. Tvö þúsund smá- lestir af púðri sprungu í loft upp. Talið er að 150 menn hafi týnt lífi, en mörg hundruð orðið fyrir meiri og minni meiðslum. Hvellurinn heyrðist í 50 kílómetra fjarlægð. Tjónið' af sprengingunni er mjög mikið. Talið er víst að sprengingin sé af mannavöldum. — Síðari hlutinn er nýkominn út af endurminningum Winstons Churchiils, er var flotamálaráð- herra Englands á ófriðarárunum. Segir hann þar frá því meðal ann-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.