Tíminn - 07.06.1924, Síða 4
92
T 1 M I N N
hóflausu, eftirlitslausu og >ó ónógu
utanfararstyrki stúdenta. Vill láta
styrkja þá eina, sem likur eru til aö
þjóöin þurfi með, og láta námsstyrk-
inn breytast í vaxtalaust lán til slíkra
manna. Með því að samrœma tillögur
Jóns og Siguröar og bœta lítið eitt viö,
um takmörkun á nemendafjölda i
mentaskólanum, er lagður grundvöll-
ur að sannarlegri og nauðsynlegri end-
urbót á þessu sviöL
„Sök bitur sekan“.
Eigendur Mbl. hafa stórreiðst út af
fyrirspum J. J. um aðstöðu stjómar-
innar til hins erlenda fjármálavalds,
sem rœður stjómarblaðinu. þeim hefir
sviðið, að á þetta skyldi vera minst. í
öðm lagi að lýsing þorst. Gíslasonar
a innræti og mentunarástand eigend-
anna skuli vera þama varanlega bók-
fest i skjalaparti þingtiðindanna. Með-
an islenskar bækur em til, sést hvem-
ig erlent peningavald var vorið 1924
búið að stinga stjómarflokknum ís-
lenska undir fótaskör sína. Jafnframt
sést þar að þessir útlendingar hafa
heimtað að ritstjóri Mbl. kastaði „skít"
á andstæðinga sína, einkanlega sam-
vinnumennina. Valtýr og súkkulaði-
drengurinn koma hvað eftir annað að
þessu með skítkastið. þeir vita að eng-
ir em þar sekir nema þeir. Að fyrir-
rennari þeirra fór frá Mbl. af því hann
vildi ekki vinna þetta verk, og að þeir
fengu sin núverandi embætti með því
að lofa að gera það, sem hann ekki
vildi taka að sér. En þó að eigendum
og ritstjórum Mbl. sámi að standa
þannig afhjúpaðir frammi íyrir al-
menningi, þá geta þeir engum um
kent nema sjálíum sér. En sá er eld-
urinn heitastur sem brennur í meðvit-
und sekrar sálar.
Friðsöm stjómmáL
Margir andstæðingar Framsóknar
halda þvi fram, að í umræðum al-
mennra mála megi aldrei víkja að per-
sónu. Málin ein og röksemdimar eigi
að tala. Vilja þessir menn að Fram-
sóknarflokkurinn og blöð hans standi
þcgjandi undir árásum þeim, er sam-
kepnismenn telja rétt að beina að
starfsemi flokksins. Nú hefir nýlega
komið fyrir atvik sem sýnir, hve auð-
velt er að láta rökin ein tala. Halldór
Stefánsson alþm. Norðmýlinga er
ákaflega varfærinn maður í orði og
verki. Ef nokkmm manni ætti að vera
unt hér á landi að taka þátt í deilum
um félagsmál, án þess að nokkuð
kæmi til greina nema köld rök og
staðreyndir, þá væri það Halldór.
Hann hélt ágæta ræðu um gengismál-
ið, fulla af þungvægum röksemdum.
Hún var birt i Tímanum. Um leið læt-
ur stjóm Mbl. vikapilta sína velta sér
yfir Halldór með illyrðum og skitkasti,
eins og tíðkað er á þeim bæ. Halldóri
er brigslað um heimsku, mentunar-
leysi og lélegan tilgang. Sést á þessu
hvaða lag húsbændur skitkastsins
hafa. Um leið og samvinnumenn taka
á meinsemdum þjóðfélagsins, þá
koma fram úr skúmaskotunum menn,
sem fá borgun fyrir að ráöast með
persónulegheitum á alla þá menn,
sem starfa fyrir hagsmuni almenn-
ings, en taka þá um leið óhjá-
kvæmilega að sér hagsmuni þeirra,
sem vilja hafa almenning að íéþúfu.
íhaldið sem ðrap stjórnarskrána.
