Tíminn - 24.11.1923, Blaðsíða 1
Reykjavík 24. nóv. 1923
Y efnaðarnámsskeið.
Heimilisiðnaðarfélagið hefir ákveðið að koma á fót vefuaðarnáms-
skeiði fyrir karla og konur í október og nóvember næsta haust. Ofið
verður mestmegnis úr íslenskri ull á fullkomnustu vefstóla. Kenslu-
gjald 75 kr. fyrir allan tímann. Umsóknir sendist sem fyrst og í síð-
asta lagi fyrir 14. maí.
Allar upplýsingar gefur formaður félagsins,
Karólína Ouðmundsdóttir, Skólavörðustíg 43.
©|aíbferx
o$ afgretóslur-aóur Qlimans er
Stgurgetr ^riÓrtfsfon,
Sambanösþúswtu, Reyfjauif.
Kosningarnar.
Nú eru frétt úrslit alstaðar af
landinu. Breytingar hafa orðið
töluverðar. Framsókn hefir mist
nokkra menn, og fengið jafnmarga
í staðinn. þar að auki eru 2—3
menn utan flokka, sem í öllum aðal-
málum hljóta að standa nokkuð
nærri samvinnumönnum. Morgun-
blaðið telur kaupmönnum liðuga
tuttugu. En í þeim hóp eru ýmsir
sem hingað til hafa ekki talið sig í
beinni þjónustu við þá stétt.
En nú eftir á kemur það upp úr
kafinu, að þessi meirihluti Mbl. sé
illa starfhæfur. Vilji ekki vinna
saman. Hver höndin er upp á móti
annari, bæði um stjórnarmyndun
og fleira. Ánægjan með Mbl. kvað
ekki sérlega mikil hjá kaupmönn-
um. þeir vanþakka bæði þeim, sem
vinna að blaðinu, og þeim, sem
vinna fyrir þá á þinginu. Síðustu
dagana kváðu kaupmenn hafa ver-
ið að prófa nýja menn til að vinna
við blað sitt. Eru tveir einkum til-
nefndir. Annar er þorsteinn
Bjömsson guðfræðingur frá Bæ,
sem kunnur er af riti sínu um
páfadóminn. Hinn er Jón Kjartans-
son, hinn nýkosni þingmaður
Skaftfellinga. Eigendur blaðsins
munu vera í vafa um, hvorum
þessara tveggja manna þeir eigi að
fela að stýra stjórnarblaðinu.
En svo hriktir 1 á fleiri stöðum.
Sigurður Eggerz hefir nú um
stund rekið erindi Mbl.manna, enda
verið studdur af blaðinu. Mbl. taldi
hann einn í sínu liði. Ef hann var
þar með sína 3—4 sjálfstæðis-
menn, þá átti hann það undir náð
meirihluta þess flokks, hverjar
mannvirðingar hann hlaut eftir á.
En það mun Sigurði hafa þótt
ótryggilegt. þessvegna lætur hann
Bjarna koma aftur í flokkinn og
heldur saman sínum litlu leyfum,
sem að vísu eru fámennar, en þó
nóg til þess, að hann getur selt sig
og sína liðveislu við stjórnarmynd-
un. Án hans getur Mbl.liðið ekki
myndað stjórn. Helst af öllu
myndi Sig. Eggerz kjósa að aðal-
flokkarnir tveir gerðu boð í hann,
eins og gamlan stól á uppboði.
