Tíminn - 29.03.1924, Blaðsíða 2
60
TlUlNN
Crrænlandsmálið vestanhafs.
Eftir Einar Benediktsson.
Eg hef nýlega fengið bréf frá
einum merkasta blaðamanni og
stjórnmálamanni meðal Vestur-ís-
lendinga, sem eg, í von um að
hinn heiðraði bréfshöfundur virði
mér það á betra veg; leyfi mér að
birta hér; með því að það er stór-
merkilegur vitnisburður um það
hvernig litið er á þrætuna um
Grænland af framsýnum löndum
vorum vestra, enda ekki vanþörf
á því; að álit almennings hér á
landi fái þann stuðning sem unnt
er í þessu máli, gagnvart strjálbýli
voru og fámenni, bernsku fullveld-
isins íslenska og ýmsum söguleg-
um tildrögum, sem allt veitir mikl-
ar torfærur í framsókn íslands um
kröfuna til hinnar gömlu nýlendu,
að ógleymdu því meginatriði, að
vér eigum enga erindreka um þetta
mál erlendis. Meginkafli bréfsins,
sem ræðir um Grænlandsmálið, er
þannig:
„Það gleður mig að sjá að skrið
er komið á Grænlandsmálið þar
heima á ættlandinu og líka það;
hve góðar undirtektir að það fær,
þó að hjáróma raddir kunni að
heyrast jafnvel þar í þessu velferð-
armáli, því vart er að búast við
að allir geti séð, eða þá vilji sjá
af ýmsum ástæðum þann íeikilega
mikla hag sem Islandi getur staf-
að frá því; að fá eignar og um-
ráðarétt yfir Grænlandi. En þó ís-
lendingar gætu nú orðið einhuga
— allir eitt um að krefjast réttar
síns til þessarar fornu nýlendu, þá
er spilið engvanvegin unnið. Dan-
mörk og Noregur láta það aldrei
úr greipum sér ganga nema að þau
megi til. Það eina afi sem megnar
að hjálpa ykkur er alþjóða álit;
eða eins og nú standa sakir The
League of Nations, og þvi verðið
þið sem berjist fyrir málinu að ná
á svo ótvíræðan hátt að hinar þjóð-
irnar fái ekki raskað.
Þú fyrirgefur mér þótt eg héð-
an úr fjarlægðinni dirfist að leggja
til þessara mála — eg geri það ekki
af neinum slettirekuskap, heldur
af einlægum velvilja til þjóðar
minnar og þeirra manna sem fyr-
ir málinu berjast fyrir hennar hönd.
Eg býst við að þingið setji nefnd
Utdráttur
úr ræðu Jóns H. þorbergssonar, er
hann flutti við stofnun félagsins
„Landnám“ 23. mars 1924.
Alt frá landnámsöld hefir ekki
komið neitt skrið á byggingu ný-
býla í landinu. Landnámsmenn
skiftu með sér landinu, og búnaðar-
háttum þeirra var þannig varið, að
þeir þurftu stór landsvæði hver.
Búf járeign sína bygðu þeir einkum
á því, að hafa sem mest beitiland
bæði sumar og vetur. Heyafla sín-
um urðu þeir og að ná á að mestu
óræktuðu landi. Bændurnir vilja
enn hafa sem mest til umráða af
óræktuðu og lítt notuðu landi, og
þeir halda fast við þær venjur og
þá trú, að jarðirnar verði æfinlega
að halda sinni stærð. Til þessa dags
hefir það tíðkast, að stöku bændur
settu á vetur hross og sauðfé, án
þess að ætla þeim fénaði hús eða
fóður, en á síðustu árum hefir þó
orðið mikil breyting til batnaðar
hvað þetta áhrærir.
Hér er þannig ástatt, að á sama
tíma, er aðrar þjóðir vinna ötul-
lega að því að rækta og byggja ný-
býli, þá eru jarðirnar yfirgefnar
hér og fólkið flytur í stórhópum í
kaupstaðina. þar verður allur
fjöldi þess öreigalýður, sem er hið
hættulegasta fyrir þjóðemi vort.
Árið 1703 voru sveitabýlin talin
7537, en 200 árum síðar, eða 1903
eru þau 6639, og hefir þeim þá
fækkað á þessu tímabili um 998,
og verður sú fækkun sem næst 5
býli á ári í 200 ár. Orsakir til fækk-
unar býlanna eru að vísu margar:
í Grænlandsmálið á þessu ári
og eg býst líka við að sú nefnd
beini athygli sínu að fornum rétti
íslendinga til landsins gegn Dön-
um og Norðmönnum. En athafnir
ykkar þurfa að vera víðtækari.
