Tíminn - 30.08.1924, Blaðsíða 3
T 1 M I N N
137
P.W.Jacobsen&Sön
Timburverslun.
Símnefni. Granfuru.
Stofnað 1824.
Carl Lundsgade
Köbenhavn.
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfanna frá Svídjóð. — Sis og umboðssalar annast pantanir.
-... — Eik og efni í þilfar til skipa. ----------------- —
Biðjið um:
.Golnmbus Braud“.
33
Besta niðursoðna mjólkin danska.
S. í. S. annast pantanir.
Notað
um allan
heim.
Árið 1904 vai'
i fyrsta sinn
þaklagt í Dan-
mörku úr
— Icopal. —
Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum.
Þurfa ekkert viðhald þann tíma.
Létt -------- I»étt -------- Hlýtt
Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök.
I’æst alstaðar á íslandi.
jens Villadsens Fabriker,
Köbenhavn K. Telf. 9706—9726
Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn.
laganna er að útvega félagsmönn-
um nauðsynjar þeirra og selja
framleiðslu þeirra. þetta stafar að
vísu nokkuð af því, að skuldir safn-
ist þegar illa árar, — en skuld-
laust geta íslenskir framleiðendur
ekki verslað, fyr en þeir eiga hand-
bært fé í byrjun hvers árs fyrir
ársþörfunum. þessi hætta fer þá
minkandi eftir því, sem sjóðir fé-
laganna aukast, því eins og menn
vita, eru stofnsjóðseignir félags-
manna trygging fyrir viðskiftum
þeirra. Veltufjársöfnunin fékk
fyrst fast og lögbundið skipulag
með samvinnulögunum, og er það
því fjarri sanni, áð þau hafi aukið
áhættuna.
Eldra skipulagið hafði þami
megingalla, að aðaláherslan var
lögð á beina hagnaðinn, en minna
gert til þess að tryggja félagsskap-
inn og gera hann fjárhagslega
sjálfstæðan. þess vegna er Morg-
unblaðsliðinu svo meinilla við þá
breytingu, sem orðið hefir á skipu-
lagi kaupfélaganna síðustu árin.
þessvegna beinir það nú stórskota-
liðinu að Sambandinu og sam-
vinnublöðunum.
En þeir, sem þekkja íslenska al-
þýðu, bíða óhræddir úr3litanna.
--—O-----
lúyuÉin
Eins og menn vita, var hið
gamla keisara- og konungsríki
Austurríki og Ungverjaland limað
sundur með íriðarsamningunum
1919. í þessu ríki voru um 30 milj-
ón?r íbúa og úr því voru mynduð
aðalega 3 ríki: Tjekkóslóvakia,
Ungverjaland og Austurríki, og
auk þess féllu smærri hlutar þess
til hins nýmyndaða konungsríkis
Jugoslavia og til Ítalíu.
Austurríki hið nýja var minst
(íbúar um 6 miljónir) og var gert
að lýðveldi, en keisarinn rekinn i
útlegð.
