Tíminn - 23.08.1924, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.08.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 133 Hin heimsfrægu Barratt’s baðlyt eru best og ódfrust. Biðjið um: „Columbus Brand“. Besta niðursoðna mjólkin danska. —-S. í. S. annast pantanir. Til tanpfélaga! H.f. Smjðrlíkisgerðin í Reykjavik er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um ,$mára‘-smjörlíkið. nauðsynlegt að þær séu fyltar, svo að ekki setjist myglu- og gerla- gróður innanvert við tunnutapp- ann. Sé nú nauðsynlegt að koma kjöt- inu af stað áður en tími vinst til að tvípækla, eru ekki önnur ráð en bæta órunnu salti í pækilinn í tunn- unum, og viti menn með vissu, að skipsferð falli þegar í stað eftir söltunina, er sjálfsagt að auka þursöltunina, t. d. úr 12 kg. upp í 16 kg. í hver 112 kg. af kjöti. þetta mun reynast affarasælt, þótt betra sé að tími vinnist til þess að tví- pækla kjötið áður en það er sent utan, því það verður jafnsaltara af pæklinum. Áður var það algild regla hjá sláturfélögunum, að nota 10 kg. af þurru salti í hver 112 kg. af kjöti, en nú hafa mörg þeirra aukið söltunina upp í 12 kg. og hefir það gefist vel, enda getur lítilsháttar saltaukning ekki spilt útliti eða bragði kjötsins, nema um því megnara kjöt sé að ræða. J>á hefi eg lauslega minst á þau atriði, sem eg tel mestu skifta um verkun og geymslu saltkjötsins, og vona, að hlutaðeigendur athugi málið sér í hag. Gísli Guðmundsson. o Norður í þingeyjarsýslu og vest- ur í Önundarfirði er nú rekin gráðaostagerð af miklu kappi. Á Suðrulandsundirlendinu hefir osta- gerð aukist stórlega síðustu árin við rjómabúin. Er þetta mjög gleðileg framför. Hér er nýr at- vinnurekstur hafinn, sem vafa- laust á sér mikla framtíð. það var tilætlun Alþingis, mikils hluta þess a. m. k., að innflutnings- höftin ættu meðfram að styðja innlenda framleiðslu. pær vörur, sem framleiða mátti í landinu, átti ekki að flytja inn. Ná liggja bændur eystra, vestra og nyrðra með sínar miklu birgð- ir af osti og alt vorið og sumarið hefir landsstjórnin ómælt gefið innflutningsleyfin fyrir ostinn út- lenda. þannig er hún hin föðurlega um- hyggja landsstjórnarinnar fyrir bændum landsins og innlendum framleiðendum! pað var sagt í vor að dönsku verslanirnar hér í bænum hefðu sent hingað töluvert af smjörlíki. Nóg smjörlíki og ágætt er fram- leitt innanlands. Einhverjum hefði orðið það á að segja: Hér eru inn- flutningshöft, sem eiga að styðja innlenda framleiðslu. En sagan segir að stjómin hafi orðalaust leyft dönsku verslununum inn- flutninginn. gripina, skrúðann, líkneskin, skrín- in o. s. frv. A Norðurlöndunum liin- um er nálega ekkert til af þessu tagi. Ef við vinnum úr þessu mikla og merkilega efni Islending- ar, þá getum við, á þessu lang- merkasta sviði í miðaldasögu Norðurlanda varpað svipuðu ljósi yfir sögu þeirra sem yfir fornöld- ina. Og þá mun það sannast, að skáldin íslensku fá verkefni til að syngja ljóð til dýrðar katólsku kirkjunni. Enn mun það sannast af mál- dögunum og fornskjölunum hversu rík ítök katólska kirkjan átti í ís- lensku þjóðinni og hversu allur al- menningur lagði mikið á sig um að hlúa að kirkjum sínum og prýða þær. Engin stofnun, hvorki fyr né síðar, mun hafa náð svo miklum tökum á íslensku þjóðinni sem katólska kirkjan, enda munu kirkjuhúsin íslensku í katólskri tíð hafa borið þess ljóslega menjar. pau hafa verið margfalt hlýlegri og vistlegri en kirkjurnar okkar eru nú — altjölduð íslenskum tjöld- um og dúkum, með listvefnaði og útsaumi eftir iðnar konuhendur og útskomar bríkur, krossmörk og líkneski skrautlega máluð eftir Einhver var að hafa það á orði, að stór hluthafi í Morgunblaðinu, útlendur, hefði átt hlut að máli. En um það má