Tíminn - 12.04.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1924, Blaðsíða 2
58 T I M I N N Málningarvörur. Með síðustu ferðum höfum við fengið feiknar birgðir af allskonar málningarvörum, og eigum von á meiru með næstu skipum. Vörurnar, sem eru keyptar beint frá verksmiðjunum, eru að mun ódýrari en frá þeim sem kaupa frá milliliðum. Til hægðarauka fyrir þá sem panta málningu hjá okkur teljum við hér upp nokkrar algengar tegundir: Olíurifiun farfa: Zinkhvíta, Blýhvíta, Svart, Rautt. — t’urrir litir: Blýmenja, Járnmenja, Krómgult, Gult okkur 3 teg., Kasselbrunt, Grræn umbra, Últramarin blátt, Zinkgrænt, Krómgrænt, Kalkgrænt, Mahony- lassúr, Zinnober rautt, Amarant rautt. — Bæs: Mahony, Eik, Hnotu- tré. Straulakk: Grlært, Mahony, Hnotutré. — Gopallökk: Eikar, Báta, Vagna, G. P., Loft, Pappírs, Matt. — Terpentiiia 2 teg. — Kvistalakk. Fernisolia. — Kítti. — Japanlökk. — Penslar. — Tjörukústar. — Kíttisspaðar. — Botnfarfi á tréskip. — Pægilögur. — Sápa til að þvo með það er mála skal. — Karbolin. — Tjara. — Blackfernis, og margt fleira. — Veggfóður. Við höfum yfir 100 tegundir af fallegu ensku veggfóðri, og margar tegundir undir og um eina krónu rúllan. Vörur sendum við hvert á land sem er gegn eftirkröfu. H.f. Rafmagnsf. Hiti & Ljós Símnefni: Iliti. Reykjavík. Sími: 830. Tilbúinn áburður: Ghilesaltpjetur, Superfosfat, kemur til okkar seinni hluta þessa mánaðar; einnig sáðhafrar. Gjörið pantanir sem fyrst. Verðið verður hvergi lægra. Mjólkurfjelag Reykjavíkur. Ekki íhaldsmaður. „Engin ritgerð hefir komið til okkar „um framför íslands“, það lítur svo út sem allir vilji fram- förina, en enginn hafi ljósa hug- mynd um, hvernig hún eigi að kom- ast á. Við erum nú að hóa okkur saman til að gefa út Ný Félags- rit, sem nú hafa legið í augviti í tvö ár. það væri gaman ef þér væruð nú upplagður til að skrifa mér langt og fróðlegt búnaðarbréf frá Skotlandi, sem eg gæti fengið prentað í ritunum. Mér þykir ekk- ert eins vanta eins og búnaðarrit- gjörðir, því eg er á þeirri trú að það sem okkur ríður mest á nú er framkvæmd og framför í allri þekkingu á atvinnu til sjós og lands, í landbúnaðinum kvikfjár- rækt og jarðyrkju, í þeim einföldu greinum, sem land vort hefir nægst til af, grasi, rófum, jarðeplum — í fiskiveiðum betri skip og útbúnað- ur og duglegir kunnandi sjómenn. Skóuarhanda bændaefnum og þeim sem vilja iðka praktiska athöfn, ekki eiginlegir barnaskólar, heldur unglingaskólar frá 16—18 vetra, væri okkar ein mesta nauðsyn“. Bréf J. Sig. bls. 419. þannig skrifar Jón Sigurðsson Torfa frá Ólafsdal 18. febr. 1867. það er ekki alveg íhalds-stimpill- inn þar, sem nú á að vera hið eina sáluhjálplega. — 1 annað sinn skrifar Jón Sigurðs- son á þessa leið, 6. júlí 1874: „Mér þykir vænt um það ef þið getið drifið upp gufuskip, eða sam- skot til þess, en vænna hefði mér þótt um, ef þið hefðuð strengt þess heit að skera fram og rækta allar mýrar á landinu og drífa upp nóg kjöt, smjör, osta o. s. frv. — þá kæmi gufuskipin sjálfkrafa á eft- ir að sækja vörumar til ykkar“. Bréf J. Sig. bls. 599. Enn er lítill íhaldsstimpillinn og glögt er það af þessum orðum, hversu vel Jón Sigurðsson skildi þýðingu landbúnaðarins íslenska. Gengismálíð. ---- Niðurl. 