Tíminn - 01.11.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.11.1924, Blaðsíða 1
®)aíbfsrx og, afgrei6síur»a5ur Cimans cr Stgurgcir 5 r i & >•' i f s f o n, Sambanös^ástuu, Heyfjauíf. ^fgreibsía C í nt a n s er f Sambanösfjúsinu ©piti ðaalega 9—J2 f. f; Sfmi 496. VIII. ár. R<‘yk]HYÍk 1. nÓYbr. I tl'H ísleusk blaðamenska Einar Benedikisson Einar Benediktsson varð sextuQur í gesr. Ættarljómi er yfir honum pví að hann er sonur eins hins hugumstærsta, mælskasta og hugsjónaríkasta stjórnmálamanns síðustu kynslóðar íslendinga. Mfíntýraljómi er yfir honum því að hann er einn víðförul- asti núlifandi Islendinga og enginn þeirra mun, sem hann, þekkja hinn stóra heim. Gáfnaljómi er yfir honum, og af engum eins mikill setn eg hefi átt tal við. En mestur er Ijóminn yftr skáldinu Einari Benediktssyni. Tví- mælalaust er hann skáldkonungur íslands og þar kemst enginn með tær, þangað sem hann hefir hælana. Enginn íslendingur væri jafnsjálfsagður að bera aðalsmanns nafn fyrir gáfna sakir, stórhuga og glæsimensku. Fjarri er hann nú fósturlandinu — í Hamborg suður, en yfir hafið sendir íslenska þjóðin honum kveðju sína og miklast aj því að eiga svo glæsilegan son. Fjarri 'hefir hann oft og tíðum verið íslandi og langdvölum. Betur en nokkur Islendingur þekkir hann auð og yfirlæti stóru landanna, þann er ekki þekkist á íslandi. Og þó reynist hún honum ærið römm taugin sem dregur hann til jöðurtúna. Þó er hann þjóðlegra skáld og ramíslenskara en nokkurt sem nú lifir. Heill og gæfa fylgi skáldkonungi tslands. Nýr spámaður. Nýr maður er tekinn við rit- stjórn þess íhaldsmálgagnsins, sem sérstaklega er ætlað bændum. Fyrsta greinin hans, í fyrsta blaðinu, er þung ádeila á núver- andi stéttarbræður hans: íslenska blaðamenn. Ekki laust við yfirlæti að setj- ast á bekkinn með þeim formáls- orðum. En sé af heilu mælt og rétt- látur úrskurður feldur, þá mætti gott af leiða. því að síðastur mun sá neita því, er þetta skrifar, að margt sé görótt í íslenskri blaða- mensku. En það er hættulegt verk að setja sjálfan sig í dómarasæti yfir stétt sinni. því að sjálfkjörni dóm- arinn á það víst að verða hlægileg- ar eða aumkunarverður, sé af óheilu mælt og hlutdrægur dómur upp kveðinn. Blaðamennirnir eru dæmdir harðast fyrir: „löngunina til þess að særa andstæðinginn persónu- lega og niðra á allan hátt þeim mönnum, sem þeir eiga orðastað við“. Hinsvegar er því lýst yfir, að blöðin séu þó mjög ólík í þessu efni. Blaðið, sem Kr. A. stýrir nú sjálfur, fær þann dóm, að það hef- ir: „alla tíð verið svo stillilega rit- að sem frekast er hægt að gera ráð fyrir af blaði, sem orðastað á við Tímann“.*) Á hinn bóginn er ekkert blað verra en Tíminn, að dómi Kr. A., og á mesta sök á því að „niðurlæg- ing íslensks blaðaritháttar helst við“. Dómurinn er skýr og ákveðinn. Blað Kr. A., „bændamálgagn“ íhaldsins, hefir verið besta ís- lenska blaðið í þessu tilliti, Tím- inn hefir verið verstur. Réttlátur samanburður. Tíminn er verstur, blaðið mitt er best, segir Kr. A. Eigi að prófa dóminn, er sann- gjarnari mælikvarði ekki til en sá að bera saman ritstjóra þessara blaða: versta blaðsins 0g „fyrir- myndarblaðsins". Vill líka svo vel til, að allan tím- ann sem „fyrirmyndarblaðið“ hef- ir komið út, þangað til dómur þessi var upp kveðinn, var einn