Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi 09 afgretfcslur’aftur Cimatts «r S i 9 u r 9 e t r 3 r i 6 r i f s f e n, SombanösíjústRu, Keyfjatrif. VIII. ár. [Jtan úr heimi. Bandaríkin og Japan. pung alda er risin í Bandaríkj- unum gegn öllum fólksinnflutningi. Norðurálí'ubúunum eru settar miklar skorður um að mega setj- ast þar að. það tekur tíma fyrir aðkomumennina að tillíkjast borg- urunum. Eðlilegt er, að ekki sé nema takmarkaðri tölu þeirra manna veitt borgaraleg réttindi, sem ekki er víst um, að beiti þeim réttindum með hagsmuni ríkisins fyrh' augum. En þessar innflutn- ingshömlur á fólki koma ekki jafnt niður. Japönum er það alveg bann- að, nú orðið að setjast að í Banda- ríkjunum. Mikil gremja reis í Japan gegn Washingtonfundinum, er ákveðið var um takmörkun vígbúnaðar á sjó. Sögðu Japanar að það væri gert fyrst og fremst til þess að tryggja Bandarikjamönnum yfir- ráðin í Kyrrahafi. þeir neyddust samt til að íylgjast með. En gremjan situr í þeim enn. Menn segja, að yfirdrotnunar- stefna valdi vígbúnaði Japana. En sú yfirdrotnunai'stefna á sér rót í mjög alvarlegu ástandi heima fyrir. f hlutfalli við landsstærð er Japan eitt þéttbygðasta land heimsins — þegar tillit er tekið til þess, að aðeins 20% af landinu er ræktanlegt. Árið 1910 bjó þar 51 miljón manna, 1920 56 miljón- ír og fólksfjölgunin árlega er 7— 800 þúsund. Fólkið kemst ekki lengur fyrir heima. Hvað á að gera við þá, sem ekki komast þar fyrir? Tvö ráð eru til: útflutningur, eða mjög aukinn iðnaður heima, sem þá kréfðist nýrrar baráttu fyrir markaði iðnaðarvara. Útflutningnum verður að beina í austur. Iðnaðarvörunum til vest- urs. Á báðum sviðum er Banda- ríkjamönnum að mæta. Bandaríkjamenn eiga meginið af olíulindum og kolanámum í Kína. Og nú banna þeir Japönum alveg mnflutning til Bandaríkjanna. Undan því svíður ekki einungis vegna nauðsynjarinnar að flytja út fólk. það er, með réttu, litið á það sem móðgun við þjóðina. Og Jap- anir eru stoltir og viðkvæmir. Baráttan gegn innflutningi Jap- ana hófst í Kaliforníu, enda flutt- ust Japanir einkum þangað. Lofts- lagið þar átti vel við þá. Árið 1921 var talið að þar væru á annað hundrað þúsund Japanar. Talan var ekki tiltakanlega há, en þeir reyndust svo einstaklega duglegir að skara eld að sinni köku. Sums- staðar höfðu þeir eignast 75% af öllum jarðeignum, þótt þeir væru tiltölulega fáir. Hvítu mennirnir stóðust alls ekki samkepnina við þá. þeir unnu í 16 tíma á sólar- hring og voru þar að auki framúr- skarandi sparsamir. Árið 1908 var byrjað að tak- marka innflutninginn. En það kom fyrir ekki. Árið 1913 var Japön- um bannað að kaupa land. það var farið í kringum það. þá var loks nú bannaður allur innflutningur Japana til Bandaríkj anna. Talið víst að Kanada geri hið sama von bráðar. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa þegar fyrir löngu gert sama. það fer að verða allsherjarregla að þar sem hvítir menn búa við Kyrrahaf, þar er Japönum bannað að koma. íjmans er í Sambanbifyúmm. (Dpin öaglega 9—f. Ij. Simt 496. Reykjavík 21. júuí 1924 25. blað föearí ELEPHANT CFARETTES Mest reyktar. Fást allsstaðar. Smásoluverð 55 aura pakkinn. 1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., 4 LONDON. ' T -<í!5p- ^ Auglýsíng. Sýning á smjöri, ostum og skyri verður haldin í Beykjavík 15. sept. næstkomandi. ¥erdlaun veröa veitt. Öllum er heimilt aö senda nefndar vörur til sýningarinnar. Búnadarfélagið annast um sölu á þess- um vörum, ef óskað er. Nánari upplýslng’ar g-efur Búnaðarfélag íslands. ^ • Biðjið um: „dolusii'bms Brand“. Besta niðursoðna mjólkin danska. — S. í. S. annast pantanir. Bráðapestarhóluefni 1924. Næsta haust verður á boðstólum tvennskonar bóluefni; annað sterkára, hitt veikara. Aulc þess liefi eg til enn nokkuð af bóluefni frá 1916 og 1917. Aðra árganga ekki. Þetta vil eg biðja menn að athuga, er þeir senda pantanir sinar til inín. Magnús Einarson. Ný Enginn gerir ráð fyrir að styrjöld hefjist þegar í stað af þessum