3. Innköllun seðla úr umferð. þessi tillaga stefnir að vísvitandi gengishækkun. Er það auðskilið mál, að þar eð gengisfallið stafaði af of mikilli seðlamergð í umferð, þá er ráðið — og eina ráðið — til gengishækkunar, að takmarka aft- ur seðlamagnið, sem í umferð er. Að líkindum hefir þetta vakað fyrir Alþingi með þeim skildaga, sem það setti Islandsbanka um inn drátt „aukaseðlanna“, með 1 milj. kr. árlega; í fyrsta sinni haustið 1923. þó er það á valdi ríkisstjórn- arinnar að láta Landsbankann setja seðlana í umferð á ný, ef svo þykir þurfa, og verður því ekkert fullyrt um stefnumið þings og stjómar með seðlainnkölluninni, né hvernig þeirri ráðstöfun verður beitt í reyndinni. það getur ekki deilum valdið, að nógu harðvítug seðlainnköllun leiðir til gengishækkunar, er frá líður. Leiðin er því bein, ef öllu skal fórna fyrir það takmark, að koma krónunni í ákvæðisverð aft- ur. Er hætt við, að þeir, sem ákveðnast tala um það takmark, geri sér þess ekki fulla grein, hvað í sölur þarf að leggja fyrir það. Skiftir því mest máli um þetta, hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, og hvaða aðferðum þarf að beita, til þess að seðlainnköllunin sé framkvæmanleg, og svo í ann- an stað, hver áhrif seðlainnköllun- in og væntanleg gengishækkun hefir á atvinnulíf og eignaskift- ingu þjóðarinnar. Mér er ókunnugt um, hvemig Aðalfundur Búnaðarfélags íslands var haldinn að Svignaskarði 4. apríl 1924, og hófst kl. 2 e. h. Formaður stjómarnefndar Bún- aðarfélags íslands, Guðjón Guð- laugsson, setti fundinn og skýrði tildrög þess, að hann væri haldinn hér. Kvaddi hann síðan til fundar- stjóra Jón Hannesson í Deildar- tungu, er tók síðan við stjórn og kvaddi til skrifara Andrés Eyjólfs- son í Síðumúla. Á fundinum voru mættir 60 menn. Tekið var fyrir: 1. Formaður og gjaldkeri Bún- aðarfélags íslands Guðjón Guð- laugsson las upp reikninga félags- ins fyrir árið 1923 og skýrði síðan hina einstöku liði þeirra. 2. Búnaðarmálastjóri Sigurður Sigurðsson hélt fyrirlestur: „Störf og verkefni Búnaðarfélags Is- lands“. Dvaldi hann einkum við sögu og starfsemi félagsins hér á landi og um verkefni þess í fram- tíðinni. 3. Skólastjóri Halldór Vilhjálms- son á Hvanneyri hélt fyrirlestur „Um búnað í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu“. Gaf ræðumaður yfirlit yfir búnað héraðsins um 30 ára bil, eða frá 1890—1920. Skýrði hann yfirlit þetta og dró af því ályktan- ir. Talaði síðan um framtíðarbú- skap héraðsins, og gaf ýmsar gagn legar bendingar í því efni. 4. Ráðunautur Theodór Arn- bjarnarson hélt fyrirlestúr „Um búpeningsrækt". Hvatti hann bændur til þess, að bæta búfjárkyn sín, og skýrði með dæmum frá þeim hagnaði, er slíkt mætti veita, bæði í efnalegu og menningarlegu tilliti. — Var öllum fyrirlestrunum gefinn hinn besti rómur. 5. Kosning fór fram á fulltrúa og varafulltrúa til 4 ára á Búnað- arþing fyrir Vestfirðingafjórðung hinn foma. Kosningu hlaut Ilalldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvann- eyri, og til vara Jón Hannesson bóndi í Deildartungu. íslandsbanka hefir gengið að full- nægja því skilyrði, sem honum var sett um innköllun seðla á síðastl. hausti, eða hvort hún hefir verið framkvæmd. Ef til vill hefir hin tiltekna upphæð (1. milj. kr.) safn- ast fyrir hjá bankanum án sér- stakra ráðstafana eða viðbúnaðar. En þó svo kynni að hafa orðið að þessu sinni, sem óvíst er, þá þarf engum getum um það að leiða, að þegar seðlunum fækkar meir, þá safnast þeir ekki sjálfkraía fyrir til útdráttar úr umferð, því eins og áður er sagt, þá hefir lággengið skapað falska og óeðlilega gjald- miðilsþörf. þessvegna getur við- skiftalífið ekki mist seðla úr um- ferð, nema þá annaðhvort sé, að vöruverð fari lækkandi, eða at- vinnuvegirnir færi saman kvíarnar á alla vegu. Kemur skilningur á þessu Ijóslega fram í umræðum Dana um seðlainnköllún til gengis- hækkunar. Er þar bent á ýmsar leiðir til að takmarka seðlaþörf- ina, og greiða fyrir innköllun þeirra, svo sem hækkun forvaxta ■og aðrar lánatakmarkanir, al- menna sparsemi og innfltunings- höft. Er nú vert að athuga, hvort þessi meðul til gengishækkunar svara tilganginum. það þarf eigi sérstakrar útskýr- ingar við, að til þess, t. d. hér, að geta árlega haldið eftir 1 milj. kr. af seðlaforðanum, til útdráttar úr umferð, þarf