Tíminn - 30.08.1924, Qupperneq 4

Tíminn - 30.08.1924, Qupperneq 4
138 T I M I N N í fjarveru minni annast Asgeir Asgeirsson al- þingismaður ritstjórn Tímans. 28. ágúst 1924. Tr. Þórhalisson. U starfsmönnum og embættismönn- um ríkisins, sem auðvitað heimta sama kaup. En hinum þykir ekk- ert að, þó að stjórninni gangi erfið- lega að halda endurreisnarsamn- ingana og styðja kaupkröfur starfs manna ríkisins eftir megni; þann- ig gekk þetta til nú 1 vetur, er al- menn kauphækkun embættis- manna ríkisins komst á, eftir- lang- ar deiiur og ýmiskonar verkíöll. Hvar þetta lendir er ekki gott að sjá í bili, en þó sýnist liér vera um svikamylíu að ræða, er geti orðið rikinu hættuleg, fjárhag þess og endurreisn. Endurreisnarstarfið og árangur þess byggist auðvitað á því, að sú raunverulega framleiðsla, nfl. landbúnaður, iðnaður og milliríkja- verslun lamist ekki; þetta skilur Dr. Seipel og reynir því að standa í ístaði þessara íramleiðslugreina gagnvart jafnaðarmönnum og vill auðvitað nota gjaldþol þeirra í þarfir ríkisins; togar hann þar skækilinn móti jafnaðarmönnum, sem vilja nota það í þaríir bæjar- ins. það er víst og satt hjá jafnaðar- mönnum, að þessar framleiðslu- greinar hafa blómgast vel síðustu árin, en talsverð breyting hefir á þessu orðið nú á síðustu tímum. Peningar eru og hafa verið tor- fengnir og afardýrir, t. d. eru inn- lánsvextir þjóðbankans nú 12 af hundraöi, en útlánsvextir auðvitað miklu hærri; margir smærri bank- ar bjóða ennþá hærri vexti af inn- lánsfé, en fjöldi iðn- og atvinnu- rekenda verður að sætta sig við af- arháa okurvexti hjá einstaka mönn um; er það sannað, að vextir hjá einstöknm mönnum hafa komist upp í 10 af hundraði á mánuði eða 120 af hundraði á ári, og má nærri geta hvernig afkoma þeirra er, sem slíku verða að hlíta, en það eru einkum smærri atvinnurekendur. pó hefir þeta gengið sæmilega meðan vinnuiaunin voru lág, og austurrískar vörur voru þá vel samkepnisfærar í útlöndum og mikið flutt út; en síðan launin hækkuðu, og það var óhjákvæmi- legt, hefir aðstaðan breyst mjög til hins lakara og engin von til þess að það lagist, nema ódýrara fé fá- ist til framleiðslunnar. En hvaða horfur eru á því ? I fljótu bili mætti virðast að út- lendum auðmönnum þætti fýsilegt að ávaxta fé sitt, þar sem vextir eru svo háir, en reyndin hefir orð- ið önnur; þeim mun finnast, að ríkið standi á völtum fótum og áhættan sé mikil, enda hefir ýmis- legt komið fyrir í fjármálalífinu hér, sem hlýtur að hafa veikt traustið út á við. Á eg þar einkum við hið mikla kauphallai'brask í vetur með franskan franka, sem olli því, að nokkrir bankar hér fóru á höfuðið og fjöldi fólks misti al- eigu sína og meira til. Og þó að þetta sé nú afstaðið og furðanlega raknað fram úr þessu aftur, þá er víst, að mjög hefir það spilt áliti ríkisins hjá fjármálamönnum; en sem sagt er eina vonin fyrir fram- leiðsluna, að útlent fé fáist og þá ódýrara en nú á sér stað, og að þessu marki vinnur nú stjórnin kappsamlega. það er ekki hægt að segja ann- að en endurreisnarstarfið sé vel á veg komið og stjórnin og þjóðin í heild sinni hafi með ótrúlegri þrautseigju og sjálfsafneitun framkvæmt afreksverk, sem óvíst er, eftir minni hyggju, að öðram þjóðum tækist betur, en þó er þetta verk ekki nærri fullkomnað ennþá; mörg ský eru ennþá í lofti, og hefir verið bent á sumt af því tagi og væntanlega það helsta. þjóðin hefir hlotið viðurkenningu og samúð allra þjóða fyrir það, sem þegar er afrekað, og happadrýgst Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. í 28 ár — liafa nú verið þaktir’ í Danmörku ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstaðar á íslandi. Hlutafélagið Köbenhavn K. Havnegade 9 a s d 5 S ? 