Tíminn - 22.03.1924, Page 3

Tíminn - 22.03.1924, Page 3
T I M I N N 47 Samvinnufyrirlestrar. Jón Sigurðsson bóndi á Ystafelli er nú á fyrirlestraferð um Suðurland fyrir Sláturfélagið og Sambandið. Hef- ir liann farið um Mosfellssveit, Kjós, Hvalfjarðarströnd, og er nú i Árnes- sýslu. Fer siðan um Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Hann lield- ur einn umrœðufund í hverri deild Sláturfélagsins, og þar sem lika eru kaupfélög, talar liann um verslunar- málin. Venjulega eru þessir fundir þannig, að Jón heldur stuttan fyrir- lestur. Siðan bera fundarmenn fyrir- spurnir og spinnast þá út af þvi al- mennar umræður. Með þessu móti skýrist fjölmargt í samstarfinu. Veitti síst af að haldinn væri einn slikur um- ræðufundur i hverri sveit, þar sem nokkur samvinna er, a. m. k. einu sinni á ári. Er ferðalag Jóns góð byrj- un. í fyrra fór hann að tillilutun Sís um nokkurn hluta Austurlands í sömu erindum. Nýbreytni í íþróttamálum. Sundlaugarnar við Reykjavik eru meðal dýrgripa höfuðstaðarins. Ef heita vatnið væri leitt í sundþró inn í bæinn, myndi slik ráðabreytni áreið- anlega spara mörg þús. kr. árlega í læknishjálp. En Laugarnar eru það langt frá, að námsfólk hefir ekki get- að notað þær sem skyldi. Nú liafa nemendur Samvinnuskólans tekið upp þá nýbreytni, að leigja sér, þegar gott er veður, hina stóru, ódýru mann- flutningabila, og fara inn í Laugar, synda og eru komnir aftur eftir rúm- an klukkutima. Kostnaðurinn á mann ekki nema eins og sporvagnsgjald í borg, og timaeyðsla nálega engin. Með- an heita vatnið er ekki leitt inn i bæ- inn, ættu námsmenn i bænum að nota sér þetta fyrirkomulag. Ekki eru iþróttirnar énn of mikið ræktar hér á landi. Bændasamtök. Eftir því sem meir kreppir að í sveit- unum, verður hugsandi bændum það ljósara, hversu aðstaða þeirra spillist við sundrung þá, sem andstæðingar þeirra hafa vakið í stéttinni. Eitt dæm- ið um þær aðfarir er það, að eitt nafn- kent útgerðarfirma heldur uppi eins- konar „pésagerð" til að veiða bændur. þúsundum króna er varið árlega í þessa iðju. þar er í öðru orðinu verið að skjalla sveitafólkið. í hinu er ver- ið að spilla fyrir i mestu áhugamálum þess. Lárus í Klaustri, sem hefir ver- ið einn hinn öruggasti og athafna- mesti framfara forkólfur í sveit, er par niddur niður fyrir allar hellur. Kaupfélögin og Sambandið fá sömu útreið, sifelt alið á tortrygni með rógi og dylgjum. því meir sem menn eða stofnanir vinna að viðreisn bændanna, því æstari verður þessi nýi síldar- grósséra-„Mörður“. Með hverri ferð ut- an af landi koma heilar hrúgur heim til gefandans. En svo mikil nauðsyn þykir gefendunum að sundra bænda- stéttinni, til að halda henni niðri, að þeir láta sér enga minkunn þykja að viðtökunum. Móti þessum ófögnuði eru til nokkur einföld ráð. þvi meira sem gert er til að sundra bændunum, þeim og börnum þeirra til skaða, þvi fast- ara þurfa þeir að standa saman, því meiri stund að leggja á að efla sam- vinnuna, aulca þekkinguna og bæta uppeldið. Hver stétt sem er sundi’uð, fáfróð og trúir þeim, sem henni eru verstir, hlýtur að tortýmast. Framfar- ir mannkynsins eru ávöxtur af sam- starfi og einlægri þekkingarleit. Ef . vafi er á um menn eða stefnur, hvort