Tíminn - 02.02.1924, Síða 2
18
T I M I N W
Simtntu
Gerist kaupendur að Tímanum frá áramótunum.
Merkileg tíðindi munu bera við á þingi; sem allir verða að fylgj-
ast með.
Lesmál Tímans verður meira þetta ár en var síðastliðið7 en verðið
er hið sama. Innlendar og útlendar fréttir verða auknar.
Ungir bændur og gamlir! Gerist þegar áskrifendur að Tímanum,
sem berst fyrir málum landbúnaðarins.
Minnist þess að andstæðingar bænda og samvinnumanna herða
enn róðurinn.
Með næsta pósti verða send sýnisblöð til margra styrktarmanna.
Eru þeir beðnir að nota þau vel.
111 meðíerð
á skepnum.
5. des. síðastl. voru 67 hross send
með „Gullfossi“ frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar.
Skipið hrepti veður ill og vond-
an sjó. Var nærri 6 sólarhringa í
hafi. Kom til Kaupmannahafnar þ.
11. des.
Hrossunum var komið fyrir á
millidekkinu í afturlestinni. Básar
voru afmarkaðir og voru 6 og 7
hross í hverjum. Lengd básanna
var hér um bil 4 álnir, en breiddin
tæpar 3.
Dekkið er úr jámi og illstætt á
því blautu fyrir hross, þó kyrt sé,
en óstætt með öllu þegar skipið
veltur í stórsjóum.
Lestaropin verða að byrgjast,
svo loftið niðri verður óþolandi.
Við þennan aðbúnað urðu
veslings skepnurnar að hýrast í 6
sólarhringa, oftast í vondum sjó.
Engum getur dulist, að skepn-
urnar hafa liðið sárar þjáningar.
Hestar eru sjóveikir engu síður
en menn, en sá er munurinn, að
mennirnir hafa tök á að leita sér
þæginda og biðja um hjálp, en
skepnurnar verða að þegja og
þjást. Mennimir liggja í þægi-
legri hvílu og geta notið
svefns og værðar, en skepnumar
verða að berjast við að standa á
flughálu járngólfinu, og fá aldrei
hvíld.
Vitanlega verður sú barátta von-
laus, því þó að svo sé þröngt í bás-
unum, að hestarnir hafi stuðning
hver af öðrum þegar sjór er til-
tölulega kyr, þá stoðar það ekki
þegar skipið kastast á ýmsar hlið-
ar í stórsjóum.
Gólfið er þá ekki lengur undir
fótunum, ■— það reisist upp og
hrossin skella niður — öll í eina
kös, þau brjótast um, reyna árang-
urslaust að fóta sig, skella aftur og
aftur niður, berja hvert annað í
umbrotunum og troða hvert annað
undir.
það er vonlaus barátta um lífið.
Sum festa fæturna undir neðsta
slagbrandinum, sem afmarkar bás-
inn, því hann er ekki niður við
gólf. þau taka á öllum kröftum til
að losa sig, en árangurinn verður
aðeins sá, að þau beinbrotna. End-
irinn verður sá, að kraftarnir
þrjóta, skepnan liggur hreyfingar-
Stjórnarskiflin ensku.
Á þessum byltingatímum, sem
vér lifum á, skeður margt ein-
kennilegt og ótrúlegt, en eitt hið
allra merkasta eru stjórnarskiftin
á Englandi. Englandi hefir frá
alda öðli verið hið fyrirheitna land
höfðingjavaldsins, og nú alt í einu
tekur verkamannaflokkurinn við
völdunum.
það er reyndar víst, að í löggjöf
getur hin nýja stjórn litlu til veg-
ar komið. því í báðum þingdeild-
um er meirihlutinn andvígur henni.
það eru því engin líkindi til, að
stjórnarskiftin geri neina breyt-
ingu á löggjafarsviðinu. Alt öðru
máli er að gegna með framkvæmd-
arvaldið. þar má búast við nokkr-
tun breytingum, ef stjórn Macdon-
alds á annað borð getur setið við
völd nokkra mánuði.
