Tíminn - 22.12.1923, Blaðsíða 1
©jaíbtei
afgret&slumaöur Cimans er
Stgurgeir ^riferifsfon,
SombanösfyéiSHiu, KeYfjaoif.
^feteiksía
Ciman* er í Sambanösl)úsinu,
©pin öaglega 9—f2 f. y
Sirni 49«.
VII. ár.
Reykjayík 22. des. 1923
46. blað
André Courmont.
Haustið 1911 sendi stjórn Frakk-
lands komungan málfræðing, rúm-
lega tvítugan, til að kenna frönsku
hér við háskólann. J)essi maður hét
André Courmont. Eftir það hefir
hann dvalið langdvölum hér á
landi, þangað til fyrir rúmum mán-
uði að hann fór alfarinn heim til
Frakklands. En nú í vikunni barst
landsstjórninni skeyti um, að
hann hefði andast í París 11. þ. m.
Vera Courmonts á íslandi var
að mörgu leyti alveg einstæð í
sinni röð. Hann var frá framandi
þjóð, sem jafnan hefir haft hér
lítil skifti. Fáir útlendingar, sem
eiga annara kosta völ, setjast hér
að, og nálega engir af þeim er-
lendu mönnum, sem ílendast hér,
leggja nokkra verulega stund á að
nema málið, skilja bókmentimar,
eða sögu og lundarfar íslendinga.
Courmont fór öðru vísi. Hann
lærði íslensku betur en nokkur
annar útlendingur, nema ef vera
skyldi Rask. Hann gjörþekti bók-
mentir okkar og sögu. En dýpstur
var þó skilningur hans á náttúm
landsins. Hann þekti svo að segja
hvern hól, hæð eða stig á hálfu
landinu. En þessi þekking var ekki
dauður og kaldur bókstafur. 1 huga
hans lifði íslensk náttúra með öll-
um sínum óendanlegu breytilegu
blæbrigðum. Allir þessir strengir,
málið, bókmentirnar, fegurð lands-
ins og vissir þættir í eðli þjóðar-
innar bundu Courmont föstum
tengslum við fsland. það var ann-
að fósturland hans, jafnvel enn
kærara en Frakkland sjálft,
Sumarið 1911 hafði Courmont
nýlokið meistaraprófi í ensku.
Hann kyntist þá fslendingi, sem af
tilviljun dvaldi í París, og byrjaði
að nema íslensku, því að þá hafði
hann afráðið íslandsför um haust-
ið. í augum ókunnugra var þetta
kynleg ráðabreytni. Frakkar em
yfirleitt ekki útleitnir. þeir elska
sitt fagra land og sína glæsilegu
höfuðborg, sem þeir stundum
nefna „hjarta heimsins". það er
jafnvel ekki laust við, að margir
Frakkar, bæði mentaðir og óment-
aðir, líti á aðrar þjóðir, eins og
Foi-n-Grikkir á útlendinga, barbar-
ana, er þeir nefndu svo. Courmont
hafði sérstaka ástæðu til að vera
heimelskur. Hann átti efnaða for-
eldra. þau áttu heimili í undur-
fögru smáþorpi við ána Marne,
skamt frá París. þar hafði Cour-
mont vaxið upp, synt og róið eftir
ánni, en jafnan verið með annan
fótinn í París. þar hafði faðir hans
skrifstofu sína. þar gekk hann í
skóla. Allar þær mentalindir, sem
„hjarta heimsins", hin glæsilegasta
borg í heimi, hafði að bjóða, stóðu
opnar fyrir bráðgáfuðum einka-
syni efnamannsins. Courmont var
bráðþroska. Hann var orðinn stú-
dent á fermingaraldri. þá fór hann
til Cambridge, og nam þar enska
bókmentasögu og málfræði. þar
lærði hann engilsaxnesku; þá
vaknaði hjá honum, eins og Rask
forðum, löngunin til að komast að
hinni lifandi uppsprettu norrænn-
ar málfræði, íslenskunni. Um tví-
tugt gerði hann bók á ensku um
germanska málfræði, sem þótti
bera vott um mikinn skarpleik.
