Tíminn - 30.08.1924, Page 2
136
T 1 M I N N
Kaupmannablöðin hafa lát-
ið illa út af því, að Tíminn hafði
sem einkunnarorð fyrir einni grein
sinni þessi orð Jóns Sigurðssonar:
„Hver sem segir mér til synda
kaupmannanna, fær af mér mikla
syndalausn sjálfur". Hafa þau þó
varast að geta þess, hvaðan um-
mæii þessi eru komin. Vita sem er
að illa mundu þolast árásir á for-
setann, þó vitanlegt sé, að ekki
myndi skorta um hann ill orð úr
þeirri átt, væri hann enn á lífi. En
með því að vér íslendingar höfum
jafnan gott af að lauga oss í anda
Jóns Sigurðssonar, skulu hér birt
nokkur ummæli úr bréfum hans
um ýms efni.Fer vel á því, að Tím-
ínn geri það fremur en ýms önnur
blöð, því það er augljóst, að Fram-
sóknarflokkurinn heldur nú fastast
fram hinni íslensku stefnu, er for-
setinn barðist fyrir á sinni tíð:
Ligðu aldrei á góða fiðrinu og
hafðu hart undir þér svo þú ekki
sofnir. —
Blessaður vertu fyrir barna-
skólann þinn, það var failega stofn-
að, og eg held, eftir því sem eg
hefi heyrt, að enginn hafi vogað
að glefsa í það með ónotum. En
það hefir víst líka verið þörf á, og
væri víða, guð hjálpi mér! að fá
krökkunum nokkra tilsögn, sem
eru margforskrúfuð og rangskrúf-
uð framan eftir allri æfi, og það er
vonandi að dæmi þitt verði nokkr-
um til upphvatningar. —
Njóla er víst góð, en ekki hefi
eg lesið hana enn; bara Gunnlaug-
sen vildi sleppa sér betur, því hann
þarf alls eklíi að fara með veggj-
um og vera að styðjast við biblí-
una og þess háttar; það biður hann
enginn að vera að sanna með
henni, því hún sannar ekki meira
en hvað annað. —
Frihandel faae vi ialtfald ikke
uden Debat, ogsaa her i Bladene,
men det værste har været hidind-
til, at ingen af Kjöbmsendene har
havt Courage eller Talent til at
före Argumenter, men kun til at
skjændes som i ældre Tid, hvoraf
intet godt gan komme. Jeg ....
tror i det hele snart at være Kamp-
en nogenlunde voxen, især mod
saadanne „búðaraptar“ som des-
værre næsten ere for usle, og ialt-
fald for dumme (for störste Del-
en) til at spilde en fornuftig Argu-
mentation paa. —
Enginn hefir enn sloppið á ís-
landi, sem hefir verið landinu
óhollur. —
þeir misskilja tíðarandann, því
hann er ekki anarchiskur af því
hann vilji enga stjórn hafa, heldur
af því hann vill duglega, ötula og
skynsama stjórn. —
það er þar að auki skylda þín og
hvers þess, sem þingmaður verð-
ur, að styrkja til þess að gera köll-
unina til þings sem tignarlegasta,
til að sýna mönnum, að fyrir þj óð-
gagni verður alt annað gagn að
víkja. —
Gæti maður ekki fengið hvem
bónda til að neita að borga skatta,
ef ekki fengist t. a. m. verslunar-
frelsi? eða t. a. m. stjórnarlögun
bygð á uppástúngum þingsins? —
það er ætíð eitthvað ónotalegt
fyrir tilfinning manns, að sjá dæmi
til að réttindi manns sé einskis
metin, þegar þau eru ekki í sverðs-
eggjum eða spjótsoddum, og eg sé
ekki ljótara en að sjá hvern troða
þann undir sem hann finnur minni
sér. þó er verst þegar hann þykist
þá á eftir vera lífsbjargarmaður
þess, sem hann hefir sogið úr blóð
og merg. —
