Tíminn - 15.12.1923, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.12.1923, Blaðsíða 1
Reykjavík 15. des. 1923 Hraun í Fljótum munu fást til ábúðar á næsta vori. Einar B. Guðmundsson. Smásöluverð á tóbaki má ekki yera kærra en hér segir: "V indlar: Piender............ 50 stk. kassi kr. 12.10 Lloyd.......... 50 stk. kassi kr. 11.50 Geletina, doriches. 50 stk. kassi kr. 17.25 Do. Londres..... 50 stk. kassi kr. 23.00 Tamina (Helee)... 50 stk. kassi kr. 14.95 Carmen (do.)..... 50 stk. kassi kr. 15.55 Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%. I_jajn.ds‘ver*sluLxa- (Öjafbf txx <x> afgretðslur’aður JTintans cr Sigurgeir ^rifcrifsfon, Sambanösþú&inu, Rcyfjaníf. VII. ár. Dtan ór heimi. Kosningainar í Englandi. Kosningarnar í Englandi eru nú um garð gengnar. Úrslitin urðu þau að íhaldsmenn biðu algerðan ósigur. Áður voru þeir í miklum meirihluta.Nú eru frjálslyndi flokk urinn og verkamenn miklu sterk- ari. Hvor sá flokkur hefir fengið um 50 nýja menn. Verndartolla- stefnan er þannig úr sögunni með ósigri íhaldsílokksins. Dómur þjóð- þjóðarinnar er svo ótvíræður, að tæplega er hugsandi að nokkur flokkur í Englandi leggi aftur út á verndartollabrautina á næstu ár- um. Eins og sagt var í síðasta blaði, lagði Baldwin stjómarforseti til nú við kosningamar að einkum yrðu tollaðar iðnaðarvörur, og um þá hlið málsins var mest talað nú. En hættan, sem vofði yfir þeim af nábúum Breta, sem selja þangað nýmeti, var sú, að tollur á matvæli íylgdi í spor tollanna á iðnaðarvarn ing. Og nýkomin skeyti staðfesta þennan grun. þar er sagt að ný- lendum Englendinga þyki súrt í broti með úrslit kosninganna. Ný- lendurnar hafa þá vonast eftir að tollstefnan sigraði. það gat ekki verið af því, að nýlendubúar ósk- uðu eftir tolli á iðnaðarvörum sem eingöngu gerði þær vörur dýrari fyrir þá. Nýlendubúar hafa vonast eftir að England tollaði matvæli og hráefni, svo að markaðurinn í Eng- landi með þær vörur yrði hagstæð- astur fyrir samþegnana. Svo er að sjá sem hinir miklu iðjuhöldar í Englandi hafi barist með tollastefnunni, enda eru þeir máttarviðir í flokknum. Eins og í öðrum löndum hefir þeim fylgt að máli ómentaðasti hluti þjóðarinn- ar, sem lætur berast með straum, þar sem kosningagjafir og atvinnu- vonir ráða fyrir samfæringu. Á móti hefir verið meginkjarni frjáls lynda flokksins, allir samvinnu- menn og verkamannaflokkurinn. Eitt af bæjarblöðunum hér hefir gert lítið úr áhrifum samvinnu- mannanna ensku, í þessu máli. En það mun stafa af ókunnugleika. Samvinnumennirnir þar í landi eru hinir skipulagsbundnu neytendur. þeir byggja á reynslu tveggja mannsaldra. I þeim samtökum eru um 3 miljónir heimilisfeðra. Eng- um hluta ensku þjóðarinnar er ljós- ara að verndartollar á neysluvör- ur auka dýrtíðina og fátækt al- mennings. Enn er ófrétt um það hversu stjórn verður mynduð í landinu. Fljótt á að líta gat virst eðlilegt að þeir flokkar, sem stóðu saman um að fella vemdartollastefnuna, frjálslyndi flokkurinn og verka- menn, mynduðu nú stjórn. En sú leið er þó ólíkleg. þessir tveir flokkar gátu átt samleið að hindra framgang máls, sem báðir voru mótfallnir. En samkomulagið gat varla náð til dægurmálanna. Miklu sennilegra er að íhaldsmenn láti tollana hvíla sig, og að samvinna takist með þeim og Asquith og Lloyd