Tíminn - 01.11.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1924, Blaðsíða 2
172 T 1 M 1 N N Wa bréMil Kr. I. Fyrir nokkrum árum fórst þú út í lönd, fullráðinn í að búa þig undir að verða leikskáld. Mér þótti alt af vafa- samt, að þú myndir verða skáld, en vonaði, að ósk þín kynni að rætast. Eg spáði stundum, að þú myndir verða bókmentafræðingur og líklega blaðamaður. Seinni hlutinn af þeirri sjá er nú að rætast, en undir nokkum- veginn þeim ömurlegustu kringum- stæðum, sem hægt er að hugsa sér. þú byrjar að skrifa um rithátt í ís- lenskum blöðum. þér þykir hann gróf- ur og persónulegur, verri en 1 þeim löndum, þar sem þú heíir dvalið. það fær sérstaklega á þig, sem ljótt dæmi, að eg hefi í blaðagrein minst á, að einn af eigendum Mbl. hafi skalla. En svo illa vill til fyrir þig, að þú byggir á sandi. í áminstri grein er ekki eitt orð um skalla. En í blaði þvi, sem þér þykir auðsýnilega best ritað hér á landi, og hælir, var í vor danskt kvæði þar sem minst var á þetta likamslýti á einum Mbl.manni. þú ert svo skrít- inn að hengja bakara fyrir smið. — í þinni löngu dvöl ytra liefir þú vafa- laust ekki komist hjá að veita eftir- tekt, að séreinkenni í vexti, fataburði og hárfari m. m. eru einmitt í öllum löndum tekin í skopmyndum. Sjálf- sagt þekkir þú mislöngu buxnaskálm- arnar á skopmyndunum af mesta b.eimspekingi Dana. Svo að um veru- lega óvenjulega yfirsjón hjá ritstjóra Lögréttu er ekki að tala, þótt hann mintist á séreinkenni á fyrverandi iiúsbónda sínum. Og þú sem talar svo mikið um kurteisi, hógværð og drengskap i rit- hætti, þú sem æsist yfir að mislesa í blaði um skalla á manni, þú hefir fengið rokna bjálka í þitt eigið auga, meðan þú varst að glima við ímynd- aða flis i sjáaldri náungans. því að í þinnu stuttu grein um lcurteisan rit- hátt, er fult af stóryiðum og illyrðum. Eg hefi talið þar um 20 dónaleg og óviðeigandi orð. Manni verður að spyrja: Hvernig myndi þessi maður skrifa, ef hann væri samvinnumaður, í daglegum átökum við svo sem 10 kaupmannablöð, sem væri borgað fyr- ir að sverta hann og samherja hans? Eins og þú munt sjá síðar, er þessi I yrjunargrein þin ekki eingöngu full ftf fúkyrðum, um leið og þú prédikar kurteisi. Hún er líka full af vitleys- um, þó að þú talir eins og sá sem vald l'.efir. það versta er, að hún er sam- feld keðja af ósannindum, þó að þér finnist auðsjáanlega, að þú vera að vinna gott verk í vingarði sannleikans. þú byrjar þannig ritmenskuferil þinn ekki glæsilega. En jafnvel í þess- ari frábærlega afleitu tilraun glamp- í ar á neista, þótt fáir séu, sem eg kann- j tíst við frá fyrri kynningu þinni. Eg vil þessvegna gera ráð fyrir, að þú sért ekki endanlega fallinn fyrir borð. Að i þér séu enn kraftar, sem megi verða til gagns i listum eða öðru, þótt lítil merki sjáist enn. Eg ætla þessvegna að nota þig til að stíla til þín nokkur bréf, um flokkana hér á landi, störf þeirra, eins og þau hafa verið og sýn- ast ætla að verða. Bréfsformið er hent- ugt. það er hægt að koma víða við. þú kemur ókunnugur og fáfróður um málefni lands og þjóðar hingað lieim. þú ert þessvegna dágott sýnishorn af þeim islensku borgurum, sem þurfa að vita meira og réttara um ástand ; félagsmálanna hér á landi. Og svo i njóta nokkuð margar þúsundir góðs af viðurgerningnum við þig. í þessu fyrsta bréfi ætla eg ekki að hrella þig meir en svo, að ihinnast á tvær fyrstu vitleysumar í grein þinni. þór þykja blöðin flest persónuleg, rniklu verri en í öðrum löndum. þú nefnir ekki Frakkland, en