Tíminn - 04.10.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1924, Blaðsíða 4
158 T 1 M I N N Á víð og dreíf. Kenning Ingvars Pálmasonar. Á þinginu í fyrravetur eyddi íhalds- flokkur þingsins góðu máli fyrir Ing- vari Pálmasyni, en ekki mun saga þess þar með búin. Ingvar vildi koma allsherjarskipulagi á fisksöluna, og gat sannað með opinberum skýrslum að slíkt fyrirkomulag myndi hafa spar að landinu óþarfa eyðslu, sem nam miljónum króna. Hann vildi tryggja öllum fiskframleiðendum sannvirði fyrir vöru sína. þetta orð þoldu þeir verst, samnefndarmenn hans, Jóhann úr Eyjum og B. Kr. Mesta þjóðmálið er að fjölga sjálfstœðum heimilum í sveitinni. Takist það ekki, flýr kjarn- inn úr hinni uppvaxandi kynslóð í aðrar álfur, eða neyðist til að l'ía gleðivana lífi í kjallaraholum í Rvik. Skilyrðin fyrir fleiri heimilum í sve.it eru þessi helst: 1. kœli- eða frystiskip, eitt eða fleiri. 2. Betri samgöngur á landi og með ströndum fram. 3. Að fá ódýrt fé til langs tíma handa þeim, sem rœkta vilja land, byggja ný heim- ili og afla sér bústofns. þetta fé mun naumlega fást á heppilegan hátt nema með því að koma á lögbundinni ellitryggingu, og nota sjóðinn að mestu á þennan hátt. -----o---- Helgi Bergs hefir verið ráðinn framkvæmdastjóri Sláturfél. Suð- urlands í stað Hannesar Thorar- ensens. Hefir Helgi undanfarin ár verið aðalstarfsmaður félagsins með Hannesi. Helgi er bróðir Lár- usar bónda Helgasonar í Kirkju- bæjarklaustri. Heiðursdoktor. Sigfús Blöndal bókavörður í Kaupmannahöfn hef- ir dvalist hér í bænum í sumar, til þess að leggj a síðustu hönd á hina miklu orðabók sína. Hinn 4. des. næstk., á tveggja alda afmæli síra Björns Halldórssonar í Sauðlauks- dal, fyrsta orðabókarhöfundar á íslenska orðabók, kemur síðasta heftið út af orðabók Sigfúsar. En sjálfur varð Sigfús fimtugur í fyrradag og þess tilefnis hefir heimspekisdeild Háskólans sæmt hann doktorsnafnbót. Réttarfarið. Einn þjófurinn reiddist og dóm- arann drap. þá drafaði landsstjómin rög: „Já, tarna var norrænt og nátt- úrlegt skap. — Vér nemum burt hegningarlög". ■ $?' Umsóknarfrestur um prestsem- bættið hér í Reykjavík var út- runninn um mánaðamótin. Hafði enginn sótt annar en síra Friðrik Hallgrímsson. Verður hann því sjálfkjörinn. Góður gestur. Hér hefir verið á ferð undanfarið besti píanóleik- ari Dana, ungfrú Johanne Stock- marr, og hélt hljómleika í Nýja Bíó síðastliðinn miðvikudag. Var frábær unun að heyra leik hennar. En höfuðstaðarbúum var það til litils sóma hve salurinn var fá- skipaður. Strand. Tvö mótorskip af Akur- eyri, Báruna og Hvítanes, rak norðanvindur á land á Húsavík nýlega. Annað skipið, Hvítanes, brotnaði mikið, svo að vonlaust er að því verði bjargað. Báran skemd ist aftur á móti lítið. Jakob Kristinsson hefir þýtt og endursamið merkilega bók um skapgerðarlist eða siðspeki. Verð- ur sagt frá efni hennar í næsta blaði. Samningar eru nýlega gerðir milli útgerðarmanna og sjómanna um kaupgjald á togurunum til 1. okt. 1925, að undanskildri síldar- vertíðinni. Fasta mánaðarkaupið háseta hækkar um 18%, úr 220 kr. sem það var og aukaþóknunin Frá landssímanum. Vegna gengishækkunar krónunnar lækka símskeytagjöld til út- landa og loftskeytagjaldið frá 1. næsta. mánaðar að telja. T. d. lækkar gjaldið fyrir 10 orða skeyti tii Danmerkur og Englands úr kr. 7.05 niður í lcr. 6.15, til Noregs úr kr. 8.40 niður í kr. 7.30, til Svíþjóðar úr kr. 10.70 niöur í kr. 9.30 og hlutfallslega til annara landa. Reykjavík, 29. september 1924. O. Forberg. Hin heimsfrægu Barratt’s baðlyl eru best og ódfrust. Til kaupfélaga! H.f. Smjörliliisgerðin í Reyltjavílí er stofnuð í þeim tilgangi, að koma hér á smjörlíkisframleiðslu, sem geti fyllilega jafnast á við samskonar iðn erlendis, bæði hvað gæði og verð