Litlu síðar var samkepni heima í
Frakklandi um 13 stöður fyrir
enska málfræðinga. Fleiri mönnum
þurfti ekki að bæta við í það sinn
til kenslu í ensku við mentaskóla
og háskóla í öllu Frakklandi. Kepp-
endur voru yfir tvo hundruð. Ein-
ir 13 gátu unnið í það sinn, þeir
skörpustu. Courmont varð hlut-
skarpastur þeirra allra. Sigurinn
var mikill. Margar stöður stóðu
honum opnar eftir þessa raun. En
útþráin dró hann burt í annað sinn.
Hann vildi út til íslands, og kom þá
um haustið að hinum nýstofnana
háskóla í Reykjavík, hinum minsta
í heimi. Foreldrum hans var sár
viðskilnaðurinn. þau skildu ekki,
að þessi langa lykkja út að íshaf-
inu þyrfti að leggjast á leið hans
til frama og vísindafrægðar í
Frakklandi.
Courmont kendi við háskólann
tvo vetur og hafði margt læri-
sveina. Vaknaði mikill áhugi fyrir
frönskunámi, sem ekki hefir til
fulls kulnað út síðan. I jólaleyfinu
fyrri veturinn var hann hálfsmán-
aðartíma á góðum sveitabæ skamt
frá Reykjavík. þar lærði hann á
örstuttum tíma að tala íslensku og
að hafa mætur á íslenskum hestum.
Eftir það talaði Courmont jafnan
íslensku við hvern íslendir.g. Hon-
um var ákaflega létt um að læra
mál, enda las hann nálega hvert
mál í Evrópu. Hann var þaullærð-
ur hljóðfræðingur, og kom það vit-
anlega að miklu gagni. Hann tal-
aði sín þrjú „móðurmál“, frönsku,
ensku og íslensku, ákaflega hreint
og blátt áfram, eins og innfæddur
getur best gert, en án þeirra blæ-
lýta, sem oft spilla máli fæðingj-
anna. Courmont hafði ótrúlega
gott vald yfir íslensku. Hann gerði
nálega aldrei beygingarvillur, vant-
aði aldrei orð til að setja fram
hugsanir sínar. Og hann, sem
kunni fleiri mál og betur en nokkur
annar maður í Reykjavík, varaðist
eins og heitan eld að sletta nokk-
urntíma útlendu orði, er hann tai-
aði íslensku. Eg hefi engan mann
þekt, nema sr. Magnús Helgason,
sem talaði jafn hreint og látlaust
íslenskt mál eins og hann.
Sumarið milli vetra þeirra, sem
Courmont kendi við háskólann,
ferðaðist hann um Borgarf jörð, yf-
ir Árnessýslu ofanverða, norður
Sprengisand, að Mývatni, Detti-
fossi, Ásbyrgi, yfir þingeyjar-
sýslu, Eyjafjörð, og þaðan póst-
leiðina suður til Reykjavíkur. Frá
Akureyri fór hann aleinn með tvo
hesta, eins og íslenskur ferðamað-
ur. Á þessari leið kyntist hann
sveitafólkinu og sveitalífinu í þeirri
mynd, sem það var honum hug-
þekkast. Næsta vor ferðaðist hann
um Snæfellsnes og fór síðan, að
því er hann sjálfur hugði, alfar-
inn héðan af landi vorið 1913. Var
honum þá haldið mikið kveðjugildi
af hinum mörgu lærisveinum og
góðvinum. Einn af ræðumönnun-
um bað hann vera kjörinn riddara
íslands úti í hinum stóra heimi.
Annar bað hann flytja með sér í
endurminningunni hinn gylta
Ijóma af vogunum og víkunum hjá
Reykjavík, eins og þær glitra á
björtum, kyrrum júníkvöldum.