auðskilið er, að þér muni þykja blaðamenskan í þvi gamla menningarlandi vera góð. En í ógáti getur þú um aðferð franskra blaða við Zola, er hann varði saklaus- an mann. þú lýsir því, hversu frönsku blöðin svivirtu og særðu þennan íræga, sterka og drenglynda mann, svo að kraftar hans voru að bugast. Fyrir hvað? Fyrir að hann varði sak- lausan mann móti heilli fylkingu af glæpamannaúrþvættum frá „háum stöðum". Finst þér dæmið fallegt? Heldur þú, að nokkurt dæmi sé við- líka til í íslenskri blaðamensku? Sem betur fer er það ekki. þú víkur að einum manni í hópi and stæðinga þinna, telur hann mikilhæf- astan í öðrum stjórnmálaflokki lands- ins, þ. e. helmingi þjóðarinnar. þetta er mjög mikið lof, þegar litið er á þá mörgu ágætismenn, sem þegjandi eru teknir til samanburðar. þú virðist trúa þessu sjálfur. En finst þér þá elcki undarlegt, að andstæðingar þessa manns skuli árlega verja tugum þús- unda króna til að ljúga upp á þennan mann, rógbera hann, og reyna að hindra að hann geti framkvæmt það, sem hann álítur vera til gagns fyrir þjóðina? þó er þessu svo varið. En þeir, sem þetta gera, eru einmitt vinir þinir og samherjar. í þinni litlu grein eru víst einar tíu meinlokur, eins og þessar, sem eg hefi nú drepið á. Við tækifæri mun eg leggja þær líka á skurðarborðið. En nú vil eg í lok þessa bréfs segja þér eitthvað, sem gleður þig, af því það snertir þína eigin framtið. þegar við kvöddumst fyrir mörgum árum, lagðir þú hugrakkur út á veg- inn til framandi landa og ætlaðir að verða leikskáld. þá var hér ekkert ieikhús til. það er heldur ekki til enn. það mætti með nokkrum rétti segja, að ísland hefði að svo stöddu ekkert með leikritaskáld að gera. Verk þeirra gætu ekki notið sin hér. íslendingar hafa lengi verið að hugsa um, hvern- ig ætti að koma upp leikhúsi. Einu sinni datt einu félagi í hug að kjósa togaraeigendur í leikliúsnefnd, í von um, að guil ryrmi úr vösum þeirra í byggingarsjóðinn. En þeir góðu tog- araeigendur vildu brúka peninga sina til annars. Leikhúsið sýndist vera dauðadæmt uin aila fyrirsjáanlega framtið, og öll sú menning, sem fylg- ir góðum leiksýningum. En þá vildi svo skritilega til, að einn Framsóknarmaður fann ráð til að leysa þessa þraut. Og nú er handvist að við fáum þjóðleikhús á fallegum stað í bænum eftir fáein ár. Á hverju ári safnast tugir þúsunda i þjóðleik- hússjóðinn. Landið gefur lóð á Arnar- hoitstúni. Og þegar byggingin er kom- in, þá fær leikhúsið miklar fastar tekjur á hverju ári. Framtið leiklist- ar á íslandi er nú trygð um ófyrirsjá- anlega framtíð. Enginn ætti að gleðjast meira yfir þessari óvæntu auðgun mentalífs í landinu heldur en ungt leikritaskáld eins og þú. þitt fyrsta verk eftir heimkomuna hefði átt að vera að ganga til þess manns, er haiði rutt bjarginu úr göt- unni á leið listar þeirrar, er þú unnir, og þakka honum framgöngu í þágu merkilegs málefnis. En þér hefir láðst þetta. í stað þess byrjar þú á persónu- legum ýfingum við þennan mann, bygt á tildurs-íorsendum og þeim ósönnum. Og svo sem til að gera þinn hlut sem ógiftusamlegastan, lætur þú M. G. bæta við nokkrum fúkyrðaklaus- um, stefnt i sömu átt, eins og væru það ritstjórnargreinar. Ekki mundu dugandi ritstjórar, hér á iandi eða er- lendis, láta bjóða sér slíkt. Meira i næsta bréfi. J. J. Enn eru víst hlutabréf Eim- skipafél. fsl. svo dreifð meðal ab mennings í landinu, að telja megi með réttu Eimskipafélagið þjóðar- eign. því undarlegra má það heita, hvað kyrt er um hag félagsins í blöðum vorum. það eru gefin út sérstök lög til þess að undanþiggja það borgaralegum sköttum og skyldum, án þess slíkt veki nokk- gjgjjfo.