Tíminn - 23.08.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1924, Blaðsíða 2
132 T I M I N N Utan úr heimi. Gandhi. Indverjar eru stærsta þjóð í heimi, sem ekki er sjálfstætt ríki. Indverjar eru sexfalt fleiri en húsbændur þeirra og svo kallaðir eigendur, Bretar. Samt hafa þeir orðið að lúta í lægra haldi. Fyrir auðmenn Breta, sem hafa undir-i tökin á verslun Indlands, er þessi aðstaða ein höfuðuppspretta sí- streymandi auðæfa. Og fyrir iðn- aðarkónga Englands er stórveldið við Ganges og Indus hinn besti markaður, sem hugsast getur. Nú hin síðari ár hefir ánægjan ekki verið sem mest í Indlandi nteð stjórn Ereta og allar líkur til, að þar dragi fyr en varir til eitir- minniiegra tíðinda. Indverjar hafa í baráttu sinni höfuðleiðtoga þann, sem heitir Gandhi og er einn hinn merkiieg- asti frelsisforkólfur, sem sögur fara af. Gandhi er nú orðinn aidr- aður maður. Hann hefir, eins og fjöldi Indverja, numið við enska háskóla, auk þess, sem þeir nema heima fræði ættjarðar sinnar. Skömmu eftir að hann hafði lok- ið námsdvöl sinni í Englandi, sett- ist hann að í Suður-Afríku í lönd- um Breta, til að leita sér atvixmu. þar var þá talsverð nýlenda af indverskum mönnum. Gandhi kom ekki til hugar annað en að hann og landar hans myndu njóta fullra mannréttinda í þessari bresku ný- lendu. En því var ekki að heilsa. þar var htið á Indverja eins og úr- kast, sem mætti og ætti að þrælka. Gandhi fann til undan þessari for- smán, hkt og Abraham Lincoin, er hann sá ambátt háðulega leikna af mansala, og ásetti sér að vinna að afnámi þrælahaldsins. Gandhi var síðan 20 ár í Suður-Afríku, en þá var hka sigurinn unninn, og nálega eingöngu fyrir thverknað hans. En Gandhi hóf ekki uppreist eða beitti ofbeldi. Hann bannaði lönd- um sínum að beita hörku, hvað sem í skærist. þó að Englendingar mis- þyrmdu, hneptu í fangelsi og dæmdu til dauða, þá skyldi ekki mótleikurinn vera sá að gjalda hku líkt, heldur að sigra ofbeldið með sálarlegum vopnum. Og vopn Gandhis er að neita um samvinnu, halda að sér höndum, vinna ekki hjá, kaupa ekki vörur o. s. frv. að þeim, sem standa fyr- ir ranglætinu. Gandhi er tryggur trú feðra sinna. En trúarfylgi hans leiðir ekki tii andstöðu við önnur trúar- brögð. Skoðun hans er, að öll trú- arbrögð séu greinar á sama tré. Mannkynið sé eitt og óskift. Fram- tíðartakmarkið að allir þess ein- staklingar búi réttlátlega hver að öðrum. Gandhi er hinn mesti hófsemd- armaður. Hann lifir á einföldustu jurtafæðu og drekkur ekkert nema vatn. Hann sefur á hálmdýnu, og hefir engar aðrar líkamleffar þarf- ir. Brátt barst frægðarorð þessa merkilega manns heim til ættjarð- arinnar. Og eftir að Indverjar höfðu fengið mannréttindi i Suður- Afríku, flutti hann heim. Landar hans töldu sig hafa eignast nýjan guð, nýjan Búddha. En Gandhi vill ekkert um það heyra. Hann sé að- cins veikur og dauðlegur maður, sem vill meðan lífið endist vinna að framgangi réttlætis og dreng- skapar á jörðinni. Heima fyrir beið hans sama verkeíni og í Suður-Afríku. Aðeins stærri hlutföll. þegar stríðið byrj- aði, hétu Bretar á Indverja til hjálpar og lofuðu þjóðinni frelsi og