rétt er stefnt um alþjóðleg mál, er til öruggur mælikvarði að byggja á úr- skurðinn: Er stefnt að því að auka þekkinguna eða fáfræðina, myrkrið eða ljósið? Af verkunum sést tilgang- urinn. ** ----O—----- Prestskosningar. I Ólafsvík und ir Jökli var prestur kosinn síra Magnús Guðmundsson frá pyrli er þjónað hefir þeim þingum undan- farið. Fékk hann 353 atkvæði en 12 seðlar voru auðir. — 1 Staðar- prestakalli í Steingrímsfirði hlaut þorsteinn Björnsson frá Bæ 4 at- kvæði en 136 seðlar voru auðir. Báðir voru þeir einu umsækjendur. Alfa^ Laval skilvindur reynast best, Pantanir annast kaupfé- lög út, um land, og> Samband ísl. samviélaga. irás uersliKiarstéilarinnar á einkasölu rikisins. það lítur út fyrir, að fjöldi kaup- manna og verslunarmanna hér á landi séu að stofna til óeyrða og uppreisnar út af noltkrum merk- ustu framkvæmdamálum þjóðar- innar, sem þing og stjórn hefir ákvarðað með lögum að láta starf- rækja, eftir margra ára athugun. I raun og veru situr illa á þessum stéttum að hleypa upp ófriði og eldi út af viðskiftamálunum, jafn örðug og þau eru nú við umheims- versluninni, þar sem þær hafa á síðustu áratugum reynst gersam- lega máttvana og ráðþrota gagn- vart útlendum olíuhringum. En ýmsir úr þeim hóp þá tekið þann kostinn, að telja sér heiður í því að gerast samverkamenn okur- hringanna, ganga á mála hjá þeim gegn hagsmunum almennings og þjóðarheildarinnar, eða láta nota sig eins og hlaupagikki til at- kvæða-undirskrifta smalamensku meðal landsmanna. pað gegnir furðu, ef sá eldur, sem nú virðist til stofnað, berst eigi áður en lýk- ur að búðum þeirra sjálfra. Kunnugt er, að í kauptúnum og sjávarþorpum hér á landi hefir fólk verið flekað til þess að skrifa undir skjöl til að mótmæla og heimta tafarlaust afnám á einka- sölufyrirtækjum ríkisins. þessi skjöl eru samansoðin af öfugmæl- um, ósannindum og blekkingum, en þó með kænlegum æsingablæ, svo að eigi er óhugsandi að þau kunni að villa þeim sýn, sem lítið hugsa eða eru ókunnugir mála- vöxtum. pessi „heiðarlegu“ plögg bera þess ljósan vott, að þau séu runn- in frá útlendu verslunarvaldi og gróðamönnum og aðstoðarmönnum þeirra hér á landi, sem ýmist láta leiðast af persónulegri hagnaðar- von eða sökum grunnhygni og glánaslcapar. Árangur þessara sk j ala og undirskrif ta-smala- mensku er eigi enn að fullu kom- inn opinberlega fram í dagsljósið svo kunnugt sé; en eigi er ólíklegt að fundir Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem haldnir hafa verið hér í bænum undanfarið, standi í sambandi við þau; þeir eru að minsta kosti einn liður í þessum óeyrðum og umbrotum verslunarlýðsins. Eitt er það, sem ber vott um skyldleikann við und- irskrifta-smalamenskuna, og það er hve vel Verslunarmannafélagið hefir vandað til frummælenda á fundum sínum!! Um tóbakseinka- söluna talaði fyrv. tóbakskaup- maður Pétur Gunnarsson, en um steinolíueinkasöluna fyrv. forstjóri Fiskifélagsins, Jón E. Bergsveins- son. Afrek þeirra manna í þessum verslunargreinum munu vera- al- menningi svo kunn, að óþarft er að lýsa þeim!! þessvegna munu engir óvilhallir lesendur búast við að frá þeim komi nothæfar tillögur í þess- um efnum, eða að tilgangur þeirra sé sá að vinna almenningi