- urt verulegt umtal. það er haldinn aðalfundur, þar sem fram eru bornar margar lagabreytingar, án þess að á það sé minst einu orði. þetta skeytingarleysi þeirra manna, sem með blaðamensku vilja vera forgöngumenn þjóðar- innar, veldur deyfð og áhugaleysi almennings um allan hag f élagsins, svo aðalfundir eru ver og ver sótt- ír með hverju ári sem líður, og þar er íarið með minna og minna at- kvæðamagn, svo nú er svo komið, að á aðalfundi er ekki lengur hægt að gera einföldustu lagabreyting- ar, heldur þarf að boða aukafund til þess að koma þeim fram. þetta er að vísu að ýmsu leyti vel farið, eins og ástæður allar eru, því þá gefst mönnum betra tæki- færi til að athuga og rökræða þær lagabreytingar, sem farið er fram á. Auðvitað kemur þetta þó að litlu haldi meðan blaðamennirnir eru svo önnum kafnir, við aurkast á andstæðinga, einstaklinga og flokka, oft út af litlum eða engum sökum, að þeir bregðast þeirri sjálfsögöu skyldu sinni, að skýra íyrir landsmönnum — eða að fá hæfa menn til þess — hvað líður helstu framkvæmdum og fyrtr- tækjum, sem á prjónunum eru, og varða mjög allan þorra lands- manna. Eimskipafél. Islands er stærsta samgöngufyrirtæki, sem ráðist hei'ir verið í hér á landi, og jafn- framt eitt hið nauðynlegasta. það varðar iandsmenn afarmiklu, hvernig því er stjómað og hvernig því vegnar, og ekki þá minst, sem hafa lagt fram fé til fyrirtækis- ins. það mætti því búast við, að þegar íélaginu vegnar svo illa, að það ekki getur borið byrðar þjóð- félagsins að sínum hluta, þá væri það viðburður, sem yrði mjög al- varlega rökræddur í blöðum lands- ins og reynt að grafast fyrir ræt- ur þess gengileysis og gerðar þær breytingar á stjórn félagsins, sem þurfa þætti. En það ar _íður en svo. — Eins mætti búast við, þeg- ar bomar eru fram margar breyt- ingatillögur við lög félagsins, að þá yrðu þær mjög grandgæfilega skýrðar og gagnrýndar, svo lands- mönnum væri vel ljóst, hvers vegna þær væm gerðar og í hvaða tilgangi. En það er ekki minst á þær einu orði. Að vísu er það svo, að breyting- artillögum er fylgt úr hlaði á að- alfundi með nokkrum skýringum og ummælum, en það gera þeir menn, sem bera tillögurnar fram, og eru því einhliða og óvíst, að þær III. það má að vísu segja, að það sé létt verk að gera grein fyrir til- gangi og takmarki héraðsskóla. Hitt sé erfiðara, að gera skipulag- ið tilganginum samkvæmt, og þó vitanlega örðugast að stjórna eftir því skipulagi. En fyrir því er ekki síður nauðsynlegt að gera sér í upp hafi grein fyrir tilganginum, eins og óskir væri almáttugar — allra helst þegar um héraðsskóla Suður- lands er að ræða, sem fyrir meg- ins sakir þeirra sveita, sem að hon- um standa, ætti að geta eflst svo, að hann yrði fyrirmynd allra slíkra skóla í landinu. Fáir ná í áfanga- stað óska sinna, en enginn lengra. Tilgangur héraðsskóla skilst mér vera sá, að taka höndum sam- an við heimilin til þess að búa æskulýð sveitanna undir að verða góðir bændur og góðar húsfreyj- ur. Hann má ekki með nokkru móti vera gagnfræðaskóli, svo að nem- endur hverfi burt með þá tilfinn- ingu, að þeir sé að hætta á miðri námsbraut. Hann á hvorki að vera undirbúningsskóli fyrir menta- skóla né sérskóla. Hann á að vera tengdur við fræðslukerfi landsins öðrum megin: heimta til inntöku vissa undirstöðuþekkingu, góða fermingarmentun. En leiðin frá honum á að liggja beint út í lífið. Hann