Tíminn - 02.08.1924, Page 2
120
T 1 M I N V
>
Formaður Fiskiveiðaféiagsins ritar
um norska samninginn.
Kristján Bergsson, formaður
Fiskifélags Islands, hefir ritað
rækilegar greinar um kjöttolls-
samninginn í Morgunblaðið. Vitan-
lega ritar hann um málið af mik-
illi þekkingu, að því leyti sem mál-
ið snertir sjávarútveginn, þvi að
auk þess sem hann er formaður
Fiskiveiðafélagsins og margra ára
skipstjóri, hefir hann haft á hendi
landhelgisgæslu nyrðra um síld-
veiðatímann.
Kr. B. finnur mjög að samningn-
um. Telur að of langt hafi verið
gengið í tilslökunum á fiskiveiða-
löggjöfinni Norðmönnum til handa
og bendir á ýms einstök atriði, er
einkum snerta síldveiðarnar.
Ritstjóri Tímans játar fullkom-
lega að hann hefir ekki næga þekk-
ingu til þess að ræða um einstök at-
riði þessara tilslakana við for-
mann Fiskiveiðaíélagsins. það
liggur í augum uppi, að tilslakan-
ir hafa verið gerðar. En flestir
munu álíta að sumpait séu þær
ekki stórvægilegar, sumpart sé
þess að gæta, að ekki er samið um
aldur og æfi.
Að svo miklu leyti er Tíminn
sammála formanni Fiskifélagsins.
En Morgunblaðinu og Ihaidinu
munu aftur á móti greinar þessar
hafa komið mjög óþægilega. IJr
þeirri átt hefir altaf verið fullyrt
að ekkert hafi verið gefið eftir. Á
þeim grundvelli hefir Mbl. gerst
svo digurt að þakka Ihaldsstjórn-
inni framgöngu hennar, en kastað
hnútum að Framsóknarflokknum,
og ekki síst þeim, er þetta ritar,
fyrir að hafa viljað veita undan-
þágur. Ummæli Fiskiveiðafélags-
formannsins eru dauðadómur yfir
allri þeirri hlægilegu lofgerðarrollu
um landsstjórnina, og landráða-
ákæruna á Framsóknarflokkinn.
Spánarmálið og kjöttollsmálið.
Kjöttollssamningurinn við Norð-
menn er annar stóri samningurinn
sem ísland hefir orðið að gera við
útlönd á þeim fáu árum, sem liðin
eru síðan fsland varð fullvalda
ríki. Hinn var Spánarsamningur-
inn.
Aðstaða og úrslit um báða þessa
Félagsmál bænda.
[í Vestur-Skaftafellssýslu hefir verið
hafin sérstaklega rœtin ofsókn gegn
bændafélagsskapnum: Kaupfélaginu i
Vík og Sláturfélaginu. Út af því hefir
eftirfarandi bréf verið sent til ýmissa
félagsmanna. En J>ar er að mörgum
atriðum vikið, sem og geta átt við al-
ment, og því er bréfið hér birt.
Ritstj.]
Vík, júní 1924.
pað er okkur öllum kunnugt
kaupfélagsmönnum, að síðastliðin
þrjú ár hafa mjög farið vaxandi
umræður um samvinnufélögin, og
hér um slóðir hefir eðlilega mest
verið rætt um Kaupfélag Skaft-
fellinga.
Fer þá svo oft sem vænta má, að
margir leggja þar orð í belg með og
móti, sem hvergi nærri hafa kynt
sér efnið svo vel sem þörf er á. En
vanti þekkingu og skilning á mál-
efninu, er mjög hætt við, að ýmis-
legar skekkjur og ályktunarvillur
slæðist inn í umræðurnar. Komist
ennfremur að málinu kapp og hiti,
getur hæglega farið svo, að réttu
máli sé hallað og traust manna
veikist fyr en varir á þeim málstað,
sem í rauninni er réttastur og
bestur.
Til þess að koma í veg fyrir
slíkt er aðeins eitt ráð óbrigðult,
eins í félagsmálum sem öðrum. En
það er að kynna sér málin sjálf
sem allra rækilegast.
Gagnfræðaskólinn í Flensborg
Hafnarfirði.
Skólinn byrjar 1. okt., endar ‘30. apr. Námsgreinir sömu og í
gagnfræðaskólum. Skólinn er í þrem deildum, enginn kemst próflaust
í neina deildina. Heimavistarmenn verða að hafa rúmföt svo og nóg
fé til tryggingar greiðslu í heimavistina, er svari 75’kr. á mánnði.
Inntökuskilyr ði:
a. Að umsækjandi hafi]óflekkað"mannorð og engan næman sjúkdóm.
b. Að hann við inntökupróf sýni, að hann hafi lært það, sem heimtað
er í fræðslulögunum til fermingar.
c. Að hann verði, að forfallalausu, við nám í skólanum frá 1. okt. til
30. apr.