þú ert nú kannske svo heppinn
að hafa stórmennin með þér þenn-
an dyntinn, en eg er með smá-
mennunum, en hvað um gildir: eg
vil heldur sitja á bekk með Einari
gamla þveræing, en með Gissuri
jarli, sem þú átt félag við nú sem
stendur. —
það er mannraun bróðir, að tala
svona milt, þegar sýður niðri í
manni, og það ekki að orsaka-
lausu, því verri meðferð hefir
aldrei verið á neinni skepnu en á
íslendingum. —
Eg tel aldrei upp á ykkar spekú-
lationir hvorki í verslun né öðru,
meðan þið hafið ekki ykkar eigin
menn til að fylgja málunum og sjá
um ykkar vegna bæði hvað gera
þarf og hvað kert er. —
Héðan af er ekki til neins að
halda við trúna á konunginn sem
landsföður, og okkur alla sem
vinnumenn; hann er flosnaður upp
í þeim skilningi, og við getum snú-
ið greininni við og sagt, að þjóðin
er húsbóndinn, ekki að höfðatölu,
heldur að því sem lýtur til and-
legra og líkamlegra framfara, og
þar til finst mér bæði land og þjóð
hafa mikla hæfileika. —
----o-----
Látinn er 3. þ. m. í Flatey á
Breiðafirði Jón Sigurður Sigurðs-
son, bóndi í Flatey, sonur síra Sig-
urðar Jenssonar fyrrum prests í
Flatey. Hann var liðlega hálffert-
ugur, drengur góður, og er að hon-
um hin mesta eftirsjá.
íslandssundið var þreytt við
Örfirisey sunnudaginn 10. þ. m.
Hlutskarpastur varð sundkonung-
urinn gamli, Erlingur Pálsson yfir-
lögregluþjónn.
IDZE^OIFIISr-eiaa-vélin
er sérstaklega búin til með það fyrir augum, að eldiviðurinn notist
sem best og sem minst af hitanum fari til spillis. Eldhólfið er stórt,
svo hægt er að brenna allskonar eldivið. Suðuhólfin eru mjög stór í
hlutfalli við stærð eldavélarinnar. Bakaraofninn sömuleiðis, og svo
haganlega fyrirkomið, að betri eldavél fæst ekki til bökunar. Loft-
rásina má takmarka og veita reyknum ýmist kringum bakaraofninn
eða undir suðuhólfin, með lítilli sveif framan á vélinni. Engin laus
spjöld, sem ganga niður í gegnum plötuna. Reykgangana er mjög
létt að hreinsa. Allur útbúnaður DRAFNAR er sterkur og einfaldur
og útlitið laglegt. DRÖFN fæst í fjórum stærðum og með margskonar
útbúnaði eftir vild kaupendanna,
Verðið er afarlágt og jafnt í hvaða kaupstað sem er á landinu.
Gerið fyrirspurnír og þið fáið svar um hæl.
Sveiir.Toj öz-ix Jónsson,
byggingafræðingur, Akureyri.
Strandgata 1. Sími 103.
Sxtiá.söluveiBd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
"V* ixxcLleur.
Nasco Prineesas .
La Diosa ....
Americana . . .
Phönix A. (Kreyns)
Lucky Charm . .
Whiffs small size .
La Traviata. . .
Denise............
Kr. 20.40 pr. ks.
— 11.50 — V« —
— 14.40 — V* —
— 18.40 — V2 —
— 10.95 — V4 —
— 6.35 — Vt —
— 23.00 — Vt —
— 18.40 - »/t -
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Xiandsverslun Xslands.
Fyrsta flokks éráðaost
heflr Ostagerðarfélag Önfirðinga tii sölu á Plateyri frá 1. sept-
ember n. k. Verðið er 4 kr. pr. kg. f. o. b. til kaupmanna og kaup-
félaga. Osturinn afgreiddur í kös^um c. 14 eða 28 kg. í hverjum. Síð-
ustu pantanir í þessa árs framleiðslu séu komnar til félagsins um
áramót.
Svar til Morgunbiaðsins.
