Tíminn - 04.10.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.10.1924, Blaðsíða 1
©jciíbf eti 09 afgrci&slur'aður Cirnans cr Sigurgcir ^ r i 6 r i f s f o n, Sambartösíjúsinu, HcYfjauíí. 2^fgrci£>sía Ctmans cr í Sambanöstjúsinu (Dpin öaglcga 9—\2 f. b Stmi Í9€. VIII. ár. Ke.vkjavík 4. október 1924 40. blað Biðjið um Capsían, Navy Cui lYLedium reyktóbak. Verð kr. 4,60 dósin, */4 pund Utan úr heimi. Kosningar í Svíþjóð og Danmörku. í báðum þessum löndum er flokkaskipun þannig, að enginn einn flokkur hefir haft meirihluta á þingi nú um nokkur ár. í Dan- mörku eru flokkarnir fjórir, íhaldsmenn, vinstrimenn, frjáls- lyndi flokkurinn og verkamenn. Kosningar til efri deildar eru ný- afstaðnar, og var kosið með hlut- fallskosningum í nokkrum hluta landsins. Fóru leikar svo, að frjálslyndi flokkurinn stóð í stað, verkamenn unnu 3 sæti, íhalds- menn töpuðu einu sæti, en vinstri- menn tveimur. Ráðuneyti Staun- ings styðst við verkamenn og írjálslynda flokkinn. Kemur það því styrkara úr kosningasennunni. Eitt af mestu hitamálunum var viðhald eða eyðilegging hersins í Danmörku. Verkamenn vilja leggja niður her og flota, eins og áður hefir verið skýrt frá. Telja þeir með því hægt að spara á ári 50 miljónir af ríkisfé. Frjálslyndi flokkurinn og stórblað hans Poli- tiken virðast vera sammála verka- mönnum um þetta. Eru þó í þeim flokki margir af stórefnamönnum Dana, en þeir láta heill þjóðfélags- ins sitja fyrir ímyndaðri stéttar- heill. Danska þjóðin er ákaflega lítið gefin fyrir hernað og her- skálalíf. þykir hermönnunum vist- in leið í herskálunum. Sigur verka- manna er vafalaust að mjög miklu leyti af því, að barátta þeirra til að leggja niður her og flota er vinsæl hjá öllum almenningi í land- inu. Að vinstrimenn, bændurnir, hafa tapað svo tilfinnanlega, kem- ur af því, að þeir hafa um mörg undanfarin ár verið í mjög nánu sambandi við íhaldsflokkinn og haft við hann samlög um stjórn- arstuðning. Ihaldsflokkurinn hefir jafnan, bæði í tíð Estrups og síðar, reynt af öllu afli að auka sem mest her og flota og eytt þannig til óþarfa mörg hundruð miljónum króna af fé almennings. í tíð Estrups börðust vinstrimenn móti þessari fráleitu hemaðar- og eyðslustefnu. þá voru þeir sigur- sælir og voldugir við kosningar. Nú hafa vinstrimenn slakað á klónni, snúið baki við einu af höfuðáhugamálum sínum, og stutt til valda og framkvæmda sína fyrri féndur. þessvegna þver nú kjörfylgi þeirra. I Svíþjóð er aðstaða flokkanna nokkuð áþekk. Stærstu flokkarnir þar era verkamanna- og íhalds- flokkurinn. Frjálslyndi flokkurinn er heldur fámennur nú orðinn, en var fyrrum stór og áhrifamikill. Bændaflokkurinn er þar enn frem- ur lítill. Mesta hitamál þeirra Svíanna er hermálið. íhaldsflokkurinn vill efla sem mest her og flota. Lifa þeir enn að nokkru í fornum draumóram um sænskt herveldi og yfirdrotnun. Verkamenn vilja minka herkostnaðinn um þriðjung eða hehning, en telja sig ekki enn hafa aðstöðu til að beitast fyrir fullkominni afvopnun eins og stall- bræður þeirra í Danmörku. Frjáls- lyndi flokkurinn stendur í hermál- inu nærri verkamönnum, eins og í Danmörku. Og sennilega verður samvinna milli þeirra um stjórnar- myndun, ef afturhaldsflokkurinn verður í minni hluta eftir kosn- ingarnar. þeir mennirnir, sem mest ber á í kosningabaráttunni, eru Trygger foringi afturhaldsmanna og Branting, foringi verkamanna. Má telja víst, að annarhvor þeirra verði stjórnarformaður á næstu árum. Trygger myndaði íhalds- stjórn