Tíminn - 08.11.1924, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.11.1924, Blaðsíða 1
®fafi>£eri oq, afgieií>slur'a6ur Cimaits er 5 i g u r g e t r ^riSrifsfon, Sambanösíjústnu, Ke'ffjooif. VIII. ár. Utan úrheimi. Stjóiiunálastraumar í Evrópu. prír meginstraumar eru sýnileg- ir í stjórnmálalífi Norðurálfu- þjóða. Elstur og áhrifamestur er straumur þingræðis og þegnfreis- is. Sú alda er runnin af norrænni rót, en hefir dafnað í Bretlandi og breiðst þaðan til nálega allra sið- aðra þjóða. þingræðið gerir ráð fyrir, að hver borgari sé partur af konungi. Stjórn hvers lands fer eft ir því, hversu meirihluti borgar- anna vill að landinu sé stýrt. þing- ræðið gerir ráð fyrir þroskuðum borgurum, að þeir vilja hugsa um félagslíf landsins og vinna að lausn almennra mála með hags- muni þjóðfélagsins fyrir augum. Annmarkar hafa komið fram á þessu skipulagi, einkum á þann hátt, að komið hefir í ljós, að mjög mikinn hluta borgara í flest- um löndum skortir áhuga og þekk- ingu til að fara vel með „konungs- valdið“. Fyrir stríðið var komin töluverð ótrú á þingræðinu, en menn fundu ekki hvað við ætti að taka. Styrjöldin hefir fætt af sér tvenn ný stjómarform, eða öllu heldur tvíbura, sem hafa mörg ættareinkenni sameiginleg, en eru þó ólíkir að lífsstefnu. Annar tví- burinn fæddist í Rússlandi. það er alræði verkamanna. Hinn varð til litlu síðar í Ítalíu. það er alræði stórefnamanna. Frægustu forkólf- ar þessara mannfélagshreyfinga eru Lenin og Mussolini. Sammerkt eiga þessar stefnur báðar í því, að þær hata og fyrir- líta þingræði, þjóðræði, almennan kosningarrétt og meirihlutavald í þj óðmálum. Báðar byggja á ein- veldi minnihlutans. Báðar vilja hrifsa völdin í þjóðfélaginu með of- beldi, og halda þeim með hervaldi. En munurinn er sá, að önnur stefn- an telur sig vilja nota harðstjóm- arvaldið til að bæta kjör hinna fá- tæku í löndunum. Hin vill viðhalda yfirdrotnun hinna efnuðu. í fyrstu leit út fyrir að báðar þessar ofbeldisstefnur myndu ryðja sér til rúms utan við upp- hafslöndin, Rússland og Italíu. það gat sýnst því auðveldara, þar sem parlamentarisminn átti erfitt með að halda því tignarsæti í hug- um manna, sem hann hafði skipað alla 19. öldina. En sú hefir ekki orðið raunin á. Bæði á Spáni og þýskalandi voru um stund öflugir flokkar, sem vildu og reyndu að feta í fótspor Mussolini. Á Spáni var um allmarga mánuði fram- kvæmt einræði yfirstéttarinnar. Nú er það hrunið í rústir og þykir hafa gefist illa. Á þýskalandi kæfðu þingræðisflokkarnir ofsa- mennina og mega þeir sín þar lít- ils nú. Sama var að segja um ein- veldi verkamanna. Sú stefna hafði um stund nokkurt fylgi í Ung- verjalandi, Austurríki, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og þýskalandi. En i öllum þessum löndum hefir stefnu þessari hrakað jafnhliða Mussölinismanum. Sumstaðar er flokkur þessi að kalla má nálega horfinn, t. d. í Austurríki, Svíþjóð og Noregi. 1 Danmörku og Eng- landi hefir hvorug ofbeldisstefnan nokkurntíma náð að festa rætur. Saga þeirra beggja virðist nú sögð til enda utan upphafsland- anna, og hið gamla þingræði er enn sem fyr það stjómarform, sem meginþorri allra mentaðra þjóða fylkir sér um, þrátt fyrir galla þá, sem auðvelt er að finna á því skipulagi, einkum í löndum, þar sem almenn mentun er á lágu i stigi. ** ---0-- Svar til hr. alþm. Árna Jónssonar frá Múla. I. Hr. alþingismaður Árni Jónsson frá Múla fékk styrk af opinberu fé til utanferðar síðastliðið sumar og var til ferðarinnar stofnað í því skyni að leita að markaði fyrir ís- lenskai- landbúnaðar afurðir hér í nágrannalöndunum. þegar hann kom heim, skrifaði hann skýrslu um utanför sína í eitt vikublaðið hér í Rvík, og geta