Dómurinn í skuldarmáli Sam-
bandsins gegn Pöntunarfélagi
Rauðasandshrepps virðist hafa
verið Morgunblaðinu kærkomin
sending.
Fyrst birtir það dóminn orðrétt-
an ásamt bæjarfógetavottorði um
að rétt sé með farið, og eyðir þar
heilum dálki tii að tvíprenta nöfn
allra félagsmanna. Síðan hafa birst
í blaðinu tvær ritstjórnargreinar
um þetta mál. Mun það eins dæmi,
að dómur í einföldu skuldamáli
hafi verið tekinn til svo rækilegr-
ar meðferðar.
Fyrir nokkru birti Morgunblaðið
skýrslu um gjaldþrot hér á landi
nokkur undanfarin ár og telur þau
um 250. Ekki munu þau þó hafa
verið blaðinu jafn kærkomin og
þessi dómur, enda eru þau flest hjá
kaupmönnum. pað hefir ekki þótt
ómaksins vert að vara bændur við
að ganga í ábyrgðir fyrir kaup-
menn og braskara, og því hefir
aldrei verið haldið á lofti, hve
þungan skatt íslensk alþýða hefir
orðið að gjalda fyrir þessa menn.
En ekkert tækifæri er látið ónotað
til að ófrægja samvinnufélögin og
forgöngumenn þeirra.
það er engin ástæða til að harma
það, þó að ritstjórar Morgunblaðs-
ins hafi nú kastað grímunni og
komi fram eins og þeir eru klædd-
ir, enda sæmir það best leiguliðum
Fengers og Berlémes. það er því
ekki tiltökumál, þó að Sambandinu
og samvinnublöðunum sé kent um
alt, sem aflaga fer hjá kaupfélög-
unum. þau eiga upptökin á sam-
ábyrgðinni, enda þótt hún sé komin
á löngu áður en Sambandíð tekur
til starfa og byrjað er á útgáfu
blaðanna. þau gangast fyrir stofn-
un þeirra félaga, sem komist hafa
í fjárþrot, og ráða skipulagi þeirra.
Skal nú vikið nokkuð að því,
hversu þetta er sannleikanum
samkvæmt.
Pöntunarfélag Rauðasandshrepps
er stofnað 1907, og heíir frá upp-
hafi aðeins náð yfir Rauðasands-
hrepp hinn forna, sem nú hefir
verið skift í tvö hreppsfélög. það
hefir því starfað á þeim grundvelli
sem fundið hefir náð jafnvel fyrir
augum B. Kr. Samábyrgð var kom-
in á í félaginu áður en farið var
að vinna að undirbúningi sam-
vinnulaganna. Félagið er ekki og
hefir aldrei verið í Sambandinu,
enda þótt það hafi haft þar við-
skifti undanfarin ár og talið það
hagkvæmara en að skifta við inn-
lenda heildsala. Ástæðan til þess,
hvernig komið er fyrir félaginu, er
fiskleysi það, sem verið hefir síð-
astliðin þrjú ár um alla Vestfirði,
og verður Sambandinu varla um
það kent.
þá er það sýnilega tilgangur
blaðsins að vekja í landinu tor-
trygnisöldu gegn Sambandinu með
því að gefa í skyn, að það muni
ganga að kaupfélögunum hverju
eftir annað, og afleiðingin af því
verði „fjárhagslegt hrun“.
* þar er því fyrst til að svara, að
mál þetta er ekki hafið fyr en
eftir að félagið hafði verið fram-
selt til gjaldþrotaskifta. Áður
hafði Sambandið boðið félaginu
langan gjaldfrest og hagkvæma
borgunarskilmála á skuldinni, og
mundi hafa liðsint því eftir sem
áður, ef félagið hefði séð sér fært
að halda áfram störfum. Skal eng-
um getum að því leitt, hvers vegna
blaðið lætur þessa ógetið.
