Tíminn - 24.05.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.05.1924, Blaðsíða 4
84 maður þó hann lýsi manni, sem hann nauðþekkir, svona harðlega. En þeir sem taka dóminn eftir fyrstu handar vitni, þeir verða óal- andi og óferjandi. Hér er herfilega blandað málum. Frumheimildin ber aðalábyrgð á slíkum dómi. þá segir sr. M. H., að æfisaga p. sé skrifuð eins og hann hafi tal- að. Fátt gat spilt meir málstað þ. Th. en slík ummæli skólabróður. Æfisagan er þá ekki einu sinni hálfruglaður samsetningur útslit- ins manns. Nei. Svona talaði höf. hversdagslega um samtíð sína. Harðari áfellisdóm er ekki hægt að kveða upp. Sr. M. H. viðurkennir, að þ. Th. missýnist stundum og að sumt í æfisögunni væri betur óskrifað. þarna verða útfararsannindin sr. M. H. of þröngur stakkur. Hann játar með hálfkveðnum orðum það sem aðrir finná glögglega. Um æfisögu Péturs biskups seg- ir sr. M. H., að þ. Th. hafi ritað eins og góður sonur myndi rita um föður sinn. Annarsstaðar játar hann þó, að dómur þ. Th. um tengdaföður sinn muni ekki þykja hæstaréttardómur vegna vensl- anna. þar með er játað að vensla- tilfinningin hafi leitt þ. Th. á villu- stigu um P. P., einmitt sama og eg og margir aðrir hafa sagt. Hitt er líka vafasamt, að góður sonur myndi rita þannig um föður sinn, að hlutdrægni kæmist að. Vondur sonur myndi skrifa hlutdrægt um föður sinn. Góður sonur segir satt, líka um föður sinn. Og sr. M. H. er varla ókunnugt um það, að ein- mitt í íslenskum sagnfræðum, jafnvel frá mesta siðleysistímabil- inu, eru til merkileg sagnarit, þar sem höf. eru jafn hlutlausir um vandamenn sína eins og um óvini. En þeir hafa þá líka ekki tamið sér daglega það umtal um samtíð sína, eins og nú er sannað um þ. Th. Sr. M. H. neitar ekki, að hr. I. E. muni herma rétt orð Jóns Sig- urðssonar, er hann nefndi Pétur biskup „slægastan“ hinna dansk- lunduðu Islendinga. Honum finst Jón jafngóður fyrir að hafa sagt þessi orð, og dregur þau ekki í vafa. Aftur þykir honum mikil goðgá, að eg skuli hafa orðin eftir. Kemur hér fram sama hugsunar- villan og um dr. H. P. Frumheim- ildin er vítalaus fyrir harða dóma. En þeir sem byggja á frumheim- ild, og henni mjög trúlegri, eru ausnir ónotum. þ. Th. byrjar æfisögu sína og Féturs biskups með gríðarlöngum ættartölum. Auðsjáanlega tilgang- urinn að komast þannig í samband við sem flesta meiriháttar menn. En jafnframt vanrækir þ. Th. að minnast einu orði á Maríu dóttur sína. þykja ættartölumar ákaflega fræðandi og merkilegar. Um Maríu segir hánn að þ. Th. hafi lofað öðru fólki að ættleiða hana. En mærðin um forfeðurna og af- neitun eigin bams er ósamrýman- legt. Ef það skiftir máli fyrir vís- indin að vita um forfeður manna í 10. lið, þá skiftir áreiðanlega meira að vita um börn þeirra. Að dómi óviðkomandi manna er ekki nema ein skýring á þessu fyrir- brigði. þ. Th. þykir sómi að því að lekja ætt sína til Marteins bisk- ups og sómi fyrir tengdaföður sinn að vera skyldur sex biskupum. þessvegna fjölyrðir hann um þetta. En honum þykir ekki sómi að sínu óskilgetna barni. þess- vegna þegir hann um Maríu dóttur sína. Ber þetta vott um drengilega skapgerð? því svarar hver fyrir sig. þegar þ. Th. kemur að Möðm- völlum, er hann þroskaður maður, vanur stórborgalífi. Hann kynnist þá ungri, mjög myndarlegri stúlku, frænku Hjaltalíns, sem var á heimili skólastjóra. Hún elur þor- valdi dóttur. Bamið er gefið hjón- um á Akureyri. Móðirin bar ekki sitt bar eftir þetta. Lifði í sárri fátækt í Khöfn það sem eftir