Nú þora íhaldsmenn ekki lengur að
neita þvi, að þeir drápu stjórnar-
skrána, en vilja kenna Guðm. Ólafs-
syni um breytingartillöguna sem sam-
þykt var í efri deild um að fækka
þingmönnum um 6. En fyrst er það,
að Framsóknarmenn í efri deild buðu
íhaldinu þrásinnis að flýta stjórnar-
skránni i gegn, eí engu væri breytt
nema fækkað þingum. En ihaldið hélt
mörgum breytingum til streytu og von-
aðist eftir að geta gert stjórnarskrána
svo illa til reika, að Framsóknarmenn
eyddu henni. Að lokum við 3. umræðu
kemur Guðm. Ólafsson með tillögu um
að fækka þingmönnum um sex, eftir
almennri kröfu frá kjósendum á fundi
í Húnaþingi, bæði Framsóknar- og
íhaldsmönnum. þórarinn á Hjalta-
bakka taldi sig heima fyrir fylgjandi
Guðm. i þessu. þegar till. kom fram,
hefði verið hreinlegast fyrir íhaldið að
drepa hana, ef hún var slæm og láta
stjómarskrána halda áfram. íhaldið
hafði öruggan meiri hluta í deildinni.
í stað þess reiknar Jón Magnússon út,
hve marga hann þurfi að „lána'* úr
sínum flokki til að samþykt verði till.
um fækkun þingmanna. Jón velur
þrjá til að samþykkja breytinguna
með Frtunsóknarmönnum: Halldór
Steinsson, Björn Kristjánsson og Hjört
gamla. Síðan þegar þrír ihaldsmenn
eru búnir að samþykkja spamaðar-
tillögu Framsóknar, þá drepur ihalds-
flokkurinn stjórnarskrána af því að
fækkun þingmanna, sem þeir hafa
sjálfir komið í gegn, sé hættuleg! Og
síðan kenna blöð íhaldsins Framsókn
um að frumvarpið fellur. Allir flokks-
menn Framsóknar stóðu með frv. við
allar umræður, og gerðu sitt ítrasta til
að halda málinu á réttum kili. En Jón,
Ingibjörg og Hjörtur þorðu ekki að
leggja niður þá landkjömu, vissu að
fr. kjördæmi stæðu þeim opin. Og
flokkurinn i heild sinni þorði ekki að
fa kosningar. Stjórnin taldi víst að
hún félli, ef kosið yrði. þessvegna drap
íhaldið stjórnarskrána, en langar til að
kenna nábúanum sínar syndir.
Gagnfræðaskólinn og vikapiltur Ber-
lémes.
Valtýr Stefánsson hefir ekki einung-
is hlaupið úr samvinnuflokknum og
úr samstarfi við bændur landsins, sem
hann þóttist vilja vinna með. Hann
þorir jafnvel ekki annað en yfirgefa
hugsjónir föður síns. Kærasti draum-
ur Stefáns heitins skólameistara var
að gagnfræðingar á Akureyri, efnis-
menn að norðan og austan, gætu hald-
ið þar áfram námi. Stefán beitti sér
mikið fyrir þessu í ræðu og riti, en
vann ekki á fyrir Reykjavíkurvald-
inu. Nú í vetur sendu kennarar gagn-
fræðaskólans beiðni til þingsins um að
þeir mættu hjálpa efnilegum piltum
úr skólanum við framhaldsnám til
stúdentsprófs, ef það bakaði ekki
landinu aukin útgjöld. Með þessu móti
ei ætlast til, að dálítill hópur, t. d. tólf
efnismenn á ári, fái framhaldskenslu
á Akureyri í 2—3 ár, og taki síðan
stúdentspróf í Reykjavík. þá hætta
norðanmenn að fara í mentaskólann
og ætti að vera hægt að spara landinu
þar eina þrjá bekki, án þess að auka
eyðslu á Akureyri. Og námsmönnun-
um nyrðra er dvölin svo ódýr, að þeir
vinna þar fyrir vetrarkostnaði, með
sumarvinnu sinni. En í Reykjavík
