Tíminn - 22.03.1924, Side 4
48
T I M I N N
gerð og sölu, sem Aug. Flygenring
fordæmdi með hinum hörðustu
orðum. En Á. F. er, eins og kunn-
ugt er, einn elsti og merkasti út-
gerðarmaður þessa iands og hefir
um þau efni meiri reynslu og þekk-
ingu en nokkur annara þingmanna.
Siðan réðist J. A. J. að atvinnu-
_ málaráðherra með fyrirspurnum,
sem löngu var búið að svai'a og að-
kasti öðm.En þá tók ekki betra við.
Ráðherra gekk svo írá Jóni, að
nálega hefði varðað við lög um
dýraverndun, hefði nær verið
gengið. Með þeim lárberjum er
hann úr sögunni Vestfirðingagoð-
inn sá. þorleifur Jónsson lagði
áherslu á, að hættulegt væri að
ríkissjóður færi enn að binda láns-
traust sitt og spilla áliti sínu með
nýjum lántökum og rakti hversu
mjög væri að gert í því efni. I um-
ræðulokin fóru ýmsir íhaldsmenn
að tala fagurt um að óhæíilegt
væri að einstakir menn fengju að
bjóða fram ríkisábyrgð ytra og
„flagga“ þannig með lánstrausti
landsins. Tók þá Tr. p. fyllilega
undii’ það, en minti á að einkenni-
lega hljómuðu orð þessi í munni
þessara manna. því að sumir þess-
ara manna og flokkur þeirra i báð-
um deildum hefði ráðið því, að
undanfarna mánuði hefðu einstak-
ir fjáraflamenn íslenskir ferðast
um nágrannalöndin og boðið upp á
að stofna banka á íslandi með sér-
stökum fríðindum, skattfrelsi o.
fl. sem samþykt hefði verið af Al-
þingi fslendinga. Hér væri þó um
heilbrigðan innlendan atvinnu-
rekstur að ræða. En varla væri
hægt að hugsa meiri lánstrausts-
spilli fyrir landið en þeir hefðu
stofnað til feður norska bankans í
fyrra. þeir hefðu heimilað einstök-
um mönnum að auglýsa í nágranna
löndunum að fslendingar væru svo
illa staddir að þeir vildu alt til
vinna að draga hingað erlent fé.
Varð fátt um svör við þessu sem
vonlegt var, en frv. var vísað til
fj árhagsnef ndar.
Fjárveitinganefnd neðri deildar
skilaði áliti sínu og tillögum 17. þ.
m. Segir svo í inngangi nefndar-
álitsins:
„Fjárveitinganefnd hefir hagað
störfum sínum á líkan hátt og und-
anfarið. Fundir hafa verið haldn-
ir hvem virkan dag síðan nefndin
var kosin, venjulega 2*4 tíma, og
stundum tveir fundir á dag. Eins
og að undanfömu hafa nefndinni
borist fjölmörg skjöl, sem nauð-
syn bar til að væru athuguð ræki-
lega, og auk þess hefir nefndin átt
tal við fjölda manns. Störfunum
hefir nefndin samt lokið á mun
skemmri tíma en stundum undan-
farin ár. Er nefndarálit nefndar-
innar í fyrra t. d. dagsett 4. apríl,
en árið 1921 16. apríl.
Öllum nefndarmönnum var það
ljóst, þegar í upphafi, að höfuð-
verkefni nefndarinnar væri það, að
ganga þannig frá fjárlögunum að
sínu leyti, að nokkur eða ríflegur
tekjuafgangur yrði, til þess að
ekki drægist lengur, að alvarleg
gangskör yrði að því gerð að rétta
hinn erfiða fjárhag ríkisins. þessi
grundvallarhugsun hefir sett mark
sitt á alt starf nefndarinnar. Henn-
ar vegna hefir nefndin synjað
mörgum fjárbeiðnum, sem henni
hefði þótt sjálfsagt að verða við,
ef um venjulega tíma hefði verið
að ræða, og hennar vegna leggur
nefndin til, að skorin séu enn frek-
ar en áður við nögl fjárframlög til
þeirra starfa og stofnana, sem ekki
er unt að kasta að öllu.