Framsókn gerir sennilega ekki
boð í gripinn. þegar Framsókn
studdi hann til valda 1922, þóttist
hann vilja hjálpa til að hindra
óþarfa innflutning og aukning
skulda út á við. Ennfremur spara
á „embættabákni“ landsins. En
þegar til kom, var hann gagnslaus
eða minna en það í báðum málun-
um. Hann sá, að meirihlutinn í
báðum þeim málum var í þinginu
móti Framsókn. þess vegna leitaði
hann þangað. Nú eru þessi sömu
vandamál enn í hinu sama öng-
þveiti. Kaupmannastéttin flytur of
mikið af vöru, sem hægt er að
vera án, inn í landið. Embættahald
og eftirlaun gleypa nálega allar
tekjur landssjóðs, það sem ekki fer
í skuldir. Mjög mikið af þessum
embættum er óþarft. Hrúgað upp í
fullveldisírafárinu af Bjama og
Jóni. En einmitt það fólk vill síst
missa starf hjá landssjóði. það veit
sig illa fært til að lifa án þess. En
eins og þrásinnis hefir verið tekið
fram í þessu blaði, þá eru það ein-
mitt þessar tvær stéttir: óþarfir
kaupmenn og óþarfir embættis-
menn, sem best hafa gengið fram í
kosningunum móti Framsókn. Nú
telja þeir sig hafa sigrað og eiga
þar við, að hið nýkosna þing muni
draga taum þeirra. Heldur sökkva
þjóðinni dýpra í verslunarskuldir
við útlönd, og draga landssjóð nær
gjaldþroti vegna launagreiðslu,
heldur en að stöðva hrunið. Ekki
verður sagt um fyrirfram, hvort
þetta er rétt. En svo mikið er víst,
að Framsóknarflokkurinn er það
sterkur í þinginu, að MbUiðið mun
hafa nóg að vinna, ef það ætlar að
verja megin eyðslu hinna tveggja
áður nefndu stétta.
Tvent er einkennilegt við undan-
gengnar kosningar. „Gráúlpu-
mennirnir“, sem Dagur nefndi
heppilegu nafni, útsendarar kaup-
manna, sem breiddu yfir sig sam-
vinnuskikkjuna, hai'a allir fallið.
Mbl. hefir þannig mist Guðjón Guð
laugsson, Stefán í Fagraskógi og
Björn á Rangá. Ennfremur fjóra
nafna: Sigurð frá Hoffelli, Sigurð
ráðunaut, Sigurð á Arnarvatni og
Sigurð á Kornsá. Kosningablaðið
með tvö andlitin hefir látið sér ant
um „gráúlpumennina“. peir voru
andlega skildir því, sigldu undir
flaggi samvinnunnar, en voru í
leyni studdir af kaupmönnum.
þjóðin vill augsýnilega ekki þessa
hálfvelgju. Annaðhvort opinbera
stefnu Tímans eða Mbl. þetta eru
ótvíræð þroskamerki. Gráúlpuskap-
ur sparsemdarmannanna, sem
hafa sett tekjur landsins að trygg-
ingu erlendis, fyrir bjargráðaláni
handa skuldunautum íslandsbanka,
hafa fengið dóm sem ekki mun
gleymast fljótt.
1 öðru lagi er auðsénn mikill að-
stöðumunur milli flokkanna á
þann hátt, að Framsókn hefir að
vísu mist nokkra menn, en um þá
flesta má fullyrða, að þeir séu ná-
lega vissir að vinna kjördæmin
aftur. Mbl. hefir líka mist all-
marga, en alla eða sama sem alla á
þann hátt, að flokkur þeirra fær
þá ekki framar kosna á þing. Al-
veg gagnstætt þessu er ástatt um
nýliðana í Framsókn: Klemens
Jónsson, Pétur í Hjörsey, Ingvar
Pálmason, Halldór Stefánsson,
Bernharð Stefánsson, Ásgeir Ás-
geirsson, Jörund Brynjólfsson og
Tryggva þórhallsson. þeir virðast
hafa örugt fylgi að baki og vera
líklegir til að standa föstum fótum
í stjórnmálastarfinu, og vera lík-
legir til mikilla áhrifa. Mbl.flokk-
urinn hefir aftur á móti ekki feng-
ið einn einasta nýjan mann kosinn,
sem stuðningsmennirnir geta gert
sér vonir um að hafi nokkur veru-
leg áhrif á þingi, nema með at-
kvæði sínu fram að næstu kosn-
ingum. Góð sýnishorn af þessari
tegund eru sr. Eggert Pálsson og
Jón Kjartansson. Mbl.liðið getur
þess vegna lítils vænst viðvíkjandi
framtíðinni, hvort heldur sem það
lítur til hinna lifandi eða hinna
föllnu. Aðalfengur þess við kosn-
ingarnar er laumuspilið við sjálf-
stæðismennina. pað er enginn
kosningasigur, heldur aðeins versl-
unarmöguleikar. Sig. Eggerz þarf
að fá að vera ráðherra og Bjarni að
ná endurkjöri til 12 ára í bankaráði
Islandsbanka. þetta eru aðalskil-
yrðin sem Mbl. þarf að láta lið sitt
heita góðu um, áður en það getur
komið fótum undir bræðinginn.