fyrir skömmu, en lítið hef- ir þótt að honum kveða. Nú um mitt sumarið reyndi Trygger að sameina alla flokka móti verka- mönnum, en það mistókst. Sum biöð frjálslynda flokksins þver- tóku fyrir slíkt samstarf. Brant- ing þykir einna mestur skörungur af sænskum þingmönnum. Hann fylgir sömu stefnu og MacDonald og Stauning. Vill rétta við hag verkamanna með stöðugri fram- þróun, en fordæmir ofbeldi og byltingar. Hefir honum tekist að leiða flokk sinn í þeim anda, og fylgja Branting til kosninga fjöl- margir utan verkamannastéttar- innar, því að þeir telja hann heppi- legan forvörð frjálslyndra skoð- ana. Rússar hafa eytt allmiklu fé og orku til að vinna sænska verka- mannaflokkinn, en það hefir mis- tekist algerlega. Kommunistaílokk urinn hefir alt af verið lítill, en í sumar sprengdi ráðstjómin í Moskva þetta litla brot í tvent. Annar helmingurinn vill ekki við- urkenna yfirráð Rússanna í flokks málum. Hinn vill hlíta forsjá Moskvamanna. Sá hlutinn tók með byltingu og ofbeldi flokksblaðið af meirihlutanum. Er bersýnilegt, að báðir hóparnir hafa litla framtíð í Svíþjóð. þróunin þar í landi gengur öll í þá átt, að verkamenn undir forustu Brantings og frjáls- lyndi flokkurinn hefja Svíþjóð sem menningarland með alhliða fram- föram í þjóðfélagsmálum. ** ---4}-- Kirkjan. Af kristilegum bókmentum ís- lenskum skara Passíusálmarnir og Vídalínspostilla fram úr öllu öðru. Á við þessar tvær bækur jafnast ekkert að undanskildum nokkrum sálmum í Sálmabókinni. Og þó eru kristilegar bókmentir í lútherskum sið miklar að vöxt- um. En flest er það með aðfengn- um blæ. Enda nú hulið postillu- myglu. það vill líka svo illa til, að sumir þeir, sem mestur fengur hefði verið í að varðveita handa kynslóðunum, hafa farið í gröfina með alt sitt. Feimni strjálbýlisins hefir haldið aftur af þeim. En sumir aðrir, sem lítið báru af, hafa verið framari. Öll ókjör hafa því komið út, sem tímans tönn var fljót að vinna á, enda aldrei verið svo kjarngott, að nægt gæti heil- um kynslóðum. Má þar þó taka undan nokkra sálma, sem standa á sporði því, sem best hefir verið kveðið í kristninni. Sum sálma- skáld vor eiga það lof, að þau kveði betur en páfinn. Fremstur í röð sálmaskáldanna mun Hallgrímur Pétursson jafnan verða. „Allan fjandann vígja þeir“, sagði hin varaþunna vand- lætingasemi, þegar hann gekk i þjónustu heilagrar guðs kirkju, en tveim höndum tók þó þjóðin sálmum hans og setti þá inst í kórinn. En þar hafa þeir verið síð- an. H. P. eys úr uppsprettum hins innra lífs. þessvegna svala sálmar hans öðrum. þeir eru ekki kveðnir út af vísindalegu kenningakerfi, heldur er þrá hjartans, innileiki og lotning sterkustu þættirnir í þeim. Ef kreddurnar og kerfið er numið burtu úr Kveri eða háskólatrú- fræði, er fátt eftir nema nokkrar vel valdar ritningargreinar. En þó þeim skoðunum, sem breyting- um eru háðai', sje svift burt úr Passíusálmunum, er alt eftir, sem máli skiftir. þeir munu standa um aldur þrátt fyrir allar breytingar á skoðunum og hugsunarhætti. Svo er um alt, sem er sígilt. Svo er um rit allra, sem komist hafa inn að kjarna lífsins og heyrt hjarta tilverunnar slá. Sú fásinna að Passíusálmarnir geti ekki lifað 17. aldar guðfræðina! það hefir þegar sýnt sig. Ellin hefir þegar komið 17. aldar guðfræðinni á kné, en Passíusálmarnir yngjast upp í sjerhverri sál, sem les þá. Passíusálmarnir, Divina Comedía og önnur slík rit lifa allar bylting- ar. þau eiga sér fastari grundvöll en fræðikerfin. Líkt má