Innanbæjarnemendur í Hafnarfirði verða að greiða 150 kr. í
skólagjald.
Heimavistarmenn verða að ’ hafa fjárhaldsmann í Hafnarfirði eða
Reykjavík.
Flensborgarskóla 24. júlí 1924.
Ögmundur Sigurðsson.
Höskuldur Baldvinsson,
rafmagnsverkfr., Reykjavík,
leysir af hendi verkfræðistörf: ’mælir fyrir óg gerir áætlanir um raf-
stöðvar á sveitabæjum og í kaupstöðum," sér um byggingu og útvegar
Vesturgötu 18. efni og vélar, ef óskað er. Sími 554.
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
Reyktóbak.
Richmond í J/4 (Br. American Tobacco Co.) . . Kr. 12.65 pr. 1 lbs.
í Vs • • — 13.25 pr. 1 —
Westward Ho. . . — 13.25 pr. 1 —
Capstan N/C med. í */4------------------- . . — 18.40 pr. 1 —•
Capstan Mix. med. í V4-------- . . — 16.70 pr. 1 —
— — í V8--------- • • — 17-25 Pr- 1 —
— — mild. í Vs-------- • ■ — 17.25 pr. 1 —
Plötutóbak (Richmond).........................— 9.20 pr. 1 —
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Landsverslun íslands.
samninga eru svo lík, að rétt er og
lærdómsríkt að bera saman. í
hvoru tilíellinu fyrir sig var verið
að semja í því skyni að bjarga öðr-
um aðalatvinnuvegi landsmanna
frá yfirvofandi stórhættu, og í báð-
um tilfellum vann þjóðin það til að
slaka til við útlendingana á öðrum
sviðum til þess að bjarga atvinnu-
vegunum.
Tíminn finnur ekki að því þótt
fulltrúar sjávarútvegarins legðust
gegn því að slakað væri til á fiski-
veiðalöggjöfinni, né hinu, að þeir
nú bendi á að gert var. Fjarri fer
því. það var sjálfsagt að veita Al-
þingi fylsta aðhald um að fara ekki
lengra en nauðsyn krafði og það
er sjálfsagt að veita exm aðhald
um framkvæmdina og benda á
hvað lagfæra þurfi, undir eins og
færi gefst.
það er jafnsjálfsagt og hitt, að
bannmenn áttu að spyrna á móti
meðan hægt var til að veita sama
aðhald, og eiga að halda því áfram
og leita lags að nota aftur færi er
gefst.
En þegar til úrslita kom varð að
slaka til í báðum tilfellum, til þess
að bjarga sjávarútveginum í Spán-
armálinu, eins og það hafði verið
rekið, og landbúnaðinum í kjöt-
tollsmálinu. þótt bændurnir yfir-
leitt skildu vel hversu stórkost-
lega mikið landið misti í bannmál-
inu, þá fórnuðu þeir því fyrir sjáv-
arútveginn. Og þótt í öðrum stíl
væri, þá fórnaði Alþingi og nú fyr-
ir landbúnaðinn.
þannig eiga atvinnuvegirnir að
styðja hvor annan. Hvað sem líður
innbyrðis deilum, verðum við Is-
lendingar að standa sem einn mað-
ur út á við, þegar til kastanna
kemur um stærstu málin.
En þó var mxmur á hér. Bænd-
urnir stofnuðu Spánarmálinu ald
rei í hættu. En nokkur hluti íhalds-
ins a. m. k. vildi stofna kjöttolls-
málinu í hina mestu hættu, er það
vildi slíta samningunum við Norð-
menn, þó að auðna réði að ekki yrði
gert. það var festa Framsóknar-
flokksins sem því olli að sumir úr
íhaldinu fengu ekki eða þorðu
ekki að drepa málið.
þegar samið er.
Engin rödd hefir um það heyrst
af bænda hálfu, að þeir alþingis-
menn væru landráðamenn, sem
fómuðu banninu á altari sjávarút-
vegarins.
Héðan af hljóta þær raddir að
þagna sem slíkri ákæru hafa beitt
gegn þeim, sem landbúnaðarins
vegna hafa viljað veita Norðmönn-
um einhverjar tilslakanir.
Sá stóri sannleikur er sem sé
með öllu óhrekj aRdi að samningar
einstaklinga og þjóða í milli takast
ekki á þeim grundvelli að annar að-
ili fái alt sem hann heimtar, en
hinn ekkert. Báðir verða að slaka
til í einhverju.
þessvegna var sjálf sú athöfn að
Sveinn Björnsson var sendui til
Oslóar til samninga, og sendimenn
með honum héðan að heiman, jafn-
framt yfirlýsing um það, að við
vildum eitthvað gera fyrir Norð-
menn, ef þeir vildu lækka kjöt-
tollinn. Engum mátti einu sinni
detta í hug sú frekja, að heimta alt
fyrir sig hjá Norðmönnum, en láta
ekkert í staðinn.