Framtíðarhorfur hins nýja lýð-
veidis voru ekki glæsilegar, eink-
um þegar þess er gætt, að það sat
uppi með höfuðborg hins gamla
stórveldis, 2ja miljónabæ, sem
hafði að miklu leyti lifað á því, að
vera höíuðborg hins fjölmenna
hernaðarríkis, og þar að auki sat
ríkið uppi með stjórnar- og em-
bættismannabáknið, sem nú var
engin þörf fyrir og nauðsynlegt
var að losna við sem fyrst. En það
var hægara sagt en gert og ástand
ríkisins og einkum borgarinnar
varð hörmulegt, og mikið var þá
skrifað og rætt um hina „deyjandi
borg“. Margar þjóðir fundu það, að
þær stóðu í þakklætisskuld við
hina fomu lista- og menningar-
borg og hlupu undir bagga á marg-
an hátt, eins og kunnugt er, og
jafnvel Islendingar tóku líka þátt í
þeirri hjálpartilraun. Trúa Vínar-
búar því sjálfir, að þeir eigi sínum
vísinda- og listamönnum, ekki síst
tónsnillingunum frægu, t. d. Beet-
hovon og Mozart o. fl., það að
þakka, hve almenn hjálp og hlut-
tekning þeim var sýnd á þessum
neyðartímum. z
En þessi hjálp reyndist auðvit-
að bráðabirgðahjálp og ekki full-
nægjandi; fjárhagur bæjarins og
ríkisins fór síversnandi, myntin
(krónan) féll í verði hér um bil
14 þús.-falt (1 gullkróna = 14
þús. kr.), dýrtíðin óx að sama
skapi og ekki var sjáanlegt annað
en að þjóðin yrði hungurmorða, og
ótaldir voru þeir, sem hungrið og
harðréttið eða afleiðingar þess
hefir orðið að aldurtila, og mætti
segja þá sögu lengri, en á ekki hér
heima.
Komið var á hæsta stig hörm-
unganna 1922, stjórnin réð ekki
við neitt og traust þjóðarinnar
hafði hún ekki. pá var það að prest
urinn og háskólakennarinn frá
Graz, Dr. Seipel, tók að sér að
verða kanslari; gerði hann það eft-
ir áeggjan og beiðni flokksbræðra
sinna, kristilegra jafnaðarmanna,
og hafa þeir farið með völdin síð-
an í ríkinu. Tókst Dr. Seipel þá
ferð á hendur um flest lönd Norð-
urálfu í fjárbón, og fyrir tilstilli
þjóðbandalagsins var Austurríki
veitt alþjóðalán, nokkrar miljónir
gullkróna, og nægði það til þess, að
koma jafnvægi á fjárlögin og
stöðva verðfall krónunnar; lífs-
nauðsynjar urðu nokkurnveginn í
föstu verði og laun starfsmanna
ríkisins voru ákveðin í hlutfalli við
hið fasta gengi krónunnar, en þó
mjög lág, og miklu lægri en fyrir
stríðið; en þó varð hagur manna
miklu þolanlegri og þjóðin varð
alshugarfegin þessari breytingu til
batnaðar. En jafnframt þessari
lánveitingu voru Austurríki sett
ýms skilyrði og mörg þeirra var
ekki auðvelt að uppfylla í reynd-
inni. pjóðbandalagið gerði ríkinu
fjárhagsáætlun fyrir næstu ár,
fyrstu árin með ákveðnum tekju-
halla, er skyldi greiðast af láninu,
en síðan skyldu fjárlögin verða
tekjuhallalaus, og mun það vera
frá 1925. Til þess að ná því marki
var ríkinu gert að skyldu að end-
urskoða rekstur járnbrautanna og
fækka þar starfsmönnum, svo að
þær bæru sig, og fengu þeir til þess
enskan sérfræðing í þeirri grein.
Allskonar nýja skatta skyldi inn-
leiða og þekkjast margir þeirra
ekki annarsstaðar. En erfiðast hef-
ir reynst að uppfylla það skilyrði,
að fækka embættismönnum og
starfsmönnum ríkisins um vissa
tölu á ári, og mun nokkuð vanta á
það, að þeirri áætlun hafi verið
haldið til fulls, þótt allmikilli
harðneskju hafi verið beitt í því’
efni, sem aftur hefir valdið and-
róðri og óánægju gegn stjórninni;
hefir aðferðin verið sú, að greiða
þeim, sem fara úr þjónustu þess
opinbera, vissa upphæð í eitt skifti
fyrir öll, og þótt hver einstakur
hafi fengið litla upphæð, frá 100—
1000 kr. (ísl), þá hefir þetta orðið
talsverð byrði fyrir ríkissjóðinn í
bili. Yfir höfuð er þó óhætt að
segja, að með þrautseigju og festu
hefir stjórninni tekist að uppfylla
öll skilyrði þjóðbandalagsins, enda
þótt hún hafi átt og eigi altaf
megnri mótspyrnu að mæta frá
mótstöðuflokki sínum, jafnaðar-
mönnunum.
