Tíminn - 02.08.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1924, Blaðsíða 4
122 T 1 M I N N Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálp við fráfall og jarðarför mannsins míns, Magnúsar Þorkelssonar frá"Vaðnesi. Vilborg Eggertsdóttir. ! Unglingaskóli Asgríms Magnússonar Bergstaðastræti 3, Reykjavík Skólinn byrjar fyrsta og hættir síðasta vetrardag. Tvær deildir. Námsgreinar: íslenska, reikningur, danska, enska, líkams- og heilsu- fræði og handavinna fyrir stúlkur. Inntökuskilyrði, að nem. sé'heill heilsu og hafi lokið fullnaðarprófi samkv. fræðslulögum. Kenslugjald kr. 85.00 fyrir veturinn. Umsóknir sendist undirrituðum,®sem' hinnig gefur allar nánari upplýsingar. Isleifur Jónsson. Hin heimsfrægu Barratt’s baðlyt eru best og ódyrust. Biðjið um: „Columbus Brand“. Besta niðursoðna mjólkin danska.-S. í. S. annast pantanir. Til kaupfélaga! H.f. Smjörlíkisgerðin i Reykjavik er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og rerð snertir. Eilið íslenskan iðnað. Biðjið nm ,Smára‘-smjörlíkið. hefir þessum gæðagripum fjölgað hin síðari ár. — Hinu verður ekki neitað, að kýrnar eru víða afar- misjafnar. Sumar kýr borga tæp- ast fóður og annan tilkostnað. pær skepnur eru ómagar á lúum bænda. Stofnun nautgriparæktarfélaga með reglulegu skýrsluhaldi, og sýningar með föstu skipulagi, mundu glæða áhugann á þessu máli og opna augu manna fyrir gagnsemi kúnna og þýðingu naut- peningsræktarinnar. En nautgripasýningarnar mega ekki vera mjög strjálar, fremur en á öðrum fénaði, til þess að þær geri gagn. það verður að vera lif- andi samband milli sýninganna, ef eg mætti svo að orði kveða, eða óslitinn þráður frá einni sýningu til annarar, á sama stað. það verð- ur með öðrum orðum að haldast samband milli sýningagripanna, svo að hægt sé að fylgjast með ein- staklingunum og ættliðunum hverjum fram af öðrum. Sýningamar hafa og þá niiklu þýðingu, að með þeim fæst sæmi- legur samanburður á gripunum í hinum ýmsu sveitum og héruðum landsins. Sá samanburður er afar nauðsynlegur og hefir praktiska þýðingu, bæði fyrir eigendur grip- anna og þann, er fer með þessi mál af hálfu Búnaðarfélags ís- lands eða hins opinbera. Og eg hygg, að þessi samanburður fáist naumast á annan hagkvæmari eða ódýrari hátt. Nú er nautgripasýningamálinu þannig komið, samkvæmt ákvörð- un Búnaðarfélags íslands, að ákveðið er að halda þessar sýning- ar árlega, þannig, að þær séu sitt árið í hverjum landsfjórðungi. Með þeim hætti verða þær fjórða hvert ár á hverjum stað eða í hverjum fjórðungi. Er þetta við- unanleg niðurstaða móts við það sem áður var. Sýningarnar hófust í vor á Suð- urlandi. Næsta ár er ráðgert, að þær verði í Borgarfirði, Snæfells- nesi, Dalasýslu, og eftir því sem við verður komið á Vestfjarða- kjálkanum. priðja árið verða þær á Norðurlandi, og síðan fjórða árið á Austurlandi. Iiver sýning tekur vanalega yfir einn hrepp, enda hagkvæmast að sýningarsvæðin séu eigi stór, einkum þegar nautgripir eiga í hlut. Framh. Sig. Sigurðsson ráðunautur. ----o----- Þjóðhátíðin 1874. Frh. af 1. síðu. þegar hinn fyrsti konungur vor heimsótti landið. Sýnir það hér sem oftar, að íslenskir prestar hafa verið landi og lýð til sóma, víðar en í prédikunarstólnum. Síðar um daginn hélt konungur á stað til Reykjavíkur, en allur mannfjöldinn gekk upp í Almanna- gjá