Tíminn - 02.08.1924, Qupperneq 3

Tíminn - 02.08.1924, Qupperneq 3
T í M I N N 121 HAVNEMOLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda r úgmj öli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.X.S. slciftiir eiixg-özxg-u. -vi<3 oTg:lcuL3?. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. s Bergens Skíllingsbank Bergen Stofnaður 185 7. Veitir viðtöku innlánsfé með sparisjóðskjörum, 6 mánaða uppsagnarfresti og folio. Umsetur eranian gjaldeyiri. Annast innheimtur innan lands og utan og öll venjuleg — — — — — — bankastörf. — — — — — — B. A. E. Kaupið íslenskar vörur! Hreini Blautsápa Hreini Stangasápa Hreini Handsápur Hreini K e rti Hreini Skósverta Hreini Gólfáburður nrum styðJið íslenskan ntlNN iðnað! að Garði í Hegranesi. Og fleiri minniháttar hreppasýningar voru haldnar þessi árin, einkum Norð- anlands, þó þeirra sé hér ekki get- ið frekar. Árið 1890 er stór sýning á Odd- eyri við Eyjafjörð, í sambandi við héraðshátíð Eyfirðinga, í minningu um 1000 ára byggingu Eyjafjarð- ar. Árið 1891 eru að tilhlutun Bún- aðarfélags Suðuramtsins haldnar sýningar á fénaði í sýslunum hér. austanfjalls. Voru sýningarnar 5 i Vestur-Skaftafellssýslu og 4 í hvorri, Árnesssýslu og Rangár- valla, eða 13 alls. þessar sýningar, sem hér hafa verið nefndar, voru nú meira til gamans og hátíðabrigða en gagns. Kynbótalega þýðingu höfðu þær að minsta kosti ekki, svo teljandi sé. Eftir aldamótin síðustu hefst svo nýtt tímábil í sýningamálinu. Guðjón búfræðiskand. Guðmunds- son frá Finnbogastöðum (dáinn 1901) er þá ráðinn í þjónustu Bún- aðarfélags íslands sem ráðunautur 1 búfjárrækt. Guðjón var áhuga- samur og duglegur í sínu starfi, og kom ýmsum þörfum nýjungum í framkvæmd, meðan hans naut við. Fyrir forgöngu hans og eftir hans tillögum voru stofnuð nautgripa- ræktarfélög og farið að halda sýn- ingar á gripum. Fyrstu sýningarnar voru haldn- ar árið 1903. það ár voru sýning- arnar aðeins tvær. Önnur 1 Deild- artungu í Borgarfirði 13. júní, fyr- ir efri hluta Borgarfjarðar, og hin á Sólheimum í Hrunamanna- hreppi, 18. s. m. fyrir þann hrepp og Gnúpverjahrepp. Á sýningunni í Deildartungu voru sýndir 15 graðhestar, 18 hryssur, 6 naut, 23 kýr og um 80 fjár. En á Sólheimasýningunni voru sýnd 22 hross, 53 nautgripir (5 naut og 48 kýr) og um 85 sauð- kindum. Á þessum búfjársýningum voru skepnurnar metnar eða dæmd verð- daun eftir afurðahæfileikum eða afurðamagni, ef hægt var að vita um það, og gildi þeirra sem kyn- bótagripa. Og þessum grundvallar- reglum hefir verið fylgt síðan og reynt að fullkomna þær í fram- kvæmd. Árið eftir voru haldnar 10 sýn- ingar, og voru þær flestar allvel sóttar og sumar ágætlega, t. d. sýningin að Skeiðfleti í Mýrdal og á Lambey í Rangárvallasýslu. Á þrátt fyrir það var of margt fé til að fóðra á innigjöf allan veturinn. Um haustið gat kaupfélagið útveg- að allmikið af síld til fóðurbætis, en minst af henni var hægt að flytja austur yfir sand, þar sem þörfin var mest. þó voru sendar að Skaftárósi nær 200 tunnur með Skaftfellingi um haustið, og er það fyrsta haustvörusending, er þar hafði komið í land. Enda fór svo, að þar stóð fóðurskortur fyrir dyrum þegar út á leið. Brá því kaupfélagið við í byrjun aprílmán- aðar og sendi „Skaftfelling" aust- ur með söndum fermdan fóðurbæti og matvörum, auk þess sem það fékk vörur til Víkur og lét flytja allmikið í veg fyrir bændur austur í Hafursey. þessar vörur lét kaup- félagið jafnt af mörkum við utan- félagsmenn, því allir höfðu jafna þörf. Hinsvegar sátu