Tíminn - 26.07.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1924, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi og afgrci&slur’aður Cimans. tr Sigurgeir £ r i f> r t f s f o n, Samban&sljúsinu, Se'Yffatnf. 2^.figteifcsía Cfmaní er i Sambanösíjústnu. ®ptn öaglega 9—f2 f. lj. Simi 49«. VIII. ár. Reykjayík 26. júlí 1924 30. blafi Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að sonur okkar Jón andaðist að heimili okkar Geithálsi í Mosfellssveit aðfara- nótt 20. júlí. Solveig Pálsdóttir Þórlákur Jónsson föeaiý ELEPHANT CIG ARETTES _ Mest reyktar. Pást allsstaðar. Smásoluverð 60 aura pakkinn. THOMAS BEÁR & SONS, LTD., ^ ^ ^ LONDON.^ ^ ^ ^ v I ♦ ♦ ♦ ♦ Utan úrheimi. Osló. pessa síðustu daga hefir Stór- þingið norska samþykt að breyta nafni höfuðborgarinnar 1 Noregi. Nú skal hún ekki lengur kend við líristján 4., hinn athafnamikla Danakonung, eins og gert hefir verið í síðustu þrjár aldirnar. Hún á framvegis að bera hið forna heiti Osló. Skiftin koma til íramkvæmda um næstu áramót. Breytingin hefir ekki gengið stríðlaust. íhaldsflokkurinn norski, sem á sínar megim-ætur í efnaðn stéttum Kristjaníu, hefir barist með öllu afli á móti breytingunni, með fáum undantekningum. Með- an sambandið var vio Svía, studdi þessi sami flokkur útlenda valdið meðan fært var. Og nú berjast þeir fyrir Kristjaníu-nafninu, af því það er þó danskt og minnir á út - lenda valdið. Alveg hliðstætt þessu hefir það verið á íslandi. Sama fólk ið, sem vildi hnýta Island sem fast ast við Danmörku, meðan sú deila stóð, hefir síðan landið varð sjálf- stætt unnið í félagi við erlenda afturhaldsmenn, sem lagt hafa fá fram til að efla vald sitt í landinu. En barátta afturhaldsmannanna norsku hefir orðið vonlaus í þessu efni. Norska þjóðin vill vera sjálf- stæð, vill tengja nútíðina við forn- öldina, þegar Noregur var frjálst og sterkt land. Nafnskiftin á höf- uðborg Noregs eru merkileg að því einu leyti, að þau eru áberandi þáttur í þessari leit norsku þjóðar- innar, að má af þjóðinni merkin um það, að hún hefir í nokkuv hundruð ár verið kúguð undir- lægja annarar þjóðar. Málbarátta Norðmanna öll í heild sinni er uppreist móti menn- ingarvaldi annarar þjóðar yfir land iou. Erlenda málið hefir náð fyrst til bæjanna, til efnaðri stéttanna þar. Norskan hélst lengur við hjá þeim umkomulitlu í bæjunum, en einkum þó í bygðunum, og best lengst frá bæjunum. Nú hafa allar þessar bygðir látið til sín heyra aftur. Sveitafólkið heldur áfram að tala sitt mál. tír hverri bygð kemur lítill lækur hins lifandi orðs. þeir sameinast. það er norskan, bændamálið, bygðamálið, sem nú keppir við bæjamálið hálferlenda, sem þrengt var upp á landið á nið- urlægingartímanum. Bygðamálið sigrar fet fyrir fet. Hinar margvíslegu mállýskur ein- stakra bygða bráðna saman og á hinn bóginn verða bæirnir fyrir beinum og óbeinum áhrifum. Ósló er merkilegur áfangi. Eftir 2—3 kynslóðir verður komin á festa í málinu. Sveitin og bæirnir hafa mæst á miðri leið og myndaö norskt þjóðmál, hliðstætt sænsku og dönsku. í augum Islendinga er ef til vill varla nægileg ástæða fyrir norsku þjóðina, einkum bændurna, til að leggj a út í svo harða og langa deilu til að fá aðeins málamiðlun í sig- urlaun. íslendingum hættir til að spyrja: „Hví taka norsku mál- mennirnir ekki skrefið fult út og læra íslenskuna, norrænuna, sem við höfum geymt?