þar sem nefndin hefir reynt að
fara eftir þessari grundvallar-
hugsun í einstökum atriðum, má
segja, að það hafi flýtt fyrir störf-
um nefndarinnar. Og eigi síður
hitt, að nálega um öll atriði, sem
máli skifta, hafa nefndarmenn
verið á einu máli. Aðeins um örfá
einstök atriði hefir ekki náðst fult
samkomulag innan nefndarinnar.
Væri það vænlegt um að skila
fjárlögunum með ríflegum tekju-
afgangi, ef háttv. deild bæri gæfu
til slíkrar samheldni, sem náðst
hefir í fjárveitinganefnd. —
Áður en vikið er að hinum ein-
stöku tihögum nefndarinnar, þyk-
ir rétt að gera stuttlega grein fyr-
ir, hvernig útkoman yrði á fjárlög-
unum samkvæmt tillögum nefnd-
arinnar.
Nefndin hefii’ um áætlun tekju-
bálksins getað stuðst við nánari
skýrslur um útkomu ársins 1923 en
fengnar voru þegar fjárlagafrum-
varpið var samið. Með hliðsjón af
þeim leggur neíndin til, að ein-
stakir liðir séu samtals hækkaðir
um 75 þús. kr., en aðrir liðir lækk-
aðir samtals um 350 þús. kr. Nið-
urstaða nefndarinnar verður því
sú, að lækka tekjuáætlunina um
275 þús. kr.
þá leggur nefndin til, að ýmsir
gjaldaliðir séu sumpart lækkaöir,
sumpart feldir niður. Nema þær
lækkunartillögur samtals um 160
þús. kr.
Hins vegar leggur neíndin til, að
ýmsir gjaldaliðir séu hækkaðir og
nokkrum nýjum bætt við. Má
flokka þær hækkunartillögur í tvo
flokka. Annars vegar eru tillögur
um reikningslegar hækkanir, sem
kalla mætti. Hefir stjórnin um
ýmsa þá liði fylgt áætlunai’upphæð
undanfarinna ára, en landsreikn-
ingar sýna, að liðir þessir eru alt
of lágt áætlaðir, enda eru fjár-
greiðslur þessar langílestar> lög-
bundnar og þannig, ao ekki verður
komist hjá að greiða þær. Lítur
nefndin svo á, að það sé að blekkja
sjálfan sig að áætla liði þessa lægra
en reynsla bendir til, að þeir muni
verða. Hækkanir at þessu tægi eru
um 310 þús. kr. — þá eru þær til-
lögur um hækkanir, sem eru raun-
verulegar hækkanir. Eru þær
hvorki margar né háar og alveg
hverfandi í samanburði við tillög-
ur fjárveitinganefnda undanfar-
inna ára. Hækkunartiliögur þessai’
nema samtals um 170 þús. kr. og
eru að langmestu leyti aukinn
styrkur við atvinnuvegina. Og um
eina hina hæstu þeirra tillagna
(til útrýmingar fjárkláða 25 þús.
kr.), er það að segja, að hún er í
raun og veru aðeins tilfærsla. Loks
er þess getið í nefndaráliti þessu á
öðrum stað, að nefndin leggur til,
að spöruð verði ýms gj öld, sem tal-
ist hafa til óvissra gjalda. Heildar-
niðurstaðan af tillögum nefndar-
innar er því þessi:
Reikningslegar hækk-
anir..................kr. 310000
Raunverulegar hækk-
anir....................— 170000
Lækkuð tekjuáætlun — 275000
Samtals kr. 755000
Frá dregst sú upphæð,
sem nefndin leggur til
að gjaldaliðirnir lækki kr. 160000
Eftir verða kr. 595000
Nú var svo gengið frá fjárlaga-
frumvarpinu af stjórnarinnar
hendi, að tekjuafgangur var um
500 þús. kr. Fjárveitinganefnd
skilar frv. þannig frá sér í þetta
sinn með tæplega 100 þús. kr.