Þið þurfið að ná stuðning einhverr-
ar stórþjóðar í málinu, helst Breta.
En vegurinn til þess er í gegnum
Vestur-íslendinga. Heldurðu ekki
að væri gott fyrir ykkur þar heima
þegar þið veljið nefnd til þess að
færa fram kröfur ykkar í málinu
að fá einn, eða tvo menn úr hópi
Vestur-íslendinga — segjum N. N.
til þess að vinna að þeim rnálum
með ykkur útávið?
Hann er líklegri maður til þess
að geta haft heillavænleg áhrif á
málsmetandi menn á Englandi og
i gegnum þá; á League of Nations
heldur en nokkur annar Islending-
ur sem eg veit um og ef það tæk-
ist þá væri mikið unnið málinu
til úrlausnar.
Eg slæ þessu fram fyrir þá skuld
að mér persónulega er ant um
málið, því þó íslendingar gætu
aldrei bygt Grænland og staðið
straum af því stjórnarfarslega nema
í skjóli sér sterkari þjóðar þá samt
væri þeim stórhagur að því að fá
það; því eg er sannfærður um að
þeir gætu selt það nær sem þeir
vildu fyrir stórfé, sem nægði til
þess að borga allar þeirra skuldir
og meira en þaö“. —
Þetta bréf bregður ljósri birtu
yfir almennt álit um Grænlands-
málið vestra, því höf. mun kunn-
ugri flestum um þær undirtektir er
málið mundi fá þar, ef því væri
hreyft héðan á þann hátt sem rétt-
ur og skylda íslendinga er til. En
eðlilega verður hverjum manni það
fyrst fyrir sem les þessa vel hug-
suðu og þjóðræknu tillögu landa
vors fyrir vestan, að íhuga, hvað
gjört hafi verið til þessa dags fyrir
þetta langmesta og mikilvægasta
hagsmuna, þjóðarsóma og velferð-
armál hér heima.
Menn vita ekki hvernig komið
hefir verið fram yfirleitt, fyrir
hönd Islands, í hinni svokölluðu
„lögjafhaðarnefud“, í þessu máli.
En það er bein skylda gagnvart
eldgos, öskufall og uppblástur
landsins hafa valdið mörgum. Eft-
ir að Ameríkuferðir hófust um
1870, flutti fólk svo ört úr sumum
sveitum og vestur, að jarðir bygð-
ust ekki aftur. Má þar t. d. nefna
norðausturhluta landsins: Möðru-
dalsfjöll, þistilfjörð, Langanes,
Langanesstrandir og Vopnafjörð.
1 þessum sveitum lögðust um 40
jarðir í eyði eftir 1870 og kenna
menn þar mestu um Ameríkuferð-
um. Voru sumt af þessu jarðir,
sem búið hafði verið á blómabúum.
En sumt af þessu voru að vísu af-
dalajarðir og fja^akot. Eg ferðað-
ist fyrst um þetta svæði 1909, voru
þá til dæmis jarðirnar Hafurstaðir
og Kúðá í pistilfirði í eyði, og stóðu
þó á þeim nær öll jarðarhús. Og
svo hafa jarðirnar farið í eyði af
því að fólkið hefir flust úr sveit-
unum og í kaupstaðina; bar þó
mest á því eftir að vistarbandið
var leyst 1893. þá hefir strjálbygð-
in, örðugleikamir til aðdrátta og
mannfunda átt sinn þátt í því að
jarðir hafa farið í eyði.
Nú er sú breyting á orðin, að
þessi þjóð, sem áður lifði öll á land-
búnaði að telja mátti, er nú flutt
í hópa á sjávarbakkann, svo að að-
eins 40% hennar er nú eftir í
sveitunum. Nú geta bændur þó
framfleytt búum sínum með minni
vinnukrafti en áður. En nú er
fólkið líka hætt að una í vinnu-
mensku svo að árum skiftir. það
gerir kröfu til þess að vera sjálfs
síns húsbændur, vera í lausa-
mensku og eiga sjálft heimili.
Meðal allra þjóða er það viður-
kent, að ræktað land, mentað og
iðjusamt fólk sé hið dýrmætasta í
þjóðinni að láta allar þær aðgerð-
ir afdráttarlaust uppi, svo að al-
menningsálitið hér geti skorið úr
um þá hlið málefnisins, sem allra
fyrst, og ef til kemur, látið öllum
verða það ljóst og óefanlegt hvert
vald hefir í raun og veru verið veitt
trúnaðarmönnum þjóðarinnar í
þessu efni.