Stjórn Englands er miklu vold-
ugri og óháðari þinginu, en ráðu-
neytin á Norðurlöndum. Hún getur
leyst úr ótal vandamálum og tekið
hinar mikilvægustu ákvarðanir, án
þess að spyrja þingið til ráða, eða
leita samþykkis þess. þareð verka-
mannaflokkurinn er ekki bundinn
við stefnur hinna flokkanna í utan-
ríkismálum, má búast við, að hér
verði breytingarnar mestar. Enda
hefir hin nýja stjórn lýst yfir því,
að í utanríkismálum Breta muni nú
verða gagngerð stefnubreyting.
Mjög hefir verið vandað til
manna í ráðherrastöðumar, og má
laus, örmagna og ofurseld þjáning-
unni.
Tveir hestar létu lífið.
þannig gekk það í þessari
ferð, og þannig hefir það sennilega
oft gengið áður, þó ekki hafi farið
hátt. Vitanlega gerðu bæði yfir-
menn og hásetar á Gullfossi alt
sem unt var til að hjálpa skepnun-
um, en það er svo lítið, sem mann-
legur kraftur megnar að gera til
hjálpar, þegar út í óefnið er komið.
Nei, það verður að koma í veg
fyrir þetta á annan hátt.
Svo rækilega þarf að taka hér í
taumana, að slíkt, sem hér hefir
verið lýst, geti ekki átt sér stað.
Alþingi og landsstjórn verður að
láta hér til sín taka.
Hrossaútflutning á að banna
með lögum á þeim tíma árs, sem
veðrátta er verst.
Aðbúnað allan á að bæta í skip-
um þeim, sem flytja hestana
Myndi það að vísu hafa nokkurn
kostnað í för með sér.
Best væri, að eitt skip annaðist
alla hrossaflutninga frá íslandi
Væri þá ekki tilfinnanlegt, þótt
nokkru þyrfti að kosta til umbún-
ings í skipinu.
Áreiðanlega er hér verkefni
fyrir dýravemdunarfélagið; ætti
það að taka þetta mál á arma sína
og ekki hætta fyr, en svo er úr
bætt, að eigi verði betur á kosið.
Eitthvað hljóta löggjafar okkar
og landsstjórn að geta fundið til
bóta í þessu, ef viljinn er góður.
Vonandi vantar ekki viljann. Is-
lendingar mega ekki reynast níð-
ingar þörfustu þjónunum sínum.
það verður að vera sameiginleg
krafa allra, sem skilja, hvað það
er ógurlega ljótt að níðast á varn-
arlausum skepnum, að lögin séu
þannig úr garði gerð, að þau verndi
ekki einungis rétt einstaklinga
sem manna, heldur einnig, og
engu síður, mállausra dýi'anna.
Dýravinur.
----o----
Bazar Thorvaldsens-
félagsins.
Unnur Jakobsdóttir skrifar í 3.
tbl. Tímans um útsölu á íslenskum
heimilisiðnaði; kemur hún víða við
og kastar ásökunum í ýmsar áttir,
meira þó af kappi en forsjá; það
eru þó sér í lagi sleggjudómar
segja, að það sé úrval flokksfor-
ingjanna, sem völdin hafa hlotið.
Ramsay Macdonald forsætis- og
utanríkisráðherra, er einn af hin-
um „lærðu“ jafnaðarmannaforingj-
um. Upphaflega kennari, svo
blaðamaður og rithöfundur, þing-
maður síðan 1906, og frá því um
aldamót einn af áhrifamestu leið-
togum verkamanna og jafnan
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.
Nú síðast forseti flokksins og þar
af leiðandi samkvæmt enskum
venjum, forsætisráðherra, þegar
flokkurinn komst til valda.
Með ritum sínum hefir Macdon-
ald lagt grundvöllinn undir stjórn-
málastefnu jafnaðarmannaflokks-
ins á Englandi. En hann hefir oft
átt í höggi við aðra verkamanna-
foringja, sem ekki hafa viljað að-
hyllast kenningar jafnaðarmanna.