og rík- issjóði gagn með þessum árásum sínum á Landsverslun. Ræður þeirra verða athugaðar sérstak- lega; en hér fara á eftir athuga- semdir fi’á Landsverslun við áskor- anir þær, sem Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur samþykti á þess- um fundum — til verslunarráðs Is- lands, um að hlutast til um við Al- þingi, að það afnæmi einkasölu á tóbaki og steinolíu. Áskoranir þessar hafa birst í Morgunblaðinu. þessar athugasemdir eru birtar hér í tveimur flokkum um hvora grein fyrir sig, eins og ályktanir og áskoranir Verslunarmannafé- lagsins. Frh. ----o---- Páll ísólfsson hefir efnt til hljóm leika í dómkirkjunni undanfarið og við fremur daufa aðsókn. Er það ef til vill besti mælikvarðinn á peningaleysi almennings í Reykja- vík að jafnvel svo ágæt skemtun skuli ekki sótt. Alþíngi. Efri deild. Frumvarpið að leggja niður þrjú embætti í hæstarétti, dómai’a tvo og ritarann, hefir nú verið sam- þykt í efri deild. Er það í öllum að- alatriðum samhljóða því frv. sem íhaldsflokkurinn feldi í fyrra, þeg- ar J. J. bar það fram. Sú breyting er þó ný, að rétturinn kjósi sér forseta til eins árs í senn. Móti því risu S. E. og Jóh. Jóh., en J. M. varði tillögu sína og var hún sam- þykt. pá var og samþykt sú tillaga frá J. J., að koma megi við skrif- legri málfærslu í hæstarétti, ef annar málsaðili biður um og rétt- urinn leyfir. Munnlega málfærslan er svo dýr, að hún hefir átt mikinn þátt í að hindra efnalitla menn frá að nota hæstarétt. Málfærslu- mannafélagið og sumir dómararnir líta ekki á þessa nauðsyn almenn- ings og vilja halda í hina dýru munnlegu málfærslu. Ef breyting þessi nær fram að ganga, er þar fengin mikil réttarbót. Að vísu gætu dómararnir neitað um leyfi, en það myndi verða til þess að heimildin yrði skilyrðislaus. Ef til vill verður þetta eina sparn- aðarfrumvarpið, sem fram nær að ganga á þessu þingi. íhaldsflokk- urinn heldur yfirleitt verndarhendi yfir embættaeyðslunni. Fjárveit-nganefnd Ed., þar sem Jóh. Jóh. er formaður, hefir setið á tillögu tveggja Framsóknar- manna um að kosin yrði sparnað- arnefnd til að gera tillögur um niðurfellingu óþarfra embætta, og búa í hendur væntanlegum ólaun- uðum milliþinganefndum, er starfi milli þinga. pegar nógu mikið er lið ið á tíma þingsins, kemur sú mót- bára, að nefndarskipun sé þýðing- arlaus, enginn tími til að vinna. Niðurfelling þingtíðindanna gekk í gegn um 2. og 3. umræðu og var samþykt með 8:6 atkv. Sig. Eggerz var þar með Framsókn, en Hjört- ur með 'íhaldinu. Af Framsóknar- mönnum töluðu Guðm. Ól., Sig. Jónsson, Ingvar Pálmason og J. J., en með því að loka þinginu I. H. B., J. M., E. P., Jóh. Jóh. og Jóh. Jós. Svo illa vildi til, að J. M. hafði haldið margar ræður móti sinni nú- verandi skoðun 1909. Var óspart vitnað í þær og sagt, að þar væri sá brunnur röksemda, móti því að loka þinginu, að hægt væri að taka þar hverja fötuna af annari og hella yfir Jón og fylgismenn hans. Af þeim umræðum sannaðist líka, að J. M. hafði farið með rangt mál um að ekki hefði komið til greina prentsmiðjustríð 1909. J. M. hafði einmitt gefið B. J. ráðherra mein- ingar um það þá, og hann tekið sem dylgjur. Sr. E. P. sagði, að þingtíðindin væru lítið lesin þar sem hann