Tíminn - 02.08.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.08.1924, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi 09 af<jreiíislur’a&ur Címans er Sigurgeir ^ri&rtfsfon, Sambanösfyúsinu, SeYfjanií. ^fgrEibðía Cimans er í 5ambonbsI}ú»tnt». 0pin öaglega 9—f2 f. b- Simi H9fi. VIII. ár. Reykjavík 2. ágúst 1924 Þjóðháiíðin 1874. 50 áva minning. Biðjið um Capsian, Navy Cui JWedium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, ]/4 pund I dag eru 50 ár síðan Reykjavík fagnaði Kristjáni níunda, hinum fyrsta konungi, sem til íslands hefir komið, með þjóðhátíðinni á öskjuhlíð. það er eiginlega ekki réttnefni að kalla þessa hátíð þjóð- hátíð, því hin virkilega þjóðhátíð íslendinga var haldin á þingvöll- um 5.—7. ágúst, og í rauninni má allur sá tími, sem konungur dvaldi hér á landi sumarið 1874, kallast þjóðhátíð. Hér verður því farið nokkru lenga en að skýra frá Reykjavíkurhátíðinni einni. Löngu fyrir þjóðhátíðarárið voru íslendingar farnir að tala um það, að þeir ættu að minnast þús- und ára afmælis byggingar íslands. Alþingi 1867 skoraði á þjóðina að skjóta saman fé til þess að byggja vandað þinghús úr st^ini, og tals- vert fé var gefið til þess, þótt ekki væri það nægilegt til húsbygging- ar. Árið 1871 kom fram tillaga um að skrifa sögu íslands og nú var farið að skrifa mikið um þetta mál í blöðin. þjóðfundurinn á þingvöll- um 26.—29. júní 1873 skoraði á Bókmentafélagið að gefa út vandað minningarrit og bað jafnframt biskup að láta halda guðsþjónust- ur í öllum kirkjum landsins til þess að minnast landnáms íslands. Bókmentafélagið brást vel við og hét verðlaunum fyrir stutta Is- landssögu, en enginn treystist til þess að leysa það þrekvirki af hendi, og varð því ekkert úr fram- kvæmdum félagsins. Biskup bar áskorun fundarins undir Synodus 1873. Var þar samþykt að taka henni vel og leita samþykkis kon- ungs. Var síðan með konungsbréfí 8. september 1873 ákveðið að þús- und ára afmælis Islands skyldi níinst hátíðlega í öllum kirkjum landsins. Biskup ákvað daginn til þess, þann 9. sunnudag eftir Tríni- tatis, 2.ágúst, og næsta sunnudag á eftir, þar sem prestar hefðu fleiri einni kirkju að gegna, og gætu ekki lokið guðsþjónustunni hinn fyrsta sunnudag, er til var tekið. Annars var ekki ákveðið neitt nánar um þjóðhátíðina að sinni. þúsund ára afmælið nálgaðist og konungur gaf stjórnarskrána 5. janúar 1874. Nú var enn meiri ástæða til hátíðahalds, og nú skor- aði Jón Sigurðsson á stjórn hins nýstofnaða þjóðvinafélags,* 1) að gangast fyrir þjóðhátíð, og eftir áskorun hans og fleiri manna aug- lýsti Halldór Friðriksson, að þjóð- hátíð yrði haldin á þingvöllum 5.— 7. ágúst, og þjóðvinafélagið gekst að öllu leyti fyrir hátíðahaldinu. Auglýsing þessi var birt í þjóðólfi 18. apríl og vegna þess að póst- göngur voru slæmar, komst hún seint út um héröðin, og var þá víðast hvar búið að ákveða að halda hátíðir 2. júlí, og þann dag héldu Snæfellingar hátíð í Stykkis- hólmi, Húnvetningar á þingeyrum, Skagfirðingar á Reynistað, Aust- firðingar í Hallormsstaðaskógi og loks þingeyingar og Eyfirðingar á Oddeyri. Er talið að hin síðast- nefnda hafi verið langveglegust af 1) Jón Sigurðsson var í rauninni for- seti félagsins, en Halldór varaforseti, en hann bjó í Reykjavík, en Jón í Khöfn, og því hlutu framkvæmdirnar i þessu máli að lenda á Halldóri. öllum hátíðunum, næst aðalhátíð- inni á þingvöllum. Ennfremur voru haldnar ýmsar smærri hátíðir víða um land. Nú kom nýr atburður