Tíminn - 22.12.1923, Blaðsíða 4
172
T I II 1 N N
Hraun í Fljótum
munu fást til ábúðar á næsta vori.
Einar B. Guðmundsson.
Komandi ár
Fyrra bindi fæat hjá Ársæli Árnasyni og í Kaupfélaginu. Verð 3.50.
Ágóðinn rennur í Minningáísjóð Hallgríms Kristinssonar.
HAVNEMÖLLEN
KaupmannahSfn
mælir með sínu alviðurkenda rúgmjö 1 i ofe nveiti.
Meirí vörugæði ófáanleg.
S.I.S. skiiftir eixxg-özxg'UL -vlö oláziuuLr,
Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
Rússar bjóði Frökkum að senda til
Rússlands erendrekasveit sem njóti
fullkominnar verndar, geti gætt
franskra hagsmuna og hafi leyfi
til að senda dulmálsskeyti til
Frakklands. Sömu aðstöðu fái
Rússar.
— Um síðustu mánaðamót var
talið að um 2 milj. og 800 þús.
menn væru atvinnulausir á þýska-
landi. Er það hærri tala atvinnu-
lausra manna en nokkru sinni hefir
verið á Englandi. Nú er verið að
koma á föstu peningagengi á
þýskalandi og þá er talið víst að
atvinnuleysið aukist enn gríðar-
lega. Muni dýrtíðin og atvinnuleys-
ið þá aukast enn stórkostlega. Geti
þá enginn séð fyrir afleiðingarnar.
— Læknarnir frönsku vekja at-
hygli á því, að þjóðinni standi stór-
mikil hætta af því, hve sá siður er
algengur að mæður komi börnum
sínum í fóstur. Árið 1921 er talið
að milli 80 og 90 þús. börn, sem þá
fæddust, hafi verið látin í fóstur.
Einungis 2% af þeim voru höfð á
brjósti og afleiðingin var, að um
50 % dóu. Enn er talið að 40 % deyi
af börnum þessum á fyrsta og öðru
ári. Er þess nú kraíist að læknar
hafi strangt eftirlit með meðferð
slíkra barna.
— Spánarkonungur var nýlega á
ferð í Ítalíu og heimsótti páfa. Er
það fyrsti þjóðhöfðinginn sem
heimsækir páfa síðan 1870. Lýsti
konungur því yfir í ræðu, að enn,
sem fyr, væru Spánverjar reiðu-
búnir til að styðja páfastólinn af
öllu afli.
— Fyrir mánuði síðan var hald-
inn alþjóða læknafundur í Brux-
duð, sem einkum ræddi um lækn-
ing á krabbameini. þykir það nú
endanlega sannað, að krabbamein
sé læknanlegt, ef nógu snemma ev
byrjað að lækna. Var lögð áhersla
á, að læknar veittu almenningi
sem nánasta fræðslu um krabba-
mein og hvettu menn til að vitja
læknis í tíma.
— Aðfaranótt 27. nóv. síðastl.
heyrðust raddir í fyrsta sinn yfir
Atlantshafið. það var þráðlausa
stöðin í Garden City við New
York, sem heyrði greinilega orða-
skil til þráðlausu stöðvarinnar í
Newcastle.
— Franska stórblaðið Le Matin
flytur þá fregn um síðustu mán-
aðamót, að allar líkur séu til, að
skaðabótanefndin verði bráðlega að
hætta störfum vegna peningaleys-
is. Samkvæmt Versalafriðnum eigi
þjóðverjar að kosta allar þær
nefndir, sem nauðsynlegt sé að
skipa friðarsamninganna vegna.
Hafi þjóðverjar goldið skaðabóta-
nefndinni reglulega til júnímánað-
arloka, en síðan ekkert. Hafi nefnd-
in margkrafið þá, en árangurs-
laust. þótt nefndin hafi haft vara-
sjóð, sem numið hafi 25 milj.
franka, verði hann búinn í janúar-
lok. þá verði nefndin að hætta
störfum. Blaðið bætir því við, að
Englendingarnir í nefndinni láti
sér á sama standa. Sé það ekki und-
arlegt, þar sem helstu stjórnmála-
menn Englendinga telji nefndina
verkfæri í hendi Frakka og Belga
um að framkvæma þá stefnu, sem
Englendingum sé andstæð. Liggi
nærri að ætla, að Englendingar
muni hafa gefið þjóðverjum bend-
ingu um að flýta sér ekki að borga
nefndinni.