var æfinnar, og harmaði mest, að fá ekki að hafa barn sitt hjá séi, og T I M I N N fullnægja móðurskyldunni. Enginn vafi er á, að ef sú kona hefði rit- að æfisögu sína, myndi Maríu ekki hafa verið gleymt. þ. Th. gat gert tvent í þessu máli: Annaðhvort að giítast kon- unni og ala sjáifur upp bam sitt. EÖa þá að minsta kosti að gera móðurinni kleift að hafa barnið hjá sér. Hvomgt gerði hann. Barnið er fengið í hendur vandalausu fólki. Móðirin verður brotinn reyr, af að ala barn með ræktarlausum iöður, og einkum af því að hafa ekki ástæðu til að fóstra og hlúa að því aíkvæmi, sem hún hafði gef- ið líf. Eina afsökun þ. Th., að telja ekki fram þetta bam, ætti að vera sú, að minkunn hefði verið fyrir tengdason Péturs biskups að eiga lausaleiksbarn. En ekki verður barninu kent um tilveru sína. Nið- urstaðan er því sú, að þ. Th. ritar um sig sjálfan, eins og „góður son- ur um föður“. Haim rekur ættina í allar áttir til meiri háttar manna — til að gylla sig. En hann þorir ekki að kanhast við sitt eigið bam, af því lausaleikskrói og fátæk móð- ir „passa“ ekki í opinberu fram- tali á afreksverkum hans. Við smáatriðin þýðir ekki að elt- ast. Á bls. 277 í æfiscgu Péturs biskups komst þ. Th. þannig að orði um þóm konu sína, að maður hennar hafi verið prófessor Dr. þorvaldur Thoroddsen. Munu ýfir- lætismenn kunna vel að meta slíkt sjálfstitlatog. Ekki get eg saim- færst af orðum sr. M. H., að hlut- deild Ögmundar í rannsóknum og ferðum þ. Th. hafi verið það lítil, að hann hefði ekki mátt fá álíka rúm í æfisögunni eins og ein mat- arveisla í Stokkhólmi, eða eins og spiladós Péturs biskups. ** Þakkarorð til íslensku þjóðarinnar. Ókunn yður og yðar fögru, sögu- ríku eyju komum við hér til Is- lands fyrir nærfelt 10 árum síðan. Áður en við stigum fótum okkar á íslenska grund, þektum við að nokkru þann náunganskærleika, er guð gefur þeim manni, sem helg- ar sig í þjónustu hans. En sá fórnarvilji, það traust og sá áhugi, sem íslenska þjóðin sýndi starfi voru frá fyrstu tíð, knúði okkur til að elska Island og íslensku þjóðina sjerstaklega. Og þar eð við nú, samkvæmt skipun, verðum að yfirgefa Island, förum við hjeðan með margar bjartar og góðar endurminningar, glöð yfir því, að hafa fengið að þekkja yður og landið yðar, og við þökkum guði og yður fyrir það. Hvarvetna höfum við mætt vin- semd, sem knýr okkur til að minn- ast yðar lengi. 1 von um, að eftirkomendur okk- ar, Brigadér og frú Holm mættu verða hins sama kærleika og fórn- arvilja aðnjótandi, svo að starf- semi Hjálpræðishersins á komandi árum gæti orðið til enn meiri nyt- semdar og blessunar fyrir land og þjóð, biðjum við yður að meðtaka okkar hjartanlegustu þökk og ósk um blessun guðs. Reykjavík 16. maí 1924. Camilla og S. Grauslund. o Hundaþúfan og f jallið, Kjartan- sen Mbl. „ritstjóri“ ræðst á Hall- dór Stefánsson 1. þm. N.-Mýl. með fáryrðum út af ræðu Halldórs um gengismálið. Heldur Kjartansen að nú sé óhætt að narta, er Halldór er langt undan. En skammgóður reyn ist sá vermir sem oftar. Verður ekki meir tillit tekið til skrifa Kjartansens en vaðals hans í þing- inu. Hlægilegast er þó er Kjartan- sen, langsamlega mesti þynningur íhaldsins — og er þá langt jafn- að — bregður Halldóri um vits- munaskort. Sannast á þeim við- skiftum vísan gamla Steingríms r Nefnd sú, er kosin var á innstæðueigendafundi 24. nóvember f. á., hefir óskað eftir að enn á ný yrði boðaður fundur til að taka endan- lega ákvörðun um sparisjóðinn. Boðast því hérmeð innstæðueigendur á fund, sem haldinn verður í húsinu Fjölni á Eyrarbakka miðvikudaginn 2. júlí þ. á. og hefst kl. 10 f. h. Vegna rúmsins er þess óskað, að sem flestir sameini sig um fulltrúa, en jafnframt er mjög áríðandi að hlutaðeigendur mæti eða láti mæta fyrir sig og fái aðgöngumiða að fundinum fyrir fundardag. Eyrarbakka 19. maí 1924. Sparisjóðssijórnin. Lífsábyrgðaríélagið » T H U L E « Stookholm. Stærsta lífsábyrgðarfólag á Norðurlöndum. --o--- Tryggingarfjárhæð ca. 600 milj. kr. Eignir.....