Heima fyrir beið Courmonts hin
skyldubundna kvöð, tveggja ára
herþjónusta. En áður en þeim tíma
var lokið, skall á heimsstyrj öldin
mikla. Courmont var fyrstu mán-
uði stríðsins í setuliðinu í hinu
ramgerða virki Belfort. En brátt
lenti hann í eldlínunni, varð undir-
foringi og tók þátt í mörgum or-
ustum. Sumarið 1915 særðist hann
stórkostlega í áhlaupi. Sprengi-
kúla tættist sundur skamt frá hon-
um. Smábrotin særðu hann mikið
öðru megin á höfðinu. Hann varð
blindur á öðru auga af loftþrýst-
ingnum; kúlubrot fór gegnum
aðra höndina. Hann féll í ómegin á
vígvellinum og vaknaði ekki til
meðvitundar fyr en mörgum vik-
um síðar, á sjúkrahúsi langt að
baki herlínunni. Foreldrar hans og
systir vissu ekki, hvort hann var
lífs eða liðinn allan þennan tíma.
Eftir margra mánaða legu var
hann fær til andlegra starfa, en
ekki til herþjónustu. Stjórnin setti
hann þá í herstjórnarráðið, yfir
nokkurn hluta af fréttadeild þess.
Hafði Courmont þar um 40 aðstoð-
armenn. þangað bárust blöð á öll-
um tungumálum veraldai'. Helsta
efninu úr sögusögnum allra blaða
um stríðið var steypt saman í eitt
dagblað, sem engir fengu að sjá
nema háttsettir foringjar í hern-.
um og æðstu embættismenn. Blað
þetta var eins og skuggsjá, þar
sem valdamenn Frakklands fengu
daglega að sjá, hvað leiðandi menn
í öllum löndum sögðu um menn og
málefni styrjöldinni viðkomandi.
Courmont stýrði þessari frétta-
deild og hafði yfirritstjórn blaðsins
á hendi. En svo var hann enn
máttfarinn, að hann gekk lítt um
borgina, en ók í bifreið milli skrif-
stofunnar og heimilis síns. Við
þetta starf kom Courmont vel
málaþekking sín, en áreynslan
hefir vafalaust seinkað batanum.
Skyndilega fær hann skipun um að
fara til íslands og vera þar ræðis-
maður Frakka. Allar líkur eru til,
að frönsku stjórninni hafi þótt
nokkru skifta að hafa hér á því
tímabili vel hæfan og kunnugan
mann, og var þá vitanlega enginn
til starfans færari í öllu landinu
heldur en Courmont.
Á útmánuðum 1917 kom Cour-
mont til Reykjavíkur með ensku
herskipi. Hann var sjálfur nokkuð
breyttur maður og kom að breyttu
landi. Ógnir skotgrafanna skildu
eftir þögular menjar í sálum
þeirra, sem lifðu með í þeim hörm-
ungum, sem mennirnir geta skap-
að beiskastar. Eins og nálega allir
hermenn var Courmont fámáll um
stríðið. Sá ljómi, sem fram yfir
daga Napóíeons hvíldi yfir styrj-
öldunum, er nú með öllu horfinn,
ekkert eftir nema raunirnar og
ömurleikatilfinningin.
Fyrstu missirin var mikið að
gera fyrir ræðismann Frakka hér
á landi. Courmont stóð fyrir kaup-
um tíu togara, sem seldir voru
Frakkastjórn. Bandamenn fengu
nálega alla matvælaframleiðslu
landsins, og gekk töluvert af
þeirri verslun gegn um skrifstofur
ræðismannanna. Fyrstu mánuðina,
sem Courmont gegndi þessu starfi,
var hann lítt fær til líkamlegrar
áreynslu. Hann heilsaði með vinstri
hendinni, því að sú hægri var enn
um stund máttlítil, en þó viðkvæm
eftir sárin frá 1915. En smátt og
smátt hrestist hann. Hreina, tæra
fjallaloftið var honum lífdrykkur.
Einn af góðvinum hans lét hann
fá hest til að fara á út úr bænum.
Fyrstu dagana fór hann fót fyrir
fót, eins og örvasa gamalmenni. En
hestarnir íslensku urðu annar lækn
ir hans. Heilsan fór dagbatnandi.
Eftir nokkur missiri fékk hann aft-
ur sjónina á hægra auga og hægri
hönd náði fullum styrkleik. Cour-
mont sagði, að Island hefði gefið
sér lífið að nýju.
