Tíminn - 20.09.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1924, Blaðsíða 1
Ojciíbfeti oo, ufgreiösluvaöuv Cimans er 5 i g u r g e i r ^ r i t r i f s f o n, Sambanösíjúsirm, HeYfjapi? VIII. ár. Reykjavík 20. september 1924 Langmest úrval af frakka og fataefnmn. innlendum og útlendum. Nokkrir tiibúnir frakkar og klæðnaðir. Hikkus kráBiaar. I. Stöðugt verðgildi peninga er ein mesta nauðsyn hverju þjóðfélagi, það er undirstaðan undir heil- brigðum atvinnurekstri og verslun. Snöggar verðbreytingar á pen- ingagildinu kippa alveg fótum undan nútíðar og framtíðar fjár- hagsáætlunum þjóða og einstakl- inga. Allur búskapur, bæði til lands og sjávar, verður undir slíkum kringumstæðum líkari fjárhættu- spili en heilbrigðum atvinnu- rekstri. þá nýtur braskarinn sín vel, en hinn ötuli ráðdeildarmaður illa, i hvaða stöðu sem hann er, ef verð- gildi peninganna tekur snöggum breytingum. Öruggasta leiðin um að fjölga bröskurum í þjóðfélaginu, en fækka hinum heilbrigðu staifs- mönnum, er sú, að leyfa það, að stöðugt hringl eigi sér stað um verðgildi peninganna. Og þetta gildir um hvorttveggja jafnt: hraðfara lækkun og hrað- fara hækkun á gengi peninganna. II. Við höfum sannarlega fengið að kenna á lækkun krónunnar okkar, íslendingar. Okkur kemur öllum saman um, að sú lækkun hefir orðið okkur til stórtjóns. Hún hef- ir valdið margvíslegum órétti. 18 krónur kostaði sterlingpund- ið fyrir fáum árum. Um síðustu áramót kostaði það 30 kr. Og stuttu eftir áramótin neyddust bankarnir enn til að lækka krón- una okkar um 10 af hundraði. Sterlingpundið kostaði þá 33 kr. Síðan hefir komið yfir Island meira veltiár en nokkru sinni fyr: Geysimikill afli, ágætt verð og af- burðagóð tíð um að verka fiskinn. það er óhætt að fullyrða, að aldrei fyr, síðan þetta land bygðist, hef- ir slíkur peningastraumur til landsins streymt sem nú. Afleiðingin er sú, að síðustu tvo mánuðina hefir íslenska krón- an stigið í verði, hröðum skref- um. Ef enn er miðað við sterling- pundið, þá er það nú aftur fallið í sama verð og það stóð í um ár'a- mótin. það kostar nu 30 kr. þessi verðhækkun íslensku krónunnar þessa fáu mánuði er geysistórt stökk. það er enn stærra er þess er gætt, að sterlingpundið hefir líka stigið í verði samanborið við gull. Enginn veit hvað er framundan í þessu efni. En haldi svo áfram sem stefnt hefir, verður íslenska krónan enn hærra stigin um ára- mótin næstu. Sterlingpundið kost- ar þá c. 26—27 kr. III. Sennilega er mönnum það ekki jafnljóst, að hröð verðhækkun krónunnar er eigi síður hættuleg þjóðfélaginu er hröð verðlækkun. Hún mundi eigi síður hafa í för með sér margskonar órétt. Hún mundi eigi síður gefa fjárglæfra- mönnuin og spekúlöntum góð tækifæri í hendur um að sópa til sín l'é á kostnað almennings. Aðeins eitt dæmi skal nefnt, sem sýnir afleiðingar þess, að krónan hækki nú enn óðfluga. það líður að þeim tíma, að ann- ar aðalatvinnuvegur landsins, landbúnaðurinn, kemur með aðal- framleiðslu sína á markaðinn. Liggur í augum uppi, hve það er alvarlegt mál fyrir bóndann, haldi íslenska krónan enn áfram að hækka svo óðfluga. Hann er búinn að taka fyrir fram út á meir eða minna af verði þessarar framleiðslu sinnar. Mik- ið hefir hann keypt frá útlöndum og borgað alt að 33 kr. fyrir sterlingpundið. Hann er búinn að greiða kaupgjald, sem varð að hækka á sínum tíma, af því að sterlingpundið fór upp í 33 kr. Eigi hann nú að fá t. d. 26—27 