og skipaði sér í raðir beggja megin vegarins. Allir þögðu meðan konungur og föruneyti hans reið framhjá, en er konungur og sveit hans var að hverfa upp ár gjánni, kváðu við köll og óp, kallaði þá all- ur þinghiemur í einu hljóði og bað konung vel fara, og árnaði honum allra heilla, en gjáin dunaði og hamrabeltin endurkváðu heilla- kveðjurnar með jötnalegum rómi".1) Hér með var þjóðhátíðinni eig- inlega lokið. Menn skemtu sér á þingvöllum um daginn, en flestir atkvæðamenn héldu burt næsta morgun. Konungur lét í haf þann 11. ágúst. Höfðu áður verið veislu- höld mikið í bænum, en engin stór- tíðindi gerst. Konungur var kvadd- ur með mikilli viðhöfn, hafði Is- lendingum geðjast ágætlega að honum, enda var framkoma hans hin prúðasta og hann hinn her- mannlegasti í öllu látbragði. þúsund ára hátíðin er einn hinn Valdimar Briem i „Fréttum frá íslandi" 1874, bls. 19. merkasti viðburður í sögu Islands á síðari tímum, og hin eina virki- lega þjóðhátíð, sem haldin hefir verið á landi hér. þá voru tímamót í Islandssögu. Einveldið vék sæti fyrir þingstjórninni. þjóðin sá frelsisdrauma sína rætast og hún var bjartsýn og stórhuga og vænti hins besta af framtíðinni. Að vísu voru skoðanir manna ærið sund- urleitar, eins og vant er að vera, þar sem íslendingar safnast sam- an, en yfir hátíðahöldunum hvíldi óvanaieg hrifning og hátíðlegur blær. Koma konungs og hinna er- íendu gesta varpaði ljóma yfir há- tíðirnar, og menn fundu og skildu, að stór tíðindi voru að gerast, og að með stjórnarskránni væri brot- ið blað í sögu íslands. Kynslóðin, sem undir forustu Jóns Sigurðsson- ar hafði barist 1 30 ár fyrir frelsi föðurlandsins, er líka þess verð, að hennar sé minst. það voru sterkir menn með heitar tilfinningar, menn sem treystu guði og eískuðu landið. Hin þrautseiga barátta þeirra fyrir stjórnarfarslegu frelsi og andlegum og efnalegum framförum Islands, er grundvöll- urinn undir sjálfstæði voru og menningu nútímans. þegar vér í dag höldum hátíð og minnumst 50 ára afmælis stjórnskrárinnar, eigum vér fyrst og fremst að minn- ast leiðtoga vorra í baráttunni, sem leiddi til sigursins 1874. þeir börðust harðri baráttu og útlitið var lengi tvísýnt. Á köldum tímum héldu þeir eldinum lifandi í sál þjóðarinnar. þá dreymdi um full- komið sjálfstæði íslands, en þeir fengu aðeins að skygnast inn í fyrirheitna landið, en ekki að stíga þangað fæti sínum. Nú hafa draumar þeirra ræst. Vér, sem nú ‘lifum, höfum skorið upp ávöxtinn af starfi þeirra. Blessuð sé þeirra minning. Hallgrímur Hallgrímsson. ----------o---- Heimsstyrjöldin og eftirköst hennar. Engra tíðinda mun nú- tímakynslóð minnast j afnlengi sem styrjaldarinnar miklu, þeirra sem við hafa borið á hennar æfi. Hjá öllum mentaþjóðum hafa ver- ið rituð um hana stór rit og merki- leg. Er vel farið að nú er komið út á ísiensku máli slíkt rit, mikið og vandað að öllum frágangi. Höfund- urinn er þorsteinn Gíslason rit- stjóri, sá ritstjórinn, sem lang- mesta rækt hefir lagt við að segja útlendar fréttir, að öllum hinum ólöstuðum, enda lang lengst við það fengist, bæði í blöðum og tímaritum. Frásögnin er samtíma- frásögn, rituð í Lögréttu jafnóðum cg viðburðir gerðust. Ágætav rnyndir, 200 alls, fylgja bókinni og veiöur hún vafalaust mjög vinsæi. Læknaþing verður háð á Akur- eyri í byrjun þessa mánaðar. Verð- ur