ástæðum. En hverjar eru orsakir styrjaldanna? Eittlivert deilumál hefst, sem svo smátt og smátt hitnar í. Sannarlega á það sér stað hér. Meir að segja er um sérstaklega hættulegt mál að ræða. ---0-- Straumhvörf. Upp úr styrjöldinni hófst íhalds- alda á stjórnmálasviðinu nálega um öll lönd Norðurálfunnar. Sag- an endurtekur sig. Nákvæmlega hið sama átti sér stað hér í álfu upp úr Napóleonsstyrjöldunum í byrjun síðastliðinnar aldar, er stoínað var hið nafnfræga og ill- ræmda „helga samband“. Á öllum sviðum er slóð styrjaldanna ill og ófarsæl og ekki síst sú alda aftur- halds í stjórnmálum, sem jafnan hefir þeim fylgt. Kosningar fóru fram í mörgum Norðurálfulöndum árin 1918—20. Langvíðast gáfu þær Ihaldsmönn- unum sigurinn. Svo var það á Eng- landi, Frakklandi, Norðurlöndum og víðar. Langan tíma tók það þjóðirnar að brjóta á bak aftur íhaldshelsið sem hófst fyrir 100 árum upp úr N apóleonsstyr j öldunum. En nú er bert orðið að skemmri verður dásshali íhaldsins í þetta sinn. pau tíðindi hafa gerst und- anfarið sem sýna svart á hvítu, að Norðúrálfuþjóðimar hafa nú þeg- ar, hver af annari, borið gæfu til að hrista af sér íhaldsokið. Full- komin straumhvörf hafa orðið ná- lega um alla Norðurálfu I þessum efnum. Við ensku kosningarnar í vetur biðu Ihaldsmennirnir hinn ógur- legasta ósigur. Voru áður í miklum meirihluta, en urðu nú í jafnmikl- um minnihluta. Stjórn þeirra velt- ist úr völdum. Fer þar nú með völd hægfara verkamannastjórn studd af frjálslynda flokknum. I Danmörku fór á sömu leið. Bændaflokkurinn danski, vinstri- menn, fór þar með stjóm, en hafði hnigið að því óheillaráði, þvert of- an í fortíð sína, að gera bandalag við íhaldsmennina. Afleiðingin varð sú, að við kosningarnar í vet- ur biðu þeir fullan ósigur. þjóðin dæmdi þá svo hart fyrir mökin við íhaldið. Situr nú við völd í Dan- mörku hægfara verkamannastjórn studd af , hinum frjálslyndari vinstrimönnum. En fróðir menn segja, að bændurnir dönsku muni vissulega af þessu taka þann lær- dóm að slíta öllu sambandi við íhaldsmennina. Loks eru nýafstaðnar kosningar á Frakklandi. Allra greinilegastur er ósigur Ihaldsins þar. Ekki nóg með að forsætisráðherra íhaldsins er steypt af stóli. Frjálslyndu mennirnir þola ekki einu sinni for- setann yfir sér úr íhaldsflokki. Og enn mætti fleiri dæmi nefna um hin stórfeldu straumhvörf í heiminum í áttina til meira víð- sýnis og- frjálslyndis. Gleðilegri fregnir er ekki hægt að fá. Við þær er bundin vonin um að eitthvað minki hatursöldurnar frá stríðs- tímanum. Vegna úrslita þessara kosninga er heimurinn því miklu nær en áður að geta jafnað sig eft ir styrjöldina miklu. Vonin um friðsamleg viðskifti þjóða í milli er miklu sterkari en áður. — þannig liggja straumarnir í löndum úti — nágrannalöndum okkar. Framsókn og frjálslyndi fær þar byr undir báða vængi. Ev. af annari steypast þær af stóli íhaldsst j órnirnar. Sömu öflin berjast um völdin hér, eins og þar. En þetta erum viö á eftir tímanum. Hér sest á laggirnar í vetur hin fyrsta opinbera viðurkenda íhalds- stjórn. Hér þykir það enn góð latína að þeir menn fari með stjórn lands- ins, íhaldsmenn, sem að dómi þeirra eigin foringja einblína á eig- in haf, á sína eigin pyngju, hafa hag alþjóðar ekki fyrir augum. Hversu lengi verður það að ís- lenska þjóðin unir því að búa und- ir oki íhalds og afturhalds? Á 17. og 18. öld fékk sú stjórn- málastefna að reyna sig á íslandi. Hversu langt verður þangað til íslenska þjóðin fer að dæmi ná- grannaþjóðanna, hristir af sér íhaldið og sækir fram örugg, í trausti á land sitt og sjálfa sig? —,—o---- lÉiprðfn H. H. Sem vita mátti hefir guðfræði- prófessorinn engu atriði getað hnekt í greinum mínum, þrátt fyr- iv góðan vilja og mikla viðleitni. Ósannindum hans, dylgjum og lastmælum í minn garð, vísa eg beina boðleið heim til „hins guð- hrædda fyrrum“ þjónandi prests. Reykjavík 18. júní 1924 Ámi Jóhannsson. ... O Hulda: Myndir. Akureyri 1924. Verð 5 kr. Hulda hefir gefið út fallega bók með prýðilegum