fyrir, sem fáir höfðu búist við. Konungurinn sjálfur kvaðst ætla að heimsækja ísland og taka þátt í hátíðunum. þá ákváðu Reykvíkingar að halda sérstaka hátíð, auk hátíðarinnar á þingvöllum. Enda mun stjórnar- völdúnum ekki hafa getist allskost- ar að þingvallahátíðinni, og óttast æsingar, því blóðið var heitt í mönnum, þó að stjórnarskráin hefði fullnægt kröfum flestra hinna hófsamari manna. Reykjavík í þá daga var harla ólík því, sem hún er nú. Hún var á stærð við ísafjörð, eða heldur minni. Ibúar voru um 2400. Bær- inn var ærið forneskjulegur. Eng- in myndarleg hús nema Dómkirkj- an og Latínuskólinn. I bænum var fjölmenn stétt embættis- og mentamanna, en annars var hann líkastur fátæku og afskektu sveita- þorpi úti í löndum. En nú reyndu menn að tjalda því sem til var, og tókst það furðanlega vel. Konungur kom til Reykjavíkur þann 30. júlí Hafði hann tvö her- skip, en á höfninni voru 5 herskip annara þjóða og nokkur skip önn- ur Með konungi voru ýmsir fræg- .r menn, svo sem Valdemar prins £onur hans, Steenstrup háskóla- kennari, Rosenberg rithöfundur, Elein Islandsráðherra, Söronsen málari, Carl Andersen skáld, Odd- geir Stephensen forstöðumaður hinnar íslensku stjórnardeildar í Khöfn og Trap etatsráð og rithöf- undur. Ennfremur var hér kominn fjöldi erlendra merkismanna til þess að heiðra Island. Má þar á meðal nefna Norðmennina Nordal Rolfsen, Kristofer Janson og Gust- av Storm. þjóðverjann Max Nor- dan. Allir þessir menn urðu stór- frægir rithöfundar. Ameríkumenn- ina Bayard Taylor síðar sendiherra í Berlín, og Cyrus Field, sem barð- ist mest fyrir því, að leggja sæ- síma milli Evrópu og Ameríku og varð heimsfrægur maður. Meðal gesta frá Englandi má einkum nefna H. N. Gladstone (son hins alkunna forsætisráðherra Breta), er síðar varð einn af helstu fjár- málamönnum breska ríkisins. Úrval íslensku þjóðarinnar safn- aðist líka saman í Reykjavík þessa daga, en þó vantaði „Snillinginn snjalla“. Er harla erfitt að skilja, að forstöðunefndirnar skyldu ekki hafa hugsun á að bjóða Jóni Sig- urðssyni til hátíðarinnar, og kosta för hans. þetta er smánarblettur, sem ekki verður af þveginn. þús- und ára hátíðin var einmitt hald- in eftir tillögum Jóns, og stjórn- arskráin, sem þjóðin fagnaði, var honum að þakka fremur en nokkr- um öðrum. Hann hefði átt að vera á hátíðinni sem foringi íslendinga og tala til konungs fyrir þeirra hönd. Jón Sigurðsson var hinn virkilegi höfðingi Islendinga, og hann hefði átt, fremur en embætt- ismennirnir í Reykjavík, að vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart kon- ungi og Danastjórn. þegar konungur steig á land, var honum tekið með mikilli viðhöfn, og bærinn var skreyttur eftir föng- um. Hilmar Finsen landshöfðingi bauð konung velkominn til Islands, en hann svaraði með fáum orðum. Síðan gekk konungur til Lands- höfðingjahússins, sem hann átti að búa í, meðan hann dveldi í Reykja- vík. Latínuskólann notaði hann til veisluhalda. Var fjölda manna boð- ið þangað næstu daga, og voru þá haldnar góðar veislur. Konungur hélt sig ríkmannlega og hafði mikla viðhöfn, enda var hann gef- inn fyrir skart og hafði háar hug- myndir um tign konungdómsins. þessa daga var unnið af kappi að því að undirbúa hátíðahaldið, til þess að alt yrði sem veglegast, þegar hinn langþráði dagur kæmi. Ekki var þó alt í sem bestri í’eglu, er til átti að taka. þjóðhátíð Reykjavíkur hófst kl. 8 að morgni þann 2. ágúst með guðsþjónustu * Dómkirkjunni. Hallgrímur