Verkamannahreyfingin á Englandi
hefir fyrst og fremst verið bar-
átta fyrir hækkun kaupgjalds og
bættum lífskjörum, en ekki eigin-
leg jafnaðarstefna, eins og algeng-
ast hefir verið meðal verkamanna
á meginlandi Norðurálfunnar. En
nú virðast öll brot verkamanna-
flokksins enska hafa sameinast
undir forustu Macdonalds. Hann
er líka vel til foringja fallinn.
Ágætlega ritfær, vel máli farinn og
glæsimenni í útliti og framgöngu.
Arthur Henderson innanríkis-
ráðherra er einn af hinum fræg-
ustu mönnum í ráðuneytinu. Hann
var í fyrstu óbrotinn verkamaður
(járnsteypumaður), en vakti brátt
hennar um Basar Thorvaldsensfé-
lagsins, er eg ekki vildi láta standa
óátalið.
þegar Thorvaldsensfélagið byrj-
aði útsölu á heimilisiðnaði árið
1900, voru félagskonur á báðum
áttum um það, hvort þetta fyrir-
tæki gæti borið árangur, hvort
munir yrðu sendir á útsöluna, og
svo einnig hvort þeir þá seldust;
en brátt sýndi það sig, að bæði selj-
endur og kaupendur kunnu að meta
þessa viðleitni.
Fyrst var útsalan sett á stofn í
húsi Eyjólfs sál. úrsmiðs þorkels-
sonar, og strax á næstu árum
reyndist húsnæðið of lítið og var
þá rýmkað til, og enn eftir nokkur
ár réðist félagið í, með ábyrgð fé-
lagskvenna, að kaupa hús það, er
Basarinn hefir verið í síðan.
Frá því fyrsta leituðust félags-
konur við að fá fólk til að vanda
vinnu á sölumununum, og hefir
það borið góðan árangur; það er
líka ólíku saman að jafna, að sjá
vinnu þá, sem nú er framleidd og
kemur inn á Basarinn, eða á þess-
urn fyrstu árum. Auðvitað náði það
engri átt, að útiloka algerlega þá
muni, er voru sem maður segir
óvandaðri; oft var það fátækt fólk,
sem í hlut átti, og hafði ekki gott
efni að vinna úr, enda var þá hlut-
urinn ódýrari og gat komið að til-
ætluðum notum fyrir kaupanda, og
svo var þetta einnig byrjunin, sem
stóð til bóta.
Öll árin, sem Basarinn hefir
starfað, hefir hann haft sambönd
við útlönd, og er það drjúgur skild-
ingur, sem komið hefir inn í landið
fyrir milligöngu hans. Síðan Bas-
arinn byrjaði, hefir selst á honum
fyrir hér um bil hálfa miljón króna,
eða yfir 20 þúsund kr. að meðal-
tali á ári. Greinarhöf. telur þessa
eftirtekt á sér fyrir gáfur og
dugnað og varð einn af helstu
trúnaðarmönnum stéttarbræðra
sinna. Kom á þing 1903, og hefir
síðan verið í óteljandi nefndum
bæði á þingi og í verkamannafélög-
unum, og fékk svo mikið álit, að
hann varð formaður þingflokks
verkamanna 1908—10 og aftur
1914 og árið eftir gekk hann inn í
samsteypuráðuneytið og átti sæti í
„War Cabinet", sem eiginlega réði
öllu á Englandi á ófriðarárunum.
Hann var sendur af stjórninni til
Rússlands 1917 til að rannsaka
ástandið þar, en varð um það leyti
ósáttur við Lloyd George og gekk
úr stjórninni. Hefir hann síðan
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir verkamannaflokkinn.
Henderson er síst af öllu bylt-
ingamaður. Hægfara , stiltur og
einbeittur maður með djúpa virð-
ingu fyrir fornum venjum og
stofnunum Englands. Hann er
trúmaður mikill og hefir fengist
mikið við kirkjupólitík og heldur
oft fyrirlestra um trúmál. Hann er
einn af helstu frömuðum bindind-
ishreyfingarinnar á Englandi.
Sidney Webb verslunarráðherra,
er heimsfrægur hagfræðingur og
rithöfundur, sem alla æfi hefir
unnið að því, að auka mentun og
þekkingu verkamannastéttarinnar.