George um nýja stjórnar- myndun. Verkamannaflokkurinn yrði þá í andófi. þreyta sú, sem hlaut að fylgja ofáreynslu stríðsáranna hefir nú um nokkur missiri skapað íhalds- meirihluta í ýmsum löndum. Næst síðustu kosningar á Englandi voru vottur þess. En nú hefir íhaldsald- an sýnilega náð hámarki sínu þar í landi, risið svo hátt sem unt var og brotnað um leið. Englendingar eru forgangsmenn í þingstjórnar- málefnum. það sem enska þjóðin gerir í dag, það taka nábúarnir sér til fyrirmyndar á morgun. Ósigur íhaldsstefnunnar í Englandi er fyr- irboði samskonar breytinga í öðr- um löndum. Fyrir íslensku þjóðina eru úrslit þessara kosninga hinn gleðilegasti viðbui'Sur, Afurðasalan er eitt af erfiðustu viðfangsefnum íslend- inga. En úr þeim erfiðleikum mætti bæta að niklum mun með því að breyta framleiðslunni og flutning- um til útlanda. 1 stað þess að flytja út sem höfuðvörur saltað kjöt og saltan fisk, ættu íslendingar að nota sér nábýlið við hið borga- auðga, tolllausa land, England. Gera það að meginmarkaði fyrir íslenskar vörur, nýtt kjöt og nýjan fisk. Hvert ár sem líður, án þess að lagt sé inn á þessa braut er glataður möguleiki. Ensku kosn- ingaúrslitin tryggja það, að fyrst um sinn verður dyrunum ekki lok- að Englendinga megin. Vandinn er allur hjá íslendingum að hafa vit og manndóm til að nota fyrir þjóð- arinnar hönd, hin heppilegu skil yrði. ** ----o---- Islenskir og danskir samleeppnismenn. það er alkunna að Danir standa flestum þjóðum framar um sam- vinnufélagsskap. það er alviður- kent að Samvinnufélögin dönsku hafa unnið dönsku bændunum óum- ræðilegt gagn. Framtíð dönsku þjóðarinnar hvílir nú fyrst og fremst á landbúnaðinum og fram- tíð landbúnaðarins á Samvinnufé- lögunum. Eitt nýjasta samvinnufyrirtæk- ið danska er Samvinnubankinn. Og, eins og vant er, fór það svo, þá er hann var stofnaður, að að honum var gerður hinn mesti stormur af kaupsýslumanna hálfu. En bank- inn stóð af sér alla stormana og.er að verða einn voldugasti banki Danmerkur. En í haust og vetur var hafin ný árás á bankann. Vegna hinna alvar- legu bankamála, sem komið hafa fyrir í Danmörku nýlega, var það sérstaklega hættulegt fyrir banka að verða fyrir alvarlegum árásum nú. Og þessi árás var sérstaklega illgjörn og harðvítug. Um ýmislegt má líkja henni við hatursárás Bjöms Kristjánssonar á íslensku samvinnufélögin. Skal þess getið strax að árásin varð að engu og bankinn nýtur nú meira trausts og viðskifta en nokk- uru sinni áður. En það sem er tilefni þessara lína er annað: Hvernig snerust blöðin '' Dan- mörku við þessari árás á banka samvinnumanna ? Hvemig snerust hægrimannablöðin við henni? Væri fróðlegt að bera það saman við framkomu Morgunblaðsins gagn- vart ofsóknum Björns Kristjáns- sonar á íslenska samvinnumenn. Sá er þetta ritar hefir vitanlega ekki lesið öll blöð hægrimannanna dönsku. En hann hefir rækilega lesið það sem eitt aðalblað þeirra, Berlingske Tidende, segir um þetta efni. Er það skemst af að segja, að þótt blað þetta sé blað hægri- mannanna, hinna pólitísku skoð- anabræðra Morgunblaðsliðanna hér þá er framkoma þess gagnvart samvinnubankanum í alla staði óað finnanleg. Berlingske Tidende flytur hlut- drægnislaust fregnir frá bankanum og fundum samvinnumanna um málið, og gerir að lokum hreinskiln islega