Tíminn - 16.02.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1924, Blaðsíða 1
<0)aíb£eri og afgreiöslur’aður Cxmans er Stgurgeir ^ri&rtfsfon, Sambanöstjúsinu, HeYfjatrif. ^fetrifcsía Cimans er i Sambanbs^úsinu. 0pin baglega 9—f. b. Sími 496. YIII. ár. Iteykj avík 16. febrúar 1924 7. blað %mr? ELEPHANT Cfr-5 'RETTES Mest reyktar. Pást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinn. THOMAS BEÁR & SONS, LTD., ^ ^ ^ LONDON.^ ^ ^ ^ 4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Utanúr heimi. Harðstjórnin á Italíu. í tveimux- af stói’löndum Evrópu hefir komist á stéttareinveldi á síð- ustu ái’um. I öðru landinu, Rúss- landi, er það fátækasta stéttin, verkamennirnir, sem fara með al- veldið. í hinu, Ítalíu, er það mið- stéttin, kaupsýslumennirnir og’ iðjuhöldarnir. í báðum löndunum virðist þjóðin sætta sig allvel við einveldið, af því mentun almenn- ings er svo áfátt, að frjáls þing- ræðisstjórn getur tæplega notið sín. Ítalía gekk í styrjöldina miklu með Bandamönnum í von um að Miðríkin töpuðu og að hægt yrði að sameina við ríkið þau ítölsku héröð, sem legið höfðu undir Austurríki. þetta tókst að vísu. En sigurinn varð dýrkeyptui’. Landið var sokkið í botnlausar skuldir. Ná- lega allir vopnfærir karlmenn höfðu farið í skotgrafirnai' og lif- að þar árum saman. þegar þeir komu heim, var ekki nægileg at- vinna handa öÍIum. Blóðið er heitt í Suðui’landabúum. Ef sulturinn sverfur að, eru þeir fljótir að grípa til hnífsins og byssunnai’. Stjórn landsins var veik og völt. Enginn ákveðinn meiri hluti. þing og stjórn reyndi að synda milli skers og báx'u, bæta úr neyðinni, gei’a fólkið ánægt. En skuldii’nar héldu áfram að vaxa meir og meir. Kaup- deilur voru tíðar og á einstöku stað gerðu verkamenn sig líklega til að slá eign sinni á framleiðslu- tækin, einkum verksmiðjuniar, og fylgj a þar rússneskum sið. Sló nú ótta á iðjuhöldana, og þótti þeim kreppa að frá tveim hliðum, vax- andi skattar og ekki grunlaust að sumir þeirra kynnu að missa ráð- stöfunari’étt á eignum sínum. Maður er nefndur Mussolini. Hann hafði gerst blaðamaður á unga aldri, og var þá jafnaðai’- maður og framarlega 1 þeim flokki. En smátt og smátt snerist hann meir og meir í íhaldsáttina og’ móti sínum fyrri flokksbræðr- um. Hann og iðjulausu hermenn- irnix- komu nú iðjuhöldunum til hjálpar. Auðmennii’nir lögðu fram peninga til að halda á mála fjölda manns, sem voru í vopnuðum leyni- félagsskap. Mussolini var lífið og sálin í félaginu. Urðu nú óspektir víða, og liðu svo missiri, að her Mussolinis átti í blóðugum skærum við borgarbúa víðsvegar á Italíu. Kaupmannastéttin lagði fram drjúgan skei’f í herkostnaðinn.enda gengu rósturnar í fyrstu mjög móti kaupfélögunum. „Svarttreyj- ui’nar“ brendu fjölda af kaupfé- lagsbúðum víða á Ítalíu, og skutu starfsmennina, ef vörn var sýnd. Um allar kosningar voru blóðugar skærur, og beittu „svarttreyjurn-1 ar“ vopnum hvar sem þeim þótti við eiga. Landsstjórnin réði ekki við neitt, og herinn varð smátt og smátt nálega allur á bandi upp- reistarmanna. Að lokum var her Mussolinis orðinn svo sterkur, að flokkurinn gat tekið við stjóm landsins hvað sem hver sagði. Mussolini sendi ráðherrana heim og gerðist sjálfur yfirráðherra að nafni til en ein- valdur í raun og