Vilji menn því gera sér grein
fyrir framtíðarhorfum endrureisn-
arinnar og ríkisins þar með, er
óhjákvæmilegt að lýsa í stuttu
máli því pólitiska ástandi þar í
landi. Aðalflokkarnir eru tveir,
sem sje kristilegir jafnaðaimenn
(þ. e. aðallega embættismenn, iðn-
aðarhöldar, bændur og kaupmenn),
og fara þeir með stjórn ríkisins;
hinsvegar eru jafnaðarmenn (þ. e.
verkamenn, starfsmenn bæjanna,
járnbrautar- og sporvagnamenn o.
s. frv.); kommúnistar eru fáir og
áhrifalitlir, og sama má segja um
þjóðernis- og þýsksinna (Oeutsch-
notionale), sem vilja sameina Aust
urríki þýskalandi og mynda vold-
ugt keisararíki aítur. Kristilegir
jafnaðarmenn eru, með Dr. Seipel
í broddi fylkingai', frumkvöðlar
endurreisnarinnar í þeirri mynd,
sem lýst hefir verið, og standa að
framkvæmd hennar með byrgðum
bökum. En jafnaðarmenn eru og
hafa altaf verið mjög óánægðir,
þykir endurreisnarbrautin torsótt
og eríið og of dým verði og of
mörgum skilmálum keypt; og hag-
ur þjóðarinnar er yfir höfuð svo
erfiður, að þeim veitist létt verk
að ala á þessu og telja mönnum trú
um, að þessu marki hefð' inátt ná
á auðveldari hátt. Hæsi gengu and-
úðaröldurnar gegn stjórninni í
kosningunum síðasthðið haust, og
hélt hún þó velli, en óhætt er að
álíta, að eftirspil þeirra æsinga
hafi verið tilræðið við kanslarann
1. júní s. 1., þó að jafnaðarmenn
hafi engan beinan þátt átt í því og
fordæmdu óhappaverkið ekki síður
en hinir. Eins og áður er sagt hafa
kristilegir jafnaðarmenn í sínum
flokki stjórnmálaskörunginn Dr.
Seipel, en jafnaðarmenn hafa í sín-
um ílokki líka viðurkendan fjár-
málaskörung, er Breitner heitir og
er fjármálastjóri Vínarborgar, en
þar ráða jafnaðarmenn lögum og
lofum og hafa gert síðan í stríðs-
lok. Einkum eru þeir umsvifamikl-
ir í bæjarstjórninni, Breitner og
læknirinn og líffæraprófessorinn
Tandler, sem er stjómandi heil-
brigðis- og uppeldismála í bænum;
hús eru reist handa húsnæðislausu
fólki fyrir marga miljarða árlega,
bærinn tekur að sér fjölda spítala
og líknarstofnana, sem áður hafa
verið rekin með frjálsum samskot-
um, en komist í þröng á þessum
erfiðu tímum, og gömlum kirkju-
görðum er breytt í skuggsæla
skemtigarða fyrir fólkið o. s. frv.
þetta kostar auðvitað mikið fé, en
Breitner er snillingur að finna
nýja skattstofna og heimtar skatt-
ana inn með harðri hendi; koma
þeir auðvitað þyngst niður á at-
vinnurekendum hinum stærri, t. d.
iðjuhöldum, stórkaupmönnum og
gestgjöfum. Veldur þetta fjand-
skap miklum milli flokkanna, eink-
um í höfuðborginni, því að stjóm-
in þarf líka að skattleggja þá, sem
eitthvað geta af mörkum látið; þar
við bætist einnig, að bærinn (bæj-
arstjórnin) hefir þannig nóg fé
yfir að ráða og borgar starfs-
mönnum sínum hærra kaup en
stjómin getur eða má borga vegna
endurreisnarsamninganna, og eyk-
ur það óánægju og mótþróa hjá
ekki til greina í fyrstu á því sviði, þar sem kapphlaup
þjóðanna var einkum þreytt.
