Tíminn - 24.11.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1923, Blaðsíða 4
158 T I M I N N iAVNEMÖLLEN Kaupmannahðfn m€&lir með sínu alviðurkenda rúgmjöli nveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S. I. S. slcif-tix ©ix3.g-0za.g-UL -vi<3 olk:l£:u-X. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Til taupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin i Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkiaframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og rerð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um ,Smára‘-smjörlíkið. sem þræla 10—12 upp 1 15—18 stundir á dag fyrir örlitlu kaupi, og sé þetta litla kaup tekið af þeim, eða með öðrum orðum hafi þeir ekki stöðugt þessa lélegu atvinnu, svo er ekki um annað að gera en sult eða skuldafenið og mun það lítill sjálfstæðisauki að kafa það, hvort heldur leitað er á náðir hreppsins eða einstakra manna eða stofnana. En hálaunuðum stórríkum em- bættismanni má ekki segja upp stöðu, þótt ekkert nauðsynlegt sé til handa honum að gera. — Hvar er samræmið? Báðir eru þó þess- ir menn synir sömu móður, Fjall- konunnar okkar fögru, og báðir kvistir á sama stofni, bó misjafn- lega hátt séu settir. — Hugsið ykkur aðra eins ráðstöf- un — hún er aðeins lítið dæmi af verkum síðustu þinga — eins og löggildingarskrifstofu fyrir mál og vogartæki. par er fyrirtæki á ferð- inni, sem þjóðinni er víst til sannra þrifa og farsældar! — því miður hefi eg ekki nú fyrir höndum tölur þær, er skýra frá, hve mikið sú stofnun kostar ríkissjóðinn bein- línis, en það eitt veit eg, að það hlýtur að skifta þúsundum. Svo er maður eða menn sendir út um alt land til að snuðra í hverja holu þar sem eitthvað er mælt eða vegið, Dæmi: Sá góði herra kemur inn í brauð- búð. Vogin er ekki rétt. það munar ca. 2 grömmum, sem hún hallar á seljanda og sem kaupandi græðir. — pér verðið að senda vogina á löggildingarstofuna, þar getið þér fengið hana góða. Konan, sem átti brauðbúðina, kvaðst álíta, að skekkja vogarinnar gerði eigi öðr- um til en sér sjálfri, og vildi hún helst vera laus við þá fyrrihöfn fyrir svo litla skekkju. Nei, slíkt var ekki leyfilegt, ekkert annað en senda vogina til Reykjavíkur. Mað- ur þessi stóð við þarna inni 5—10 mínútur, og bjóst nú konan við, að þetta, sem komið væri, yrði ekki mjög kostnaðarsamt. — En dreng- ur vissi hvers virði hann var. — „þetta kostar 8 krónur!“ Maður þessi hefir mörg hundruð krónur á dag, þó hann vinni ekki nema 3—5 tíma, ef vinnu skyldi kalla. þetta er nú bara fyrir að líta á hlutinn. Svo kemur til farmgjald og ábyrgð til og frá Rvík og svo löggildingin, og mun það alt kosta sína peninga. Og þurfi einhver að fá sér vogar- eða mælitæki, þá verður hann að taka þau hjá lög- gildingarstofunni í Reykjavík, þó þau kosti þar miklu meira en að fá þau beint frá samskonar stofn- unum erlendis. Enda er það ekki furða, því heyrst hefir, að lög- gildingarstofan hafi ekki getað sjálf haft með höndum pöntun og sölu þessara vara, heldur sé alt slíkt falið einstökum kaupmanni í Rvík, sem auðvitað þarf að „smyrja“ slíkar vörur, svo þær ekki ryðgi. önnur hver brauðsneið hjá al- múgafólki fer í embættismenn, skóla og skuldir, ásamt einhverju framfarabramli. Mér sýndist rúm- ar 400 kr. koma á hvern heimilis- mann sem tekjur til lífsviður- halds, en fari önnur hver brauð- sneið í álögur og tolla, fer að syrta í álinn, því á 200 kr. má lifa spart fyrir almúgafólk, en það kann að vera nóg fyrir embættismenn, því þeir hafa margir lítið að gera og stuttan vinnutíma. Elur þá alþýðan embættismenn á 5—10—20 sinnum hærri launum en hún hefir sjálf. Vel er það. Eg get nú ekki séð, að þessir menn geti orðið langlífir ef þessu fer fram, því þessi hálaunaöi flokkur er æði fjölmennur. Er svo