Tíminn - 09.02.1924, Page 4

Tíminn - 09.02.1924, Page 4
24 TlMIMM t$ðarh/u/ <?A 'Ó STOKKHÓLMI Lífsábyrgðarfélagið THULE Stokkhólmi. Fímmtíu ára starfsemí 1873 — 12. maí — 1923 Tryggingarfjárhæð 31. des. 1922 . . . kr. 577.000.000.00 Eignir 31. des. 1922 ..............— 150.000.000.00 Tekjuafgangur fyrir árið 1922 .... — 2.397.837.00 sem er skii’t þannig: Til hluthafa . . . kr. 30.000.00 eða 1.25% af arðinum Til varasjóðs._ . . — 250.544.00 -— 10.45% - Til vátryggj. (bónus). — 2.117.293.00 — 88.30% - Aðalumboð á Islandi: Vátryáéinéarstofa A. V. Tulinius, Reykjavík. Kaupið íslenskar vörur! Hreinl Blautsápa Hrein£ Stangasápa Hrein£ Handsápur HreinE K e rt i Hreina Skósverta Hreina Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin í Reykjavík er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á srnjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um ,8mára‘-smjörlíkið. um úr einkabréfi: „Eg stend ekki við neitt, sem eg hefi lofað“ (II — 15—16). Arnljótur ólafsson fær víða slæmar hnútur. Áður er talað um ærnar í Miklabæ. 1 sambandi við uppþot pilta á Möðruvöllum er dylgjað um (II — 5) að Arnljótur hafi róið undir. þ. Th. sér leik á borði að minnast á svokallaðan „blóðnasafund“ í Gránafélaginu, þar sem lent hafi í áflogum og Arn- ljótur ætlað að koma Tr. G. úr stjóminni (II — 39). Út yfir tek- ur þó lýsingin af ferðalagi þing- manna norður á strandferðaskipi. Bóndi að nafni Friðrik, sem p. Th. sýnilega er í nöp við, er orðinn reiður Amljóti; frá því er sagt svona: Hann „læddist aftan að Arnljóti, sem enn sat í sæti sínu við borðið, setti klæmar framan í hann og klóraði niður úr, svo log- blæddi úr andliti Arnljóts. Ljótur stökk þegar upp“. (II — 40). Grím- ur Thomsen fær margt óþvegið orð, og er auðséð, áð það stafar af því, að Grímur hafði verið í and- stöðu við Pétur biskup og Jón Árna son. Úr dr. H. P., eina landa og samverkamanni p. Th. í jarðfræði- rannsóknum á íslandi, er gert nauðalítið, og hann brýndur á veikindum sínum. (II — 45). Bimi Jónssyni ritstjóra og ráðherra er lýst svo, að hann hafi verið „hálf- geggjaður“ og týnt handritum fyr- ir p. Th., og stúdentar í Khöfn hafi kallað hann „þann vonda". Um Valdimar Ásmundsson er sagt, að setur hans í skjalasafninu hafi mest verið gerðar í atvinnuskyni, til að rita upp landamerkjaskrár fyrir bændur (II — 53). Hannes Hafstein á ekki upp á pallborðið. Um hann er sagt, að fyrst hafi hann gert gys að þjóðemisbarátt- unni (og þá verið með Dönum. „Seinna breytti hann merkjum, sem kunnugt er. það borgaði sig auðsjáanlega betur“ (II — 23). Sérstaklega er tekið fram þar að auki um skoðanaskifti Hannesar viðvíkjandi krossum. Til að ná Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, prentar hann upp gamla vísu eftir Hannes Haftsein, um að Jón hafi verið „fullur“ á þingvallafundi þeim, er hann boðaði til og stýrði 1885. (II — 36). þ. Th. segir, að stúdentar hafi sungið þessa vísu í Almannagjá og „þótti vel við eiga“ (II — 36). Frá Einari Ásmunds- syni í Nesi er það sagt, að á leið frá þingi hafi Tr. Gunnarsson hrint E. Á. frá sér „nokkuð óþyrmi lega, svo að Einar datt á gólfið niður á milli stóla.