Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1924, Blaðsíða 2
98 T í M I N N Alfa- Laval skilTÍndnr reynast best. Fantanir annast kaupfé lög út um land, og samv.íélaga. Sappreiðar. Sunnudaginn 13. júlí n. k. efnir Hestamannafélagið Pákur til kappreiða í annað sinn á Skeiðvellinum við Elliðaár. Kept verður á skeiði og stökki og verðlaun hin sömu og á síð- ustu kappreiðunum; íiokksverðlaun — 15 krónur — veitast fljótasta hestinum í hverjum flokki stökkhestanna. Gera skal aðvart um hesta þá, sem reyna skal, formanni félags- ins, Daníel Daníelssyni dyraverði stjórnarráðsins (sími 306), eigi síðar en fimtudaginn 10. júlí kl. 12 á hádegi. Lokaæfing verður föstudaginn 11. júlí og hefst á Skeiðvellinum á miðaftni. Hestar og knapar sem keppa eiga, skulu þá vera þar svo æfa megi hestana undir hlaupin og skipa þeim í flokka. Þeir hestar einir geta fengið að keppa, sem koma á lokaæfingu og eru þá innrit- aðir í flokkaskrá. Innritunargjald er 5 krónur. Stjórnin. Samband ísL íslandsbankamálið. Málið er ekki útkljáð. Eins og svo oft áður, gerir Morg- unblaðið Tímanum mikinn greiða í gær. Blaðið rifjar upp afstöðu Tímans og Framsóknarflokksins til Islandsbankamálsins á Alþingi 1923. það minnir sérstaklega á þau orð sem Tíminn sagði þá: „Málið er útkljáð — en ekki nema í bili“. þau orð standa enn óhögguð, þótt viðhorfið sé nú um sínn ann- að en var. Stefna Framsóknarflokksins og Tímans í íslandsbankamálinu var og er og mun verða hin sama, sú: að koma Islandsbanka að öllu und- ir innlend yfin-áð, að kref jast þess að íslandsbanka sé stjórnað fyrst og fremst með hagsmuni íslands fyrir augum. Aðstaðan í Islandsbankamálinu á Alþingi 1923 var sú: að ísland hafi lagt margar miljónir króna inn í bankann, mik- inn hluta enska lánsins, að landsmenn áttu auk þess margar miljónir króna inni í bank- anum, að kunnugt var orðið að bank- inn hafði orðið fyrir miklu tapi undir stjórn hluthafanna, að landið hafði, samkvæmt kröfu Framsóknarflokksins, fengið rétt til þess að skipa meirihluta bankastjóranna, til þess að Jandið gæti þannig ráðið stefnu bankans, en, að sá réttur hafði ekki verið not- aður. Tíminn hafði látlaust krafist þess, að þessi mikilsverði réttur yrði notaður, til þess að hagsmuna landsins yrði gætt. það fékst ekki. Menn voru settir í þessar stöður. En það liggur í augum uppi hver aðstaða þeirra manna er í slíku starfi, sem geta gert ráð fyrir að verða að fara á morgun. Enga ákvörðun um framtíðina gátu þeir tekið. Ekkert skipulag gátu þeir sett um að tryggja hagsmuni lands ins í bankanum. Á Alþingi 1923 voru engar horf- ur á að úr þessu yrði bætt og þetta hafði verið dregið á annað ár. þar sem landið átti þarna svo geysimikilla hagsmuna að gæta, þar sem sá réttur var ekki notað- ur sem tryggingu veitti, taldi Framsóknarflokkurinn það skyldu sína að ná markinu með annari leið, þeirri, að kjörnir fulltrúar Al- þingis fremdu þá athugun, sem skipuðum bankastjórjum var ætlað að gera, en þeir fengu ekki að gera. Um þetta stóð baráttan á Al- þingi 1923. Framsóknarflokkurinn fékk vilja sínum ekki framgengt. Með þeim hætti var málið þá út- kljáð — en ekki nema í bili. Aveítu- fræðíngurínn. Skamt er síðan íslendingar eign- uðust hlut, sem var nefndur fá- gætu nafni hér á íandi. Hann var kallaður „áveitufræðingur“. Að óskoðuðu máli var það eigi ómerk- ur atburður fyrir gróðrarríki landsins og þótti sumum, sem hér væri upphaf að nýjum og merki- legum þætti í gróðrarsögunni hér á landi. — þá hló hugur í brjósti mörgum bónda, sem átti fúamýr- ar og snöggslægjur á landi sínu, en bjó við líkleg skilyrði til vatns- ræktunar. Misjafnar