Tíminn - 25.10.1924, Blaðsíða 4
170
T 1 M 1 N N
ina. Krossanessverksmiðjan veit um
þetta, sækir um leyfi til M. G. Hann
leyfir að flytja inn fáeina menn
Verksmiðjan flytur inn miklu fleiri.
Akureyringar kæra. Stjórnin gerir
ekkert og sest á málið. Nú geíur M. G.
þá skýringu, að ómögulegt hafi verið
að gefa út reglugerð á lögum þeim.
sem Mbl.ritstjórinn hafi bygt á. En úi
því útlendingarnir hafi ekki vitað bet-
ur, þá hafi hann „látist" hafa vald
leyft það sem hann ekki hafði að sín
um eigin dómi fremur vald yfir held-
ur en húsköttur ráðherrans. Allir vita
að M. G. er hér að feta i fótspor Vog-
Bjarna og þykjast vera skáld. Og
„málabætinum" tekst í því efni betui
en Eaust-þýðandanum. Sagan er auð
sýnilega bláber uppspuni. M. G. situr a
þingi, er hin umræddu lög um hann
gegn innflutningi útlendinga eru sam
þykt. þó að enginn væni hann um
skarpleik i hugsun, er hann væntan-
iega ekki svo sljór, að hann viti ekki
um efni þeirra laga, er hann sam-
þykkir með þrem umræðum. pegar
Jón Mbl.ritstjóri var flm. að tillögu
um lögfræðilegt efni, var sjálfsagt fyr-
ir stjórnina, sem væntanlega hlaut þó
að skoða sig hafa skyldu til að lita
tftir Jóni, að vera á verði. En bæði J.
M. og M. G. eru bersýnilega á sama
máli og vikapiltur Berlémes. Síðari
koma útlendingar og biðja um leyfi,
bygt á því, að lög þessi séu í gildi. þá
sannar M. G. til fulls, að hann veit um
lögin, og byggir á þeim.
Skýring sú, sem M. G. gefur á hvöc-
um sínum að blekkja útlendingana,
hefði ef til vill þótt sama lýgnum
hrossaprangara i veraldarsögu Sveins
á Mælifellsá, en hún hæfir illa ráð-
herra, ekki síst i skiftum við borgara
annars lands, sem leitar sér griða
undir vernd íslenskra laga. Hrossa-
prangarar leyfa sér því miður stund-
um þá meðferð á sannleikanum, sem
M. G. skrökvar nú upp á sig, í von um
að sleppa betur út úr ljótu máli. En
menn búast ekki við samskonar pör
um af ráðherra. það er ætlast til að
hann segi satt, þó að útlendingar eigi
í hlut. Alveg eins og það er ætlast ti i
að ráðherra leki ekki niður af hug-
leysi, þegar útlendingar brjóta lög
landsins. þvottur M. G. nær því ekki
lengra en það, að í viðbót við van
rækslu sína að gefa út reglugerðina, og
'1 viðbót við það, að láta hina ólöglegi
verkamenn vera hér í landi í sumai,
bætir hann einni blaðsíðu við lundar-
farslýsingu sína, með þvi að segja,
hvað honum finst að hefði verið séi'
samboðið að fremja af vísvitand
blekkingum, gagnvart ókunnugum út
lendingi, sem treysti á föðurlegt rétt-
læti landsst.jórnarinnar. Krossaness-
myndasafnið hefir ekki fríkkað við
þessa sjálfslýsingu ráðherrans.
----0----
15. OðJÍlMiill
1 þeim parti Mbl., sem M. G. út-
býtir meðal bænda, hefir hann ný
lega verið úfinn út af kenslubók-
um mínum. þykir auðsjáanlega
mein að því, að bókakostur bama
og unglinga aukist. þetta hlýtur að
stafa af tvennu: rótgróinni óbeit
á almennri mentun, og ótta við
mentaða borgara.
M. G. hefir lagt allra þingmanna
verst til starfs bamakennara
Hann og hans lið var með til að
kyrkja í fæðingunni fræðibókaút -
gáfu þj óðvinafélagsins. Og nú er
helst að sjá, að ekki megi vera hér
til aðrar barnabækur en þær, sem
börnin hafa óbeit á.
En börnin sjálf og mikill hluti
allra sæmilegra foreldra era á
gagnstæðri skoðun. Og bækur mín-
ar era nú lesnar um alt land, nema
á einstöku útkjálkum. Kennari,
sem vann í fæðingarsveit M. G.
fyrir nokkrum árum, sagði um
eina af kenslubókum mínum, að
það væri fyrsta skólabók, sem
hann vissi til að bömin hefðu les-
ið til enda áður en þeim var sett
fyrir. Og í gær fékk eg bréf frá
einum helsta bónda í Ámessýslu,
þar sem hann segir m. a.: „Vel
gengur með nýju bókina þína um
fuglana. Börnin mín eru búin að
marglesa hana, þó stutt sé síðan
hún kom, og eins þau eldri, sem
komin eru yfir fermingaraldur,
þrátt fyrir það, að bókatíminn er
ekki enn kominn í sveitinni“.