ekki gamalla og góðra manna siður að láta nafn sitt eða fangamerki undir greinar þær, er þeir skrifa? þetta vildi eg líka gera. það er einn gangur af góð- um hestajámum. Sett í hendinga- mál gæti það verið þannig: Ef fangamark mitt fýsir þig að heyra, hestagangur einn það er, oft sem fæst í búðum hér. Hestaskóna helst til vel þú þekkir, harðir yfir líða lönd, laxi, ekki er gátan vönd. ----o---- Framh. af 1. síöu. hjöluðu um byltingarseggina í samvinnuflokknum. Að vísu fer ekki mikið fyrir gáfum, mentun eða hugsjónum í liði M. G. Hugs- anlegt væri, að um vísvitandi lygi væri að ræða, og fljótt á að líta mætti það telja sennilegast. En eg vil í lengstu lög trúa annari mild- ari skýringu. Sé hún ekki rétt, get- ur það komið í ljós við andsvör frá þeim, sem sekir eru um þessar um- ræddu blekkingatilraunir. Skýring mín á þessu fyrirbrigði er ofureinföld. Mbl.flokkuriim er að nokkru leyti tvískiftur. par eru menn eins og B. Kr., Árni á Ilöfða- hólum, sr. Eggert Pálsson o. fl., sem viðurkenna hreinlega að þeir fylgi Mbl. og kaupmannastcfn- unni. Ennfremur játa þeir oftast að þeir séu fjandmenn samvinnu- stefnunnar. Aftur eru aðrir, sem í raun og veru eru sammáia hinum fyrnefndu, en þora ekki að j.áta það. M. G. er framarlega í þeim hóp. Hann og skoðanabræður hans, t. d. Jón Kjartansson, Jón á Reyri- stað, Sigurður ráðunautur o. fl., af- neituðu Mbl. og kaupmönnum út um sveitir. þessir menn hafa jafn- vel gengið svo langt í tvöfeldni og sviksamlegri skoðanaprettvísi gagnvart þjóðinni, að prenta tvö upplög af sama blaðinu, annað fyr- ir kaupmenn, þar sem játað er fylgi við kaupmannamálstaðinn, meira að segja sagt, að Magnús og Jón Sigurðsson séu „í Morgunblað- inu“, þ. e. alveg innlimaðir þar. En í sveitaútgáfunni, sem bændum er send, er Mbl. afneitað með þögn- inni. Á þinginu undanfarin ár hefir M. G. verið í flokki Mbl. og kaup- manna, alveg hlið við hlið við Jón þorláksson, Einar þorgilsson, Proppé og B. Kr. Og þegar reynt hefir á í baráttu milli sveita og bæja, eins og í sveitfestismálinu í vetur, hefir M. G. brugðist bænd- unum og fylgt fram hagsmunum fisk- og síldarspekúlanta. Sá af Framsóknarmönnum, sem „dót- inu“ verður tíðræddast um að fylgi linlega málefnum bænda, vildi í vetur færa sveitfestistímann niður í tvö ár — til varnar sveitinni. M. G. og hans lið var ánægt með há- markið, sem um var talað í vetur, 5 ár, af því eigendur Mbl. vildu það. það var að þakka eindregnum aðgerðum Framsóknar, að niður- staðan varð á endanum 4 ár. M. G. hefir þannig búið í tvö- faldri spilaborg. Honum er áreið- anlega ljós „óeinlægni" sín, eins og B. Kr. kemst að orði. Hann er eins og rófulausi refurinn. Af því að M. G., Jón Kjartansson, þórarinn og Jón á Reynistað sigla undir fölsku flaggi og hafa gert um nokkur ár, verður þeim það ósjálfrátt, í ein- hverjum ofboðslegum taugatitr- ingi, að yfirfæra ávirðingar sínar á andstæðingana. Og í þessum ósköpum er ekki spurt um hvað sé satt. Óróleg vitund þeirra leggur skáldskapinn á varir þeirra. Laumuspil M. G. og kumpána hans er sannað og á alþjóðar vit- und, engu síður en hitt, að hann hefir sett tolltekjurnar að trygg- ingu hjá erlendri þjóð, en jafn- framt borið á móti að svo væri, eins og óprúttinn sökudólgur fyrir rétti. Sannleiksást M. G. varð skjallega kunn í sambandi við toll- tekjumar. Hún er það hér eftir engu síður, sökum þess, að hann afneitar kaupmönnunum í sveit- inni, en er þó einn af þeirra dygg- ustu þjónum í þingflokki þeim, er hann vinnur í. Og í þriðja og sein- asta lagi er sannleiksást hans þekt í sambandi við endurteknar sögu- sagnir um, að friðsamasti en átaka- fastasti framfaraflokkur landsins stefni eða hafi stefnt að bylting- um. Hér hefir verið færð fram mild- asta skýringin á ósannindarugli M. G. Að