og sami maður ritstjóri þess. Og eg hefi verið ritstjóri Tímans allan þann tíma. Réttlátari mælikvarða er því ekki hægt að finna en þennan: Hvernig hafa þeir búið hver að öðr um í þessu tilliti, Tryggvi þórhalls- son og Magnús Magnússon? Hvernig höfum við „sært hvor annan persónulega, til þess að niðra hvor öðrum á allar lundir“, eins og dómsorðin falla úr penna Kr. A.? Eg ætla að leggja á borðið nokk- ur gögn um það. Vitanlega vitna eg þá ekki í aðsendar greinar í blöðunum, heldur einungis í nafn- lausar. þá er ekki um að villast, að ritstjórinn hefir gert ummælin að sínum eigin orðum. Magnús Magnússon gegn Tryggva þórhallssyni. Eg vissi það fyrir, að eg þurfti ekki lengi að blaða í eintökum rit- ’) Leturbreyting hér. háttarprúðasta blaðsins — að dómi Kr. A. Eg skal játa, að eg fletti aðeins fáum blöðum. Sýnishomin eru tekin eingöngu úr þeim. Eg ætla ekki að misbjóða þolinmæði les- enda minna. Hefði eg átt að tilfæra alt slíkt úr „fyrirmyndarblaðinu“, hefði sá lestur enst í marga mán- uði. Ritstj óri „fyrirmyndarblaðsins" lýsir ferð minni á Strandir meðal annars þannig: „Um leitirnar í haust kemur hann (Tr. þ.) til þín (Strandasýsla) — -- stór og feitur og mörmikill, meÖ litla Bolsivíkalögg aftan hœgra-------— á grárri folaldsmeri------og af hon- um angar töðuilmur og kúalykt------- — hann kveður og riður burt á gráu folaldsmerinni. Merin er farin að letj- ast,-------hann baðar út skinnsokk- uðum fótunum og slær í merina með svörtum barðastóra hattinum og mer- in og hann renna saman í eina óað- skiljanlega heild". (I. árg. 6. blað). Annað sýnishorn er þetta: „Tryppahópur---------á uppfylling- unni fældist og braut girðinguna sem hann var í. Ruddust tryppin öll út — -----varð maður á vegi þeirra. Fauk maðurinn um koll og tryppin þutu yf- ir hann---------fjögur sáust hófaför- in á andlitinu. Sagði maður--------- sem sjónarvottur var að þessu — — — og fullyrti að maðurinn sem varð fyrir þessari hrottalegu meðferð, hafi verið Tryggvi þórhallsson ritstjóri Timans----------leiðinlegt að ritstjór- inn skyldi verða til þess að þurka upp forina á haínarbakkanum". (I. árg. 10. blað). Til þess að gera sögu þessa trú- lega vitnar blaðið í ummæli sjón- arvotts, sem fullyrðir að hún sé sönn og vitanlega er þó ekki eitt einasta orð satt. Er hægt að hugsa sér öllu svívirðilegri blaðamensku en þetta: að skrökva algerlega frá rótum um andstæðing, að hann t. d. „þurki upp forina“ 0. s. frv. og bera fyrir sig fullyrðing sjónar- votts ? það er svo alkunnugt, að engra tilvitnana þarf, að í fjöldamörgum af eintökum blaðs þessa hefir ver- ið talað niðrandi um búskap minn i Laufási. Laufáskýrnar og kálf- arnir eru frægar orðnar um alt land af umtali blaðs þessa. Ýmist er lagt út af því, að eg hafi gott vit á kúm og kúalyktin angi af mér, eða eg er skammaður fyrir að vera mesti búskussi, sem alt láti fara í órækt. Hvað eftir ann- að (mjög greinilega í I. árg. 20. blaði) er lagt út af að eg selji lóð- ?r og verði ríkur. Kona mín og börn hafa að vísu enn ekki lent milli tanna þessa „fyrirmyndarblaðs", að dómi Kr. A. En að ýmsu á heimili mínu er vikið. 