Jón þorláksson hefir áður lýst
hreinskilnislega, hvers vegna
íhaldið elskar fáfræðina. M. G.
ætti líka að skrifta fyrir sitt leyti.
J. J.
-----o----
Líftryggingafél. ANOVAKA h.f.
Kristianiu — Noregi
Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar
og lífrentur.
Xsla.xxc5Ls<d.eilc5LizA.
Löggilt af Stjórnarráði Tslands í desember 1919.
Abyrgðarskjölin á íslensku! —Varnarþing íReykjavík!
Iðgjöldin lögð inn í Landsbankann.
ViðsKifti öli ábyggileg, hagfeld ög refjalaus!
Islensk fræði, 1 nýútkomnu hefti
af tímaritinu „Arkiv för nordisk
filologi“ eru tvær eftirtektaverðar
ritgerðir. Jón Helgason magister í
íslensku ritar þar langa og ræki-
lega ritgerð er hann nefnir:
„Nokkur íslensk miðaldakvæði“,
og ritar á íslensku, sem ótítt er að '
sjá í erlendum tímaritum. Greinin '
fjallar um Kvæðasafns-útgáfu !
Bókmentafélagsins, sem doktov !
Jón þorkelsson sá um, það sem út
af henni er komið. J. H. fellir mjög
þungan dóm á útgáfuna. Er hér
ekki rúm til að víkja að einstökum
atriðum þessa máls, en hér er ráð-
ist á alt: hvaða handrit era notuð,
hvernig þau eru notuð, hvernig úi
þeim er lesið m. m. Auk þess má
nefna að J. H. færir fram sterk
rök fyrir að Loftur ríki sé ekki
höfundur Háttalykils hins meiri.
eins og dr. J. þ. hélt. Ætlar J. Ii.
að „þar sé um mörg kvæði að
ræða, misjafnlega góð og misjafn-
lega gömul, svo að engar líkur era
til að sami maður hafi ort þau ö:
það er syrpa af ástakvæðum, sem
einhver Ijóðavinur hefir dregið að
sér“ o. s. frv. Enn telur J. H. mjög
vafasamt, að síra Jón Maríuskáld
eigi sum þau kvæði, er dr. J. þ
eignar honum í Kvæðasafninu. Er
það yfirleitt að segja um ritgerð
þessa, að í henni liggur mikil vinna
eg verður stjórn Bókmentafélags-
ins að taka mál þetta til alvarlegr-
ar athugunar. — Hina greinina
ritar Finnur Jónsson prófessor
um skýringar á skáldakvæðunum
fomu. Geisimikill lærdómur og
þekking liggur þar að baki, enda
vart annara en lærðra málfræð-
inga að leggja dóm á.
Passíusálmarnir. Nýja útgáfan
Fræðafélagsins af Passíusálmun-
um, sem áður hefir verið sagt frá
hér í blaðinu, er nú komin út.
Finnur Jónsson prófessor hefir
séð um útgáfuna, en tilefnið er að
liðin era 250 ár frá dauða síra
Hallgríms. Útgáfan er hin lang-
vandaðasta sem enn hefir komið
út af Passíusálmunum, og hin
prýðilegasta í alla staði. Sálmarnir
eru gefnir út stafrétt eftir eigin-
handar handriti síra Hallgríms, og
er það nú í safni Jóns Sigurðsson-
ar. Telur Finnur víst, að þetta
handrit sé það eintakið, sem síra
Hallgrímur sendi Ragnheiði dótt-
ur Brynjólfs biskups. Langan og
merkilegan formála ritar F. J. fyr-
ir útgáfunni: Um handritin sem
til era af sálmunum, um málið á
þeim og um meðferð handritsins.