Sveinsson, er síðar varð biskup, prédikaði. Aðra messu hélt hann kl. 1 sama dag, en aðal- guðsþjónustan var haldin kl. 10. þá prédikaði biskupinn, Pétur Pét- ursson og konungur og fylgdarlið hans hlýddi tíðum. Kirkjan var fagurlega skreytt og raðir her- manna stóðu á gólfinu. Er þetta sjálfsagt hin viðhafnarmesta guðs- þjónusta, sem haldin hefir verið á landi hér í lúterskum sið. þá var sunginn í fyrsta sinn „Lofsöngur“ Matthíasar, ,,Ó, guð vors lands“, sem síðan hefir orðið þjóðsöngur vor.1) Um kl. 4 fór fjöldi fólks að safn- ast saman á Austurvelli. Var fólk- inu skipað í fylkingu og gengið í skrúðgöngu, sexfaldri röð, til Öskjuhlíðar, þar sem hátíðin átti að fara fram. Hafði þar verið rutt allstórt svæði, og prýtt eftir því sem föng voru til. Veður var gott og bjart. Sólskin og norðangola, en ^einni hluta dags hvesti nokkuð, og varð þá moldryk mikið á öskju- Llíð, sem spilti gleði manna. þó lygndi með kvöldinu. Hér voru ræður haldnar og sung- in kvæði eftir Matthías og Stein- grím, þar á meðal hin alkunnu kvæði Matthíasar, „Velkominn yf- ir Islands sæ“, „Brosandi land“ og „Lýsti sól, stjörnu stól“, og „Sólin ei hverfur né sígur í haf“ eftir Steingrím. Voru þau öll ort fyrir hátíðina. Var það mikið lán að landið skyldi eiga þessi tvö góðu skáld; án þeirra hefði orðið deyfð yfir hátíðunum. Og fáum konung- um mun hafa verið fagnað með betri kvæðum, en Kristjáni níunda við komu hans til íslands 1874. Um kl. 8 kom konungur með x) „Söngurinn þótti fara einkar lip- urt og vel“, segir Matthías Jochums- son í frásögn sinni um þjóðhátíðina. Pétur Guðjóhnsen stýrði söngnum. fríðu föruneyti til hátíðarstaðar- ms. Var honum tekið með miklum lagnaðarópum, en er hljóð fékst, hélt Árni landfógeti Thorsteins- son stutta ræðu á dönsku og bauð konung velkominn. Síðan ávarpaði konungurinn fólkið. Ræða hans, sem var skörulega flutt, var á þessa leið: „Eg em hrærður að heyra þá hollustu, sem mér er veitt, mér er sönn hjartans gleði að vera hér kominn mitt á meðal yðar, og eg tek með fögnuði þátt í þjóðarinn- ar þúsund ára hátíð. Mér sárnar að kunna ekki að tala yðar tungu- mál, en treysti því, að þér skiljið, að eg ber hinn sama ástarhug til íslendinga og hinna dönsku bræðra. Eg óska og vona, að hin nýja stjórnarskrá megi verði landi og lýð til lukku 0g blessunar. Lifi hin íslenska þjóð! Lifi ísland!"1) Kváðu þá við dynjandi fagnaðar- óp frá mannfjöldanum. Talið er að 1400 manns hafi verið á öskjuhlíð og höfðu Reykvíkingar aldrei séð slíkan fólksfjölda saman kominn. Herskip á höfninni skutu 101 skoti þegar konungur gekk til hácíðar- innar. Fallbyssur voru fluttar upp á öskjuhlíð. Danskir hermenn áttu að skjóta af þeim, en það tókst ekki betur en svo, að tveir þeirra slösuðust. Varpaði þetta ólán nokkrum skugga á hátíðina. Eftir komu konungs hófust fjör- ug ræðuhöld. Matthías talaði fyrir minni Norðmanna, en rithöfundur- inn Nordal Rolfsen svaraði. Er það mál manna, að sú ræða hafi verið hin snjallasta, sem flutt hafi ver- ið á hátíðinni. Dr. Jón þorkelsson rektor talaði fyrir minni Svía, en Lagerkrantz sjóforingi þakkaði. Eiríkur Magnússon talaði á erxsku fyrir minni gestanna frá Ameríku, en Bayard Taylor skáld frá Ame- ríku svaraði með fallegri, ein- kennilegri ræðu á blendingsmáli úr norsku, dönsku og ensku. Helgi Helgason talaði fyrir minni Kleins, sem konungur hafði sama dag skipað ráðherra Islands, hinn fyrsta. Klein svaraði með sköru- legri ræðu. Eftir ræðurnar var dansað og drukkið. Áður en konungur kom á hátíðina, hélt hann veislu mikla í Latínuskólanum. Svona fór þjóðhátíð Reykjavíkur fram, en mörgum þótti hún ekki hafa hepnast eins vel og æskilegt hefði verið. Var því efnt til nýrr- ar þjóðhátíðar 30. ágúst. I þetta sinn var hún haldin á túni niður við bæinn. þótti hún takast ágæt- lega. En hún var í rauninni óþarfa uppbót, og skal því ekki frekar minst á hana. D þjóðólfur 1874, 40—41. 