Og þvínæst hljóta menn að sjálf-
sögðu einnig að spyrja: Hvað get-
ur þögn alþingis leitt af sjer í
Grænlandsmálinu? Getur almenn-
ingur látið sér það lynda að íslenska
löggjafarsamkoman láti það alveg
líða Iijá sér hvernig fer um eign-
ar og ráðarétt yfir þessari nýlendu
íslands? Jafnvel Eriðþjófur Nan-
sen; sem annars virðist helst hall-
ast að því að Skrælingjar verði
látnir eiga landið, telur Island með-
al þrætuaðilanna í Grænlandsmál-
inu („Tidens Tegna 23/2. ’24). Og
auðvitað mun allan siðaðan heim
furða á því; þegar dregin eru fram
öll plögg um þetta efni (því aló-
hjákvæmilegt verður það að málið
komi, héðan af; fyrir alþjóða álit
og dóm) — hvert tómlæti og með-
vitundarleysi um sögu og rétt
Islands hefir verið sýnt hér í slíku
máli, alt til þessa, af liálfu stjórn-
ar og þings. Auðvitað munu menn
afsaka mikið vegna þess hvernig
skipun er á erindrekstri ytri mál-
efna íslands, enn sem komið er.
En allt verður ekki fært á þann
reikning. Menn munu að vísu geta
skilið, að hinir og þessir íslenskir
skósveinar Dana kynnu að vera
fúsir til þess; íyrir sitt leyti, að
fórna hagsmunum vorum í þessu
máli, jafnt sem öðrum, fyrir náð-
arbrosin við hirðina í Höfn. En
hið almenna afskiptaleysi liér á
landi verður elcki fóðrað með Dana-
daðrinu ytra. íslendingar bera í
heild fulla ábyrgð á þessu gagn-
vart framtíma þjóðernis vors og
velferð þess.
Og í þessu samanhengi verður
þá harla athugavert fyrir oss sjálfa
ef íslenskir rithöfundar, sérstaklega
þeir; sem eru í slíkri stöðu að
ókunnugir útlendingar mundu eðli-
lega taka mark á tillögum þeirra,
ganga á móti málstað íslands um
Grænlands-kröfuna og vildi eg
einkum benda hér á eitt alvarlegt
dæmi.
Einsog mun almennt vera kunn-
ugt hér tóku norsk blöð mjög vel
hverju landi og að það fólk, sem
landbúnað stundar, sé og verði
kjarni hverrar þjóðar. Undanfarið
og enn í dag á það sér stað, að
starfhæfasta fólkið flytur burt úr
sveitunum og í kaupstaðina og glat
ast sem sveitafólk, og það mjög oft
af því, að það vantar þau skilyrði
í sveitunum, sem það gerir kröfu
til, t. d. það, að búa sérstakt á
sjálfstæðu býli. Til þess að fleira
fólk geti búið í sjálfsmensku í
sveitunum og til þess að það uni
þar betur, þarf að reisa þar nýbýli
og byrja þar, sem skilyrðin eru
best til ræktunar. Og til þess að
sem fæst verði af öreigalýð í kaup-
stöðunum þarf að rækta landið og
byggja nýbýli bæði til sveita og í
grend við kaupstaðina, svo að
fólkið þar geti líka lifað sem mest
af landbúnaði.
Gamla búskaparlagið er að verða
úrelt. það útheimtir margt fólk til
vinnu og strjála bygð. Hvorugt á
við lengur. Fólkið fæst ekki í vistir
nema að litlu leyti, og er oft dýrt,
svo það svarar ekki kostnaði að
vinna með því óræktað land, t. d.
að heyja á lélegum útengjum.
Strjálbygðin er ekki við fólksins
hæfi lengur, hafi hún nokkum
tíma verið það. það vill vera í þétt-
bygðum sveitum og hafa meira
samkvæmislíf, sýna sig og sjá aðra.
