Tíminn - 08.11.1924, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.11.1924, Blaðsíða 2
176 T í M I N N Annað bréf til Kr. A. Mikið myndi leikritaskáld fagna óvæntum, ófyrirséðum atburði, þar sem glampaði á efni í nýjan sjónleik. pú munt þá skilja þakklátssemi mína við þig, sem hefir gefið mér tilefni að rita nýja bók um íslensk stjórnmál, einskonar áframhald af „Komandi ár- um“. Og þó hefir þú fremur áorkað þessu með göllum þínum en kostum. þín eina fyrsta, litla grein sem rit- stjóra, bar öll einkenni þess hugsun- arháttar, sem einkennir hversdags- broddborgarann hér á landi. pú byrj- aðir með mikilli drýldni að tala um mál, sem þú vissir hér um bil ekkert um. pú settir þig i dómarasæti yfir öðrum, og braust svo meira af þér í tveimur smádálkum, á því sviði, þar sem þú vildir vanda um, heldur en dæmi eru til um þá, er þú vildir helst áfella, Timamennina. Sjálfur hélstu, að þú stæðir öruggum fótum meðan þú ranst með flughraða niður hála brekkuna. Og meðferð þín á þessu máli, sem þú tókst fyrir, var þannig, að þú náðir ekki nema yfir útskækl- ana, eins og jafnan verður hjá viðvan- ingi. pvi þó að þú kunnir siðar að verða skáld, þá ertu enn að fást við fyrstu stafina í byrjendalesbók þjóð- málanna. pú byrjar að dæma um baráttuað- ferð samkepnismanna og samvinnu- manna hér á landi í fyrstu grein þinni. pú velur aðeins formið, en ekki efnið til meðferðar. Eg vil taka hvort- tveggja i öllum þess myndum. Hvað hefir Framsóknarflokkurinn reynt að gera og framkvæmt? Hvað hefir kaupmanna- eða afturhaldsflokkurinn reynt að gera og framkvæmt? Hvern- ig vopn og vopnaburð hafa báðir að- iljar notað í baráttunni? petta er alt málið, og það er þess vert, að það sé rannsakað ítarlega. Og þegar talað er um bardagaaðferð, þá koma ekki ein- göngu til greina blöðin, heldur líka opinberir fundir og frammistaða máls- aðilja þar. Ennfremur framkoma borg- aranna i báðum flokkum, eins og þeirra gætir í opinberu lífi. Manstu ekki enn lygasögurnar, sem hin svo- kallaða „yfirstétt" Reykjavíkur bjó til í pólitisku skyni um hinn fyrsta bónda, sem var ráðherra hér á landi? En vopnaburður verður líka talinn með og fleira af því tægi. pú og margir sem standa á svipuðu stigi, halda eða látast halda, að Tím- inn hafi i deilum beitt meiri stóryrð- um heldur en títt hafi verið um blöð hér á landi áður, eða gert sé i kaup- mannablöðunum nú. Til að rannsaka þetta, þarf að gera útdrátt úr orð- bragði hinna helstu blaðstjóra síðan um 1890, og úr samtíðarblöðum Tím- ans. petta hefi eg lengi ætlað mér að gera og læt nú verða af því. Auðvitað ekki vegna þín, heldur vegna þeirra, sem hafa enn meiri þörf þvílíks yfir- lits. Miklu skiftir samt meira um áhuga- mál flokkanna. pú munt sjá við þessa rannsókn, að flokkur þinn og blöð þins flokks hafa ekki nú í nokkur ár haft nokkurt áhugamái, nema ef telja skyldi að koma á opinberri sölu sterkra drykkja. Aðalmálið hefir ver- ið að hindra Framsóknarflokkinn frá að bæta kjör þjóðarinnar líkamlega og andlega. par sem þú að vonum hefir litla þekkingu, og ef til vill lítinn áhuga fyrir efnalegri tramför almenn- mgs, en hefir efalaust ekki lítinn áhuga fyrir, og töluverða samúð með því, sem kalla mætti andlega starf- semi, þá ætla eg í næstu köflum að minnast á nokkur átök flokkanna á því sviði. Hitt kemur síðar og kemur samt. í þetta skifti vil eg minnast á tvö atriði viðvíkjandi meðferð mála í blöðum. Fyrst það, að þú telur Tim- ann hafa notað mikið af grófyrðum og stóryrðum í deilu við eitt af fylgiblöð- um Mbi., er þú nefnir. petta er hjá þér aðalröksemd. En sannleikurinn er sá, að þetta fylgiblað Mbl. hefir frá upphafi ekki haft annan tilgang en að sverta mig og ritstjóra Tímans. Einn nákominn venslamaður þinn, sem