1 a a s* có ft œ H 3 A £ M sýnist vera, að halda áfram á þeirri braut, sem þegar er mörkuð, því þó að jafnaðarmenn séu óánægðir, þá hafa þeir samt ekki getað bent á aðrar álcveðnar leiðir, er sigur- vænlegri væru. En allir vinil• Austurríkis — og þeir eru marg- ir — óska þess, að aldrei komi aftur slíkir tímar yfir ríkið, sem 1921—22, og þeir telja það sem fyrirboða bjartari og betri daga, að óhappaverkið 1. júní mistókst, og þjóðin fær að njóta áfram starfs þess manns, sem viðurkend- ur er jafnt af flokksbræðrum og mótflokksmönnum, persónugerfi, óséi*plægni, atorku og föðurlands- ástar. Guðm. Guðfinsson. ----o---- Krossanesverksmiðjan hefir orð- ið uppvís að því, að hafa notað síldarmál, er reyndust 20 lítrum stærri en vera bar. Áttu málin að taka 150 lítra, en tóku reyndar 170 1. Var atvinnumálaráðherra á ferð fyrir norðan og voru málin löggilt fyrir 170 1., svo einsætt virðist að þeir, sem selt hafa verk- smiðjunni síld, höfði skaðabótamál gegn henni og vinni málið. — Hinsvegar hafði verksmiðjan feng ið leyfi til að hafa 15 útlendinga við vinnu, en flutti, er til kom, inn miklu fleiri menn þar sem engin reglugerð um bann gegn innflutningi hafði út komið, þrátt fyrir þingsályktun um það. Telur stjórnin sig ekki hafa haft nægi- lega heimild í lögum frá 20. maí 1920 til að gefa út slíka reglugerð. En það er hvorttveggja að þá hef- ir hana og broMið heimild til að takmarka leyfið til verksmiðjunn- ar við 15 menn, enda hefði hún þegar átt að láta þessa getið við Alfa^ Laval skilvindur reynast best. Pantanir annast kaupfé- lög út um land, og Samband ísl. samviélaga. EMÖLLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmj öli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. sls:ifti3? eizAg'ÖTig'TJL -við cikilcuLr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. Kaupið íslenskar vörur! Hreinl Blautsápa Hreinf. Stangasápa Hreini Handsápur Hreini K e rt i Hreini Skósverta Hreini Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! umræður um þingsályktunartill. í vetur á þingi. Er það illa farið í þessu atvinnuleysi, að ekki skyldi reglugerðin koma út í tíma. Jai-ðarför Jóns Bergssonar, bónda á Egilsstöðum, fór fram að viðstöddu meira fjölmenni en dæmi eru til á íslandi. Guðm. Thorsteinsson, listmálari, er dó á hæli í Danmörku, var jarð- sunginn í Reykjavík. Bar jarðar- förin vott um hversu vinsæll að Guðmundur heitinn var. Lifandi blóm skrýddu kistu hans meiri en sést hefir hér áður og vora lifandi vottur um hinar óvenjulegu vin- sældir hans. Guðmundur var fljót- ur að kynnast, og eignaðist vini hvar sem hann fór, enda var hann svo af guði gerður, að engum var betur lagið að gleðja meðbræður sína. Hann var manna fúsastur að ljá lið sitt til fjársöfnunar í góð- gerðaskyni, enda var hans oft leit- að. Hafi íslenskar þjóðsögur mist þar mikið, er hann féll frá, og ekki að vita, hvenær hið mikla og nauð- synlega verk, að gera þjóðlegar myndir við þjóðsögurnar verður unnið fyrst hans misti við. Aflabrögð. 237.262 skp. af fiski segir „Ægir“ að hafi verið komin á land 7. þ. m. Er það mesti afli sem fengist hefir síðan land bygð- ist. Nemur þessi sjö mánaða afli 38 þús. ton., en meðalafli undan- farinna ára hefir verið 24 þús. ton. Sódavatn. það má teljast með tíðindum að nýlega hefir hafist út- flutningur á íslensku sódavatni til Skotlands. Hefir það selst allvel, þó dýrara sé en annað sódavatn, og mun hið tæra Gvendarbrunna- vatn valda; er því sennilegt að ■framhald verði á þessum útflutn- ingi og aukning. Miss May Morris, dóttir W. Morris, skáldsins