Tíminn - 23.08.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.08.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferi 05 afgret&slur'a&ur Cimans er Sigurgetr ^riörifsfon, Sambanös^úsinu, ÍJeYfjauif. ^.fjgreiböía ílmans er í Samban&sfyústna. ©pin baglega 9—(2 f. $. Sinti 496. VIII. ár. Reykjavík 23. ágúst 1924 34. blað Hagsmunir Islands, réttur íslands og íslandsbanki. 1. Bréf frá bankastjóra hinna erlendu hlutliafa Til ritstjóra „Tímans“. 1 blaði yðar, sem út kom 9. þ. m., hafið þér tekið upp úr Alþýðu- blaðinu ennþá eina árásina á ís- landsbanka. Jafnframt getið þér um, að eg hafi skrifað svar til Al- þýðubiaðsins, og hefði því mátt vænta þess, að þér hefðuð skýrt rétt frá um svar mitt, en það haf- ið þér ekki gert, að því er snertir það árásaratriði Alþýðublaðsins, að hluti íslandsbanka í enska lán- inu frá 1921 sé bókfærður of lágt í reikningi bankans, og jafnframt endurtakið þér þá ásökun Alþýðu- biaðsins á hendur bankanum, að í reikningi hans sé verið að „fela gengistapið á enska láninu", þótt þér hafið hlotið að sjá af svari mínu, að þetta er algerlega ósatt mál. Loks segið þér, að þetta at- riði sé orðið kunnugt „af skrifum þessum“ í Alþýðublaðinu, og vilj- ið þar með láta líta svo út gagnvart almenningi, sem hér sé um ein- hverja nýja uppgötvun að ræða, þótt þér einnig hafið hlotið að sjá af svari mínu, að þetta er einnig ósatt. Út af þessu vil eg biðja yður að ljá þessum línum rúm í blaði yðar og er það, sem eg segi hér,að mestu leyti endurtekning á svari mínu til Alþýðublaðsins. Eins og eg hefi vikið að, látið þér líta svo út, sem það sé alveg ný uppgötvun, að í reikningi bank- ans sé enska lánið ekki fært til út- gjalda með núverandi gengi á ensk- um pundum, og segið svo, að af þvi sé bert „að raunverulega var skuld lslandsbanka við útlönd nálega 3 miljón krónum hærri í íslenskum krónum en síðasti ársreikningur segir“. Við þessu er fyrst og fremst það að segja, að bankamatsnefndin, sem framkvæmdi matið á bankan- um í hitt eð fyrra, gerði bankanum tap á þessum lið. þess vegna kom þetta þegar fram þá opinberlega, enda aldrei gerð nein tilraun til að fara í felur með það. Við það bæt- ist svo, að í yfirlýsingu stjórnar Islandsbanka, dags. 2. júlí f. á., sem bankastjórnin birti í blöðun- um, var ítarlega um þetta talað og skýrt frá því, að bankastjórnin hefði talið matsnefndina hafa verið alt of stranga í þessu atriði, með því að enska lánið ætti ekki að greiðast fljótar en á 30 árum, frá 1. sept. f. á. að telja; byrði bank- ans af láninu væri því undir því komin, hvert yrði gengi sterl.pd. í ísl. krónum að meðaltali í næstu 30 ár, og var jafnframt bent á, að bankastjómin stæði ekki ein uppi með þessa skoðun, því á alþingi 1922 áætlaði þáverandi fjármála- ráðherra, að íslenska ríkið þyrfti ekki að endurborga sinn hluta af þessu láni með hærra gengi en 20 kr. hvert sterlingpund að meðal- tali, og í landsreikningunum fyrir 1921 og 1922 er þetta enska lán að- eins reiknað með kr. 21,10 hvert sterlingpund. Báðir þessir lands- reikningar eru gerðir af fjármála- ráðherrum, sem studdir voru til valda af flokki yðar og „Tíman- um“. Hinn fymefndi af Magnúsi Jónssyni og hinn síðarnefndi af Klemens Jónssyni. Við þetta má nú bæta því, að eftir því sem