ástæður liggja til þeirra vona, er menn gera sér jafnan um nýmælin. Ástæðumar fyrir þeim vonum, er sumir menn gerðu sér um „áveitufræðinginn“, voru ekki veigalitlar. Skulu þær taldar hér. Faðir „áveitufræðingsins“ var Stefán sál. Stefánsson skólameist- ari. Svo þjóðkunnur maður er Stefán skólameistari, að óþarft má telja að fjölyrða um hann hér. þó Nú horfir málið öðruvísi við. Nú hefir sá réttur loks verið notaður, að skipa meirihluta bankastjórnar- innar í Islandsbanka fulltrúum Is- lands. Frá formlegri hlið er því nú þannig fyrir séð, að ef réttilega er á haldið kemst í framkvsen:d krafa Fiamsóknarflokksins, að ís- landsbankí sé undir íslenskuxn yf- irráðum og honum sé stjórnað fyrst og fremst með hagsmuni ís- lands fyrir augum. það eru liðnar fáar vikur síðaxx þetta var gert. Alt er nú undir komið framkomu þessara full'.rúa íslands í bankanum. Tíminn ætlar sér ekki að dæma um 'starf þessara manna fyrir- fram. En hann telur það skyldu sína að hafa vakandi auga á því, hvernig þeir gæta hagsmuna Is- lands í bankanum. Engin ástæða er til að efa það fyrirfram, að þessir fulltrúar lands ins í Islandsbanka beiti meirihluta- valdi sínu til þess að stjóma bank- anum með hagsmuni íslands eina fyrir augum. Til þess verks munu þeir fá fullan stuðning Framsókn- arflokksins og Tímans. Öll skrif Timans um Islands- banka hafa að því hnigið að ná því marki. Málið er ekki útkljáð. En það er á því stigi að fulltrúar landsins eiga að fá svigrúm til að sýna, hversu þeir gæta réttar landsins. Og Tíminn gefur þeim það svig- rúm að sínu leyti, og bíður róleg- ur úrslitanna. Og hvort sem sá sigur vinst nú, eða síðar, sem Framsóknarflokkur- inn og Tíminn hafa kept að í þessu mikla hagsmunamáli íslands, þá bíður Tíminn rólegur úrskurðar sögunnar um það, hvoru megin hann hafi staðið, íslands eða hinna erlendu hluthafa, í máli þessu. -----o---- Frá útlöndum. þann 1. þ. m. hófust fastar dag- legar flugferðir milli Kaupmanna- hafnar og Kristjaníu. Gert er ráð fyrir að vera um tíma á flugi. Fargjaldið er 160 kr. Vélarnar taka 2—3 farþega og 100 kíló af pósti. — I síðastliðnum mánuði stóð lengi yfir afarhörð deila milli verkamanna og námueigenda í Ruhr-héraðinu á þýskalandi um kaupgjaldið og vinnutímann. Voru lengi 500 þús. menn atvinnulaus- ir og áætlað að tapið væri um 9 miljónir gullmarka á dag. — þýskur herforingi hefir ný- lega í’itað grein um næstu styrjöld og hefir vakið mikið umtal. Víg- búnaður sé nú miklu meiri en var er rétt að minnast þess, að Stefán var einn af mestu gróðrarvinum og gróðrarfrömuðum þessa lands, og hann var það á fleiri vegu en einn. Hann vann mjög merkilegt vísindalegt afrek í gróðrarfræði landsins (Flóra íslands). Hann var bóndi, jarðabótamaður; — fóstraði sjálfur og hlúði trjá- og blómgarði kring um mentaheimili Norðlend- inga. Hann var auk þessa einn af snjöllustu kennurum, sem uppi hef ir verið í landinu. Kærasta við- fangsefni hans var gróðrarstarfið í vísindum, í raungæfri fram- kvæmd og í kenslu. þessvegna unnu saman hugur hans og hönd og þessvegna var sá þáttur í lífi Stefáns samfeldur og sterkur og afreksmikill, uns kraftar hans þrutu. — Sælasti draumur hans var sá, að landið héldi áfram að gróa eftir hans dag. þessvegna setti hann son sinn, Valtý, „áveitu- fræðinginn", til þeirra menta, er helst voru til þess fallnar, að gei*a hann að verkamanni í þeim vín- garði. — Hann horfði lengra fram en til haustnótta æfi sinnar; hann sá fram í nýtt vor og hann vildi arfleiða þjóðina að nýjum gróðrar- 1913. þá voru 33/4 milj. manna undir vopnum, nú 41/2- Komi til stríðs, geti Frakkar