— í langan tíma hefir það verið
eitt mesta áhyggjuefni Frakka,
hve fæðingar eru miklu fátíðari
hjá þeim, hlutfallslega, en hjá öðr-
um þjóðum. Árið 1921 fæddust 1
milj. og 800 þús. böm í Japan,
lJ/2 milj. barna á þýskalandi, 1*4
milj. börn á Italíu, 1 milj. og 63
þús. á Englandi, en ekki nema rúm-
lega 800 þús. börn á Frakklandi.
Og síðan hefir fæðingum enn
fækkað. Árið 1922 fæddust t. d.
ekki nema rúmlega 700 þús. börn
á Frakklandi. þýskaland er nú
minna land en Frakkland, en þó
fæðast þar helmingi fleiri börn ár-
lega. Hafa hagfræðingamir reikn-
að út, að haldi áfram í sömu átt og
nú, muni ekki fæðast nema um
250 þús. börn á Frakklandi árið
1940. Fyrir stríðið var Frakklandi
skift í 86 fylki. Árið 1911 var svo
komið, að í 58 fylkjum dóu fleiri
árlega en fæddust, og síðan hefir
hríðversnað. Er sagt, að í sumum
hinum fi-jósömu héröðum landsins
sé svo komið, að lönd sem áður voru
akrar og víngarðar, eru að vaxa
skógi. Vantar fólk til að hirða
landið.
— þrjátíu og fimm konur voru í
kjöri við ensku kosningamar. I
einu kjördæmi keptu tvær konur
og enginn karlmaður.
— Hinn mikli bifreiðakóngur
Bandaríkjanna, Ford, telur sig
munu smíða 10 þúsund bifreiðar á
dag áður en langt líður. Bifreið-
arnar eru seldar um heim allan, t.
d. eru 50 þúsund seldar árlega á
Englandi einu.
----o---
Gtengid.
Eitt hið mesta böl flestra Ev-
rópuþjóða er lággengið. Svíþjóð og
Bretland eru meðal hinna fáu
gæfusömu landa, sem hafa vex*ð-
mæli sinn í nokkurnveginn heil-
brigðu lagi. En svo varkárir eru
Bretar í þessu efni, að mikið veður
er gert af því í öllum blöðum, ef
pundið lækkar um nokkra aura í
hlutfalli við dollai’inn. Bretar vita,
að lággengið er fyrir fjármála-
sjálfstæði þjóðanna eins og opið
sár fyrir mannslíkamann. Ef ekki
er um bundið, er dauðinn vís.
Alli’a glögglegast má sjá eyði-
leggingu lággengisins í hinum
sigruðu löndum, einkum þýska-
landi. Fyrir nokkrum vikum var
markið fallið svo, að utan á dálít-
illi póstsendingu af blöðum til út-
landa voru 680 miljarðar marka í
frímerkjum. Enginn hlutur í búð
var svo lítill og ómerkilegur, að
ekki kostaði hann miljarða marka.
to,ðarhIu^^
STOKKHÓLMI
Lífsábyrgðarfélagið THULE
Stokkhólmi.
Fimmtíu ára starfsemí
1873 — 12. maí — 1923
Tryggingarfjárhæð 31. des. 1922 . . . kr. 577.000.000.00
Eignir 31. des. 1922 ..............— 150.000.000.00
Tekjuafgangur fyrir árið 1922 .... — 2.397.837.00
sem er skift þannig:
Til hluthafa . . . kr. 30.000.00 eða 1.25% af arðinum
Til varasjóðs ... — 250.544.00 — 10.45% - —
Til vátryggj. (bónus). —2.117.293.00 — 88.30% -
Aðalumboðsmaður á Islandi:
'V. TulIíIXÍULS Reykjavik.
Útlendingar flyktust til þýska-
lands og lifðu þar ríkismannalífi
á örlitlum upphæðum í erlendri
mynt. Hægt var að kaupa stórar
jarðir og glæsilegar húseignir, með
erlendu fé, fyrir örlítið brot af því,
sem verið hafði sannvirði fyrir
sti’íð, enda eiga útlendir menn nú
afai’mikið af fasteignum landsins.
Verðfalli peninganna fylgir verð-
hækkun á allri nauðsynjavöru.
Tekjurnar vaxa þó ekki í hlutfalli
við útgjöldin. Allur þorri manna
lifir við hungur og harðrétti. Eftir
því sem greinagóðir menn skrifa
frá þýskalandi, er ekki hægt að
vei’ja matvælabúðirnar fyrir ásókn
hinna hungruðu, nema með því að
vopnaðir lögreglumenn séu sí og æ
á ferli og skjóti á mannhópana,
hvar sem bólar á að hungurshvöt-
in verði skynseminni yfirsterkari.