það sé honum ósjálfrátt, en einskonar andlegt endurskin (ef um anda væri að tala) af sektar- meðvitund hans sjálfs, og nánustu fylgifiska hans. J. J. ---c--- Tengdamamma. þess hefir verið getið áður hér í blaðinu, að út kom nýlega á bókamarkaðinn leikrit með þessu nafni. Höfundurinn er Kristín Sig- fúsdóttir húsfreyja í Kálfagerði í Eyjafirði, rúmlega hálffimtug að aldi’i. Hafa áður orðið kunn eftir hana bæði leikrit, ljóð og sögur. Leikfélag Reykjavíkur hóf í gær- kvöldi að leika leikritið „Tengda- mamma“. Er það í fyrsta sinni hér í Reykjavík, sem leikið er leikrit eftir íslenska skáldkonu. Leikrit njóta sín ekki við lestur. Við lestur finst það vart að „Tengdamamma" sé sérlega gott leikrit, þótt ekki geti dulist, að margt er þar ágætlega sagt. En þeir sem horfðu og heyrðu á leik- sýninguna í gær, munu allir ljúka upp einum munni um það, að höf- undurinn og Leikfélagið hafi bæði unnið ágætan sigur. 1 gærkvöldi varð Kristín Sigfúsdóttir hiklaust sett á bekk með góðskáldunum okkar af öllum sem staddir voru í leikhúsinu. „Tengdamamma“ gerist á vorum dögum, á sveitaheimili á Norður- landi. Efnið fjallar um baráttu milli gamla og nýja tímans og um ástir. Persónumar eru ekki marg- ar, en þær verða skýrar og bráð- lifandi í höndum höfundar, einkum aðalpersónumar. Og alt er svo raunverulegt. það leynir sér ekki að höfundur skilur efnið og fólkið út í ystu æsar. Sveitalífslýsingin er ágæt. það er stígandi og mikill þróttur í leikritinu, en umfram alt er það satt, sönn, eðlileg og elsku- leg lýsing á baráttunni milli ungu og eldri kynslóðarinnar. þó að mest beri á alvörunni í leikritinu, þá tekst höfundi, alveg á eðlilegan hátt að flétta inn í létt gaman, og svo er það svo fjöldamargt, aem áheyrendum þykir svo gaman að heyra, af því það lýsir svo ram- íslenskum hugsunarhættL þetta, hve leikritið fer vel á leiksviði, er því merkilegra, er þess er gætt, að höfundur er bónda- kona, sem lítið tækifæri hefir haft til að kynnast meðferð leikrita. — Sigurinn, sem Kristín Sigfús- dóttir vann í gærkvöldi, má hún mikið þakka Leikfélaginu. Með- ferð þess á leikritinu var yfirleitt ágæt. Leiktjöld, búningar og ann- að var gott og leikurinn ágætur. Ungfrú Emilía Indriðadóttir leikur gömlu húsfreyjuna, Björg á Heiði, tengdamömmu, fulltrúa gamla tímans. Er ánægjulegt að fá aftur að sjá hana leika. Hlutverk hennar er mest og erfiðast og hún leikur það því betur sem lengra líður á leikritið, og best í síðasta þætti, er mest á liggur. — Frú Soffía Kvaran leikur tengdadóttur- ina, ungu konuna á Heiði, eðlilega og vel. — óskar Borg leikur unga bóndann á Heiði, sem staddur er milli eldanna frá móður og konu. Hann gerir það líka vel. — Frú Guðrún Indriðadóttir og Friðfinn- ur Guðjónsson leika gömlu vinnu- hjúin á Heiði. þau leysa þau hlut- verk með afbrigðum vel og eðli- lega af hendi. — Ágúst Kvaran leikur Svein vinnumann ágætlega. Og mætti enn fleira telja, þótt nú verði staðar numið. Leikfélagið á eftir að leika Tengdamömmu oft og mörgum sinnum enn. þótt sýningarnar verði ef til vill ekki ýkjamargar í þetta sinn, vegna peningaleysis al- mennings, þá er það víst, að oft verður aftur gripið til þess að leika Tengdamömmu. Og nú bíða menn þess með eftirvæntingu að fá að sjá og heyra eitthvað fleira frá skáldkonunni í Kálfagerði. -----o---- Kosningarnar. SíSasta kosniriga- fi’egnin varð sú, að í Barðastrand- arsýslu er endurkosinn Hákon Ki’istófersson með 331 atkv. And- rés Jóhannsson frá Skáleyjum fékk 148 atkvæði. Iðunn. Fyrsta heftið er nýkom- ið út undir ritstjórn Magnúsar Jónssonar dósents. Ritið er sér- staklega fjölbreytt að efni, enda rita þar margir ágætir rithöfund- ar. Er sjötugsafmælis Stephans G. Stephanssonar rækilega minst, fyrst með því að birta kvæði eftir hann áður