Tíminn - 15.12.1923, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.12.1923, Blaðsíða 4
168 T I M I N N myndir, kemst hann á cinu andartaki upp ú hátind listar sinnar. Endurminningar Thoroddsens. Fræðafélagið hefir nú lokið við sjúlfsæfisögu horvaidar Thoroddsens. pað er merkileg bók. En hún mun litlu bæta við frægð höf. Að vísu styrkir æfisagan J>ú skoðun, sem fyr var al- menn, að p. Th. var mikill brautryðj- andi í íslenskri náttúrufræði og landa- fræði. Dugnaður hans og atorka ú því sviði varpar miklum Ijóma á nafn og æfi mannsins. Og á því sviði verður hróður hans því meiri, ef litið er á hve lítið samtíðarmenn hans, ekki síst skólagengnu mennimir, báru skyn á andlega yfirburðavinnu. Lýsingar p. Th. á samtíðarmönnunum eru dapur- legar, og vafalaust að mjög miklu leyti rangar. þ. Th. er beiskur. Hann held- ur sjálfum sér fram, ætt sinni, konu sinni, tengdaföður og vinum með frekju, sem vart á sinn líka. Að öðru leyti sýnist honum hafa verið kalt til flestra samtíðarmanna, nema nokk- urra erlendra fræðimanna, helst frá fjarskyldum þjóðum. Biturleiki p. Th. virðist að því leyti óþarfur og ósann- gjarn, að höf. var bersýnilega gæfu- maður. Hann hafði ótvíræða hæfileika til vissra fræðistarfa. Og þrátt fyrir alla örðugleika fékk hann tækifæri til að nota þessa hæfileika og vinna óvenjulega mikið dagsverk. Ef p. Th. hefði skilið rétt hæfileika sína og skap- galla, myndi hann hvorki hafa ritað bók um sjálfan sig né tengdaföður sinn. pegar p. Th. var landkönnuður eða náttúrufræðingur, var hann hetja og afreksmaður.þar komu gáfur hans í ljós. En þegar kom að hans eigin mál- um, varð hann lítill og vanmáttugur dvergur, fullur af barnalegri sjálf- hælni,aðdáun fyrir einskisverðu valda- og veislutildri, sljóskygn fyrir fegurð skáldskapar, lista og félagslegra hug- sjóna. Eina gagnið að æfisögu p. Th. er að varpa ljósi yfir hið undarlcga ósamræmi, sem stundum er milli gáfna og skapgerðar í merkismönnum. Ofhól Vífilsstaðalæknisins. Sigurður læknir á Vífilsstöðum hefir gefið út ú landssjóðskostnað pésa um starfsemi sína í þágu þjóðfélagsins. Af leiðinlegri gleymsku hefir honum láðst að láta í pésann lika skýrslu rannsókn- amefndarinnar í fyrra, og svar hans sjálfs, þar sem hann stundi sáran og unt væri að setja annað miklu fallegra í staðinn. Er það til dæm- is að taka ekki furðuleg íhaldsemi, að tóna enn margra alda gamlar bænir frá altarinu, þó að flestar þeirra séu óvenjulega efnislitlar, eða þá hitt: að halda ávalt í alla sömu pistlana — þ. e. sömu kafl- ana úr bréfum N.tm. — sem valdir voru til fyrir mörgum öldum, aðal- lega vegna ákveðinna kenninga, sem þá voru hæst á baugi. það er langt frá því, að þeir kaflar allir séu þeir fegurstu, sem unt er að finna í bréfum N.tm.; nei, með suma langfegurstu kaflana í bréf- um Páls er aldrei farið í kirkjunni; þeir verða algerlega út undan. Aft- ur á móti er þar farið með suma, sem eru flestu safnaðarfólki lítt skiljanlegir og engum til sálubótar. Og helgisiðabók vor gæti að ýmsu öðru leyti verið miklu fal- legri og miklu meira aðlaðandi, ef íhaldsemin hefði ekki ráðið of miklu, er hún var endurskoðuð síð- ast. Hinn næstsíðasti biskup vor, sem var vissulega frjálslyndur maður, sagði eitt sinn við mig, skömmu eftir að hún var full- prentuð: „Hún var þegar úrelt orð- in, áður en tekið var að nota hana“. Eins og mörg yðar vita, hafði end- urskoðun hennar staðið yfir mörg ár. En hversu alvarleg eru