Tíminn - 12.04.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.04.1924, Blaðsíða 4
60 T I M I N N Sr. M. H. finst líklega,að svo skamt sé liðið frá útför p. Th., að hann þolir ekki að heyra minst á nema kosti hans. þessvegna hefir hann lagt til umræðanna þennan langa pistil af útfararsannleika, sem les- endur Tímans eru nú orðnir nokk- uð kunnir. En sr. M. H. verður nokkuð dýrkeypt vömin. því að til að geta gert J>. Th. að þeim dýr- lingi, sem haxm vill, þarf hann að játa sig samþykkan með þögn eða öðruvísi öllu því beina og óbeina mannlasti, sem p. Th. hefir hrúgað saman í bók sína um flesta helstu samtíðarmenn sína hér á landi. En gleðilegur vottur er það, að sr. M. H. er svo ómótt í þessum þungu herklæðum útfararsannindanna,að víða í greininni skjótast fram játn- ingar, sem verða að hlálegum mót- sögnum. Með sjálfum sér virðist hann vita, hvernig skapgerð skjól- stæðings hans var háttað, þótt hann reyni að berja í brestina. Frh. ** ---o--- Yfirlýsing. Að gefnu tilefni skal því lýst yf- ir að Tryggvi þórhallsson ritstjóri hefir ekkert fé fengið frá Búnað- arfélagi íslands annað en dagpen- inga hina sömu sem aðrir búnað- arþingsmenn. Reykjavík 10. aprfl 1924. S. Sigurðsson búnaðarmálastjóri. - —o~ - - Alþingi. Neðri deild. Frv. um að miða við gullkrónur sektir fyrir landhelgisbrot er orð- ið að lögum. Nd. hefir samþykt frv. um sameining landsbókavarð- ar og þjóðskjalavarðarembættis- ins. Sömuleiðis hefir Nd. samþykt frv. um afnám sendiherraembætt- isins í Kaupmannahöfn. þingsálykt Crarðyrkjunámsskeið verður haldið í Gróðrarstöðinni í Reykjavík í vor, frá 14. maí til 24. júní. Nemendur fá 75 króna námsstyrk og auk þess nokkurn ferða- styrk. — Umsóknir séu komnar til undirritaðs fyrir 5. maí. Ragnar Ásgeirsson. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4. %ear? ELEPHANT CÍGARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smásaluverð 55 aura pakkinn. THOMAS BEAR & SONS, LTD., LONDON. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ i unartillagan frá Tr. p. og B. Sv. um endurheimt íslenskra skjala' úr söfnum í Kaupmannahöfn hefir verið samþykt í einu hljóði. — Frv. frá Tr. p. um stofnun Búnaðar- lánadeildar við Landsbankann hef- ir nú verið samþykt við 2. umr. í Nd. Breytingar þær, að lán veitist og til varanlegra húsabóta í sveit- um, vextirnir hækki í 5% og láns- tími lengist í 25 ár. Er líklegt að málið nái endanlegri samþykt í Nd. en óvíst enn um Ed. — Kl. Jónsson, Jörundur Brynjólfsson, Halldór Stefánsson og Bernharð Stefáns- son bera fram frv. um gjaldeyris- nefnd. Á nefndin að hafa ráðstöf- unarrétt yfir andvirði útfluttra ís- lenskra vara, enda ber útflytjend- um að láta nefndinni í té nákvæma skýrslu um magn vörunnar og verð og aðrar upplýsingar, er nefndin kann að óska. Allar yfirfærslur peninga af hálfu banka og einstak- linga skulu gerðar með ráði og samþykki nefndarinnar. Á nefndin að láta sitja í fyrirrúmi greiðslur fyrir óumflýjanlegar lífsnauðsynj- ar og afborganir og vexti af skuld- um erlendis.Fimm menn skulu eiga sæti í nefndinni. Einn frá hvorum banka, einn frá verslunarráði, einh frá S. í. S., en stjórnin skipar odda- mann. ------o---- Stéttarsamtök bænda. Guðm. Hannesson vill að bændur tali ekki meira um sín sameiginlegu hagsmunamál en læknafélagið geri. Ef bændur ættu jafn auðvelt með að bæta kjör sín efnalega eins og læknar okkar 1918—19, þá þyrftu bændur