kr. fyrir sterlingpundin, sem hann fær greidd fyrir aðalframleiðslu- vörur sínar, þá er sá grundvöllur allur í burtu, sem hann reisti á bú- skaparáætlun sína, þá verður hann fyrir óheyrilegri rangsleytni og óbætanlegu tjóni. Hann tapar alt upp í 20%. Bóndinn getur ekki heimtað kauphækkun eins og verkamaðurinn hjá atvinnurekand- anum, né dýrtíðaruppbót eins og embættismaðurinn af ríkissjóði. þrátt fyrir hið mikla góðæri og fyrirsjáanlegan peningastraum héldu bankarnir genginu lágu með- an útgerðarmenn voru að selja obbinn af sinni framleiðslu. Nú þarf bóndinn að selja. Hann hefir sömu kröfu um að hagsmuna sinna sé gætt. Hröð hækkun krónunnar nú fyrir áramótin er hnefahögg framan í íslenska bændastétt. — Mörg önnur dæmi þessu lík mætti vitanlega nefna. IV. Verltefnið sem stjórnvitringar ög fjármálamenn eiga að leysa af hendi er hvorki það að finna ráð til að láta krónuna stíga, né að láta krónuna falla, heldur hitt, að halda peningum landsins í föstu verði. því að í raun og veru skift- ir það minstu máli hvert gengið er. Aðalatriðið er að gengið sé stöðugt. Aðalatriðið er það, að bæði þjóðfélag og einstaklingar hafa fastan grundvöll til að reisa á fjárhagsáætlanir sínar. — Nú lætur svona afbragðs vel í ári. Afurðirnar seljast fljótt og við ágætu verði. Peningarnir streyma til bankanna. Undir þeim kringumstæðum eiga bankarnir erfitt um að halda genginu stöð- ugu, eigi síður en þegar hart er í ári. Áhætta þeirra er mikil að taka við stórfúlgum af erlendum gjald- eyri, og eiga á hættu að hann verði að falla í verði, því að svo mikið berst á markaðinn af ágætum, verðháum íslenskum vörum, að eftirspurnin eftir íslenskri krónu hækkar hana stórum í verði. Ríkisstjórn og Alþingi geta los- að bankana við þessa áhættu og þar með gert þeim kleift og áhættú laust að halda gengi íslenskra peninga stöðugu. það er ekkert vafamál, að þann stuðning og þá tryggingu á nú að veita bönkunum, til þess að koma í veg fyrir alt of hraðfara og óheilbrigða hækkun íslensku krónunnar. Slík óeðlileg hækkun getur leitt af sér afturkastið, hrað- fara lækkun aftur, ef eitthvað breytir til um árferði. Óeðlileg gengishækkun er ein- mitt mjög líkleg til að leiða af sér afturkastið. Hvar er yfirleitt tryggingin fyrir því, að þessi pen- ingastraumur haldi áfram? Hún er vitanlega ekki til. það eina sem réttlætt gæti hraðfara hækkun krónunnar nú væri það, að bank- arnir skuldbindu sig til að lækka hana ekki aftur upp úr áramótun- um, þegar allar afurðir eru seld- ar. En þá skuldbindingu getur al- menningur ekki tekið gilda nema krónan sé gerð innleysanleg við ákveðnu gullgengi. Tíminn er áreiðanlega kominn til þess, að stjórnarvöld Islands gefi bönkunum full loforð um stuðning til að halda krónunni í ákveðnu verði, um ákveðinn tíma — sem þurfa þykir — eigi langt frá núverandi verðgildi hennar. Mun óhætt að telja fullvíst, að að slíkri ráðstöfun stæði eindreginn meirihluti Alþingis. Með þá tryggingu að baki ætti bönkunum að vera það hægt verk 'ð skapa nú loks aftur heilbrigði í atvinnurekstur Islendinga með föstu gildi krónunnar. ---o--- Athugasemd. Eg hefi séð grein Árna Jónssonar alþm. um utanför hans í sumar, og af því þar er, líklega þó óvilj- andi, hallað réttu máli í einstök- um atriðum, vildi eg mega biðja Tímann fyrir þessa athugasemd. Hr. Á. J. segir frá viðbúnaði bænda í Vopnafirði veturinn 1922 um að búa sig úndir að geta flutt út geldær í haust sem leið, og