þessi orð yfirmanns kirkjunnar, sem þá var. Haldið þér, að hann hafi sagt þau í hugsunarleysi ? Hann hafði sjálfur verið í nefndinni. Nei, hann hafði einmitt gjörhugsað málið; en hann fann til þess, hve leiðtogum kirkjunnar eða þeim, sem þar ráða mestu, hættir við að láta gamlar venjur og gamlar kenningar verða að fjötrum, sem hamla eðlilegri mcð litilli gcðprýði undan hinum mörgu liörðu, en þó vægilega orðuðu aðfinslum nefndarinnar. — í þess stað cyðir læknirinn dúlitlu í’úmi til þess að koma öllum heiðrinum fyrir þær umbætur, sem nú hafa orðið á Vífils- stöðum, á einn af aðstandendum Tim- ans. þetta cr áreiðanlega oflof. Sonni- lega ú þessi maður eitthvað af heiðr- inum og þakklætinu fyrir það, að nú er um stund eitthvað betri hagur berklasjúklinga, sem þurfa að leita griða lífsins eða dauðans í þeirri einkasölu ríkisins, sem rekin er á Vif- ilsstöðum. En S. M. gleymir því, að sjúklingarnir eiga aðalheiðurinn. Fyrst „fyrverandi sjúklingur", þá Páll Vigfússon, og síðan þeir mörgu tugir sjúklinga, sem leystu ofan af skjóð- unni um lifið á hælinu, frammi fyrir rannsóknarnefndinni. Að dómi sjúkl- inga er nú sem stendur skárri vistin á Vífilsstöðum, heldur en vitnisburður sjúklinganna i slcýrslu rannsóknar- nefndarinnar. Sig. Magnússon hefir orðið hræddur sjálfur, er hann sá mynd sína í greinum sjúklinganna og framburði þeirra hjá nefndinni. Hann varð um stund eitthvað glaðlyndari, kom oftar í borðsalinn, varð eitthvað minna ónærgætinn heldur en t. d. grein Púls Vigfússonar hermdi frá. þetta er vitaskuld mjór vegur. Hræðsla við al- menningsálitið heldur liklega engum Adam lengi i Paradís. En er á meðan er. Og berklasjúklingar landsins eiga sannarlega nógu bágt, þó að þjóðfélag- ið og almenningsálitið láti þeim í té það af sinni vernd, sem frekast verð- ur veitt. Vífilsstaðamálið er vitanlega ekki nema hálfkarað enn. Rannsóknin i fyrra sannaði, að það þarf ýmsu að breyta ú Vífilsstöðum. S. M. væri sennilega allvel nothæfur sem berkla- læknir i Rvík, þar sem hann ekki þyrfti að stjórna heimavist sjúklinga. En landlæknir og landsstjórn eiga eft- ir að ráða fram úr því, hversu heima- vistinni verður heppilegast fyrir komið. Ódýrasti skólinn. Síðastliðið sumar var efnt til lieima- vistar við Samvinnuskólann, fyrir námspilta. Lesa þeir í kenslustofunum, en sofa í svefnslcála rétt við skólann. Húsalcigan er nálega engin. Með þess- um hætti sparar hver nemandi frá 2—400 kr. í húsaleigu. í mötuneyti sltólanna tveggja virðist fæðið geta orð- framþróun kirkjunnar. Fyrir nær því mannsaldri bar einn af gáfuðustu og merkustu prestum þessa lands1) þessa ásök- un fram í einni af prédikunum sín- um: „þannig óttast menn í kirkj- unni allar tilbreytingar og hugsa ekki til framfara, eru hræddir við frelsi og hræddir við sannleika“. Hann kvartaði undan því, að „dreg- ið hefði fyrir framfarasól kristi- legrar kirkju“, og fyrir því „megn- aði hún ekki að færa þjóðlífið fram eða lyfta því upp betur“. En er ekki veruleg ástæða til að kvarta undan hinu sama enn? Langflestir leiðtogar kirkjunnar hegða sér enn svo, að ekki er ann- að sýnna en að þeir séu hræddir við sérhvem nýjan sannleik og vilji forðast hann, að minsta kosti þar til er hann er hættur að vera nýr. Og afarmargir þeirra eru svo fjötr- aðir í hlekki gamalla erfikenninga, að þeir una illa frelsi innan vé- banda kirkjunnar. — En augu þeirra eru svo haldin, að þeir sjá ekki, að með þessu er hlaðið upp tálmunum