kaupmenn hjá að mestu og höfðust ekki að til þess að byrgja sína viðskifta- menn að slíkum vörum, þegar mest lá við. þessi víðtæka hjálp kaupfélags- ins var félagsleg nauðsyn. Ef hún hefði ekki verið veitt á þennan hátt, hefði orðið stórfellir og eignahrun í héraðinu. Hitt var eðlileg afleiðing henn- ar, að menn urðu skuldugri en nokkru sinni áður, vegna aukinna fóðurkaupa, og áttu bágara með að standa í skilum lengi á eftir, vegna þess að þeir höfðu orðið að skerða bústofn sinn. En þar sem kaupfélagið stóð að sýninguna í Mýrdalnum komu með al annars 9 naut og 80 kýr, og á Lambey 7 naut og um 60 kýr. þessum sýningum á öllum bú- fénaði var síðan haldið áíram fram að 1912. Voru flestar sýning- arnar fyrir 1—2 hreppa í félagi, og stundum fleiri, jafnvel 5—7, en það var sjaldan. þótti það of langt til sóknar á sýningarstaðina og erfitt að fara með nautgripi langa leið. Enda varð og reynslan sú, að þeir sóttu best sýningarnar, er næstir voru sýningarstaðnum. Hrepparnir, sem lengst áttu, ef margir voru saman um sýninguna, tóku lítinn eða engan þátt í þeim. Eftirfarandi skýrsla er einskon- ar skrá um sýningafjöldann á ári hverju, og hvar þær vonf haidnar. Árið Sunnanl. að Hvalf. 5o «£h cð ÓD O PQ Vestan- lands § 03 c o £ iS *cS rC fl ca js í° '2 o cð to » % *cð 03 5 ’C g -aj cð m 1903 1 í 77 77 77 2 1904 5 ' 77 77 2 3 10 1905 5 1 77 5 2 13 1906 3 1 1 3 3 11 1907 1 77 2 2 9 14 1908 5 77 1 3 9 18 1909 3 4 2 3 8 20 1910 5 77 2 2 77 9 1911 1 77 77 2 1 4 þetta eru þær hreppasýningar, er eg hefi getað fundið upplýsing- ar um í blöðum, búnaðarritum og skýrslum frá þessum árum. Má vera, að sýningar hafi verið haldn-. ar á Austurlandi 1910—1911, þó að eg hafi eigi orðið þess var. — Sýn- ingar þessi árin eru 101 alls. Ástæðan til þess, að hreppasýn- ingarnar hættu að mestu eftir 1910 er sú, að þá var kipt að sér hendinni með styrk til þeirra, en í þess stað farið að veita háan styrk til héraðssýninga á hrossum, grað- hestum og hryssum. Fyrsta héraðssýningin var hald- in að þjórsártúni árið 1906, og sú næsta 1909. Voru á þeim sýning- um sýndir aðeins graðhestax og griðungar. — Haldinn var og eins- konar héraðssýning á sama stað C. ágúst 1907, í tilefni af komu Friðriks konungs VIII. Vorið 1910, 23.—24. júní, var haldin héraðssýning á Breiðumýri í Suður-þingeyjarsýslu, í sam- bandi við aðalfund Ræktunarfé- lagsins. Árið 1912 eru haldnar 4 héraðs- sýningar á hrossum og síðan hefir þeim verið haldið við, annað árið sunnan og vestanlands og hitt ár- ið norðanlands og austan. þá má geta þess hér, að haustið 1911 hefjast sýningar á hrútum. Var það að tilhlutun Jóns H. þor- bergssonar fjárræktarmanns, að byrjað var á þeim sýningum. Hef- ir þeim síðan verið haldið áfram á hverju hausti. Tekur hver hrúta- sýning vanalega yfir einn hrepp. þær eru tíðast haldnar þriðja hvert haust á hverjum stað. þessar hrútasýningar eru mjög vinsælar og þykja gera gott gagn. IL Nautgripasýningar. Eins og „yfirlitið“ hér á undan ber með sér, hafa sýningar á naut- peningi ekki átt sér stað svo telj- andi sé, nú í ein 12—13 ár. — Vor- ið 1917, 14. júní, var fénaðarsýn- ing í Hjaltadal fyrir Hóla- og Við- víkurhreppa, og þar sýndar allar búpeningstegundirnar. Svo eru 3 nautpeningssýningar í Kjósarsýslu vorið 1921, og vorið eftir, 1922, er og samskonar sýning í Svarfaðar- til kaupmanna á þessari einu vöru- tegund umfram tilkostnað. Af þessu leiddi að menn sóttu æ betur samtökin ár frá ári. En mestu erfiðleikarnir stöfuðu af húsnæðisskorti. Var þá það ráð tekið