Álítur F. J. að þetta handrit megi
skoða sem leiðréttingu síra Hall-
gríms sjálfs á frumhandritinu,
sem nú er glatað, og sem fyrsta
útgáfa Passíusálmanna var prent-
uð eftir. — Aftan við sjálfa
Passíusálmana eru prentaðir tveir
aðrir sálmar síra Hallgríms: Um
dauðans óvissan tíma (Alt eins og
blómstrið eina) og: Um fallvali
heimsins lán (Alt heimsins glysið
fordild fríð) ,og loks bréf hans til
Helgu Ámadóttur, konu síra þórð-
ar prófasts Jónssonar í Hítardal
og Kristínar Jónsdóttur, konu Sig-
urðar sýslumanns Jónssonar, er
hann ritaði þeim um leið og hann
sendi þeim Passíusálmana.— Loks
er.síðast í bókinni rækileg ritgerð
eftir síra Árna Möller um heimild-
ir þær, er síra H. P. notaði við
Passíusálmana. — Stórmyndarleg
er útgáfa þessi að öllu leyti.
Islands getið. Meðal hinna
mörg norsku gesta er hingað sóttu
í sumar, var E. Opsund lektor frá
Skien á þelamörk í Suður-Noregi.
Hefir hann ritað greinar í norsku
Læknir félagsins í Reykjavík er Sæmundur próf. Bjarnhéðinsson.
Lögfræðis-ráðunautur Björn Þórðarson hæstaréttarritari.
Forstjórí: Helgi Valtýsson,
Pósthólf 533 — Reykjavíh — Heima: Grundarstíg 15 — Sími 1250
A.V. Þeir sem panta tryggingar skriflpga sendi forstjóra umsókn og
láti getið aldurs sins.
Kaupið
mim Ir íslenskar vörur!
WMM Hreins Blautsápa
Hreinl Stangasápa
rawjðK HreinS. Handsápur
Hreinl Ke rt i
W n Hreini Skósverta
\j$L R Hrein£ Gólfáburður
Styðjið íslenskan
JiriiHEIN! iðnað!
EES
rnælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti.
Meírí vörugæði ófáanleg.
S. I. S. sfciftir eixxg'öxxg’TJL ^r±ö ols:lsc;u.r.
Seljtim og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
blöðin um íslandsför sína, bæði i
„Tidens Tegn“ í Osló og í blaðið
„Norig“, sem er landsmálablað
þelamerkurbúa. Ekki eram við Is-
lendingar affluttir í greinum þeim.
Eru það góðir gestir sem með
komu og skrifum vinna að góðri
sambúð landanna í milli.
„Ekki dómsmálaráðherra! “Fræg 1
er það orðið er Magnús Guðmunds-
son vildi skjóta sér undan sektinni
í Krossanessmálinu með orðunum.
„Eg er ekki dómsmálaráðherra!‘
þessi sömu orð bera nú allir þeii
á vörunum sem enn telja sig fylg-
ismenn landsstjórnarinnar, þegat
minst er á smyglunarskipið al-
ræmda. Ekkert fréttist enn úr yf-
irheyrslunum og þó er það játað að
skipið flutti mörg hundruð lítra aí'
sterkum drykkjum til landsins.
Hvílík stjórn! Hvílíkur stjórn-
málaflokkur, er allir hrópa: „Eg
er ekki dómsmálaráðherra!"
Ódrengur. óskráð lög eru það
milli drengskaparmanna, þó að í
hart fari í stjórnmálum eða í öðru
að þeir geta talast við sín í milli.
án þess að notað sé að vopni í op-
inberri deilu það sem þar fer í
milli. Og allra síst dytti dreng
skaparmanni í hug að bætAþví of~
an á að segja ósatt um einkasam-
tal. Valtýr Stefánsson er að því
staðinn opinberlega að vera ódren;?
ur á þessu sviði. Hann segir frá
einkasamtali og vill nota að vopni
í opinberri ritdeilu, og hann segií
ósatt frá einkasamtali. Ódrengs-
nafnið loðir við hann héðan af og
enginn mun undir því eiga að tala
við ódreng og liðhlaupa, um neitf
það, er máli skiftir.
Prestskosningin á að fara fram
hér 1 bænum í dag. Umsækjandinci
er einn hinn virðulegasti úr hóp
íslenskra klerka, afburðavel látinn
maður hjá söfnuðum sínum, sonut
þess manns, sem hefir fermt eða
skírt nálega alla innboma Reyk-
víkinga miðaldra. Fyrir allra hluta
sakir er það áhugamál fjölda
manns í bænum, að fá síra Frið-
rik Hallgrímsson hingað til dóm-
kirkjunnar. En það á að verða
verulega almenn þátttaka í kosn-
ingunni. Annað væri vansi fyrir
bæinn. það er rangt af kjósendura
að hugsa sem svo, að síra Friðrik
verði vitanlega kosinn og þeir
þurfi því ekki að ómaka sig. Fyr-
ir áskorun manna héðan hefir síra
Friðrik sótt. það er móðgun við
hann, ef mjög fáir sækja kjörfund
inn.