fræga og málar- ans, hefir verið á ferð hér í sum- ar og lætur hið besta yfir landi og þjóð, enda átti faðir hennar það skilið af Islendingum, að dóttur hans væri tekið vel. Leiðrétting. I grein um kjötverk un í síðasta tölublaði Tímans stendur, að aukin söltun hafi eigi skaðleg áhrif á kjötið, nema um því megnara kjöt sé að ræða, en á að vera magrara. Ný bók. þorsteinn M. Jónsson bóksali á Akureyri hefir nýlega gefið út þarfa og góða bók: Lík- ams- og Heilsufræði, til lestrar fyrir alþýðu og kenslu í alþýðu- skólum. Höfundurinn er einn hinn nafnkendasti hinna eldri lækna, Ásgeir Blöndal. Hefir höf. kent þessi fræði í bama- og unglinga- skólanum á Akureyri undanfarið, reynst heilsufræði Steingríms of löng. Bókin er mjög vel samin og margar ágætar myndir prýða hana. Flugmennirnir Smith og Nelson, flugmenn Bandaríkj ahersins, lögðu af stað héðan fimtudaginn 21. þ. m. til Grænlands og komust heilu og höldnu á ákvörðunarstað. Eru þeir nú komnir alla leið til Labrador og er sennilegt, að ekk- ei’t verði þeim héðan af til farar- tálma. Gert er ráð fyrir að þeir komi til Kaliforníu um miðjan september og er þá fluginu kring H.f. Jón Sigmundsson & Co. aæzXXZBOOCp og alt til upphluts séri. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út áBBcemsæn© um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Mötnneyti Samvinnu- og Kennaraskólans reyndist bæði gott og ódýrt síðast- liðinn vetur, enda lítur út fyrir, að það verði fjölsótt næsta skólaár. Pví ættu allir nemendur þessara skóla og aðrir, sem kynnu að vilja kaupa þar fæði, að sækja um það fyrir 20. september n. k. til Sigur- geirs Friðrikssonar, Sambandshús- inu, Reykjavík. SamvinnusScólinn. Kensla sjö mánuði frá 1. okt. til aprílloka. Skólagjald 100 kr. Heimavist fyrir 15 pilta, húsnæði, ljós og hiti 25 kr. á mann um vet- urinn. Aðgangur að mötuneyti kennara- og samvinnuskólans fyrir alla nemendur. ljgb. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti 2. útgáfa, aukin. Bóksalar snúi sér til Jóns Sighvats- sonar bóksala í Vestmannaeyjum. Samvinnuskólinn. Kenslugreinar: Islenska, danska, sænska, enska, og fyrir þá sern þess óska sérstaklega, byrjunarat- riði þýsku og frönsku. Almennur reikningur, verslunarrcikningur, skrift, vélritun, bókfærsla, verslun- arsaga, verslunarréttur, sam - vinnusaga, hagfræði, fölagsfræð;, og fyrir þá sem þess óska, fyrir lestrar í bókmentasögu og lista sögu. um hnöttinn lokið. ítalska flug- manninum, Locatelli þingmanni, gaf aftur öllu ver. Hann varð að setjast á Grænlandshafi og hrakt- ist þar á fjórða sólarhring, en þá fann eitt Bandaríkjaherskipið hann og bjargaði mönnunum. Voru þeir þá aðfram komnir af kulda og vosbúð. Bannlagabrot. Toílverðir Rvíkur fundu um miðja þessa viku 130 1. af áfengi um borð í Islandinu. Áfengið áttu einn af skipsmönnum og Færeyingur nokkuð. Var annar þeirra sektaður um 250 kr. en hinn um 300 kr. og áfengið gert upp- tækt. Nema slíkar sektir aðeins litlum hluta af ágóðavon lög- brjótanna, þó heldur sé vit í þeim en 50 króna sektinni, er út- iendur skipstjóri fékk nýlega fyr- ir samskonar brot. Garðyrkjusýningu heldur Garð- yrkjufélag Islands í Barnaskóla Reykjavíkur um þessar mundir. þar eru sýnd ýms garðyrkjuáhöld sem nauðsynleg eru öllum, sem garðyrkju stunda. par era og sýndar rófur og kartöflur og aðr- ar matjurtir, og má aðdáanlegt heita hversu miklum þroska sum- ar þær hafa náð nú þegar ekki áliðnara en er orðið. Meðal annars eru sýnd ýms kartöfluafbrigði úr Gróðrarstöðinni, sem veita góðar upplýsingar um hvaða tegundir borga sig best hér á landi. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.