Sveitafólkið þarf og meira félags-
líf og samtök, til þess er þéttbýlið
nauðsynlegt skilyrði. það þarf fé-
lagsskap við jarðrækt, við búpen-
ingsrækt, við vöndun vöru þeirra,
er landbúnaðurinn framleiðir og
við margt fleira, er lýtur að menn-
ingu bænda og búaliðs. Með þessu
er það sýnt, að sú aðferð hlýtur að
í þá tillögu sem kom héðan — að
Noregur tæki að sér að bera fram
sameiginlegan málstað íslendinga
og þeirra sjálfra gegn Dönum í
þrætunni um Grænland. En ekki
verður það séð á þeim afdrifum
deilunnar, sem orðin eru enn, þeirra
á milli, að tekið hafi verið á neinn
hátt til greina réttartilkall íslands
í þessu efni. Má þá einnig geta
þess um leið, að svo virðist sem
landi vor einn, Pinnur Jónsson pró-
fessor, hafi verið gerður út af örk-
inni til þess að sýna Norðmönnum
fram á; að samvinna við Islend-
inga á þessum grundvelli væri
einkisverð fyrir þá. Iiann endur-
tekur sem sé í „Tidens Tegn“ (29.
nóv. f. á.) þann sama misskilning
sinn og ranghermþ sem eg hafði
áður hi’akið fyrir honum í blaða-
grein hér, „að Grænland hafi sýnt
sjálfstæða ríkisstöðu sína; óháða
íslandi, með því að ganga undir
konungsvald Hákonar gamla“. Hr.
F. J. bætir því við í norska blað-
inu, að Grænlendingar hafi gjört
þetta „alveg af sjálfsdáðum án þess
á nokkurn hátt að semja um þetta
við íslendinga(!)“ Þessi fullyrðing
er auðvitað furðuleg þegar af þeirri
ástæðu, að menn vita ekki nokk-
urn staf fyrir því að Islendingar
og Grænlendingar hafi ekki verið
í samráðum um þetta mikilvæga
mál, en þvert á móti allar eðlileg-
ar orsakir til þess að löndin væru
fullkomlega sameinuð í þessari ráð-
stöfun (sbr. einnig langvistir Græn-
landsbiskups á íslandi um sama
leyti). En það sem skiptir mestu
í þessu máli hr. F. J. er það; að
hann gengur fullkomlega framhjá
glöggri skjalasönnun, sem eg hef
áður bent honum á um þetta efni:
Viðurkenning Friðriks 2. um það
að hann hafi fundið »gamla sátt-
mála« viðkomandi Grænlandi, þeg-
ar hann kom til ríkis. Hr. F. J.
leggur og feikna mikla áherslu á
það; að Grænlendingar hafi komið
utan 1261 og tjáð, að menn hefðu
þá gengist þar undir konungsvald
og skattskyldu. En þetta vita allir
og neitar enginn. En hitt er og
jafnvíst að það sannar ekkert um
ríkisvald Grænlands — því hér var
að ræða um undirtektir einstakra
manna undir erindi konungs alveg
á sama hátt eins og á íslandi það
sama ár. Loks er einnig alviður-
kent að vöntun framkvæmdarvalds
koma hér sem annarsstaðar við
landbúnað, að meira verður lifað á
ræktuðu landi, meira notuð til
vinnu hross og verkfæri í stað
mannshandanna, og húsaskipun
komið í betra horf og haganlegra.
Landbúnaðurinn þarf að fá nýtt
líf, en til þess þarf hann fólk.Hann
hefir dregist aftur úr á síðari ár-
um. —
Höfum við rúm í landinu fyrir
nýbýli?
þess var getið hér að framan að
um 1000 býli hefðu farið í eyði frá
1703 til 1903, og auk þess hafa
nokkur býli farið í eyði síðan. þess
var líka getið, að nú lifðu aðeins
40% eða 2/5 hlutar þjóðarinnar á
landbúnaði eða um 40 þús. manns.
Á fyrri tímum mun þó hafa lif-
að hér á landbúnaði hálfu fleira
fólk, eða jafnvel fleira en það.
Áreiðanlega kunna menn nú betur
að hagnýta jörðina heldur en áð-
ur var, og hafi 80—90 þús. manns
lifað áður á landbúnaði, ætti svo
margt fólk engu síður að geta það
nú, jafnvel þótt eitthvað af grónu
landi hafi lagst í auðn síðan og sé
nú orpið sandi. Mín trú er það, að
ekki eingöngu 90 þúsund manns
gætu lifað hér af landbúnaði, held-
ur mörgum sinnum 90 þúsundir.
