Tíminn - 17.11.1923, Page 1

Tíminn - 17.11.1923, Page 1
og afgrctöslur'aður tEimans ec Sigurgeir ^riferifsfon, Santbanösljúeinu, HeYfjaptf. Ilmens er í Sambanbsfjúsinu. ©pin baglega 9—\2 f. hf. Sími ^96. VII. ár. Reykjayík 17. nóv. 1923 1 41. blaö L Framkoma Norðmanna í kjöt- tollsmálinu minnir á vísuna: Reiddu þig upp á Norðlendinginn, það er ekki valt; hann lofar öllu fögru og svíkur svo alt. Tíminn skýrði málið rækilega fyrir alllöngu síðan. Og í sumar hefir málið verið sótt fast af ís- lensku stjórninni. Eins og fyr stóð ekki á góðum órðum hjá Norðmönnum. þeir valdamenn norskir, sem við var tal- að, létu hið besta á sér skilja. Og sum norsku blaðanna lögðu hið besta til. það var beinlínis gefin von um að málinu yrði lokið fyrir haustkauptíð. Svo berst íslensku stjórninni ný- lega sú fregn, um hendur utanrík- isstjórnarinnar dönsku, að norska stjórnin taki enga afstöðu til máls- ins fyr en tollanefndin hafi látið uppi álit sitt. — Með öðrum orð- um tekið nýtt tilefni til að draga málið í það óendanlega. Og nú berast norsk blöð þessa dagana. Stendur svo í „Nationen", bændablaðinu norska, 31. okt., og haft eftir öðru blaði norsku: „Tolíanefndin hefir nú haft til meðferðar málið um niðurfærslu á toliinum á íslensku sauðakjöti. Verða tillögur hennar prentaðar von bráðar. Nefndin álítur það erfiðieikum bundið að láta nokkuð í Ijós um málið sem þýðingu hafi um úrslit þess. Hún álítur sig ekki hafa aðstöðu til að fást við málið í heild sinni. Hún álítur að lækkun eða afnám iollsins á íslensku kjöti verði bagalegt fyrir norska fram- leiðendur salts sauðakjöts. En hve mjög eigi að taka tillit tii þessa, í samanburði við hagsmuni norskra sjómanna við ísland, álítur nefnd- in að sé mál sem stjórnarvöldin norsku eigi að skera úr með samn- ingum við hlutaðeigandi stjórnar- völd íslensk“. Svo mörg voru þau orð. Stjórn frændþjóðarinnar gat ekki samið við ísland eftir meir en ársbið. þá fyrst var hún búin að átta sig á því að bera málið undir tollanefndina. Svo svarar tolla- nefndin og segir: Við getum ekk- ert við málið átt. Stjórnin verður að gera það. Öllu hlálegri viðtökur er trauðla hægt að hugsa sér. Málinu er kast- að frá einum aðila til annars og eft- ir meir en ár situr það aftur ná- kvæmlega á sama stað og þeim sem það fyrst barst til. „Hygg at nú, hve langt frændum þínum ganga neðan kveðjurnar við þik“, sagði Solveig húsfreyja við Sturlu bónda sinn Sighvatsson, 0g megum við Islendingar minnast þeirra orða í þessu máli. II. Kjöttollurinn norski er nú 33i/3 eyrir á hvert kíló af íslensku salt- kjöti. það mun láta nærri að út hafi verið fluttar og verði 26 þúsund tunnur af saltkjóti á þessu hausti. I hverri tu. nu eru eins og kunu- ugt er, 112 kíló af kjöti. Út eru því flutt nálega 3 miljón kíló af kjöti, og þar sem markaðurinn er lang- samlega mestur í Noregi. ræður verðið þar öllu kjötverðinu og skatturinn sem Norðmenn leggja á hið útflutta kjöt íslenskra bænda er því sem næst ein miljón ki-óna. Fyrir bændurna íslensku verður þessu skattur í reyndinni miklu hærri. Útlenda kjötverðið ræður