munu flestir aðkomumenn þurfa að
bæta 800—1000 krónum við sumar-
kaupið. Framsóknarflokkurinn beitti
sér fyrir að þingið veitti þetta leyfi,
og það tókst, en íhaldsmenn gerðu alt
til að spilla fyrir málinu. Og þing-
maður Akureyrar var svo reiður, er
lokið var atkvæðagreiðslu um málið,
að hann hafði í hótunum við mann,
nærstaddan íhaldinu, sem fylgdi
breytingunni. Næsta vetur byrjar
væntanlega 4. bekkjar kensla fyrir úr-
valsmenn á Akureyri. Næsta ár kem-
ur 5. bekkur og síðan hinn sjötti, alt
landinu að kostnaðarlausu frá því sem
er. Framsókn hefir hrundið i fram-
kvæmd áhugamáli Stefáns skólameist-
ara. En sonurinn þorir ekki að minn-
ast á þetta. Tíminn hefir spurt hann,
en Valtýr þagað. En til að vinna fyrir
kaupinu hjá „eigendunum", þá eys
hann sérstaklega' úr „skíthripum"
þess sköllótta yfir þá menn 1 Fram-
sókn, sem talið er að einna mest hafl
beitt sér i þessu máli. Valtýr hefir
þannig brugðist flokki sínum, stétt
þeirri, er hann þóttist vinna með, og
það sem aumast er, áhugamáli og
hugsjónadraum föður síns. Og alt, þetta
er gert fyrir 100—150 kr. launahakkun
á mánuði!
Náið er neí augum.
M. Guðm. hefir viljað telja pésa sinn
óháðan þeim „sköllótta" og útlenda
valdinu. En áhugamálin hafa verið hin •
sömu og hjá Mbl., að reka erindi stór-
spekúlanta innlendra og útlendra, en
spilla fyrir samstarfi bænda. M. Guðm.
kom Valtý í stjóm Búnaðarfélagsins
eftir að Valtýr var ráðinn hjá Berlé-
me. Og nú síðast byrjar pésinn að
verja Valtý og alt hans starf, en þyk-
ist þó óháður erlenda peningavaldinu.
íhaldið er hjá erlenda peningavaldinu,
bæði með Mbl. og pésana. J>ar þarf
enginn að þykjast öðrum fínni, þvi alt
er af sömu rótinni sprottið.
... O-----
íþróttamót við Þjórsárbrú.
Héraðssambandið „Skarphéðinn“ heldur íþróttamót sitt við Þjórs-
árbrú laugardag 28. júní n. k. Kept verður í ísl. glímu (fullorðnir og
drengir), hlaupum (fullorðnir og drengir) og stökkum. — Ræður, söng-
ur og ef til vill hornablástur verða til skemtunar. — Helmingur ágóð-
ans af mótinu gengur til héraðsskóla Sunnlendinga. — Er þess því
vænst, að Árnesingar og Rangæingar fjölmenni sem mest til mótsins.
Héraðsstjóruin.
Alfa'
Laval
skil vindnr
reynast best.
Pantanir annast kaupfé-
1
• ••• '' lög út um land, og
Samband ísL samviélaga.
Biðjið um:
„Columlms Brand“.
Besta niðursoðna mjólkin danska.-S. _í. [S. jmnast pantanir.
Afgfreidsla
nokkurra þingmála.
I.
Framsókn bar fram tillögu um
að skipa sparnaðarnefnd í þinginu
í vetur til að leggja á ráð um sam-
færslu embætta. íhaldsflokkurinn
eyddi þessu.
Framsókn ætlaðist til að upp úr
sparnaðarnefnd þingsins kæmi
milliþanganefnd ólaunuð, skipuð af
þingflokkunum, og að landið fengi
þar nýtt heildarskipulag í em-
bættakerfi landsins. fhaldsmeiri-
blutinn í Ed. eyddi líka þessu máli.
Framsókn í Nd. bar fram frv.
um búnaðarlánadeild, bráðabirgða-
hjálp fyrir bændur þar til fast-
eignabankinn tekur til starfa. Jón
þorl. og Jón Kjartansson töluðu
móti frv. En það gekk í gegn.