-----Einar lít- ill og væskilslegur með mikið skegg“. Til að árétta lýsinguna segir þ. Th. að læknir, sem var með skipinu, hafi sagt, „að ekki vildi hann hafa orðið af því fyrir 100 krónur að sjá andlit Einars, augna- ráð og skegg, er hann reis upp aft- _ ur milli stólanna" (II — 39). Frá Jónassen landlækni er það sagt, að hann hafi lýst því yfir við læri- sveina sína, að kenningamar um ■ ■ V''>- bakteríur væru „humbug“ (II — 129). Dr. Edvard Brandes, ein- hverjum skarpvitrasta og best menta stjómmálamanni Dana, er lýst svo, .að hann hafi fylgt stuðn- ingsflokki sínum eins og hlýðinn og auðsveipur „seppi“ (II — 143). Is- lendingar mótmæltu hinni svo- nefndu Skrælingjasýningu,þar sem Danir vildu setja íslenska menn- ingu á borð við andleg afrek Eski- móa og Blámanna á Vesturheims- eyjum. þessu kunni þ. Th. illa (II — 142). Fanst sjálfstæðisviðleitni íslendinga spilla fyrir sér með danska styrki. þ. Th. sá Ibsen í Róm og þótti hann líkjast síldar- kaupmönnum „í útliti, framgöngu og tali“ (II — 33). En enskan reyf- arahöfund, Rider Haggard, sem gert hefir alveg óvenjulega vit- lausa bók um Island, kallar þ. Th. „frægan enskan skáldsagnahöf- und“ (II — 51). En hann hafði líka beimsótt þ. gegnum bakdyrn- ar og eldhúsið! Um fósturson Jóns Sigurðssonar og Guðlaug Guð- mundsson, síðar sýslumann, er sagt, að þeir hafi drepið íslenskt félag í Khöfn og lagt undir sig sjóð þess, um 1400 krónur (I — 132). Eftir því sem kunnugir menn herma, er þetta skáldskapur, en þ. Th. var illa við fósturson Jóns, grunaði hann um að hafa gagnrýnt pólitík Péturs biskups og þeirra konungkjörnu í norsku blaði, og er þess getið á öðnim stað í endur* minningunum. þ. Th. minnist oft á, að landið hafi dregið af honum aldursupp- bót, og verður því ekki bót mælt, allra síst þar sem maðurinn var óvenjulega duglegur í starfi sínu. En þessi beiska reynsla sýnist ekki hafa gert höf. skilningsbetri á samskonar erfiðleika fyrir aðra. Nokkuð er það, að hann hélt em- bætti sínu í mörg ár eftir að hann flutti til Hafnar, og borgaði mann- inum, sem vann verkin, aðeins lít- inn hluta launanna. Hafi þ. Th. ver ið sveltur sem kennari við latínu- skólann, þá hefir eftirmaður hans, sem vann verkið fyrir miklu lægra kaup, ekki átt sjö dagana sæla. En á það er ekki minst. Á hið óverð- skuldaða vanþakklæti til þingsins verður síðar mints. þ. Th. er fjölorður um, að hann hafi í éinskonar góðgerðaskyni keypt- steinhús að fóstra sínum Jóni Árnasyni. Menn, sem þá áttu heima hér í bænum, eru ekki sann- færðir um, að þessi húsakaup hafi verið sérlegt góðverk. En nóg um það. Húsinu fylgdi túnblettur all- stór. þegar þ. Th.- flytur af landi burt, leigir hann húsið nokkur ár og túnið, en selur’ hvorttveggja laust eftir aldamótin, af því, eins og þ. Th. segir, „að ómögulegt var að hafa umsjón með eignum þar, fyrir þann, sem bjó svo langt í burtu, að eigi væri gengið á hluta manns af hinum mörgu fjárbrösk- urum. Húsið urðum við að selja með miklum afföllum, en unnum það þó upp á túninu; meira hefðum við þó eflaust fengið upp úr því, hefði eg sjálfur verið í Rvík. Eg fékk að vita það seinna, að nokkr- ir kunningjar mínir í Reykjavík höfðu notað tækifærið til þess í laumi að græða sjálfir á sölunni". (II — 52). þ. Th. nefnir ekki þessa góðu vini sína með nafni. En á tún- bletti hans bygðu ýmsir af nafn- kendustu embættismönnum lands- ins, fyrverandi og núverandi. Ef dómurþ. Th. er réttur, hafa „kunn- ingjar“ hans komið svívirðilega fram við hann. En ef þ. Th. fer með staðlausa stafi, eru dylgjur hans svívirðilegur áburður, að raunalausu, á þessa menn. Nú er raunar fullljóst, hvernig í öllu ligg- ur. þ. Th. selur laust eftir aldamót- in hús og tún, og tekur beint fram, að hann hafi hagnast á túninu. 