eg hefi aldrei haft nein kynni af, hefir eytt í þetta blað stórfé. pað hefir ver- ið sent gefins út um allar sveitir til að reyna að dreifa rógnum sem mest. pað hefir verið endursent meira en nokkurt annað blað á íslandi, með háðulegum áritunum um útgefend- uma og ritstjórann. Á pósthúsinu hér liafa safnast saman feiknahaugar af þessari vöru. Afgreiðslumaður blaðs- ins hefir að sögn ekki viljað fá ómetið aftur heim í hús sitt, en beðið að brenna hinar endursendu birgðir í miðstöð pósthússins. Að lokum var ritstjóri þessa „ágæta" blaðs þíns orð- inn svo viltur og fruntalegur, að þeir, sem lögðu fram féð, vildu ekki hafa hann nærri sér. peir þorðu ekki að hafa lengur undir höndum þann draug, sem þeir höfðu vakið upp og heimtað af þá saurugu þjónustu, er þeir áfella hann nú fyrir. Hann var rekinn af skrifstofu Jóh. Jóh. þar sem hann hafði verið einskonar „dómari“, ef til vill samið dóminn i máli Sam- bandsins gegn B. Kr. Hann var rekinn frá blaðgarminum, og um leið byrjaði hann sér til fjár að bera margskonar mannlýti á fyrri húsbændur sína, segja það á prenti um þá og störf þeirra, sem telja inátti að þeim kæmi verst. Eymd hans er mikil, en ábyrgð- in fyrir auðnuleysi hans hvílir að miklu leyti á þeim, sem notuðu sér fátækt hans og leiddu hann stig af stigi, þangað sem hann nú er. petta Kaupið íslenskar vörur! Hrein» Blautsápa Hreini Stangasápa Hrein® Handsápur Hreins. K e rt i Hreini Skósverta HreinS. Gólfáburður Styðjið íslenskan iðnað! T. W. ix c li (liitasmidja Bnclis) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. Litir til heimalitunar: Demantssorti, lmifnssvart, kastorssorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Til heímanotkunar: Gferduft, „fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matar- litir, „Sun“-skósvertan, „ökonomu-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henkou-bIæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, Blaanelse, Separatorolie o. fl. Brúnspónn. Litarvörur: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. jljaiakk; „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar fijótt. Ágæt tegund. „fyrirmyndar" blað þitt, sem nær ein- göngu hefir verið notað til að ófrægja Tímann og þó, sem í það blað rita, hefir af okkur Tr. p. ekki einu sinni verið nefnt ó nafn í Tímanum. Á Seyðisfirði hafa flokksbræður þín- ir gefið út þrjú blöð hvert eftir ann- að. Mánuðum og missirum saman hefir alt meginefni í þessum „fræði- fyrirtækjum" ykkar verið dónalegustu fúkyrði um mig. Eg hefi leitt þennan austur félagsbræðra þinna gersamlega hjá méi'. Svona eru nú vísindi þín í blaðamálunum. Mér er sagt, að þú haf- ir nú játað, að þú hafir ekki lesið nema 2—3 eintök af málgagni því, er þú gafst „siðferðisvottorðið". Sjálfsagt finnur þú, hvaða afleiðingar trúgimi þín við samherja þína og flaumósa frumhlaup þitt er líklegt til að hafa ó tiltrú þá, er borin verður til þín sem fræðandi manns um almenn mól. Annað dæmi. pú hælir einum af fyr- verandi ritstjórum Mbl. fyrir prúðan rithátt. Rétt er það, að sá maður var best ritfær í þeim hóp, enda er við lít- ið að jafnast. Fyrir nokkrum árum rit- aði hann í Mbl. þjösnalega illyrðagrein um mig, grein i líkum tón og þín fyrsta nú. Sakaði hann mig um klúr- an rithátt. Grein hans var full af fúk- yrðum. Eg bauð honum þá, að við skyldum gera samanburð á blaðagrein um og birta samhliða í Tímanum og Mbl. Hann skyldi tína saman mín ljótu orð úr gömlum blaðagreinum og eg úr hans ritsmíðum. Hann treystist ekki til þess, af ástæðum, sem ekki urðu misskildar. Hann fór að hugsa um málið, og hefir áreiðanlega komist að þeirri niðurstöðu, sem allir kunn- ugir byggja á: Að aldrei, fyr eða síð- ar, hefir í nokkru íslensku blaði, jafngömlu Timanum, sem átt hefir í Safnaðarsðngur. Fyrir rúmum 23 árum komu 4 ungir guðfræðingar úr utanför, höfðu verið að kynna sér ýms kristindómsmál og gengu auðvit- að til kirkju, er skipið, sem flutti þá heimleiðis, dvaldi sunnudag í höfn á Austfjörðum. 