Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 4
100 T I M I N N vilja þegja um þann harm og það margt ilt, sem af þeirri dirfsku dómaranna sprottið hefir“. -—e----- Brot úr bréfl. Áður en eg færi héðan langaði mig til að heimsækja minn gamla kunningja, Valtý, því eg haíði gaman af að íorvitnast um, hvem- ig honum hði sem leiguþjóni hjá Höepfner. Eg kom til hans kl. 10 að morgni, og var mér sagt, að hann væri ekki kominn á fætur, en mundi koma bráðlega. Nú er Val- týr svo penningaður, að hann get- ur lúrt fram undir hádegi, en þarf ekki að fara á fætur íyrir allar ald- ir. Eg settist niður, og beið hans. þar lá Moggi Fenger á borðinu,ný- kominn úr ísafold, gljáandi og fag- ur að ytra úthti, eins og kalkaðar grafir framhðinna, en að innan — ja, þar kendi margra grasa. Eg las þar um illgirni og flónsku Jónasar fyrir að hafa komið hugsjónum Stefáns sál. skólameistara í fram- kvæmd. Um tvískinnung, sem bæði væri grátlegur og broslegur. I öðr- um dálkinum var snjöh og vel rit- uð lýsing á þeirri spillingu og sví- virðingu, sem jafnaðarmanna- stefnan hefði í för með sér. þetta var nú það sorglega. þetta hefir Valtýr ritað. En í næsta dálki, jafnhhða þessum svívirðilegu og sorglegu áhrifum jafnaðarmensk- unnar, var með miklum innileika- blæ lýst þeim hjartnæmu orðum, sem aðalritstjóri danskra jafnað- armanna hafði haft um okkar elsk- aða, alment virta, röggsama og málsnjalla forsætisráðherra, djúp- vitrasta stjórnmálavitring íslands, og um hans elskulega svar við ræðunni. Mér er sem eg heyri mælskuna streyma af vörum hans. þetta var það broslega. þessa grein hefir Kjartansen saman sett. þá innihélt blaðið, auk prentvillanna, nokkrar Val-týsfjólur. Langskemti legust þeirra var um loftskeyta- sending Bretakonungs og hvernig loftskeytin tóku sér við og við kalt bað í úthöfunum. Ánægjulegt og vel ritað blað. hugsaði eg, þegar eg hafði rent augunum yfir blaðið, en í því kom Valtýr ixm, elskulegur að vanda, prýðilega búinn, í fínu hni úr Vöruhúsinu og frá Jacobsen. Sem von er hefir Morgunblaðinu crðið illa við, er aðalfundur Sam- bandsins ákvað að styrkja sam- vinnublöðin, Tímann og Dag, meir en áður hefir verið. Einkum hefir því orðið illa við þá miklu ein- drægni, sem ríkti í því máh hjá full trúum bænda. Með tölu voru þeir því fylgjandi. Annar, heldur minni, helmingurinn, vildi hækka styrkinn um helming, hinn, heldur stærri helmingurinn, vildi leggja það óskorað á vald Sambandsstjórn ar að styrkja blöðin. Og er þeirri leit var lokið, hvor tillagan hefði meira fylgi, var sú, er lengra fór, samþykt í einu hljóði, mótatkvæða laust. — Já, það er von að Morg- unblaðinu yrði illa við. það er von að því líki það illa að samkomulag og samheldni hefir aldrei verið eins góð og nú hjá fulltrúum bænda í samvinnufélögunum, bæði um þetta mál og öll önnur. þeim stend ur stuggur af því, leigukindum Berlémes og annara útlendra sel- stöðukaupmanna, að íslenskir bændur standa saman í þéttum múr um sjálfbjargarfélög sín og hagsmunamál. — þeir þykjast hneikslast á því, „ritstjórar“ Morg- unblaðsins, að bændur styðji Tím- ann. Öðrum fórst en ekki þér. þeir gleyma því, „ritstjórarnir“, að