Ágúst Bjarnason prófessor e'
að byrja útgáfu mikils rits: Sið
fræði. Fyrsta bindið er komið út:
Forspjöll siðfræðinnar. Verðui'
getið nánar von bráðar.
Leikfélag Reykjavíkur hóf að
leika í gærkvöldi. Fyrsta viðfangs-
efnið er leikritið Stormar, eftii'
Stein Sigurðsson kennara. Senni-
lega hefir Leikfélagið aldrei farið
eins vel af stað. það var að kalla
alveg óblandin ánægja að horfa á
bvernig leikendurnir fóru með hlut
verk sín. Verður nánar frá sag;
síðar.
Úr Borgarfirði.
Isa kemur, eins og hún var,
aftur í gömlu naustin;
hún á fyrstu fjólurnar,
sem fölna ekki á haustin.
þegar Isa’ um Island rann
afleitt var að sjá hana,
hún í allra eldi brann,
enginn vildi fá hana.
Látinn er 18. þ. m. Páll bóndi
Helgason á Bjarnastöðum í Hvít-
ársíðu.
Forbei'g símastjóri ritar í síma-
blaðið norska rækilega grein un.
landssíma Islands, segir sögu hans
og frá rekrtsi hans. Fylgja marg-
ar og góðar myndir. Mjög hlý um-
mæli eru í blaðinu samtímis í Is-
lands garð.
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
og alt til upphluts sér-
lega ódýrt. Skúfhólkar
úr gulli og silfri. Sent
með póstkröfu út um
land, ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
fæst á B e rg þ ó r u g ö t u 43 b hjá
Haflida Baklvinssyni,
Við undirritaðir bönnum hérmeð
rjúpnaveiðar í löndum ábýlisjarða
okkar. Brjóti nokkur þetta bann,
munum við tafarlaust leita réttar
okkar.
Jón Helgason,
Litlasandi.
Jónas Jóhannesson,
B j artey j arsandi.
Helgi Jónsson,
þyrli.
Bókabúðin
Laugaveg 46.
Selur nýjar bækur og gamlar,
brérspjöld, ritföng o. fl.
Eins og vænta mátti hefir J. Kj.
„ritstjóri" Morgunblaðsins runnið
sf hólmi. Hann þorir ekki að leggja
sig undir dóm kjósenda aftur, eins
og Tr. þ. hefir boðist til að gera,
við sömu aðstöðu. Leiðast að ekk-
ert er í það varið að svínbeygja
vesalinga.
Verð á brauðum er nýlega hækk-
að hér í bænum um 14%.
----o----
Yflr íandamærin.
— Ólafur Thors kvað nú ætla að fara
að láta blað sitt flytja greinar um
kurteisi og hlýleilc í blaðamensku.
þetta munu vera iðrunarstunur sund-
urkramins hjarta yfir því, að hafa í
meira en ár óvirt bændastéttina með
þvi að senda gefins út um land hinn
dónalegasta og saurugasta blaðsnepil.
sem út hefir verið gefinn hér í tið nú-
lifandi manna. Máske hefir útg. lært
eitthvað af öllum þeim kviðlingum,
sem staðið hafa utan á blaðaströngun-
um, er þeir komu heim?
— Fenger lét einn af þjónum sínurn
spyrjast fyrir um nemendatölu i Sam
vinnuskólanum, en var bent á, að
vegna samræmis í Mbl. ætti illa við
að þetta eina atriði kæmi rétt í blað-
inu. Ur því Fenger léti alt af endranær
ljúga um skólann, væri best að brjóta
ekki regluna. þeir sem vilja vita með
sannindum um Samvinnuskólann, fá
ellar upplýsingar í skólaskýrslunni.
— Valtýr og Jón eru á góðum vegi
með að fá að hanga noklirar viltur
enn. Stjórnin og íhaldið þorir elcki að
taka á móti nýjum uppljóstunum um
innræti sitt fyrir jól. Reynsla „Marð-
ar“-eigenda hræðir.
— Fenger er ekki af baki dottinn
með brennivínslöngun norskra ihalds-
manna. En ekki svarar hann hvers-
vegna Jón þorl. laumaði inn brenni-
víni, og var sektaður fyrir. Og hvers
vegna hindraði Valtýr fólk frá svefni
í Sambandshúsinu með brennivínslát-
um, meðan honum var lánað þar
húsaskjól? Gekk þeim Jóni og Valtý
annað til afbrota sinna en áfengis-
þorsti? Úr því íhaldið vill endilega
tala um brennivín við þá, sem hafa
skömm á drykkjuskap, þá er best að
þeir skýri frá vínafglöpum sínum.
X.
Ritatjóri: Tryggvi pórhallsaon.
Prentsmiðjan Acta.