væntanlega lítilli fyrirhöfn við að bæta. En G. H. vcit ofboð vel, að læknarnir hækkuðu, fyrir samtölc sín, laun úr 1500 kr. upp í 9500. þar að auki hækkaði taxtinn mjög mikið. Og samtökin eru það hald- góð, að i fyrra, þegar talað var um að drífa eyðilagðan drykkjulækni upp á Barðstrendinga, skrifaði G. H. harðort bréf til Alþingis, og mótmælti þeirri ósvifni, að fólki út um land gæti lið- ist að mæla með lækni, sem það vildi fá, og móti manni, sem það vildi ekki fá. Nei. Læknarnir halda vel saman og hafa uppskorið ávexti af samheldni sinni. Fátækur bóndi úr Skagafirði er búinn að borga sínum lækni vinnu- mannskaup á ári, fyrir ofboð lítinn part af vinnu læknisins. Sá læknir o. fl. Jiafa ekki ósjaldan 150—200 kr. á dag, auk launanna úr landssjóði. ** -----0----- Komandí ár. Bókin kostar kr. 3,50. Fæst í ná- lega öllum kaupfélögum og hjá Ár- sæli. Valtýr hefir mælt með bók- inni fyrir dönsku húsbænduma. H.f. Jón Sigmnndsson & Cow Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Sliannoiigs Monument-Ate- lier, Öster-Fariinagsgade 42, Khöfn. Stærsta og góðfræg- asta legsteinasmiðja á Norður- löndum. Umboðsmaður á Is- landi: Snæbjörn Jónsson, stjórnarráðsritari, Itvik. Ágrip af ársreiknmgum 1923. A. Borgaö inn og ÚL Inn: 1. ísjóði f. f. á........kr. 7005,80 2. Borgað af lánum.......— 7369,38 3. Innleystir víxlar.....— 9524,13 4. Sparisjóðsinnlög .. .. — 47120,66 5. Vextir: a. af lánum .. 19465,10 ' b. aðrir vextir 489,90 ------------- 19955,00 6. Bankar..................— 46368,75 7. Lán tekin...............— 8000,00 8. Ýmislegt................— 213,35 Samtals kr. 145557,07 Út: 1. Lán veitt .. .. .. .. kr. 30397,53 2. Víxlar keyptir..........— 11195,03 3. Borgað út innstæöufé .. — 53348,23 4. Reksturskostnaður .... — 2516,'\ í 5. Greitt lán með vöxtum — 8185,80 6. Bankar..................— 37482,52 7. Ýmislegt................— 29,10 8. Í sjóði 31. des.........— 2402,12 Samtals kr. 145557,07 B. Ágóðareikningur. Tekj ur: 1. Vextir aí lánum .. .. kr. 20064,42 2. Vextir af víxlum .. .. — 199,05 3. Ýmislegt............— 211,45 Samtals kr. 20474,92 Gjöld: 1. Vextir af innst.fé (5%) kr. 14765,93 2. Reksturskostnaður o. fl. — 2705,17 3. Ársarðurinn..........— 3003,82 Samtals kr. 20474,92 C. Eignareikningur 31. des. 1923. E i g n i r: 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. gegn faste..v. 172186,70 b. — sjálísk.áb. 157402,06 c. — áb. sveita 2027,10 d. — handveði 1249,25 * kr. 332865,11 2. Óinnleystir víxlar .. .. — 5265,87 3. Verðbréf.............— 100,00 4. Innstæða í banka .. .. — 806,28 5. Aðrar eignir.........— 1800,83 6. í sjóði..............— 2402,12 Samtals kr. 343240,21 S kul dir: 1. Innstæðufé 570 viðsk.- manna..................kr. 309159,65 2. Skuld við banka .. .. — 1083,51 3. Varasjóður: a. fyrirframgr. 12424,28 b. skuldl. eign 20572,77 — 32997,05 Samtals kr. 343240,21 síðan lánið var tekið. Dragist end- urgreiðsla þess þangað til krónan kynni að vera komin í ákvæðis- verð, þá fengi lánveitendur meira en þeir létu úti í fyrstu. Af þessu má ráða, að ríkissjóð- ur hagnast ekki við gengishækk- un, því ekki er kunnugt, að hann eigi skuldakröfur útistandandi sem gengishækkun geti verkað á. — pó má nefna til eignir Viðlagasjóðs og annara sjóða ríkisins, sem sérstak- an fjárhag hafa. þá hafa verið færð rök fyrir því, að fast lággengi skaðar engan fram yfir það sem orðið er, en gengishækkun, svo miklu