1 einu nafngreindu herbergi í húsi mínu á eg t. d. að hafa líkneski af Lenin og eg fell fram og tilbið það (I. árg. 6. blað). I öðru blaði er lýst hátíðahaldi á heimili mínu, þar sem viðstaddir ei-u nánustu venslamenn mínir: „Lifir fjölskyldan — ----í dýrðleg- um fagnaði. Er alikálfum slátrað nær daglega og blátær skilvindumjólkin freyðir i glasi Tryggva". (I. árg. 27. blað.). Mágsemdir mínar til beggja handa hafa verið nálega daglegt umtalsefni blaðs þessa, prests- skaparstörf mín fyrverandi sömu- ! leiðis, ætterni mitt hefir það hvað ; eftir annað dregið inn í umræðum- ar um opinber mál, eg tala nú ekki um tún mitt og gripi. það er yfir- leitt nálega ekkert í mínu einkalífi sem ekki hefir verið farið um niðr- andi og særandi orðum í blaði þessu. Rúmið leyfir ekki meira. En þannig hefir M. M. búið að mér. Og dómur Kr. A. er þessi: það blað „hefir alla tíð verið svo stilli- lega ritað sem frekast er hægt að gera ráð fyrir1'. Tiyggvi þórhallsson gegn Magn- úsi Magnússyni. Hvernig hefi eg þá sem ritstjóri Tímans, versta blaðinu í þessu efni að dómi Kr. A., búið að fyrirrenn- ara hans, M. M. ritstjóra „fyrir- myndarblaðsins“ ? því er fljótsvarað. Ekki í eitt ein asta skifti, ekki í einu einasta at- riði hefi eg vikið að einkalífi Magnúsar Magnússonar ritstjóra. Eg skora á Kr. A. að koma heim til mín og fara með mér yfir Tím- ann alla þá tíð, sem M. M. var rit- stjóri þessa umgetna blaðs. Hann skal ekki geta bent á að nokkru sinni sé vikið að honum persónu- lega. Einkalíf hans hefir verið al- friðað í dálkum Tímans í jafnrík- um mæli og einkalíf mitt hefir ver ið ófriðað í dálkum „fyrirmyndar- blaðsins“. það er meir að segja svo að af Tímanum verður hvorki séð hvað sá ritstjóri heiti né yfirleitt hið allra minsta um einkalíf hans, störf eða fortíð. Svo gersamlega hefi eg haldið persónu þessa and- stæðings míns utan við þær pólit- isku deilur. þó að hann hafi látlaust, blað eftir blað látið dynja á mér niðr- andi ummæli um einkalif mitt, og reynt að særa mig persónulega eftir bestu getu, hefi eg aldrei goldið honum í sömu mynt. — Ranglátur dómur. þannig höfum við búið hvor að ( öðrum, eg og M. M., og alþjóð ís- Tr. Þ. iands veit það og- enginn getur hrakið þetta. Kr. A. veit líka, að Ihaldsflokk- urinn hefir gefið út blöð bæði á Seyðisfirði og Isafirði. þau hafa látlaust látið á mér dynja sömu persónulegu svívirðingarnar og nú hafa verið nefndar úr „fyrirmynd- srblaðinu“, og síst betri. Nálega alveg undantekningarlaust hefi eg látið þær eins og vind um eyrun þjóta. Eg er viss um að Tíminn hefir ekki sagt eitt orð á móti þús- und gegn þeim. Eg minnist þess ekki að hafa nokkru sinni vikið að ritstjórum þessara blaða persónu- lega og einkalífi þeirra. Vafalaust minnist Kr. A. þess iíka, hvernig þeir Sigurður frá Vigur og Páll frá þverá heltu sér yfir einkalíf mitt. Eg svaraði báð- um og mintist ekki einu orði á einkalíf þeirra. En á prenti hafa vart sést á Islandi svívirðilegri persónulegar skammir en þeir skrifuðu um mig. „111 var þín fyrsta ganga“. Dómur Kr. A. um íslenska blaðamensku er þannig sundur rakinn og léttvægur fundinn. Hann er sleggjudómur. Hann er ekkert annað en pólitískt „innlegg“, ný- asta tegund árásar af Ihaldsins hálfu á Framsóknarflokkinn og Tímann. En hún er það ógeðs- legri en aðrar árásir að hún er gerð undir því heilagleikans yfir- skyni, að tilgangurinn sé sá, að hafa siðbætandi áhrif. Slíkur dómari dæmir sjálfan sig. 111 var þín fyrsta ganga var sagt um annan mann einu sinni. 