tekjuhalla. En aðalsummumar,
sem valda þesum mismun útkom-
unnar, stafa af gætilegri tekju-
áætlun nefndarinnar og reiknings-
legum hækkunartillögum á gjöld-
unum, sem bygðar eru á reynsl-
unni. Raunverulegar hækkunartil-
lögur nefndarinnar á gjöldunum
eru ekki nema 10 þús. kr. hærri en
lækkunartillögur hennar á gjöldun-
um, og þá er þess minst, að í þess-
um hækkunartillögum er 25 þús.
kr. upphæð, sem er tilfærsla, kem-
ur það út, að raunverulega leggur
nefndin til, að fjárveitingar séu
lækkaðar um 15 þús. kr. frá tillög-
um stjórnarinnar. Hinar ólíku tölur
stafa af því, að áætlunin er nú
gætilegri og reist á traustari
grundvelli.
Loks skal það tekið fram, að
nefndin hefir ekki tekið tillit til
þeirra tollahækkunarfrumvarpa,
sem þingið hefir til meðferðar. þar
sem telja má nálega víst, að a. m.
k. eitthvað í þá átt verði samþykt,
sem nemi allverulegum tekjuauka
AÐALFUNDUR
Búnadarfélags Islands
verður haldinn að Svignaskarði í Mýrasýslu föstudaginn 4. apríl 1924
og hefst kl. 2 síðdegis.
Verkefni fundarins:
1. Skýrt frá störfum og fjárhag félagsins.
2. Fluttir fyrirlestrar um búnaðarmál, sem verða nánar auglýstir
síðar.
3. Bornar fram og ræddar tillögur, til bendingar fyrir búnaðar-
þing.
4. Kosinn einn fulltrúi og varafulltrúi á búnaðarþing fyrir Yest-
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
Trúlofunar-
hringarnir
þjóðkunnu,úrval af
steinhringum, skúf-
hólkum og
svuntuspennum,
margt fleira. Sent
með póstkröfuútumland,ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
firðinga-fjórðung. Kosningarrétt hafa allir meðlimir Búnaðarfé-
lags íslands í Vestfirðingafjórðungi.
Allir eru velkomnir á fundinn.
Reykjavík, 13. mars 1924.
Pr. Búnaðarfélag íslands.
S. Sigurðsson, búnaðarmálastjóri.
fyrir ríkissjóð, ætti það að vera
trygt, yrðu tillögur nefndarinnar í
öllum verulegum atriðum sam-
þyktar, að fjárlögin yrðu afgreidd
með nokkrum eða allríflegum tekju
afgangi". v
Af einstökum tillögum má nefna
þesar: Hætta að veita fé til sendi-
herra í Kaupmannahöfn. Sparast
þar 28 þús. kr. danskar, en gert
ráð fyrir, að eitthvað þurfi þá lít-
ilsháttar að hækka skrifstofu-
kostnaðinn. — Lækka húsaleigu
lögreglustjóra í Rvík um fjórðung.
— Skrifstofukostnaður biskups,
landlæknis og fræðslumálastjóra
lækkaður. — Allir utanfararstyrk-
ir feldir niður. — Veittur 15 þús.
kr. styrkur til sjúkrahúss og
læknisbústaðar í Borgarfirði, enda
það mál alveg sérstaklega undir-
búið, og 3 þús. kr. viðbótarstyrk-
ur að Laugarási. — 45 þús. kr.
styrkur til Eimskipafélags Islands.
— Falli niður laun kennarans við
háskólann í sögu og málfræði ís-
lenskrar tungu, Alexanders Jó-
hannessonar. — Sáttmálasjóður
greiði eftirleiðis alt að helming
námsstyrks stúdenta. — Lækkaður
styrkur til einstaki’a manna skól-
anna í Reykjavík, t. d. Iðnskólans,
verslunarskólanna, kvennaskólans
o. fl. — Mikill fjöldi smábitlinga
feldur niður á 14. og 15. gr. fjár-
laganna.
----
Brottrekstur þorsteins Gíslasonar
(frh. af 1. síðu).
þannig nafnið á hinu forna höfuð-
málgagni sjálfstæðismannanna ís-
lensku.
Báðir þessir nýju ritstjórar
Morgunblaðsins, sem víst er um að
taki við, eru að nokkru almenningi
kunnir.
