Tíminn - 01.11.1924, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1924, Blaðsíða 4
174 * í M I N N þykja nóg um, sem ekki skilja, að kulið leggur ekki til forsjónarinn- ar, heldur til þeirra, sem svona kenna. Satt er það að vísu, að litla iðrun er að finna í kvæðum skálds- ms, en auðmjúkur er hann af hjarta. Mun það að líkindum nægja fyrir dómstólinum, því þær Iðrun og Auðmýkt eru systui. Hér verður ekki fleira talið, þó vert væri, — því það, sem hér er slept, er flest jafn gott og sumt betra en það, sem tilfært hefir verið. Og þó að trúkyrð og tor- trygni sé víða á yfirborðinu, þá er heitt undir. Skáldið er úr sama efni og var þorsteinn Erlingsson. Fullur af samúð með því, sem bági á, en illa við hræsni og hatar rang* ' lætið. „Og þessvegna dey eg í út- legð“, mun hann sennilega segja með Gregor VII., á sama hátt og þegar hann skýtur sér undir kjól- fald Lúthers. Frh. III. þegar leið að þinglokum 1923, var bersýnilegt, að ekkert myndi gerast í kjöttollsmálinu þann vet- ur. þá ákvað Framsóknarflokkur- inn að gera sitt til að ýta málinu áfram milli þinga. Formaður flokksins, þorleifur Jónsson í Hól- um, samdi þá í samráði við flokks- bræður sína einskonar ávarp til stjórnarinnar, þar sem tekin voru fram nokkur atriði, sem flokks- menn álitu að komið gæti til mála að ganga að til samkomulags við Norðmenn, ef veruleg lækkun fengist á tollinum. Rétt er að taka það fram, að Framsóknarflokkur- inn vildi hvorki þá eða síðar veita nokkurri erlendri þjóð bætta að- stöðu til að brjóta landhelgislögin. þær ívilnanir, sem síðar voru gefn ar á því sviði, eru annarsstaðar fengnar. Undir skjal þetta skrifuðu Framsóknarþingmennimir. Auk þess Stefán í Fagraskógi, sem þá var hættur að vera í flokknum, en var samþykkur í þessu máli vegna Siglfirðmga. Ennfremur Jón á Reynistað og Hákon í Haga, og að mig minnir Björn á Rangá. Björn og Stefán komu ekki á þingið aft- ur. Hákon stóð við undirskrift sína og var sá eini af öllum íhalds- mönnum, sem á þinginu í vetur sýndist hafa vilja til að leysa mál- ið á þeim grundvelli, sem hags- munir bænda kröfðu. Jón á Reyni- stað lét í vetur flokk sinn draga sig algerlega frá undirskrift sinni, og í þá aðstöðu, sem síldarhagsmun- imir kröfðu. Tilgangur Framsóknar með ávai-pi þessu var sá, að gera stjóm inni auðveldara að semja milli þinga,ef viðunandi kostir fengjust. Stjómin gat haft mikinn stuðning af því í málinu, að vita vilja alt að því helmings þingmanna um það, hversu taka mætti á sumum vanda sömustu atriðunum. Svo fór, að enginn bilbugur var á norsku stjórninni sumarið 1923, enda mun sá ráðherra hér á landi, sem fór með utanríkismálin, Sig- urður Eggerz, hafa fært málið á Mbl. grundvellinum, þeim, að óska að fá tollinn lækkaðan sökum vin- áttu og frændsemi þjóðanna, en taka ekki tillit til gremju þeirrar, sem risið hafði í Noregi vegna útilokunar þeirrar, er Ásgeir Pét- ursson, Ólafur Thors og fleiri síld- arhagsmunamenn höfðu til vegar komið hér á landi. Eftir kosningarnar í fyrra haust koma nýir þræðir í málinu í ljós. Hungursneyð var talin yfirvof- andi í Hafnarfirði, ef fiskiveiða- löggjöfin héldist óbreytt. Undan- farin ár höfðu nokkur ensk veiði- skip hafst við í Hafnarfirði og stundað veiðar þaðan, að tals- verðu leyti með íslenskum skips- höfnum. Og í landi höfðu mörg hundruð manns atvinnu við fisk- verkun, vegna þessara útlendu skipa. Nú kom eiginhandaráskor- un frá ca. 800 körlum og konum í Hafnarfirði til landsstjórnarinnar um að leyfa útlendum skipum að hafast þar við, og lýstu yfir, að annars væru hörmungar, hallæri og atvinnuleysi yfirvofandi. Hinn nýkosni Mbl.