“ En það stökk er of erfitt. Islenskan er framandi mál fyrir alla Norðmenn. þeirra rnál skapast úr þeim margvíslegu afbrigðum, sem nú eru töluð í land- rnu sjálfu. En baráttuna leggja Norðmenn glaðir út í, þó hún sé löng og hörð, til að hreinsa það sem unt er af erlendum áhrifum úr málinu og þjóðlífinu. það er manndómstil- finning norsku þjóðarmnar, sem knýr hana til að breyta höfuðborg- arnafninu. Aðeins leyfarnar af hinu þunga, blinda, óþjóðlega íhaldi halda fast við tákn erlendu yfirráðanna. ** --0--- Kælískipíð. Senn eru liðnir fjórir mánuðir síðan báðar deildir Alþingis lögðu fyrir landsstjórnina að skipa milli- þinganefnd sem átti að rannsaka verkefnin fyrir kæliskip hér á iandi og hvort það gæti borið sig, að beitast fyrir almennri fjársöfn- un til þess, og undirbúa málið 1 heild sinni fyrir næsta Alþingi. Meir en þriðjungur þess tíma er liðinn sem nefndin hafði til um- ráða til starfa til næsta Alþingis en landsstjórnin hefir enn látið undir höfuð leggjast að skipa, nefndina. Fjóra nefndarmenn átti að skipa eftir tillögum Búnaðarfélags Is- lands, Sambandsins, Verslunar- ráðsins og Fiskifélagsins, en stjórn in skipar formann nefndarinnar. Búnaðarfélagið og Sambandið hafa tilnefnt menn af sinni hálfu þó eru engin skeyti komin frá landsstjórninni um málið. Enginn veit til að landsstjórnin hafi skip- að formanninn, a. m. k. hefir ekk- ert heyrst frá honum. Kæliskipsmálið er langþýðingar- mesta málið sem nú er á dagskrá fyrir íslenska bændur. Framundan eru þar möguleikar um að bæta stórkostlega verð á aðalfram- leiðsluvöru þeirra. Upplýsingai þær, sem Jón Árnason fram- kvæmdastjóri Sambandsins birti nýlega hér í blaðinu um sölumögu- leika á kældu og frystu kjöti. benda sterklega í áttina. Hvemig stendur á því, að nefnd - in skuli ekki vera skipuð, þegar Al- þingi hefir skipað að gera það: þegar starfi á að vera lokið fyrir næsta þing og meir en þriðjungur tímans er liðinn og þegar vitan- legt er um hversu stórkostlega mikið hagsmunamál er að ræða fyrir bændur landsins? það stóð ekki á því hjá Ihalds stjórn og íhaldsflokki að varpa 4 þjóðina stórkostlega hækkuðum verðtolli, sem eykur dýrtíðina í landinu stórkostlega. það er margra manna mál að ekki hefði staðið á framkvæmdum Ihalds- stjórnarinnar, hefði verið um að ræða hagsmunamál kaupmanna eða stóreignamanna í bæjunum. Bændastéttin íslenska á ‘ fulla kröfu á hendur landsstjórninni að hún drægi ekki von úr viti að framkvæma þær ákvarðanir Al- þingis, sem varða framtíð land- búnaðarins. Erfið eru þau kjör, sem íslsnsk- ir bændur eiga við að búa. Bætt meðferð afurðanna, nýr og bættur markaður fyrir aðalframleiðslu - vöruna, er vitanlega merkasta spor ið sem hægt er að stíga um að bæta afkomu bændanna. það er undirstaðan undir öðrum framför- um landbúnaðarins. Líkurnar eru miklar um góðan árangur ef við getum eignast kæli- skip. Sambandið hefir gert tilraun- ir sem hafa hepnast ágætlega og málið er yfirleitt mjög vel undir- búið af þess hálfu. Kæliskipsmáliö er nú, er kjöt- tollsmálið er til lykta leitt, lang- mesta áhugamál bændanna. það er með öllu óþolandi að landsstjórnin dregur málið svo óhæfilega og styttir þannig dýr- mætan starfstíma nefndarinnar. Ekkert getur verið því til fyrir- stöðu að nefndin sé skipuð