Jón Kjartansson varð af því
þjóðkunnur, að honum tókst það,
með einhverjum hætti, að villa
bændunum í Vestur-Skaftafells-
sýslu svo sýn, við kosningarnar í
haust, að þeir kusu hann á þing,
en höfnuðu einhverjum þjóðkunn-
asta manni í hóp íslenskra bænda
og samvinnumanna, Lárusi bónda
Helgasyni á Kirkjubæjarklaustri,
sem þeir höfðu nýlega kosið full-
trúa sinn við mikinn atkvæða-
mun. Hafa það margir menn mælt,
og um alt land, að þetta væri allra
óskiljanlegasta kosningin á öllu
landinu, er í slíku kjördæmi var
hafnað L. H. en kosinn undir-
tyllu embættismaður úr Reykjavík.
En þó að ekki hafi fyr opnast
augu bændanna í Vestur-Skafta-
fellssýslu þá hljóta þau að opnast
nú, er þeir sjá, að fulltrúi þeirra
gengur á mála hjá kaupmannavald-
inu reykvíska, verður ritstjóri þess
og handbendi dönsku kaupmanna-
klíkunnar.
Valtýr Stefánsson er víða kunn-
ur um sveitir landsins af ferðum
sínum í þjónustu Búnaðarfélags
íslands. I mörg ár var hann ríku-
lega styrktur af opinberu fé til
þess að fullnuma sig í áveitumæl-
ingum og var það vitanlega tilætl-
unin, að hann léti landið njóta
starískrafta sinna á þessu sviði að
námi loknu. það varð að vísu fyrst
og hjá Búnaðaríélagi íslands fékk
hann vellaunaða stöðu. En skamm-
góður vermir verður það nú, er
hann kastar frá sér þeim störfum
og gengur á mála hjá Morgun-
blaðsliðinu. Er þetta þörf áminning
til íslenskra valdhafa að gæta
þess, er háir styrkir eru veittir ís-
lenskum námsmönnum til náms er-
lendis í því skyni að þeir starfi síð-
an í ríkisins þjónustu, að setja
mönnum þessum þau ákveðnu
skilyrði fyrir styrkveitíngu að þeir
starfi ákveðinn langan tíma fyrir
styrkveitingima, en stökkvist ekki
á brott undii’ eins og betur er í þá
boðið af öðrum en ríkinu.
Eftir að Tíminn fór að koma út
var Valtýr mjög handgenginn
samvinnumönnum, enda var hann
mjög á þeirra vegum á allan hátt
og ekki síst skjólstæðingur for-
manns Tímamanna: Hallgríms
heitins Kristinssonar. Bar ekki á
öðru en að Valtýr væri eindreginn
Framsóknarmaður í skoðunum og
um hríð var hann á launum frá
Tímanum fyrir að rita útlendar
fréttir.
Á Búnaðarþingi í fyrra.bar fyrst
á ósamkomulagi. Bar Valtýr fram
harða kröfu um launahækkun fyrir
sig, sem óhjákvæmilega hefði haft
í för með sér launahækkun fyrir
hina ráðunautana, en ef uppfylt
hefði orðið, var þarna orðið fult
ósamræmi á launakjörum þessara
og annara starfsmanna ríkisins.
Ritstjóri Tímáns átti sæti á þessu
Búnaðarþingi og var einn þeirra
manna, sem lagðist gegn þessari
launakröfu Valtýs og fleiri ná-
komnir Tímanum og Framsóknar-
flokknum og mega þeir leggja út
til lasts sem vilja. Á sama Búnað-
arþingi átti ritstjóri Tímans sæti
í reikninganefnd Búnaðarþingsins
og komst þar að raun um, að
reikningar Valtýs til félagsins
voru alólíkir reikningum annara
starfsmanna þess, svo var þar
frekt í kröfur farið. Taldi hann og
aðrir reikninganefndarmenn sér
skylt að vekja eftirtekt á slíku
ósamræmi í reikningsskilum starfs
manna félagsins, og voru tillögur
þeirra í því máli í einu hljóði sam-
þyktar af Búnaðarþingi. En þeir
sem vilja geta sömuleiðis lagt
þessa framkomu út til lasts rit-
stjóra Tímans, þótt í hlut ætti þá-
verandi opinberlega viðurkendur
pólitiskur flokksbróðir.