Frh. J. J.
-----o----
Hjúkrunarsýningu heldur Hjúkr
unarfélag Reykjavíkur þessa dag-
ana í húsi frú Margrétar Zoega við
Austurstræti. Getur þar að líta
hverskonar hjúkrunargögn, cg
hefir mjög verið vandað til sýn-
ingar þessarar.
-----o----
Stórtemplar
fer aftur af stað og „tekur svari“
félagsbræðra sinna.
1 gær ritar Einar H. Kvaran
stórtemplar „Fáein skýringarorð
enn“ í Morgunblaðið, aðalmálgagn
andbanninga. Honum hefir fund-
ist, eins og mér og fleirum, að þörf
væri að frekari skýring kæmi á
framkomu hans gagnvart Gunnari
Egilssyni annarsvegar, og gagn-
vart Templurum hinsvegar og mér,
sem hefi viljað taka svari þeirra.
Skýringarorðin eru mjög ljós og
óvenjulega ákveðin. Efni þeirra
má draga saman í þrjá liði:
a. Einar H. Kvaran stórtemplar
hefir í þessu deilumáli okkar um
árás G. E. á Templara, verið hinn
göfugi maður. Einar H. Kvaran
hefir „borið blak af“ G. E„ hann
hefir sýnt G. E. „réttlæti“.
b. Tr. p. er aftur á móti slæmi
maðurinn í þessari deilu. Tr. p. hef
ir verið sá ódrengur að tortryggja
G. E. í bannmálinu og gerir það
enn. þegar G. E. ræðst á David
östlund alveg að ástæðulausu. þeg-
ar G. E. kallar „bestu og merkustu
bannmenn“ „fúlmenni“ og
„ódrengi“, þá er Tr. p. svo óbil-
gjarn að taka svari D. ö. og þess-
ara „fúlmenna“ og „ódrengja", í
stað þess að „bera blak af“ G. E.
og sýna honum „réttlæti“, eins og
E. H. Kv. hefir gert.
c. Á þessum grundvelli leggur
E. H. Kv. það undir dóm lesend-
anna hvor okkar, E. H. Kv. eða eg
hafi gert „templar-nafni skömm“.
Hann segir það ekki beinlínis að eg
hafi gert það. En því skýrar verð-
ur það lesið milli línanna. Hitt
kemur aftur skýrt fram, að E. H.
Kv. hefir ekki gert það. Hann er
hinn göfuglyndi í máli þessu. —
Svo mörg voru þau orð.
Deila okkar E. H. Kv. um Gunn-
ar Egilsson er með öðrum orðum
komin inn á nýtt svið. — Og óneit-
anlega þykir mér það dálítið ein-
kennilegt, að eg skuli þurfa að
deila við þá jöfnum höndum G. E.
og E. H. Kv. — það er E. II. Kv.
sem fer með deilu okkar inn á
þetta nýja svið. Hún snýst nú orð-
ið um það, hvor okkar E. H. Kv.
hafi breytt rétt gagnvart G. E. og
gagnvart Templurunum. Að sínu
leyti er E. H. Kv. búinn að kveða
upp dóminn — áfellisdóminn yfir
mér — og situr sjálfur í dómara-
sætinu. —
Eg ætla engan dóm upp að
kveða. En eg vona að E. H. Kv.
verði mér ekki sárreiður, þó að eg
reifi málið ofurlítið frá mínu sjón-
arimði og skjóti svo málinu undir
dómstól þjóðarinnar. Mér þykir
réttara að hún dæmi en annar
hvor okkar. Og þá vil eg minna á
þau atriði, sem fara hér á eftir.