Ummælum blaðsins um hættu
þá, sem stafi af samábyrgðinni, er
fljótsvarað. þau eru ekkert annað
en margtuggin eridurtekning á
hugsunarvillum B. Kr. og annara
spekinga, þar sem því er haldið
fram, að ábyrgðin sé hvorttveggja
í senn, stórhættuleg fyrir félags-
menn og gagnslaus fyrir skuld-
heimtumenn félaganna. Að vanda
er þar aiveg gengið fram hjá því
höfuðatriði, að þegar um sameig-
inlega ábyrgð er að ræða, varðar
það mestu, tii hvers ábyrgðin er
notuð. Af sameiginlegri ábyrgð
getur leitt „fjárhagslegt hrun“, ef
hún er notuð við áhættusaman at-
vinnurekstur í stórum stíl, t. d.
togaraútgerð eða síldveiðar. En
kaupfélögin eru ekki og eiga ekki
að vera áhættuspil. Hlutverk fé-
Komandí ár.
Fyrstíkafli.
Uppeldi og mentun.
i.
Mentun íslendinga.
Laust fyrir aldamótin var þjóðskáldið Einar Benedikts-
son á ferð með strandsiglingaskipi íslendinga, liklega
hinu fyrsta, sem þjóðin hafði að nafni til ráð yfir. Skáldið
hefir lýst því, sem fyrir augun bar, í áhrifamiklu kvæði.
það er siðasta ferð haustsins. Jeljadrungi yfir landinu.
Skipið yfirfult af fólki: „Druknir menn og krankar konur
voru kviuð skrans i lest“.
í lyftingu freyddi drjúgum vinið. „Feitir kaupmenn",
segir skáldið, að hafi reynt að líkja eftir hinum erlenda
íramburði yfirmanna skipsins, og gleyma sinu eigin máli.
íslenskur ferðamaður stóð á þiljum og handlék sér að
gamni strengi, er lágu út á borðstokkinn. Erlendur yfir-
maður á skipinu kemur að, hrindir honum frá, með illúð-
legu orðbragði. íslendingurinn hröklaðist undan þegjandi.
Um þetta segir skáldið:
„Beggja r öllu þektust þjóðarmerki,
þeirra ólik kjörin tvenn;
hroki á aðra hönd með orku í verki,
á hina bljúgir menn“.
Myndin er ekki glæsileg. Um aldamótin áttu íslending-
ar engin mannflutningaskip og enga farmenn, er kynnu
með slik skip að fara. Allur þorri efnalítilla manna, sem
ferðaðist milli héraða, varð að gera sér að góðu lestina,
innan um „skranið“. Körlum og konum, gamalmennum og
börnum, sjúkum og heilbrigðum, var hrúgað saman eins
og dauðum hlutum. Aðbúðin jók siðspillinguna. Dauða-
druknir menn veltust um lestargólfið. í „lyftingunni" var
nokkuð af verslunar- og yfirmannastétt landsins. Ytri skil-
yrði voru þar ófullkomin, en mönnum bjóðandi. þar var
líka drukkið og ölæði, og lítil tilfinning fyrir niðurlæg-
ingu þjóðarinnar. Skipsmenn voru allir útlendir og að
jafnaði frábærlega ókurteisir við allan almenning, bæði
þjónustufólk og yfirmenn.
Skáldið sér réttilega í þessari einföldu mynd dæmin
um tvennskonar þjóðarmentun. Annarsvegar er hin al-
menna Evrópu-menning, verkleg þekking til að fara með
vélar og margbrotin samgöngutæki, þekking til að geta
með góðum árangri tekið þátt í kapphlaupi hinna svo-
kölluðu mentuðu þjóða, og sá manndómur að heimta sér
til handa þau lífskjör, sem talið er að siðuðum mönnum
hæfi. Á hinn bóginn er fátæk og einangruð þjóð. Hún
kann ekkert að fara með Aladíns-lampa aldarinnar, v é 1-
arnar. Hún er góðlynd og óvön albogaskotum heims-
samkepninnar. Efnaminna fólkið sættir sig við að láta
hrúga sér í lest og láta fara ver um sig en erlendis þætti
hæfilegt að láta fara um húsdýr, sem flutt væru til slátr-
unar. Konur, prúðar konur, láta bjóða sér að vera dögum
saman veikar í rúmfletum í sömu skranlestinni og
ölvaðir, óþektir og misjafnlega siðaðir karlmenn. Heldra
fólkið leitar í lyftinguna. Gleymir og fyrirlítur landa
sína, sem kveljast í lestinni, en leitast við að tína
náðarmolana, sem drjúpa af borðum hinna hrokafullu
húsbænda á skipinu — yfirþjóðina. Annarsvegar er afl og
orka, meðvitund um eigin styrk. Á hinn bóginn veikleiki
og lágar kröfur, lítil kunnátta um lífsbaráttu nútímans,
lítil trú á landið eða þjóðina sem sjálfstæðan aðila í
leiknum.