snertir. Eflið íslenskan iðnað. Biðjið um ,Smára‘-smjörlíkið. á lifrartunnu hækkar úr 25 kr. í 30 kr. Stórkostlega góða sölu á ísfiski síðustu veiðifarar sinnar hefir togarinn Belgaum fengið á Eng- landi. Söluverðið var 3455 ster- lingpund. Með núverandi gengi sterlingspundsins er það meir en 100 þúsund krónur íslenskar. Kaupgjaldsdeilur eru í aðsigi á Akureyri. Hafa vinnuveitendafé- lagið og verkamannafélagið birt sinn kauptaxtann hvort og er taxti vinnuveitendafélagsins 2% hærri en gamli taxtinn frá í fyrrahaust, en verkamannafélagstaxtinn 30— 50% hærri. Guðmundur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga á Englandi er staddur í bænum og dvelst hér í vikutíma. Kvennaskóli Reykjavíkur átti 50 ára afmæli í þessari viku. „Hlín“, ársrit sambands norð- lenskra kvenna, 8. árgangur, er al- veg nýkominn hingað suður. Ágætt rit að vanda. Er fylsta ástæða til að hvetja menn og kon- ur um alt land til að eignast rit- ið. Ritstjórinn er Halldóra Bjarna dóttir, Háteig Reykjavík. Fjöldi höfunda ritar í Hlín, konur og karl ar, hvaðanæfa að af landinu, og mest fjallar ritið um heimilisiðn- að, heilbrigðismál, garðyrkju, uppeldismál og mentamál kvenna. Verður síðar meir sagt af riti þessu. Svargrein bíður næsta blaðs, til Berlémes stórkaupmanns, sem rit- ar í útlend blöð um íslandsbanka- málið. ----o---- ffir landamarin. — Fenger, Egill Jacobsen og aðrir útgefendur Mbl. bera sjaldan við að svara greinum fyr en eftir 3—4 daga. Heilinn starfar óvenjulega hægt, ef eitthvað reynir á skilninginn. Síst furða, þótt þeir álíti þörf á sterkum vinum til að örfa. Fenger ræðst illúðlega á J. M. í blaði þeirra út af stjórnarráðsfiskinum. Dróttar að seljanda, sem var stjórn J. M., að fiskurinn hafi verið svikinn og spilt markaði ytra. En stjórn J. M. seldi fiskinn sem fyrsta flokks vöru, og var það skráð í uppboðsbækurnar í Viðey. Undirmaður J. M., dómarinn í Hafnarfirði, útnefndi síðan menn, er endurtóku umsögn landsstjórnarinnar um að hér væri fyrsta flokks vara. Fenger sýnist hér nokkuð frekur í skiftum við stjórn J.M., er hann vill sanna á hana æruleysi. Jón Magnússon og Valtýr virðast hafa tekið undarlega vel eftir þeim orðum í Komandi árum, þar sem tai- að var um drykkjuslark sumra ísl. stúdenta í Khöfn, og að of margir hafi þar farið í hundana siðferðislega. Sýnist andi þeirra svífa yfir kvein- stöfum Mbl. í kvæðinu Hafnarsælan segir Matthias um svona lánleys- ingja: „Sárt er þeim föður, er sendi þig um haf, ef soninn veit hann sitja við svínanna draf“. Ilér er sennilega átt bæði við þá sem á æskuárum hafa eyðilagt heilsu og manndóm með drykkjuslarki og óreglu í Khöfn, og hina, sem þar hafa gert samning við útlenda menn um að vinna móti landi sínu fyrir fasta féfúlgu. Um hvorutveggja má segja,að liiutaðeigendur sitja við „drafið“. Garðar er orðinn hræddur við svika- heimspekina, er hann sér að brodd- unum kunni að verða stefnt að versl- un hans, og vill líklega vinna til að hætta að ofsækja bændur vestra til að sleppa við umtalið um síldarbraskið og tímann, þegar hann lá og lét lítið á sér kræla. Væntanlega hefir hann getað skrifað í Mbl. frá útlöndum, eins og Mbl. áleit að Tíminn gæti feng ið greinar úr öðrum löndum. Fenger er nú að renna niður norska brennivíninu. Sýnist ekki þora á út- lenda vígvöllinn. Býst líklega við að frjálslyndir menn i Noregi, sem halda brennivínsliðinu þar niðri, muni ekki blikna eða blána, þótt Tíminn endur- taki skoðun meiri hluta norsku þjóð- arinnar, um hvatir íhaldsins tii að auka áfengisbölið þar í landi. Fenger og Garðar játa með þögn- inni, að erlendis spyrji fáir eftir hvað þeir leggi til almennra mála. Lesend- ur Mbl. munu af sorglegri reynslu skilja ástæðuna. pvi beiskari mun þeim kumpánum sá kaleikur, að eitt af höfuðblöðum íhaldsins danska fer að bergmála ræður andstæðinga þeirra hér á landi. En kenna mega þeir enn um glópsku sinni. Enginn hefði borið saman þessa hlið á Tima- mönnum og „dótinu", ef þeir hefðu ekki gcfið tilefni. Hver er brauðfæðandi Valtýs? Ekki Garðar, Fenger eða Proppé, þótt ein- hver þeirra kunni að greiða honum nokkra silfurpeninga mánaðarlega. Sá er hinn eiginlegi brauðveitandi Valtýs, sem knýr eigendur blaðsins til að eyða tugum þúsunda á ári í pappír og mannaleigu. X. Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. í 28 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og Islandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. e Fæst alstaöar á Islandi. Hlutafélagið jens WÉm Fobrikker Köbenhavn K. Ríkharður Jónsson myndhöggvari Smiðjustíg 11 kennir teikningu og heimasmíðar i vetur. Markaskrá fyrir landnám Ing- ólfs Arnarsonar á að búa undir prentun í vetur, og markasöfnun að fara fram nú í októbermánuði. Ilvert mark á að skrifa greinilega sér á seðil, er sé á stærð við fjórða hluta úr póstpappírsörk, þannig, að í fyrstu línu sé hægra mark, í 2 línu vinstra, í 3. línu brenni- merki (ef til er), í 4. línu nafn markeiganda, í 5. línu heimili og sveit, og sé ekkert annað ritað á seðilinn. Aðrar upplýsingar eiga markasafnendur að geta gefið, og þeir taka við markgjaldinu. Kunn- ugt er um þessa markasafnara: pingv. Einar á Kárastöðum, Grafn. Kolbeinn á Úlfljótsvatni, ölv. Steindór á Egilsstöðum, Selv. þórarinn á Bjarnastöðum, Gr.vík Guðmundur á þorkötlustöðum, Hfhr. Guðmundur á Staðarhóli, Gerð. Jón Ásm. Rafnkelsstöðum, Kflv. Andrés á ólafsvelli, Vlstr. Erlendur á Kálfatjörn, Hf. þor- varður frá Ófriðarrtöðum, Rvík þórður á Bjarmalandi, Mosf. Björn í Grafarholti, Kjal. Ólafur í Brautarholti. (óvíst um safnara á Miðn., Bess. Ghr., Seltj. og Kjós). Grh., 2. okt. 1924. B. B. Mesti sægur fólks hefir streymt til bæjarins undanfarna daga. öll skip full farþega, sem komið hafa, mest af því er vitanlega námsfólk. H.f. Jón Sigmundsson & Co. SYuntuspennur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Faðir minn, porvaldur Erlendsson, lést á heimili mínu í dag. þaS tilkynnist hér meS vinum og vandamönnum. Litlubrekku, 28. sept. 1924. GuSmundur porvaldsson. Við undirskrifuð bönnum hér með alla rjúpnaveiði í löndum okk- ar, án samþykkis okkar. Brjóti nokkur þetta bann okkar, verður hann tafarlaust kærður. Halldóra Pétursdóttir, Efstabæ. þorkell Pétursson, Litla-Botni. Helgi Jónsson, Stóra-Botni. Undirritaðir bönnum hér með alla rjúpnaveiði í löndum okkar í haust. Beinteinn Einarsson, Grafardal. Jón Pétursson, Draghálsi. Jón Einarsson, Glammastöðum. Bjami Bjarnason, Geitabergi. Ólafur Magnússon, þórustöðum. Guðmundur Guðbrandsson, Stóru-Drageyri. Guðmundur Jónsson, Litlu-Drageyri. Hestur tapast. Frá Esjubergi á Kjalarnesi tap- aðist seint í ágúst bleikgrár hest- ur, 6 vetra, mark: Stýft hægra, heilrifað vinstra. Hver sem hittir hest þenna er beðinn að tilkynna það Kjartani Stefánssyni, Eski- hlíð, Reykjavík, eða í síma 1305. Tapast hefir, úr geymslu frá Efra-Hvoli, hestur móálóttur að lit, ómarkaður, nýjárnaður skafla- skeifum. Finnandi vinsamlega beð inn að koma honum til Einare hreppstjóra, Garðsauka. Bækiir bókaféla.g’sins Islandssaga Jónasar Jónssonar, fyrra hefti, og dýrafræði annað hefti, fást í Reykjavík í Bókabúð- inni Laugavegi 46, og í búð þorst. Gíslasonar í húsi Magnúsar Ben j amínssonar. SaimfinnumQtuneftið í ungmennafélagshúsinu hefir sér- staklega þjóðlegan mat, kartöflur frá Reykjum, gulrófur frá Bessa- stöðum, kjöt af feitustu sauðunum úr Bárðardal og Mývatnssveit, reyktan silung frá mestu veiðijörð við Mývatn og hangikjöt reykt við eini úr Aðaldalshrauni. Ritstjóri: Trvggvi þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.