Tíminn er þeirrar skoðunar, að
úrslitin séu góð og að ekki hafi
verið meira gefið eftir en brýnasta
nauðsyn bauð
Framtíðin.
Unnið verk verður ekki aftur
kallað. Spánarsamningurinu og
kjöttollssamningurinn eru báðir
gerðir og við þá stöndum við.
En um báða er það að segja, að
skylda okkar er að keppa að því að
ná aftur þeim þýðingarmiklu at-
riðum, sem við höfum orðið að
fóma.
Og um fiskiveiðalöggjöfina og
síldveiðarnar sérstaklega skal
þetta sagt.
Bændumir íslensku munu vera
reiðubúnir til að veita bræðrum
sínum við sjóinn þann fylsta styrk
sem unt er. Eindregið munu þeir
vilja styðja viðleitni um að koma
síldveiðaatvinnurekstrinum sem
allra mest á innlendar hendur. Ein-
huga munu þeir að því keppa að
markaður fyrir aðalframleiðslu-
vöru þeirra sé ekki bundinn við eitt
land. Fyrsta tækifæri munu þeir
vilja nota til að bæta sem mest
iiskiveiðalöggjöfina til verndar
hinni innlendu framleiðslu.
Við höfum hvorki samið við
Spán né Noreg um aldur og æfi.
Vegna brýnustu, aðkallandi nauð-
synjar höfum við í hvoru tilfelli
um sig slakað til hvor fyrir ann-
an. Og sameinaðir skulum við að
því vinna að hlaða aftur skörðin í
múrana.
----o----
Sýiip jjotgripi.
1 vor er leið voru haldnar sýn-
ingar á naujgripum hér í sýslunum
austanfjalls og í Vestur-Skafta-
fellssýslu. En áður en rætt verður
um þær sérstaklega, langar mig til
að minnast á sýningar á búpeningi
að ‘ undanförnu og þýðingu þeirra.
Verður einkum minst á hinar svo
nefndu hreppasýningar.
I. Sögulegt yfirlit.
það munu vera um 45 ár síðan
sýningar á búpeningi hófust hér á
landi. Hestaötin gömlu, sem voru
að vísu á sinn hátt sýningar á hest
um, að þeirra tíma sið, verða eigi
talin hér með.
Fyrsta gripasýningin, sem sögur
fara af, var haldin í Reynistaða-
rétt í Skagafirði 29. maí 1879.
Voru þar sýndar allar skepnur,
hestar, nautgripir og sauðfé. Einn-
ig var sýndur þar allskonar heim-
ilisiðnaður, matvæli o. fl.
Árið eftir var sýning á gripum
En þess er ekki að vænta að
hver og einn í strjálbygðum og af-
skektum sveitum hafi aðstöðu til
þess að fá lausn á öllum þeim at-
riðum, sem kunna að koma til um-
hugsunar og umræðu í það og það
skiftið, án þess að þeir létti undir,
sem betri hafa aðstöðu og kunnari
eru af eigin reynd allri tilhögun og
framkvæmdum í þessum félags-
málum.
þess vegna teljum við okkur
skylt að skýra frá helstu atriðun-
um í starfsemi félagsins á undan-
fömuin árum og gera grein fyrir
núverandi aðstöðu þess og fram-
tíðarhorfum.
I. Alment yfirlit.
Með styrjöldinni miklu hefst að
mörgu leyti nýr þáttur í sögu
verslunar og viðskifta hér á landi
sem annarsstaðar. Næstu árin á
undan mátti segja að alt léki í
lyndi. Norðurálfan og mikill hluti
hins mentaða heims í öðrum álfum
hafði lengi getað notið friðar og
næðis, sem er eitt af meginskil-
yrðum fyrir hagstæðum viðskift-
um.
En þá höfðu kaupmenn hérlenda
verslun að miklu leyti í sínum
höndum, því að kaupfélög voru þá
dreifð og áttu erfitt aðstöðu.
Fyrir stríðið hafði kaupfélagið
hér ekki nema ca. V8 af viðskift-
um sýslubúa. þá var samkepnin
svo mikil, að venjulegast var ekki
hægt að svara nema mjög litlum
ágóða og stundum engum. Urðu
menn óánægðir með það og töldu
að félagið gerði mjög lítið gagn
þar sem það gæti ekki gefið betra
verð en kaupmenn. Sannleikurinn
var sá, að vöruverðið var sett svo
lágt, að óhugsandi var að mögu-
legt yrði að svara ágóða sem neinu
næmi við reikningslok. þá voru
bankamir svo erfiðir viðfangs, að
nálega var ókleift að fá þar lán
fyrir félagið. þeir létu fé sitt að
mestu ganga til kaupmanna, út-
gerðarmanna og húsasala, en
bændur voru látnir sitja á hakan-
um og félög þeirra. Ástandið var
því þannig í stríðsbyrjun, að
stjóm kaupfélagsins hér sá sér
ekki annað fært en leggja sölu-
deildina niður. Var því félagið al-
veg kraftlaust yfir stríðsárin, að-
eins hjarandi, og hafði lítilsháttar
pöntun.