ekki má nefna snöru í vissu húsi. Tímanum þykir sómi að því að fá styrk frá íslenskum bænd- um og samvinnumönnum, enda er hann þeirra eign, og vinnur þeim alt sem hann vinnur, og hann ætl- ar sér ekki að verða háður auglýs- endunum, innlendum eða útlend- um, heldur að hafa fult frjálsræði til að segja þeim til syndanna, hér eftir sem hingað til. En hvernig er það með Morgunblaðið og þá, sem því veita styrk? það er al- kunnugt orðið af frásögn hins kunnugasta manns, af „notarali- ter“ staðfestum vottorðum, af játningum af eigin munni „rit- stjóranna“ um hverjir hafi undir- tökin þar. Útlendir kaupmenn eru það, sem þar eru yfirritstjórar og spýta í byssuna. Á þeirra mála eru þeir andlegu horgemlingar, sem bera ritstjóranafnið. I öðrum lönd- um væri ljótt orð haft um slíkt íramferði. Torfi í Ólaísdal. í nýútkomnum Andvara er fremst mynd af Torfa í Óiafsdal og æfiminning hans rit- uð af Grímúlfi Ólafssyni. Er vel og rækilega skýrt frá búnaðar- framkvæmdum Torfa heima fyrir, skólahaldinu í Ólafsdal og því yfir- leitt, sem lýtur að starfi Torfa fyr- ir almenning um bætt vinnubrögð og hverskonar framfarir í búnaði. Vansalaust hefði það ekki verið ef Torfa hefði ekki verið minst í And- vara og síst er það ofmikið er Gr. Ól. ver fullkomlega 1 örk til þess að skýra frá starfi Torfa að þess- um málum. En svo er skýrt frá því í 8—10 línum, sem var annar langmerkasti þátturinn í æfistarfi Torfa, og ef til vill sá merkasti: forganga hans um samvinnufélags- skap bænda í verslun og um að bæta afurðasölu bænda. Hver ein- asti maður, sem einhver kynni hef- ir af Torfa í Ólafsdal, hlýtur að reka augun í þetta' og undrast stórlega. Mætti við það líkja, ef rit uð væri æfisaga Jóns Sigurðssonar og getið rækilega stjórnmálaaf- skifta hans, en svo nálega slept að ræða um það geysimikla og merka starf, sem hann vann að íslensk- um sagnavísindum. það er mjög slysalegt, er einhver tekst á hend- ur að rita æfisögu merkismanns, að honum skuli verða á annað eins og þetta. Gaman er að Vísi 17. þ. m. Ein- hver gamall landvamarmaður leggur þar út af skoðunum sem ritstjóri Tímans hafði sjö árum áð- ur en hann náði kosningarrétti og atburðum sem gerðust hér þá, og ritstjóri Tímans gat hvergi komið nærri, þareð hann var þá erlendis. Vandlifað yrði fleirum, ef þeir ættu að dæmast af sínum bernsku- hugmyndum og dómum um menn og málefni. — Merkilegra er hitt, er Vísir er hálft í hvoru að hnýta í Jón þorláksson. það er Vísis verk, meðal annara, að Jón á sæti á þingi. Ótrauður studdi Vísir hann við Reykjavíkurkosninguna síð- ustu. Ritstjóri Vísis þáverandi hnýtti sjálfum sér aftan í Jón. Og Vísir er blað sjálfstæðismannanna og sjálfstæðismennirnir voru það sem lögðu til „sex prócentin sem dugðu“ til þess að Ihaldsstjórnin gæti myndast, Jón þorláksson og Co. þótt svo sé að sjá nú, sem Vís- þyki lyktin ekki góð, þá er ekkert undanfæri fyrir hann. Hann er Ihaldinu nokkurn veginn eins samdauna og orðið getur. Próf eru nýafstaðin í háskólan- um. Embættisprófi í guðfræði hafa lokið: Jón Skagan I. eink. 118!