þingmaður, kaupm. og útgerðarmaðurinn Flygenring og sýslumaður Hafnfirðinga, Magnús Jónsson, höfðu orð fyrir þorpsbúum. Var Flygenring jafn- ákafur að vilja bjarga þorpi sínu frá hallæri, eins og Framsóknar- þingmenn að hrinda tollvandræð- unum af bændum. Klemens Jónsson atvinnumála- áðherra kvaddi þá þingmenn, sem staddir voru í bænum, á fund til að ræða um málið, því að Hafn- firðingar vildu, að stjórnin bjarg- aði þeim með bráðabirgðalögum, þar sem undanþága væri veitt frá fiskiveiðalögunum. Urðu allheitar umræður um málið og stóð Flyg- enring djarflega fyrir máli sínu, en flokksbræður hans voru þverir og þráir í hans garð. Samskonar und- irtektir fékk hann hjá Sjálfstæð- ismönnunum, Eggerz, Benedikt og Bjarna. En Framsóknarþingmenn- imir, Á. Á., Tr. þ. og J. J. lögðu honum liðsyrði og vildu að athug- aðar væru allar leiðir til að bjarga Hafnfirðingum. J. M. var hinn fýlulegasti á þessum fundi, bæði af áhugaleysi um málið, og svo álitu kunnugir menn, að Jón hefði kom- ist í ilt skap við að sjá þá Sigurð Eggerz og Klemens Jónsson inst við borð í ráðherrasalnum, þar sem hann óskar sér helst að „sitja“. Fóru í þessu sambandi nokkur hlýleg og vel valin orð milli Jóns og eins af félögum hans úr efri deild. Á þessum fundi sagði Ásgeir Ásgeirsson þau orð, sem flugu um landið eins og góð fer- skeytla, að þeir þingmenn, sem tækju með óvild og kulda neyðar- máli Hafnfirðinga, myndu ekki vilja líta á bænarskrána, nema væru látnar fylgja beinagrindur af svo sem þrem hordauðum mönn- um, eins og fylgiskjöl með um- sókninni. Flygenring hafði enga liðsemd eða hlýlegar undirtektir frá nein- um þingmönnum, nema úr Fram- sókn. Lá mál hans niðri um stund, en síðar verður vikið að lausn þess, eins og hún varð. Nú sáu Framsóknarmenn, að seint myndi sækjast með kjöttoll- inn, ef ekki yrði tekið fastar á en verið hafði. Tíminn flutti hverja eggjunargreinina af annari, og voru sumar þeirra símaðar út að nokkru til Norðurlandablaða. Var þannig undirbúinn jarðvegurinn fyrir sókn þá, er koma skyldi. Grænlandsmálið var þá á döfinni minni Noregs og Danmerkur. Var þeim Islendingum, sem fylgdust með pólitík nábúaþjóðanna, Ijóst, hversu nota mátti þá aðstöðu til hagsbóta íslenskum bændum. Miðstjóm Framsóknarflokksins, M. Kr., Tr. þ. og J. J., áleit, að sjálfsagt væri að hafa sendinefnd héðan að heiman í Osló, þegar þing Norðmanna og íslendinga væri bæði byrjuð að starfa. Stjórnin hafði ákveðið að biðja Svein Bjömsson að vera um það leyti í Noregi vegna kjöttollsins. Mið- stjórn Framsóknarflokksins fór nú á fund ráðherranna, Sig. Eggerz og Kl. Jónssonar. Töldu þeir þre- menningamir, að úr því þótt hefði til bóta að senda þriggja manna nefnd til að semja um fisktollinn við Spánverja, væri engin ástæða til að gera hagsmunum bænda lægra undir höfði. Stakk mið- stjórnin upp á tveim mönnum til samstarfs við Sv. B., öðram sem fulltrúa landbúnaðarins og hinn kunnugan sjávarútveginum. Vom þá tilnefndir sem líklegir menn Jón Ámason framkvæmdastjóri Sam- bandsins, sem í mörg ár hefir ann- ast meginsölu íslenska kjötsins í Noregi, og Pétur ólafsson, kaup- maður og útgerðarmaður, sem þá hafði alllengi verið sendimaður íslensku stjómarinnar í markaðs- ■CvN ^ /O /O /O /O /O /O /O /O /O /O /O /O leit erlendis. Kl. Jónsson taldi þetta sanngjarna og skynsamlega leið og var fýsandi slíkra aðgerða fyrir sitt leyti. Sig. Eggerz taldi mennina að vísu báða góða, en vildi ekki ákveða sig fyr en hann sæi vilja þingsins. Sigurður hafði um kosningamar barist með Mbl- mönnum móti Framsókn, í von um að Sjálfstæðisflokkurinn yrði síð- asta lóðið á metaskálinni, í átökum höfuðflokkanna. Varð nú veruleg- ur árekstur milli