á að skila unglingunum (og af þeirri ástæðu og öðrum fleiri hygg eg hentugast, að nemendur sé ekki yngri en 18—20 ára) fær- ari og fúsari til þess að afla sér sjálfum mentunar við þau skil- yrði, sem sveitalífið veitir. Hvar á að leita að fyrirmyndum slíks skóla? Auðvitað ekki í skól- um þeim, sem eingöngu eru fræðsluskólar og stefna að prófi. Heldur ekki nema að litlu leyti í er- lendum lýðskólum, sem miða við aðra þjóðarreynslu og lífshætti. Fyrirmyndanna verður fyrst og fremst að leita í sveitunum sjálf- um, helst þeim sveitum, sem skól- inn á að starfa fyrir: athuga bestu og nýtustu bændur og hús- freyjur, traustustu og menningar- mestu heimilin — athuga, hvað læra má af sögu þjóðarinnar, kost- um og löstum landsins. þessi að- ferð væri svipuð því, þegar valdar eru bestu jurtir heimahaganna tii kynbóta, í stað þess að flytja að nýjar tegundir, sem runnið geta upp um hríð og brugðist svo skyndilega. Auðvitað er með þessu ekki skapað neitt mót, sem ungl- ingamir verði steyptir upp í eða hælhöggnir og tákliptir eftir. það er ekki einu sinni fundinn ruddur vegur að ganga — aðeins ratátt, sem um má segja: þessa stefnu hafa þeir tekið, sem best hefir famast og að mestu liði hafa kom- íð af feðrum þínum og frændum. Viltu reyna að sækja að sama marki, eftir því sem þú ert maður til og eftir þeim stígum, sem þér henta best? Hvert myndi nú slík athugun benda? Bókleg mentun bestu bænda vorra hefir einatt verið undarlega valin og fábreytt á skóla-mælikvarða. En hún hefir orðið þeim styrkur og skemtun, tamið hugsun þeirra, svo að þeir hafa verið fljótir að átta sig, gef- ið þeim svip frumlegrar og kyn- góðrar menningar. þekking þeirra 1 erlendum málum hefir verið af skornum skamti, og aldrei dauð heilafylli, heldur verkfæri til þess að afla sér þekkingar. I landafræði og sagnfræði hafa þeir vitað það, sem einhvem tíma hafði vakið at- hygli þeirra og tilfinningar, og ekki meira. í náttúrufræði hafa þeir verið alt of fáfróðir, og þar yrði skólinn að fara feti lengra: reyna að gera unglingunum sem ljósasta myndun lands og héraðs, kenna þeim að greina dýr, jurtir og steintegundir, opna augu þeirra fyrir dásemdum lífsins og sögu þess. En allra mesta alúð verður á slíkum skóla að leggja við fræði þjóðarinnar: kenna að virða og leggja rækt við íslenska tungu, kenna að lesa og skilja bókment- j ir vorar að fornu og nýju, kenna sögu lands og héraðs, rekja æfi- sögur og dæmi þeirra manna, sem varðveitt hafa mál og menningu vora í þyngstu þrautum, kenna að meta og skilja hin fornu fræði sveitanna, mannfræði, ættvísi, þjóðsagnir og kvæði, rímur og þulur. I öllum þessum efnum er á traustri undirstöðu að byggja. Ást á máli, bókmentum og sögu er rík í sveitum vorum, þjóðfræðin eru ekki gleymd, þótt þau sé minna um hönd höfð en áður, og nýir og nýir fræðimenn rísa upp. Og á þessari undirstöðu má reisa það, sem skólanum er allramest þörf á: lífsskoðun. íslensk saga hefir sitt guðspjall að flytja. Hún kenn- ir, að hér verður ekki lifað, nema sterk trú á verðmæti andlegra starfa haldist í hendur við barátt- i una fyrir lífinu. Hún kennir, að hér getur ekki lifað menningar- þjóð, nema alþýða bæði lesi og ! skapi bókmentir. þrátt fyrir efl- | ingu sjávar-útvegar vors og við- gang fiskiveranna, er framtíð þjóðarinnar mest komin undir : ræktun lands og lýðs í sveitunum. ; þar ná einstaklingarnir að jafnaði farsælustum þroska og koma að mestum notum fyrir framtíð kyn- stofns og menningar. þennan sannleik, með ábyrgð þeirri og skyldum, sem af honum leiðir, á að brenna inn í huga hvers ungl- verði svo gagnrýndar í skjótri svipan, að afstýrt verði óheppileg- um breytingum. Samkv. 