veru. Ekki var am- ast við konungi, en hann fékk engu að ráða, en laun og lotningu eins og verið hafði. Byltingar- mennimir töldu sig stjórna í nafni hans, eins og löglegur meirihluti. Mussolini lætur þing koma sam- an við og við, en aðeins að nafni til, því að það ræður engu. Mussolini og Lenin hafa báðir komið á stéttareinveldi, hvor í sínu landi, og stuðst við herveldi. Annar stjói’naði í nafni öreiganna, hinn í nafni hinna efnuðu. I báð- um löndunum virðist almenningur sætta sig við það að hafa fengið stei’ka stjórn og frið innanlands, hvað sem ágöllum kann að líða að öðru leyti. Eftir að Mussolini hafði náð völdunum til fulls, hættu að mestu innanlandsóeyrðir. Ríkinu er stjórnað með harðstjórn og allmik- illi röggsemi. Eyðslan hefir mink- að, óþörfum embættum og starfs- mönnum í þjónustu í’íkisins verið fækkað. Út á við hefir Mussolini reynt að leika nýjan Cæsar, en ekki unnið mikið á. Reynslan bæði í Rússlandi og Italíu sýnir, að í löndum, þar sem allur þorri borgaranna er mentun- ai’laus, er þingstjórnin máttlaus. Einveldið kemur fyr en varir, ann- aðlivort einveldi eins manns, eða það, sem betur virðist hæfa mann- kyninu nú á dögum, einveldi þeirr- ar stéttar, sem sterkust er í hvert sinn. ** tíðindi ekki á óvart. Tíminn hefir margsinnir frætt lesendur sína um hið erfiða fjárhagsástand landsins og birt heildarniðurstöður. Að vísu hefir það aldrei verið dregið svo rækilega saman í eina heild um alt tímabilið 1917—22, sem J. þ. hefir gert, og er því ágætt að hann lagði vinnu í það. En á hinn bóginn hefir Tíminn tekið tvö mestu tekjuhallaárin, 1920 og 1921 til sérstaklega ræki- legrar athugunar, og urn fjármála- stjórn þeii'ra ára stóðu mjög lang- ar og hai'ðar ritdeilur milli fjár- málaráðherrans á þeim ái'um, Magnúsar Guðmundssonar, og rit- stjóra þessa blaðs. Ilafa þær ritdeilur vakið næsta mikið umtal, og er nú fróðlegt að athuga hvað hr. J. þ. leggur til þeirra mála. Hvað segir Jón porláksson um „fjáraukalögin mikíu“? Ritstjóri þessa blaðs fann sér- staka ástæðu til að gagnrýna fjár- .málastjói'n M. G-. af því, að á þeim árum hefði fjái’málastjói'nin farið sérstaklega óheppilega úr hendi. Hann kallaði fjáraukalögin 1920— 21: „f járaukalögin miklu“. Magnús Guðmundsson hélt hinu gagnstæða frarn. Fjármálastjórnin hefði farið sér vel úr hendi, þótt illa hefði verið í hendurnar búið af þingsins hálfu. Og svo kom M. G. með tölur til sönnunar sínu máli. I 6. tbl. Tímans f. á. birti M. G. athugasemdir við greinarnar í Tímanum um fjáraukalögin 1920— 21. Ber þar fram ýmsar tölur og segir svo: „pær (tölurnar) sýna, að á ár- unum 1920 og 1921 hafa skuldir í’íkissjóðs aukist um nálægt 450- 000 kr,“. þessu kastar M. G. f jármálaráö - herra fyrverandi framan í almenn- ing og vitanlega drægi almenning- ur af því þá ályktun, hefði M. G. verið einn um að túlka þetta mál, að rekstur þjóðarbúsins hefði nú gengið þannig, að samanlagt væri rekstrarhallinn þessi tvö árin ekki meiri en þessar 450 þús. kr. Og þessu trúa sjálfsagt margir Skag- fii'ðingar enn í dag. En hvað segir flokksbróðir M. G. um þetta, maðui'inn sem lagt hefir séi’staklega mikla vinnu í að athuga málið? þær tölur standa ski’áðar hér að framan: Tekjuhalli 1920. . kr. 2208012,55 Tekjuhalli 1921. . kr. 2627304,66 Samtals