31. blivð þann 3. ágúst lagði konungur á stað til Geysis. Hrepti hann gott veður á leiðinni, og gekk alt að óskum — nema Geysir gaus ekki. Meðan hann var fyrir austan hófst hátíðin á þingvöllum. Fyrst var haldinn stjórnmálafundur 5. ágúst og voru þar ýms mál rædd, sem hér þýðir ekki að minnast á. Sam- þykt var einnig að fly+.ín konungi ávarp, er hann kæmi aftui til þingvalla. Var fimm manna nefnd falið að færa það konungi. Voru til þess kjörnir þeir Grímur Thom- sen, Tryggvi Gunnarsson, síra Stefán Thorarensen, Torfi Einars- son alþm. í Kallaðarnesi og Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Næsta dag hófst hin eiginlega hátíð. Var þá sungið, ræður haldn- ar og íþróttir sýndar, og reynt að skemta sér eins vel og framast var auðið. Halldór Friðriksson stýrði bæði fundinum og hátíðinni. Mik- ill fjöldi manna var á þingvöllum, og lágu allir í tjöldum, því sam- komuhús var þar ekkert. Alls voru þar 65 tjöld og sum afarstór. þar voru fulltrúar fyrir öll kjördæmi landsins, og gestir frá hinum af- skektustu útkjálkahéröðum. Ó- vanalegur hátíðablær var yfir samkomunni, og svo segja þeir menn, er þar voru, að þessir dag- ar séu einhverjir hinir minnisstæð- ustu á æfi þeirra. Af ræðum, er fluttar voru, þótti sérstaklega mikið koma til þeirrar, er Nordal Rolfsen hélt um fornbókmentir Is- lendinga og þýðingu þeirra fyrir mentalíf Norðurlanda. Seint um daginn kom konungur til þingvalla. Voru 12 bændur send- ir á móti honum til þess að bjóða konungi á hátíðina. Tók hann vel kveðju þeirra. Var mikið um dýrð- ir er konungur reið á þingvöll. All- ur þingheimur skipaði sér 1 raðir meðfram veginum, en konungur reið eftir. Halldór Friðriksson hafði orð fyrir fundarmönnum og bauð konung velkominn á hátíðina, en konungur svaraði með fáum en fögrum orðum. Síðan var sungið kvæði Matthíasar, „Stíg heilum fæti á helgan völl“. Og svo hróp- aði allur þingheimur húrra fyrir konunginum. Næsta dag gekk nefnd þing- vallafundarins á fund konungs, til þess að flytja honum ávarp fund- armanna. Grímur Thomsen hafði orð fyrir nefndinni og las konungi ávarpið,1) en hann svaraði með stuttri ræðu. Síðan gekk konungur á völluna, þar sem samkoman var, og útlendir og innlendir menn héldu ræður. Svo skoðaði hann all- an staðinn, og að því loknu hófst veisla mikil í tjöldunum. Yfir borðum talaði Grímur Thomsen til konungs og þótti það hin snjallasta ræða, sem þá var flutt á þingvöllum, og töluðu þó margir vel, t. d. Jón Guðmundsson og Eiríkur Magnússon. þá vildi forstöðunefnd hátíðarinnar sýna konungi íslenska glímu, en menn voru ekki til þess auðfengnir. Munu haf a verið feimnir við hátíð- ina. þó fengust þeir guðfræðing- arnir Lárus Halldórsson og Sigurð- ur Gunnarsson præp. hon., nú í Reykjavík, til þess að glíma fyrir konung, og lauk hann lofsorði miklu á íþrótt þeirra. Er það alleinkennilegt, að það skyldu vera prestar, sem héldu uppi heiðri íslenskra íþróttamanna, x) Ávarpið er prentað í þjóðólfi 1874, bls. 178. Frh. á 4. slðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.