I byrjun stríðsins áttu sumir
kaupmenn allmiklar vörubirgðir,
sem búið var að fastákveða verð á
áður en stríðið skall á og farið að
selja.- En samstundis og fréttist
um stríðið og að það mundi hafa
hækkandi áhrif á þær vörur, er
næst kæmu, þá settu kaupmenn
upp þessar vörur að miklum mun,
sem áður voru verðsettar. Allir
fundu að þetta var ranglátt, en
það var ekki í annað hús að venda,
því söludeild kaupfélagsins var þá
lögð niður. þessu fór svo fram öll
stríðsárin, að vömr vom altaf að
hækka í verði. Var vöraverð orðið
svo hátt hér í lok stríðsins, í sam-
í anburði við verð sumstaðar ann-
arsstaðar, að mönnum fanst óvið-
unandi. Sáu menn þá, þótt seint
væri, hvert glappaskot menn höfðu
gert, þegar þeir snérust frá kaup-
félaginu. Enda fór svo 1918, að
heimtað var nærri úr öllum deild-
um kaupfélagsins, að það tæki til
starfa aftur, þannig að söludeild
yrði sett á stofn, og var það gert
þetta sama ár. Var nú það ráð tek-
ið að selja vörur með svipuðu verði
og kaupmenn seldu þær — láta þá
ráða verðinu. Urðu viðskifti tölu-
verð 1918, þrátt fyrir það, þó að
félagið seldi lítið ódýrara en kaup-
menn. Varð útkoman í lok ársins
þannig, að félagið hafði í afgang
fullar 17 þúsund krónur, svo hægt
var að svara töluverðum ágóða
(10%). Nú fyrst tóku augu manna
að opnast viðvíkjandi þýðingu fé-
lagsskaparins. Gengu nú margir í
félagið, sem þar höfðu aldrei kom-
ið nærri áður, og margir, sem ekki
höfðu áður skift við það nema að
litlu leyti, þeir komu nú með mest
af sínum viðskiftum til félagsins.
Urðu því viðskifti við félagið meiri
árið 1919 en nokkru sinni áður
Var þá haft sama lagið og fyrra
árið, að selja sem næst kaupmanna
verði, þó aldrei dýrara.
1 lok þessa árs varð útkoman sú,
að félagið hafði afgangs í hreinan
arð rúmar 40 þúsundir króna.
þessi tveggja ára árangur af
verslun kaupfélagsins sýndi ótví-
rætt að verð kaupmanna hafði ver-
ið alt of hátt og að geysimikill
gróið hlaut að hafa streymt til
þeirra öll stríðsárin. því einmitt
þegar kaupfélagið byrjaði, voru
afleiðingar styrjaldarinnar fyrst
verulega komnar til greina gagn-
vart versluninni. Siglingar vom
hættulegar vegna sprengidufla,
farmgjöld afarhá, útlendar vömr
fóru stórum hækkandi og ýmsar
innlendar vörur teknar að falla.
En um sama leyti og kaupfélagið
leggur út á verslunarbrautina á ný
með svona góðum árangri, hefjast
hin miklu vandræði innanhéraðs,
sem flestum sýslubúum mun í
fersku minni. En það vom afleið-
ingarnar af Kötlugosinu. öskufall
og jökulhlaup dundi yfir.
Jökulhlaupið einangraði austur-
hluta sýslunnar frá Vík um haust-
ið, þegar menn höfðu meiri þörf
en nokkurn tíma áður að Koma
kjöti sínu á markað. þar eystra var
hvorki til salt né tunnur og mat-
vöru vantaði til vetrarins. þá fékk
formaður kaupfélagsins því fram-
gengt, að „Geir“ var sendur á rík-
iskostnað til þess að flytja þessar
vörur austur að Skaftárós. Slátur-
félag Suðurlands og Kaupfélag
Skaftfellinga lögðu vörurnar til.
Voru þær lagðar í mikla hættu, þar
sem ekki var unt að koma þeim í
land nema kasta þeim í brimið.
það bjargaði mönnum gegn um
fyrstu vandræðin. En meira er
ótalið: öskufall og jökulhlaup
gerði stórskemdir á flestum jörð-
um í sýslunni. þess vegna varð
fjöldi bænda að skerða bústofn
sinn þá þegar um haustið. En