1907 kemur hann aftur til Rvíkur og sér að „öllu hafði verið um- turnað, og öllu breytt til hins verra, túnið var orðið að húsa- þorpi“ etc. (II — 53). Á meðan þ. Th. var burtu, byrjaði Islandsbanki að lána út miljónir sínar. Fjöldi húsa var bygður. þeir sem höfðu keypt túnið 1902, höfðu látið byggja þar hús. þessar lóðir sem aðrar höfðu vitanlega hækkað í verði. þ. Th. gleymir, að hann hef- ir selt, og selt túnið með ábata. Hann gleymir öllu nema því, að ef hann hefði átt lóðir þessar 1907, hefði mátt selja þær miklu hærra verði. Sjá nú allir, hversu hin skammsýnasta eigingirni hindrar slíkan mann frá að vera „vísinda- lega hlutlaus“, þar sem hagsmunir hans koma til greina. Frh. ----o--- Fyrfrspurnir til M. Guðmundssonar. 1. þér segist hafa verið einhuga fylgjandi innflutningshöftum 1920. En hversvegna létuð þér þá af- nema innílutningsnefndina og eyðileggja alt hennar verk 1921, þó að ástandið væri þá enn verra en þegar nefndin var sett? 2. Ilversvegna hélduð þér áfram að vera ráðherra með Jóni Magnús- syni, ef hann hefir valdið þessu undanhaldi í trássi við yðar vilja? 3. Var það ekki svo, að á þing- inu 1921 lofaði Mbl.flokkurinn ykkur Jóni að sitja upp á það, að þið framkvæmduð engar innflutn- ingstakmarkanir ? En svo fenguð þið að halda lagaheimildinni til að hindra innflutning, og hana ætllð þið að nota eins og asnakjálka, til réttlætingar á dómsdegi. 4. Hversvegna hafið þér ekki síð- an gert neitt á þingi til að hindra ínnflutning óþarfa ? Er það ekki af þakklátssemi við Garðar Gíslason og aðra þá kaupmenn, sem annað- hvort veita yður kjörfylgi eða ann- an styrk til að halda þingsæti? X. Kærleiksheimilið. „Eyðsluklóin" fjargviðrast út af'því, að minst er á P. biskup, sem stjóm- málamann, i sambandi við hið óliæfi- lega lof þ. Tli. um tengdaföður sinn. En hann þegir um það, að Indriði Ein- arsson hefir í sjálfu Morgunblaðinu þau orð eftir Jóni forseta, að P. P. hafi verið „slægastur" af mótstöðumönnum hans. „Eyðsluklóin" finnur sennilega velþóknunarþef af daðrinu við útlenda valdið. Illúðleg fangbrögð sýnast vera i að- sigi inilll tveggja dáta á kærleiksheim- ilinu, Jóns og Magnúsar, út af æfisögu þ. Th. Ein af rótarlegustu dylgjunum í allri bókinni hittir Jón, sem einn af þeim, er eignaðist liús í nánd við þor- vald. Fá engir lúsalegri vitnisburð en þessir „braskarar". Magnúsi þykir auð- sjáanlega vænt um, að stallbróðir hans sé þannig krossfestur opinberlega, og kann Tímanum engar þakkir fyrir að leiða i’ök að sakleysi hans — í þessu efni. Annars xnun Jón eiga nógu bágt um þessar mundir, þó að vikapiltar lians séu ekki að raunalausu að toga ofan af lionum skóinn. Z. - ----0----- Látinn er norður í Skagafirði præp. hon. Björn Jónsson, er prest- ur var á Miklabæ í Blönduhlíð í 31 ár, 1889—1920. Var síra Björn fæddur 1858, vígður 1886, prófast- ur Skagfirðinga um hríð, en varð að segja af sér prestsskap vegna sjónleysis. Síra Björn var sonur Jóns bónda Magnússonar á Broddanesi í Strandasýslu og konu hans Guðbjargar Bjömsdóttur bónda á Stóra-Fj arðarhorni Guð- mundssonar. Er sú ætt alkunn norð ur þar. Síra Björn verður óhikað talinn í fremstu röð presta á sinni tíð. Hann var fræðimaður góður, hinn besti klerkur og opinn fyrir nýjum hugsjónum. Kvæntur var hann Guðfinnu Jensdóttur bónda Jónssonar á Innri-Veðraá og eign- uðust þau fjölda barna. Tveir menn druknuðu á Stein- grímsfirði í vikunni sem leið: Steingrímur Magnússon stöðvar- stjóri á Hólmavík og Guðmundur Bergmann. PrestalcölL I Ólafsvíkurpresta- kalli er einn í kjöri, síra Magnús Guðmundsson, er nú þjónar því kalli og var aðstqðarprestur síra Guðmundar Einarssonar er þaðan fluttist í fardögum síðustu til H.f. Jón Sigmundsson & Co. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Sent með póstkröfu útumland,ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. atin R„.. með mestu áfergju; veldur smitandi og drepandi sjúkdómi; er óskaðlegt mönn- um og húsdýrum; ernotað af stjómum ríkja og bæja til út- rýmingar á rottum; er búið til og háð vísindalegu eftirliti í Bakteriologisk Labora- torium „Ratin“, Kaupm.höfn. Bæjarstjórnir og hreppsnefndir geta sent pantanir beint til „Ratinkontoret", Köbenhavn, eða til mín, sem gef allar upplýsing- ar fyrir fjelagið hjer á landi. ÁGÚST JÓSEFSSON, iMBilbrigðisfulltrúi — Reykjavík. Á næstliðnu hausti var mér dregið hvítt gimbrarlamb með mínu marki, standfjöður fran.an hægra, heilrifað biti aftan vinstra. En þar eð eg ekki á þetta lamb', má réttur eigandi vitja verðsins til mín, að frádregnum kostnaði, og semja um markið. Votmúla í Sandvíkurhreppi í janúar 1924. Björn Björnsson. þingvalla. — Um Staðarprestakall í Steingrímsfirði sækir einn J>or- steinn Bj örnsson guðfræðingur frá Bæ í Borgarfirði. Fyrirlestur hefir Haraldur pró- fessor Níelsson tvívegis haldið, um sálrænar ljósmyndii’. Skýrði frá merkilegum enskum tilraunum með slíkar ljósmyndir. Hafísfregnir berast frá Vestur- landi. Talinn hafa sést vestur af ísafirði. Inflúensan gengur mjög um bæ- inn. Liggja margir, en mest náms- fólk, að komufólk, sem ekki hefir fengið þá veiki nýlega. Fáif eru þungt haldnir. Sumum skóíanna hefir orðið að loka í bili vegna veikinnar. Vélbáturinn „Bliki“ frá Stykkis- hólmi er nú fullkomlega talinn af. Voru á honum 7 menn. Látinn er Joseph Larsen sMp- stjóri á „Islandi“. Varð lórKð- kvaddur í síðustu ferð frá Kaup- mannahöfn hingað. Ilafði verið í siglingum hér við land í 25 ár og getið sér hið besta orð. Hlaða fauk á Söndum í Meðal- landi og allmikið af heyi. I sama veðri fauk og hlaða í Álftaveri og urðu allmiklar skemdir þar í sveit. Nýlátinn er á Seyðisfirði Frið- rik Wathné kaupmaður. Hann var um sjötugt. Strönd. Enskur togari frá Ilull strandaði við Vestmannaeyjar um miðja vikuna. Um líkt leyti strand- aði þýskur togari í Grindavík. Menn björguðust af báðum. Botnía strandaði í Eyrarsundi um síðustu helgi, en náðist fljótt út aftur. Éitstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.