ekki tala á stjórn- arheimilinu frekar en snöru í húsi ákveðinnar persónu. ----o--- Frá útlöndum. Grænlandssamningurinn milli Danmerkur og Noregs var endan- lega samþyktur á þingi Dana um síðustu mánaðamót. það voru vinstri menn — bændumir dönsku — og jafnaðarmenn.sem réðu sam- þyktinni. Annar fulltrúi Færey- inga, Effersöe, vakti á sér mikla eftirtekt, er málið var til lykta leitt. Hann lýsti því yfir, að héðan af gæti hann ekki lengur tekið þátt í því starfi að vinna að pólit- isku samstarfi milli Danmerkur og Færeyja. Með samningnum hefði Danmörk brugðist skyldum sínum við Grænlendinga. Nú myndi hann láta kjósendur sína skera úr um, hvort hann ætti áfram að fara með þingmensku. Hafa komið fleiri óánægjuraddir frá Færeyjum um úrslit málsins. — Japanar sýna óvináttu sína til Bandaríkjanna, vegna innlfutn- ingsbannsins, með mörgum hætti. Almenn samtök eru um land alt að kaupa engar vörur frá Bandaríkj- unum. Kvikmyndaleikhúsin þora ekki og vilja ekki sýna lifandi myndir sem eru frá Bandaríkjun- um og. ekki alls fyrir löngu var skorinn niður fáni Bandaríkjanna á bústað sendiherra þeirra í Tokíó, og vitanlega náðist sá ekki sem framdi. — Bandaríkjaþingið hefir sam- þykt að verja 900 miljónum króna til aukins herbúnaðar, einkum á sjó. Er talið víst að það sé einkum fjandskapur Japana sem ráðið hafi. — þjóðverjar hafa lagt geysi- mikið kapp á að eignast aftur verslunarflota, en eins og kunnugt er urðu þeir að láta af hendi mik- inn hluta hans eftir friðarsamn- ingana og mistu auk þess afarmik- ið á stríðsárunum. Nú er talið að verslunarflotinn þýski sé orðinn um það bil helmingur af því sem var fyrir stríð. — það lítur svo út sem við for- setakosningarnar í Bandaríkjun- um, sem nú standa fyrir dyrum, muni sundrast að miklu leyti sú gamla pólitiska flokkaskifting sem þar hefir verið um marga áralugi. Hingað til hefir það jafnan reynst svo, að forsetaefni annars hvors flokksins, Republikana eða Demó- krata, hefir hlotið kosningu með eindregnum meiri hluta. Forseta- innlenda menn skurðhaga og mál- ara. Ekki síður mun það sannast af fornskjölunum íslensku, að þeir forystumenn katólsku kirkjunnar íslensku margir, sem áfeldir voru þunglega fyrstu aldirnar eftir siða- skiftin, voru miklu meiri menn og betri en nú er alment kent í skól- unum. Saga þessara alda er bæði vansögð og rangsögð enn í öllum kenslubókum. — það er vel farið að Stefán frá Hvítadal hefir ort þessa glæsilegu drápu hinni katólsku kirkju Is- lands til dýrðar, þó að hér sé sá dómur á lagður að réttara hefði honum verið að fara aðra leið um efnisval. Og hiklaust má því spá, að þetta verður ekki síðasta dráp- an sem íslensk skáld yrkja um þetta efni, heldur munu margar á eftir fara. Tr. p. ----o---- Embætti. Kristján Linnet sýslu- maður á Sauðárkróki hefir verið skipaður bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum. — Katrín Thóroddsen hefir verið skipuð héraðslæknir í Flat- eyjarhéraði á Breiðafirði. — Egg- ert Briem frá Reykholti hefir ver- ið settur læknir í þistilfirði. efni utan þeirra flokka hafa alls ekki komið til greina. Nú er talið mjög vafasamt að þessi verði úr- slitin. Gömlu flokkarnir bera að vísu fram hvor sitt forsetaefni: Republikanar Coolidge forseta til endurkj örs og Demókratar John William Davis fyrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í London, en auk þess er maður í kjöri frá þriðja flokknum, sem talið er víst að hnupli frá gömlu flokkunum mesta fjölda atkvæða. Fjöldi verkamanna fyllir þann flokk. For- setaefnið heitir Foelette. — Frumvarp hefir verið rætt í norska þinginu um einkasölu á koJiii þar í landi. Var samþykt í annari málstofunni, en felt í hinni. Vinstri menn og jafnaðarmenn studdu frumvarpið. — Uppreisn