1. Báðir munum við hafa lesið í
skóla: Austurför Kýrosar. Höf-
undur lýsir þar einum hershöfð-
ingja Grikkja, sem hét Menón frá
þessaliu. Segir svo meðal annars í
lýsingunni af Menóni: „Að engum
l jandmanni sínum gerði hann gys;
en samræður hans voru jafnan
svo, sem hann gerði gys að öllum
þeim, sem með honum voru“ —
þessi lýsing minnir mig á fram-
komu E. H. Kv. gagnvart G. E.,
sem á að vera fjandmaðurinn, og
gagnvart Templurunum, sem eiga
að vera samherjarnir sem honum,
sem stórtemplar, á að vera alveg
sérstaklega skylt að verja. þetta,
að þegar Templararnir eru bornir
hinum verstu brigslum og eg tek
mér fyrir hendur að verja þá, þá
skuli E. H. Kv. snúast þannig við
að „bera blak af“ G. E., en skella
því á mig, að eg geri „templar-
nafni skömm“. — þetta er sú æðri
dygð, sem E. H. Kv. verður réttlát-
ur af í máli þessu.
2. þetta var tekið úr bókmentum
Grikkja. Mætti eg minna E. H. Kv.
á alkunn ummæli úr íslensku
stjórnmálalífi. Mundi E. H. Kv.
kannast við mann, sem mikið hefir
látið að sér kveða í íslenskum
stjórnmálum, sem sagt hefir verið
um, að hann veitti því jafnan nán-
ar gætur „hvað væri hinumegin“?
Vill E. H. Kv. neita því, að í þess-
ari deilu okkar um G. E. — vörn
minni fyrir Templara og vöm E.
H. Kv. fyrir G. E. — hafi honum
farið líkt og fór fyrir þessum
stjórnmálamanni, sem altaf gaf
svo nánar gætur að því hvað væri
hinumegin ? Finnur E. H. Kv. ekki
til andlega skyldleikans við þenn-
an stjórnmálamann — og við
Menón um það sérstaka atriði sem
nefnt var — að taka fyrst og
fremst tillit til fjandmannanna —
þeirra hinumegin — „bera blak
af“ þeim fyrst og fremst, sýna
þeim „réttlæti“ fyrst og fremst
hvað sem samherjunum líður? —
Eg vek athygli á því, að það er út
frá þessum hugsunarhætti sem E.
H. Kv. dæmir sig hinn göfuga
mann og mig hafa gert „templar-
nafni skömm“.
3. Eg játa, að eg hugsa alveg
þveröfugt við E. H. Kv. og breyti
samkvæmt mínum hugsunarhætti
þveröfugt við E. H. Kv. þegar
Haraldur Níelsson prófessor og
síra Sigurður Gunnarsson ásamt
mér hafa orðað það svo í undir-
búningsnefnd ávarpsins, að „þjóð-
inni sé skylt að tortryggja“ Gunn-
ar Egilsson í bannmálinu, þegar
tugir hinna merkustu bannmanna,
af hálfu allra Templara í Reykja-
vík og nágrenni hafa undirritað
þetta með okkur, þegar við enn er-
um sannfærðir um þetta og þegar
G. E. í algerlega tilefnislausri
árás á heiðursgest bannmanna,
David östlund, kallar okkur alla
„fúlmenni“ og „ódrengi“ — þá
spyr eg ekki um það fyrst og
fremst hvað sé hinumegin, þá fer
eg ekki fyrst og fremst að bera
blak af G. E., nei — þá set eg mig
skilmálalaust við hlið samherja
minna og ver framkomu þeirra og
mína, sem eg er sannfærður um að
er rétt og stefni G. E. fyrir dóm-
stól þjóðarinnar, hlífðarlaust. Eg
þoli það ekki að menn þessir séu
kallaðir „fúlmenni“ og „ódrengir“,
^.fgreibsía
íimans er i Sambanösþúsinu.