gerin fyrir að árásirnar hafi reynst einkisvirði. Svo finnur þetta blað til þeirrar ábyrgðar sem á því hvílir gagn- vart einhverri merkustu stofnun landsins, og lætur hana njóta sann- mælis, þótt að henni standi nálega eingöngu bæði pólitiskir andstæð- ingar og hörðustu keppinautar nán- ustu vina blaðsins í verslunarmál- um. Beri menn þetta saman við fram- komu Morgunblaðsins og' fylgi- hnatta. þess gagnvart ofsókn Björns Kristjánssonar á Samband íslenski’a samvinnufélaga. Hvílíkur munur! Morgunblaðið gerir árásarorð Björns Kristjánssonar yfirleitt að sínum. það notar öll sín pólitísku áhrif til þess að styðja herferð gegn stærsta innlenda verslunarfyrir- tæki landsins. það blæs að kolun- um eftir megni um að vekja tor- trygni gegn voldugustu sjálfbjarg- arstofnun fjölmennustu stéttar landsins. það gekk jafnvel svo langt, blað þetta, að þá er forystumaður sam- vinnumannanna íslensku dó um ör- lög fram, og sveitungi hans, gam- all, en flokksmaður Morgunblaðs- ins, reit í Morgunblaðið hlýleg eftinnæli, þá gat blaðið ekki látið hjá líða að hnjóta í minningu hins nýlátna höfðingja samvinnumann- anna. Einstök eru þau líklega í sinni röð um heim allan, blöðin þeirra Morgunblaðsliðanna íslensku. Framkoma pólitísku frændblað- anna útlendu, í svipuðum málum, er dauðadómur um þessi íslensku blöð. Ekki eingöngu reyna þau alt til að í’íða niður stærsta og farsælasta innlenda verslunarfyrirtækið, ekki einungis reyna þau að sundra lífs- bjargarfélagsskap stærsta og þýð- ingarmestu stéttar þjóðfélagsins — jafnvel nýlátnir forystumenn þessa mikla félagsskapar fá ekki að komast í gröfina án þess að í þá sé nartað. —o~— Þjóðrækin blöð. Um öll lönd Norðurálfunnar telja blöðin það skyldu sína að hlynna að innlendri . starfsemi, innlendri verslun o. s. frv. Stjórnir og þing hafa fengið augun opin fyrir því hversu það er mikils varðandi að landið geti framleitt sem mest af því sem landsins börn þarfnast og landsins synir starfi að verzlun- inni. í flestum löndum, Norðurálf- unnar a. m. k., er hið mesta at- vinnuleysi. í þeim löndumu hafa menn allra mest fengið augun opin fyrir þessum málum. — Á þessu sviði eru hin mestu verkefni fyrir þing og stjórn íslendinga. Er eng- inn vafi á, að eins og nú stendur látum við útlendar hendur vinna fjöldamörg þau störf, sem við gæt- um látið vinna hér heima, en mik- ill þorri fólks er atvinnulaus mán- uðum saman. — En það var ann- að sem var tilefni þessara lína. — í nýkomnum dönskum blöðum er skýrt frá því að Dönum standi nú töluverð hætta af því að útlending- ar, einkum þjóðverjar, séu að setj- ast að í Danmörku í bili og stofna til atvinnureksturs og verslunar. Starfar þar í landi félag, sem heitir: „Dansk Arbejde“, með því verkefni að hlynna að innlendri framleiðslu og verslun. Lýsir þetta félag því yfir, að það hafi komist að raun um, að útlendingar hafi alveg nýlega leigt þrjú stór hús til verslunar í helsta verslun- arhverfi Kaupmannahafnar. Og svo taka blöðin við og benda á hættuna sem af þessu geti staf- að. þau telja sér skylt að tala um þetta jafnvel áður en útlending- arnir eru byrjaðir á starfsemi sinni. Landsmenn eru hvattir til samtaka um að styðja innlendu framleiðsluna og verslunina o. s. frv. þetta eni þjóðrækin blöð. þau standa á verði um hagsmuni þjóð- ar sinnar. þetta er til sóma. Og svo víkur sögunni til íslands. Fyrir 70 árum var verslun Is- lands loksins gefin frjáls, fyrir öt- ula forystu Islendings og þrátt fyrir harðvítuga mótstöðu út- lendra kaupmanna. Síðan hafa Islendingar barist við útlendingana um verslunina á Islandi og ýmsum veitt betur. Langstærsta og öflugasta inn- lenda verslunin er Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Slík inn- ÍC t m a n s ec í Sambanösþúsmu. 