nemur, er ekki framkvæmanleg án þess að stofna með því atvinnulífi þjóðar- innar í voða, og reka fjölda starfs- samra, en skutóugra manna á von- arvöl. Hvað stendur þá nær, en að byggja á því, sem orðið er? — reyna að stöðva gengið við það verð á krónunni, sem reynslan getur sýnt, að í henni býr, undir hagstæðu verslunarjafnvægi, og breyta undirstöðumynt okkar (gullkrónunni) til samræmis því. 4. Breyting á krónugildinu. Danir og Norðmenn hafa velt töluvert fyrir sér þessu úrræði, sem hér var síðast komið að, og þeir kalla „Nedskæring af Kron- en“ (afdrátt af krónugildinu). Eiginlega er það staðfesting á lág- gengisástandinu, og myntin mink- uð með tilliti til þess. Með því er auðvitað ekki átt við, að verð- bréf, skuldabréf eða pappírskrón- an sjálf sé „afskrifuð.* með nokkru af nafnverði sínu, heldur hitt, að seðlar okkar verði eftir það inn- leysanlegir gegn gullmynt, sem innihaldi þeim mun minna af gulli, en hin fyrri gullmynt, sem hinu til- tekna verðfalli krónunnar nemur. Ef gengið gæti t. d. stöðvast við 60 gullaura verð á krónunni, kæmi „myntbreytingin“ þannig fram, að 10 króna seðill fengist þá innleyst- ur með gullpeningi, sem innihéldi 40% minna af gulli en þeir, sem áður giltu, og bygðist það á því, að þetta væri jafnmikið gull og þá fengist fyrir seðilinn með því móti að kaupa fyrir hann útl. peninga, sem væru innleysanl. í gull (t. d. dollara nú). Pappírsseðlarnir hald- ast óbreyttir frá því sem er eða var; fyrir þá má kaupa það sama áður sem eftir, bæði innanlands og utan. — Er því harla óbrotin at- höfn, að koma breytingunni á, þegar ástándið að öðru leyti leyf - ir, að gullinnlausn sé upp tekin. Meinlegt verður það auðvitað í viðskiftum að slitna úr myntsam- bandi við Norðurlönd, því ekki er líklegt, þó Danir og Norðmenn kynni að bregða á þetta ráð, að verðfall krónunnar yrði þá metið það sama í öllum löndunum.*) — Myntsambandið hefir í reyndinni verið uppleyst í mörg ár, og komið í vana að reikna með sínu genginu hvern daginn, svo góðra gjalda vert mætti þykja, að hafa eitthvað stöðugt að miða við í viðskiftun- um, þó eigi félli saman við mynt annara þjóða. það er auðvitað ekki til að fagna *) í Danmörku hefir verið stungið upp á að reynt yrði að hafa „nýju lcrónuna" jafna því, sem frankinn var áður (72 aura). Verðfallið þá 28%. En sennilega nær frankinn aldrei ákvæð- isverði aftur á móti gulli, svo litlu er fyrir að gangast, að miða við hann. yfir, að þurfa að grípa til þessa úr- ræðis. Kostir þess koma einungis fram vegna þeirra galla og ann- marka, sem á því eru, að fara aðr- ar leiðir frá þessu vandamáli. Og stærsti kosturinn er óneitanlega sá, að enga byltingu þarf að gera, þar sem hér yrði bygt yfir það ástand, sem fyrir er í landinu, en úrlausnin ekki reist á flóknum lagaboðum, sem vafasöm eru í framkvæmd og undir misjafnri handleiðslu þeirra, sem togast á um stjórnarvöldin í landinu. þó krefst það auðvitað viðbúnaðar að innleiða innlausnarskylduna aftur í sambandi við „myntbreytingu" þá, sem hér er stungið upp á. Fyrst og fremst þarf að kosta kapps um að stöðva gengið, þar sem reynslan sýnir, að hagstætt verslunarjafnvægi getur haidið því sæmilega föstu. DálítilH seðlainn- köllun getur þurft að beita, til að ná því lágmarki krónuverðsins, sem viðunandi þykir, að mynt- breytingin fari fram við. þó til þess úrræðis þyrfti að taka í smærri stíl, þá réttlætist það með því, að uppbót á