gestur þess Fr. Svendsen yfir- læknir danskur, sem er kominn sem fulltrúi alþjóðasambands Rauða krossins. Verður um það rætt, hvort hér skuli stofnuð deild þessa fræga líknarfélags. Yfirgangur útlendinga. Enskur togari var nýlega á veiðum í land- helgi fyrir Vestfjörðum. Landhelg- isgæslubáturinn Enok kom á vett- vang og réðu 3 menn af honum til uppgöngu á togarann. Kröfðust þeir að skipinu yrði þegar stýrt til hafnar. En skipverjar neituðu og stýrðu til hafs með mennina. Nokkru síðar komu þeir til Hest- eyrar og vildu skjóta Islendingun- um þar á land. Neitaði stýrimaður- inn, Eiríkur Kristófersson að fara á land óbundinn. Hélt skipið þá út með þá aftur. Síra Bjarni Jónsson hefir verið skipaður dómkirkjuprestur. Um- sóknarfrestur um annað prestsem- bættið er til 30. sept. Kæliskipið. Kæliskipsnefndin hefir nú verið skipuð. Emil Niel- sen framkvæmdastjóri Eimskipa- félags Islands er formaður nefnd- arinnar, Jón Ámason framkvæmda stjóri af hálfu Sambandsins, Carl Proppé kaupmaður af hálfu Versl- unarráðsins, Halldór þorsteinsson skipstjóri af hálfu Fiskifélagsins og Tryggvi þórhallsson ritstjóri af hálfu Búnaðarfélagsins. Nefndin hefir haldið fyrsta fund sinn og skift með sér verkum. „Heilög kirkja“, sextug drápa um katólsku kirkjuna á íslandi eft- ir Stefán frá Hvítadal er nýkomin út og verður síðar getið. Garðar Gíslason skrifar mjög langa grein í danska Mogga ? fyrri viku.Stóð í Tímanum ekki alls fyrir löngu eftirfarandi setning: „Hver sem segir mér til synda kaupmannanna, fær af mér mikia syndalausn sjálfur“. Grein Garð- rrs er einn samfeldur harmagrát - ur yfir þessum orðum. Han:. skammar Tímann fyrir þessi orð. Hann virðist hafa gleymt því. Garðar góður, að það var sjálfui Jón Sigurðsson forseti, sómi Is- lands, sverð og skjöldur, sem sagði þessi hörðu orð. Ef Garðari þyki >' liart undir að búa, þá er hreinlegra fyrir hann að ráðast á Jón Sigurðs- son. Látinn er á heilsuhæli í Dan- mörku Guðmundur Thorsteinsson listmálari, ungur maður og ágæt- lega gefinn listamaður. Enn segir Garðar: „er slettirek- um Tímans algerlega óviðkomandi hvaða verð eg borga fyrir þær vör- ur, sem eg kaupi“. — Ójá, Garðav góður. það væri að vísu þægilegt fyrir yður, mjög svo, að fá í næði að kaupa t. d. hross af bændum langar leiðir fyrir neðan sannvirði Vitanlega hafið þér ekkert á móti því að stinga mismuninum í yðai stóra vasa. En það er nú svona að Tímanum er kærara að bændurn- ir fái sitt, fult sannvirði fyrir hrossin. Tíminn hefir gerst svu djarfur og ætlar sér eftirleiðis að vera svo djarfur að halda fram málstað bænda í þessu efni, benda þeim á ef reynt er að ná af þeim hrossunum fyrir alt of lágt verð og flytja þeim yfirleitt sannar fregn- ir um hrossaverslunina. það verð ur þá að hafa það þótt eitthvað drjúpi dálítið minna í stóra vas- ann. Viðbjóður. Ekki þykir það mann- inn prýða að vera tíðum með klám- sögur á vörunum í kunningjahóp. En þó er það ekkert móti hinu að birta slíkar sögur á prenti og nota til svívirðinga um pólitiska and- stæðinga. Slíkt lygiklám prentar Morgunblaðið á þriðjudaginn var til þess að svívirða pólitiskan and- stæðing. önnur eins andstygð hef- ir aldrei sést á prenti á íslandi fyr, og vart í verstu saurblöðum stór- þjóðanna, sem ætluð eru hinum lægsta skríl. þetta leyfir blað landsstjómarinnar og