/3 stig, þorsteinn Jóhannesson I. eink. H41/3 stig, og Sigurður þórðarson I. eink. 105 stig. Em- bættisprófi í læknisfræði hafa lok- ið: Jóhann Kristjánsson I. eink. •173 stig, Haraldur Jónsson I. eink. 1671/4 stig, Bjarni Guðmundsson II. eink. betri 143 stig og Ámi Pétursson II. eink. betri 134 stig. Embættisprófi í lögfræði hafa lok- ið: þórður Eyjólfsson frá Síðumúla I. eink. 138 stig, Stefán þorvarðar- son frá Stað í Súgandafirði I. eink. 1192/3 stig, Ástþór Matthíasson I. eink. 116 stig, Gústav A. Jónasson II. eink. betri 101i/3 stig og Jón Thóroddsen II. eink. betri 100i/3 stig. Fastar ferðir austur á hverjum mánudegi oé fimtudegi: að Ölfusá, Þjórsá, Ægissíðu og Garðsauka; á þriðjudögum og föstudögum: að Ölfusá, Húsatóftum og Sandlækjarkoti; Sæti að Húsatóftum 7 kr. að Sandlæk 8 kr. Frá Sandlækjarkoti næsta dag, fyrst um sinn. H.f. Jón Sigmundsson & Co. og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent meo póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiðux. Sími 383. — Laugaveg 8. Flutningur tekinn á alla þessa staði fyrir lægsta verð eins og áður. Símar 1216 og 78. Zophonias. Hérmeð tilkynnist vinum og ættingj- um, að bróðir rninn Guömundur Hail- dórsson írá Hesteyri í Mjóaíirði and- aðist á heilsuhælinu Vííilsstöðum kL 8 e. m. 19. þ. m. Víiilsstöðum 20. júní 1924. Ragnar Halldórsson. Kjarakaup. Sláttuvélar frá útlöndum kosta nú kr. 700. Notið því tækifærið og kaupið hinar viðurvendu Milwaukee sláttuvélar, sem kosta að eins kr. 550 hjá m Kaupi hæsta verði biluð orgel. Markús þorsteinsson Frakkastíg 9. Sambandí ísl. samvinnufélaga. M0LLEH KAUPMANNAH0FN Samvjnnuskélinii. Kensia sjö mánuði frá 1. okt. til aprílloka. Skólagjald 100 kr. Heimavist fyrir 15 pilta, húsnæði, ljós og hiti 25 kr. á mann um vet- urinn. Aðgangur að mötuneyti kennara- og samvinnuskólans fyrir alla nemendur. mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. slsziftir eiiAg'öxAg'UL -við olszku-r. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Komandi ár. Bókin kostar kr. 3,50. Fæst í ná- lega öllum kaupfélögum og hjá Ár- sæli. Valtýr hefir mælt með bók- inni fyrir dönsku húsbænduma. Lfftryggiagarfél. ANDVAKA h.f. Kristianiu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. ísla.xxc5Lsc3.eilciixx Löggilt af Stjórnarráði Islands í desember 1919. Ábyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing í Reykjavík! Iðgjöldin lögð inn I Landsbankann oa islenska sparisjóðl. Viðskifti öll ábyggileg, hagfeld ög refjalaus! Dýrmætasta eiguin er starfsþrek þitt og lifið sjálft. Trygðu þa5! Gefðu barni þinu liftryggingu! Ef til vill veröur það einasti arfurinn! Liftrygging er fræðsluatriði, en ekki lirossakaup! Leitaðu þér fræðslu! Liftrygging er sparisjóður! En sparisjóður er engin liftrygging! Hygginn maður tryggir lif sitt! Heimskur lætur það vera! Konur þurfa liftrygging eigi siður en karlar! Með því tryggja þær sjdlfstæði sitt! 10.000 króna líftrygging til sextugsaldurs kostar 25 ára gamlan mann um 67 aura á dag! 5000 króna liftrygging kostar þrítugan mann tæpa 30 aura á dag. Forstjórí: Helgi Valtýsson, Pósthólf 533 — Reykjayíb — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250 A.Y. Þeir sem panta tryggingar slcriflega sendi forstjóra