Tíminn - 30.08.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.08.1924, Blaðsíða 1
©jaíbferi og afgríi6slur'a6ur Címans er 5 i g u r 8 e 11 r i r i P s f o Sambanösftúsinu, HcYfjat>if. 2KfgrEifeeía tE í m a n s cr t Sambanbs^úsinu 0pin baalcga 9—\2 f, I). Stmi <i96- Reykjavík 30. ágúst 1924 Biðjið um Capstan, Navy Cui Medium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dÓBÍn, ‘/4 pund yiIL ár. Utan úrheimi. Bannið í Noregi. pau stórtíðindi hafa nú gerst í Noregi, að íhalds- eða afturhalds- flokkurinn hefir látið stjórn sína ganga fyrir ætternisstapa vegna brennivínsins. Sú er saga þess máls, að meiri- hluti norsku þjóðarinnar hefir og vill enn halda áfenginu burtu úr landinu. Var um nokkur missiri fullkomið áfengisbann í Noregi, eins og á íslandi. Með banninu voru frjálslyndir bændur, einkum vestanfjalls í Noregi, nokkuð af miðstétt bæjanna og meginhluti verkamanna. Móti banninu voru langflestir stórefnamenn, meiri- hluti embættismannastéttarinnar, allmargir stórbændur, einkum austanfjalls, þar sem jarSir eru stórar og bændur vinna ekki sjálf1 ir til muna, heldur láta húsmenn vinna fyrir sig. Eins og víðar, telja slíkir bændur í Noregi sig hafa samleið með afturhaldsliðinu í alls- konar félagsmálum og nautnum. Spánverjar beittu samskonar kúgun við Norðmenn eins og ís- lendinga í fiskmálinu. Hótuðu að loka landinu fyrir norskum fiski, ef Norðmenn ekki opnuðu land sitt fyrir sterku vínunum. Eftir langa baráttu létu Norðmenn undan, en þá fyrst, þegar búið var að þraut- reyna aðrar leiðir. En jafnvel þeg- ar undan var látið með léttu vín- in, var mikill hluti norsku þjóðar- innar á því, að ekki ætti að lækka seglin í siðferðismáli vegna pen- ingalegra hagsmuna. Undanfarið ár hefir afturhalds- stjórn setið að völdum í Noregi. Formaður hennar, gamall embætt- ismaður, Berge að nafni. Hefir gengið nokkuð skrykkjótt í stjórn- artíð hans. Norsk króna hefir fall- ið mikið, stöðugur órói í framleiðsl- unni. Stundum hafa verkamenn hafið þrálát verkföll. Endranær hafa atvinnurekendur komið á al- mennu verkbanni. Mestu andstæð- ingarnir í vinnuherbúðunum hafa, óhindrað átt leik saman. Á aðra hönd afturhaldssamir atvinnurek- endur, en á hinn bóginn óstýrilát- ir byltingamenn. Má segja, að á margan hátt hafi þjóðlíf og stjóm- mál Norðmanna gengið á tréfót- um í stjórnartíð Berges. I haust eiga að fara fram kosn- ingar í Noregi. Var því talið sjálf- sagt, að íhaldið norska myndi sitja við stjórn fram yfir kosningar. En svo varð þó ekki, og var löngun afturhaldsmanna í sterk vín ástæða til hrunsins. Vínmönnum Noregs hefir ekki þótt nóg að fá spönsku vínin. þeir vilja hvað sem það kostar fá vín- frelsið, fá öll vín og engar hömlur á þeirri leið. Nú þótti bera vel í veiði, að nota fjárþörf ríkisins sem ástæðu. Skömmu fyrir þing- lausnir kemur Berge til þingsins og segir: það verður enn 30—40 miljóna tekjuhalli á fjárlögunum. Upp í það er ekki hægt að fá neitt nema gróða af sterkum vínum. Með því að nema alveg úr gildi bannlögin, mætti fá 30 miljónir í brennivínsgróða. Og með því gæti komist á jöfnuður með fjárhag- inn. Vinstrimenn eru hinn gamli framsóknarflokkur Norðmanna. Hann hefir mest beitt sér móti vínfarganinu. Hann hefir sitt að- alfylgi hjá frjálslyndum bændum og miðstétt bæjanna. Vinstrimenn sögðu: Við höfum lofað þjóðinni, að bannið skyldi ekki verða afnum- ið nema eftir almenna þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem benti í þá átt. Mestur hluti