— 165 — — IMT' Fjölbreyttar tryggingaraðferðir. — Hár bónus. *"^j| Nýj ung: Mánaðartryggingar. Leitið upplýsinga um Thule hjá aðalumboði félagsins á íslandi: Vátryiiiiiiarstifi fl. II. TnimillS. Eimskipafélag’shúsinu — Reykjavík — Simi 254. um hundaþúfuna og fjallið. Einn flokksmanna Kjartansens sagði hann ríða á ösnu inn í þingsalinn. Má segja það um alla framkomu hans, því að riddarinn er eftix þvi. Einar Nielsen. 16. apríl síðastlið- inn er smágrein í einu helsta blaði Dana, Berlingske Tidende, um Ein- ar Nielsen miðil og komu hans hingað. Segir svo frá að E. N. hafi farið mikla sigurför til Islands, hafi haldið marga miðilsfundi og nefnd vísindamanna hafi rannsak- að hann. „Á tveim þessara funda, er sérstaklega var rannsakað alt, var miðillinn alveg afklæddur. Á fyrri fundinum sást greinilega 14 ára gömul stúlka, meðal veranna sem birtust. Hún kallaði sig Elísa- bet. Læknirinn gat mælt hæð henn- ar, því að hún stóð ekki nema 2—3 fet frá honum. „Gítar“ sveif í lofti og var leikið á hann um leið. Ösýni- legar hendur komu við fundar- menn. Nielsen sjálfum var lyft í loft upp og eitt sinn var hann lát- inn 'ofan á píanóið, en stóll hans sveif í lausu lofti. Einu sinni birt- ist 13 ára gamall drengur. það var dáinn sonur Kvarans rithöfundar, og talaði hann við móðui sína. Ráð- herrafrú ein, sem var á andafundi, þreif í andaklæðnað Elísabetar, reif stykki úr honum og misti það á gólfið. Sáu menn þegar það af- líkamaðist aftur“. — Svo mörg eru blaðsins orð og loks bætir það við, að svo líti nú út sem E N. hafi fengið fulla uppreisn fyrir þau tíð- indi, sem urðu í Kristjaníu. I spor Leifs hepna. Tveir ungir Ameríkumenn, íþróttamenn miklir um siglingar, eru staddii í Krist- janíu um þessar mundir þeir ætla sér að kaupa seglbát í Noregi og fara á honum þaðan til Færeyja fyrst, þaðan til íslands, þvínæst til Grænlands og loks til Vínlands hins góða — slóðina Leifs hepna er hann fór árið 1000. Ekki var það kunnugt, er síðast fréttist, hvenær þeir félagar legðu af stað, né hve- nær þeir væru væntanlegir hingað. Sendiherraritari Tjekkóslafa í Stokkhólmi, Emil Walter að nafni, er staddur hér í bænum þessa dag- ana. Hefir hann kynt sér töluvert fornbókmentir Islendingn og þýtt sumar Islendingasögurnar, Geisla Einars Skúlasonar, Liljn Eysteins og Gylfaginning Snorra á tungu Tjekkóslafa. Hefir í ráði að gera Völuspá sömu skil. Eru slíkir menn aufústigestir. — Á morgun flytur hann erindi um ættland sitt og mun marga fýsa að heyra Prestskosning fór þannig í Lauf- ásprestakalli að síra Hermann Hjartarson á Skútustöðum var kosinn með 90 atkvæðum. Síra Gunnar Benediktsson í Saurbæ í Eyjafirði fékk 67 atkvæði og síra Sveinn Víkingur 8 atkvæði. Aðrir umsækjendur höfðu tekið umsókn sína aftur. Lárus Sigurbjörnsson stud. mag. sonur Sigurbj. Á. Gíslasonar í Ási tók heimspekispróf í gær við Kaupmannahafnarháskóla með 1. ágætiseinkunn. Gestir í bænum. þorsteinn Jóns- son kaupfélagsstjóri á Reyðar- firði og Jón ívarsson kaupfélags- stjóri