segja um Vídalínspostillu. Meistari Jón er meðal stærri spámannanna. ís- lenskt þjóðlíf og fornsögur, forn- rómverskar bókmentir og spá- menn Gamlatestamentisins eru heimildir hans. Hann kunni að vera með höfðingjum andans. Spá- mannlegur eldmóður og siðferðileg alvara eru höfuðeinkenni Jónsbók- ar. þar fann þjóðin þrek í baráttu lífsins. Lengi lifði hún með þjóð- inni, og er enn of snemt að hún deyi. Réttilega lesinn Jónsbókar- lestur má enn verða að liði. þjóð- in hefir enn þörf fyrir þrek Vída- líns, innileika Hallgríms og snild þeirra beggja. Kirkjan má ekki við að gleyma neinum sinna helgu manna. Heilbrigð skynsemi sagnfræð- innar, þrek Vídalíns, innileiki og lotning Hallgríms hafa mótað ís- lenskt trúarlíf í margar aldir. En þá má ekki gleyma einum sterk- asta þættinum: dultrú þjóðsagn- anna. Dularfull fyrirbrigði, draum ar, svipir, sýnir og spásagnir hafa jafnan verið lífæð trúarbragðanna. í hinum þéttbýlli löndum virðist draga mjög úr öllum dulgáfum. Hið undursamlega flýr skarkala stórborgalífsins. Sú sál sér engar sýnir, sem er orðin eins og járn- brautarstöð, þar sem ekki heyrist mannsins mál fyrir hávaða, þar sem er stöðugur troðningur og alt, sem inn kemur, hverfur jafnharð- an út aftur. þar, sem svo er kom- ið, fullyrða hinir skriftlærðu, að alt yfirnáttúrlegt, sem skifti trú- arlífið nokkru, sé takmarkað við það tímabil, sem lokað er inni milli spjalda biblíunnar. Fyrir- brigði þess tímabils séu guðdóm- leg, en alt, sem skeður fyrir utan hin settu takmörk, sé heimskuleg hjátrú og villa. En hvað finst yð- ur um fölleitan verksmiðjuþræl, sem svo er hátt upp lýstur, að hann er sneyddur öllu því, sem á skylt við hjátrú? Sneyddur allri þeirri trú, sem lifað hefir í öllum löndum, á öllum öldum hjá — eða við hliðina á — kirkjutrúnni! Mundi ekki skorturinn á öllu því, sem skylt á við það, sem kallað hef ir verið hjátrú, bera vott um, að hann sé slitinn úr sambandi við guðs grænu náttúru og heiðbláan himininn á sama hátt og hinar blóðlausu varir og fölleitu kinnar. Skyldi einskis vera mist, þar sem öll hjátrú er upp þomuð? það er hér ekki átt við að vekja beri upp öll hindurvitni. þeir skilja sem vilja. Og hér á landi hafa flestir skilyrði til að vilja og geta skilið, að draumar og sýnir er ekki einskis vert fyrir trúarlífið. Hér hafa þjóðsögur myndast og verið skráðar af mikilli snild. Og enn halda þær áfram að myndast. Sennilega er engin þjóð hinnar vestrænu menningar jafn frjó í því tilliti nú á dögum og vér Islend- ingar. Hinn skapandi þróttur þjóðlífsins er þroskamerki. Ekki síst í trúarlegu tilliti. Ágsborgar- játningin segir lítið til um það, hverju íslendingar trúa. íslensku trúarlífi kynnumst vér betur í þjóðsögusafni Sigfúsar Sigfússon- ar, kvæðum Herdísar og Ólínu og sögum Kristínar Sigfúsdóttur — svo eg nefni nokkur hin nýjustu rit — en í öllum skrifum lærðra manna. I þjóðsögum og alþýðu- bókmentum lifir þjóðarsálin. þjóðsögurnar og Islendingasög- ur eru ímynd þess, sem öðru frem- ur einkennir íslenskt trúarlíf, dul- trúar og skynsemi. Sumir kunna að telja dultrú og skynsemi and- stæður. En svo er ekki. Skynsam- leg athugun og dularfull atvik ein- kenna trúarlíf allra þeirra, sem mest byggja á eigin reynslu. En hvorttveggja vantar í trú þeirra, sem eingöngu vilja byggja á margra alda gamalli skynsemi annara og fornum fyrirbrigðum. I Passíusálmunum er lotningin dýpst og tilbeiðslan innilegust en krafturinn mestur og alvaran í Vídalínspostillu. Auk þess má