bæt- ir við: „Árangurinn varð sá, að Sambandið fór fyrir alvöru að vinna að þessu rnáli og seldi haust- ið eftir einn farm til Belgíu með viðunanlegu verði. Var auðvitað engin fyrirstaða um kaupendur þar, og þó fyr hefði verið“ (letur- breyting hér). Mér er ekki kunnugt um, hvað- an alþm. koma þær upplýsingar, að Sambandið, eða einhver annar, hefði fyr getað selt fé til útlanda síðan stríðinu lauk. Síðan eg kom til Sambandsins, þegar aðalskrif- stofan var flutt hingað 1917, get eg fullyrt, að af Sambandsins hálfu hefir á hverju ári verið gert mikið til þess að reyna að selja sauðfé til útlanda. Bæði Hallgrím- ur Kristinsson og Pétur Jónsson höfðu mjög mikinn áhuga fyrir þessu máli og byrjuðu strax að stríðinu loknu að undirbúa það. Eftir að Sambandið stofnaði skrifstofuna í Bretlandi 1920, hef- ir Guðmundur Vilhjálmsson stöð- ugt haldið þessu máli vakandi og gert ítrekaðar tilraunir til að selja, en málið strandaði alt af á því, að ekki fékst nægilega hátt verð fyrir féð til þess að það þyldi samanburð við saltkjötsverðið. Og það var með mestu herkju- brögðum, að samningar tækjust síðastliðið ár. Stóðu samningar yf- ir frá því snemma í maímánuði og þangað til um miðjan ágúst, og þó á endanum tækist að selja, þá var rétt á mörkunum að verðið gæti talist viðunandi. Eg held það sé því alveg rangt, að gefa í skyn, að Sambandið hafi sýnt tómlæti í þessu máli, enda reyndist það svo, að hvorki Sam. ísl. verslan- irnar eða Garðar Gíslason, sem Vopnfirðingar snéni sér til, gátu selt féð, eða kærðu sig ekki um það. Af því að talsvert hefir verið rætt um útflutning sauðfjár hin síðari ár, og margir yngri menn- irnir virðast trúa því, að sá út- flutningur eigi sér talsvert mikla framtíð, væri rétt að athuga það nánar. Getur verið, að eg síðar skýri frá áliti mínu um þetta mál, að svo miklu leyti sem eg hefi átt kost á að kynnast því af eigin at- hugun og einkum af viðtali við þá ménn, hér og erlendis, sem langa ! reynslu hafa í þessu efni. | Út af ummælum hr. Á. J., að | hann hafi heyrt kvartað yfir því í i Noregi, að þar fengjust ekki leng- ur íslenskar rúllupylsur, þá má upplýsa það, að um nokkurra ára skeið hefir verið innflutningsbann á rúllupylsum í Noregi og engin undanþága veitt frá því banni síð- an á útmánuðum 1922. Að síðustu vildi eg mega vekja athygli þeirra manna, sem kunna að verða sendir af hálfu ríkis- stjórnarinnar í verslunarerindum til útlanda, á því, að það er frem- ur óviðkunnanlegt, að þeir skýri opinberlega frá viðskiftasambönd- um einstakra firma hér á landi, þó þeir komist að þeim. Kaupsýslu- menn munu alment telja það skyldu sína, að opinbera ekki við- skiftasambönd keppinauta sinna, þó þeir komist að þ.eim, og sama ætti að gilda um þá, sem kunna að vera á verslunarferðum á vegum stjórnarinnar. Jón Árnason. Kírkjan. IV. Seint mun íslenskt trúareðli verða skýrt til hlýtar. Vafalaust er það að nokkru leyti kynfylgja, en þó munu ytri ástæður eiga mikinn þátt í séreðli hins íslenska kynþáttar. Skal hér lítillega drep- ið á áhrif hinnar óslitnu bókmenn- ingar þjóðarinnar. Bókmenningin er völd að því að tímamót í trúar- lífi eru hvergi jafn óskýr og hér á landi. Byltingamar eru ekki eins róttækar og meðal þeirra þjóða, þar sem hin foma menning hefir eingöngu lifað á þjóðsiðum og sögnum, sem fljótt hafa visnað og dáið út af. Hér lifði heiðnin og var skráð á skinn og bókfell, þó að kaþólskur siður færðist yfir