með litlum fyrirvara haft 3]/2 milj. manna undir vopnum. Flughernaðurinn muni verða margfalt meiri. Frakk- ar einir eigi nú 1500 herflugvélar, Englendingar 351 og leggi mikla áherslu á að fjölga þeim. Stærstu herflugvélarnar frönsku geti flutt 10 smálestir og megi fara nærri um hverskonar varningur það verði, sem þær flytji yfir á þýska- land í næstu styrjöld. En mesta breytingin síðan í síðustu styrjöld séu framfarirnar um að búa til eiturgas til hemaðar. Hafi Ame- ríkumanni einum tekist að búa til afskaplega sterkt eiturgas. Væri 12 stórum gassprengjum slíkum varpað úr lofti t. d. yfir Berlín eða Chicagó, myndu þær drepa alt kvikt í borgunum á örstuttum tíma. Hvergi væru menn óhultir. Sé ekki að efa, að næsta styrjöld muni fyrst og fremst koma niður á öllum almenningi í stórborgun- frömuði, sem héldi fram starfinu og bryti nýjar leiðir. Og árangurinn af þessari síðustu viðleitni varð sá, að þjóðin eignað- ist „áveitufræðing“, sem hafði, að því er ætla má, fengið sjög sæmi- lega mentun í ræktunarmálum og lagt sig sérstaklega eftir áveitum. Og hóf hann starf sitt í samræmi við uppeldi sitt og mentun. Á þessum ástæðum voru reistar vonir þær, er menn gerðu sér um Valtý. öll atvik og ytri ástæður bentu til þess, að einhvers góðs mætti vænta af honum í þessum málum. Á þessu meðal annars var reist sókn samvinnublaðanna á hendur ríkisstjórninni um að fela Búnaðarfélagi íslands Flóaáveit- una. I þessum efnum var raunar reiknað hárrétt, eftir því sem séð varð. Hitt var ekki tiltækilegt rann sóknarefni, að í skapgerð manns- ins skorti þann þátt, er síst mátti bresta. Slíkur úrskurður hlaut að fást aðeins með reynslu, enda er hann nú fenginn. Nú hefir Valtýr gert alt í senn: brugðist vonum föður síns, afneit- að uppeldi sínu, óvirt lærdóm sinn, gerst liðhlaupi og snúist til lið- um og verði þannig óendanlega miklu mannskæðari en nokkur styrjöld, sem áður hefir verið háð í heiminum. — Svo mörg eru orð þessa þýska herforingja. Vísinda- menn í þessum fræðum hafa tekið til máls út af ummælum þessum. Telja að vísu sumt ofmælt, en vilj a þó alls ekki gera lítið úr hinum ógurlegu áhrifum eiturgassins, yrði því beitt. Og hver efast um að svo verði, kæmi til nýrrar styrjald- ar? — Um miðjan síðastliðinn mán- uð barst fregn frá Ameríku um það, að fundið sé þar nýtt lyf við lungnabólgu. Er talið að það muni minka dánartölu úr þeim sjúkdómi um 50%. Merkir amerískir læknar staðfesta þessa fregn. — Lloyd George ritar grein í heimsblöðin um fjárlagafrum- varp j afnaðarmannastjórnarinnar ensku. Segir að í því sé ekki vott- ui af jafnaðarmensku. þvert á móti styrki það núverandi þjóð- skipulag. Hann bætir því við, að veislu við þann fjölmenna flokk í landinu, sem ofsækir þann stjórn- málaflokk, er skilur til fulls gildi landbúnaðarins og sveitamenning- arinnar fyrir þjóðmenningu lands- ins og berst af alefli til þess að verja hvorttveggja falli. þannig er hann nú af sínum litlu kröftum tek inn að ofsækja þann flokk í land- inu, sem berst sérstaklega fyrir áhugamálum föður hans. Ástæðulaust er nú að gera sér frekari vonir um framfarir í gróðri landsins af völdum Valtýs. I stað þess að eiga sinn þátj; í að þoka áveitumálunum í betra horf, er hann nú tekinn að veita bleki yfir handrit Mbl. Uppskeran er hinar alkunnu „Val-týsfjólur“. það hlýt- ur að vera mjög undarlega sam- sett útgáfufélag, sem telur eftir- sóknarvert, að hafa við ritstjórn á blaði sínu slíkan barra, sem Val- týr reynist við skriftirnar. Ávinn- ingurinn sá, að upp er tekinn í Mbl. „Marðar“-ritháttur, er senni- lega nokkurs virði í augum eig- endanna, sem eru