Aðalrit hans er saga verkalýðsfé-
laganna á Englandi, en auk þess
hefir hann skrifað fjöldamörg rit
um hagfræði og verslunar- og at-
vinnumál og um jafnaðarmensku.
reynslu samt sem áður einskis-
verða.
Á síðari árum hefir verslun Bas-
arsins verið minni, og vita allir
skynsamir menn og konur, hver
ástæðan er, og hún er peningaörð-
ugleikarnir bæði hér og í útlönd-
um, en ekki af því, að munir fólks-
ins séu svo vandlega geymdir á
Basarnum, að þeir séu ósýnilegir
kaupendum, eins og greinai'höfund-
ur góðgirnislega kemst að orði.
Sömuleiðis mun ástæðan til minni
sölu þessi síðustu ár vera einnig sú,
að öll heimilisvinna komst í óeðli-
lega hátt verð á seinni árum stríðs-
ins, og jafnvægi hvað það snertir
ekki komið á ennþá, en smátt og
smátt kemst þetta í samt lag aft-
ur og seljendur fara að sætta sig
við lægra verð fyrir muni sína og
þykir betri hálfur skaði en allur.
Að félagið hefir tekið 10 aura af
krónu í sölulaun, get eg ekki skilið
að neinum finnist ósanngjarnt;
þessi sölulaun ganga til þess að
greiða húsnæði, ljós, hita, ræstingu
og alla ábyrgð á mununum, sem inn
á Basarinn koma.
það er óefað ágætt, að þeir, sem
vit og þekkingu hafa á þessum
efnum leggi hönd á plóginn með
því að greiða fyrir sölu á heimilis-
iðnaði, bæði hér á landi og í útlönd-
um, og gefa góð ráð um það, hvern-
ig best væri að haga vinnunni
heima fyrir, og hvaða munir væru
útgengilegastir o. s. frv.; en að
byrja starfsemi sína í þessu útsölu-
máli með því að fara ómaklegum
óvirðingarorðum um Thorvaldsens-
félagið, sem brotið hefir ísinn á
þessu sviði, það er áreiðanlega
óheppilegt og styður ekkert að við-
gangi þessa máls, sem hér er um
að ræða.
Thorvaldsensfélagið á sannar-
Hann er hálærður maður, en hefir
verið miklu fremur stofulærður
vísindamaður, en eiginlega stjórn-
málamaður, og hefir ekki átt sæti
í þinginu. Hann er nú hálfsjötug-
ur að aldri og er varla að búast við
miklum afreksverkum af honum
hér á eftir.
Webb er einn af mest metnu
mönnum Englands og nýtur virð-
ingar hjá öllum flokkum. Kona
hans, Beatrice Webb, er einnig
frægur rithöíundur, og hefir hún
unnið með manni sínum að samn-
ingu flestra bóka hans.
Thomas nýlendui'áðherra er
einn af hinum virkilegu verka-
mannaleiðtogum. Hann er af fá-
tækum foreldrum kominn, og vann
erfiðisvinnu framan af æfinni.
Fyrst sem katlahreinsari við járn-
brautirnar, en varð svo kyndari og
síðan vélstjóri. Hann vann mikið
að sameiningu járnbrautarverka-
manna, og varð formaður að alls-
herjarfélagi þeirra. Thomas er af
velskum ættum og mjög óenskur
að útliti, hann er afarmælskur, og
er talinn mjög svipaður Lloyd Ge-
orge að ýmsu leyti. Hann er talinn
óvenjulega leikinn samningamað-
ur, enda er hann settur í það em-
bætti, sem telja má vandamest á
Englandi nú sem stendur. Æfifer-
ill þessa manns er harla merkileg-
ur, frá hinni mestu örbyrgð og
óþrifalegustu atvinnu hefir hann
komist til hinna hæstu metorða,
sem hægt er að ná á Englandi.
Af öðrum ráðherrum má sér-
lega skilið þökk og heiður allra
landsmanna fyrir framtak þess í
þessu máli. Án nokkurs endur-
gjalds hafa margar af félagskon-
um unnið á Basarnum 1 dag á viku
hverri um 20 ára bil, og allar hafa
þær lagt fram krafta sína meira
og minna í Basarsins þarfir, með
frú pórunni sál. Jónassen í farar-
broddi, sem með alúð og þraut-
seigju veitti félaginu forstöðu frá
stofnun þess og til dauðadags.