telja nokkra sálma og umfram alt guðspjöllin, en þá eru talin þau rit, sem mest gildi hafa haft fyrir íslenskt trúarlíf. Meðan lestur þeirra lifir með þjóðinni, þurfum vér ekki að bera kinnroða gagn- vart öðrum þjóðum. Bókmentir vorar hafa átt mestan þátt í að verja þjóðina fyrir spilling og efnishyggju, oftrú og þröngsýni erlends stórborgarlífs. Finnar þakka það alþýðufræðslu sinni, að „bolshevisminn" varð að lúta í lægra haldi þar í landi. það er al- þýðumenning vor og bókmentir sem veldur, að byltingastefnur trú arlífsins eru hér enn óþektar. -----o---- Eiðaskólinn. Umræða hefir orð- ið töluverð manna í milli um kenn- araskiftin við Eiðaskólann, og í „Degi“ á Akureyri hefir birst grein um málið. Merkur maður af Fljótsdalshéraði ritar ritstjóra Tímans um málið, alveg nýlega, á þessa leið meðal annars: „það er gefið í skyn, að Eiða- skólinn hafi gengið á tréfótum undanfarin tvö ár. Er þessi dóm- ur á því bygður, að efri deildar nemendur hafa ekki viljað ganga undir fyrirskipað próf. Heyrst hefir og, að það hafi komið fyrir við Hvanneyrarskólann, að sumir nemendur hafi ekki gengið undir próf, en samt er hagur þess skóla talinn með miklum blóma og mun það óefað. þetta er því ekki næg ástæða til að telja, að Eiðaskólinn gangi á tréfótum, enda er langt frá því að svo sé. Kensla í skólanum er ágæt. Kristileg vakningarstefna skipar öndvegissess og nemendur skólans bera það með sér, að þeir verða þar fyrir góðum áhrifum. þeir eru látnir semja ritgerðir, einkum sögulegs efnis, og leið- beina kennarar um heimildir, eft- ir því sem föng eru til. — það er sagt, að Benedikt Blöndal, sem þar var kennari þangað til í haust sem leið, hafi verið lýðfræðslu- stefnu fylgjandi og vakningar- stefnu, en skólastjóri hinsvegar fylgjandi fræðslustefnu. Hver skyldi vera munur á þessu? Hann virðist eiga að vera sá, að Blöndal vilji engin próf hafa, en skóla- stjóri heimti próf. Nú er fyrirskip- að í reglugerð Eiðaskóla, að próf skuli haldin, er það þá ekki skylda skólastjóra og kennara skólans að fylgja reglugerðinni ? það er tal- ið, að Blöndal hafi farið frá skól- anum vegna þessarar misklíðar, en er það óeðlilegt að skólastjóri krefjist þess af kennurum, að þeir fylgi þeirri reglugerð, sem skól- anum er sett? — Eiðaskóli er efa- lítið einhver besti alþýðuskóli þessa lands. Kenslukraftar hans eru mjög góðir. Skólastjóri og Guðgeir eru afbragðs kennarar, og Blöndal var sömuleiðis talinn það. Skólalífið hefir yfirleitt verið mjög gott, en það mun satt, að misklíð nokkur milli skólastjóra og Blöndalshjóna, hafi eitthvað skygt á upp á síðkastið. Eg efast ekki um, að Eiðaskóli geti orðið öðrum skólum til fyrirmyndar á margan hátt, eins og til var ætlast. Undantekningarlítið þykir Aust- firðingum mjög vænt um Eiða- skóla. Allir sem á annað borð vilja hafa alþýðuskóla, óska þess, að fíf- ill hans sé sem fegurstur. Menn óska að húsaskipun verði bætt þar, svo fljótt sem ástæður landsins leyfa, til þess að hann geti full- nægt þeim umsóknum, sem til hans berast.fc— Skólastjóri er hinn mesti þrifamaður í sinni stöðu. Eg efa ekki, að áhrif hans hér í fjórðungnum verði bæði mikil og góð, þegar tímar líða. Heimilið á Eiðum er fyrirmyndarheimili um rausn og margskonar prýði. — þetta er ekki einungis álit mitt um skólann, heldur allflestra Héraðs- búa. Bruni. Bær brann nýlega á Álft- artungu á Mýrum. Fólk var á engjum svo fáu varð bjargað. Bær- inn var óvátrygður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.