á „veg drottins“ og fjölda manns gert erfiðara fyrir um að „sjá hjálpræði Guðs“. það þarf að vaxa nýr áhugi hjá leiðtogum kirkjunnar um að greiða veg drottins og gera beinar brautir hans. Verði það ekki gert, missir þjóðkirkjan enn meira af valdi sínu yfir hugum manna og þá fer til- veruréttur hennar í þjóðfélaginu að verða ískyggilega lítill. „Greiðið veg drottins, gjörið beinar brautir hans“. Sú áminning a) Síra Páll Sigurðsson i Gaulverja- bæ. ið 25—33% ódýrara heldur en gerist í bænum. Má þakka það bæði heppileg- em iirakaiípiim og agætri íorstoðu- konu, sem numið hefir í Svíþjóð á fyr- irmyndarskóla þar, og hefir vel kunn- að að laga sína þekkingu eftir íslensk- um skilyrðum. Með þessum hætti er Samvinnuskólinn fyrir sitt leyti búinn að þrýsta dýrtíðinni í Reykjavík niður, svo að liraustum mönnum á að vera vorkunnarlaust að standast skóla- kostnaðinn með vinnu sinni. ** ----o--- Frá útlöndum. Kólera hefir geysað í héruðun- um kringum Volgu á Rússlandi. Dagana 1.—15. október veiktust um 10 þús. manns og þriðjungur þeirra dó. —- fRíkiserfinginn þýski fyrver- andi, er nú fluttur aftur heim til þýskalands, með leyfi þýsku stjórn arvaldanna. Hefir hann lofað því að koma ekki nærri stjórnmálum. — Lloyd George kom heim úr Vesturheimsför sinni laust fyrir miðjan nóvember, mátulega fljótt til að taka þátt í kosningabardag- anum. Var honum tekið með kost urn og kynjum. — Hinn 11. nóv. síðastliðinn mintust frönsku blöðin rækilega fimm ára afmælis vopnahlésins. Benda á jafnframt að nú séu þjóð- verjar þverari en nokkru sinni áð- ur um að borga skaðabæturnar, og jafnframt hafi þýski ríkiserfing- inn fengið heimfararleyfi og Luden dorf hafi verið slept úr fangelsi. Séu þetta hnefahögg framan í Frakka og því um að kenna hve Englendingar og aðrir Bandamenn séu orðnir linir gagnvart þjóð- verjum. — Eitt helsta vígi Búlgara, skamt frá höfuðborginni, sprakk nýlega í loft upp. 40 menn týndu lífi við sprenginguna. — Utanríkisráðherrann sænski varð að segja af sér embætti sínu, vegna ummæla hans, sem áður hef- ir verið getið, um varnarsamband Svía og Finna gegn væntanlegri árás Rússa. — Ungur læknir í Kristjaníu var beinist og að oss, einum og sér- hverjum. Tilgangurinn með þess- um guðsþj ónustum vorum er ein- mitt sá, að greiða drotni veg að hjörtum manna, einkum að hjört- um þeirra, sem fá eigi felt sig við ýmislegt í kenningum eldri kyn- slóða og eru framstigulir í hugsun- um sínum. Vér viljum einmitt hjálpa hvert öðru til þess að ryðja þeim tálmunum af vegi drottins, svo að hann eigi greiðari aðgang að oss. Vér viljum ekki, að gamlar erfikenningar skyggi á hann fyrir oss né börnum vorum. En fyrir þessa sök er þeim, sem óttast allar breytingar, lítið um oss. það skiftir litlu. Hitt varðar miklu, að oss takist að greiða veg drott- ins að einhverju leyti og gera beinni brautir hans að hjörtum samferðamannanna, ekki síst hinna ungu og uppvaxandi. Hvert sinn, er vér komum hér saman, getum vér lagt eitthvað það til, er verði til að greiða veginn. Sérhvert yðar kemur hér með sinn skerf. Öll leggið þér eitthvað til kirkjubragsins. Hver háttprúður og hljóður kirkjugestur kemur með sína blessun, og því stöðugri sem hann er og því sjaldnar sem hann lætur sig vanta, því meira gefur hann hinum kirkjugestunum. Vér erum öll liðir í andlegu samfélagi, þar sem best er að öll skilyrði séu sem líkust við hverja guðsþjón- ustu, til þess að vér getum orðið aðnjótandi