En þegar ræða skal alment um mentun íslendinga eins
og hún er nú og eins og hún gæti verið, verður að taka
tillit til þessara tveggja þátta, annarsvegar til baráttu-
hæfileikanna, þeirra sem gera íslendingum fært að
taka þátt í samkepni nútimans, án þess að vera fyrirfram
vigðir ósigri, og á hinn bóginn til hinna mannbæt-
andi og manngöfgandi eiginleixa, sem eru salt
jarðarinnar og einir geta gert efnalegar framfarir nokkurs
virði. — Nokkrar breytingar hafa orðið á þeim rúmum
fjórðungi aldar, sem liðinn er siðan Einar Benediktsson
orti kvæði sitt um strandsiglinguna. En í öllum aðalatrið-
um er þó sú mynd, sem þar er brugðið upp, táknandi fyrir
menningarlif þjóðarinnar, styrk hennar og veikleika.
II.
Skólar íslendinga.
Eins og áður er sýnt, hefir skortur á verklegri þekk-
ingu verið höfuðeinkennið á menningu íslendinga, og um
leið undirrót hins fjárhagslega vanmáttar þjóðarinnar.
Menning landsins, það sem hún hefir verið og er, á sér
tvennar rætur. Annarsvegar er alþýðumentunin,
heimafræðslan, sjálfmentunin, alt það uppeldi, sem hið
sérkennilega sveitalif á íslandi hefir skapað. Sá þroski á
skólunum mjög lítið að þakka, og verður síðar itarlega
vikið að þeirri hlið málsins. í öðru lagi er skólamentunin.
Hún hefir nær eingöngu verið eftir erlendum fyrirmynd-
um, eða öllu heldur mótuð af þeirri þjóð, sem íslendingar
hafa haft mest saman við að sælda á liðnum öldum, en
það eru Danir.
Að vissu leyti hefir það sjálfsagt verið lán fyrir ís-
land að fá að fylgja i kjölsog einhverrar mentaþjóðar. Að
því leyti er sjálfsagt skylt að þakka fræðsluna. En á hinn
bóginn hefir margt verið ömurlegt og óheppilegt fyrir ís-
lendinga i þessari uppeldisaðstöðu. Fyrsti og auðsæasti
gallinn er sá, að íslendingar hafa orðið að fá öll erlend
áhrif gegnum Danmörku, og með þeim blæ, sem danskt
þjóðareðli setti á heismenninguna. Eitt dæmi skýrir
þetta líka á öðrum sviðum. íslendingar hafa þingstjórn, að
því er talið hefir verið eftir enskri fyrirmynd. En svo er
þó ekki. Alt þingskipulag íslendinga er fengið gegnunr
Danmörku og danska reynslu, og er í ýmsum mjög veru-
legum atriðum frábrugðið hinni upprunalegu fyrirmynd.
þannig hefir Danmörk fyrir íslendinga í nálega öllum and-
legum málum orðið sama og allur hinn mentaði heimur.
Eitt dæmi í málvenjunni sannar þessa yfirdrotnun danskra
áhrifa. Til skamms tima, og líklega víða enn, hefir verið
siður að kalla allan erlendan verksmiðjuvarning, sem
fluttur er inn, d a n s k a n. Fyrir íslendinga var alt það
útlenda danskt, af því að Danmörk var sá blettur aí
hinum stóra heimi, sem íslendingar komust í nokkur
veruleg kynni við.