kaupmanna- stéttarinnar sér að gera. En það er almannarómur að þeir ritstjór- ar, sem leyfa sér slíka bardagaað- ferð, ættu ekki einungis að vera landrækir, heldur og að vera varg- ar í véum hvítra manna. Greinin um 50 ára minning þjóð- hátíðarinnar 1874 er prentuð úr „Vísi“ eftir tilmælum höfundarins. Ljóð eftir Sigurð Sigurðsson lyf- sala í Vestmannaeyjum eru ný- komin út í annari útgáfu og verð- ur síðar getið. Blaðið „Skutull“ á Isafirði hefir birt afar snarplega ntaðar grein- ar um misnotkun lækna, einkum Halldórs læknis Stefánssonar, á heimildinni að gefa út áfengislyf- seðla. Ennfremur er fullyrt að Vil- mundur héraðslæknir Jónsson hafi kært í stjórnarráðið yfir þessu framferði. Stórhneikslanlegt er að slíkt athæfi skuli liðið. Lands- stjórninni er það til háborinnar skammar, ef hún kemur ekki í veg fyrir slíkan ósóma og sviftir þá menn heimild til að gefa út áfeng • islyfseðla sem misnota hana hrap- arlega. 1 gustukaskyni? Mundi það líka Þrjár kenslubæki'r. Bókafélagið gefur út fyrir haust- ið: Jónas Jónsson: fslandssagn, 3 útgáfa, með myndum af skipum, vopnum, húsum, mönnum og stöú um, sem viðkemur fornaldarsög- unni. Jónas Jónsson: Dýrafræði 2. hefti. Lýsing af flestum íslenskum fuglum og lifnaðarháttum þeirra, og þeim erlendum fuglum, sem þektir eru til muna í íslenskum bókum. Með mörgum myndum. Nýju skólaljóðin. Úrval af þeim íslenskum ljóðum, frumsömdum og þýddum, sem unglingar hafa ver- ið og eru mest hrifnir af. Me5 myndum af helstu skáldunum. H.f. Jón Sigmundsson & Co. 2sÆ i 11 UL 3? og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Samvinnuskólinn. Kensla sjö mánuði frá 1. okt. til aprílloka. Skólagjald 100 kr. Heimavist fyrir 15 pilta, húsnæði, ljós og hiti 25 kr. á mann um vet- urinn. Aðgangur að mötuneyti kennara- og samvinnuskólans fyrir alla nemendur. LJÓD. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti 2. útgáfa, aukin. Bóksalar snúi sér til Jóns Sighváts- sonar bóksala í Vestmannaeyjum. vera gert í gustukaskyni að Morg- unblaðið birtir óþvegnustu klám- sögur um andstæðinga sína? Spyr sá, sem ekki veit. Úr stjórnarblöðunum. Alþingi veitti mjög aukið fé til landhelgisgæslu, samdi áætlun um hvemig framkvæmd yrði, ákvað að setja fallbyssu á þór o. s. frv. — „Á stjómin þakkir skyldar fyrir áhugann um landhelgisgæsluna" segja stjórnarblöðin. Alþingi og sérstaklega Fram- sóknarflokkurinn, gekk frá fjár- lögunum svo gætilegum, að óhugs- andi er annað en að mjög mikill tekjuafgangur verði. — „Á stjórn- in þakkir skyldar fyrir áhugann um gætileg fjárlög", segja stjóm- arblöðin. Alþingi skipaði landsstjórninni að gefa út reglugerð um að banna útlendingum að leita sér hér at- vinnu meðan atvinnuskortur er. Stjórnin svíkst um alt. Útlending- arnir streyma inn í landið og taka atvinnuna frá innlendum mönnum. — „Á stjórnin þakkir skyldar fyr- ir áhugann um að gæta hagsmuna íslenskra verkamanna", segja stjórnarblöðin. Afskaplega mikið og ágætt velti- ár við sjávarsíðuna kemur yfir landið. Peningarnir streyma í rík- issjóðinn, tollar og skattar marg- faldast. — „Á stjórnin þakkir skyldar fyrir áhugann um að afla landinu tekna“, segja stjórnar- blöðin. - Norskir ferðamenn allmargir komu hingað með Merkúr um síð- ustu helgi og ferðuðust um í fáa daga. Ritstjóri: Tryggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.