og verði á kjötinu innanlands. þessi hái kjöttollur lækkar því og verðið á öllu kjöti sem bændur selja hér heima, jafnmikið og ytra. Engar skýrslur eru til um það, hve mikið íslenskir bændur selja innanlands af sauðakjöti. En í fyrra var það áætlun hinna fróðustu manna að meta það 1625000 kíló. Verðlækk- unin á þessu kjöti fyrir íslenska bændur er þá meir en hálf mUjón króna, samanlagða verðlækkunin meir en hálf önnur miljón króna. Fyrir það eiga þeir þakkirnar að gjalda frændunum norsku. III. Héðan af er tilgangslaust að gera sér nokkrar glæsivonir um úr- slit máls þessa. Við höfum nú ver- ið dregnir svo á eyrunum íslend- ingar, að ekki er lengur við unandi. Héðan af er ekki um annað að ræða en að láta hart mæta hörðu. Norðmenn njóta margvíslegra hagsmuna hér við land. þeir nota sér í mjög ríkum mæli auðlegð sjávarins í kring um ís- land. þeir hafa mikinn arð af vöru- flutningum til Islands. þeir hafa hér eigi lítinn markað fyrir framleiðsluvörur sínar. það hlýtur að verða eitt helsta verkefni næsta alþingis að finna örugg ráð til að láta Norðmenn endurgreiða í einhverri mynd þenn an þunga skatt sem þeir leggja á íslenska bændur. það munu hvort sem er vera einu röksemdirnar sem frændurnir norsku viðurkenna. Alþingi íslendinga getur ekki horft á það aðgerðalaust að bænd- urnir íslensku séu skattlagðir svo óheyrilega. Héðan af er vart um annað að ræða en tollstríð og hagsmuna milli Norðmanna og íslendinga. Á þeim grundvelli einum má vænta þess að fá áheyrn í Noregi. ——o---------------- Stórtemplar „tekur svari“ félagsbræðra sinna. Stórtemplar heitir æðsti maður Góðtemplarareglunnar á íslandi. Einar H. Kvaran er nú stórtempl- ar. Hefir hans verið getið hér í blaðinu í sambandi við hin afar- hörðu ummæli Gunnars Egilsson- ar um ýmsa af merkustu mönnum Góðtemplarareglunnar, þá er und- irrituðu hið margnefnda ávarp til Alþingis. Einar H. Kvaran var enn meir við málið riðinn eins og kunn- ugt er og óþarfi er að rekja. Tím- inn vænti þess, að Einar H. Kvar- an léti álit sitt í ljós um þessa árás G. E. Hann hefir nú gert það í all- langri grein í höfuðmálgagni and- banninga: Morgunblaðinu. Fara hér á eftir þau ummæli E. Ii. K., sem mestu máli skifta: „það er sannfæring mín, að hr. Gunnar Egilsson hafi orðið fyrir ranglátum dómum hjá sumum bannmönnum, og það sé því mann- leg og skiljanleg yfirsjón hans, að hann hefir ekki vegið ummæli sín jafnnákvæmlega og æskilegt hefði verið“. Síðan víkur E. H. Kv. að þeirri tortrygni sem bannmenn hafi sýnt G. E. og segir: „En þó að sú tortrygging væri skiljanleg, hefir það sannast, svo j vel sem slíkt getur sannast, að hún 16g út um land, og Samband ísl. samviélaga. Alfa- Laval skll vindnr reynast best. Pantanir annast kaupfé- var ekki réttmæt. En henni hefir verið haldið fram samt, svo að það hefir jafnvel verið vítt á prenti, að hr. G. E. var falið starf á Spáni, sem alls ekkert kemur bannmálinu við. það þarf minna til að ýfa skap sumra manna. þessi atvik gera það í mínum augum ófýsilegra að skifta mér af þessari deilu“. þannig fer stórtemplar að því að „taka svari“ félagsbræðra sinna, er þeir eru nefndir „fúlmenni“ og „ódrengir“. Síðar í greininni getur hann þess að vísu, að önnur um- mæli G. E. séu sögð „í einhverju gáleysi“ og tekur loks fram, að það sé þó „fjarri öllum sanni að halda því fram, að Templurum hafi í þessu máli með nokkrum hætti far- ist illa við mig“. þessi ummæli æðsta manns Góð- templarareglunnar þarfnast engra skýringa. En Tímanum virðist það ekki fjarri lagi að beina því til Ein- ars H. Kvarans stórtemplars, hvort honum virðist ekki sanngj arnt, þar sem G. E. hefir orðið fyrir svo afar ómaklegum og ranglátum árásum af bannmanna hálfu, að hann bæri fram tillögur um að Gunnar Egils- son verði gerður heiðursfélagi Góð- tepuarareglunnai- á íslandi — þrátt fyrir fortíðina — því að ým- islegt er gott í syndinni eins og kunnugt er — og þrátt fyrir um- mælin um „fúlmenni“ og „ódrengi“ sem vitanlega eru sögð „í ein- hverju gáleysi“. Morgunblaðið mundi vafalaust flytja þá tillögu fyrir hann opinberlega. Ekki meir um það. — Síðar í greininni vitnar Einar H. Kvaran í ummæli í Tímanum, sem hann segist ekki skilja vel. Tím- inn lætur sér á sama standa um það héðan af, hvað E. H. Kv. skil- ur eða skilur ekki um afstöðu Tím- ans til bannmálsins. Héðanaf ger- ir Tíminn ráð fyrir að telja sér góð- templarann Einar H. Kvaran lítt viðkomandi. En það eitt er eftir að sjá og heyra í máli þessu: Hvað segir hið opinbera málgagn templ- ara um mál þetta? Eftir því skal beðið með nokkurri óþreyju. ----0---- „Með skærum“. Erlendis er það altítt, að úrkastsblöðum sé stjórn- að „með skærum“ sem kallað er. það er: meginhluti lesmáls þess sem þau flytja, er kliptur úr öðr- um blöðum og prentaður orðrétt í blaðinu. Síðasta eintakið af kosn- ingablaði Magnúsar Guðmundsson- ar er gott dæmi þessa. Eigi færri en ellefu dálkar af tuttugu dálkum blaðsins eru slík ,,skæraritstjórn“. Ekki vantar þá efnið og áhugamál- in blessaða. ----0--- Meira um hina nýju markaði fyrir íslenskan fisk. David Östlund á viðtal við fram- kvæmdarstjóra skoska félagsins, sem vinnur að útvegun markaða. Edinborg 2. nóv. 1923. „Fisksölufélagið skoska starfar kröftuglega. Grein sendist póst- veg. östlund“. Framangreint símskeyti, sem eg sendi áður en Gullfoss fór frá Skotlandi, hefir væntanlega fyrh’ löngu verið bii’t í Reykjavíkurblöð- unum. Hér skal nú gerð nokkur grein fyrir samtali, sem eg hinn 2. nóv. átti við herra Róbert A. Munro í Glasgow, en hann er framkvæmd- arstjóri í því skoska félagi, sem eg áður hefi skýrt frá. Vona eg, að fullljóst verði af frásögn minni, að mál þetta muni eiga sér nokkuð lengri aldur en til kosninganna í haust, sem einn miður góðgjarn andbanningur hefir gefið í skyn. Herra Robert Munro hefi eg mætt nokkrum sinnum áður: á miklum bindindisfundum, í Col- umbus, Ohio, 1918; í Toronto, Can- ada 1922; í Kaupmannahöfn í ágúst 1923. í vor átti eg tal við hann um fisksölumálið íslenska, sem hann ásamt félögum sínum hefir starfað að síðan. þegar fundum okkar nú aftur bar saman, átti eg ágætt tækifæri til þess að leggja fyrir hann ýms- ar spurningar, sem