þekti til, en Framsókn- amenn höfðu alt aðra sögu að segja úr sínum kjördæmum. pótti þetta sanna tvent: Að fylgismenn sr. E. P. væru orðnir saddir að heyra ræðulist hans heima fyrir, og í öðru lagi, að mentunai’ástandi þeirra og áhuga væri máske rétti- lega lýst með þessu. Ingibjörg hafði við 1. umræðu dregið inn í umræðurnar vantraust kvenna- fundar á Akureyri. Kendi hún þá J. J. um óánægju kvenna í hennar garð, en hann taldi það ósannindi og skoraði margsinnis á hana að sanna dylgjur sínai’. En það gerði hún ekki. Og við 2. umr. dró hún alveg inn klærnar, en var þó aug- sýnilega sárreið og hrygg. Var henni bent á, að kveníólkið hefði vitað um frammistöðu hennar í Staðarfellsmálinu. Hún hefði við 1. umræðu beitt sér af alefli á móti því, að húsmæðraskólinn yrði stofnaður. í mentamálanefndinni hefði hún haldið sama striki. Og þeir tveir karlmenn, sem þar væru með, hefðu þá eins og að líkindum fór látið hana ráða. Úr því að full- trúi kvenfólksins vildi ekki knýja málið fram, þá var varla von að karlmenn vildu troða upp á kven- fólkið þeim gæðum, sem það, eða þess sérstaki trúnaðarmaður ekki vildi taka á móti. Kvenfólk út um land hefði samt kunnað þessu illa. pað hefði þá frétt um þessar til- tektir meðan þinginu var ekki lok- að. Og ritstjóri þess tímarits kvenna, sem vantraustið birti, var frk. Ilalldóra Bjarnadóttir, sem hafði verið á kvennalistanum með Ingibjörgu. Sú staðreynd, að Ingi- björg hafði dregið vantraust norð- lenskra kvenna inn í umræður um lokun Alþingis, þótti benda á, að henni kæmi ekki vel að þingið væri opið. pætti vandarninna að vera fulltrúi, ef kjósendur vissu ekki hvað fulltrúarnir legðu til málanna. Við lokaumræðurnar var íhalds- liðinu bent á, að varla gengi því til sparnaður. pað hindraði sparnaðar- nefnd. pað hefði eyðilagt málið um að flytja skrifstofur landsins úr húsum forstöðumannanna í hús landsins. pað hefði felt með nafna- kalli að spara 6—7 þús. kr. á ári með því að leggja niður grískuna við háskólann. Ingvar Pálmason klykti út með þvi, að þessi tilraun íhaldsins að loka Alþingi myndi verða síðasti naglinn í pólitiska lík- kistu þeirra þingmanna, sem þar ættu hlut að máli. Við 2. umræðu um stjórnar- skrána lýsti framsögumaður minni hl. (J. J.) því, að hann vildi, að ekki væri að þessu sinni hugsað um nokkra aðra efnisbreytingu en þinghald annaðhvort ár. Með því móti myndi fást nóg fylgi. En ef margar aðrar, og sumt stórvafa- samar efnisbreytingar fylgdu, væri málinu teflt í hættu. En íhaldið hélt fast við alla sína fleyga. Við atkvgr. greiddi Hjörtur í eitt skifti á æfinni atkvæði með Framsókn, móti því að stofna landritaraem- bættið að nýju. Féll sú tillaga með jöfnum atkvæðum. Lýsti H. St. forseti þá, að frv. alt væri fallið, enda er sú venja, ef fyrsta grein fellur. En J. M. kvað enn leynast líf með frv. og trúði læknirinn þvi þá, úr því höfuð flokksins sagði svo vera. Litlu síðar báru G. 0. og E. Á. fram br.till. um að fækka þingmönnum niður í 36, með því að afnema þá landkjörnu. pótti nú Jóni, I. H. B. og Hirti eldur sparn- aðarins fara að nálgast stóla sína. Hafa þau stöðvað málið í bili og eru að hugsa um, hve stóra spamaðar- fórn þau eigi að færa á altari hins aðþrengda