0ptn baglega 9—(2 f. I>, Stmi 49€. 45. blað lend verslun, bjargráðafyrirtæki fjölmennustu stéttar landsmanna, ætti að eiga víst traust og fylgi alh-a þjóðrækinna blaða. En hvernig er það ? Stærsta dagblaðið í Reykjavík, Morgunblaðið, og mörg fylgiblöð þess um land alt, telja það eina höfuðskyldu sína, að því er virðist, að rægja þetta stærsta innlenda verslunarfyrirtæki landsins, reyna að sundra samtökunum og vekja tortrygni á allan hátt. Eru þetta þjóðrækin blöð? Og enn er sagan ekki nema hálf- sögð. Á stórum svæðum á landinu, víð- ast hvar utan Reykjavíkur, eru út- lendar verslanir aðalkeppinautai’ kaupfélaganna innlendu. Og í Rvík er mikið um erlendar verslanir, bæði smásala og stórsala. Hver er afstaða Morgunblaðsins og fylgiblaða þess til þessara út- lendu verslana og útlenda verslun- arlýðs ? það er alkunnugt. það er á allra vitorði að Morgun- blaðs fylgiblöðin, sem gefin eru út utan Reykjavíkur, fá fjárstyrk þann, sem þau þurfa, langsamlega mest hjá þessum útlendu verslun- um. Og hitt er eigi síður alkunn- ugt, enda auglýst af sjálfu Morg- unblaðinu nýlega, að útlendu kaup- sýslumennirnir eru helstir í flokki Morgunblaðseigendanna. því fer sem fer um aðstöðu blaða þessara til innlendu verslananna. Jafnframt því sem þau reyna á allan hátt að vekja tortrygni gegn stærstu innlendu versluninni, eru þau á mála hjá útlendu verslunun- um og reka þeirra erindi. Herferð Morgunblaðsins og fylgiblaða þess gegn Sambandinu er fyrst og fremst gerð í þágu er- lendu verslananna, höfuðkeppi- nauta innlendu verslunarinnar. þannig lítur hann út samanburð- urinn á hinum þjóðræknu dönsku blöðum og þessum íslensku blöðum. Eru þau þjóðrækin þessi blöð? Hversu lengi ætlar íslenska þjóð- in að þola útgáfu slíkra blaða? Hversu lengi ætla íslenskir versl- unannenn að þola það að vera á mála hjá útlendu verslununum? ----o---- „Pan“ er ein af frægustu skáld- sögunum eftir norska skáldið Knut Hamsun, sem bókmentaverðlaun Nobels hlaut í fyrra. Stúdentar gefa bókina nú út í íslenskri þýð- ingu eftir Jón Sigurðsson skrif- stofustj óra Alþingis. Er frágangur bókarinnar allur hinn besti. Verð- ur jafnan deilt um bók þessa, telja sumir hið mesta snildarverk, en aðrir hneikslast; eru slíkar bækur jafnan mikið lesnar. Um hitt verð- ur ekki deilt að þýðing Jóns frá Kallaðarnesi er afbragðsgóð. Hefir hann áður þýtt á íslensku aðra skáldsögu Hamsuns: Viktoríu. þýskur togari sökk fyrir Krýsu- víkurlandi síðastliðinn laugardag. Hafði áður rekist á grynningar ná- lægt þorlákshöfn, en losnaði aftur og ætlaði að ná til Reykj avíkur. Skipverjar björguðust í land á skipsbátunum, en náðu ekki landi fyr en eftir 12 klukkutíma sjó- hrakning. íslensku spilin eru nú komin á markaðinn. Hefir þeirra áður verið getið hér í blaðinu. Spilin eru sér- lega skemtileg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.