S. E. og manna í miðstjóm Framsóknar. Ásökuðu þeir hann um tómlæti og skiln- ingsleysi á þessu velferðarmáli alla bænda á landinu, en hann svaraði engu góðu til. þessi stöð- ugi áróður hafði þó þau áhrif, að bæði Sjálfstæðismenn og íhalds- menn vissu, að héðan af yrði mál- íð sótt með kappi og fyrir opnum tjöldum af Framsóknarmönnum. Vitundin um það bjargaði málinu síðar á Alþingi. Vinir og skjól- stæðingar síldveiðimannanna vildu ekki koma heim í bændakjördæm- in sem opinberir mótstöðumenn bændastéttarinnar. Frh. J. J. Bruni. Gamli bærinn á Mosfelli í Grímsnesi brann til kaldra kola nýlega. Er verið að reisa nýtt íbúðarhús á prestsetrinu, en er ekki fullbúið. Misti presturinn, síra Ingimar Jónsson, mikið af eigum sínum, lítt vátrygðum, og verður fyrir miklu tjóni. Nýja bók sendir þorsteinn Gísla- son ritstjóri á bókamarkaðinn: Stuttar sögur, eftir Einar II. Kvaran. Tíu eru sögurnar alls, áð- ur prentaðar allar, úrvalssögur. Frágangur er allur hinn prýðileg- asti. Strand. þriðjudagsmorgun síð- astliðinn var hér besta veður, en afardimm þoka. þá sigldi stórt kolaskip á grunn á Kj alarnestöng- um, var á leið frá Englandi með kolafarm til h.f. Kol og Salt. Björgunarskipið „Geir“ kom óðara á vettvang og tókst að ná skipinu aftur á flot lítið skemdu. hafi afhent nokkuð af áfenginu mótorbáti einhverjum, en nánar vill hann ekki segja. pór, varðskipið Vestmannaey- inga, tók enskan togara á Hornvík um síðustu helgi. Var að vísu þá ekki að veiðum í landhelgi, en vitni báru, að hann hefði orðið brotlegur í júlí í sumar. Málinu verður ráðið til lykta á Isafirði. Fálkinn tók þýskan togara fyrir ólöglegar veiðar fyrir Suðurlandi um síðustu helgi. Var sektaður um 20 þús. íslenskar krónur. Afli og veiðarfæri var gert upptækt. Samkepni. Fjöllistaskólinn í Kaupmannahöfn hefir heitið verð- launum fyrir besta svar við þess- ari spurningu: Möguleikamir á því að reka teknisk-kemiskan iðn- að, meiri en verið hefir, í sambandi við fiskiveiðar Dana og Islendinga, álit um hvernig samvinnu milli út- gerðarinnar og iðnaðarins skuli háttað og tillögur um fyrirkomu- lag verksmiðjanna eða stöðvanna. Verðlaun fyrir besta svar eru alt að 4000 kr. Eiga svörin að vera komin fyrir 1. nóv. 1926. Kátlegt er að lesa grein eftir Jón Thóroddsen cand. jur. í Al- þýðublaðinu síðastliðinn mánudag. Hann talar þar um að íhaldið og jafnaðaimenn ættu að „geta kom- ið sér saman um að mylja Fram- sóknarflokkinn á milli sín með rétt látri kjördæmaskipun". Margar era biðilsfarirnar og í ýmsum bux- unum gengið. þetta er sami rit- höfundurinn sem í fyrra sumar kallaði Framsóknarflokkinn „af- leggjara“ jafnaðarmanna. Nú er það aðalatriðið hjá honum að „mylja“ Framsókn — í fullu bróð- emi með íhaldinu. Ef Alþýðublað- ið hefði sagt eitthvað líkt um sam- víöiiu Framsóknar og jafnaðax- manna, hefðu um það birst á að giska 50 ,,leiðarar“ í Moigunblað- inu og dilkum þess. — Braggi þeir saman hvað sem þeir vilja, íhalds- menn og j afnaðarmenn. Framsókn- arflokkurinn lætur sér alveg á sama standa í hverri Keflavíkinni þeir róa. Notuð íslensk frímerki kaupir undirritaður ætíð hæsta verði. — Biðjið um verðskrá! Baidvin Pálsson, Stýriin.skólanum, Rvík. Pósth. 