andlegrar hjálpar af hæðum hvert sinn, er vér komum hér saman. það er óbifanleg sann- færing mín, að vér getum sótt hingað meiri styrk og hjálp en flest yðar grunar, ef vér fáumst aðeins til að leggja til skilyrðin. Erindi ákærður fyrir það nýlega að hann hefði misnotað réttinn til að gefa áfengislyfseðla. Sannaðist að á 8 mánuðum hafði hann grætt 310 þúsund krónur fyrir slíkar lyfseðla gjafir. — Giskað er á að Frakkar munu ætla að gera upptækar tolltekjurn- ar í Hamborg og Bremen, upp í skaðabæturnar. Eigi enski flotinn að veita aðstoð til þess. — Nefnd hefir setið að störfum á Finnlandi til að rannsaka flota- málin og sjóvamirnar. Leggur nefndin til að smíðuð verði á næstu 8 árum ný herskip fyrir 365 milj. finskra marka. Auk þess er gert ráð fyrir að 68 miljónum verði var- ið í sprengjur og tundurskeyti. — Lögreglan í Berlín hefir ný- lega komist fyrir um mjög víðtækt samsæri meðal kommúnista um byltingu á þýskalandi. Fundust í fórum forgöngumannanna gögn fyrir því að unnið er að slíku um alt þýskaland, fyrst og fremst vit- anlega meðal verkamanna í nám- unum og verksmiðjunum, að fá þá alla til að hefja verkfall að gefnu merki, en þvínæst hefir undirróður þessi verið magnaður í hernum. Fundust skrár yfir þær herdeildir sem talið var líklegt að sætu hjá, ef til uppreistar kæmi. Fullvíst er að forsprakkarnir hafa yfir miklu fé að ráða og alt er talið benda á að það fé hafi þeir fengið hjá erend- rekum Rússa í Berlín. — þýska stjórnin hefir í sum- um borgum látið taka ýmsa skemti staði eignamámi og notar þá nú fyrir almenningseidhús og svefn- stofur fyrir fátæklinga. — það er í ráði að stofna til reglubundna daglegra flugferða milli Kaupmannahafnar og Krist- janíu á næsta vori. — Sendiherra Japana í Washing- ton hefir nýlega keypt nálega 100 miljón fet af allskonar timbri í Bandaríkjunum. Á að nota til end- urreisnarinnar eftir jarðskjálftana heima í Japan. — Kynbótafélag á Jótlandi hefir nýlega keypt kálf, sem nota á til kynbóta, fyrir sex þúsund krónur. — Foch marskálkur heldur því fram, og vitnar í ummæli franskra herforingja sem eru í hinum her- numdu héruðum, að þjóðverjar yðar hingað á vissulega að vera miklu meira en að hlýða á ófull- komna prédikun prestsins og sálma sönginn og upplestur úr biblíunni. Prédikun prestsins og sálmasöng- urinn eiga að hjálpa til að gera yð- ur móttækileg fyrir styrk af hæð- um. Hjálp drottins er nálæg við sérhverja guðsþjónustu vora. Vér þurfum aðeins að gera oss nægi- lega ljósa návist hins ósýnilega heims, svo að oss taki að skiljast þetta. því opnari sem sálir vorar verða fyrir áhrifunum þaðan, því meiri blessun kemur yfir oss við sérhverja guðsþjónustu. Kapp- kosta því að koma með sem mest- an samhug í sál þinni, svo að þú rennir saman við hugi annara í til- beiðslu og þrá eftir því, sem gott er og guðlegt. Og nú þekkjum vér það af reynslu, að söngur eflir mjög samhuginn. Fyrir því vil eg biðja yður þess öll, að gera yður far um að leggja yðar skerf til söngsins. Miklu fleiri geta sungið með en gera það hér í kirkjunni. Ef söngurinn efldist hjá oss, yrði til- beiðsluhugurinn meiri og blærinn á guðsþjónustunni fegurri og inni- legri. Munið, að þér eigið öll að gefa eitthvað, svo að vegur drott- ins að hjörtunum verði greiðari. Og þér getið öll gefið eitthvað. Gleymdu ekki að gefa söng þinn, þú sem getur sungið. Hver bljúgur hugur, hver bænarhugsun, hvert kærleiksríkt viðvik eða kurteisleg háttprýði