sjálfstæði að fengnum sigri. Ein miljón indverskra hermanna barðist á ýmsum vígstöðvum í hði bandamanna. Bretaveldi stóð sigri hrósandi, en efndi ekki heit sín við Indverja. þá magnaðist heift og bræði um alt Indland móti Bretastjóm. Hindúar og Múhameðstrúarmenn sömdu frið sín á mihi. þjóðin vhdi gera uppreist, kasta Bretum út í sjó. En Gandhi sagði nei. Ekki of- beldi, ekki byssur og sverð, heldur vopn og verjur andans. þjóðin hlýddi íoringja sínum. Samtök mynduðust um alt Indland að kaupa ekki enskar vörur, vinna ekki fyrir Englendinga, setja þá í bann afskiftaleysisins. Gandhi var varpað í fangelsi. Hann sat þar í nokkur ár, en var náðaður í sum- ar. En hinni þögulu, látlausu bar- áttu var haldið áfram fyrir því. Og engir nema Englendingar vita, hve það stríð er hart, og hve nærri það hefir gengið yfirstétt Englands, sem áður fékk þaðan mikið af sín- um auðæfum í verslunargróða. En fyrir Gandhi vakir ekki það eitt, að Indland verði laust undan yfirráðum erlendrar þjóðar. Hann berst móti núverandi formi vest- rænnar menningar, eins og hún kemur fram í fégræðgi, yfirdrotn- un hins sterka og undirokun lítil- magnans. Hann vih frelsi hvers einstaklings, og um leið þjóðanna. Ekki eingöngu hið ytra form, sjálfstæði, almenn mannréttindi o. s. frv., heldur miklu fremur hið innra frelsi, sem einungis fæst með sjálfsuppeldi, með því að hin sálarlegu öfl ráði fyrir kröfum hkamans. I stuttu máli: Gandhi er í einu siðabótarhöfundur og pólit- isk frelsishetja hinnar stærstu þjóðar, sem undirokuð er í heim- inum. ** -----o---- T. W. Buch (liitasmiðja Buchs) Tietg'ensgade 64. Köbenhavn B. Litir til heimalitunar: Demantssorti, hrafnssvart, kastorssorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Til heimanotkunar: Gerduft, „fermenta11, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sun“-skósvertan, „ökonomu-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, Blaanelse, Separatorolie o. fl. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. Gljálakk: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar fljótt. Ágæt tegund. Fæst alstaðar á íslandi. einnig ágætlega úr hendi hjá vel vönum mönnum, og fremur sjald- gæft, að gorið komist á kjötið. En svo kemur mjög athugaverður lið- ur í slátruninni, og það er kjöt- þvotturinn. Eins og vera ber, er blóðið laugað innan úr kjötkroppn- um, en það er víðast hvar gert úr volgu vatni og með þar til gerðri rýju; sama vatnið er notið til þess að lauga af mörgum kjötkropp- um, án þess að það sé endurnýjað, en í því er aðal gerlasmitunar- hættan fólgin. þetta má ekki leng- ur svo til ganga. Sláturhúsin um land alt verða að breyta kjötþvott- inum til batnaðar. Vitanlega er of áliðið sumars til þess að hægt sé að breyta þessu á hagkvæman hátt áður en slátrunin fer í hönd, en þó er rétt að minnast á, hvern- ig fyrirkomulagið á að vera. Aðalatriðið er, að sama vatnið sé ekki notað nema á einn kjöt- kropp, svo að óhreinindin eða gerl- arnir laugist af. Með gömlu þvotta- aðferðinni er hvortveggja roðið á, að undanteknum fyrsta krrppnum, er verður fyrir hreina vatninu. Hentugasta fyrirkomulagið er, að sláturhúsin