í fljótu bragði virðast yfirburðirnir vera allir hjá er-
lenda valdinu, erlendu menningunni, og veikleikinn allur
landans megin. í ytri skilningi er það svo. Verklega þekk-
ingin var öðrumegin. Verklega fáfræðin hinumegin. En í
þeim fjölda, sem þoldi lífið í lestinni möglunarlaust, hefii
verið fjöldi af konum og körlum, sem í daglegri viðbúð
höfðu mikið af þeim eiginleikum, sem sönn menning skap-
ar: þollyndi, hjálpsemi og fórnarlund. Og í fari yfirþjóð-
arinnar vantaði í þessari mynd samsvarandi eiginleika.
Hinn ytri styrkur varð að innri hroka og mannúðarleysi.
Sömu mennirnir, sem á strandsiglingaskipi við ísland
beittu yfirlæti og harðýðgi við þjóð, sem var skamt komin
i verklegri menningu, voru vísir að beygja sig í duftið
fyrir sonum stæi’ri þjóða í Evrópu. í þeirri tvennskonar
menningu, sem Einar Benediktsson lýsir i áðurnefndu
kvæði, eru hinir erlendu húsbændur á skipinu fremri ís-
lendingunum í véla- og verklegri þekkingu, en minni í
mannlegum efnum mörgum þeirra, sem þjakaðir eru í
„lest skransins".
þetta dæmi bregður nokkurnveginn skörpu ljósi yfir
aðstöðu íslensku þjóðarinnar, eins og hún er og hefir ver-
ið, að því er snertir mentun og uppeldi, i samanburði við
nábúaþjóðirnar. það eru nærfelt tvær aldir síðan hinar
máttugu vinnuvélar byrjuðu að gerbreyta lífi og starfi
nábúaþjóðanna. Verkvélarnar hafa gert þessar þjóðir ríkar
og máttugar, en um leið fúsar til yfirdrotnunar og kúgun-
ar. íslendingar stóðu um aldamótin síðustu nálega í sömu
sporum og landnámsmennirnir fyrir þúsund árum, með
valdleysið yfir náttúruöflunum. En á hinn bóginn hafði
hið einkennilega líf í dreifðum sveitabýlum skapað ein-
kennilega og merkilega innri menningu, þar sem yfirburð-
imir komu fram í mildi og mannúð í félagslegri sambúð.
En í þeirri samkepni, sem háð er nú á dögum milli þjóða
og stétta, gildir fyrst og fremst aflið, aflið yfir náttúruöfl-
unum og fjármagninu. þessvegna hlaut svo að fara sem
fór fyrir íslendingum, meðan þeir voru vanmáttugir í verk-
legri og efnalegri menningu. þeir urðu undir í samkepn-
inni. þeirra hlutskifti var, eins og „farþegnsins" á hinu
fyrsta strandsiglingaskipi íslendinga, að beygja sig fyrir
valdi og yfirlæti þess sterkara, var að vera þjónustuþjóð
útlendinga, sem höfðu í höndum sér valdið yfir verslun
landsins og siglingum. Að því leyti sem gamla sveitamenn-
ingin hafði í sér fólgna siðferðislega yfirburði, komu þeir