menn þar lesið um árangur ferðarinnar. I þessari ferðaskýrslu var Sam- bandinu brugðið um, að það hefði unnið slælega að útflutningi lifandi sauðfjár undanfarin ár. Eg leyfði mér að andmæla þessu hér í blað- inu og færði rök að því, að þessi ásökun þingmannsins væri ástæðu- laus með öllu og ómakleg. Svo sem að líkindum lætur, svar- aði hann þessari athugasemd minni. Heitir svarið „Rétt á mörk- unum“ og birtist í sama blaði og skýrslan. Er svarið talsvert langt og kemur víða við. Aðalefnið er þó að reyna að sýna fram á, að um- mæli hans um Sambandið í áður- nefndri utanferðarskýrslu séu sönn. Og sönnunin er þessi: „Kaupmaður sá, sem farminn keypti síðastliðið ár, var frá fomu fari kunnugur íslensku fé og tel eg víst*) að hann hefði verið fáanleg- ur til að hefja viðskiftin að nýju engu síður haustið 1922 en haust- ið 1923, ef fjárfarmur hefði verið á boðstólum". Á þessu byggir svo þingmaður- inn dóm sinn um slælega fram- göngu Sambandsins í þessu máli. Hann „telur það víst“, að eins hefði mátt selja fé til Belgíu 1922 eins og 1923. En auðvitað hefir hann enga hugmynd um það, sem varla er von. Hann hefir aldrei við þessa verslun fengist. Til að hrekja þetta nægir að taka fram, að fjárfarmurinn, sem við seldum til Belgíu í fyrra haust, líkaði ágætlega. Kaupandinn kvaðst ald- rei hafa fengið betri fjárfarm frá Islandi og vildi halda viðskiftunum áfram. Við leituðum svo samninga við hann í sumar sem leið, og vildi hann kaupa, en gat ekki borgað það verð fyrir féð, sem svaraði til salt- kjötsverðsins. þetta verður ekki hrakið og er það nægileg sönnun til að hrekja þá staðhæfingu alþm. Árna Jónssonar, að engu síður hefði mátt selja fé til Belgíu 1922 en 1923. Með þessu er að mestu svarað því, sem eg tel máli skifta í svari hr. Áma Jónssonar til mín, en eg ætla þó að minnast á annað atriði. Eg drap á það í áðurnefndri at- hugasemd hér í blaðinu, að það væri óviðkunnanlegt, að menn, sem væru á vegum stjómarinnar í verslunarferðum erlendis, skýrðu cpinberlega frá viðskiftasambönd- um firma hér heima. Eg get ekki að því gert, að mér finst þetta óviðkunnanlegt og tel það óþarft. það er sitt hvað að vita um við- *) Leturbr. hér. skiftasambönd annara, eða hrópa um það á strætum og gatnamót- um. — Hr. alþm. Árni Jónsson vissi, hvaða kaupmanni í Belgíu við seldum féð í fyrra haust, áður en hann fór í utanför sína, og það átti að vera honum nægilegt. En eg fæ ekki skilið, hvaða vinning hann gat talið sér í því, að skýra frá því í opinberu blaði, hverjum við seldum. Alþingismaðurinn telur þessa að finslu mína dálítið broslega, af því eg hafi sjálfur verið að „flagga með nafni á ensku viðskiftasam- bandi, algerlega að tilefnislausu". Sá er þó munurinn, að firma það, er eg nefndi í grein hér í blaðinu í sumar, hefir ekki haft skifti við neina hér á Islandi, nema Samband ið, og tel eg mér alveg vítalaust að nefna í opinberu blaði viðskifta- sambönd þeirrar stofnunar, sem eg vinn fyrir, þegar mér virðist þess þörf, en tel mér ekki vansalaust, að skýra opinberlega frá við- skiftasamböndum annara, þótt eg komist að þeim; um þetta kunna að vera skiftar skoðanir, en eg býst þó ekki við, að eg breyti minni skoðun í þessu efni, hvort sem hr. Árni Jónsson fer um það mörgum orðum eða fáum. n. Hr. Ámi Jónsson læst hafa mik- inn áhuga fyrir því, að aftur verði hafinn útflutningur á lifandi sauð- fé. Nú hafa engar kaupsýslustofn- anir né kaupmenn gert neitt til þess að hefja þennan útflutning héðan á ný, nema kaupfélögin og Sambandið. Sambandið hefir unn- ið að undirbúningi þessa máls ár- um samari og lagt í það mikla vinnu, og það er Sambandið, sem sendir út fyrsta sauðafarminn í fyrrahaust, eftir að þessi