4ö4. Simn.: „Icestemps11. H.f. Jón Sigmundsson & Co. Killu.r og alt til uppliluts sérlega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ei' óskað er. Jón Sigtnundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Innilegt þakklæti til vandamanna og vina, nær og fjær, fyrir auðsýnda hiuttekningu við fráfall og jarðarför minnar ástkæru dóttur, Krístínar Kol- beinsdóttur, er andaðist þ. 3. ágúst þ. á. Sigríður Jónsdóttir frá Loftsstöðum. Islandssaga II. og Dýrafræði I., eftir Jónas Jónsson, fæst hjá öll- um bóksölum. Útg. Ársæll Árna- son. En íslandssaga I., Dýrafræði II. og Nýju skólaljóðin (frá miðj- um nóv.) fást hjá nálega öllum kaupfélögum, Birni gjaldkera á Selfossi, Vigfúsi gestgjafa í Borg- arnesi, verslun þorst. Gíslasonar og bókabúðinni í Reykjavík. haustið, 1922, setti hann met. Fláði hann þá mest á dag 170 skrokka. Sá næsti þessum var með 159. — I haust er leið setti Ingvar annað met hærra. Hann fláði þá einn dag 196 kindaskrokka, og annan dag 191 skrokk, og voru þar á meðal nokkrir hrútsskrokkar. Sá sem næstur honum var, lauk við 155. — Vinnutíminn var 10 stund- ir. Vinnan var samningsbundin með kaupið. -----o----- Yfir landamærin. B. Iír. er byrjaður að mala sitt venju lega samábyrgðargull í Mogga. Heitir hann nú „Bóndi". Næst mun B. Kr. hafa komist bændastéttinni, er hann var „kaupfélagsstjóri" Árnesinga og þeir urðu að gefa honum heilan farm af vænum sauðum. Karlhróið týndi hópnum í Englandi. M. G. telur mótsögn í því, sem J. J. og bændum finst að sigur hafi unnist í kjöttollsmálinu, og hinu, að norska Prestskosningin í Reykjavík fór svo að 2249 komu á kjörfund og greiddu atkvæði. Atkvæðin voru talin á miðvikudag. Hafði síra Friðrik Hallgrímsson hlotið 2178 atkvæði, 11 atkvæði ógild, er^ 50 seðlar voru auðir. Að vísu er kosn- ingin ekki lögmæt, því að rúmlega 7l/z þús. var á kjörskrá, en helm- ingur þarf að sækja til þess að kosning sé lögmæt og kirkjuvöld- in skyldug til að fara að vilja safnaðar. En svo mörg atkvæði hefir aldrei fyr hlotið nokkur um- sækjandi um prestsembætti á Is- landi. þar sem allir vissu fyrir hvernig kosningin mundi fara, má segja, að sæmilega hafi verið sótt. Látinn er hér í bænum síra Páll Sívertsen fyrrum prestur á Stað í Aðalvík. Allmörg síðustu árin hef- ir hann dvalist hér í bænum. Smyglaraskipið. Ofurlítið mjak- ast áleiðis rannsóknin sú. Hefir skipstjóri nú loks játað, að hann Eggert Stefánsson söngmaður hefir fengið fasta stöðu við Carnegie Hall í New York. Mun hann aðalega eiga að syngja hlut- verk úr söngleikjum Wagners. Sýslumenn, hvaðanæfa að af landinu, era komnir til bæjarins eða aðeins ókomnir. Munu ætla að halda fund um launamál sín. Nýtt ættjarðarkvæði eftir Einar Benediktsson kom út á sextugsaf- mæli hans og lag við eftir Sigfús Einarsson. Heitir: Minningaland. Maður féll fyrir borð af togaran- um Skallagrími, í fyrradag, og druknaði. Var héðan úr bænum. Duglegur fláningarmaður. Ing- var Hallsteinsson frá Skorholti í Borgarfirði, bóndi nú á Æsustöð- um í Mosfellssveit, hefir undanfar- in 3 haust unnið í Sláturhúsi Suð- urlands að fláningu. Strax fyrsta þingið segir, að hér sé ekki um samn- ing að ræða, heldur samkomulag. Er helst að sjá, að M. G. sé svo haldinn af síldarblindu, síðan í Krossanesi, aö hann geti ekki unnað bændum að verðbót á vöru þeirra sé kölluð sigur. | í sildarmálgagninu, sem telur sig vilja koma á drengilegum viðskiftum í opinberum málum, lýsir M. G. því, að hann trúi vel að þórarinn á Hjalta- bakka hafi þorað að segja ósatt og beita illindum við fjarstadda menn á fundum í Húnaþingi í fyrrahaust. Auðséð að M. G. dáist að þessu. En verra væri nú samt, ef þórarinn flýði af hólmi. Nú kemur upp hjá þ. G. í Lögréttu að Ólafur Thors og M. G. hafi frá upp- hafi verið aðalmenn í bændaútgáfu Mbl. — Sannast þar enn að M. G. hefir hræsnað sem fyr. Látist vera óháður fésýsiumönnum í Rvík, og stöðugur bændavinur, en þegið tugi þúsunda af síldargróssera til að tvístra bændum til hagsmuna fyrir braskvaldið. X. Ritstjóri; Tryggví pérktúlmm.. Prsítitsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.