annaðhvort að neita mörgum um lán, eða þá að gera lántökur svo torveldar og óað- gengilegar, að menn skirrist sem mest við þeim. Hvorttveggja þetta leiðir til þess, að allur atvinnu- rekstur, sem á lánsfé er reistur, eða þarf þess nokkuð með, hlýtur 6. Bornar fram tillögur til bend- ingar fyrir Búnaðarþing: a) Guðmundur Jónsson bóndi á Skeljabrekku hóf máls á nauðsyn þess, að Búnaðarfélag Islands beitti sér fyrir hagnýtum jarð- ræktartilraunum í stærri stíl um land alt eftir föstu kerfi, með full- komna vélyrkju fyrir augum. — Umræður urðu talsverðar og tóku þessir til máls auk frummælanda: Sigurður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri, Jón Hannesson og Andrés Eyjólfsson. Tillaga kom fram frá frummælanda: „Fundurinn beinir þeim áskor- un til stjórnar Búnaðarfélags ís- lands, að það hlutist til um, að framkvæmdar verði samstæðar að drága saman seglin, eða jafnvel hætta. Afleiðing þess fyrir at- vinnulíf þjóðarinnar er auðsæ, og má vera, að á þessu gæti sannast, að „meðalið hreif, en sjúklingur- inn sálaðist“. En þó öllum öfgum sé slept, má fullyrða, að enda þótt þessi aðíerð greiði öðru betur veg- inn fyrir seðlainnköllun og gengis- hækkun, þá leiðir hún til svo mik- illar kyrstöðu í atvinnulífinu, að meta þarf vandlega, hvort mark- miðið er svo mikillar fórnar vert. það er óefað rétt, að sparnaður getur stuðlað töluvert að því að minka seðlaþörfina, sem í umferð er. Af þeirri viðlei.tni er þó meira vænst til þess, að bæta verslunar- jafnvægið, og laga þá hlið gengis- málsins. En sú sparnaðaralda, sem vakin hefir verið hér á landi, hefir sveigst inn á þá varhugaverðu braut, að nú er mest sparað að framleiða, með öðrum orðum, sneitt hjá öllum kostnaði til um- bóta og eflingar framleiðslutækj- unum, enda er öll slík viðleitni lögð í einelti með sköttum og kvöðum, eins og ódáðaverk væri. þessi at- hugaverða sparsemi kemur t. d. þannig fram, að útgerðarmenn hafa vertíðirnar sem stystar, — rétt um þann tímann, sem aflinn álíst öruggastur —; að bændur spara fólkshald svo sem mest má verða; að enginn stofnar til iðnað- ar eða annarar ígripavinnú, fyrir þá, sem af öllum þessum ástæðum safnast fyrir í kauptúnum lands- ins á vetrum. Alt stefnir þetta til svo mikillar framleiðslurýrnunar í landinu, að sparnaður á aðkeypt- um vörum þarf að verða mjög nær- göngull, til þess að vega svo á móti, að viðskiftajafnvægið batni að jarðræktartilraunir um land alt, sem leyst geti þær spurningar, hvernig best sé og ódýrast að búa til tún og halda því vélfæru". Til- lagan samþykt með samhljóða at- kvæðum. b) Jón Hannesson bóndi í Deild- artungu hóf máls á nauðsyn útgáfu alþýðlegra búnaðarfræðibóka. Kom hann með tillögu: „Fundurinn skorar á Búnaðar- þingið, að það hlutist til um, að gefnar séu út ódýrar almennar fræðibækur um hinar einstöku greinar búfræðinnar, og skal hér einkum bent á, að tilfinnanlegur skortur er á almennri búfjár- og fóðurfræði". Til máls tóku: Sig- urður Sigurðsson, Guðmundur samtöldu við alla spamaðarvið- leitnina. Innflutningshöft mega í raun réttri teljast lögboðinn sparnað- ur, og verkar því á sama hátt til þess, að minka vöruforðann í landinu og með því seðlaþörfina. Til þeirra getur orðið að grípa til umbóta á viðskiftaj afnvæginu, ef svo langt er komið, að taka þarf fjárráð og forsjá af einstaklingun- um. En heillavænlegast myndi þá að taka svo af skarið, að setja á innflutningsbann á vissar vöruteg- undir, því annars má búast við, að allir hagsmunirnir hverfi í úr- skurðarnefndir og eftirlitsmenn með innflutningnum, — að ótöldu umstangi þeirra, sem eftir inn- flutningsleyfum myndi þurfa að leita. þessar athuganir leiða í ljós, að það er að vísu hægt að greiða fyr- ir innköllun seðlanná (og með því gengishækkun) með lagaboðum og