og takl til starfa þegar í stað. Einhuga munu íslenskir bændur átelja hinn óhæfilega drátt sem orðinn er og kref jast þess að nefnd in sé skipuð þegar í stað. ----0----- iirir á mmmií Ihaldsflokkurinn gefur út blað á Isafirði sem heitir „Vesturland“. I blaði þessu hafa undanfarið birst ein greinin af annari með mögnuð- um árásum á Landsbanka Islands og stjórn hans. Eru greinar þessat nafnlausar flestar, en orðakg og hrottaskapur minnir helst á Pál frá þverá. þó verður hann ekki tai- inn höfundur greinarinnar. Banka- stjórum Landsbankans eru bornar á brýn allskonar vammir og skammir, sem vitanlega eiga ekki við minstu rök að styðjast og yfir- leitt eru greinar þessar þannig orðaðar og svo gersamlega órök- studdar, að enginn tekur mark á þeim. En annað er athugavert í máli þessu. íhaldsflokkurinn ber ábyrgð á málgagni þessu og landsstjórnin er flokksstjórn Ihaldsins. Sú spurning hlýtur því að vaknu l'já mörgum hugsandi mönnum: Er það landsstjórnin og íhalds flokkurinn sem stendur á bak við þessar hrottalegu og lúalegu árás- ir þessa málgagns á Landsbank- ann, einu allsherjar peningastofn unina, sem er eign landsins? Eru þessar Páls á þverá-legu árásir á Landsbankann fyrirboði einhverr- ar herferðar, sem landsstjóm og íhald ætlar að hef ja á Landsbank- ann? Er enn frekari ástæða til a'ð spyrja þessa af ástæðum, sem enn verða nefndar. Bersýnilegt er a. m. k. um eitt aðaltilefnið til þessara árása Vest- urlands á Landsbankann. það er alkunnugt að Jón A. Jóns- son alþingismaður var útibússtjóri Landsbankans á ísafirði og lét af því starfi á síðastliðnu ári. Nú sýna tveir síðustu ársreikn- ingar Landsbankans að útibúinu á ísafirði hefir Jón stjórnað þannig að Landsbankastjómin hefir orðið að afskrifa þar sem algerlega tap- að fé meir en eina miljóna króna. Vitanlega setja menn þessa tvo atburði í samband hvorn við ann- an, burtför Jóns frá útbúinu og þetta geysimikla tap þess. Og það er bert að a. m. k. eitt aðaltilefn- ið til árása Vesturlands á Lands- bankans er einmitt þetta. það er gremjan yfir því, að stjórnsemi Jóns á útibúinu verði þannig þjóð- kunn. En Jón A. Jónsson er, eins og kunnugt er, einn helsti stólpi Ihaldsins á Vesturlandi og hann ec einn af helstu aðstandendum blaðs- ins „Vesturland“. Óhugsandi er annað en að þessar árásir á Lands- bankann séu gerðar í meiri eða minni samvinnu við hann og með hans fylstu vitund. Fer þá að höggva enn nær Ihald- inu og íhaldsstjórninni. Er þessi hlið málsins næsta al- varleg. það er óhugsandi fyrir landsstjórnina að liggja undi': þeim grun, sem óhjákvæmilega hlýtur á hana að falla, að hún standi á bak við þessar hrottalegu árásir. Hún verður að segja sér ai'- hendis þetta málgagn og Jón þenn- an. Islenska þjóðin ber fylsta traust til Landsbankans og stjórn- ar hans og þolir ekki svo lúalegar og rakalausar árásir sem þessar. Verður ekki til minna ætlast af landsstjórninni, en að hún hafi gætur á að þessir varðhundar henn ar gelti ekki að nytsömustu stofn- un og þjónum landsins, og það á þeim tímum er stjórninni á að vera sérstaklega skylt að vernda þessa stofnun. ----o---- ITanræksla. Hinn 22. mars síðastliðinn sam- þykti neðri deild Alþingis í einu hljóði eftirfarandi þingsályktun: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að gefa nú þegar út reglugerð samkv. heim- ild í lögum nr. 10, 18. maí 1920, um eftirlit með útlendingum, þar sem girt sé fyrir, að útlendingar geti leitað sér atvinnu hér á landi meðan atvinnuvegirnir fullnægja ekki atvinnuþörf landsmanna“. þessi reglugerð hefir ekki verið gefin út enn. Landsstjórnin hefir algerlega látið undir höfuð leggj- ast að framkvæma skýlausa skipun Alþingis. Afleiðingamar eru komnar í ljós. Útlendingar sem síldveiði reka við Norðurland, hafa flutt hingað 50 útlenda verkamenn. Hinsvegar er það talið fullvíst, að margir innlendir menn, sem komn- ir eru norður þangað í atvinnuleit, muni enga atvinnu fá. Er hér um svo vítaverða van- rækslu landsstjórnarinnar að ræða að ekki má liggja í þagnargildi. Miklu erfiðara er nú, þegar menn þessir eru hingað komnir, að vísa þeim úr landi. Ályktun neðri deildar var vitanlega fyrst og fremst samþykt vegna síldveið- anna. Gamli málshátturinn er í fullu gildi, að of seint er að byrgja brunninn er barnið er dottið ofan í hann. Að vísu er nú alveg einstakt góð- æri til sjávarins. En því aðeins not- ast af því að landsins eigin börn fái að sitja að þeirri atvinnu. Vanræksla landsstjórnarinnar i þessu efni er með öllu óafsakan- leg. Ekkert annað en beinn trassa- skapur veldur og jafnframt fyrir- litning fyrir Alþingi. Af slíkum atvikum má marka, meðal annars, hversu landsstjórn- inni muni vera ríkt í huga að gæta hagsmuna landsmanna. þó að svo sé, að kaupmenn og stóreignamenn standi á lands ■ stjórninni, er það með öllu ófyrir- gefanlegt, að hún vanrækir svo að gæta hagsmuna þeirra, sem eru minni máttar. ----0---- Ásgeir Ásgeirsson, þm. Vestur- Isfirðinga, hélt leiðarþing í kjör- dæmi sínu um miðbik þessa mán- aðar. Hélt hann fund í hverjum hreppi og voru allir vel sóttir. Komu hvergi fram neinar aðfinsl- ur, en margir lýstu yfir ánægju sinni yfir því, hvernig þingmaður- inn hefði farið með umboð sitt. Eru Vestfirðingar einkum þakklát- ir fyrir það, að þing og stjórn hef- ir betur sint strandvarnaþörf þeirra en áður hefir átt sér stað. Virðist hin innlenda gæsla duga vel cg eru menn öruggir um, að tog- arar spilli ekki veiðinni í sumar. — Grasbrestur er víðast mjög tilfinn- anlegur vegna vorkulda og þurka. Tún víða kalin og brunnin. I ön- undarfirði er byrjuð gráðaostagerð í stærri stíl en áður hefir verið hér á landi. Taka flestir bændur þátt í fyrirtækinu, sem rekið er með samvinnusniði, og gera menn sér góðar vonir um árangurinn. Mikilvirkur er Finnur prófessor Jónsson enn um útgáfu merkra fornra heimildarrita íslenskra. Af hálfu Árna Magnússonar néfndar- innar hefir hann nýlega gefið út handrit af Snorra Eddu, sem áð- ur hefir ekki verið prentað, en handrit þetta er í Árnasafni og nefnt þar Codex Wormianus. Var það lengi í eign ættar Guðbrands biskups, mun Jón Sigmundsson móðurfaðir Guðbrands hafa átt það, Guðbrandur hefir síðar átt sjálfur og loks síra Arngrímur lærði á Mel og frá honum fékk Ole Worm handritið 1628. Telur Finn ur handritið fyrir margra hluta sakir merkilegt. — þá hefir Finn- ur nýlega skrifað ritgerð um tíma- talið á 9. og 10. öld, einkum við- víkjandi söguviðburðum í Noregi. Hafa ýmsir fræðimenn haldið því fram, að tímatalið væri rangt í söguritum Islendinga, en Finnur leiðir að því þungvæg rök, að það muni vera rétt. x ■o-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.