herra Gunnar Egilson hefir hreyft í greinum sín- um í Morgunblaðinu, og mun eg hér leitast við að skýra frá því, sem eg hefi orðið vísari í málinu. Ilið fyrsta, sem herra Munro sagði, var að vara við, að menn héldu því fram, að alt væri nú á svipstundu svo við búið, að alt gengi hindrunarlaust. Erfiðleikarnir, sem vér erum að fást við, eru alls ekki smáir. Og ef vér eigum að geta kept við Spánverja um verð, þá þurfum vér að vinna enn í áframhaldi um tíma, og reynslan mun þá sýna, hvað vér getum. Umboðssala eða lirein kaup á fiski? þegar ég spurði um þetta at- riði, svaraði herra Munro, að fé- lag hans mundi ekkert hafa móti beinu kaupi á fiski, að eins að hægt yrði að koma sér saman um verð til að byrja með. þegar fiskfarmar eru sendir frú íslandi, eru þeir venjulega borg- aðir í banka í Reykjavík, með því að hinir erlendu kaupendur hafa svo búið um, að það sé hægt. Getið þér líka gert það, eða haldið þér því föstu, að kaup aðeins fari fram á breskum höfnum? — Nei, ekkert mundi vera því til fyrirstöðu, að vér líka getum borgað á Islandi, undir eins og einhver venileg viðskifti yrðu haf- in. Vér viljum umfram alt, að fiskútflytjendur skrifi oss við og við um fiskbirgðir, gæði og verð, til þess að vér getum unnið sem best að málinu. Og þótt þau svör sem vér gefum með tilliti til verðs, ef til vill stundum ekki verði full- nægjandi, svo vildum vér þó, að menn spyrji oss aftur, því að vér erum stöðugt að vinna að því að skapa æ betri sölumöguleika. Um sölu í Norður-Ameríku. — Hafið þér vonir um sölu í Bandarík j unum ? — Eg get ekki sagt neitt ákveð- ið um það að svo stöddu. En vér höfum ágæt verslunarsambönd í mörgum löndum, meðal annars bæði í Norður- og Suður-Ame- ríku. Einn af helstu mönnum vor- um er nú nýfarinn til Bandaríkj- anna. Ilann er beinlínis að vinna að því að greiða málinu veg í Norður-Ameríku. — Hafið þér hugsað yður að leita aðstoðar í þessu starfi hjá Anti-Saloon League í Ameríku? — Já. Enginn efi er á því, að félag þetta getur mikið gert til þess að hraða málinu, og jafn víst er, að það sé viljugt til þess. Mað- ur vor, sem nú ferðast í Banda- ríkjunum, hefir fengið sérstaka skipun um að leita samstarfs við Anti-Saloon League. — Eg þakka yður fyrir áhuga yðar á þessu máli, herra Munro, og vona, að þér muni bera gæfu til þess að ná verulegum árangri áður en langt um líður. — það er líka von mín og félaga minna, sagði herra Munro. Á Norðursænum 3. nóvember 1923. David östlund. ----o----- Ein skikkanleg eftirmæli. I. þegai’ hann Stefán fagri féll, furðulegan heyrði skell; svona gafst það, að svíkja Tímann, og svona endaði bændaglíman. Einar feldi’ hann og alt hans lið, enginn má sporna sköpum við. Lengi var skjöidum leikið tveim, loksins féll hann á klókskap þeim. n. Stephanus fagri féll að jörð, frumvottur hreinn í „borgara“ hjörð, Eyfirðinga goðinn góði á grundu liggur drifinn blóði, en sálin er flekklaus af öllu illu, hann afneitaði „tímans“ villu. Og þó að heimsins gjöld séu grjótið, hann gaf sitt líf fyrir Moggadótið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.