komi sér upp vatnshit- unartækjum, litlum gufukatli, til þess að hita vatn í nægilega stór- um geymi, sem hafður er það hátt, að vatnsstöpullinn nægi til þess að veita volgu vatni með talsverðum hraða á kjötkroppana, þegar þeir eru laugaðir. Vatninu er veitt í járnpípu, og hentugast er að hafa áfasta togleðurspípu með „drei’f- ara“, líkt og notaðar eru við vökv- un garða. þótt volgu vatni sé veitt þannig með nokkrum hraða á kroppana, er betra að hafa þvöru með hentugu skafti til þess að nudda af óhreinindabletti, sem Kjötverkun. Slátrun sauðfjár hefst nú bráð- lega, og vil eg því með nokkrum línum minna kjötmatsmenn og bændur á fáein meginatriði, er snerta saltkjötsverkunina. Frá því saltkjötsrannsóknarskýrsla mín var prentuð í XXXVI. árg. Búnað- arritsins, hafa bændur og kjöt- matnsmenn allvíða gert sér far um að ofþreyta ekki féð í rekstrinum á haustin, þrátt fyrir tímatöf, sem af því leiðir. þessi viðleitni mun reynast affarasæl og hefir, eins og eg hefi áður getið um, talsverð áhrif á geymslu saltkjötsins. En það er fleira, sem jafnframt verð- ur að framkvæma á skynsamleg- an hátt, er snertir haldgæði kjöts- ins. Menn mega t. d. ekki gleyma því, að í sauðfénu er mýmikið af smáverum þeim, sem einmitt valda súrskemdum í saltkjötinu, og þótt þær dafni betur í kjöti af þreyttu fé en óþreyttu, þá valda þær skemdum á öllu saltkjöti, komist mikið af þeim í það. Munurinn verður aðeins sá, að kjöt af óþreyttu fé verst lengur súr- skemdum. Með ári hverju hefi eg betur og betur sannfærst um ,að kjötþvott- urinn, eins og hann er víðast hvar í sláturhúsum, á mjög mikinn þátt í súrskemdunum. Veiti menn því eftirtekt, hve leiknir fláningar- menn komast alloftast hjá því að óhreinka kjötkroppinn, svo að teljandi sé, þá geta þeir sannfærst um, að sökin er sjaldnast hjá þeim, hvað óhreinkun kjötsins snertir. Að lokinni fláningu eru kropparnir hengdir upp og innyfl- in tekin innan úr þeim; þetta fer Heilög kirkja. Sextug drápa eftir Stefán frá HvítadaL I. Ljóð þessi eru nýkomin út. En um þau hefir þegar verið skrifað óvenjulega mikið. það hafa risið um þau blaðadeilur og ekki séð fyr- ir endann á þeim enn. Bendir þetta í þá áttina, að eitthvað sérstakt sé við bókina, og að vísu er hún óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Ytri frágangurinn er alveg óvenjulega snyrtilegur og vandað- ur. Grallarabrotið kemur manni undir eins í gott skap. Björn Björnsson hefir teiknað titilsíðuna af mikilli list og ramma um hverja einustu síðu. Gotneska letrið prent- smiðjunnar (Acta) er Ijómandi skemtilegt, litskrúð á upphafsstöf- um og allur frágangur prýðilegur. þegar búið er að binda bókina í þykk skinnspjöld með rósaverki í skinninu og látúnsspennur, þá fer ekki hjá því, að hver einasti bók- elskur maður taki hana út úr skápnum með alveg sérstakri ánægju. Efni ljóðanna er ekki síður óvenjulegt — nú á tímum. þetta eru katólsk trúarljóð, um efni- og búning mjög í sama stíl og Lilja Eysteins og önnur fræg trúarljóð íslensk frá miðöldunum. þau eru sungin til heiðurs og dýrðar mið- aldakirkju íslands, enda hefir skáldið vafalaust kynt sér miðalda- kveðskapinn