óprentað; þá ritar Bald- ur Sveinsson blaðamaður æfiferil Stephans, af mikilli samúð og kunnugleik, enda mun enginn mað- ur hérlendur kunnugri Stepháni en Baldur; loks segir Ágúst H. Bjarna son prófessor frá heimsókn sinni til skáldsins í sumar sem leið. Sig- urður Nordal prófessor, ungfrú Thora Friðriksson, Pétur Sigurðs- son magister, Guðmundur Hann- esson prófessor o. fl., auk ritstjór- ans, rita og í Iðunni, og mun marga fýsa að kynnast þessu nánar, en engan iðra sem gerir það. Siys. Tveir menn druknuöu ný- lega á Borgarfirði eystra, feðgar: Sigurður þorkelsson og Björn Sig- urðsson. Voru að bjarga bát und- an brimi. Ný blöö. þrjú ný blöð eru farin að koma út í bænum. Eitt heitir Kvöldblaðið, gefið út af hlutafé- lagi, ritstjóri Steindór Sigurðsson prentari, og er fréttablað. Annað heitir Rúsínur, ritstjóri Haukur Björnsson, og er gamanblað. þriðja heitir Gandreiðin og er líka gamanblað.Ritstjóri Stígandi Loft- dal. öll eru blöðin lítil. — 1 Hafn- Jörð til sölu. Góð og hæg jörð í Grímsnesi til kaups og ábúðar frá næstu far- dögum. Upplýsingar gefa hrepp- stjóri Gunnlaugur þorsteinsson á Kiðjabergi og cand. jur. Steindór Gunnlaugsson, Bergstaðastr. 10 B. (sími 859) Reykjavík. arfirði kemur út lítið blað, sem heitir „Borgarinn“. Ritstjóri þess er Óskar Sæmundsson frá Garðs- auka í Rangárvallasýslu. — 1 Vestmannaeyjum kemur enn út blað, sem hóf göngu sína rétt fyr- ir kosningarnar og heitir Skjöld- ur. Ritstjóri þess er Páll Kolka læknir. Skjöldur fylgir Morgun- blaðinu að málum. Rafmagnið hér í bænum hefir verið harla bágborið upp á síð- kastið. Ástæðan sú að haustið hef- ir verið svo þurkasamt að vatns- magnið í ánum er afarlítið. Bæjarstjómarkosningar eiga að fara fram hér í bænum í janúar næstkomandi. Fimm bæjarfulltrú- ar ganga úr bæjarstjóminni: þórður Sveinsson læknir, Guð- mundur Ásbjarnarson kaupmaður, Jón Ólafsson útgerðarmaður, .Jón Baldvinsson forstjóri og þorvarð- ur þorvarðarson prentsmiðjustjóri. Óvíst er hverjir verða í kjöri í staðinn, en kosningaundirbúning- urinn er þegar byrjaður. Greinin „Nokkur íslensk dæmi“ hefir orðið að bíða alllengi vegna þrengsla. Forsætisráðherra er í utanför, á konungsfund. Er sá siður orðinn algengur að forsætisráðherra fer ferð þessa löngu áður en þörf er á, því að fæst stjórnarfrumvörpin eru til svona snemma. Og vitanlega mætti spara mikið af utanförum ráðherranna. Mikill f jöldi gesta, hvaðanæfa að af landinu, er nú staddur í bænum. Með síðustu ferð Esju hingað voru farþegar hátt á fjórða hundrað. Atvinnuleysi hér í bænum hefir aldrei fyr verið svipað því eins mikið og nú. Hefir bæjarstjóm í hyggju að stofna til atvinnubóta og jafnvel gert ráð fyrir að taka 300 þús. kr. lán í því skyni. Hetst er talað um að búa til nýja fiskreiti, en aðrir telja, að ekki sé þörf fyrir meiri fiskreiti en eru. „Morgunn“. Nýtt hefti af „Morgni" er nýkomið á markað- inn, fjölbreytt að efni eins og jafnan áður. Einkum em þar margar sagnir frá innlendum mönnum og konum, sem hafa clul- ræna hæfileika. Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri mun vera væntanlegur heim úr Grænlandsför siuni snemma í næsta mánuði. Borgin við Sundið. Á bókamark- aðinn kemur snemma í næsta mánuði Borgin við Sundið, sem er framhald af bókinni „Nonni“ eftir Jón Sveinsson. Er hún í tveim köfi- um og heitir fyrri kaflinn: „Um Kaupmannahöfn þvera og endi- langa“, en hinn síðari: „Á opnum báti yfir Eyrarsund til Svíþjóð- ar“. Má gera ráð fyrir að bókin verði mörgum kærkominn gestur til lesturs um jólin. Rannsókn er enn ekki lokið út af hvarfi Guðjóns Guðmundssonar. Maður sá, er grunaður er, er enn í gæsluvarðhaldi. Kaupið þér Iðunni? Hún kostar aðeins 7 kr. Afgreiðsla Bergstaðastræti 9, Reykjavík. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.