Guðrún J. Briem.
---o---
Geitnalskningar.
Geitnasjúkdómurinn er ekki út-
dauður á íslandi eins og sumir
halda. þrátt fyrir aukinn þrifnað
taka menn þessa veiki. Enginn fær
geitur af eintómum sóðaskap, en
aðeins af því, að hann sýkist af
öðrum geitnasjúkum manni. Sjúk-
dómurinn orsakast af sérstökum
sveppi, sem berst í höfuðið og fest-
ir rætur í hársverðinum. Geta
hreinlátir menn fengið þennan
kvilla ef geitnasóttkveikjan berst
í þá.
Aður var erfitt að lækna geitur,
enda miklum sársauka bundið fyr-
ir sjúklingana. Nú tekst lækningin
oftast vel með geislum og sársauka
laust.
Af sjálfu sér læknast geitur
ekki. Menn ganga með sjúkdóm-
inn alla æfi og losna ekki við skóf-
irnar og hrúðrið fyr en þeir eru
orðnir sköllóttir, venjulega á efri
árum. Sveppurinn eyðir hárrót-
inni. Með þeirri lækningu, sem nú
er notuð, halda sjúklingarnir
venjulega því hári, sem þeir hafa
þegar lækningin hefst, og komi
sjúklingarnir áður en veikin er orð-
in útbreidd í höfðinu, þarf enginn
að verða hárlaus af geitum. Lækn-
ingatíminn er hérumbil 3 mánuð-
ir, en helmingi styttri ef sjúkling-
urinn getur eftir á verið undir ná-
kvæmu eftirliti hjá samviskusöm-
um lækni heima fyrir.
Fyrir rúmu ári var safnað skýrsl
um um geitnasjúka á Islandi, og
töldu læknar fram rúmlega 50
sjúklinga. Vafalaust eru þeir
fleiri, en þó ekki svo margir, að
sjúkdóminn ætti að mega upp-
ræta, ef allir legðust á eitt. Fyrir
tilmæli Læknafélags íslands hefir
Alþingi veitt styrk til geitnalækn-
inga og úthlutar landlæknir því fé.
Er greitt 3/5 hl. af ferða- og dval-
staklega nefna Snowden fjármála-
ráðherra. Hann hefir lengi verið
einn af helstu formælendum jafn-
aðarmanna á Englandi. Hann var
upphaflega embættismaður, en
snéri sér brátt að blaðamensku og
ritstörfum. Hann hefir jafnan haft
svipaðar skoðanir og Macdonald og
mun enn vera honum skyldastur.
Clynes, framsögumaður stjórn-
arinnar í neðri málstofunni,
er nafnkunnur stjórnmálamaður.
1-Iann átti sæti í samsteypuráðu-
neyti Lloyd Georges og gat sér
góðan orðstír. Hann er eins og
Thomas og Henderson, af fátækum
ættum og var verkamaður framan
af æfinni, en vegna þess að stétt-
arbræðrum hans þótti mikið til
hans koma, fékk hann brátt ýms-
um trúnaðarstörfum að gegna, og
er nú einn af hinum mest virtu
stjórnmálamönnum Englands.
pá skeði sá undarlegi viðburð-
ur, að einn af hinum gömlu for-
ingjum frjálslynda flokksins,
Haldane lávarður tók sæti í stjóm-
inni, sem kanslari, þ. e. forseti efri
málstofunnar. Haldane er frægur
lögfræðingur. Var hermálaráð-
herra 1909—12, og síðan kanslari
1912—15, en vék úr völdum vegna
þess, að hann þótti hafa verið
hliðhollur þjóðverjum. Ef til vill á
að skoða þátttöku Haldanes í
stjóminni, sem merki upp á vænt-
anlega samvinnu frjálslynda
flokksins og verkamannaflokks-
ins, en þó mun það vera óvíst.
þessir menn, sem nú hafa verið