íslenska töluvert mik- ið. Loks er þess að geta, að brag- listin er alveg óvenjuleg á ljóðum þessum. Flestum mundi þykja dá- lítið þreytandi til lengdar að lesa svo löng ljóð, og altaf sama brag- arháttinn. En tilþrifin í braglist- inni eru svo ágæt, að úr öllu bæt- ir. Sumir kaflarnir í þessari drápu eru jafngóðir hinu besta sem ort hefir verið á íslenska tungu: um hreimfegurð og bragsnild. Svo margt gott má segja um bók þessa. II. Lilja Eysteins verður jafnan dá- sömuð vegna þess að Eysteinn var hvorttveggja í senn: ágætt skáld og heittrúaður maður katólskur. þetta tvent þarf að fara saman um að yrkja afburða trúarljóð katólsk. Stefán frá Hvítadal er jafnmik- ill bragsnillingur og Eysteinn, en bann er ekki eins katólskur og Ey- steinn. Stefán frá Hvítadal er ekki nógu katólskur til þess að yrkja sönn katólsk trúarljóð. Helgra manna dýrkunin var ein- hver merkasti þátturinn í trúarlífi katólskra manna íslenskra á mið- öldum. Merkin þess leyna sér ekki í trúarljóðunum. þó að okkur nú- tímamönnum komi það oft kynlega fyrir, er þetta um margt einn göf- ugasti þátturinn í katólskri trú, og meira höfum við í okkur af hon- um en við flest gerum okkur grein fyrir. þennan þáttinn vantar gersam- lega í drápu Stefáns — af því að hann er ekki nógu katólskur. Hann hefir ekki í sér ást hins katólska manns á Maríu Guðsmóður, Mikael höfuðengli, ólafi helga, þorláki helga, Magnúsi Eyjajarli o. s. frv. Drápa Stefáns er alt of lútersk. Hún hefir alla ytri kosti hinna fegurstu og voldugustu katólsku trúarljóða, í ríkum mæli. En inni- haldið sjálft er ekki „ekta“ „Heilög kirkja“ er eftirlíking Lilju, snild- arlega gerð að ytra búningi, en það vantar hinn sanna trúarhita í hana. Iðki Stefán sína katólsku, segj- um í 5—10 ár, helst þyrfti hann að vera mikið af þeim tíma í klaustri, innan um alla þá göfugu „mystik“ sem katólskan á í svo ríkum mæli — og þá getur hann ort sönn katólsk trúarljóð, sem „allir vildu kveðið hafa“. III. Stefán frá Hvítadal er, ekki enn a. m. k., orðinn nógu katólskur til að yrkja sönn katólsk trúarljóð. þessvegna hefði verið hyggilegra fyrir hann að syngja hróður sinn um hina katólsku kirkju íslands á öðrum grundvelli, enda er á því sviði um að ræða geysilega fagurt og göfugt verkefni fyrir skáld. því bregður aðeins fyrir í dráp- unni, að vikið er að sögu katólsku kirkjunnar hér á landi. Skáldið víkur t. d. að Guðmundi góða. Og héðan af getur ekki liðið á löngu áður en sögð verður rækilega hin merkilega og ágæta saga katólsku kirkjunnar hér á landi, eftir að ná- lega öll heimildarrit hafa verið prentuð, sem til eru frá þeim tíma. Verkefnin fyrir sagnfræð- inga og skáld, um þann tíma, eru ótæmandi. Doktor Jón þorkelsson hefir byrjað á báðum sviðum. kunna að hafa komist utan á eða innan í kjötkroppinn, en lauga verð ur þvöruna í hvert skifti áður en hún er notuð á næsta kropp, enda er það fyrirhafnarlítið, sé vatnsæð við hendina. Útbúnaður, eins og hér er getið um, er kostnaðarlítill, bæði hvað stofnkostnaðinn og rekstur snert- ir, og fús er eg til að veita frekari leiðbeiningar þessu viðkomandi. Vitanlega er vandfarið með kjöt- ið, þó að