17 árum síð- ar var einn þessara manna, þá orð- inn fyrir löngu þjóðkunnur bind- indisfrömuður, samferða 1 lang- ferð fésýslumanni, er alist hafði upp í kaupstað þessum á Aust- fjörðum. Einhverju sinni barst þá talið að þessari kirkjuför; fé- sýslumaðurinn hafði verið þar drengur og mundi eftir komu þess ara fjögurra ókunnugu guðfræð- inga. „Segið mér nú alveg eins og var, voruð þið ekki kendir, er þið kom- uð í kirkjuna?“ sagði hann. Bind- indisfrömuðurinn brosti; honum var vel kunnugt um að enginn fé- laga hans hafði bragðað vín í för- inni heimleiðis, og spurði: „pví haldið þér það?“ „Eg held allir, sem í kirkju voru, hafi haldið það, af því að þið sung- uð alla sálmana, þótt þið sætuð ekki hjá hljóðfærinu í kirkjunni“. Eg hefi aldrei heyrt eins spaugi- lega og um leið raunalega sönnun um „þögn safnaðarins“. Menn eru því svo vanir — í fjölmennu kaup- túni — að enginn syngi í kirkju, nema þeir, sem eru í söngflokkn- um, að áfengi er um kent, ef ókunnugir kirkjugestir bregða þeim vana! Einhverjar breytingar til bóta munu vera orðnar í því efni. Hljóð- færum hefir fjölgað stórum og söngur vaxið síðan um aldamót. — En samt kemur kunnugum saman um, að „þáttakan í sálmasöngnum við guðsþjónustur sé víða nauða- lítil“. Síra Halldór Jónsson á Reynivöllum hefir manna mest, svo kunnugt sé, reynt að kippa því í lag. Á tveim síðustu prestastefn- um hefir hann flutt erindi um safnaðarsönginn, og blöðin Bjarmi og Lögrétta hafa flutt þau almenn- ingi. Sagði hann í fyrra erindinu rækilega frá starfi sínu í þessu efni í prestakalli sínu, og átti það að vera bæði til hvatningar og eft- irbreytni. Vel tók prestastefnan í málið, — en ókunnugt er mér um, hvað aðrir prestar hafa gert heima fyrir. Enginn þeirra hefir, svo eg minnist, skýrt opinberlega frá reynslu sinni í því efni, og margir ætla, að flestir þeirra séu hvergi nærri eins ötulir í þessum efnum og síra Halldór, og að þeim finn- ist þögnin svo gömul og rógróin, að sér sé um megn að rjúfa hana. Söngmálablaðið Heimir tekur al- veg undir með síra Halldóri; er þar nýbyrjuð löng grein, er heitir „Söngur í kirkjum“; væri vel, að organleikarar kirknanna yrðu prestum samhentir í að glæða safnaðarsönginn, því engum bland- ast hugur um, að hann hafi mikil og góð áhrif. William Booth hershöfðingi á að hafa sagt einhverju sinni, að hver sem frelsaðist og gengi í Hjálp- ræðis'herinn, gæti ekki annað en tekið undir lofsöngva Hersins, enda þótt hann hefði aldrei raulað lag á æfi sinni fyrri. — Hvort sem það er bókstaflega satt eða ekki, þá er alkunnugt í öðrum löndum, að vaknað fólk syngur miklu meira og almennar við guðsþjónustur en flest annað fólk, — eins og eðlilegt er. „paðan hljómar þakkargerð og gleðihljóð“, og þar hugsa menn: „Um náðarverk Drottins vil eg syngja að eilífu“, og „eg mun syngja þér lof mitt í söfnuðin- um“.*) Erfiðara er viðfangs þar sem vakningin er ókomin og deyfð og þögn rótgróin — en mikið má ef *) Sbr. Jer. 30. 19, Sálm. 89. 2., Hebr. 2. 12. vel vill. — Allir bestu æskulýðs- skólar fjær og nær leggja mikla rækt við söng, telja hann fagurt og öflugt uppeldismeðal — og mörgurn verður þar mikið ágengt. „Annaðhvort eru þetta trúaðir piltar eða nýkomnir úr lýðhá- skóla“, heyrði útlendingur sagt í Danmörku. „Af hverju haldið þér það ?