Tún höfum við nú um 22 þús. ha.,
en það er aðeins !/60 af því landi,
sem við eigum auðunnið til rækt-
unar, og ef við ræktuðum helming-
inn af þeirri miljón hektara, sem
er auðunnið til ræktunar, ætti ein
miljón manna að geta lifað hér á
landbúnaði. þótt ræktaðir yrðu Vz
miljón hektarar, ættu þó að verða
eftir í heimahögum og afréttum
um 4 miljónir hektara til beitar og
í báðum löndum hefði eitt út af
fyrir sig svipt þetta sönnunargagn
hr. F. J.; móti málstað íslands, öllu
afli og gildi, þótt svo hefði verið
að lýðsþing beggja landanna; hvort
fyrir sig; án samvinnu milli móð-
urlands og nýlendu, hefðu stofnað
hinn þriðja stjórnarþátt, hið um-
boðslega vald. Eðli hinnar fornu
stjórnarskipunar er og verður hér
eptir jafnan skilið svo af öllum,
sem skyn og þekking bera á þetta
mál; að sjálfstæði fríríkisins var
ósnortið af stofnun konungsvalds-
ins, en að sameining móðurlands-
ins og Grænlands gat ekKi komið
fram í ytri málefnum fyr en um-
boðsvald væri stofnað. Samhljóð-
andi skilyrði um reglubundnar
siglingar til beggja landanna er al-
gerlega óyggjandi sönnun þess að
stofnun konungsstjórnarinnar á
Grænlandi er ráðstöfun móðurlands
ásamt með nýlendu þess.
Auk þessa höf. sem nú var nefnd-
ur; mætti minnast á Halldór Her-
mannsson bókavörð, sem hinn góð-
frægi Islandsvinur prófessor Fiske
með erfðaskrá sinni setti í mark-
verða stöðu og harla þýðingar-
mikla fyrir þekking útlendinga
uin land vort og bókmentir þess.
Hr. Ii. H. hefur látið til sín heyra
nokkuð um Grænlandsmálið af sér-
stakri vanþekkingu um öll aðal-
atriði hins sögulega gangs í mál-
inu og allar meginsetningar rétt-
ar og sanngirni meðal þjóðanna,
sem koma helst til greina um rík-
isstöðu Grænlands. Hann fór jafn
vel svo langt að leggja Norðmönn-
um(!) heilræði í þá átt; að þeir
skyldu ekki launa Dönum góð-
verkin 1905 með slíkri óhæfu, að
draga drottinvald þeirra yfir
Grænlandi í efa. Það er einungis
vegna þeirrar stöðu, sem þessi
höf. stendur í; að eg nefni hér að-
stöðu þá sem hann liefir tekið til
þessa máls, en alls ekki af því að
nokkur röksemd hans verði tekin
til greina. Aðeins eitt atriði vil eg
nefna sérstaklega. Hann hefir al-
veg óhugsað og athugunarlaust
haldið því fram, að Grænlending-
ar hafi stofnað sjálfstætt ríki þar
vestra — af því að hann hefir
misskilið orð Konráð Maurers á
þann hátt, sem eg hefi leyft mér
að benda á í grein minni „Ný-
lenda íslands“ (Eimreiðin).
Ymsar smágreinar hafa auk
hagagöngu búpeningi. En það eru
sumarhagar fyrir margar miljónir
sauðfjár auk stórgripa.
Getum við bygt nýbýli? Já!
Eg býst við því, að margir muni
brosa að þeirri fullyrðingu, að
hægt sé að byggja nýbýli og að til
sé rúm fyrir þau; það stafar með-
fram af þeim búnaðarháttum, sem
menn eiga hér að venjast. Menn
hafa svo lítið fengist við að breyta
óræktarjörð í grösug tún eða
garða. En eftir því sem menn kynt-
ust þessu meira, sæju hvemig
breyta má ljótustu holtum í fögur
tún, mundi skilningur manna og
trú vaxa á möguleikunum til að
rækta landið og fjölga býlum, og
þegar bygging nýbýla er orðin
starfsemi til framfara þessu landi,
mun leiðin til þess verða greiðari
og greiðari. þannig er það með öll
mannvirki, sem fólkið vill vinna og
bygð eru á heilbrygðum grund-
velli.
Fyrir hvaða peninga eigum við
að byggja nýbýli? munu margir
spyrja. Eg býst við, að ef ráðgert
hefði verið — segjum um síðustu
aldamót — að kaupa þann skipa-
stól, sem landið á nú, mundi þá
hafa verið spurt: Fyrir hvaða pen-
inga á að kaupa öll þessi skip? En
þetta hefir verið hægt, af því að
fólkið vildi það. Eg er líka eins viss
um það, eins og eg stend hér og er
að tala við ykkur, að ef við ætlum
okkur að rækta út landið og byggja
nýbýli, þá getum við það og ger-
um. Eg veit, að til þess þarf pen-
inga. Eg geri ekki ráð fyrir. að pen-
ingamál þjóðarinnar verði jafnan
svo örðug, sem þau eru nú. Eg geri
heldur ekki ráð fyrir, að byggingu