Framsóknarmenn í Ed. báru
fram tillögu um að breytt yrði
skipulagi Söfnunarsjóðsins þann-
ig, að lán úr honum yrðu eingöngu
veitt til ræktunar, þ. e. til sveit-
anna. Sjóðurinn lánar út um 10
þús. kr. á ári, með betri kjörum en
bankar. íhaldsmenn 7 og sjálfstæð-
ismenn 2 drápu þessa tillögu, móti
atkvæðum allra Framsóknarmanna
G. Ól. sagði þá, að aíilr þingmenn
þættust bera umhyggju fyrir
ræktuninni, en í verkinu væri bænd
um vísað á ófædda banka eða þá,
sem ekkert hefðu til.
Framsókn í Ed. beittist fyrir að
rannsakað yrði, hvort ekki mætti
flytja grískudócentinn að menta-
skólanum og leggja embætti hans
niður, og að sameina kenslu í hag-
nýtri sálarfræði og forstöðu
Landsbókasafnsins. þar með væri
sparað annað embætti. Ihaldið og
Sjálfstæðið drápu þessar tillögur
strax. Sr. Eggert dugði þar B jarna
frá Vogi, en á aðra leið talaði hann
við kjósendur. Frh.
“0->
Síra Jóhann þorkelsson dóm-
kirkjuprestur hefir nú sagt af sér
prestsskap eftir 47 ára piests-
þjónustustarf.
Páll Jónsson í Einarsnesi kennari
við Bændaskólann á Hvanneyri
hefir sagt af sér því embætti sak-
ir heilsubrests.
Skollaleikur.
Eitt helsta umræðuefni stjórn-
arblaðanna, danskra og íslenskra,
undanfarið, hefir verið kosning
Bjarna Jónssonar frá Vogi í
bankaráð íslandsbanka. Fram-
sóknarflokkurinn á að hafa drýgt
dauðasynd með því. Er þetta ein-
hver mesti skollaleikur sem leikinn
hefir verið í íslenskum stjórnmál-
um. því að eftirfarandi atriði tala
sínu máli.
1. Framsóknarflokkurinn gat
alls ekki hindrað kosningu Bjarna.
íhald og Sjálfstæði kusu hann og
hafa samtals ákveðinn meiri hluta.
Dauðasyndin hvílir því á þar.
2. Fyrir og um kosningarnar var
Bjarni talinn í Borgaraflokknum,
sem þá hét, en nú heitir fhalds-
flokkur. Öll blöð íhaldsins töldu
hann sinn mann, eins og rétt var.
Framsóknarflokkurinn barðist af
alefli gegn kosningu hans í Dölum
og fékk hinn hættulegasta keppi-
naut á móti honum. En fhaldið,
blöð þess og einstaklingar, studdu
Bjarna af elefli. það er á ábyrgð
fhaldsins að Bjarni Jónsson á sæti
á alþingi.
3. Loks er það fullkunnugt, að
sjálf stjórn fhaldsins, núverandi
landsstjórn, er studd af Bjarna
Jónssyni. Hún flaut upp í stjórn-
arsætin beinlínis á atkvæði Bjama.
ílialdið vantaði 1—2 atkvæði til
þess að geta myndað stjóm. það
var Bjaini sem lagði sitt atkvæði
til. Bjami ber höfuðábyrgðina á
íhaldsstjórninni eins og íhaldið
ber ábyrgð á þingsetu Bjarna. í
ljósi þessarar staðreyndær er skilj-
anlegt hversvegna sendiherrafmm-
varpið var svæft, frumvarpið svæft
um afnám grískudósentsins og
fækkun þinga drepin. fhaldið gerði
þetta alt meðfram til þess að
borga Bjarna hinn mikilsverða
stuðning sem hann veitti um mynd
un ráðuneytis íhaldsins. —
þetta er sannleikurinn um
Bjarna og íhaldið. Og fyrirsjáan-
legt er það, að við næstu kosning-
ar verður það aftur svo, að Fram-
sókn berst við Bjarna í Dölum en
íhaldið styður hann.