Nú byrjaði nýtt líf. „Frönsku-
prófessorinn", eins og hann hafði
oft verið kallaður, hafði þekt að-
allega andlega hlið Islendinga.
Ræðismaðurinn komst meir í
kynni við fjármálahlið mannanna.
Og fyrir fíngerða menn og skarp-
vitra er hún hvergi nærri eins
glæsileg. Courmont varð í þessu
efni fyrir einhverjum vonbrigðum,
þóttist ekki þekkja aftur sama
svipinn á þjóðinni eins og fyr. En
landið sjálft var óbreytt, og þar
hnýtti Courmont aftul’ hina slitnu
þræði. Hann eignaðist marga hesta
og góða og notaði þá töluvert, bæði
sumar og vetur.Hann f erðaðist líka
mikið í bíl, það sem akfært var frá
Reykjavík, Sumar eftir sumar
varði hann öllum sínum tómstund-
um til að auka skilnaðargjöfina:
Gull endurminninganna frá ís-
lensku útsýni. Hann kom þrásinn-
is á alla fallegustu blettina á
Reykjanesskaga, Reykjanesfjall-
garði, Borgarfirði og Suðurlág-
lendinu. þegar skammdegið kom,
var langferðunum lokið. En þá
átti hann annan heim, sem myrkr-
ið og vetrarkuldinn náði ekki til.
Enginn annar maður átti jafnmik-
ið og gott safn af dýrindis mál-
verkum eftir Ásgrím Jónsson: Sól-
arlag í Hornafirði, fossa, jökla,
skrúðgræn engi, skóga, brattar
fjallahlíðar og bergvötn bláfreyð-
andi á flúðum. par var dýrð ís-
lenskrar náttúru hafin í æðra veldi,
hafin yfir myrkur og veðrabrigði,
flutt inn í hús og gerð að daglegu
augnayndi.
Foreldrum Courmonts, einkum
föður hans, var hin mesta raun að
þrásetu hans á þessu afskekta út-
skeri. Faðirinn var auðugur, stór-
huga, djarfur og nokkuð harðlynd-
ur. Móðirin blíðlynd og innibyrgð.
Hún vildi helst aldrei búa inni í
París. Sveitadýrðin var henni líf og
yndi. Sonurinn var sambland úr
þessum andstæðum. Faðirinn vissi
um yfirburðahæfileika sonar síns.
Hann vildi eins og góður borgari
láta þá skína heima í ættlandinu.
En sonurinn átti annað ættland.
Um mörg ár var þetta deiluefni,
hvort af ættlöndum yngra Cour-
monts ætti að meta meira, óútkljáð
sársaukamál milli þeirra feðga.
Faðirinn skildi aldrei, hvað það
var, sem dró son hans frá auðnum,
þægindunum og framavonunum út
á ystu takmörk hins byggilega
heims. Einstöku menn villast á öll-
um öldum á þann hátt út af hinni
troðnu braut, leita gæfunnar í
hinu einfalda,óbrotna lífi. Rousseau
hafði endur fyrir löngu prédikað
þessa hugsun. Tolstoy og Ruskin og
fleiri minna þektir menn hafa
fylgt henni í verki. Courmont var
einn af þeim. Aðstaða hans öll,
ætt, fjárráð, uppeldi í París og
Cambridge beindu honum einhuga
að hinu fágaða lífi yfirstéttanna 1
höfuðsetrum menningarinnar. En
hin innri þrá bar hann í gagnstæða
átt til þess lands í Norðurálfu, sem
minst skín á metaskálum heims-
frægðarinnar, þar sem mannshcnd-
in hefir minst skapað af ytri þæg-
og þessa voldugu ótömdu náttúru.
Bæjarmenning landsins var honum
aldrei kær. Sá sem hafði snúið bak-
við hinum fáguðustu myndum
borgalífsins, gat ekki verið nrifinn
af fátækustu eftirmyndunum. En
landið og sveitalífið heillaði huga
hans. Eg hefi engan Islending
þekt, þó að þeir séu sjálfsagt til,
sem lét sér eins ant um hestana
sína eins og hann, stilti í hóf um
áreynslu, brynti þeim, gaf þeim
brauð og sykur, breiddi yfir þá, ef
kalt var, hugsaði um að þeir væi*u
vel og- heppilega járnaðir. Stór-
bokkum og yfirlætismönnum þótti
kurteisi hans nokkuð þur og köld.