Hefir síðan orðið fátt um kveðj-
ur. En hvort þessi forsaga eða eitt-
hvað annað, veldur því að Valtýr
Stefánsson, Framsóknarflokksmað
urinn gamli, gerist nú ritstjóri
kaupmannamálgagnsins, um það
skal ekki sá dæma, sem þetta ritar.
En hitt má telja sennilegt, til
handa fyrverandi samherja, að
hann beri þó úr býtum hærri pen-
ingagreiðslu í laun og ríflegri
ferðakostnað en Búnaðarfélag Is-
BÆKUR.
Ljóðaþyðing-ar, eftir Stgr. Thorsteins-
son, I., kemur út í vor, 3 sjálfstæð
bindi koma út...........kr. 3.50
Redd-Hannesarríma, eftir sama höf.
Ný bók..................kr. 3.00
Rökkur I. ár, skáldsögurit aðallega,
12 arkir................kr. 3.00
Pöntunum að II. árg. veitt móttaka.
Fyrsti árg. Rökkurs og Redd-Hann-
esarrima fást nú hjá bóksölum.
Bækurnar má og panta frá útg.
Askriftarverð að Ljóðaþýðingunum,
II. b., er kr. 3.00 og fá þeir áskrif.
utan af landi, er vilja fá hin tvö
bindin og skifta við útg., sömu kjör.
AXEL THORSTEINSSON,
Pósthólf 106, Reykjavík.
„Happið“, gamanleikur eftir
Pál J. Árdal, er til sölu hjá flest-
um bóksölum landsins og viðar,
og kostar 2 krónur. „Happið“ má
ekki leika án leyfis höfundarins.
lands treystist til að greiða hon-
um. Enda væri annars til lítils um
skift.
Við þennan hróður er Valtýr
genginn úr þjónustu bændanna ís-
lensku í þjónustu kaupmannanna
dönsku og íslensku. En einhverjir
verða það vafalaust sem gráta þurr
um tárum. —
pessir menn eru það sem eiga að
leiða þjóðina í allan „sannleika“ af
dönsku og íslensku kaupmannanna
hálfu. þessir menn eru það sem
eiga að vera hinir opinberu mál-
svarar hinnar nýju kaupmanna-
stjórnar yfir íslandi.
-----o----
„þrír ráðhei-rar“. Um alt land
hafa menn búist við því f astlega að
sá spamaður næði þó a. m. k. fram
að ganga á Alþingi að ráðherrum
yrði fækkað. Til þess að elta þann
þjóðarvilja bar J. M. fram stjórn-
arskrárbreyting um að hafa að-
eins einn ráðherra. Slík voru orð
hans. En athafnirnar eru þær að
hann myndar þriggja ráðherra
stjórn undir eins og færi gefst.
Gátur. Hversvegna er Jón þor-
láksson ekki atvinnumálaráðherra,
hann sem alt sitt líf hefir fengist
við atvinnumál ? Hversvegna er
Magnús Guðmundsson ekki fjár-
málaráðherra, hann sem alla sína
fyrri stjórnartíð var fjármálaráð-
herra?
Svar I: Jón þorláksson er svo
þrautreyndur í atvinnumálunum að
ekki þótti fært að hann færi með
þau lengur.
Svar II: Magnús Guðmundsson
er svo þrautreyndur í fjármálun-
um, að ekki þótti fært að hann
færi með þau lengur.
„Ekki hækkar íslenska krónan
við það“. Hrutu þau orð af munni
góðs borgara hér í bænum er hann
heyrði um hina nýju stjórn Jóns
Magnússonar.
þýðingar Steingríms. Axel Thor-
steinsson rithöfundur er að byrja
að gefa út ljóðaþýðingar föður
síns og safnar áskrifendum að út-
gáfunni. Eru þýðingar þessar
dreifðar víða, en sumt óprentað.
Aflabrögð. Afburðagóður afli
hefir verið undanfarið á öllum ver-
stöðvunum hér syðra.
Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson.
Prentsmiðjan Acta h/f.