©pin öaglega 9—\2 f. í>.
Simt ^96.
42. blaö
og leita engra málsbóta þeim
manni, sem það gerir.
4. Hversvegna er það þá svo, að
E. H. Kv. líkist manninum, sem
fyrst og fremst spyr um hvað sé
hinumegin og fyrst og fremst „ber
blak af“ fjandmanninum, en eg set
mig afdráttarlaust við hlið sam-
herjanna og ver þá gegn brigslyrð-
um. Er það of djarft að segja, að
það sé af því, að eg er allur bann-
mannamegin? Að þegar eg hefi
skipað mér við hlið manna um
ákveðið málefni, þá geri eg það af
því að eg trúi á málefnið og stend
eða fell með því afdráttarlaust. —
Eg læt aðra dæma um, hvað E. H.
Kv. gangi til um sína afstöðu.
5. Loks aðeins þetta: Eg hefi nú
fengið úrskurð æðsta manns
Templarareglunnar, stórtemplars
E. II. Kv. um það, að eg hafi
„gert templar-nafni skömm“ í
þessari framkomu minni gagnvart
G. E. og „bestu og merkustu
mönnum reglunnar“. Eg ætla ekki
að vei-ja mál mitt með fleiri orð-
um en eg nú hefi gert. En eg ætla
að skjóta þessum dómi undir dóm
Templara í landinu, annara en E.
H. Kv., og spyrja, hvort framkoma
mín í þessu máli og bannmálinu
yfirleitt sé sú, að eg fremur öllum
öðrum verðskuldi þetta nafn? —
En E. H. Kv. má ekki reiðast við
mig þótt eg segi, að meðan hann
er æðsti maður Templarareglunn-
ar, þá iðrast eg ekki eftir að hafa
gert það, sem hann talar svo fjálg-
lega um að eg hafi gert, að segja
mig úr Templarareglunni.
• Tr. p.
.....—
Byltingaskraf
Magnúsar Guðmundssonar.
Nú um nokkra mánuði hefir M.
G. og nánasta þjónustufólk hans,
bæði í kosningapésum og munn-
lega, fjölyrt um það, að Framsókn-
armenn væru byltingamenn. Stund
um sagt að þeir væru grímuklædd-
ir byltingamenn. þessu hefir verið
beitt gagnvart öllum frambjóðend-
um flokksins. Sveinn í Firði, Guðm.
í Ási, Ingólfur í Fjósatungu, Ein-
ar á Eyrarlandi, þorleifur í Hól-
um, Klemens Jónsson, hafa verið
byltingaseggir, engu síður en yngri
frambjóðendurnir, eins og Bem-
harð Stefánsson eða sr. Tryggvi
þórhallsson, sem auðvitað fengu
sama heitið. Gömul kona í Holtun-
um sagði kjördaginn við einhvem
nábúann: „Ekki kýs eg Klemens,
versta bolsevikkann í Rvík“.
Eftir á finst mönnum alt þetta
fleipur býsna skringilegt. þegar
þeir, sem stóðu að þessu bylting-
arskrafi, vom spurðir um, hvaða
byltingum Framsókn eða einstakir
menn í flokknum hefðu komið af
stað, þá varð lítið um svör. Eng-
in dæmi var hægt að koma með,
sem sönnuðu söguburð Magnúsar-
manna. Samvinnumenn stefna ekki
að byltingu, og hafa aldrei stefnt.
Alt skipulag þeirrar hreyfingar,
bæði hér á landi og erlendis, miðar
að alhliða framþróun, þar sem
friður og mannvit ráða. Eins og
þrásinnis hefir verið bent á í þessu
blaði, er samvinnustefnan öflug-
asta andstæða byltinganna, ein-
mitt af því, að hún læknar mörg
hin erfiðu mein án hitasóttar og
uppskurðar.
Engin ástæða er til að halda, að
þessi kýmilegi skáldskapur hafi
stafað af heimsku þeirra, sem
Frh. á 4. síBu.