En í sveitinni steypti hann af sér
Glæsivallabrynjunni. Hann þel.ti
fjölda bænda víðsvegar um land og
átti marga að vinum frá ferðalög-
um sínum. 1 sumar sem leið gisti
hann hjá einyrkja í Borgarfirði.
þurkur kom skyndilega. Hestar
bónda höfðu hlaupist burtu og náð-
ust ekki til að binda á þeim heyið
heim. þá bauð Courmont bónda að
vera þar um daginn og lét hann
hafa alla sína reiðhesta undir hey-
bandið. Bjargaði bóndi þarmig
miklu af heyfeng sínum frá hrakn-
ingi og skemdum. Slík atvik bregða
ljósi yfir eðli Courmonts, ást hans
á íslandi og langdvalir hér, rnóti
því, sem kalla mátti rétt rök og
frænda og vandamannaráð.
Undir eins og Courmont kom
hingað úr stríðinu, þóttist hann
kenna andlegrar breytingar í þjóð-
inni. Honum hafði ekki yfirsést
þar. Stríðsgróðinn hafði dregið
þjóðina, eða mikinn hluta hennar,
inn í skugga gróðavalds og aura-
hyggju Hann talaði oft um
„gamla“ ísland, sem væri horfið að
mestu, og hið „nýja“, sem var kom-
ið í þess stað. Einfaldleiki og hug-
arhreinleiki náttúrubarnanna hafði
að hans dómi druknað í peninga-
dýrkun stríðsáranna. þessi tilhugs-
un byrgði í huga hans nokkuð af
fegurð landsins, og skygði á nokk-
uð mikið af gullbránni á vogum
hins andlega og félagslega lífs á
Islandi.
Að lokum ákvað hann að flytja
heim, og gera föður og móður þá
ánægju að vera í nánd við þau hin
síðustu ár þeirra. Stjórnin hafði
haft við orð að flytja hann suður
í lönd, til meira starfs og hærra
valds. Laust fyrir miðjan október
fór hann alfarinn héðan heim.
Bókasafn hans,eitt hið stærsta sem
einstakur maður átti hér á landi,
og hin dýru málverk Ásgríms voru
komin á undan til Frakklands. Fað-
ir hans hafði ætlað honum fyrir þá
hluti mikil húsakynni í stórhýsi á
æskustöðvunum við Marne. En
dvölin heima hjá foreldrum og
systur hefir varla verið nema
hálfur mánuður. Heimkomni son-
urinn hafði eignast tvö fósturlönd,
en verið að hálfu leyti gestur og
framandi í báðum. En nú hefir
sterkara vald en stjórn Frakklands
gefið honum hið þriðja föðurland.
J. J.
indum, þar sem náttúran nýtur sín
enn að miklu leyti, óbeygð af valdi
mannsins. Fjallanáttúra ís’ands
fullnægði hugsjón hans, tæra loft-
ið, skygnið, hin óteljandi litbrigði
landsins, hestarnir íslensku, sem
eru samgrónir náttúru landsins.
Og þjóðin,eða þó öllu heldur sveita-
fólkið, eins og hann kyntist því á
ferðum sínum fyrir stríðið, var
honum hugstætt. þessi þjóð, sem
hafði lifað af erfiðleika þúsund ára
einangrunar, augliti til auglitis við
- ■" -o --
„Myrkrahöfðingjar“. það kými-
yrði flýgur um bæinn, og þykir
réttnefni eins og á stendur, að
kalla rafmagnsnefndarmenn bæj-
arstjórnarinnar „myrkráhöfð-
ingja“. Er því eins farið um raf-
veituna, sem um langflest, sem
verkfræðingar hafa komið nærri á
landi hér. Væri það saga til næsta
bæjar, að höfuðstaðarbúarnir sætu
í myrkri um jólin.