land- ið, og í lútherskum sið lifir hvom- tveggja, heiðnar bókmentir og kaþólskar, óskrælnað. það verður seint fullskýrt, hví- lík áhrif Islendingasögur hafa haft á kristni og kirkjulíf hér á landi. Gamla testamentið hefir löngum átt þar skæðan keppinaut. Saga Israelsmanna hefir aldrei verið ein um að fá Islendingum um- hugsunarefni. Kristinna áhrifa 38. blað kennir víða í Eddukvæðunum, en kristnin hefir einnig verið eddu- borin hér á landi fram á þennan dag. Islendingasögurnar hafa átt mikinn þátt í að vernda þjóðina fyrir kreddum og ofstæki. þær hafa ásamt guðspjöllunum varð- veitt heilbrigða skynsemi. það er mikill skyldleiki með hinni lát- lausu og þó stórfeldu frásögu Is- lendingasagnanna og guðspjall- anna. Sést það best þegar borið er saman við rímur og flókna mið- aldaguðfræði. Látlausar frásögur af mannlífinu halda verndarhendi sinni yfir heilbi’igðri skynsemi þegar sagt er frá af góðum skiln- ingi, og því betur, sem stórfeldara er söguefnið. En traust á skyn- seminni má telja eitt höfuðein- kenni íslensks trúarlífs. Hið ram- aukna níð, sem klerkleg þröngsýni hefir oftlega rist heilbrigðri skyn- semi, hefir hér ekki átt góðan jarðveg. það má eins formæla sjón sinni og heym og öllum góðum guðs gjöfum. En vér erum þeirrar trúar, að skynsemin sé eins og aðrar góðar guðs gjafir, „ekki ein- göngu handa óguðlegum“. Ef skynsemin á að teljast heiðin og fegurðin kaþólsk, þá fer að draga úr löngun íslendinga til að heita lútherskir. Enginn hæfileiki vor er alger, og þarf því ekki að formæla skynseminni þótt ekki séum vér alvísir fremur en sjóninni, þó vér séum ekki altsjáandi. I mörgu verður ekki komist lengra en þangað sem ljós hennar þrýtur. þegar ræða er um fornrit, hvort sem það eru rit biblíunnar eða önnur, aldur þeirra, höfund o. s. frv., þá er það skynsemin sem sker úr. þegar um forna atburði er að ræða, þá er það skynsemin, sem vegur rökin og metur möguleik- ana. þeg’ar um er að ræða kenni- setningar, þá er það skynsemin, sem verður að velja. Annað ljós er oss ei léð. Og þegar ljós henn- ar þrýtur, þá þrýtur og máttur- inn til að koma orðum að leynd- ardómunum. En það skilja þeir aldrei, sem afneita sinni eigin skynsemi og heimta hlýðni og auð- sveipni gagnvart kenningum, sem fyrir mörgum öldum eru bygðar upp af skynsemi annara manna. En þessi auðsveipni, sem ein- göngu vill lúta margra alda gam- alli skynsemi, er ekki rík í Islend- ingum. Sést það best, er litið er til þess, hvernig tekið hefir verið hér á landi hinum merkilegu uppgötv- unum í guðfræðilegum efnum á síðustu áratugum. Á þeim árum hafa verið gerðar hinar merkileg- ustu rannsóknir í sögu kristilegra trúarbragða. En þær rannsóknir liafa haft mikil áhrif á trúfræði kirkjunnar. íslendingar hafa tek- ið því öllu vel, að svo miklu léyti, sem þeir hafa haft spurnir af þessum vísindum, og var þess af söguþjóðinni að vænta. Mun þeim ekki hafa verið annarsstaðar bet- ur tekið af almenningi, og er ástæðan vafalaust sú, að Islend- ingasögur og önnur sagnfræði hafa þroskað þjóðina betur í sögu- legum efnum en dæmi eru til ann- arsstaðar. Sagnfræðin hefir varð- veitt heilbrigða skynsemi þjóðar- innar frá að kafna í kreddum. ----o----- Frh. Fulltrúar Austfirðinga á Búnað- arþing næsta ár hafa verið kosn- ir: Björn bóndi Hallsson á Rangá og Benedikt kennari Blöndal í Mjóanesi. Aðrir fulltrúar hafa áð- ur verið taldir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.