verkamannafulltrú- anna leit á þetta sömu augum. Bændaflokkurinn skiftist. Sumir voru með íhaldinu og vildu afnema bannið. Aðrir voru með vinstri- mönnum og verkamönnum, og sá hópurinn varð mun stærri er til at- kvæða kom. Vinstrimenn kváðust að vísu taka við stjórn, með hlutleysi verkamanna, ef á þyrfti að halda. En þeir álitu að íhaldið ætti að hanga fram yfir kosningar. Og til að greiða fyrir því, kváðust þeir fúsir til samstarfs við stjórn Berg- es um að ná tekjum öðruvísi en með afnámi bannsins, tíl að jafna fjárlögin. En þá breyttist hljóðið í afturhaldsliðinu. þá var ekki leng- ur aðalatriðið að fá gróðann af áfengu drykkjunum í ríkissjóð, heldur að fá sterku vínin inn í landið, og bannið afnumið. þegar hér var komið, misti íhaldsliðið þá samúð í vínmálinu, sem það áður hafði haft, frá þeim, sem með öllu móti vildu rétta við hallann á fjárlögunum. Boð vinstri manna, að hjálpa til að ná tekjum öðruvísi upp í hallann, svifti alveg hjúpnum af starfsemi íhaldsins. því var ekki nóg að koma spönsku vínunum inn í landið. það vildi líka, hvað sem það kostaði, koma sterku vínunum líka. Helsti maður vinstrimanna heitir L. J. Movinckel, og hefir verið ráðherra áður. Hann tekur við af Berge. Ef hægrimenn sigra við kosningarnar, verða aftur stjómarskifti í vetur þegar þing kemur saman. Movinckel hefir nýlega á fundi norrænna þing- manna, þar sem fulltrúar voru frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku, látið þá ósk í ljós, að fimta þjóðin, íslendingar, bættusc bráð- lega við í því frjálsa, norræna samstarfi. það má telja víst, að stjóm hans muni verða velviljuð í garð íslendinga. ** ----0---- Vantraustið á J. K. Löngum hafa þeir verið seinheppilegir í skrifum sínum „ritstjórar“ MorgunbhvJs- ins. en j ó keyrir um bvert bak um síðusm Iielgi. þeir birta þá orði t.i orðs vantraustsyfirlýsingu þá sem 11 elmingur Vestur-Skaf tf ell i nga hefir á prjónunum á hendur Jóni Kjartanssyni. Fyr má nú vera eu að leggja sjálfan sig þannig á höggstoklcinn. Vantraustsyfirlýs- ingin er rökstudd fyrst og fremst með aðstöðu Jóns sem „ritstjóra“ Morgunblaðsins og rækilega bent á hve ósæmilegt er að alþingismað- ur gangi þannig á mála hjá út- lendu peningavaldi. Langan þvætt- ing lætur Mbl. fylgja yfirlýsing- unni. porsteinn Gíslason, ritstjóri Lögréttu, sem vitanlega er máli þessu langkunnugastur, telur að J. K. muni sjálfur vera höfundur þeirrar þvælu og segir, að hún sé talandi vottur um „hver moðhaus maðurinn er“, þ. e. Jón Kjartans- son. Yfirleitt getur ekki hlálegri útreið en Jón vesalingur fær hjá porsteini í máli þessu. Segir þor- steinn meðal annars: „Eða hvern- ig eru hugsanasamböndin um þetta í heila J. K. ? þau virðast vera nokkuð óhrein og loðmulluleg, enda mun nú enginn vera við Mbl., sem leiðrétti og lagfæri greinar hans, eins og einu sinni var venja að gera þar“. pað er óþægilegt að fá svona hluti framan í sig frá þeim, sem best þekkir til. Loks víkur þorsteinn að efninu í van- traustsyfirlýsingu Vestur-Skaft- fellinga og segir: „En um skjal þeirra Skaftfellinganna út af fyr- ir sig er það að segja, að nú er öll- um sýnt, að alt, sem í því stendur, er rétt. 1. J. K. er ritstj. Mbl. 2. Vs hlutafjárins er á höndum út- lendinga. 3. Útlendur maður er formaður útgáfufélagsins. 