hefir verið hafin í Brasilíu. Tugir þúsunda her- manna haf a verið kvaddir til vopna og óvíst enn hvorir bera hærri hlut, uppreisnarmenn eða stjórnarhe'r- inn. — Meir en 100 ár eru síðan því var fyrst fleygt að grafa göng und ir Ermarsund, til þess að greiða fyrir samgöngum milli Englands og Frakklands. Síðan hefir jafnan verið mikið um þetta rætt. Fyrir 40 árum var það mjög á dagskrá og ítarlega rannsakað. En það sem fyrst og fremst mun hafa valdið því á fyrri tíð, að ekki varð úr, var það að England vildi áfram halda hlunnindunum að vera eyja. Göng- in voru álitin geta orðið hættuleg frá hernaðarsjónarmiði. þetta hef- ir mjög breyst. Fyrst og fremst er sambúðin nú öll önnur en var við Frakkland. þeir sem vilja fá göng- in, með járnbraut vitanlega, benda á, hversu England gæti þá miklu fljótar komið hjálparher til meg- inlandsins. Enn er á það bent, að þar sem flughernaður hafi náð svo mikilli fullkomnun, sé England x því tilliti varla eyja lengur. Og loks benda menn á að göngin yrðu eins og táknmynd þeirrar æfinlegu vináttu, sem vera ætti milli Eng- lands og Frakklands. þessara hluta vegna allra var mál þetta nú enn á ný tekið til rækilegrar at- hugunar á Englandi. Síðast tók nefnd það til athugunar sem í sátu meðal annars fimm enskir forsæt- isráðherrar: Balfour, Asquith, Lloyd George, Stanley Baldwin og Macdonald núverandi forsætisráð- herra. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu, í einu hljóði, að grafa ekki göngin, og er málinu þar með lok- ið, í bili a. m. k. Fyrst og fremst var álitið að göngin gætu alls ekki borið sig, en stofnkostnaður var áætlaður 800 milj. króna. Úr sam- göngunum myndi þetta ekki bæta verulega, því að þær væru yfirleitt eins góðar óg þyrfti að vera. Á stríðsárunum hefði enski flotinn ’ og getað gætt flutningaskipanna fulltryggilega og göngin yrðu lítt öruggari, því að af sjó mætti láta skothríð geisa sífelt að inngöng- unni.Og loks dregur Englendingur- inn fullkomlega í efa að lofthem- aðurinn sé búinn að ná þeii’ri full- kornnun, að enn séu ekki óteljandi þægindi fyrir England að vera eyja. — Pasteur-stófnunin franska hefir reist stórt og mikið apa- sjúkrahús í einni nýlendu Frakka í Mið-Afríku. Sjúkrahúsið hefir öll hin fullkomnustu tæki, en alt er í því skýni gert að gera lækninga- tilraunir á öpunum, aðallega vegna bei-klaveiki. — Enn hefir komið fyrir alvar- legt bankamál í Danmörku. Einn af stærstu bönkunum, Köbenhavns Diskonto og Revisionsbank, hefir orðið að loka og stöðva allar út- borganir. Sparifé stóð inni í bank- anum meir en 100 milj. kr. Enn hafa menn von um að hlutafé og varasjóður nægi til að standast töpin. ----o---- Faliið í Surtshelli. 1 Tímanum hefir verið sagt frá því, er Stefán í Kalmanstungu féll niður í Surtshelli. Til viðbótar því skal þessa getið. Stefán gekk meðfram austur- brúninni á fjárdrápsgatinu og bar sementspoka í fanginu (ekki á bak- inu); ætlaði hann að kasta pokan- um niður á snjóskafl, sem þar er litlu sunnar. Hann gekk tæjxt, og brast þá steinn úr blábrúninni undan fótum hans. En berginu er þarna svo varið, að lögin molna sundur upp og niður, ekki ósvipað og þegar vorísar moltna, og getur verið miklu viðsjálla en fljótlega sýnist. Stefán hentist fram af brúninni í einu vetfangi, og steypt ist áfram, vegna pokans, sem hann bai', slepti honum í sömu svifum og mundi hafa fallið í urðina á grúfu eða því nær á fjórar fætur. En rétt sem hann kom niður, skaut hann fótum fram undir sig og tók af sér fallið með knébeygju. Ekki fipaðist honum eitt augnablik- enda mundi það hafa kostað hann líf eða limi. Stórgrýtt urð er þar, sem hann kom niður, og liggur þar eggjasteinn einn, allstór, og snýr upp hvöss brún, sem stefnir frá