þvotturinn sé í lagi, og mestu skiftir, hvernig farið er með það óstirðnað. Afaráríðandi er t. d., að þeir, sem bera kjötið frá þvottakrókunum inn í kæliskálann, séu jafnan í hreinum fötum eða hafi að minsta kosti hreina dúka um öxlina, sem kroppurinn er lagð- ur á, eins og tíðkast í hreinlegum sláturhúsum erlendis. þá er einnig mikils um vert, að kæliskálarnir séu rúmgóðir og nægilega mikil loftræsla, svo að kjötkropparnir stirðni og fitan utan á þeim storkni svo fljótt, sem auðið er. Að þessu athuguðu er enn einn liður, sem snertir miöo- ^oidgæði kjötsins, en það er, að það sé ekki saltað síðar en 36 klukkustundum eftir slátrunina eða stirðnun, því að úr því fara að gerast efnabrigði í kjötinu, sem greiða mjög fyrir gerlasmitun. Atriði þetta álít eg svo mikilsvert, hvað geymslu salt- kjötsins snertir, að ekki megi koma itl greina að salta kjöt til útflutnings, sem eldra sé en 36 klukkustunda frá slátrun. þá er að minnast á söltunina. það er kunnara en frá þurfi að segja, að oft getur staðið svo á, að nauðsynlegt sé að koma kjötinu til útlanda þegar í stað eftir söltun- ina. Skipaferðir eru ekki nógu tíð- ar á milli landa, og þess vegna verður alloft að grípa tækifæri, sem gefst, ekki síst á þeim höfn- um, sem skipuviðkomur eru sjald- gæfar. Að senda kjötið á erlendan markað þegar í stað eftir söltun- ina, er mjög varhugavert. I salt- kj ötsrannsóknarskýrslu minni,sem áður er getið um, er sýnt fram á þetta með nokkrum rökum. það kom sem sé í ljós við margendur- teknar rannsóknir, að saltsækni kjötsins er langmest 4—5 daga eftir söltunina. Hinsvegar kom það líka í Ijós, hve afaráríðandi er að saltið gangi sem fyrst í kjötið og nái úr því rakanum, svo að tekið sé fyrir lífsskilyrði súrskemda- gerlanna áður en þeim tekst að margfaldast að mun. Afleiðingin af saltsækni kjötsins fyrstu dagana eftir söltunina verður vitanlega sú, að saltpækillinn rýrnar mjög að saltmegni og þarf því að endur- nýjast ekki síðar en vikutíma eftir söltun, enda er þá oftastnær komið nokkurt borð á tunnurnar og því því að sannleikurinn er sá, að saga katólsku kirkjunnar á Islandi er miklu merkilegri og göfugri en flesta grunar. Saga Islands yfir- leitt frá 1260—1550 er miklu glæsilegri en kunnugt er orðið öll- um almenningi, og þann tímann er kirkjusagan langmerkust og göf- ugust. Vilji Norðurlandaþjóðirnar hin- ar vita eitthvað um fornaldarsögu sína, þurfa þær, eins og alkunn- ugt er, að leita í fornbókmentir Is- lendinga. það er ekki eins mörgum kunnugt að hið sama gildir að nokkru leyti um miðaldasöguna. Katólska kirkjan var um allar mið- aldir, um öll Norðurlönd sú stofn- un, sem varðveitti alla menning- una, og nálega á öllum sviðum var forysta og framkvæmd í höndum kirkjunnar manna. Engin stofnun er nú til á Norðurlöndum hliðstæð miðaldakirkjunni katólsku. Við eigum, Islendingar, nú prent aða í Fombréfasafninu, máldaga íslensku kirkjunnar hundruðum saman, sem varpa ljósi yfir starf- semi og háttu þessarar merkilegu stoínunar: Skrár um jarðeignir hennar, iíknarstarfsemi, prest- þjónustuna, bókasöfnin, kirkju-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.