mér er sagt, hefir stjórnin í Noregi álitið rétt að telja margra ára dollara- lán, sem hún hefir tekið í Ameríku, með gengi 5 kr. hvern dollar, þó að núverandi gengi á dollar í Noregi sé ca. 7 kr. Eftir alt það, sem á und an er gengið, samkvæmt því, sem nú er sagt, er það sannarlega nokkuð langt gengið að vera að reyna að telja almenningi trú um, að bankinn sé að reyna að blekkja menn með því að leyna nú í reikn- ingnum því sama, sem banka- stjórnin er búin að skýra frá og rökræða opinberlega í blöðunum fyrir meira en einu ári síðan. Um hið annað árásaratriði, sem þér takið upp úr Alþýðublaðinu, viðvíkjandi inneign ríkissjóðs Dana í Islandsbanka, hafið þér skýrt frá aðalatriðinu um það í svari mínu, og tel eg því eigi ástæðu til að fjölyrða um það. Loks skal eg víkja nokkrum orð- um að þeim ummælum yðar í téðri grein, að það sé „orðið alviðurkent og verði fullkomlega sannað með tölum, að í raun og veru er hið upp- haflega hlutafé bankans alt tapað“. Eg þori að fullyrða, að þetta er algerlega ósatt. pó að þér og aðrir heitustu hatursmenn bankans vilj- ið ekki byggja neitt á mati því, sem fram fór á bankanum 1921— 1922, þá munu allflestir menn í landinu meta það meira en hinar æsingafullu greinar um bankann í „Tímanum“, þegar hann hefir ver- ið að reyna að nota bardagann gegn bankanum sem pólitiska lyftistöng. Matsnefndin taldi 91% af hlutafé bankans vera ótapað, og því hefir ekki verið haldið fram, að tap bankans hafi aukist eftir að matið fór fram. Eins og nánar var sýnt fram á í fyrgreindri yfir- lýsing bankastjórnarinnar dags. 2. júlí f. á., sem eins og fyr er sagt var birt í blöðunum, hafði bankinn þá lagt til hliðar fyrir tapi því. sem matsnefndin taldi hafa orðið, kr. 3,895,364,11 og síðan hefir ver ið lagt til hliðar fyrir tapi: af árs- arði bankans 1922 — 1,157,048,89 af ársarði bank- ans 1923 ........— 313,299,55 Hér við bætist svo varasjóður bank- ans eins og hann er nú............— 2,377,797,59 kr. 7,743,510,14 Matsnefndin áætl- aði tap bankans — 6,613,658,00 Mismunur kr. 1,129,852,11 Samkvæmt þessu á því bankinn óskert alt hlutafé sitt, 4*4 milj. kr., og að auki kr. 1,129,852,14, eða með öðrum orðum rúmlega 25% af hlutafénu. þetta er niðurstaðan þó það væri talið rétt af matsnefndinni að meta bankanum kr. 1,432,843,00 sem gengistap á enska láninu og þó matsnefndin vildi ekki meta bankanum í hag neinn gengismun á gulli því, sem bankinn á í dollur- um og Norðurlandakrónum, en sá gengismunur bankanum í hag nam þegar matið fór fram ca. 1 milj. kr. eða ca. 22% af hlutafé bank- ans. þessi tvö síðastnefndu atriði munuðu hvorki meira né minna samtals en ca. 53% af hlutafénu, svo hefði matsnefndin fallist á skoðanir bankastjórnarinnar um þessi tvö atriði, þá gat matsverð hlutabréfa bankans ekki orðið minna en 144%, en með öðrum orðum hverjar 100 kr. í hlutafé taldar 144 kr. virði. Eg hefi talið rétt að ekrifa þetta til athugunar fyrir þá lesend- ur „Tímans“, sem vilja vera rétt- látir í dómum sínum um bankann, en býst varla við, að þér og aðrir, sem eru sama sinnis gagnvart bankanum, séu fáanlegir til þess að meta afstöðu bankans með sann- girni og stillingu, sem þó virðist vera skylda leiðandi manna í land- inu, ekki einungis gagnvart annari aðalpeningastofnun