Garður eða fribústaður íslenskra stúdenta i Khöfn var
sú taug, sem batt skólalíf íslendinga við umheiminn í
undangengnar þrjár aldir. Vegna Garðvistar gátu fátækir,
efnilegir islenskir námspiltar komist út fyrir pollinn, og
dvalið árum saman í stórum menningarbæ við margskon-
ar listalindir. þetta var ljósið i myndinni. Skuggahliðin,
sem Danir gátu í sjálfu sér ekki gert að, var sú, að þessi
sambúð íslendinga og Dana var undarlegt sambland af
sérréttindum, gustuk og kúgun, sem hafði alla tíð óheppi-
leg áhrif á námsdvöl íslendinga i Danmörku. það þarf ekki
annað en minna á þjóðsöng íslands: Eldgamla ísafold.
Höfuðgalli hans er sú ósanngirni, sem þar kemur fram i
garð Dana. Skáldið bar, er hann orti kvæðið, óvingjarn
legan hug til Danmerkur. þessvegna getur hann ekki lof-
að ættland sitt án þess að lasta Danmörku um leið. Nú er
Bjarni Thorarensen vafalaust einn hinn fremsti maður
þeirra íslendinga, sem numið hafa í Khöfn. Og úr því að
sambúðin við Dani gat gert hann svo litblindan og rang-
sýnan um auðskilið mál, eins og þjóðsöngurinn ber vott
um, má nærri geta, hversu farið hefir um þá, sem höfðu
minni dómgreind. Enda mun það mála sannast, að síðan
þjóðernistilfinning íslendinga vaknaði, hafa langflestir ís-
lenskir námsmenn í Khöfn, og einkum þeir, sem mikið var
í spunnið, borið kala i brjósti til Dana og Danmerkur, með-
an þeir stunduðu þar nám. Hér er ekki staður til að rekja
orsakir þessa kala. Hann var án efa sprottinn af þjóðmetn-
aði íslendinga, sem var lítið fullnægt með hinn hálf eftir-
töldu og hálföfunduðu aðstöðu íslendinga á Garði.
Ómögulegt er að hugsa sér meiri mismun á aðstöðu
upprennandi námsmanna, heldur en fyrir unga íslend-
inga, tilvonandi leiðtoga þjóðar sinnar á ýmsum sviðum,
þar sem þeir stunda nám í Khöfn, og unga Englendinga,
líka framtíðarleiðtoga sinnar þjóðar, sem nema í Oxford
cða Cambridge. íslendingarnir koma til erlendrar þjóðar,
sem fram að þessu hefir talið sig yfirþjóð. Sífelt koma
fram í daglegri umgengni, svo að segja fyllir andrúms-
loftið, hleypidómar um „Biland“, „Atlantshafseyjar", Eski-
móa á Grænlandi og Islandi o. s. frv. Landarnir halda
saman, finst ástæða til að þjappast saman gegn mótstöð-
unni. pcir komast litið í kynni við hið eiginlega líf i stór-
borginni, hafa ekki ástæður til þess efnalega eða öðru-
vísi, og óska jafnvel ekki eftir því. þeir fá aðgang að
kenslubókum, heimavist á Garði og lágmarksstyrk til að
draga fram lifið i 4 ár. Heimilisleysið, einangrunin og
vissan um að „þar sem enginn þekkir mann, þar er gott
að vera“, beina unglingunum leið að knæpunum, götu-
slarkinu, kaffihúsunum. þess vegna hafa slysfarirnar orð-
ið svo ótrúlega miklar á Hafnar leiðinni. Af hverri kyn-
slóð ungra íslendinga i Höfn liefir stórbærinn tekið sinn
toll, og hann ekki smáan. Hringiðan hefir sogað þá sem
minst höfðu mótstöðuaflið, niður í undirdjúpin. þeir sterk-
ari hafa komist lifandi yfir hina veiku ísspöng. En hve
margir þeirra gætu ekki sagt með Grím Thomsen:
„Kalinn á hjarta þaðan slapp eg“.
-----0-----