útflutn- ingur hafði legið niðri um mörg ár, og tvo sauðafarma á þessu hausti, án þess að nokkur annar hreyfði legg eða lið til að hrinda þessu máli í framkvæmd. Nú skyldi mað- ur ætla, að maður, sem búinn er að lýsa sig mjög fylgjandi þessu máli, eins og Ámi Jónsson hefir gert, hefði látið Sambandið, sem óhrekj- anlega hefir haft forgöngu þessa máls, njóta sannmælis og jafnvel tjáð því þakkir fyrir örugga for- göngu í málinu. En því er ekki að heilsa. Hann byrjar á því, gersam- lega að tilefnislausu, að bregða Sambandinu um slælega fram- göngu í sauðaútflutningsmálinu, og þegar honum er bent á það með hógværð og stillingu, að þessi ásök- un sé á engum rökum bygð, þá bregst hann illa við og heldur áfram dylgjunum um, að hér hafi verið að verki gengið „með hang- andi hendi“. Jafnrfamt þessum góðgjörnu aðdróttunum um tóm- læti og aðgerðarleysi Sambandsins í þessu máli, ber hann því á brýn, að það hafi ekkert vitað um inn- flutningsskilyrði fyrir sauðfé í Bretlandi og Belgíu fyr en í fyrra haust. þetta er vitanlega tilhæfu- laus sleggjudómur. Trúnaðarmaður Sambandsins í Bretlandi, sem dvalið hefir þar í landi að staðaldri undanfar- in 41/2 ár, lét það vera eitt af sín- um fyrstu verkum að athuga þetta mál, eftir að hann settist að þar í landi, og býst eg ekki við, að neinn, sem þekkir hann, leyfi sér að bera honum á brýn, að hann skorti vit og vilja til að afla þeirra upplýs- inga, sem nauðsynlegar eru til að geta hafist handa um sauðaút- flutninginn, sem Sambandið varð fyrst til að koma í framkvæmd. Annars lítur út fyrir, að þekkingu hr. alþm. Árna Jónssonar á þess- ari hlið málsins sé eitthvað ábóta- vant. Morgunblaðið lét þess getið í sumar, að birst hefði blaðaviðtal við Árna Jónsson í Berlinske Tid- enda, og hefði hann skýrt frá því í viðtali við blaðið, að samningar hefðu tekist við stjórn Breta um innflutning á fé frá íslandi. Eg hefi ekki séð þetta viðtal og get ekki um það dæmt, hvort Morgun- blaðið hefir farið með rétt mál, en eg fékk þær upplýsingar í stjóm- arráðinu, að engir slíkir samningar hefðu verið gerðir. Og út af fyrir- spurn, sem gerð var til Board of Trade í London, var það upplýst, að reglugerð um innflutning lif- andi sauðfjár til Bretlands frá 1897 væri enn óbreytt. Ef til vill hefir það vilt hr. Árna Jónsson, að hér á landi hafa ákvæði áðurnefndrar reglugerðar alment verið nefnd innflutningsbann, af því að fénu verður að slátra í sótt- kví strax eftir að það kemur í land í Bretlandi. En algert innflutnings- bann er þetta vitanlega ekki og hefir aldrei verið, enda enginn haldið því fram, svo eg viti. III. Eg gat þess í áðumefndri at- hugasemd minni hér í blaðinu, að verðið, sem fékst fyrir féð í fyrra, hafi verið „rétt á mörkunum að geta talist viðunandi". þessari staðhæfingu minni andmælir hr. Árni Jónsson og færir fram sem ástæðu, að bændur hafi fengið 10—20 % hærra verð fyrir útflutn- ingsféð en algengt markaðsverð á þeim slóðum, sem féð var tekið. Bændur fengu nokkm hærra verð fyrir féð, sem flutt var út lif- andi, en ef því hefði verið slátrað og kjötið selt saltað til Noregs. En verðmunurinn liggur ekki í hærra verði utanlands, heldur í því, að landsstjómin þáverandi var fús til að veita þessari tilraun stuðning með því að veita hagkvæm flutn- ingakjör. Fanngjaldið, sem greitt var fyrir féð til Belgíu með Ville- moes, var 5—6 krónum lægra fyr- ir hverja kind, en talið var hæfi- legt, til þess, að ferð skipsins bæri sig. Nú var meðalverðið fyrir féð komið á skipsfjöl kr. 48,00 fyrir hverja kind, svo farmgjaldsafslátt- urinn nemur 10—12y2% af verði kindarinnar, eða því nær eins miklu og hr. Árni Jónsson telur að mest hafi unnist á sölu lifandi f jár- ins. Ber