“ spurði hann. „Af því að þeir | syngja svo mikið“, var svarið. punglyndi og ljótar hugsanir flýja söng, og innilegur og öflug- . ur safnaðarsöngur lyftir sál til hæða. — Enginn andmælir því, en ; þó er þagað víða — þegar vel færi á að allir „tækju undir“. Hægast ætti að vera að byrja á börnunum. Nær því undantekning- arlaust er þeim ánægja að söng, og að syngja með — ef ekki er gert gys að þeim, sem eru ólag- viss og litla söngrödd hafa, en sú óaðgætni fullorðinna hefir gert meira tjón og valdið lengri „þögn“ en margan grunar. Við fermingarundirbúning geta prestar vanið börnin við að syngja sálma, og sé verulegum tíma varið til þess undirbúnings, mætti þar leggja grundvöll að safnaðarsöng framtíðarinnar. Komið gæti til álita, hvort ekki væri vel ráðið að söfnuðurinn gæfi hverju ferming- arbarni sálmabók með hlýlegri höggi við jafnmarga dónalega and- stæðinga, um stór mál, verið jafnlítið af ljótum og grófum orðum eins og í Tímanum. Enda hefir ritstjórinn aldrei síðan áréttað ásökun sína. Undralækningar eiga sér stað þessar vikurnar innan vébanda sjálfrar biskupakirkjunnar ensku. Einn af biskupunum skýrir frá tíðindunum. Tugir manna hafa læknast á dásamlegan hátt í mess- unni. — Enn hefir einn af helstu norsku bönkunum orðið að hætta útborgunum og loka. Von er þó talin um að sparifjáreigendur fái inneignir sínar. — Um miðjan síðastliðinn mán- uð flaug hið mikla þýska loftfar yfir Atlantshafið, frá pýskalandi til Bandaríkjanna. Ógurleg fagn- aðarlæti urðu, bæði á pýskalandi og í Bandaríkjunum, er ferðin tókst svo ágætlega. Veður var samt vont töluverðan hluta af leið- inni, svo loftfarið varð að breyta um stefnu og hægja á ferðinni, en alt kom fyrir ekki, og þegar loft- farið lenti í Bandaríkjunum, var enn nógur eldsneytisforði til að fljúga 2—3000 kílómetra í viðbót. Vegalengdin, sem flogin var, frá Boden-vatni til lendingarstaðar í Bandaríkjunum, er 9000 kílómetr- ar og loftfarið flaug hana á rúm- um 80 klukkutímum. Áður en lent var flaug loftfarið yfir New York og ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Heima á pýskalandi er gleðin beiskjublandin, því að sam- kvæmt Versalafriðnum eiga flug- vélasmiðjur þær, er smíðuðu loft- far þetta, að leggjast niður. pó vona pjóðverjar, að að unnu svo miklu afreksverki verði það ekki gert, og nálega einum rómi mót- mæla blöð Bandaríkjamanna því nú. Coolidge Bandaríkjaforseti var hinn fyrsti maður, sem tók í hönd stýrimanni loftfarsins og bauð hann velkominn. pvínæst fór sú athöfn fram, að dreginn var niður fáni pýskalands af loft- farinu, en fáni Bandaríkjanna dreginn við hún í staðinn. Hafa pjóðverjar með smíði loftsfarsins og fluginu enn á ný sett heimsmet í snilli og verður ekki um það deilt að þeir standa öllum þjóðum fram- ar að verksviti og vélasmíði. — Við Breiðugötu, í miðri Kaup- mannahöfn, stendur hin fagra rússneska grísk-katólska kirkja. áritun. Er ótrúlegt annað en það hefði oft góð áhrif, — og þá þyrftu ekki fátæk böm að vera sálma- bókarlaus, af því að foreldrar þeirra gætu ekki keypt þeim hana. Landar vorir vestan hafs hafa tekið þann sið upp eftir þarlend- um söfnuðum, að söfnuðurinn stendur meðan sálmar eru sungn- ir við guðsþjónustur. Sagði mér einhver, að sá siður styddi mjög almennan safnaðarsöng. Fólk vildi miklu síður „vera iðjulaust“ ef það stæði, en er það sæti. En eðlilegt er, að áhugamönnum íeiðist að bíða eftir „komandi kyn- sY,ð“ í þessu efni. Aðal gleðihátíð kristinna manna fer í hönd, þá eru kirkjur vel sóttar, ef stórhríðar hindra ekki ferðalög, og þá ætti að vera auðveldara en ella að fá söfn- uði til að syngja lofsöngva. Er vonandi að prestarnir noti það tækifæri. Velkomið er að útvega þeim er- indi síra Halldórs á Reynivöllum, sem ekki hafa þegar lesið þau í blöðunum; þau eru mjök íhugun- arverð, og hann á lof skilið fyrir framkvæmdarsaman áhuga sinn í þessum efnum. S. Á. Gíslason. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.