11. gr. fé- lagslaganna „skulu aðaltillögur þær, sem fram eiga að koma á fundi, vera til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins viku*) fyrir fundinn“. þetta er alt of stuttur tími til þess, að nokkur veruleg at- hugun og rökræða geti farið fram. Mikilsvarðandi tillögur eins og lagabreytingar ættu að vera lagð- ar fram að minsta kosti 4 vikum íyrir fund. Menn verða að minnast þess, að meginþorri hlutafjáreig- enda er úti um allar bygðir lands- ins og hafa enga hugmynd um, hvað hjer fer fram, fyr en þeir fá blöð, sem flytja þeim það. Menn hafa væntanlega ekki heldur neinn áhuga á að nota atkvæðisrétt sinn á fundi, sem þeir ekki hafa neitt hugboð um, að neitt sérstakt eigi að gerast á, og fer því eins og á síðasta aðalfundi, að ekki er far- ið með nægilegt atkvæðamagn til þess, að lagabreytingar nái fram að ganga. Nú stendur fyrir dyrum auka- fundur, sem á að samþykkja til fulls þær lagabreytingar — eða hafna þeim — sem fram voru bornar á síðasta aðalfundi, og er því tilefni til að athuga þær nokkru nánar, þó tíminn sé orðinn naumur. I framsöguræðu fyrir breyting- artillögunum var það tekið fram, að flestar þeirra væru gerðar til þess að samræma lög félagsins við „Lög um hlutafélög“ og mun það rétt. þó var að minsta kosti ein undantekning frá þessu, og er það hún, sem eg sérstaklega ætla að gera hér að umtalsefni, því mér virðist hún ekki allskostar saklaus og skil ekki tilganginn með henni. Eg á við breytingartillöguna við 3. gr. I lögum Eimskipafél. Isl., þeim sem nú gilda, hljóðar þessi grein svo: „Tilgangur félagsins er að reka siglingar, aðallega milli Is- lands og annara landa og við strendur íslands, og má því ákvæði ekki breyta“. Nú er lagt til, að þessi orð: „og má því ákvæði ekki breyta“, falli burt. Vegna hvers? Til hvers? Hvað liggur hér á bak við? það er auðskilið mál, að til- lögumenn hafa hugsað sér ein- hverjar þær aðrar breytingar á þessari grein, sem þetta ákvæði væri þröskuldur í vegi fyrir. Ef það væri ekki, þá væri heldur eng'- *) Leturbreytingai' í tilvitnunum eftir höf. ings í sveitunum, svo að hann síð- ur selji frumburðarrétt sinn fyrir baunir. Auðvitað dettur mér ekki i nug, að allir, sem alast upp í sveit uni, eigi að ala þar allan aldur sinn. Tilhneigingar þeirra og hæfi- leiltar geta markað þeim starfs- svið í bæjum og á fiskimiðum. En þeir munu líka þar reynast því traustari menn, sem þeir bera betri byrði hinnar þjóðlegu sveita- menningar með sér úr garði. íslensk fræði eiga að vera þungamiðja allrar bóklegrar fræðslu héraðsskólanna. Hitt er skipulagsatriði, hvernig annari fræðslu verður hagað. En rétt finst mér t. d. að gefa nemöndum kost á að velja um námsgreinir, gefa þeim kost á að læra eitt eða fleiri erlend mál, en hafa þau ekki skyldugrein. Á tveim vetrum get- ur ötull námsmaður komist vel nið- ur í dönsku eða ensku, án þess það verið aðalatriði náms hans, en hin- ir eru eins margir, sem lítið eða ekkert gagn hafa af slíkri kenslu. íslensku fræðin, með öllu því, sem þeim fylgir, eiga að sjá nem- andanum fyrir andlegu veganesti, skerpa hugsun hans, dýpka til- finningar hans, efla vilja hans. En önnur hlið skólanámsins á að vera algerlega hagnýt. I slíkum skóla er sjálfsagt að kenna stúlkum sauma, bæði til gagns og prýði, og svein- um smíðar, en báðum ýmisleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.