landsins, held- ur einnig vegna fjárhagslegrar velferðar landsmanna. Reykjavík 14. ágúst 1924. Eggert Claessen. spyrja um álit núverandi fjár- málaráðherra þá fer það heldur ekki milli mála. Af ræðum hans, utan þings og innan, er það ljóst að hann lítur alveg gagnstæðum augum á málið við bankastjórann. c. þriðja og síðasta röksemd bankastjórans í þessu efni er það sem honum „er sagt“ um stjóm Noregs. Liggur í augum uppi hversu léttvæg slík rök eru. En áður í ritdeilu þessari er vikið að spádómum Magnúsar Guðmunds- sonar. d. þannig stendur bankastjór- inn alveg slyppur og snauður um varnir við því hvernig hann met- ur sterlingpundið og reynslan verð ur sú, að þau vopn, sem hann beitir snúast gegn honum sjálfum. það er ómótmælanlegt að eins og stendur er skuld íslandsbanka í enska láninu c. 3 milj. kr. hærri en síðasti reikningur bankans ber með sér. Tíminn -hefir aldrei sagt að þarna væri um vísvitandi blekk- ingartilraun að ræða af bankans hálfu, enda er það ekkert aðalat- riði þessa máls. En Tíminn hefir sagt hitt, að tilgangur þessa bankastjóra E. Cl. — að því er séð verður af skrifum hans — væri sá að láta bankann vinna upp þetta tap og önnur á mörgum árum — þ. e. að láta atvinnuvegi tslands borga tapið, til þess að bjarga hinu erlenda hlutafé. Og um það stendur aðaldeilan milli Tímans og bankastjórans hvort þetta sé rétt, að íþyngja svo ógurlega atvinnu- rekendum Islands til þess að láta hluthafa Islandsbanka græða. Hverjir eiga að bera töp Islands- banka. hinir útlendu hluthafar, eða atvinnurekendur íslands? Allur síðari hlutinn í bréfi bankastjórans hnígur að þeim um- mælum mínum að raunverulega sé hlutafé bankans tapað. Einu rökin sem bankastjórinn ber fram á móti eru grundvölluð á mati hinnar margnefndu nefndar. En eins og áður er sagt er það mat að engu hafandi og þarafleiðandi svífa rök bankastjórans öll í lausu lofti, og er ekki orðum að þeim eyð andi frekar. En um höfuðatriðið sem skilur í þessu stóra máli, er rétt að ræða enn einu sinni. það er í raun og veru alls ekki það hvort alt hluta- fé bankans sé tapað, heldur hitt: hvernig eigi að haga stjóm bank- ans eins og nú er málum komið, hvort heldur þannig að láta bank- ann græða sem mest, vinna upp öll töpin, skila hluthöfunum miklum arði og jafnvel margföldu hluta- fénu um það er lýkur, eða hvort nú eigi að hefja nýja stefnu um bank- ann, hugsa ekki fyrst og fremst um það að vinna upp miljónatöpin, heldur láta tapað vera tapað, og hugsa fyrst og fremst um það að veita atvinnuvegunum hagstæð lánskjör. 1 því sambandi er rétt að rifja upp nokkur atriði: a. Á stríðsárunum var Islands- banka þannig stjórnað, að þá er kreppan kom, lenti bankinn í svo miklum vandræðum, að sjálfur gat hann ekki bjargast án aðstoðar ís- lenska ríkisins. Sleppum því að stjórn Islandsbanka leiddi þessi töp ekki einungis yfir bapkann sjálfan, heldur og yfir fjölmarga atvinnu- rekendur. En án hjálpar íslenska ríkisins hefði bankinn þá tvímæla- laust oltið um koll og hluthafarn- ir tapað öllu sem þeir höfðu lagt í Frh. á 4. aíðu. II. Svar frá ritstjóra Tímans það mun þykja hlíða að láta nokkrar athugasemdir fylgja þessu bréfi bankastjórans. Er það þó mála sannast, að fátt liggur betur í augum uppi en það, að þetta bréf dæmir