föðurlands. Neðri deild. Viðskiftamálm. Miklar umræður urðu við fyrstu umræðu um inn- flutningsbannafrumvaipið. Halldór Stefánsson hóf máls og rakti mái- ið í mjög skýrri og merkilegri ræðu. Magnús Guðmundsson tal- aði næst og’ lýsti sig fylgjandi höft- um. En jafnframt ásakaði hann landsstjórnina fyrir að hafa ekki beitt haftaheimild laganna frá 1920. Atvinnumálaráðherra svar- aði ásökun þessari mjög greinilega. Greinilega yfirlýstur þingvilji hefði legið fyrir að nota ekki þessi heimildarlög. Taldi ráðherra það skyldu sína að fylgja þingviljan- um. Hinsvegar væri hann reiðubú- inn til að gefa út reglugerð sem bannaði innflutning ýmsra vara, ef hann fengi þingvilja til þess. Er slík reglugerð nú komin út sem kunnugt er orðið. Furðuðu margir sig stórlega á ummælum Magnús- ar Guðmundssonar, enda staðfest- ist það margfaldlega í umræðun- um, að sjálf stjórn hans hafði svo rækilega orðið að láta undan þing- viljanum 1921 að leggja niður inn- ílutningsnefndina og breyta allri framkvæmd þessara heimildar- laga. Og á þinginu 1922, þegar Framsóknarflokkurinn bar fram haftafrumvarpið, átti það ekki nægilegu fylgi að fagna. Var frv. síðan vísað til fjárhagsnefndar. Mun það eiga þar erfitt uppdrátt- ar, því að íhaldsmenn og Jakob Möller eru þar í meiri hluta, en Framsóknarmennirnir: Halldór Stefánsson, Jörundur Brynjólfs- son og Sveinn Ólafsson halda fast við höftin. Hefir fjárhagsnefnd komið fram með nýtt frv., hækk- aðan verðtoll á ýmsum vörum og mun meiri hluti nefndai’innar ætl- ast til að það komi í stað haftanna. Hefir verslunarlýðurinn í Reykja- vík hafið mikla sókn móti höftun- um með fundahöldum og sérlega fávíslegum yfirlýsingum. Er við- búið að svo fari sem áður að ekki falli eplið langt frá eikinni og full- trúar kaupmanna hneigist í þessa áttina hvað sem líður hinum sterka og eindregna kjósendavilja utan Reykjavíkur. Dauldumbraskólinn. Fjárveit- inganefnd bar fram þingsályktun- artillögu þess efnis, að skora á stjórnina að athuga, hvort ekki væri rétt að flytja daufdumbra- skólann í sveit og framkvæma þann flutning ef rétt þætti. Höfðu endurskoðunannenn landsreikn- inga bent á, að á skólanum hér í Reykjavík hefði hvert barn kostað ríkissjóð um 3000 kr. og fæði bam- anna dýrara en fæði handa full- orðnum á matsölustöðum hér í bænum. Sum árin hafði kostnaður við skólann orðið töluvert yfir 20 þús. kr. auk ókeypis húsnæðis, en veittar voru til hans 7 þús. krónur. Nefndin hafði hinsvegar aflað sér upplýsinga sem bentu í þá átt, að miklu haganlegra væri að flytja skólann í sveit, enda leit nefndin svo á, að bömum þessum væri heilnæmara að vera á sveitaskóia. Tveir Reykjavíkurþingmannanna mótmæltu tillögunni, en eigi að síð- ur var hún samþykt með öllum þorra atkvæða. Lán til Hafnfirðinga. Sjávarút vegnsnefnd flytur frv. uru að heim- ila að ríkið ábyrgist a'-t að 14 milj. kr. lán til togarakaupa fyrir Hafn- firðinga. Tilefnið hinn alvarlígi at- vinnuskortur, sem þar hefir orðið. Hafði Aug. Flygenring orð fyrir nefndinni. Spunnust um rnálið miklar umræður. Vorkendu f'-estir Jóni A. Jónssyni um þá afleitu út- reið, sem hann fékk. Hann hélt fram þeim skoðunum um fiskút-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.