umsókn og láti getið aldurs sins. Landssíminn bilaði um miðja vikuna milli Grímsstaða og Seyðis- fjarðar og var um hríð alveg sam- bandslaust. Stefán Eiríksson hinn oddhagi andaðist á heimili sínu hér í bæn- um í fyrradag, nær 62 ára að aldri. Hann var fæddur á Fremra-Seli í Hróarstungu 4. ág. 1862 og að hvöt síra Sigurðar Gunnarssonar fór hann utan að nema skurðlist, sem hann er frægur af síðan. Eru verk hans um alt Island og víða um útlönd og lofa meistarann. Hefir Stefán endurreist innlenda skurðlist og eru nú á lífi margir ágætir lærisveinar hans á því sviði. þjóðsagan sagði það um einn þjóðhagann fyrri alda, að hönd hans fúnaði ekki í moldinni. Falleg an sannleika segir hún, eins og margar þjóðsögurnar, og seint mun hönd Stefáns oddhaga fúna, verk hans og lærisveina hans, meðan íslenska þjóðin lifir. Vin- sæll maður með afbrigðum var Stefán Eiríksson, hrókur alls fagnaðar 1 vinahóp, fullur af gletni og kátínu. Dugnaðurinn var alveg með, afbrigðum og úthaldið. --- Kona Stefáns lifir hann, Sigrún Gestsdóttir frá Fossi í Vopnafirði. þeim varð 11 barna auðið og eru 9 á lífi. Mannalát. Jónas bóndi Ingvars- son á Helluvaði á Rangárvöllum, Ófeigur bóndi Ófeigsson í Næfur- holti, faðir hans ófeigur Jónsson fyrrum bóndi í Næfurholti og Guðný Jónsdóttir í Koti, merk kona á nýræðisaldri, eru nýlega látin. Iðnsýning var opnuð 17. júní í barnaskólanum, stór og myndar- leg. Verður nánar getið. Helgi H. Eiríksson námufræð- ingur hefir verið skipaður skóla- stjóri Iðnskólans. Guðmundur Hannesson prófess- or hefir verið kosinn háskólarektor næsta skólaár. Björn Jakobsson leikfimiskenn- ari fer áleiðis til Parísar með Gull- fossi. Eru Olympíuleikarnir háðir þar um þessar mundir. Tíminn á von á pistlum frá Birni úr för- inni. það heyrist sagt í bænum að Fenger, Beriéme og Co. hafi sagt „ritstjórum“ Morgunblaðsins upp starfinu með þriggja mánaða fyr- irvara. Sem betur fer mun fregn- in ekki alveg áreiðanleg. þætti Tímanum slæmt, ef satt væri, því að ekki verður um skift til hins verra — íyrir Morgunblaðið, né hins betra — fyrir Tímann. íþróttamót íþróttasambands Is- lands hófst að venju 17. júní á íþróttavellinum. Verður frá því skýrt síðar. Forseti Bókmentafélagsins hef- ii verið kosinn dr. Guðm. Finn- bogason í stað dr. Jóns heitins þorkelssonar. Jónas Jónsson skólastjóri fór til Noregs með Merkúr, um miðja vik- una með konu sinni og dætrum. Mislingarnir. Enn hafa ekki bæst' við ný mislingatilfelli. Embætti. Síra Ingólfur þorvalds- son hefir verið skipaður prestur á Kvíabekk í Ólafsfirði. Gerðahreppur í Gullbringusýslu hefir ákveðið að reyna að verjast mislingunum og leggur bann við að fólk sem ekki hefir haft mislinga komi í hreppinn. Látin er á Vífilsstöðum Fanney þorkelsdóttir símamær frá Sauðár- króki. Um samhengi í íslenskum bók- mentum flutti prófessor Sigurður Nordal ágætt erindi í Nýja Bíó í gærkvöldi. Verður það vafalaust birt einhversstaðar. Aðalfundur Iþróttasambands Is- lands verður haldinn annað kvöld. Sækja hann margir fulltrúar. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentamiöjan Acta h/f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.