almennum ráðstöfunum, en að framkvæmd þeirra dregur þá dilka eftir sér, að framleiðslu landsins og atvinnulífi er hætta búin. Er þó enn eftir að meta þau áhrif, sem gengishækkunin sjálf hefir á fjár- hags- og framkvæmdalífið, með þeim verðgildisbreytingum, er hún veldur, alveg án tillits til af hvaða orsökum hún er fram komin. Er rétt að fara um það nokkrum orð- um. Mönnum má vera í fersku minni sú fjárhagslega bylting, sem hið almenna verðfall peninga og geng- ishrunið í sameiningu komu á stað. Skuldir, sem til voru áður en .pen- ingaverðfallið hófst, gátu eftir það greiðst með miklu minna verðgildi en til þeirra var stofnað með, þó Jónsson. — Tillagan samþykt með samhljóða atkvæðum. 7. Koefoed Hansen skógræktar- stjóri talaði um notkun skóga í sambandi við grisjun, og kom með þá hugmynd, að þar væru stofnuð kúabú, til að nýta hið góða gras- lendi, er nothæft yrði við grysjun skóganna. Halldór Vilhjálmsson tók til máls og taldi hugmynd þá góða og vert að athuga hana nánar. Fundargerðin lesin og samþykt. Fundi slitið kl. 10 eftir hádegi. Formaður stjórnarnefndar B. I. Guðjón Guðlaugsson þakkaði mönnum fyrir fundarsókn og góða framkomu á fundinum. Jón Hannesson. Andrés Eyjólfsson. -----o---- Ihaldið klofið. „íslendingur“ blað Ihaldsflokksins, Morgunblaðsút- gáfan á Akureyri, fárast yfir því að Magnús Guðmundsson skuli hafa verið tekinn í nýju stjórnina. þannig er nú samkomulagið innan íhaldsins. Og hvers er að vænta um framtíðina, þegar heilindin eru slík þegar farið er af stað? Margir gerast nú Bolchewikkar! Á ferðum í sumar átti ritstjóri þessa blaðs meðal annars tal við marga af helstu bændum í Borgar- firði. Létu sumir þeirra orð falla í þá átt að rétt væri að borga ríkis- skuldirnar með þeim hætti að jafna þeim niður á einstaklinga ríkisins. Á dögunum þegar verð- tollsfrumvarpið var á ferðinni í Ed. lét Jónas Jónsson orð falla í líka átt. Morgunblaðið henti þau á lofti og setti Jónas óðara á bekk með Bolchewickum fyrir þau orð. Fara þá flestir að teljast Bolchewickar ef það á að vera helsta merkið að fara velvildarorðum um tillögur frá Sigurði bónda Fjeldsteð í Ferjukoti og öðrum merkisbænd- um í Borgarfirði. Danski Moggi. Annar Morgun- blaðsritstjórinn skorar á ritstjói'a greidd væri sama kl'ónutala. Aftur mistu allar vaxtaberandi eignir (þar á meðal skuldabréf, hlutabréf og jafnfiv fasteignir með leigu- mála ákveðnum í peningum) mik- inn hluta af x'aunverulegu kaup- rnagni sínu eða verðgildi. Auðvitað höfðu hvorugir þessara aðila vei'ð- skuldað sérstaklega þá verðgildis- breytingu, sem hér var skýrt frá, og var hún því óréttmæt í þeirra garð. Nú stara margir á það eitt, að bæta úr þessu óréttlæti með því, að kippa gengi og verðgildi peninga í einum rykk eða smámsaman í sama horf og áður var, jafnvel hvað sem það kostar. Að vísu er óþarft að eyða orðum að þvílíkri verðgildisbreytingu í einu átaki, því hún er óframkvæmanleg nema í orði. En standi endurreisn pen- ingagildisins yfir í möi’g ár, er það algerlega vonlaust mál, að leiðrétt- ingin á misrétti því, er fyrri verð- gildisbreytingin (fall peninganna) orsakaði, komi fram á réttum stað, því eignir og skuldir eru þá í svo miklum mæli komnar á annara manna hendur, en var fyrir stríð- ið. Á 10—20 árum fara fram ótrú- lega margvísleg eignaskifti, bæði við kaup og erfðir, svo jafnvel nú væri ómögulegt að koma réttmætri leiðréttingu að í þessu efni — hvað þá síðar. — Endurreisn krónu- verðsins yrði því gjöf til nýrra verðbréfa- eða innstæðu-eigenda, að sínu leyti eins og verðiýrnun krónunnar var rán frá þeim gömlu. það væri að hafa býtti á bakara og smið. þetta er önnur hlið málsins. Hin veit að skuldunautunum, sem fram hafa komið síðan peningaverðfall-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.