sig sjálft. Hvað á að meta sterlingpundið? Allur fyrri hluti bréfsins er vörn um það, að í reikningi ís- landsbanka fyrir síðastliðið ár er sterlingpundið reiknað c. 10 kr. lægra en núverandi gengi þess er. Bankastjórnin ber fram þessar varnir: a. Hann vitnar til hinnar marg- umtöluðu bankamatsnefndar frá 1921, og síðar í bréfinu, þegar hann kemur að tapi bankans, not- ar hann nefnd þessa sem höfuð- vörn sína. það þarf mikla dirfsku til að gera slíkt. Bankastj óranum er það þó fullkunnugt, eins og það er alþjóð íslands kunnugt, að á starfi þeirrar nefndar verður ekk- ert bygt. Jafnvel landsstjórnin gamla (J. M. cg M. G.) hafði mat- ið að engu og datt ekki í hug að nota það að grundvelli fyrir hluta- kaupum í bankanum. Á Alþingi heyrðist ekki ein einasta rödd um að virða matið að nokkru. Enginn hefir yfirleitt minst á þetta mat annar en E. Cl. Enda var ekki við að búast, eins og nefndin var und- ir komin. Hluthafar bankans skip- uðu tvo matsmenn, en sú ótrúlega bíræfni var framin á Alþingi að neita um hlutfallskosningu á þeim mönnum, sem þaðan átti að kjósa í nefndina. það var gert til þess að sá flokkur, Framsóknarflokkurinn, sem fastast hélt á rétti íslands, fengi engan fulltrúa í nefndinni. Sú ósvífni gekk svo fram af þing- mönnum, að meiri hluti Alþingis mótmælti nefndarkosningunni. (Sbr. Alþt. 1921 B. deild 2505. B. Kr. hlaut 17 atkv. í nefndina, þ. p. 15 atkv., en 22 atkvæðaseðlar voru auðir). Hefði landsstjórnin haft nokkra sómatilfinningu, átti hún alls ekki að láta nefndina starfa eftir þessi ákveðnu mót- mæli Alþingis. Engir aðrir en hluthafar Islandsbanka geta tekið mark á matinu, enda hafa engir hampað því aðrir en þeir. Síst sæk- ir og bankastjómin rök til mats- nefndarinnar um það, hvernig eigi að meta sterlingpundið, því að jafnvel sú nefnd „gerði bankanum tap á þessum lið“. b. Aðalvörn bankastjórans er sú, að fjármálaráðherrar Framsókn- arflokksins (M. J. og Kl. J.) hafi í landsreikningunum fyrir 1921 og 1922 reiknað hvert sterlingpund með kr. 21,10. Hér kemur sá gamli Adam upp í bankastjóranum. Slík röksemdafærsla getur komið fyrir málaflutningsmann, sem er í vanda staddur. En bankastjóri má alls ekki beita henni, er hann ræð- ir um alvarleg fjárhagsatriði. Bankamir íslensku hófu ekki að skrásetja sérstakt gengi á íslenskri krónu fyr en í júní 1922 (sbr. reikning Landsbanka Islands 1922, bls. 4). Engin festa er komin á um slíka útreikninga árin 1921 og 1922. I árslok 1922 var sterling- pundið skráð á kr. 26. Landsreikn- ingamir 1921 og 1922 eru því máli þessu óviðkomandi með öllu. Alt öðru máli er að gegna um árslokin 1923, þegar sá umræddi reikning- ur íslandsbanka er gerður. Og vilji bankastjómin leiða Kl. Jónsson fjármálaráðherra Framsóknar- flokksins sem vitni í málinu, þá er það skjallega sannanlegt hvem- ig hann leit á þetta mál þá. Um áramótin 1923—24 semur hann fjárlagafmmvarpið sem leggjast átti fyrir þingið. 1 því frv. metur KI. J. sterlingpundið á 30 kr. eins og Landsbankinn gerði og eins og það opinbera gengi var, þvert ofan í það sem Islandsbanki gerði. Út- koman verður því sú, að vopnið sem bankastjórnin beitir snýst öldungis gegn honum sjálfum. Vilji bankastjórinn ennfremur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.