sérstaklega hneigðir til „skítkasts“, að dómi p. G. En ekki er líklegt, að hin al- menna undrun, háð og meðaumk- þetta sé mjög gleðilegur viðburð- ur og sýni einn hinn besta eigin- leika hinnar ensku þjóðar. Eng- lendingurinn geri það að vísu að ala draumóra í brjósti, en þegar hann fái ábyrgðina, þá séu draum- óramir farnir, þá beiti hann sjer rólegur fyrir vagninn og haldi áfram beint eftir veginum. — Út af hækkun sykurtollsins á Englandi getur Lloyd George þess í sömu grein, að um miðja 18. öld hafi sykurnotkunin þar í landi verið 1 pund á ári á mann, en nú sé hún 72 pund. — Utanríkisráðherra Dana flutti ræðu um leið og hann lagði Græn- landssamninginn fyrir þingið, og fórust meðal annars orð á þessa leið: Er stjórnin nú mælir með staðfesting þessa samnings um Grænland, ber fyrst og fremst að skoða það sem merkan þátt í til- raununum að halda við þeirri góðu samvinnu milli Norðurlanda, sem hefir haft svo mikla þýðingu und- anfarið. þung ábyrgð hvílir á þeim, sem í því efni reynist þránd- ur í Götu. Sambúðin milli Norður- landaþjóðanna hefir hingað til ver- ið til fyrirmyndar. Heimurimi hef- ir fengið að sjá hvernig þessum þjóðum tókst að greiða úr alvar- legum málum, sem risu þeirra í milli. Með samvinnunni hafa þess- ar þjóðir lagt hornsteinana í frið- arhús og þessi stjórn ætlar, eins og forverar hennar, að leitast við að gæta þess, sem gert hefir verið og bæta við ef unt væri. Við álítum að þessi samningur sé spor í áttina. Við álítum að yfirstjórnarréttur Danmerkur yfir Grænlandi sé svo tvímælalaus, að við getum vel á því praktiska sviði orðið við óskum norskra sjómanna. Við erum vin- veittir norsku þjóðinni, það gladdi okkur að heyra þau friðvænlegu orð, sem forsætisráðherra Noregs hefir látið falla nýlega, og svörum í sama tón. En við leggjum áherslu á, að þó að við Danir yfirleitt séum gætnir og hægfara, þá munum við ávalt, er á herðir, gæta þess, sem danskt er og á að vera danskt, með fylsta hugrekki, úthaldi og ár- vekni. I því efni má vera, að sú alda, sem nú er risin gegn Græn- landssamningnum, fái sína þýð- ingu, ef það tækist að vekja meiri áhuga fyrir Grænlandi í framtíð- inni en hingað til hefir verið, til þess að glæða og styrkja það sem unnið hefir verið fyrir Grænland af Danmerkur hálfu. Samningurinn, sem hér liggur fyrir, er ekki full- kominn, en hann er nothæfur, hann er það eina, sem samkomulag næst um nú, hann er líklegur til að binda enda á erfiðleika, sem risið hafa þessara landa í milli, sem um aldir hafa verið saman knýtt nán- um böndum. Jeg læt þess ennfrem- ui getið, að ívilnanir þær, sem un yfir skrifunum í Mbl. nú dag- lega geti verið eigendunum til ánægju, nema þeir séu á því vits- munastigi, að þeim hæfi best fá- fræði og barraskapur nýju „rit- stjóranna“. Nú þegar á unga aldri er Valtýr tekinn að ganga aftur á bak ofan í moldina. Áhugamál föður síns treður hann undir fótum. Eigi get- ur komið til mála, að sjá eftir slík- um manni. Brestirnir í fari hans hlutu að leiða til slíkra brigða fyr eða seinna. Hann hlaut að hverfa til síns heima. Gróðrardís landsins þarfnast í baráttunni veigameiri manna, þolbetri, gáfaðri og fórn- fúsari. Hér eftir verður ganga Valtýs auraleit í „skúmaskotun- um“. Hann verður talinn að mann- gildi til móts við Árna frá Höfða- hólum, en miklu vitgrennri. — Ekki fer hjá því, að dómur um slíkan mann verði svipaður dómi Hafliða Mássonar um frænda hans, Má Bergþórsson, er hann taldi „lengi hafa verið mikinn ónytjung og kallaði slíka menn helst mega heita frændaskömm“. Aðkomumaður. ----o~---

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.