kr. 4835317,21 Og vitanlega ber að bæta við tap- inu á kolum og salti, sem þá lenti á landssjóði og seinni ár urðu að boi'ga..........kr. 1614104,85 þessar samtals kr. 6449422,06 eru því hinn raunverulegi rekstr- arhalli árin 1920 og 1921 saman- lögð, eftir íeikningi Jóns þorláks- sonar. það vantar ekki nema fáeinar krónur í það að skakki um 6 — sex miljónir króna á því, sem hr. J. þ. telur rekstrarhalla þessara ára og hinu sem M. G. segir „að skuld- ir landssjóðs hafi aukist“ þessi árin. það eru stórkallalegar tölur aðr- ar eins og þessar. Rúmið leyfir ekki í þetta sinn að gera grein fyrir hvað veldur. Stórt atriði er það t. d. að J. þ. telur fast- ar afboi’ganir af lánum að sjálf- sögðu með hinum fastákveðnu gjöldum landsins, en eins og M. G. orðár niðurstöðu sína, kemur hann því við að di’aga það frá. En.aðalati'iðið er þetta sem ber í milli þessara tveggja i’eiknings- uppgjörða: að J. þ. vill ekkert fela, þá er hann er að gei’a grein fyrir því reikningslega, hvernig búið hafi borið sig, en M. G. notar það orða- lag og einhvei’ja þá óskiljanlega reikningsaðfei’ð, sem leitt getur til þessarar makalausu niðurstöðu um 450 þúsundin. Jón þoi’láksson hefir tekið und- ir fordæmingu ritstjóia Tímans á fjármálastjóin Magnúsar Guð- mundssonar. Jón þorláksson nefndi lítið af nöfnum í erindi sínu um fjárstjórn Islands 1917—1922. En tölurnar hjá honum tala því skýrar. Hann fordæmir alla fjái’stjórnina á árun- um 1917—1922. Að því leyti er gagnrýni hans ítarlegri en gagn- rýni Tímans, sem allra mest beind- ist að árunum 1920 og 1921. En Tíminn getur fullkomlega tekið undir þessa gagni’ýni J. þ. í heild sinni. En allra þyngstan dóm kveða tölurnar hjá J. þ. yfir Magnúsi Guðmundssyni, því að þær eru allra hæstar þau árin. Yfir M. G. kveða þær áfellisdóminn fyrst og fremst, því að enginn fjáimálaráð- herra hefir siðferðilegan eða pólit- iskan rétt til að skjóta sér á bak við þingið, eins og M. G. hefir vilj- að gera. þennan sama dóm hafa athugul- ir lesendur Tímans víðsvegar um land kveðið upp fyrir löngu. Og héðan af verða þeir væntanlega fá- ir sem álasa ritstjóra Tímans fyr- ir að hann „átti upptökin“, eins og M. G. sagði, að gagnrýninni og deilunni um „fjáraukalögin miklu“. Gott var að fá þetta sterka hljóð úr homi frá J. þ. því að ekki verð- ur hann með neinu móti sakaður um hlutdi'ægni í garð flokksbróður síns, M. G. Aðalatriðið. Að endingu: þetta þi'ent, sem borið hefir við síðasta árið: að Tíminn hóf í fyrra hinar höi’ðu umræður um fjármálastjórn M. G. og vakti allan almenning til mjög alvarlegrar umhugsunar og umræðu um fjárhagsástand lands- ins, að núverandi fjármálai’áðherra stöðvaði útborganir ríkisins í sum- ar, þó ekki væri í mjög stórum stíl, í stað þess að taka lán, eins og fyr- irrennarar hans höfðu gert, og gaf þingi og þjóð með því mjög alvar- lega áminningu um hvemig komið væri, og loks að Jón þorláksson lætur tölum- ar svo skýrt og hispurslaust tala um fjármálastjóm undanfarinna ára, jafnt þó flokksbræður hans vei'ði sérstaklega hart úti þeirra vegna, — þetta þrent er aðalatriðið sem Tíminn vill benda á og undirstrika að þessu sinni, Alþingi því, sem nú er að hefja starf sitt, til sérstakr- ar athugunar. ----o------ Árnesingar samþyktu tillögu um það á þingmálafundi, að