í mannþröng, alt verður þetta til að skapa andblæinn hér inni, en hann hefir sín áhrif á alla, sem hingað leita til að taka þátt í tilbeiðslunni með oss. „Hér er Guðs hús, hér er hlið himinsins“, þess ættum vér að minnast við sér- hafi nú miklu fleiri menn undir vopnum en heimilt sé samkvæmt Versalafriðnum. Ennfremur sé vopnasmíði og annara hergagna rekið í mjög stórum stíl á þýska- landi þvert ofaní ákvæði Versala- friðarins. Loks sé það opinbert leyndarmál að fjöldi þýskra verk- fræðinga og útlærðra verkamanna vinni að vopnasmíð í mjög stórum stíl í verksmiðjum í Rússlandi og séu þau vopn vitanlega ætluð þýska landi, þá er á þeim þurfi að halda. — Vilhjálmur keisari fyrverandi hefir lýst því yfir að heimför ríkis- erfingjans til þýskalands hafi ver- ið móti sínum vilja. Sjálfur kveðst hann og ekki hyggja til flutnings heim. — Seint í nóvember flutti Mus- solini ræðu í ítalska þinginu og gerði grein fyrir afstöðu Itala til deilumála Frakka og þjóðverja. Aðalatriðin voru þessi: það á að færa skaðabótakröfuna niður. það á að veita þýskalandi gjaldfrest í nógu langan tíma, nema um það sem gjalda á „í fríðu“. það á að taka í móti fullar tryggingar. Að þeim fengnum eiga Frakkar að fara burt með her sinn úr Ruhr- héraðinu. Engin afskifti á að hafa af innanlands málum þjóðverja önnur en þau að styrkja hverja þýska stjóm sem vinnur að því með festu og alvöru að reisa land- ið við. Engar breytingar á að gera um landamæri. ----o----- Sigurður Kristinsson forstjóri Sambandsins kom úr utanför með Islandi snemma í þessari viku. Atvinnuleysið. Bærinn hefir nú stofnað til skurðagraftar í Kringlu mýri og grjótnáms í Rauðarárholti fyrir atvinnulausa menn. Svavar Guðmundsson lætur af stjórn Kaupfélags Borgfirðinga nú um áramótin. Hefir félaginu vegn- að vel undir stjórn hans. Helgi Pétursson, sem verið hefir á skrif- stofu Sambandsins tekur við af Svavari. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta h/f. hverja guðsþjónustu. Við til- beiðslu vora myndast stigi til him- ins, og englar Guðs fara upp og niður stigann. Og allir hinir mörgu þjónar drottins flytja blessun hans til vor. Munum, að vanaleg skilningarvit vor greina aðeins lítinn hluta til- verunnar. þeir, sem hlotið hafa æðri sjónarhæfileika, sjá oft und- ursamlega hluti við guðsþjónust- ur. Frásögur um slíkt heyrast nú frá mörgum löndum. Eg hefi ný- lega mint yður á, að vér munum aldrei látnir einir; með tilbeiðsl- unni drögum vér að oss aðstoð af hæðum eða gerum oss hæf til að taka á móti hjálp þaðan. þess vegna er svo mikið undir því kom- ið,með hvers konar hug vér komum hér og sitjum hér. Mundu, að með hug þínum ein- um getur þú verið að greiða veg drottins. Og er ekki fyrir því haf- andi að koma til kirkju, ef þú með því getur hjálpað til að ryðja hon- um leið að öðrum sálum ? Sú bless- un, sem þú sjálfur nýtur, minkar ekki við það. Með ástúðarhugsun má fylla upp marga lægð á þeim vegi. Með söng samhugsins má lækka heila hóla á þeirri braut. Lát- um þetta vera yfirskrift yfir þessu kirkjuári: Greiðið veg drottins, gjörið beinar brautir hans! Amen. ----------------o----- Landsreikningurinn 1922. Rit- stjóra Tímans hefir nú hepnast að ná í eintak af landsreikningnum 1922, þótt ekki sé hann enn kom- inn fyrir almennings sjónir. Reikn- ingurinn gefur tilefni til mikilla at- hugasemda. þykir rétt að geyma þann lestur yfir hátíðirnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.