berginu, en skáhallir fletir til beggja hliða. Stefán skaut fótum á hliðar þessa steins, og gerði hann þetta alt vitandi vits. Svo segir hann, að sementspokinn muni hafa bjargað sér, þyí að ella mundi hann ef til vill hafa fallið aftur á bak upp að berginu. En pokinn og steinninn, sem úr brún- inni brast, lentu nær berginu og meir til hliðar en Stefán fótaði sig. Jeg kom að Surtshelli fáum dög- um síðar en þetta varð, og mældum við Kristófer, bróðir Stefáns, þá fallið. það reyndist nákvæmlega 10 álnir og 3 þuml. af bergbrún- inni og niður á hliðar steinsins, þar sem Stefán fótaði sig. En jafn- framt má geta þess, að Stefán mun vera nær því 200 pund, enda er hann með stærstu mönnum hér á landi. það er mjög í frásögur færandi, að maður skuli sleppa heill úr því- líkri raun. En varla er það tilvilj- un nema að litlu leyti. Stefáni flýg- ur þetta eitt í hug: ekki að meiða sig. Hann gerir það eitt, sem hár- xétt var. það er hugrekki og geðró, sem bjargar honum, meir en lík- amshreysti. Og kannske er eitt enn: það er leikfimin á Hvann- eyri. það kom sér alt í einu vel að kunna að beygja lappirnar. — En Halldór skólastjóri reisti fimleika- húsið á Hvanneyri fyrir eigið fé fyrst, heldur en að skólinn fengi það ekki í tæka tíð. 8. ágúst 1924. Helgi Hjörvar. ■ ■ - o- - Iþróttanámsskeiðið. Iþróttanámsskeið það, sem aug- lýst var í Tímanum í fyrri hluta síðasta mánaðar, er þess vert, að a. m. k. allir íþróttamenn gefi því gaum. þetta námsskeið verður það allengsta íþróttanámsskeið, sem haldið hefir verið hér á landi. það mun því vera óhætt að vænta mik- ils árangurs af því. Margir hugsa ef til vill sem svo, að námsskeiðið taki óþarflega langan tíma, en svo er þó ekki. Námsskeiðið má ekki standa skemri tíma en 5 mánuði, eigi nemendur að verða færir til að kenna bæði íþróttir og leikfimi þegar heim kemur. Iþróttamenn verða að athuga það, að slík handahófskensla, sem nú tíðkast hjá mjög mörgum ung- menna- og íþi'óttafélögum, dugir ekki lengur. Víðsvegar um landið þurfa að vera sæmilega hæfir kennarar. Helst ætti hvert ung- menna- og íþróttafélag að keppa að því, að eiga einn mann, sem getur kent bæði leikfimi og íþrótt- ir. Nú er tækifærið fyrir þau að byrja. TVö, þrjú eða fjögur félög ættu að taka sig saman um að senda einn mann og styrkja hann að einhverju leyti; stór upphæð þyrfti þetta ekki að vera, svo að hann munaði um hana. þegar félögin velja menn á þetta námsskeið, þurfa þau sérstaklega að athuga það, hvort þeir eru lík- legir til að starfa heima í átthög- unum í náinni framtíð. Best væri að þeir piltar, sem námsskeiðið sækja, hefðu eitthvað iðkað íþróttir og hefðu löngun til að kenna þær. þó er annað enn nauðsynlegra, og það er, að félög- in velji ekki aðra menn en þá, sem eru þektir að reglusemi, enda mun óhætt að segja það hér, að þess er fyllilega vænst, bæði af stjórn 1. S. I., sem stendur fyrir námsskeið- inu, og forstöðumanni þess, að fé- lögin vandi val mannanna, ekki hvað síst er þessa hlið málsins snertir. Jafnframt íþróttunum ættu piltar að geta notið bóklegrar kenslu, þótt ekki væri nema 6—8 stundir í viku. Mun verða reynt að útvega þeim, sem vilja, slíka kenslu strax og námsskeiðið byrj- ar. — Ungu íþróttamenn, sem haf- ið áhuga fyrir íþróttastarfseminni hér á landi! Sækið íþróttanáms- skeiðið og beitið ykkur fyrir þarf- asta uppeldismáli þjóðarinnar! Iþróttavinur. -----o---- Góð tíðindi eru það að togara- eigendur íslenskir allmargir hafa gengið saman í félagsskap um að stofna síldarverksmiðju sem reki síldarbræðslu í stórum stíl. Hefir heyrst að þeir hafi keypt hina miklu síldarmjölsverksmiðju Elías- ar heitins Stefánssonar á Reykj- arfirði á Ströndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.