lands- stjórnin tæki í sínar hendur sölu á fiski til útlanda. ----o----- Cramall sannleikur gerður nýr. Jón þorláksson talar um f járstjórn íslands 1874—1922. þriðjudagskvöldið í þessari viku boðaði Jón þorláksson alþm. til fundar í stjórnmálafélaginu „Stefni“ hér í bænum og flutti er- indi um fjái'stjórn íslands 1874— 1922. Hafði J. þ. lagt mikla vinnu í undirbúning erindisins, enda heldur hann því fram um lands- reikningana 1917—1922 að „ómögu legt er að sjá eða finna rétta nið- urstöðu um rekstrarafkomu hvers árs, nema með því að endursemja þá alla“. Gerir hann það og birtir tölurnar sem sýna niðurstöður rannsóknar þessarar. Höfuðniðurstaðan er sú, að til ársins 1916, að því meðtöldu, hafi fjárstjórn landsins í heild sinni verið „hreint og beint aðdáunar- verð“. En úr því hafi farið að versna. Öll árin síðan, að árinu 1919 einu undanskildu, hafi verið tekjuhalli. Dregur J. þ. saman í einá heild yfirlit yfir rekstur landssjóðs 1917—1922 á þessa leið: Tekjuhalli 1917 . . kr. 1953542,22 ---- 1918 . . — 2525340,48 ---- 1920 . . — 2208012,55 ---- 1921 .. — 2627304,66 ---- 1922 .. — 2617482,28 Samtals kr. 11931682,19 Við bætist enn tekjuhalli sem af því stafar að árið 1920 tók ríkissjóð- ur að sér tap á salti og kolum . . kr. 1614104,85 Samtals kr. 13545787,04 Frá dregst tekju- afgangur 1919 .. kr. 1508763,52 Reksturshalli tíma- bilsins.........kr. 12037023,52 Enn megi hér við bæta óupp- gerðu tapi á skipakaupum og gengismun á erlendum lánum. Loks beri að minnast afborgana af skuldum á tímabilinu, sem tald- ar eru með rekstrargjöldum og nemi alls kr. 2865616,27. Svo mörg voru þau orð. þarna sátu og hlýddu á í fundarsalnum Björn Kristjánsson, sem tók við fjármálastjórninni 1917, á hinu fyrsta þessai’a miklu tekjuhalla- ára, Sigurður Eggerz, sem þá tók við, Magnús Guðmundsson, sem síðan tók við fjármálastjórninni og hafði fram á árið 1922, og loks Jón Magnússon, sem forsætisráð- herra var langlengstan tíma tíma- bilsins — en enginn þeii'i’a tók til rnáls. þarft verk. Jón þorláksson hefir unnið þarft verk og gott með vinnu þeiira, sem hann hefir lagt í yfirlit þetta og í að framsetja það samandregið og svo skýrt, að niðurstöðurnar sjást fljótlega. það var þarft verk að birta þessa niðurstöðu opinberlega einmitt um það leyti sem þing kemur saman og þingmenn eiga að hefja fjár- málastarfsemina. því að þessar skýru og samandregnu tölur tala sínu máli fast og ákveðið. þær ei'u óljúgfróðai'. þær eru afai’höi'ð áminning til þingsins um að leita alveg sérstakra bragða til að bæta fjárhag landsins. Og það var alveg sérstaklega þai'ft vei’k að bii’ta þessar niðui’- stöður opinbei'lega fyrir almenn- ingi í Reykjavík, því að blöðin, sem mest eru lesin í Reykjavík, hafa mjög brugðist skyldu sinni í því efni að fræða almenning um hið alvarlega fjárhagsástand landsins. þessvegna er það áreiðanlegt, að margir af áheyrendum hr. J. þ. hafa álitið að þarna fengju þeir alveg nýjan og áður ókunnan sann- leik að heyra. Um það er ekkert að segja. Allur þorri manna fylgist ekki betur með en svo. Og betra er seint en aldrei — að Reykjavíkui’- kjósendurnir feng-u að heyra þenn- an sannleika. Garnall sánnleikur. En lesendum Tímans koma þessi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.