111 er fyrsta ganga þessa nýja íhaldsritstjóra. En það er enn meira um þennan dóm að segja. Aðalmálgagni íhaldsflokksins, Morgunblaðinu, hafa nú í nokkra mánuði stýrt menn, sem alls ekki eru ritfærir á íslenskt mál. Dag- lega misþyrma þeir móðurmáli Is- lendinga. það er hlegið að málvill- unum, vitleysunum og hugsana- 44. blað villunum um land alt. En þetta mál hefir sannarlega sína mjög svo al- varlegu hlið. það er enginn vafi á því, að slík ritmenska spillir ís- lensku máli stórkostlega. það er enginn vafi, að af þessu stafar mikil smitunarhætta. Nálega allir höfuðstaðarbúar lesa þessa bjög- uðu íslensku á hverjum degi, hugsanavillurnar og vitleysurnar og vikuútgáfunni, ísafold, er út- býtt ókeypis um land alt. — Annað atriði er enn ótalið, hið allra háskalegasta um íslenska blaðamensku nú. það er orðið op- inbert leyndarmál, að útlendir menn eru eigendur íslenskra blaða og hafa mikil áhrif á rekstur þeirra. Kr. A. veit þetta líka. Hann þegir um þetta, þegar hann tekur sér fyrir hendur að rita um ís- lenska blaðamensku. Hann er þó vitanlega svo skynsamur að hann veit hve þetta er hættulegt: Að þetta er hættulegt öllum þjóðum, enda fordæmt af öllum þjóðum, en að þetta er hættulegast smáþjóð, sem nýlega hefir fengið sjálfstæði sitt viðurkent. Og í hóp þessara útlendinga er a. m. k. einn maður, sem síst hefir verið tillögugóður í íslands garð í sjálfstæðisbaráttu þess. Kr. A. þegir um þetta. Af hverju þegir hann um þetta? Af hverju kveður hann upp svo óskaplega hlutdrægan dóm um blaðamensk- una? Svarið getur ekki verið nema eitt: Kr. A. er að rita pólit- iskt „innlegg“ fyrir Ihaldsflokk- inn. Undir heilagleikans og vand- lætingaseminnar skikkju er hann að þjóna flokki sínum og svívirðir andstæðingana. „111 var þín fyrsta ganga“. Sögulok. Blaðamenskan íslenska er gör- ótt. Blaðamenskan er görótt í öll- um löndum eins og lífið yfirleitt er görótt á öllum sviðum. I litlu þjóðfélagi, þar sem hver þekkir annan, þar er miklu meiri hætta á því að stjórnmálabaráttan verði persónuleg. Sú barátta er síst meir særandi persónulega nú en hún hefir verið oft áður. Sá er blindur. á sögu landsins sem held- ur öðru fram. Engum einum stjórnmálaflokki eða blaði verður kent um ástandið eins og það er nú. Sjaldan veldur einn er tveir deila. Og síst verður þyngstri sök varpað á blöð bænda og samvinnumannanna. Aðstaða Tímans öll þau ár, sem hann hefir komið út, hefir fyrst og fremst verið sú að verjast. Aldrei í sögu Islands hafa þjóð- nýtar stofnanir verið lagðar svo í einelti, sem Ihaldsblöðin hafa veist að bændafélögunum. Eg skora á Kr. A. að sýna að nokkurntíma hafi nokkur stofnun á Islandi ver- ið rægð og svívirt eins og Sam- band íslenskra samvinnufélaga. Og hvenær hefir nokkur skóli á íslandi verið ofsóttur eins og Samvinnu- skólinn? Mér dettur ekki í hug að segja að við séum flekklausir í þessari baráttu, Framsóknarmenn. En af- staða okkar hefir fyrst og fremst verið sú að verja fyrir árásum það, sem við álítum heilladrýgst föðurlandinu. Á bændasamtökin og landbúnaðinn hefir verið ráð- ist látlaust. Má vel vera að við höfum á stundum verið helst til tannhvassir á móti. En í þjónustu áhugamálanna hafa orðin fallið. Tryggvi þórhallsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.