4. J. K. var ráðinn ritstjóri af því að út- gáfufélagsstjórnin bjóst við að hún gæti að öllu ráðið blaðinu í hans höndum. — Alt er þetta ekki að- eins satt, heldur einnig sannan- legt“. (Leturbreytingar hér). Eni nú átján sólarhringar liðnir síðan p. G. lýsti þessu yfir og ekkert hljóð hefir komið úr Moggatetri. Er það að vísu framför, lærist hon- um að þegja. ^ Tr. þ. —Lq------ Læknaþing var haldið í þetta skifti á Akureyri. Dr. Sambon frá Lundúnum hélt fyrirlestur um krabbamein, Dr. Svendsen um Rauðakrossinn, Sigurjón Jónsson um skólaeftirlit, og var m. a. sam- þykt að sund yrði gert að skyldu- námsgrein. Guðm. Hannesson tal- aði um útrýming lúsa, Gunnl. Cla- essen um áfengismál og voru þess- ar tillögur samþyktar: 1. Fundur- inn skorar á ríkisstjórnina, að láta ekki drykkfelda lækna sitja í em- bætti. 2. Fundurinn skorar á rík- isstjórnina að hlutast til um, að feld verði úr núgildandi lögum heimild lyfsala og héraðslækna til að selja mönnum áfenga drykki eftir lyfseðlum. — Ætti þá ekkert að standa í vegi fyrir því lengur að næsta þing afnemi hið illræmda „læknabrennivín“, fyrst læknaþing ið hefir tekið svo myndarlega í áskorun til stjórnarinnar að hún strenginn, sem raun er á orðið. Um landsspítala var samþykt „geri hvað í hennar valdi stendur til að fá spítalann bygðan“. Um mænusóttina áskorun til stjórnar- innar um að sjá öllum þeim fyrir ókeypis læknishjálp, sem lamast af völdum veikinnar’ Gunnl. Claessen flutti erindi um bætiefni fæðunn- ar. — í stjórn læknafélagsins voru kosnir: Gu^m. Thoroddsen form., Guðm. Hannesson og þórður Edi- lonsson. Guðmundur Guðfinnsson læknir, sem ritað hefir greinina nm við- reisn Austurríkis, hefir nú dvalið á annað ár í Kaupmannahöfn og Wienarborg og lagt stund á augn- lækningar. Hygst hann nú að halda heimleiðis og setjast að í Reykja- vík sem augnlæknir og byrjar að , taka móti sjúklingum í október- ‘ byrjun. Kírkjan. I. Oft kveður við þann tón, að vér íslendingar séum fáir, fátækir og afskektir. Liggur að jafnaði í því tali lítilsvirðing fyrir oss sjálfum en lotning fyrir öðrum þjóðum. það hefir lengi kveðið við að kirkja vor sé einhver hin fáskrúðugasta í kristnum heimi. Kirkjurnar séu litlar og ósjálegar, messuföll tíðari en í nokkru öðru landi og sjaldan gengið til altaris, kristileg kær- leiksstarfsemi lítil og trúai*vakn- ing hafi aldrei átt sér stað. Aft- ur er „útlenskum gefinn alleina heiðurinn“. Hjálpræðisins er vænst frá Danmörku, og jafnvel kveðið svo fast að orði að þaðan hafi íslensk kristni jafnan þegið allan sinn þrifnað og svo eigi enn að vera, að allir lífstraumar falli hingað um láglendi Danmerkur. þegar klerkar vorír fara þangað að sækja eldinn, þykjast þeir gera vel ef þeir þegja um messuföllin og breiða blæju örðugleikanna yf- ir hina afskektu kirkju. Fæstum dettur í hug, að í íslenskum hjört- um séu nokkrar þær upsprettur, er öðrum væri holt að bergja á. Hingað koma danskir klerkar og leggja mælikvarða sinnar kirkju á oss. þeir veita því athygli að hér „vaða nýguðfræðingar uppi í því trausti að vera ekki reknir úr kirkjunni" og gott má heita þeg- ar það er játað, að guð eigi hér þó „fámennan vinahóp“. Heldur hef- ir aukist í seinni tíð samstarf með hinni dönsku og íslensku kirkju, en lítil hefir verið uppskeran. Dett- ur manni í hug það sem stendur í Árbókum Espólins um danska sláttumanninn, er kom út hingað, „hann sló ekki meir en íslenskir, þó hann léti svo og má valdið hafa að hér var ei landslag til þess“. þaðer landslagið, sem veldur. Sambúð vor við dönsku kirkjuna hefir verið einkennilega ófrjó. Kristnin er ekki þaðan komin til Islands. Siðbótin ekki heldur. Og í seinni tíð verður hér mjög lítið vart