að efna til húsbyggingarsjóðs með því að taka vist gjald af hverri kind, sem slátrað var. Með þeim hætti var að lokum hægt að kaupa hús árið 1919 og reisa til viðbótar sumarið 1921 það hús, sem slátrunin fer fram í síðan. Árangurinn af þessum samtök- um er sá, að nú í mörg ár hafa Sláturfélagsmenn hér fengið sama verð fyrir kjöt sitt hér á staðnum sem bændur í grend við Reykjavík. Hefðu þeir hinsvegar ekki stofn- að til félagsskaparins og haldið hópinn, heldur selt kaupmönnum, þá hefðu þeir tapað árlega sem svarar þriðjungnum af andvirði sláturafurðanna og vafalaust ekki komið nærri eins miklu á markað. Hefði slíkt tap vitanlega numið' tugum þúsunda árlega (mörg ár- in alt að 100 þús.). Er hér einna auðveldast að sýna með beinum samanburði og tölum þann stórfelda hagnað, sem sam- vinna bænda hefir í för með sér, þegar stofnað er til hennar á rétt- an hátt. En þegar samtökin voru orðin nógu voldug hér um kjötverkun og markaðurinn fenginn, þá knúðu Sláturfélagsmenn fram betri kjör fyrir þá menn líka, sem utan þeirra samtaka stóðu og enn versluðu við kalla eitt að hjálpinni, hlaut það líka að verða fyrir skuldabyrðinni og afleiðingum hennar. Samtímis þessum erfiðleikum féllu sumar innlendar vörur á markaðinum, þótt erlendar vörur stigu, t. d. kjöt árið 1919 og ull 1920. Má geta þess, að kaupfélagið seldi ull sína 1919 fyrir ca. 173 þúsund krónur, en árið 1920 fékk það fyrir lítið eitt minni ull ca. 33 þús. krónur. þegar litið er á þessi tvö miklu atriði, afleiðingarnar af gosinu og verðfall á haustafurðum, er fengin full skýring á því, hvers vegna það var óumflýjanlegt að gjaldþol bænda minkaði og skuldir söfnuð- ust fyrir. En á þessum erfiðu tímum alt til þessa dags hefir það verið hlut- verk kaupfélagsins að vera bjarg- vættur almennings á neyðartímum, bera sameiginlega byrði erfiðleik- anna og vinna að sameiginlegri endurreisn efnahagsins. Að þessu hefir kaupfélagið unn- ið með því að útvega sem bestan markað fyrir innlendu vöruna og komast að sem bestum kjörum á er lendum vönim. Skal það nú skýrt nokkru nánar í næsta kafla. II. Afurðasalan. Kjöt. Vegna þess að sauðfjár- rækt er aðalatvinnuvegur bænda hér í sýslu, skiftir mestu um að fá góðan markað fyrir þær afurð- ir. Kaupfélagið hefir því talið það skyldu sína að ná því takmarki. Fyrst þegar Sláturfélag Saður- lands tók til starfa í Reykjavík, gaf það 18 aura fyrir kjötpundið. Á sama tíma gáfu kaupmenn hér 11 aura fyrir hvert kjötpund. Var þá um tvent að velja fyrir bænd- ur, annaðhvort að reka fé sitt alla leið til Reykjavíkur, eða láta kaup- menn fá það fyrir þetta lága verð Ýmsir neyddust til að taka síðari kostinn, að nokkru leyti, vegna þess, hve féð lagði mikið af á leið- inni, og vegna kostnaðarins við rekstrana, og af því mönnum hraus hugur við slíkri meðferð á fénu. Lék bændum nú mjög hugur á að koma kjöti sínu fram hjá nauð- ungarmarkaði kaupmanna, og vann því formaður kaupfélagsins að því ár eftir ár að opna bændum út- göngu. Sláturfélag Suðurlands gaf að lokum kost á því að selja það kjöt, með sínu markaðsverði, sem Skaftfellingar gætu verkað eins vel og tryggilega sem gert var í Reykjavík. En þeir urðu vitanlega að gera það á eigin ábyrgð og í byggingu hér vildi Sláturfélagið ekki leggja. Kaupfélagið lánaði þá hús sín endurgjaldslaust til þess að gera þessa fyrstu tilraun í, og fór svo fram nokkur ár. Hagnaðurinn af þessu kom þeg- ar í ljós. Reynsla bænda sýndi það enn, að verð kaupmanna hafði verið alt of lágt. Stórmikill gróði hlaut að renna