frá Höfn í Homafirði eru staddir í bænum og dveljast hér til aðalfundar Sambandsins í byrjun næsta mánaðar. þórður Kristleifsson bónda þor- steinssonar á Stóra-Kroppi í Reyk- holtsdal er nýkominn til bæjarins. Hefir stundað söngnám ytra í 4 ár, á þýskalandi einkum. Væntanlega lætur hann til sín heyra áður en langt um líður. Stöð Zóphóníasar Baldvinssonar sendir bíla sína austur yfir fjall sömu vikudaga og á sömu staði og í fyrra. Látinn er í Vík í Fljótum þor- steinn þorsteinsson hreppstjóri, merkur maður og fróður. Deila stendur yfir á Akureyri milli verkamanna og atvinnurek- enda um kaupgjaldið. Júlía, leikrit eftir Strindberg, var leikið í konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og einmg af dönskum stúdentum, og þótti milc- ið til koma. Leikfélag Reykjavíkur byrjar að leika það á morgun hér. Gunnar Schram símritari hér í bænum hefir verið skipaður stöðv- arstjóri á Akureyri í stað Halldórs Skaftasonar. 1621 bam kom í Bamaskóla Reykjavíkur í haust og 1531 iauk prófi í vor. Mannalát. Nýlátin er hér í bæn- H.f. Jón Sigmundsson & Co. Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyi’irliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. m Samvínnuslcóiinn. Kenslugreinar: Islenska, danska, sænska, enska, og fyrir þá sem þess óska sérstaklega, byrjunarat- riði þýsku og frönsku. Almennur reikningur, verslunarreikningur, skrift, vélritun, bókfærsla, verslun- arsaga, verslunarréttur, sam- vinnusaga, hagfræði, fólagsfiæði, og fyrir þá sem þess óska, fyrir- lestrar í bókmentasögu og lista- sögu. Mötuneyti Kennara- og Sam- vinnuskólans í húsi ungmennafé- laga við Skálholtsstíg. Kennarar og samvinnumenn utan af landi fá hvergi betri kjör en þar. Komandi ár. Bókin kostar kr. 3,50. Fæst í ná- lega öllum kaupfélögum og hjá Ár- sæli. Valtýr hefir mælt með bók- inni fyrir dönsku húsbændurna. um frú Ágústa Svendsen stór- merk kona háöldruð. Verður henn- ar minst síðar. — Látinn er í Borg- arfirði á heimili Guðmundar Bjömssonar sýslumanns, tengda- sonar síns, Júlíus Halldórsson, sem um mjög langan tíma var læknir Húnvetninga. Verður hans minst síðar. Sigm-ður Birkis söngmaður er nýkominn heim að afloknu söng- námi í þýskalandi. Hefir sungið einu sinni hér við góðan orðstír. Stefán frá Hvítadal hefir verið á ferðinni hér syðra. Flutti með sér sextuga drápu um katólsku kirkjuna á Islandi á miðöldunum, og ætlar að gefa út. Ágæt tíð hefir verið hér um slóð- ir undanfarið. Tún orðin hvann- græn. Byrjað á stöku stað að setja niður kartöflur. Síra Sigurgeir Sigurðsson á Isa- firði er staddur í bænum. ----o--- Yfir landamærin. Sr. Eggert talaði á þingi í vetur um glefsandi hunda, er þytu í ferðamenn, á þann hátt, að ekki varð skilið öðru vísi en lýsing á vinum hans og vanda- mönnum á Stórólfshvolsfundinum í sumar. Hefir sr. Eggert máske ætlað að launa Skúla gamla umtalið um Staðamautið? Morgunblaðið getur ekk’ neitað þvi, að ihaldið og sjálfstæðið höfðu trygt Bjarna sæti í bankaráðinu, og að spurs málið var ekkert annað en Klemens eða Kjartansen, hvor þeiira ætti að vinna. Magnús dósent var settur upp þegar auðséð var, að Kl. J. myndi sigra. Framsókn kom í gegn í vetur merki- legri breytingu á Akureyrarskólanum. Valtýr hefir þagað um málið. Hver er skoðun hans á því? Hver myndi hafa verið skoðun Stefáns skólameistara? Hver var skoðun íhaldsmanna á þingi? Og er Valtýr „kúslcaður" af „löðurmennum" til að hundsa áhuga- mál föður síns? x. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.