frágangi, og ódýra eftir stærð. Hún er prýdd allmörg- um myndum, sem tveir enskir mál- arar, er dvöldu norðanlands í fyrra, hafa gert fyrir höf. í samræmi við efni bókarinnar. Myndir Iluldu eru ljóð í óbundnu máli. það er tiltölulega ný list á Is- landi, og á líklega nokkuð langt í land að vera hér skilin og viður- kend. þótt undarlegt sé, mun þekk- ing íslendinga á ljóðum í óbundnu máli stafa frá þýðingum rita eftir austurlenska spekinga. Tveir eða þrír af meiriháttar nútíðarrithöf- undum íslendinga hafa auðgað bókmentii' okkar með slíkum kvæð- um. Lesendunum finst það snjalt, djúpviturt, gáfulegt 0. s. frv. En ljóðin eru orðin samgróin eðli þjóðarinnar, að þessi nýi keppi- nautur hefir átt erfitt, og mun eiga erfitt um langt skeið, að njóta sín fyllilega í íslenskum bók- mentum. Tvenn dæmi af handa hófi tekin gefa hugmynd um hina nýju list: „Arineldurinn blossar upp og brennur. Glóðin skín og hnígur saman, dökknar meir og meir; eins og rústir af brunninni borg liggur hún á arninum. Gleðin sem hvítir fætur þínir báru inn fyrir hallardyr mínar, liggur í rústum yfir hjarta mínu. Mér er erfitt um orð og tár“. I vel ortu kvæði hefði þetta efni og myndir getað verið minnisstæð vísa. Hér kemur annað dæmi: „Múrinn hrörnar. Ennþá stendur hann út með ströndinni og varðturninn horfir yfir haf og sund, þótt hann sé lot- inn og grár af elli. En eitt sinn mun tíminn jafna þá við jörðu, eins og allar minjar okkar, sem höfum gengið eftir hafströndinni, lifað og dreymt í skjóli þessa foma mannvirkis. Eitt sinn tvístrast og týnast steinarnir. Framtíðin reisir musteri sín á rústum múra og varðturnar fortíðarinnar.------- Eitt sinn deyr múrinn. þá verðum við, þessi mannanna börn, löngu farin héðan — flogin út á eilífðarhaf, eins og fuglarnir, sem eru að hverfa þama fyrir skógarnesið". þannig er Hulda, er hún yrkir ljóð í óbundnu máli. þannig var hún líka, er hún sem komung stúlka vakti á sér eftirtekt með ljóðum sínum. Hún orti um hið fagra og þýða í íslenskri náttúru og mannshjörtum. Ilún klæddi þess ar mildu hugsanir í mál, sem minti Matthías Jochumsson á sjálfan Jónas Hallgrímsson. 1 „Myndum“ hefir Hulda aukið við hliðstæðum lýsingum frá öðmm löndum, end- urminningum frá utanferðum; slváldlegum lýsingum og líkingum um fegurð staða og hugsana, sem fyrir hana hafa borið. I ljóðum og skáldverkum Huldu er aldrei hörð barátta, oddaat og eggjagnat. Hún er ef til vill mesta andstæðan sem til er í íslenskum bókmentum við höfuðskáld bar- áttunnar, Egil Skallagrímsson. Varanlegt gildi Huldu liggur í hinu fullkomna samræmi, sem er milli efnis og forms. Hinar mild- ustu hugsanir og „stemningar" eru klæddar í hinn mildasta og létb- asta búning. þeir sem unna hinu hrikalega og stórfengilega í skáld- skap fá aldrei kröfum sínum full- nægt við að lesa verk Huldu. En þeir sem kunna að meta fegurð akursins liljugrasa, jafnvel þeirra, sem ekki fylla kornhlöðurnar, þeir munu líka vera þakklátir fyrir þá tegund af fegurð, sem Hulda hefir bætt við í íslenskar bókmentir. jafnvel þá fegurð, sem er í óstuðl- uðum Ijóðum. p. Norsku gestirnir komu með Merkúi' á þriðjudagsmorgun. Með þeim var í för einn af ötulustu bindindisfrömuðum Norðmanna að nafni Peter L. Sörá. Hefir ferðast um víða og ætlar að gera hér. Lögjafnaðarnefndin heldur ekki fund sinn fyr en í ágústmánuði vegna veikinda eins nefndarmanns ins danska. Fundurinn verður haldinn hér. Hugin fiskflutningaskip Kveld- úlfsfélagsins sleit upp á höfninni í norðanrokinu um síðustu helgi, rak á land og skemdist mikið. Slökkvilið Reykjavíkur sýndi um daginn nýjustu tæki sín. Verður ekki annað séð en að nú sé komið ágætt lag á það og bænum til fylsta sóma. Esja fór í strandferð vestur og norður um land á mánudagskvöld. Fjöldi Sambandsfundarmanna tók sér far með henni. \ Ásmundur P. Jóhannsson frá Winnipeg kom með Gullfossi um síðustu helgi. Verður, eins og oft áður, fulltrúi Vestur-íslendinga á aðalfundi Eimskipafélagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.