Síðustu skeyti frá útlöndum
hei’ma, að þjóðverjar séu að reyna
að fá stórlán í Ameríku fyrir
bi’auð, til að foi’ða þjóðinni frá
hungurdauða í vetui’. En skilyrðin
eru hörð. Að veði verður að láta
fasteignir landsins. Fyrir hungur-
brauð einn vetur verður heil þjóð
að setja annari þjóð að veði hús-
eignir sínar og jarðir.
Tveir af nábúurn og frændum Is-
lendinga, Danir og Norðmenn,
hafa stórfallna peninga. Norska
krónan er lítið betri hinni íslensku.
Báðar þjóðirnar reyna af alefli að
rétta við gengið. Danir hafa tekið
stórlán í Englandi, sem á að nota
í því skyni, en óvíst þykir um
áhrifin. Eins líklegt, að þau verði
í gagnstæða átt við það, sem til er
ætlast. Noi’ðmenn i’eyna m. a. að
minka innflutninginn með háum
tollum og samtökum. Mei’kur há-
skólakennari, Jon Skeie, hefir í
bændablaðinu Nationen, sagt, að
það væi’u fjáimálaleg föðui’lands-
svik að flytja brennivín fyrir
margar miljónir króna inn í land-
ið, þegar Noregur væri í sívaxandi
vandræðum með að borga korn til
lífsbjai’gar fólkinu, sem kaupa yrði
frá Ameríku. Snemma í þessum
mánuði samþykti norska þingið á
einum degi lög um, að nálega allir
innflutningstollar skyldu nú um
stundai’sakir miðaðir við gullverð.
Við það hækka tollarnir hér um bil
um helming. þetta myndi vei’ða
voðaleg byrði fyrir íslenska bænd-
ur framvegis, ef ekki nást samn-
ingar milli landanna, eins og raun-
ar er von um nú.
Alstaðar erlendis reynir hver
‘þjóð af ítrasta megni að græða
þetta holsár, lággengið. Menn deil-
ir að vísu á um leiðir. En um orsök-
ina getur tæplega orkað tvímælis.
Fátækt landanna, eða óstjórn á
fjármálum, skapar lággengið. For-
ráðamenn bankanna í Svíþjóð og
Englandi héldu niðri fjárglæfrum
og braski á stríðsárunum. I Dan-
mörku og Noregi voru leiðandi
menn sumi’a aðalbankanna djúpt
sokknir ofan í f j árglæfrana. Tapið
á fjárglæframönnunum þar hefir
Stór jörð
í Húnavatnssýslu til sölu. Ágætir
borgunarskilmálar, lítil niðurborg-
un og sanngjai’nt vei’ð.
Nánari upplýsingar fást hjá
Jóni Á. Guðmundssyni
Gi’óðrarstöðinni, Reykjavík.
orðið litlu minna í þessum löndum
en hér á Fiskhringnum og sumurn
síldarspekúlöntunum. I sigruðu
löndunum er ástæðan auðsæ. Stríð-
ið hefir gleypt mestallan þjóðarauð
inn og það, sem lánstraustið gat
veitt. Auk þess hafa efnamenn
þjóðvei-ja beinlínis felt gjaldeyri
sinn, með því að flytja sem allra
mest verðmæti úr landi Qg bjarga
sér úr hruninu, hvað sem þjóðinni
liði.
Ef menn skilja orsakir lággeng-
is, þá er hægra um bjargráðin.
Noi’sku bændurnir kenna hrunið
mikið því, að braskararnir í borg-
unum hafi haft fullkomið vald yfir
bönkunum, en bændastéttin nálega
engin áhrif. I bankai’áði Noregs-
banka séu 15 menn, þar af aðeins
2 sem telja rnegi fulltrúa sveit-
anna. Nú krefjast bændurnir að fá
hlutfallslega við fólksfjölda vald
yfir lánsstofnunum. Með því, og
minkuðum innflutningi, ætla þeir
að bjarga þjóð sinni frá að sökkva
dýpra í það fen, „sem fjármálaleg
föðurlandssvik“, eyðsla og fjár-
glæfrar hafa steypt þjóðinni í.
----o----
Ástandið í Reykjayík. ^
Fregnirnar sem borist hafa úr
Reykjavík í haust hljóta að vera
mörgum manni áhyggjuefni. Ann-
arsvegar atvinnuleysi meira en
nokkru sinni áður og háværar radd
ir um nýjar lántökur hins stór-
skulduga bæjar, til atvinnubóta.
Hinsvegar að búðadýrðin er aldrei
meiri en nú, aldrei meiri innflutn-
ingur á óþarfavarningi og aldrei
jafnmargir menn, sem ætla sér að
lifa af verslun.
Og alt af fjölgar fólki í bænum.
Mikið reist af húsum í sumar. En
engu að síður sömu húsnæðisvand-
ræðin.