það vott um fremur litla vandvirkni, að leita sér ekki betri upplýsinga um þetta atriði áður en hann byrjaði að skrifa. þessar upplýsingar hefði hann þó getað fengið hjá nágranna sínum á Vopnafirði, hr. kaupfélagsstjóra Ólafi Metúsalemssyni. I niðurlagi greinar sinnar gerir hr. Ámi Jónsson mér upp þá skoð- un, að eg sé andvígur því, að gerð- ar séu tilraunir með útflutning lifandi sauðfjár. þessi staðhæfing er gripin úr lausu lofti. Get eg því til sönnunar bent á grein, sem eg skrifaði í þetta blað 2. febr. þ. á. Tók eg þar fram, að sauðaútflutn- ingur, þó í smáum stíl væri, bætti saltkjötsmarkaðinn, og hvatti til að auka hann eftir föngum. Læt eg þessa tilvitnun nægja til að sýna það, að eg hefi ekki dregið úr því, að þessi leið yrði farin, ef hún reyndist fær. Eg held, að við hr. Ámi Jónsson séum að miklu leyti sammála um þetta mál. það, sem einkum skilur er það, að fyrir hr. Á. J. virðist sauðaútflutningsmálið vera trúar- atriði. Hann vill engar rökræður um það og telur það sprottið af óvild til málsins, ef bent er á þá agnúa, sem eru við framkvæmd þess. Sönnun fyrir þessari álykt- un minni er að finna í grein, sem hr. Árni Jónsson skrifaði í Aust- urland fyrir tveimur árum og að nokkru leyti í skrifum hans í sum- ar og haust. Rúmsins vegna get eg ekki farið lengra út í það mál að þessu sinni. Fyrir mér er þetta mál ennþá rannsóknarefni. Eg er enn ekki orðinn svo sannfærður um ágæti þessa máls, að eg vilji ráða bændum landsins til að láta ær sín- ar standa geldar, til að geta komið þeim lifandi á erlendan markað, eins og hr. Árni Jónsson hefir gert. En eg vil að unnið sé að því, svo sem markaðsástæður og önnur skilyrði leyfa, að koma því út- flutningshæfu fé, sem til er í land- inu, á erlendan markað,og efast eg ekki um, að Sambandsfélögin muni hér eftir, eins og undanfarin ár, vinna að því eftir föngum, að slíkt megi verða. Jón Ámason. -----0---- v'V • IV. Neitun Sig. Eggerz að senda þriggja manna nefnd til Osló upp úr áramótum í fyrra, tafði málið töluvert og gat spilt fyrir, ef Framsókn hefði ekki á þinginu komið máli sínu fram. þegar Spán- arsamningarnir voru á döfinni, höfðu togaraeigendur og templar- ar knúð fram nefndarskipun. Og áður en það þing kom saman, sem lét undan vínkröfu Spánverja, hafði Jón Magnússon sent Einar Kvaran áleiðis a. m. k. til Khafn- ar, til að vera viðbúinn að fara suður á Spán, þegar til átti að taka. Nú var öllum þorra manna orð- ið ljóst, að kjöttollurinn myndi ekki lagast af sjálfu sér, þ. e. að kenning Mbl. og þess liðs væri vit- leysa og stefndi að eyðileggingu bændastéttarinnar. Útilokun Norð- manna kom nú meir til umræðu. Fram að þessum tíma hafði allur þorri útvegsmanna látið sig lög þessi litlu skifta, og jafnvel haft hom í síðu þeirra. Árið áður hafði Kaaber bankastjóri sýnt útgerðar- mönnum fram á, að hið lága gengi krónunnar og erfiður hagur margra þeirra væri að miklu leyti að kenna sundrung útvegsmanna sjálfra. Vildi hann, að þeir kæmu skipulagi á sölu sjávarafurða, sem í framkvæmdinni útilokaði inn- byrðis samkepni, en héldi vörunni uppi á erlendum markaði. Útvegs- menn ræddu mál þetta sín á milli á mörgum fundum. Á ráðstefnum þessum komu fiskiveiðalögin þrá- sinnis til umræðu og áttu þar varla nokkurn formælanda. Einar þor- gilsson reyndi helst að afsaka sig að hafa verið við lögin riðinn, fyr- ir kunningsskap við M. G., að því er mönnum virtist. Formaður Fiskifélagsins, sem þá var, Jón Bergsveinsson, var dauðhræddur við afleiðingarnar og lét ugg þann í ljósi alldjarflega. Flygenring kvað upp úr með sömu skoðun og hann síðar hélt fram, um hættuna fyrir smáþjóð að steyta hnefann Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.