Jarðarför þórhalls læknis fór
fram á Flateyri 29. apríl að við-
stöddu miklu fjölmenni. þórhallur
var á leið til Flateyrarhéraðs, sem
honum hafði verið veitt, en komst
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
og alt til
upphluts
sérl. ódýrt.
Skúfhólkar
úr gulli og silfri.
bent meö póstkröíu út
é&xaaxtxh um iand, el óskaö er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
iSími 383. — Laugaveg 8.
Innilegí þakklæti vottum við öllum
]>eim, sem sýndu okkur hluttekniugu
og veittu okkur aðstoð við íráíall og
jarðaríör iósturdóttur okkar, Vilborg-
ar Guðmuudsdóttur, og biðjum góðan
guð að lauua j>eim, j>egar j eim liggur
mest á.
Lokinhömrum 10. maí 1924.
Margrét Jónsdóttir.
Oddur Guðmundsson.
ekki lengra en til Isafjai-ðar, þar
iagðist hann banaleguna. Menn
höfðu beðið þess með óþreyju, að
hinn góði læknir kæmi. En þegar
hann kom, var hann liðið lík. Jarð-
arförin fór íram með mikiiii við-
höfn. Ræður héldu sr. Páll Step-
hensen og Snorri Sigfússon kenn-
ari og mæltist ágætlega. Hrepps-
nefnd og hreppstjórar í læknishér-
aöinu báru kistuna til grafar. Voru
héraðsbúar sárhryggir yfir því að
þurfa að taka á móti lækni sínum
og kveðja hann samstundis með
þessum hætti, en létu í Ijósi þæt
miklu vonir, er þeir höfðu gert sér
um hann, með því að annast útför-
ina svo virðulega sem kostur var á.
Höggur sá er hlíía skyldi.
„íslendingur“, Morgunblaðsút-
gáfan á Akureyri, bregst afarreið-
ur við ummælunum um að hann sé
á valdi útlendinga. Gefur út yfir-
lýsing- um, að Aage Berléme hafi
engin ráð yfir blaðinu og aldrei
hafi nokkur útlendingur setið í út-
gáfunefnd blaðsins. þvínæst segir
svo: „íslendingui’ er íslensk eign
gefin út af íslendingum og ber ís-
lensk hagsmunamál einvörðungu
fyrir brjósti. Hann hefir aldrei
dansklundaður verið og mun aldrei
verða það. Hann mun aldrei gera
nafni sínu skömm“. — Með orðum
þessum segir íslendingur berlega
að ef Berléme hefði átt í blaðinu
og ef útlendingar hefðu setið í út-
gáfunefnd, þá væri skömm gerð
nafninu. Hvorttveggja er sannað
um Morgunblaðið.
Gunnlaugur Einarsson háls-,
nef- og eyrnalæknir kemur til bæj-
arins um miðjan þennan mánuð.
Hann hefir dvalið erlendis í vetur,
lengst af í Vínarborg, og kynt sér
allar nýjungar í sinni grein. Haxm
byrjar að taka móti sjúklingum
þegar er hann kemur.
Mannalát. Látinn er 5. þ. m. Pét-
ur bóndi Jónsson á Draghálsi í
Svínadal í Borgarfjarðarsýslu,
merkur maður, háaldraður. — 3. þ.
m. andaðist hér í bænum Lúðvík
kaupmaður Hafliðason rúmlega
fimtugur að aldri.
Aðalfundur Sögufélagsins var
haldinn í gær. Hannes þorsteins-
son skjalavörður var kosinn for-
maður þess.
Einn merkasti bóndi á Norður-
landi ritaði eftirfarandi vísu á
blaðastranga um leið og hann end-
ursendi:
Iiirði feður heimskan V ...,
hundslegasta þý á jörð.
Lélegri en lambaspörð,
lýgnari en gamla Mörð.
Jón Guðmundsson (Bjömsson-
ar), frá Suðureyri í Tálknafirði,
hefir fengið löggildingu stjómar-
ráðsins á ættarnafninu Einis.
Ritetjóri: Tryggvi þórhallsaon.
Prentsmiöjan Acta h/f.