danskra áhrifa á trúarlíf, þrátt fyrir hina nánu sambúð við danska guðfræði. Margir fremstu guðfræðingar vorir hafa numið fræði sín við danskan háskóla. þaðan voru allir kennararnir við guðfræðisdeild hins íslenska há- skóla, er eg stundaði þar nám. Og þó sóttu þeir þá áhrif sín í allar aðrar áttir. Hjá þeim var mest vart enskra eða þýskra áhrifa. Hinar tvær aðalstefnur í dönsku kirkjulífi, er nú eru uppi, heima- trúboðs- og Grundtvigsstefnan, eru varla sjáanlegar í voru kirkju- lífi. Má þó undarlegt virðaBt, að 35. blað Grundtvigsstefnan, sem, eins og kunnugt er, á djúpar rætur í nor- lænum fræðum, hefir ekki getað numið hér land. Er það og alkunn- ugt hversu örðugt að heimatrú- boðsstefnan hefir átt hér uppdrátt- ar. Hún þrífst ekki í íslensku lofts- lagi. Mun það miklu valda um áhrifaleysið, hversu fátæk danska kirkjan hefir verið að afburða- mönnum síðan Mynster og Grundt- vig leið, en Hugleiðingar Mynst- ers má telja hina síðustu góðu gjöf, er vér höfum af dönsku kirkjunni þegið. En ræturnar hljóta að liggja dýpra, í skapferli þjóðanna og ólíku landslagi, eins og fyr var til getið. Vér höfum að vísu litið upp til hinnar dönsku kirkju um langan aldur. En lotningin hefir verið ófrjó. Vér höfum litið upp til henn- ar á sama hátt og sveitamaðurinn lítur upp til kaupstaðabúans. Hinn ytri hagur dönsku kirkjunn- ar hefir verið betri en vorrar kirkju. Hún hefir fleirum mönnum á að skipa og bókmentir hennar eru meiri að vöxtum, kirkjurnar veklegri, messumar fleiri og skipulagsbundin kærleiksstarf- semi. En þó hefir mikið vantað í þessa lotningu. Hinar mörgu ræð- ur og miklu bókmentir hafa ekki gripið oss. Háum hatti fylgir ekki altaf hátt enni. þeir sem hafa kyrtla styttri hafa stundum hjörtu að betri. Bakvið virðinguna fyrir hinu ytra ágæti hefir jafnan leynst grunur um, að vér íslend- ingar stöndum í andlegum efnum jafn vel að vígi og hinar stærri þjóðir. En sá grunur hefir verið óljós. Stolt vort hefir verið feim- ið. Vér höfum ekki þorað að trúa því, að kirkja vor hefir ekki eftir öðru að keppa en því, að vera ís- lensk og kristin. En sá er í sann- leika illa kominn, sem hvorki ber örugt traust til sjálfs sín né djúpa lotning fyrir öðrum. Hvorutveggja er oss þörf, og þó að því tilskyldu, að það sé æðra, sem litið er upp til. Frh. -----0---- Ríkisrekstur á síldveiðinnL Morg unblaðið birti um miðja vikuna viðtal við Guðmund Björnsson landlækni um síldveiðina nyrðra. Eru niðurlagsorð landlæknis þessi: ,,En verksmiðjurnar eru því mið- ur í höndum útlendinga, þó sumar aí^ þeim gangi með íslenska „leppa“. Og þér voruð að spyrja mig áðan, hvernig þessi síldarút- gerð hefði verkað á mig. Og mér er engin launung á því. Hún verk- aði þannig á mig, að mér virðist sem það mundi ótvírætt hollast fyrir land og lýð, að ríkið’ tæki sér einkarétt til að reka síldariðnað hér á landi, að ríkið ætti sjálft all- ar síldarverksmiðjur hér og ræki á sinn kostnað. Eg held vafalaust, að þetta hlyti að geta tekist þann- ig, að ríkissjóður bæri mikinn arð úr býtum, og þó jafnframt hægt að veita verkafólki tryggari og betri kjör en það hefir nú. Fyrir út- gerðarmenn verður jafnan mjög áhættumikið að salta síldina. Hitt margfalt áhættuminna að selja hana í verksmiðjur fyrir um- samda borgun út í hönd“. Kemur þetta illa heim við kenningar Morgunblaðsins. Tryggvi þórhallsson ritstjóri fór nú í vikunni norður á Strandir að halda leiðarþing með kjósendum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.