Hversu lengi á þetta að ganga
svo?
Vitanlega verður það að taka
enda, að menn þyrpist til Reykja-
víkur og svo eigi það opinbera að
sjá þeim fyrir atvinnu. —
Nýkomin fregn frá Kaupmanna-
höfn hermir, að þar í borg hefir
borgarstjórnin ákveðið að nota
lagaheimild sem til er til að hindra
innflutning í borgina utan af lands-
bygðinni. Framkvæmdin verður
með þeim hætti, að húseigendum
er bannað að leigja, nema með
samþykki borgarstjórnar, því
þakkarávaxp.
Hjartans þakkir Miðdælingum
og fleirum, sem veittu oss þá miklu
hjálp og hluttekningu, þegar sjúk-
dóma og erfiðleika bar að höndum,
sem nú er ráðin full bót á, fyrir
hjálp guðs og góði’a manna.
Glæsivöllum 3. des. 1923.
Guðrún S. Sigurjónsdóttir.
Kristín Ásgeirsdóttir.
Sigurjón Jónsson.
Gömul íslensk frímerki, allar
tegundir, keypt hæsta verði.
P. A. Skægemo.
Sandviksveiens Postkontor,
Bergen, Noi’ge.
AUGLÝSING.
Á síðastliðnu hausti var mér undir-
rituðum dregið gult hrútlamb, er eg
á ekki, með minu marki: Tvístýft fr.
hægra, sýlt gagnbitað vinstra. — Eig-
andi gefi sig fram og semji um markið
og lambið. Ástæðan fyrir diætti á aug-
lýsingu þessari er sú, að eg vissi ekki
fyr en nú, að eg átti ekki lambið, það
er eg reiðubúinn að sanna, ef krafist
verður.
Grjóteyri í Borgarfjarðarsýslu,
30. júni 1923.
Hjörtur Hansson.
fólki, sem áðui’ bjó utan borgar.
Enn eru ákvæði um að mega vísa
fólki burt úr bænum, sem nýlega
er sest að. Alt að 10 þúsund króna
sekt liggur við broti fyrir báða,
húseiganda og leigjanda. —
Löggjöf í líka átt sem þessa er
nauðsynleg bæði fyrir Reykjavík
og fyrir landið.
Ef svo fyndist eitthvert ráð til
að fækka verslununum, þannig að
ekki yrði nema t. d. einn tíundi eft-
ir, væri stórum skift til bóta.
-----o----
Námskeið
í bui’sta- og körfugerð stóð yfir á
Akranesi frá því í byrjun október
síðastl. fram í miðjan nóvember
Hafði U. M. F. Akraness gengist
fyrir, að námskeið þetta færi fram.
Kennai’i við námskeiðið var frú
Herdís Jakobsdóttir á Eyrarbakka.
Námskeiðið stóð yfir í sex vikur.
Sóttu það 23 nemendur. Kent var
í tveimur flokkur og naut hvor
flokkur tilsagnar annanhvorn dag,
3—4 stundir daglega. Að loknu
námskeiðinu fór fram sýning á
munum þeim, er unnir höfðu verið.
Gafst mönnum þar á að líta, því
nær 160 munir höfðu verið unnir,
og nokkrir af allmiklum hagleik,
svo sem saumaköi’fur á fæti,blóma-
stæði, myndarammar, pokar úr
basti o. fl. o. fl. En mörgum varð
þó stai’sýnast á gólfmottumar, er
fyltu eitt horn sýningarstofunnar.
Gátu menn þar séð, hve óþarft e\’
að kaupa slíka muni frá útlöndura
fyrir ærna peninga, þar sem víðasi;
hvar í sjóþorpum er gnægð kaðla,
sem til einskis eru nýtir. Sýning
þessi sannaði og, hve óþarft er að
greiða útlendingum há vinnulaun
fyrir að búa til handa okkur góli'-
sópa og grófari bursta alla, og eimi-
ig hitt, hve heimskulegt er að nota
ekki okkar ágæta, íslenska hross-
hár í bursta og sópa.
Eitt er víst og það er þetta, að
frú Herdís hefir með komu sinni
og dvöl hér á Akranesi kent þeim,
er námskeiðið sóttu, ný vinnu-
brögð, er mega koma þeim að
gagni í lífinu og okkur hinum, er
aðeins fengum að sjá munina, hef-
ir hún sannað það, hve margt og
rnikið má vinna á furðu stuttum
tíma, ef rækt og alúð er lögð við
starfið, því engum sýningargesti
gat blandast hugur um, að nem-
endurnir gátu ekki unnið svo mik-
ið og vel, nema því að eins, að öll
stjórn og kensla hefði verið óvenju
góð. S. p.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta h/f.