frá bændum dalnum. Að öðru leyti hafa sýning- ar á nautgripum legið niðri, ef svo mætti að orði kveða, þessi árin. Hitt er auðsætt, að ef sýningar á öðrum búfénaði eru nauðsynlegar og gagnlegar, þá ættu þær ekki síður að vera það gagnvart naut- gripunum. Nú hefir þeirri reglu verið fylgt, svo að segja undantekningarlítið, undanfarin 12 ár, að sýningar á hrossum hafa verið haldnar armað- hvort ár til skiftis í hinum helstu hrossahéruðum landsins, og hrúta- sýningar þriðja hvert ár. Og það er viðuikent, að þessar sýmngar hafi gert gagn. þær hafa, og ekki síst hrútasýningarnar, aukið áhuga á kynbótum og umbótum í meðferð á þessum skepnum. Ef til vill er áhuginn á umbótum í sauðfjárræktinni meiri en ella á sér stað um stórgripina, og jafn- vel meiru kostað til bættrar sauð- fjárræktar en umbóta á öðrum bú- peningi, og ber eigi að lasta það, ef rétt er stefnt. En hitt er víst, að umbætur í meðferð og kynbótum á stórgripum eru eigi síður nauð- synlegar og sjálfsagðar. Um nautpeninginn má geta þess, að stofnuð hafa verið og starfrækt nokkur nautgripafélög. Telst svo til, að um 12% af öllum kúm lands- ins séu í félögunum eða undir eft- irliti, eða með öðrum orðum rúm- lega áttunda hver kýr. Sjá allir af þessu, að skamt er enn á veg kom- ið með nautgriparæktarfélögin, og að betur má ef duga skal. Hinsvegar er á það að líta, að víða hér á landi, t. d. á Suðurlands- undirlendinu, eru kýrnar langsam- lega arðsamasta gripaeignin þeg- ar alls er gætt. Læt eg mér nægja að þessu sinni að minna þá, sem þetta kunna að lesa, á ummæli Halldórs skólastjóra Vilhjálmsson- ar í grein hans í Tímanum, er hann nefnir: „Fóstra mannkynsins", og síðustu skýrslu hans um Bænda- skólann á Hvanneyri (bls. 22), þar sem hann minnist einnig á gagn- semi kúnna, móts við aðrar skepn- ur, og hversu arðsamar þær eru, ef réttum tökum er beitt við þær. það er enginn minsti vafi á því, að kýmar okkar eru í eðli sínu ágætir gripir. — í hverju héraði og nálega í hverri sveit á landinu fyrirfinnast fleiri og færri ágætar kýr, sem mjólka 3000—4000 kg. um árið. Og í sumum elstu naut- griparæktarfélögunum, og þar sem kúnum er annars sómi sýndur, kaupmenn með kjöt sitt. því kaup- menn neyddust til að hækka kjöt- verðið, heldur en að tapa sínum síðustu viðskiftamönnum. 1 sambandi við þetta mál skal það tekið fram, að sumir hafa get- ið þess til og jafnvel fullyrt, að Sláturhúsið hér í Vík væri óþarf- lega stórt og bændum ofviða. Slíku var hugsanlegt að kasta fram áður en húsið var bygt. En nú er reynsl- an búin að sýna það gagnstæða. Og hennar rök eru óhrekjandi. Hún hefir sýnt það, að húsið má ekki minna vera til þess að slátrun geti farið fram á venjulegum slátur- tíma og til þess að kjötverkun geti orðið svo trygg, að bændur þurfi ekkert að eiga á hættu, þótt kjöt verið að liggja hér til langframa eins og altaf getur komið fyrir. Hinsvegar er það svo vandað og vel úr garði gert, að einmitt húss- ins vegna getur útibúið hér starf- að framvegis sem sjálfstætt slát- urfélag, því nú getur það fullnægt cllum þeim kröfum, sem gerðar eru til saltkjötsverkunar gagnvart er- lendum markaði. Að húsið er ekki bændum of- viða sést best á því, að þeir eiga það nærri skuldlaust tæpum þrem árum eftir að það var fullgert. Reynslan hefir því sannað það, að Sláturhúsið er traustasti hyrning- arsteinninn, sem bændur hér í sýslu hafa enn reist, til þess að tryggja sér efnahagslega velmeg- un í framtíðinni. Niðurl. ----o-----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.