síðasta verðfalli krónunnar kæmi tiltölulega í rétt- ar hendur aftur, með þeirri geng- ishækkun, sem lítilsháttar seðla- innkollun skapaði. í. 4. tbl. „Lögréttu“ þ. á. (15. jan.) ritar Eggert Briem frá Við- ey um gengismálið; — sérstaklega stöðvun gengisins. Ræður hann til að bankanum sé gert að skyldu að nota gullforðann til yfirfærslu, þegar afstýra þarf gengislækkun, en stöðva aftur gengishækkun með auknum seðlaforða í umferð, og jafna þannig' úr þeim gengis- sveiflum, sem mismunandi fram- boð gjaldmiðils okkar skapar. Byggist þetta á sömu skoðun og hér var haldið fram um aðalorsak- ir gengisins. Vissulega er tillaga þessi allrar athygli verð, en sá er hængur á til framkvæmda, að seðlar okkar munu alt of illa gulltrygðir til þess, að taka megi af gullforðan- um til yfirfærslu, jafnvel þó í bili eigi að vera, meðan ekki er sýnt og sannað, hvað hið raunverulega innra verð kiónu okkar er, með öðrum orðum, hvar gengið stöðv- ast af eðlilegum ástæðum. — Ef svo tækist til, að bankinn ákvæði of hátt yfirfærslugengi í fyrstu — það myndi reynslan ein sanna —, þá gæti yfirfærða gullið, eða láns- fé í þess stað, orðið að eyðslueyri, og þá er brátt komið í óefni. Reynslan af gengisjöfnunarsjóði Dana, sem nú er talinn upp étinn, bendir ótvírætt til þess, að vandi sé að halda um stjórnartaumana í þessu efni. Framkvæmd þessarar tillögu E. Briem legði mikla ábyrgð og vanda í hendur seðlabankans, sem á að vera einskonar „Regulator" eða sjálfstillir gengisins. þarf hann þá ýmist að auka eða minka seðla- fúlguna, sem í umferð er, og samt sem áður forðast að gefa út seðla til þess eins, að fullnægja lánsþörf, eins og gert var um skeið. Er þó hagsmunavon bankans af því óbreytt frá því, sem áður var, og af því að í bankastjórinnni verða þó aldrei nema menn, getur þeim orðið vandratað milli skerjanna. Styrkur þessa úrræðis til geng- isstöðvunar liggur samt sem áður 1 því, sem að það tekur í þjónustu sína það viðskiftalögmál, sem sjálft er að leita jafnvægis á geng- inu. Veltur alt á því, að sú ósjálf- ráða viðleitni sé studd en ekki hindruð, með þeim íhlutunum, sem þing, stjórn og bankaráð kunna að gera til að flýta fyrir úrlausn málsins. — Einn aðalvandinn í viðbúnaði þessa máls er að varna því, að nokkur tálmun eða kyrstaða komi í atvinnulíf og framleiðsluþrótt þjóðarinnar, því hagstætt verslun- arjafnvægi til frambúðar er grund- vallarskilyrði þess, að hægt verði á næstu árum að koma skipulagi á peningamálin og innleiða gullinn- lausnarskylduna á tryggilegan hátt. Sé það gert án þess að við- skiftaskilyrðið sé fyrir hendi, má búast við að gullið streymi úr landi. En framleiðsluskilyrðunum er hætta búin að hverri verulegri gengishækkun, og jafnframt þeirri skattatilhögun, að leggja framtak manna og ráðdeild í einelti með álögum. þessvegna verður að tak- marka og fækka verkefnum ríkis- ins, svo hægt sé að létta skatta- byrðina að mun. Skuldunum þarf að ryðja af framtíðinni, jafnvel þótt það kosti, að bera út af fjár- lögunum óskabörn einstakra manna. Jón Gauti Pétursson. ----------------o---- Kosningar til þjóðþingsins danska fóru fram í gær. Hafa flokkar jafnaðarmanna og rót- tækra vinstri manna unnið mjög á. Jafnaðarmenn eru kosnir 55, róttækir vinstri menn 20, vinstri menn 44 og hægri menn 27. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentamiðjan Acta h/f. • ♦ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.